Landskjör 1916

Landskjör eða landskosningar fóru í fyrsta skipti fram árið 1916. Kosið var um sex þingmenn. Sex listar voru í kjöri. Þeir voru bornir fram af Heimastjórnarflokki, Sjálfstæðisflokki þversum, Óháðum bændum, Bændaflokknum, Sjálfstæðisflokki langsum og Alþýðuflokkur.

Úrslit

1916 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Heimastjórnarflokkur 1.950 33,45% 3
Sjálfstæðisfl.þversum 1.337 22,94% 2
Óháðir bændur 1.290 22,13% 1
Bændaflokkur 435 7,46%
Sjálfstæðisfl.langsum 419 7,19%
Alþýðuflokkur 398 6,83%
Samtals gild atkvæði 5.829 100,00% 6
Ógild atkvæði 44 0,75%
Samtals greidd atkvæði 5.873 24,28%
Á kjörskrá 24.189
Kjörnir þingmenn
1. Hannes Hafstein (Heim.) 1.950
2. Sigurður Eggerz (Sj.þ) 1.337
3. Sigurður Jónsson (Óh.b.) 1.290
4. Guðjón Guðlaugsson (Heim.) 975
5. Hjörtur Snorrason (Sj.þ) 669
6. Guðmundur Björnsson (Heim) 650
Næstir inn: vantar
Ágúst Helgason (Óh.b.) 21
Jósef Björnsson (Bænd) 216
Einar Arnórsson (Sj.l) 232
Erlingur Friðjónsson (Alþ.) 253
Gunnar Ólafsson (Sj.þ) 614

Tvær breytingar urðu á lista Heimastjórnarflokksins. Guðjón Guðlaugsson færðist upp fyrir Guðmund Björnsson og Sigurjón Friðjónsson færðist upp fyrir Bríetu Bjarnhéðinsdóttur sem varð þar með fyrst kvenna til að bjóða sig fram til Alþingis.

Hannes Hafstein var þingmaður Ísafjarðarsýslu 1900—1901 og þingmaður Eyjafjarðarsýslu 1903—1915. Sigurður Eggerz var þingmaður Vestur Skaftafellssýslu 1911—1915. Guðjón Guðlaugsson var þingmaður Strandasýslu 1892-1908 og 1911-1913. Hjörtur Snorrason var þingmaður Borgarfjarðarsýslu 1914-1915. Guðmundur Björnsson var þingmaður Reykjavíkur 1905—1908 og konungkjörinn þingmaður 1913—1915. Sigurður Jónsson þingmaður Óháðra bænda var eini fulltrúinn sem ekki hafði áður tekið sæti á Alþingi.

Gunnar Ólafsson 1. varamaður Sjálfstæðisflokksins þversum var þingmaður Vestur Skaftafellssýslu 1908-1911. Jósef Björnsson sem skipaði efsta sæti Bændaflokksins var þingmaður Skagafjarðarsýslu frá 1908. Björn Sigfússon sem var í 2. sæti Bændaflokksins var þingmaður Húnavatnssýslu 1892-1900 og 1908-1911. Einar Arnórsson sem var í efsta sæti Sjálfstæðisflokksins langsum var þingmaður Árnessýslu frá 1914.

Björn Þorláksson sem skipaði 3. sæti Sjálfstæðisflokksins langsum var þingmaður Seyðisfjarðar 1909-1911 og konungkjörinn þingmaður 1912-1915. Sigurður Gunnarsson sem skipaði 4. sæti Sjálfstæðisflokks langsum var þingmaður Suður Múlasýslu 1890-1900 og Snæfellsnessýslu 1908-1911 og frá 1914. Ólafur Thorlacius sem skipaði 6. sæti Sjálfstæðisflokks þversum var þingmaður Suður Múlasýslu 1903-1908.  Ágúst Flyenring sem skipaði 12. sæti lista Heimastjórnarflokksins var koungkjörinn þingmaður 1905-1913.

Framboðslistar

Heimastjórnarflokkur Sjálfstæðisflokkur þversum Óháðir bændur
Hannes Hafstein, bankastjóri Sigurður Eggerz, sýslumaður Sigurður Jónsson, bóndi, Ystafelli
Guðmundur Björnsson, landlæknir Hjörtur Snorrason, bóndi og fv.skólastjóri Ágúst Helgason, bóndi, Birtingaholti
Guðjón Guðlaugsson, kaupfélagsstjóri Gunnar Ólafsson, kaupmaður, Vestmannaeyjum Sveinn Ólafsson, bóndi, Firði
Bríet Bjarnhéðinsdóttir, blaðstýra Magnús Friðriksson, bóndi, Staðarfelli Guðmundur Ólafsson, bóndi, Lundum
Sigurjón Friðjónsson, bóndi, Litlu-Laugum Kristján Benjamínsson, bóndi, Tjörnum Snæbjörn Kristjánsson, bóndi, Hergilsey
Jón Einarsson, hreppstjóri, Hemru Ólafur Thorlacius, læknir, Búlandsnesi Stefán Guðmundsson, bóndi, Fitjum
Pétur Þorsteinsson, verkstjóri, Reykjavík Magnús Magnússon, kennari, Reykjavík Ólafur Ísleifsson, veitingamaður, Þjórsártúni
Jósef Björnsson, bóndi, Svarfhóli Eyjólfur Guðmundsson, bóndi, Hvoli Magnús Jónsson, bóndi, Klausturhólum
Hallgrímur Hallgrímsson, hreppstjóri, Rifkelsstöðum Eiríkur Torfason, bóndi, Bakkakoti Þórður Sveinsson, læknir, Kleppi
Gunnlaugur Þorsteinsson, hreppstjóri, Kiðjabergi Skúli Guðmundsson, bóndi, Úlfarsfelli Kristleifur Þorsteinsson, bóndi, Kroppi
Hallgrímur Þórarinsson, bóndi, Ketilsstöðum Kolbeinn Guðmundsson, hreppstjóri, Úlfljótsvatni Ingimar Eydal, kennari, Akureyri
Ágúst Flygenring, kaupmaður, Hafnarfirði Einar Friðriksson, bóndi, Hafranesi Hallgrímur Kristinsson, kaupfélagsfulltrúi, Akureyri
Bændaflokkur Sjálfstæðisflokkur langsum Alþýðuflokkur
Jósef Björnsson, alþingismaður, Vatnsleysu Einar Arnórsson, ráðherra Erlingur Friðjónsson, trésmiður, Akureyri
Björn Sigfússon, bóndi, Kornsá Hannes Hafliðason, fv.skipstjóri, Reykjavík Otti N. Þorláksson, verkamaður, Reykjavík
Vigfús Guðmundsson, fv.bóndi, Engey Björn Þorláksson, prestur, Dvergasteini Þovarður Þorvarðsson, prentsmiðjustjóri, Reykjavík
Halldór Jónsson, bóndi, Rauðumýri Sigurður Gunnarsson, fv.prófastur, Stykkishólmi Eggert Brandsson, sjómaður, Reykjavík
Einar Árnason, bóndi, Eyrarlandi Jónas Árnason, bóndi, Reynifelli Guðmundur Davíðsson, kennari, Reykjavík
Jósef Jónsson, bóndi, Melum

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis, Lögrétta 14.6.1916 og Njörður 2.7.1916.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: