Njarðvík 1962

Í framboði voru listar Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og vinstri manna. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2 hreppsnefndarmenn, tapaði einum manni og meirihlutanum í hreppsnefndinni. Alþýðuflokkur hlaut 2 hreppsnefndarmenn og listi vinstri manna 1 hreppsnefndarmann.

Úrslit

1962 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 182 35,55% 2
Sjálfstæðisflokkur 215 41,99% 2
Vinstri menn 115 22,46% 1
Samtals gild atkvæði 512 100,00% 5
Auðir og ógildir 22 4,12%
Samtals greidd atkvæði 534 86,41%
Á kjörskrá 618
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Ólafur Egilsson (Sj.) 215
2. Ólafur Sigurjónsson (Alþ.) 182
3. Jón Bjarnason (v.m.) 115
4. Magnús Kristinsson (Sj.) 108
5. Helgi Helgason (Alþ.) 91
Næstir inn vantar
Ingólfur Aðalsteinsson (Sj.) 59
Sigurbjörn Ketilsson (v.m.) 68

Framboðslistar

A-listi Alþýðuflokks D-listi Sjálfstæðisflokks H-listi vinstri manna
Ólafur Sigurjónsson, oddviti Ólafur Egilsson, framkvæmdastjóri Jón Bjarnason, verkamaður
Helgi Helgason, verkamaður Magnús Kristinsson, járnsmiður Sigurbjörn Ketilsson, skólastjóri
Ólafur Thordersen, fríhafnarbílstjóri Ingólfur Aðalsteinsson, veðurfræðingur Björn Steinsson, bílstjóri
Sigurður Ársmundsson, bílstjóri Sigurbjörg Magnúsdóttir, húsfreyja Bjarni Einarsson, skipasmiður
Sólbjörg Vigfúsdóttir, húsfreyja Ásbjörn Guðmundsson, pípulagningarmaður Oddur Sveinbjörnsson, kennari
Gunnar Kristjánsson, varðstjóri Karl Sigtryggsson, verkstjóri Oddbergur Eiríksson, skipasmiður
Hilmar Þórarinsson, varðstjóri Bogi Þorsteinsson, flugumferðastjóri Sigríður Jónsdóttir, frú
Kristján Pétursson, ráðningarstjóri vantar …. Árni Sigurðsson, verkamaður
Guðbergur Sveinsson, verkamaður Páll Kristinsson, vélstjóri Sigurður Einarsson, verkamaður
Eiríkur Þorsteinsson, vélstjóri Karvel Ögmundsson, útgerðarmaður Guðjón Klemensson, læknir

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Kosningahandbók Fjölvís 1962, Alþýðublaðið 4.5.1962, Morgunblaðið 18.4.1962, Tíminn 12.5.1962 og Þjóðviljinn 4.5.1962.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: