Landið 1931

Heildarúrslit eftir stjórnmálaflokkum

Sjálfstæðisflokkur 16.891 43,82% 12
Framsóknarflokkur 13.844 35,92% 21
Alþýðuflokkur 6.198 16,08% 3
Kommúnistaflokkur 1.165 3,02% 0
Utan flokka 446 1,16% 0
38.543 34

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 við sameiningu Íhaldsflokks og Frjálslynda flokksins. Flokkurinn hlaut 2 þingmönnum færra en Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn fékk 1927. Framsóknarflokkurinn bætti við sig 4 þingmönnum. Alþýðuflokkurinn tapaði einum og einn þingmaður var kjörinn utan flokka. Kommúnistaflokkur Íslands sem stofnaður var 1930 var náði ekki manni kjörnum.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Framsóknarflokkur(21 +2): Jónas Jónsson landskjörinn, Jón Jónsson landskjörinn,  Bjarni Ásgeirsson Mýrasýslu, Jónas Þorbergsson Dalasýslu, Bergur Jónsson Barðastrandasýslu, Ásgeir Ásgeirsson Vestur Ísafjarðarsýslu, Tryggvi Þórhallsson Strandasýsla, Hannes Jónsson Vestur Húnavatnssýsla, Guðmundur Ólafsson Austur Húnavatnssýsla, Steingrímur Steinþórsson Skagafjarðarsýsla, Bernharð Stefánsson og Einar Árnason Eyjafjarðarsýsla, Ingólfur Bjarnason Suður Þingeyjarsýsla, Björn Kristjánsson Norður Þingeyjarsýsla, Halldór Stefánsson og Páll Hermannsson Norður Múlasýslu, Sveinn Ólafsson og Ingvar Pálmason Suður Múlasýsla, Þorleifur Jónsson Austur Skaftafellssýsla, Lárus Helgason Vestur Skaftafellssýsla, Sveinbjörn Högnason Rangárvallasýslu, Jörundur Brynjólfsson og Magnús Torfason Árnessýslu.

Sjálfstæðisflokkur(12+3): Jón Þorláksson landskjörinn, Pétur Magnússon landskjörinn, Guðrún Lárusdóttir landskjörin, Jakob Möller, Einar Arnórsson og Magnús Jónsson Reykjavík, Ólafur Thors Gullbringu- og Kjósarsýslu, Bjarni Snæbjörnsson Hafnarfirði, Pétur Ottesen Borgarfjarðarsýslu, Halldór Steinsson Snæfellsnessýslu, Jón Auðunn Jónsson Norður Ísafjarðarsýslu, Magnús Guðmundsson Skagafjarðarsýsla, Guðbrandur Ísberg Akureyri, Jóhann Þ. Jósefsson Vestmannaeyjum og Jón Ólafsson Rangárvallasýslu.

Alþýðuflokkur(3+1): Jón Baldvinsson landskjörinn, Héðinn Valdimarsson Reykjavík, Vilmundur Jónsson Ísafirði og Haraldur Guðmundsson Seyðisfirði.

Breytingar á kjörtímabilinu:

Einar Arnórsson (Sj.) var skipaður hæstaréttardómari 1932 og var Pétur Halldórsson (Sj.) kjörinn í hans stað.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis

%d bloggurum líkar þetta: