Landið 2003

Úrslit

2003 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Framsóknarflokkur 32.484 17,73% 11 1 12
Sjálfstæðisflokkur 61.701 33,68% 19 3 22
Samfylking 56.700 30,95% 18 2 20
Vinstri hreyf.grænt framboð 16.129 8,81% 4 1 5
Frjálslyndi flokkurinn 13.523 7,38% 2 2 4
Nýtt afl 1.791 0,98% 0
Óháðir í Suðurkjördæmi 844 0,46% 0
Gild atkvæði samtals 183.172 100,00% 54 9 63
Auðir seðlar 1.873 1,01%
Ógildir seðlar 347 0,19%
Greidd atkvæði samtals 185.392 87,74%
Á kjörskrá 211.304

Samfylkingin bætti við sig 3 þingsætum og Frjálslyndi flokkurinn 2 þingsætum. Framsóknarflokkur var með óbreytta þingmannatölu. Vinstrihreyfingin grænt framboð tapaði 1 þingsæti og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 4 þingsætum.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum

Sjálfstæðisflokkur(22): Sturla Böðvarsson, Einar Kr. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson Norðvesturkjördæmi, Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich Norðausturkjördæmi, Árni Ragnar Árnason, Drífa Hjartardóttir og Guðjón Hjörleifsson Suðurkjördæmi, Árni M. Mathiesen, Gunnar I. Birgisson, Sigríður A. Þórðardóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson(u) Suðvesturkjördæmi, Geir H. Haarde, Pétur H. Blöndal, Sólveig Pétursdóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Birgir Ármannsson(u) Reykjavíkurkjördæmi suður, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson(u) Reykjavíkurkjördæmi norður.

Samfylking(20): Jóhann Ársælsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir Norðvesturkjördæmi, Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson Norðausturkjördæmi, Margrét Frímannsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Björgvin G. Sigurðsson og Jón Gunnarsson(u) Suðurkjördæmi, Guðmundur Árni Stefánsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Katrín Júlíusdóttir(u) Suðvesturkjördæmi, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Mörður Árnason og Ágúst Ólafur Ágústsson(u) Reykjavíkurkjördæmi suður, Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöðversdóttir, Guðrún Ögmundsdóttir og Helgi Hjörvar Reykjavíkurkjördæmi norður.

Framsóknarflokkur (12): Magnús Stefánsson og Kristinn H. Gunnarsson Norðvesturkjördæmi, Valgerður Sverrisdóttir, Jón Kristjánsson, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson Norðausturkjördæmi, Guðni Ágústsson og Hjálmar Árnason Suðurkjördæmi, Siv Friðleifsdóttir Suðvesturkjördæmi, Jónína Bjartmarz Reykjavíkurkjördæmi suður, Halldór Ásgrímsson og Árni Magnússon(u) Reykjavíkurkjördæmi norður.

Vinstrihreyfingin grænt framboð (5): Jón Bjarnason Norðvesturkjördæmi, Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Backman(u) Norðausturkjördæmi, Ögmundur Jónasson Reykjavíkurkjördæmi suður og Kolbrún Halldórsdóttir Reykjavíkurkjördæmi norður.

Frjálslyndi flokkurinn (4): Guðjón A. Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson(u) Norðvesturkjördæmi, Magnús Þór Hafsteinsson Suðurkjördæmi og Gunnar Örn Örlygsson(u).

Breytingar á kjörtímabilinu

Tómas Ingi Olrich þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi sagði af sér í árslok 2003 og tók Arnbjörg Sveinsdóttir sæti hans.

Árni Ragnar Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi lést í ágúst 2004 og tók Kjartan Ólafsson sæti hans.

Guðmundur Árni Stefánsson þingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi sagði af sér þingmennsku í júní 2005 er hann var skipaður sendiherra og tók Valdimar Leó Friðriksson sæti hans. Ásgeir Friðgeirsson sem var næstur á lista sagði sig frá því að taka sæti á þingi.

Bryndís Hlöðversdóttir þingmaður Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður sagði af sér þingmennsku í ágúst 2005  og tók við sem deildarforseti í háskólanum á Bifröst. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók sæti hennar.

Davíð Oddson þingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkurkjördæmi norður sagði af sér þingmennsku í september 2005 þegar hann var skipaður Seðlabankastjóri og tók Ásta Möller sæti hans.

Árni Magnússon þingmaður Framsóknarflokks í Reykjavíkurkjördæmi norður sagði af sér þingmennsku í mars 2006 og tók Guðjón Ólafur Jónsson sæti hans.

Gunnar Ingi Birgisson þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi sagði af sér þingmennsku í maí 2006 og tók Sigurrós Þorgrímsdóttir sæti hans.

Halldór Ásgrímsson þingmaður Framsóknarflokks í Reykjavíkurkjördæmi norður sagði af sér þingmennsku í september 2006 og tók Sæunn Stefánsdóttir sæti hans.

Valdimar Leó Friðriksson þingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi sagði sig úr flokknum í nóvember 2006 eftir að hafa lent í 6. sæti í prófkjöri flokksins. Valdimar var utan flokka þar til í janúar 2007 þegar hann gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis

%d bloggurum líkar þetta: