Kjördæmaskipun frá 1843

1843 Kosið var í einmenningskjördæmum. Þau voru: Reykjavík, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsnessýsla, Dalasýsla, Barðastrandasýsla, Ísafjarðarsýsla, Strandasýsla, Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla, Suður-Þingeyjarsýsla, Norður-Þingeyjarsýsla, Norður-Múlasýsla, Suður-Múlasýsla, Skaftafellssýsla, Vestmannaeyjar, Rangárvallasýsla og Árnessýsla. Í einmenningskjördæmum var sá kjörinn sem hlaut flest atkvæði.

Þjóðkjörnir voru 20 þingmenn og 6 voru konungkjörnir. Samtals 26 þingmenn.

1859 Skaftafellssýslu skipt upp í tvö einmenningskjördæmi, Austur-Skaftafellssýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.

Þjóðkjörnir voru 21 þingmenn og 6 voru konungkjörnir. Samtals 27 þingmenn.

1874 Einmenningskjördæmi voru: Reykjavík, Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsnessýsla, Dalasýsla, Barðastrandarsýsla, Strandasýsla og Vestmannaeyjar.

Tvímenningskjördæmi voru: Gullbringu- og Kjósasýsla, Ísafjarðarsýsla, Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla, Þingeyjarsýsla, Norður-Múlasýsla, Suður-Múlasýsla, Skaftafellssýsla, Rangárvallasýsla og Árnessýsla.

Þjóðkjörnir voru 30 þingmenn og 6 voru konungkjörnir. Samtals 36 þingmenn.

1880 Þingeyjarsýslu skipt upp i tvö einmenningskjördæmi, Suður-Þingeyjarsýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Skaftafellsýslu skipt upp í tvö einmenningskjördæmi, Austur-Skaftafellssýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.

1902 Ísafjarðarsýslu skipt upp í tvö einmenningskjördæmi, Norður-Ísafjarðarsýslu og Vestur-Ísafjarðarsýslu.

1904 Reykjavík – þingmönnum fjölgað úr einum í tvo. Ísafirði skipt út úr Norður-Ísafjarðarsýslu og gert að einmenningskjördæmi, Akureyri skipt út úr Eyjafjarðarsýslu og gert að einmenningskjördæmi og Seyðisfirði skipt út úr Norður-Múlasýslu og gert að einmenningskjördæmi.

Eftir þessa breytingu voru 34 þjóðkjörnir þingmenn og 6 voru konungkjörnir. Samtals 40 þingmenn.

1916 Sex landskjörnir þingmenn sem kosnir voru hlutfallskosningu með landið allt sem eitt kjördæmi. Landskjörnu þingmennirnir komu í stað konungkjörinna þingmanna.

Þingmenn voru 40 eins og áður.

1921 Þingmönnum Reykjavíkur fjölgað úr tveimur í fjóra og tekin upp hlutfallskosning.

Eftir þessa breytingu fjölgaði þingmönnum í 42.

1923 Húnavatnssýslu skipt upp í tvö einmenningskjördæmi, Vestur-Húnavatnssýslu og Austur-Húnavatnssýslu.

1931 Gullbringu- og Kjósarsýslu skipt upp í tvö einmenningskjördæmi þegar að Hafnarfjörður var gerður að sérstöku kjördæmi.

1934 Landskjör lagt niður. Uppbótarþingsæti tekin upp til jöfnunar á milli stjórnmálaflokka. Samkvæmt lögum áttu þau að vera allt að ellefu. Þingmönnum Reykjavíkur fjölgað úr fjórum í sex.

Við þessa breytingu fjölgaði þingmönnum í 49.

1942 október Þingmönnum Reykjavíkur fjölgað úr sex í átta. Siglufirði skipt út úr Eyjafjarðarsýslu og gerður að sérstöku einmenningskjördæmi. Hlutfallskosning tekin upp í tvímenningskjördæmum. Þau voru: Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla, Norður-Múlasýsla, Suður-Múlasýsla, Rangárvallasýsla og Árnessýsla.

Við þessa breytingu fjölgaði þingmönnum í 52.

1959 október Kjördæmabreyting. Átta kjördæmi stofnuð með samtals 49 þingmönnum. Uppbótarsæti voru áfram 11. Þingmönnum fjölgaði í 60 við þessa breytingu.

 • Reykjavíkurkjördæmi. Þingmönnum fjölgaði úr 8 í 12.
 • Reykjaneskjördæmi – Gullbringu- og Kjósarsýsla og Hafnarfjörður. Þingmönnum fjölgaði úr 2 í 5.
 • Vesturlandskjördæmi – Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsnessýsla og Dalasýsla sameinaðar. Þingmönnum fjölgaði úr 4 í 5.
 • Vestfjarðakjördæmi – Barðastrandarsýsla, Vestur-Ísafjarðarsýsla, Ísafjörður, Norður-Ísafjarðarsýsla og Strandasýsla. Þingmenn voru áfram 5.
 • Norðurlandskjördæmi vestra – Vestur-Húnavatnssýsla, Austur-Húnavatnssýsla, Skagafjarðar-sýsla og Siglufjörður. Þingmenn voru áfram 5.
 • Norðurlandskjördæmi eystra – Eyjafjarðarsýsla, Akureyri, Suður-Þingeyjarsýsla og Norður-ÞIngeyjarsýsla. Þingmönnum fjölgaði úr 5 í 6.
 • Austurlandskjördæmi – Norður-Múlasýsla, Seyðisfjörður, Suður-Múlasýsla og Austur-Skaftafellssýsla. Þingmönnum fækkaði úr 6 í 5.
 • Suðurlandskjördæmi – Vestur-Skaftafellssýsla, Vestmannaeyjar, Rangárvallasýsla og Árnessýsla. Þingmenn voru áfram 6.

1987 Breyting á kosningafyrirkomulagi. Þingmönum fjölgaði úr 60 í 63. Uppbótarsæti voru öll nema eitt (flakkarinn) fest við kjördæmi.

 • Reykjavíkurkjördæmi var með 14 kjördæmasæti + 4 uppbótarsæti
 • Reykjaneskjördæmi var með 9 kjördæmasæti + 2 uppbótarsæti
 • Vesturlandskjördæmi var með 4 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti
 • Vestfjarðakjördæmi var með 4 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti
 • Norðurlandskjördæmi vestra var með 4 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti
 • Norðurlandskjördæmi eystra var með 5 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti
 • Austurlandskjördæmi var með 4 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti
 • Suðurlandskjördæmi var með 5 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti

1995 Uppbótarsætið sem ekki hafði verið fest við kjördæmi (flakkarinn) festur við Reykjaneskjördæmi sem hafði þar með 9 kjördæmasæti + 3 uppbótarsæti

2003 Kjördæmabreyting.

 • Norðvesturkjördæmi – Vesturlandskjördæmi, Vestfjarðakjördæmi og Norðurlandskjördæmi vestra að frádregnum Siglufirði. Kjördæmið var með 9 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti. Þingmönnum fækkaði um 5.
 • Norðausturkjördæmi – Norðurlandskjördæmi eystra og Austurlandskjördæmi án Austur-Skaftafellssýslu að viðbættum Siglufirði. Kjördæmið var með 9 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti. Þingmönnum fækkaði um 1.
 • Suðurkjördæmi – Suðurlandskjördæmi, Suðurnes og Austur-Skaftafellssýsla. Kjördæmið var með 9 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti.
 • Suðvesturkjördæmi – Reykjaneskjördæmi að frádregnum Suðurnesjum. Kjördæmið var með 9 kjördæmasæti + 2 uppbótarsæti.
 • Reykjavík var skipt upp í tvö kjördæmi sem hvort um sig hlaut 9 kjördæmasæti og 2 uppbótarsæti.

2007 Eitt kjördæmissæti fluttist frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis. Eftir breytinguna var Norðvesturkjördæmi var því með 8 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti en Suðvesturkjördæmi var með 10 kjördæmasæti + 2 uppbótarsæti.

2013 Eitt kjördæmissæti fluttist frá Norðvesturkjördæmi til Suðvesturkjördæmis. Eftir breytinguna var Norðvesturkjördæmi var því með 7 kjördæmasæti + 1 uppbótarsæti en Suðvesturkjördæmi var með 11 kjördæmasæti + 2 uppbótarsæti.

%d bloggurum líkar þetta: