Forsetakosningar 2004

Aðdragandi: Ólafur Ragnar Grímsson forseti sem kjörin var 1996 og endurkjörinn 2000 án mótframboðs fékk mótframboð.

Í framboði voru Ástþór Magnússon athafnamaður, Baldur Ágústsson fv.framkvæmdastjóri og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands.

Athyglisverðast við kosningarnar var að rúmur fimmtungur kjósenda skilaði auðu.

Ólafur Ragnar var endurkjörinn með miklum yfirburðum gildra atkvæða og aftur án mótframboðs 2008.

Úrslit

Atkvæði %
Ólafur Ragnar Grímsson 90.662 85,60%
Baldur Ágústsson 13.250 12,51%
Ástþór Magnússon 2.001 1,89%
Gild atkvæði 105.913 100,00%
Auðir seðlar 27.627 20,56%
Ógild atkvæði 834 0,62%
Samtals 134.374
Kjörsókn 62,92%
Á kjörskrá 213.553

Skipting atkvæða

Skipting atkvæða eftir kjördæmum

Auðir seðlar eftir kjördæmum

Kjörsókn eftir kjördæmum (miðað við kjörskrárstofn)

Heimild: Vefur Hagstofu Íslands