Norðurland vestra 1971

Framsóknarflokkur: Ólafur Jóhannesson var þingmaður Skagafjarðarsýslu frá 1959(júní)-1959(okt.) og Norðurlands vestra frá 1959(okt.) Björn Pálsson var þingmaður Austur Húnavatnssýslu frá 1959(júní)-1959(okt.) og Norðurlands vestra frá 1959(okt.)

Sjálfstæðisflokkur: Gunnar Gíslason var þingmaður Skagafjarðarsýslu frá 1959(júní)-1959(okt.) og Norðurlands vestra frá 1959(okt.). Pálmi Jónsson var þingmaður Norðurlands vestra frá 1967.

Alþýðubandalag: Ragnar Arnalds var þingmaður Norðurlands vestra landskjörinn 1963-1967 og kjördæmakjörinn frá 1971.

Alþýðuflokkur: Pétur Pétursson var þingmaður Snæfellsnessýslu landskjörinn 1956-1959(júní) og Norðurlands vestra landskjörinn frá 1971.

Prófkjör var hjá Framsóknarflokki.

Úrslit

1971 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 566 10,99% 0
Framsóknarflokkur 2.006 38,97% 2
Sjálfstæðisflokkur 1.679 32,61% 2
Alþýðubandalag 897 17,42% 1
Gild atkvæði samtals 5.148 100,00% 5
Auðir seðlar 86 1,64%
Ógildir seðlar 20 0,38%
Greidd atkvæði samtals 5.254 89,77%
Á kjörskrá 5.853
Kjörnir alþingismenn
1. Ólafur Jóhannesson (Fr.) 2.006
2. Gunnar Gíslason (Sj.) 1.679
3. Björn Pálsson (Fr.) 1.003
4. Ragnar Arnalds (Abl.) 897
5. Pálmi Jónsson (Sj.) 840
Næstir inn vantar
Pétur Pétursson (Alþ.) 241 Landskjörinn
Magnús Gíslason (Fr.) 514
Eyjólfur Konráð Jónsson (Sj.) 783 2.vm.landskjörinn
Hannes Baldvinsson (Abl.) 3.vm.landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur
Pétur Pétursson, forstjóri, Reykjavík Ólafur Jóhannesson, alþingismaður, Reykjavík
Sigurjón Sæmundsson, prentsmiðjustjóri, Siglufirði Björn Pálsson, alþingismaður, Ytri-Löngumýri, Svínavatnshr.
Gestur Þorsteinsson, bankagjaldkeri, Sauðárkróki Magnús H. Gíslason, bóndi, Frostastöðum, Akrahreppi
Jón Karlsson, form.Fram, Sauðárkróki Stefán Guðmundsson, byggingameistari, Sauðárkróki
Bernódus Ólafsson, tollvörður, Skagaströnd Sigurður J. Líndal, bóndi, Lækjarmóti, Þorkelshólshr.
Birgir Guðlaugsson, byggingameistari, Siglufirði Bogi Sigurbjörnsson, skattendurskoðandi, Siglufirði
Helga Hannesdóttir, húsfreyja, Sauðárkróki Guðmundur Jónasson, bóndi, Ási, Áshreppi
Hallbjörn E. Björnsson, rafvirki, Skagaströnd Ólafur H. Kristjánsson, skólastjóri, Reykjaskóla, Staðarhr.V-Hún
Kristján Sigurðsson, verkstjóri, Siglufirði Helga Kristjánsdóttir, húsfreyja, Silfrastöðum, Akrahreppi
Jón Þorsteinsson, alþingismaður, Blönduósi. Bjarni M. Þorsteinson, verkstjóri, Siglufirði
Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag
Gunnar Gíslason, prestur, Glaumbæ, Seyluhr. Ragnar Arnalds, skólastjóri, Varmahlíð
Pálmi Jónsson, bóndi, Akri, Torfalækjarhreppi Hannes Baldvinsson, síldarmatsmaður, Siglufirði
Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, Reykjavík Haukur Hafstað, bóndi, Vík, Staðarhreppi
Jóhannes Guðmundsson, bóndi, Auðunnarstöðum, Þorkelshólshr. Þorsteinn Gunnarsson, ráðunautur, Blönduósi
Halldór Þ. Jónsson, fulltrúi, Sauðárkróki Bjarni Jónsson, bóndi, Svertingsstöðum, Ytri-Torfustaðahr.
Stefán Friðbjarnarson, bæjarstjóri, Siglufirði Guðríður B. Helgadóttir, húsfreyja, Austurhlíð, Bólstaðarhlíðarhr.
Valgerður Ágústsdóttir, húsfreyja, Geitaskarði, Engihlíðarhrreppi Ólafur Þorsteinsson, sjómaður, Hofsósi
Þorbjörn Árnason, laganemi, Sauðárkróki Jóhann Ársælsson, skipasmiður, Skagaströnd
Þórarinn Þorvaldsson, bóndi, Þóroddsstöðum, Staðarhr. V-Hún. Hulda Sigurbjörnsdóttir, verkakona, Sauðárkróki
Jón Eiríksson, bóndi, Djúpadal, Akrahreppi Óskar Garibaldason, verkamaður, Siglufirði

Prófkjör

Framsóknarflokkur:

Stig
Ólafur Jóhannesson, alþingismaður, Reykjavík 1257
Björn Pálsson, alþingismaður, Ytri-Löngumýri, A-Hún 654
Magnús H. Gíslason, bóndi, Frostastöðum, Skag. 478
Stefán Guðmundsson, byggingameistari, Sauðárkróki 405
Björn Pálsson, stud.scient. Syðri-Völlum, V-Hún 348
Ólafur H. Kristjánsson, skólastjóri, Reykjum, V-Hún 192
Jón Kjartansson, forstjóri, Siglufirði (bætt á listann) 187
Guðmundur Jónasson, bóndi, Ási, A-Hún 152
Sigurður Líndal, Lækjarmóti, V-Hún 144
Helga Kristjánsdóttir, Silfrastöðum, Skag. 133
Aðrir:
Bjarni Þorsteinsson, Siglufirði
Ragnar Jóhannesson, Siglufirði
Bogi Sigurbjörnsson, Siglufirði
Skúli Jónasson, Siglufirði
Sigfús Ólafsson, Hólum, Skag.
Guttormur Óskarsson, Sauðárkróki
Jón Tryggvason, Ártúnum, A-Hún
Þorsteinn Jónsson, Oddastöðum, V-hún

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis, Tíminn 13.11.1969, 8.1.1970 og Vísir 8.1.1970.