Sveitarfélagið Ölfus 2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010

Í framboði voru A-listi Fyrir okkur öll, sem boðinn var fram m.a. af bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og fv. bæjarstjóra, B-listi Framfarasinna sem boðinn var fram af Framsóknarmönnum og óflokksbundnum, D-listi Sjálfstæðisflokks og Ö-listi félagshyggjufólks sem að Samfylking og Vinstri grænir stóðu að. Árið 2006 buðu Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fram.

Úrslit urðu þau að A-listinn fékk 2 bæjarfulltrúa, Framfarasinnar fengu 2 bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2 bæjarfulltrúa og tapaði tveimur og listi Félagshyggjufólks hlaut 1 bæjarfulltrúa.

Úrslit 2010 og 2006

Úrslit 2010 Mismunur Úrslit 2006
Atkvæði Fltr. % Fltr. % Fltr. %
A-listi 255 2 25,65% 2 25,65%
B-listi 297 2 29,88% 0 2,32% 2 27,56%
D-listi 323 2 32,49% -2 -16,76% 4 49,25%
Ö-listi 119 1 11,97% 1 11,97%
S-listi 1 23,18%
994 7 100,00% 7 100,00%
Auðir 32 3,10%
Ógildir 6 0,58%
Greidd 1.032 78,96%
Kjörskrá 1.307
Bæjarfulltrúar
1. Stefán Jónsson (D) 323
2. Sveinn Steinarsson (B) 297
3. Sigríður Lára Ásbergsdóttir (A) 255
4. Kristín Magnúsdóttir (D) 162
5. Anna Björg Níelsdóttir (B) 149
6. Guðmundur Baldursson (A) 128
7. Hróðmar Bjarnason (Ö) 119
 Næstir inn;
vantar
Dagbjört Hannesdóttir (D) 35
Jón Páll Kristófersson (B) 61
Ólafur Áki Ragnarsson (A) 103

Framboðslistar:

A-listi Fyrir okkur öll

1 Sigríður Lára Ásbergsdóttir Eyjahrauni 18 bæjarfulltrúi
2 Guðmundur Baldursson Lýsubergi 16 framkvæmdastjóri
3 Ólafur Áki Ragnarsson Básahrauni 43 fyrrv. Bæjarstjóri
4 Ásta Margrét Grétarsdóttir Lýsubergi 14 Bókari
5 Björgvin Ásgeirsson Hlíðartungu Pípulagningarmeistari
6 Helena Helgadóttir Eyjahrauni 37 Leikskólakennari
7 Gauti Guðlaugsson Básahrauni 35 Vélstjóri
8 Sæmundur Skúli Gíslason Þóroddstaðir 2 a Trésmíðameistari
9 Ágúst Örn Grétarsson Gissurarbúð 8 Rafvirki
10 Harpa Hilmarsdóttir Setbergi 7 Bókari
11 Kristján Þór Yngvason Finnsbúð 19 Verkamaður
12 Jóhanna María Ingimarsdóttir Norðurbyggð 20 B Bankastarfsmaður
13 Reynir Guðfinnsson Básahrauni 36 Rafvirki
14 G. Ásgerður Eiríksdóttir Oddabraut 1 Leikskólastjóri

B-listi Framfarasinna

1 Sveinn Steinarsson Litlalandi Hrossaræktandi
2 Anna Björg Níelsdóttir Sunnuhvoli Bókari
3 Jón Páll Kristófersson Pálsbúð 2 Rekstrarstjóri
4 Sigrún Huld Pálmarsdóttir Egilsbraut 23 Húsfreyja
5 Valgerður Guðmundsdóttir Selvogsbraut 27 Skrifstofustjóri
6 Ólafur H. Einarsson Hvoli 1 Hrossabóndi
7 Hákon Hjartarson Brynjólfsbúð 6 Móttökustjóri
8 Charlotte Clausen Hvammi Kúabóndi
9 Sigurður Garðarsson Eyjahrauni 15 Verkstjóri
10 Ingvi Þór Þorkelsson Hafnarbergi 5 Landfræðingur
11 Oddfreyja H. Oddfreysdóttir Egilsbraut 24 Fulltrúi þjóðskrár
12 Júlíus Ingvarsson Heinabergi 13 Fyrrv. Verktaki
13 Henný Björg Hafsteinsdóttir Reykjabraut 7 Bæjarfulltrúi
14 Páll Stefánsson Stuðlum Dýralæknir og bæjarfulltrúi

D-listi Sjálfstæðisflokks

1 Stefán Jónsson Selvogsbraut 7 framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
2 Kristín Magnúsdóttir Lyngbergi 2 Verksmiðjustjóri
3 Dagbjört Hannesdóttir Básahrauni 29 Viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
4 Kjartan Ólafsson Hlöðutúni Fyrrv. Alþingismaður
5 Ólafur Hannesson Hrauni 2 Þáttastjórnandi
6 Brynjólfur Hjörleifsson Básahrauni 4 Háskólanemi
7 Laufey Ásgeirsdóttir Básahrauni 44 Fasteignasali
8 Ingibjörg Kjartansdóttir Grásteini II Skrifstofustjóri
9 Aðalsteinn Brynjólfsson Hafnarbergi 22 Vélstjóri
10 Gunnar Arnarson Grænhóli Hrossabóndi
11 Ármann Einarsson Norðurbyggð 6 Framkvæmdastjóri
12 Petrea Vilhjálmsdóttir Egilsbraut 9 Frú
13 Þór Emilsson Heinabergi 19 Sölumaður
14 Sigurður Bjarnason Finnsbúð 9 Skipstjóri

Ö-listi Félagshyggjufólks

1 Hróðmar Bjarnason Vellir Framkvæmdastjóri
2 Sigurlaug B. Gröndal Brynjólfsbúð 8 Verkefnisstjóri
3 Guðmundur Oddgeirsson Setbergi 18 Framkvæmdastjóri
4 Halldóra S. Sveinsdóttir Klængsbúð 14 Framkvæmdastjóri
5 Einar Bergmundur Arnbjörnsson Breiðahvammi Þróunarstjóri
6 Íris Ellertsdóttir Norðurbyggð 18 A Forstöðumaður
7 Daníel H. Arnarson Norðurbyggð 12 Verkamaður
8 Sigþrúður Harðardóttir Lyngbergi 12 Kennari
9 Júlíus Steinn Kristjónsson Oddabraut 11 Starfsmannastjóri
10 Ingibjörg Þ. Þorleifsdóttir Eyjahrauni 39 Sérkennari
11 Saulius Blazevicius Brynjólfsbúð 2 Rafvirki
12 Einar Ármannsson Básahrauni 3 Verkamaður
13 Elsa A. Unnarsdóttir Mánabraut 9 Ellilífeyrisþeegi
14 Elín Björg Jónsdóttir Haukabergi 6 Formaður BSRB

Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og kosningavefur Innanríkisráðuneytisins.

%d bloggurum líkar þetta: