Hólmavík 2002

Kirkjubólshreppur var sameinaður Hólmavíkurhreppi. Í framboði voru listar Framsóknarflokks og Sameinaðra borgara. Listi Framsóknarflokks hlaut 3 hreppsnefndarmenn, bætti við sig einum og hlaut hreinan meirihluta í hreppsnefnd. Sameinaðir borgarar hlutu 2 hreppsnefndarmenn. Almennir borgarar hlutu einn hreppsnefndarmann í kosningunum 1998.

Úrslit

Hólmavík

2002 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Framsóknarflokkur 125 50,40% 3
Sameinaðir borgarar 123 49,60% 2
Samtals gild atkvæði 248 100,00% 5
Auðir seðlar og ógildir 9 3,50%
Samtals greidd atkvæði 257 75,81%
Á kjörskrá 339
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Haraldur V. Jónsson (B) 125
2. Eysteinn Gunnarsson (H) 123
3. Elfa Björk Bragadóttir (B) 63
4. Kristín Einarsdóttir (H) 62
5. Valdemar Guðmundsson (B) 42
Næstur inn vantar
Daði Guðjónsson (H) 3

Framboðslistar

B-listi Framsóknarflokks H-listi Sameinaðra borgara
Haraldur V. Jónsson, húsasmíðameistari Eysteinn Gunnarsson, rafveituvirki
Elfa Björk Bragadóttir, aðalbókari Kristín Einarsdóttir, grunnskólakennari
Valdemar Guðmundsson, lögreglumaður Daði Guðjónsson, útgerðarmaður
Hlíf Hrólfsdóttir, þroskaþjálfi Már Ólafsson, útgerðarmaður
Björn Fannar Hjálmarsson, verkstjóri Ingibjörg Emilsdóttir, íþróttakennari
Júlíana Ágústsdóttir, verslunarmaður Karl Þór Björnsson, verktaki
Sverrir Guðbrandsson, flokkstjóri Ingimundur Pálsson, línumaður
Sigurður Marinó Þorvaldsson, verkamaður Ólöf Jónsdóttir, bóndi
Snævar Guðmundsson, bóndi Gunnar S. Jónsson, sjómaður
Ingibjörg Sigurðardóttir, bóndi Birna S. Richardsdóttir, bankastarfsmaður

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Sambands sveitarfélaga og kosningavefur Félagsmálaráðuneytisins.