Sveitarstjórnarkosningar 2018

Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar 26. maí 2018. Sveitarfélögin í landinu voru 74 en urðu 72 eftir sveitarstjórnarkosningarnar.

Kosningaúrslit í hverju sveitarfélagi er að finna á viðkomandi undirsíðu. 

25.5.2018 Skoðanakönnun í Reykjavík

Í morgun birtist ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík í Fréttablaðinu og á frettabladid.is. Könnunin sýnir svipaða mynd og kannarnir undanfarna daga.

Meirihlutaflokkarnir sem bjóða fram fá samtals 13 borgarfulltrúa, þar af fær Samfylkingin 9, Vinstrihreyfingin grænt framboð 2 og Píratar 2. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 7 borgarfulltrúa, Framsóknarflokkur 1, Viðreisn 1 og Miðflokkurinn 1.

Níundi maður Samfylkingarinnar er síðastur inn og Framsóknarmaður næstur á undan honum. Pírötum vantar minnst til að bæta við sig manni en síðan koma Flokkur fólksins og Viðreisn.

Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Sósíalistaflokkur Íslands, Kvennahreyfingin, Alþýðufylkingin, Karlalistinn og Frelsisflokkurinn mælast ekki með borgarfulltrúa inni.

25.5.2018 Óhlutbundnar kosningar í 16 sveitarfélögum

Óhlutbundnar kosningar verða í sextán sveitarfélögum á morgun. Þau eru Kjósarhreppur, Skorrdalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Skagabyggð, Akrahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Svalbarðshreppur, Fljótsdalshreppur og Borgarfjarðarhreppur.

Af þessum sveitarfélögum hefur aðdragandi kosninganna í Árneshreppi vakið mesta athygli vegna deilna um kjörskrá í sveitarfélaginu sem að líkindum tengjast fyrirhugaðri Hvalárvirkjun.

Þó svo að tæknilega séu allir á kjörskrá í kjöri í sveitarfélögum þar sem óhlutbundin kosning fer fram, nema í undartekningartilfellum þar sem hægt er að biðjast undan kjöri, hefur a.m.k. í tveimur sveitarfélögum komið fram formleg framboð. Það er í Dalabyggð og Svalbarðsstrandarhreppi.

Í Dalabyggð gefa eftirtaldir kost á sér(17): Einar Jón Geirsson Búðardal, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir Efri-Múla í Saurbæ, Eva Björk Sigurðardóttir Búðardal, Eyjólfur Ingvi Bjarnason Ásgarði Hvammssveit, Eyþór Jón Gíslason Búðardal, Hjördís Kvaran Einarsdóttir Búðardal, Jón Egill Jónsson Búðardal, Ragnheiður Pálsdóttir Hvítadal Saurbæ, Sigríður Huld Skúladóttir Steintúni Skógarströnd, Sigurður Bjarni Gilbertsson Búðardal, Sigurður Sigurbjörnsson Vigholtsstöðum Laxárdal, Sindri Geir Sigurðarson Geirshlíð Hörðudal, Skúli Hreinn Guðbjörnsson Miðskógi Miðdölum, Svana Hrönn Jóhannsdóttir Búðardal, Valdís Gunnarsdóttir Búðardal, Þorkell Cýrusson Búðardal og Þuríður Sigurðardóttir Búðardal. Nánar um frambjóðendur.  Þorkell, Eyþór, Sigurður Bjarni og Valdís sitja í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Í Svalbarðsstrandarhreppi gefa eftirtaldir kost á sér(10): Anna Karen Úlfarsdóttir, Árný Þóra Ágústsdóttir, Elísabet Inga Ásgrímsson, Guðfinna Steingrímsdóttir, Halldór Jóhannesson, Hilmar Dúi Björgvinsson, Hrafndís Bára Einarsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Sigurður Karl Jóhannesson og Valtýr Hreiðarsson. Nánar um frambjóðendur. Ólafur, Valtýr, Guðfinna og Halldór sitja í sveitarstjórn Svalbarðshrepps.

23.5.2018 Langlífustu samfelldu einsflokksmeirihlutarnir

  • 14 kjörtímabil – 56 ár – Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi
  • 13 kjörtímabil – 52 ár – Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ
  •   6 kjörtímabil – 24 ár – Skagastrandarlistinn í Sveitarfélaginu Skagaströnd
  •   4 kjörtímabil – 16 ár – H-listinn í Hrunamannahreppi
  •   3 kjörtímabil – 12 ár – E-listinn í Sveitarfélaginu Vogum, J-listi Félagshyggjufólks í Strandabyggð, Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum og Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði
  • 2,5 kjörtímabil – 10 ár – A-listi Samstöðu í Þingeyjarsveit
  •   2 kjörtímabil – 8 ár – Sjálfstæðisflokkur í Mosfellsbæ, Sjálfstæðisflokkur í Sveitarfélaginu Garði, Bæjarmálafélagið Samstaða í Grundarfirði, Sjálfstæðisflokkur og óháðir í Vesturbyggð, Sjálfstæðisflokkur og óháðir í Bolungarvík, L-listinn á Blönduósi, B-listi Framfarasinna í Mýrdalshreppi, Framsóknarmenn o.fl. í Rangárþingi eystra, T-listinn í Bláskógabyggð, C-listinn í Grímsnes- og Grafningshreppi og Sjálfstæðisflokkur í Hveragerði

Í nokkrum tilfellum er öruggt að valdatíminn verður ekki lengri. Í Strandabyggð verður óhlutbundin kosning, Sveitarfélagið Garður hefur sameinast Sandgerði, B-listi Framfarasinna býður ekki fram í Mýrdalshreppi og C-listinn býður ekki fram í Grímsnes- og Grafningshreppi.

23.5.2018 Skoðanakönnun í Reykjavík

Morgunblaðið birtir í dag skoðanakönnun sem unnin er af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Samfylkingin mælist stærst og fengi 8 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 7, Píratar 2 og Vinstrihreyfingin grænt framboð með 2. Þá mælast Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Miðflokkurinn með einn borgarfulltrúa hver flokkur. Þetta þýðir að meirihlutinn í borgarstjórn heldur með 12 borgarfulltrúa af 23 þó flokkarnir séu með innan við helming atkvæða.

Fulltrúi Framsóknarflokks er síðasti maður inn í borgarstjórn rétt á eftir öðrum manni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs,sjöunda manni Sjálfstæðisflokks, fulltrúa Sósíalistaflokksins, öðrum manni Pírata og áttunda manni Samfylkingar. Næstur inn er fulltrúi Flokks fólksins.

22.5.2018 Skoðanakönnun í Árborg

Fréttavefurinn dfs.is birtir í dag skoðanakönnun sem gerð var af Gallup um fylgi flokka í Sveitarfélaginu Árborg.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur og fengi 4 bæjarfulltrúa af 9, tapaði einum og missti þannig meirihlutann. Samfylkingin mælist með 2 bæjarfulltrúa, Framsóknarflokkur, Miðflokkur og Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata og Viðreisnar hljóta samkvæmt könnuninni einn fulltrúa hvert framboð.

Næsti frambjóðandi inn er fyrsti maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboð en annar maður Samfylkingar er seinastur inn, rétt á undan fjórða fulltrúa Sjálfstæðisflokks, fyrsta fulltrúa Áfram Árborgar og fyrsta fulltrúa Miðflokksins.

17.5.2018 Skoðanakönnun í Reykjavík

Viðskiptablaðið birti í dag skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Reykjavík sem Gallup gerði fyrir blaðið. Samfylkingin mælist með 9 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 7, Píratar 3, Viðreisn 1, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Miðflokkurinn 1 og Vinstrihreyfingin grænt framboð 1. Meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs heldur því með 13 borgarfulltrúa af 23.

Síðastur inn er níundi maður Samfylkingarinnar. Næstir því að komast inn er fulltrúi Framsóknarflokks sem vantar innan við 0,2%, 2.maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem vantar ríflega 0,2% og fulltrúi Flokks fólksins sem vantar 0,6%.

Kvennahreyfinguna, Borgina okkar, Karlalistann og Höfuðborgarlistann vantar mun meira til að ná kjörnum fulltrúa. Íslenska þjóðfylkingin, Frelsisflokkurinn og Alþýðufylkingin mældust ekki í könnuninni.

16.5.2018 Skoðanakönnun í Kópavogi

Fréttablaðið og frettabladid.is birta í dag skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur og fengi 5 bæjarfulltrúa. Samfylkingin mælist með 2bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkur, sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, Píartar og Vinstrihreyfingin grænt framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert framboð. Miðflokkurinn, Okkar Kópavogur og Sósíalistaflokkur Íslands fá ekki kjörinn bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni.

Síðastur inn er fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og fulltrúi Bjartar framtíðar og Viðreisnar þar rétt á undan. Samfylkinguna vantar lítið til að bæta þriðja manninum við sig. Miðflokkinn vantar 1,4% til að fá mann kjörinn og Okkar Kópavog vantar 2%. Sósíalistaflokkurinn þyrfti að nær þrefalda fylgi sitt til að ná kjörnum bæjarfulltrúa.

15.5.2018 Skoðanakönnun í Hafnarfirði

Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu skoðanakönnun í Hafnarfirði í gær um hvað fólk myndi kjósa í komandi bæjarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 32% og 4-5 fulltrúa og Samfylkingin 19,2% og 2-3 en fimmti maður Sjálfstæðisflokks og þriðji maður Samfylkingar eru jafnir. Þá mælist Framsóknarflokkur með 11,6% og einn mann pg vantar ríflega eitt prósent il að ná inn sínum öðrum manni, Miðflokkur og Píratar með 9,7% og einn mann hvor flokkur. Vinstrihreyfingin grænt framboð er með 8,3% og einn mann. Viðreisn er með 5,8% og vantar innan við eitt prósent til að ná inn manni og Bæjarlistinn mælist aðeins með 3,1% og þarf ríflega að tvöfalda fylgi sitt til að ná inn.

11.5.2018 Tveir listar í Súðavíkurhreppi

Ekki verður sjálfkjörið í Súðavíkurhreppi eins og áður hafði komið fram þar sem tveir listar verða í kjöri. Listarnir eru þannig:

E-listi Víkurlistans H-listi Hreppslistans
1. Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir, frumkvöðull 1. Steinn Ingi Kjartansson, oddviti
2. Karl Guðmundur Kjartansson, sjómaður 2. Guðbjörg Bergmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
3. Jóhanna R. Kristjánsdóttir, bóndi 3. Samúel Kristjánsson, sjómaður
4. Arthúr Rúnar Guðmundsson, stálsmiður 4. Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaður
5. Jónas Ólafur Skúlason, bílamálari 5. Elín Birna Gylfadóttir, kvikmyndargerðarkona
6. Þorbergur Kjartansosn, veiðieftirlitsmaður 6. Birgir Ragnarsson, fv.húsvörður
7. Árni Kristinn Þorgilsson, sjómaður 7. Ragnheiður Baldursdóttir, fv.svæðisstjóri
8. Ásgeir Hólm Agnarsson, gæðastjóri
9. Yordan Slavov Yordanov, stöðvarstjóri
10.Stella Guðmundsdóttir, ferðaþjónustufrömuður

9.5.2018 Skoðanakönnun í Garðabæ

Fréttablaðið birtir í morgun skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Garðabæ. Sjálfstæðisflokkur fær í könnuninni 63% fylgi sem þýðir að hann fengi 8 bæjarfulltrúa og bætti einum við meirihluta sinn. Garðabæjarlistinn, sameinað framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og óháðra mælist með 23,5% og fengi 3 bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkur og Miðflokkur eru langt frá því að fá kjörinn bæjarfulltrúa.

8.5.2018 Skoðanakönnun í Reykjavík

Fréttablaðið birtir skoðanakönnun í dag, þá fyrstu eftir að framboðsfrestur rann út. Tölurnar líta svona út:

  • Meirihlutinn er með 13 af 23 borgarfulltrúum. Samfylkingin er með 30,5% – 8 borgarfulltrúa, Vinstri grænir eru með 10,9% – 3 borgarfulltrúa og Píratar eru með 7,5% – 2 borgarfulltrúa.
  • Sjálfstæðisflokkurinn 22,4% og 6 borgarfulltrúa.
  • Viðreisn er með 8,9% og 2 borgarfulltrúa
  • Miðflokkurinn er með 7,3 % og 2 borgarfulltrúa.
  • Þriðji fulltrúi Vinstri grænna er síðastur inn á 3,6%.
  • Sósíalistaflokk Íslands vantar 0,5% til að ná inn manni og Flokk fólksins vantar 0,8% til að ná inn manni.
  • Framsóknarflokk og Kvennahreyfinguna vantar 1,1% til að ná inn manni.
  • Alþýðufylkingin, Höfuðborgarlistinn og Karlalistinn mælast með undir 1% fylgi hvert framboð.
  • Íslenska þjóðfylkingin og Frelsisflokkurinn mældust ekki.

8.5.2018 Fjöldi framboða í hverju sveitarfélagi

Framboðfrestur rann út í hádegi í gær í þeim sveitarfélögum þar sem hann var framlengdur vegna þess að aðeins eitt framboð barst. Eftir því sem næst verður komist er fjöldi framboða í hverju sveitarfélagi sem hér segir:

  • 23 fulltrúar – 16 framboð: Reykjavík
  • 11 fulltrúar – 9 framboð: Kópavogur, 8 framboð: Hafnarfjörður og Reykjanesbær, 7 framboð: Akureyri, 4 framboð: Garðabær
  • 9 fulltrúar – 8 framboð: Mosfellsbær, 6 framboð: Sveitarfélagið Áborg, 5 framboð: Norðurþing, 4 framboð: Sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs, Akranes, Borgabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður, Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð.  3 framboð: Ísafjarðarbær.
  • 7 fulltrúar – 6 framboð:  Grindavík, 4 framboð: Seltjarnarnes, 3 framboð: Vogar, Hvalfjarðarsveit, Stykkishólmur, Bolungarvík, Húnavatnshreppur, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Sveitarfélagið Hornafjörður, Vestmanneyjar, Rangárþing eystra, Bláskógabyggð og Hveragerði. 2 framboð: Snæfellsbær, Grundarfjörður, Vesturbyggð, Húnaþing vestra, Blönduós, Eyjafjarðarsveit, Þingeyjarsveit, Langanesbyggð, Rangárþing ytra og Sveitarfélagið Ölfus.
  • 5 fulltrúar – 3 framboð: Skeiða- og Gnúpverjahreppur,  2 framboð: Tálknafjörður, Súðavíkurhreppur, Skagaströnd, Hörgársveit, Skútustaðahreppur, Djúpavogshreppur, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Ásahreppur, Hrunamannahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Flóahreppur. 1 framboð /sjálfkjörið: Súðavíkurhreppur og Tjörneshreppur.
  • Óhlutbundin kosning: Kjósarhreppur, Skorradalshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Skagabyggð, Akrahreppur, Svalbarðstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Svalbarðshreppur, Fljótsdalshreppur og Borgarfjarðarhreppur.

8.5.2018 Sjálfkjörið í Súðavíkurhreppi

Aðeins einn listi, Hreppslistinn, barst í Súðavíkurhreppi og er hann því sjálfkjörinn. Fimm efstu menn listans verða því í sveitarstjórn Súðavíkurhrepps næstu fjögur árin. Sjálfkjörið verður einnig í Tjörneshreppi.

8.5.2018 E-listi Einingar í Ásahreppi

Framboðslisti E-listi Einingar í Ásahreppi hefur verið birtur. Listann skipa eftirtaldir:

1. Elín Grétarsdóttir, fósturforeldri 6. Jón Sæmundsson, vél- og orkutæknifræðingur
2. Ágústa Guðmarsdóttir, ráðgjafi 7. Kristín Ósk Ómarsdóttir, deildarstjóri
3. Egill Sigurðsson, bóndi og oddviti 8. Jakob Sigurjón Þórarinsson, bóndi
4. Nanna Jónsdóttir, sveitarstjóri 9. Erla Brimdís Birgisdótir,kennari
5. Eydís Hrönn Tómasdóttir, kennari 10.Aasa E. E. Ljungberg, tamningakona

8.5.2018 F-listi, Fyrir Seltjarnarnes

Framboðslisti F-lista, Fyrir Seltjarnarnes hefur verið birtur. Listann leiðir Skafti Harðarson sem verið hefur flokksbundinn sjálfstæðismaður í 40 ár að eigin sögn. Framboðið vill aukna ráðdeild í fjármálum Seltjarnarnesbæjar. Listinn í heild er þannig:

1. Skafti Harðarson 8. Guðjón Jónatansson
2. Ástríður Sigurrós Jónsdóttir 9. Elínborg Friðriksdóttir
3. Eyjólfur Sigurðsson 10.Guðrún Valdimarsdóttir
4. Guðrún Erla Sigurðardóttir 11.Arnar Sigurðsson
5. Ragnar Árnason 12.Þuríður V. Eiríksdóttir
6. Ásgeir Bjarnason 13.Kristín Ólafsdóttir
7. María J. Hauksdóttir 14.Helgi Þórðarson

7.5.2018 Listi Óháðra á Tálknafirði

Framboðslisti Ó-lista Óháðra er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Bjarnveig Guðbrandsdóttir, skólafreyja 6. Nancy Rut Helgadóttir, gæðastjóri
2. Ingibjörg Ósk Þórhallsdóttir, lagerstjóri 7. Ingibjörg Jóna Nóadóttir, gæðastjóri
3. Björgvin Smári Haraldsson, vigtarmaður 8. Einir Steinn Björnsson, útgerðarmaður
4. Guðni Jóhann Ólafsson, fiskeldisstarfsmaður 9. Guðný Magnúsdóttir, matráður
5. Berglind Eir Egilsdóttir, afgreiðslumaður 10.Heiðar Ingi Jóhannsson, trésmíðameistari

7.5.2018 E-listinn – Eflum Tálknafjörð

Framboðslisti E-listans – Eflum Tálknafjörð í Tálknafjarðarhreppi er kominn fram. Hann er þannig:

1. Lilja Magnúsdóttir, hafnarvörður 6. Ragnar Þór Marinósson, fiskeldismaður
2. Jóhann Örn Hreiðarsson, matreiðslumaður 7. Sigurður Jónsson, vélstjóri
3. Jón Örn Pálsson, ráðgjafi 8. Kristrún Guðjónsdóttir, bókari
4. Guðlaug S. Björnsdóttir, bókasafnsvörður 9. Björgvin Sigurjónsson, framkvæmdastjóri
5. Aðalsteinn Magnússon, framkvæmdastjóri

7.5.2018 Sjálfkjörið í Tjörneshreppi

Aðeins einn listi kom fram í Tjörneshreppi og er hann sjálfkjörinn. Um er að ræða T-lista Tjörneslistans. Þetta eru aðrar kosningarnar í röð þar sem sjálfkjörið er í hreppsnefnd Tjörneshrepps. Fimm efstu menn listans verða því aðalmenn í sveitarstjórn og fimm næstu varamenn. Listinn er þannig skipaður:

1. Aðalsteinn J. Halldórsson, bóndi 6. Jónas Jónasson, bóndi
2. Smári Kárason, sveitarstjórnarmaður 7. Halldór Sigurðsson, bóndi
3. Jón Gunnarsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður 8. Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir
4. Sveinn Egilsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður 9. Bjarni S. Aðalgeirsson, bílstjóri
5. Katý Bjarnadóttir, lögfræðingur og sveitarstjórnarmaður 10.Steinþór Hreiðarsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður

7.5.2018 N-listinn í Skútustaðahreppi

N-listinn í Skútustaðahreppi hefur verið lagður fram eftir framlengdan framboðsfrest þar sem aðeins H-listanum var skilað inn fyrir lok framboðsfrests. Listinn er þannig skipaður:

1. Halldór Þorlákur Sigurðsson, bóndi 6. Sylvía Ósk Sigurðardóttir, leikskólaleiðbeinandi
2. Sigurbjörn Reynir Björgvinsson, vaktstjóri 7. Pálmi John Price Þórarinsson, baðvörður
3. Jóhanna Njálsdóttir, bókari 8. Sólveg Erla Hinriksdóttir, skrifstofumaður og bóndi
4. Ólöf Þórelfur Hallgrímsdóttir, námsmaður 9. Sigurður Ásgeirsson, flugstjóri
5. Hildur Ásta Þórhallsdóttir, námsmaður 10.Hólmfríður Ásdís Illugadóttir, húsmóðir

7.5.2018 Listi Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð

N-listi Nýrrar Sýnar í Vesturbyggð hefur verið birtur. Listann skipa eftirtaldir:

1. Iða Marsibil Jónsdóttir, skrifstofustjóri 8. Birta Eik F. Óskarsdóttir, nemi
2. María Ósk Óskarsdóttir, kennari 9. Mattheus Piotr Czubaj, verkamaður
3. Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, nemi 10.Guðrún Anna Finnbogadóttir, framleiðslustjóri
4. Jón Árnason, skipstjóri 11.Iwona Ostaszewska, leiðbeinandi
5. Jörundur Steinar Garðarsson, framkvæmdastjóri 12.Egill Össuarson, markaðsstjóri
6. Ramon Flaviá Piera, lyfjafræðingur 13.Guðbjartur Gísli Egilsson, vélvirki
7. Davíð Þorgils Valgeirsson, bifvélavirki 14.Jóhann Pétur Ágústsson, bóndi

7.5.2018 Listi Miðflokksins á Fljótsdalshéraði

Framboðslisti Miðflokksins á Fljótsdalshéraði hefur verið birtur. Hann er sem hér segir:

1. Hannes Karl Hilmarsson, verkstjóri 10.Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, afgreiðslumaður
2. Hrefna Hlín Sigurðardóttir, grunnskólakennari 11.Sveinn Vilberg Stefánsson, bóndi
3. Sonja Ólafsdóttir, einkaþjálfari 12.Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri
4. Gunnar Þór Sigbjörnsson, vátryggingasérfræðingur 13.Benedikt Vilhjálmsson Warén, flugradiomaður
5. Guðmunda Vala Jónasdóttir, leikskólastjóri 14.Ingibjörg Kristín Gestsdóttir, verslunarstjóri
6. Stefán Vignisson, framkvæmdastjóri 15.Grétar Heimir Helgason, rafvirki
7. Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir, tölvunarfræðinemi 16.Steinunn Bjarkey Gunnlaugsdóttir, háskólanemi
8. Gestur Bergmann Gestsson, framhaldsskólanemi 17.Broddi B. Bjarnason, pípulagningameistari
9. Viðar Gunnlaugur Hauksson, framkvæmdastjóri 18.Björn Ármann Ólafsson, skógarbóndi

7.5.2018 H-listinn á Djúpavogi

H-listi Samtaka um samvinnu og lýðræði í Djúpavogshreppi er þannig skipaður:

1. Bergþóra Birgisdóttir, matráður 6. Magnús Hreinsson, lögreglumaður
2. Ásdís Hafrún Benediktsdóttir, nemi 7. Ingibjörg Helga Stefánsdóttir, verslunarstjóri
3. Ævar Orri Eðvaldsson, fiskeldisstarfsmaður 8. Björgvin Rúnar Gunnarsson, bóndi
4. Ania Czeczko, félagsráðgjafi 9. Gísli Hjörvar Baldursson, verkamaður
5. Skúli Heiðar Benediktsson, bifvélavirki 10.Þór Vigfússon, myndlistarmaður

7.5.2018 Tveir listar í Grímnes- og Grafningshreppi

Tveir framboðslistar komu fram í Grímsnes- og Grafningshreppi. Þeir eru þannig:

E-listi Óháðra lýðræðissina G-listi Framsýni og fyrirhyggju
1. Ása Valdís Árnadóttir, markaðsstjóri 1. Bjarni Þorkelsson, kennari
2. Björn Kristinn Pálmarsson, verkamaður 2. Ragnheiður Eggertsdóttir, verslunarstjóri
3. Smári Bergmann Kolbeinsson, viðskiptafræðingur 3. Dagný Davíðsdóttir, félagsliði
4. Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri 4. Bergur Guðmundsson, bifvélavirki
5. Karl Þorkelsson, pípulagningamaður 5. Þorkell Þorkelsson, smiður
6. Steinar Sigurjónsson, heimspekingur 6. Sonja Jónsdóttir, starfsmaður velferðarþjónustu
7. Guðný Tómasdóttir, svínabóndi 7. Ágúst Gunnarsson, bóndi
8. Sigrún Jóna Jónsdóttir, sauðfjárbóndi 8. Antonía Helga Helgadóttir, bóndi
9. Pétur Thomsen, myndlistarmaður 9. Guðjón Kjartansson, bóndi og sölumaður
10.Guðmundur Finnbogason, aðstoðarskólastjóri 10.Árni Guðmundsson

7.5.2018 Óhlutbundin kosning í Eyja- og Miklaholtshreppi

Framboðslisti Betri byggðar sem var eini framboðslistinn sem kom fram í Eyja- og Miklaholtshreppi hefur verið dreginn til baka og verður því kosning í hreppnum óhlutbundin.

7.5.2016 Listi Byggðalistans í Skagafirði

Framboðslisti Byggðalistans í Sveitarfélaginu Skagafirði var skilað inn síðastliðinn laugardag. Listabókstafur framboðsins er L. Listinn er þannig skipaður:

1. Ólafur Bjarni Haraldsson 10.María Einarsdóttir
2. Jóhanna Ey Harðardóttir 11.Margrét Eva Ásgeirsdóttir
3. Sveinn Úlfarsson 12.Jón Sigurjónsson
4. Ragnheiður Halldórsdóttir 13.Jón Einar Kjartansson
5. Högni Elfar Gylfason 14.Jónína Róbertsdóttir
6. Anna Lilja Guðmundsdóttir 15.Alex Már Sigurbjörnsson
7. Svana Ósk Rúnarsdóttir 16.Helgi Sigurðsson
8. Sigurjón Leifsson 17.Guðmundur Björn Eyþórson
9. Þórunn Eyjólfsdóttir 18.Jón Eiríksson

6.5.2016 Ð-listi Betra Sigtúns á Vopnafirði

Framboðslisti Betra Sigtúns í Vopnafjarðarhreppi er kominn fram en listinn hlaut 2 sveitarstjórnarmenn í síðustu kosningum. Listann leiðir Stefán Grímur Rafnsson sveitarstjórnarmaður. Listinn er þannig skipaður:

1. Stefán Grímur Rafnsson, vélfræðingur og sveitarstjórnarmaður 8. Sveinn Daníel Sigurðsson, trésmiður
2. Íris Grímsdóttir, hjúkrunarfræðingur 9. Bjarni Björnsson, vélvirki
3. Teitur Helgason, vélfræðingur 10.Andri Jóhannesson, verkamaður
4. Ragna Lind Guðmundsdóttir, þjónustufulltrúi 11.Jón Ragnar Helgason, sjómaður
5. Berglind Steindórsdóttir, hjúkrunarfræðingur 12.Debóra Dögg Jóhannsdóttir, nemi
6. Ingólfur Daði Jónsson, rafvirki 13.Sveinhildur Rún Kristjánsdóttir, verkakona
7. Júlíanna Þórbjörg Ólafsdóttir, nemi 14.Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, kennari

6.5.2016 Hreppslistinn í Súðavíkurhreppi

Framboðslisti Hreppslistans í Súðavíkurhreppi hefur verið lagður fram og er Pétur Markan sveitarstjóraefni listans. Þar sem um eina listann í Súðavíkurhreppi er að ræða hefur framboðsfrestur verið framlengdur til hádegis n.k. mánudags. Listinn er þannig:

1. Steinn Ingi Kjartansson, oddviti 6. Guðmundur Birgir Ragnarsson, húsvörður
2. Guðbjörg Bergmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur 7. Ragnheiður Baldursdóttir, fv.umdæmisstjóri
3. Samúel Kristjánsson, sjómaður 8. Ásgeir Hólm Agnarsson, gæðastjóri
4. Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaður 9. Yordan Slavov Yordanov, stöðvarstjóri
5. Elín Birna Gylfadóttir, kvikmyndargerðarkona 10.Stella Guðmundsdóttir, ferðaþjónustufrömuður

6.5.2018 Á-listi Áfram í Hvalfjarðarsveit

Á-listi Áfram í Hvalfjarðarsveit lítur þannig út:

1. Daníel A. Ottesen, bóndi 8. Marie Creve Rasmunssen, bóndi og félagsráðgjafi
2. Bára Tómasdóttir, leikskólastjóri 9. Benedikta Haraldsdóttir, háskólanemi
3. Guðjón Jónasson, byggingatæknifræðingur 10.Jón Þór Magnússon, bóndi
4. Björgvin Helgason, bóndi 11.Jónella Sigurðardóttir, grunnskólakennari
5. Hlega Harðardóttir, grunnskólakennari 12.Helgi Pétur Ottesen, rannsóknarlögreglumaður
6. Guðný Kristín Guðnadóttir, leikskólakennari og háskólanemi 13.Sigríður Helgadóttir, bóndi og sjúkraliði
7. Brynjólfur Sæmundsson, rafvirki 14.Stefán G. Ármannsson, vélsmiður og bóndi

6.5.2018 Listi Hvalfjarðarlistans í Hvalfjarðarsveit

Framboðslisti Hvalfjarðarlistans í Hvalfjarðarsveit er sem hér segir:

1. Brynja Þorbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur MBA 6. Elísabet Unnur Benediktsdóttir, starfsmaður félagsþjónustu
2. Helgi Magnússon, grunnskólakennari 7. Hlynur Eyjólfsson, verkamaður
3. Helga Jóna Björgvinsdóttir, sjúkraliði og bóndi 8. Sigurður Sverrir Jónsson, bílstjóri
4. Sæmundur Rúnar Þorgeirsson, viðskiptafræðingur 9. Jón S. Stefánsson, bifvélavirki
5. Inga María Sigurðardóttir, verkstjóri

6.5.2018 Y-listi Framlags í Bolungarvík

Nýr framboðslisti er kominn fram í Bolungarvík. Það er Y-listi Framlags. Listann skipa:

1. Jón Hafþór Marteinsson 5. Auðun Jóhann Elvarsson
2. Nikólína Beck Þorvaldsdóttir 6. Kristinn Orri Hjaltason
3. Bjarni Pétursson 7. Hálfdán Guðröðarson
4. Linda Dröfn Gunnarsdóttir 8. Jón Marteinn Guðröðarson

6.5.2018 L-listinn í Ásahreppi

L-listi Áhugafólks um lausnir og betra samfélag í Ásahreppi er kominn fram. Listinn er þannig skipaður:

1. Ásta Berghildur Ólafsdóttir, ferðaþjónustubóndi og matartæknir 6. Erlingur Freyr Jensson, tæknifræðingur og leiðsögumaður
2. Guðmundur Jóhann Gíslason, bóndi og bókari 7. Fanney Björg Karlsdóttir, iðjuþjálfi
3. Brynja Jona Jónsdóttir, viðurkenndur bókari og bóndi 8. Sigurður Rúnar Sigurðarson, bóndi og skólabílstjóri
4. Karl Ölvisson, bóndi og búfræðingur 9. Grétar Haukur Guðmundsson, bílstjóri og ökukennari
5. Helga Björg Helgadóttir, kúabóndi 10.Guðmundur Hauksson, bifvélavirki

6.5.2018 Listi Framsóknarflokks og óháðra á Vopnafirði

Framboðslisti Framsóknarflokks og óháðra í Vopnafjarðarhreppi hefur verið lagður fram. Hann er þannig skipaður:

1. Sigríður Bragadóttir, fv.bóndi 8. Linda Björk Stefánsdóttir, ræstitæknir
2. Báður Jónasson, tæknistjóri og sveitarstjórnarmaður 9. Ólafur Ásbjörnsson, bóndi
3. Axel Örn Sveinbjörnsson, vélstjóri 10.Heiðbjörg Marín Óskarsdóttir, afgreiðslukona
4. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur 11.Thorberg Einarsson, sjómaður
5. Sigurjón H. Hauksson, vaktformaður 12.Elíasa Joensen Creed, fiskverkunarkona
6. Fanney Björk Friðriksdóttir, vaktformaður 13.Sigurþóra Hauksdóttir, bóndi
7. Hreiða Geirsson, afgreiðslumaður 14.Árni Hynur Magnússon, rafverktaki

6.5.2018 Sex efstu á lista Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ

Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ skilaði inn framboðslista í gær. Sex efstu sætin skipa:

1. Sveinbjörn Ottesen, verkstjóri
2. Þorbjörg Sólbjartsdóttir, kennari og einkaþjálfari
3. Birkir Már Árnason, sölumaður
4. Óskar Guðmundsson, fulltrúi í flutningastjórnun
5. Sveingerður Hjartarsdóttir, ellilífeyrisþegi
6. Kristján Sigurðsson, verslunarmaður

6.5.2018 Miðflokkurinn býður fram á Akureyri

Miðflokkurinn býður fram lista á Akureyri. Þrjú efstu sætin skipa Hlynur Jóhannsson, Rósa Njálsdóttir og Karl Liljendal Hólmgeirsson.

6.5.2018 F-listi – Fyrir Seltjarnarnes býður fram

Skafti Harðarson skilaði í gær inn framboð F-lista – Fyrir Seltjarnarnes í gær. Um er að ræða klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum sem ráðið hefur bænum undanfarna áratugi. Helstu stefnumál listans snúa að ráðdeild í rekstri bæjarfélagsins sem Skafti hefur sagt skorta nokkuð upp á.

6.5.2018 Óhlutbundin kosning í 15 sveitarfélögum

Enginn listi barst í fimmtán sveitarfélögum af 72 og verða því kosningar í þeim sveitarfélögum óhlutbundnar. Sveitarfélögin eru Kjósarhreppur, Skorradalshreppur, Helgafellssveit, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Skagabyggð, Akrahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Svalbarðshreppur, Fljótsdalshreppur og Borgarfjarðarhreppur. Undanfarið hefur verið óhlutbundin kosning í öllum þessum sveitarfélögum nema Strandabyggð.

6.5.2018 Einn listi í fjórum sveitarfélögum

Einn framboðslisti barst í fjórum sveitarfélögum. Þau eru Það eru Eyja- og Miklaholtshreppur, Súðavíkurhreppur, Skútustaðahreppur og Tjörneshreppur. Framboðsfrestur í þeim hefur verið framlengdur til hádegis á mánudag. Berist ekki fleiri framboð innan þess frest verða viðkomandi listar sjálfkjörnir.

5.5.2018 Listi Framsóknarflokksins í Garðabæ

Listi Framsóknarflokksins í Garðabæ var birtur í dag. Hann er þannig skipaður:

1. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur 10.Eyþór Rafn Þórhallsson, verkfræðingur og dósent
2. María Júlía Rúnarsdóttir, lögfræðingur 11.Sverrir Björn Björnsson, slökkviliðsmaður
3. Sveinn Gauti Einarsson, umhverfisverkfræðingur 12.Kári Kárason, flugstjóri
4. Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri 13. Halldór Guðbjarnarson, viðskiptafræðingur
5. Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri 14.Eyjólfur Eyfells, verkefnastjóri
6. Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfr., kennari og forstöðumaður 15.Þorsteinn Jónsson, verslunarmaður
7. Inga Þyri Kjartansdóttir, eldri borgari 16.Elín Jóhannsdóttir, fv.kennari
8. Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, atvinnurekandi 17.Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og fv.bæjarfulltrúi
9. Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur

5.5.2018 Listi Kvennahreyfingarinnar í Reykjavík

Framboðslisti Kvennahreyfingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar er þannig:

1. Ólöf Magnúsdóttir, þjóðfræðingur, nýskapari og leiðsögukona 14.Hera Eiríksdóttir Hansen, ráðstefnustjóri
2. Steinunn Ýr Einarsdóttir, kennari 15.Pálmey Helgadóttir, kvikmyndagerðarkona
3. Nazanin Askari, túlkur 16.Sunnefa Lindudóttir, hjúkrunarfræðingur
4. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari 17.Guðfinna Magnea Clausen, sjúkraliði
5. Steinunn Ólína Hafliðadóttir, háskólanemi 18.Þórdís Erla Ágústsdóttir, ljósmyndari
6. Svala Hjörleifsdóttir, grafískur hönnuður 19.Sigrún H. Gunnarsdóttir, ljósmóðir
7. Þóra Kristín Þórsdóttir, aðferðafræðingur 20.Erna Guðrún Fritzdóttir, dansari
8. Bára Jóhannesdóttir Guðrúnardóttir, sérfræðingur 21.Þórunn Ólafsdóttir, verkefnastjóri
9. Andrea Eyland, höfundur 22.Edda Björgvinsdóttir, leikstjóri
10.Eva Huld Ívarasdóttir, meistaranemi í lögfræði 23.Inga María Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri
11.Aðalheiður Ármann, háskólanemi 24.Nicole Leigh Mosty, verkefnastjóri og fv.alþingismaður
12.Bylja Babýlons, grínisti 25.Hekla Geirdal, barþjónn
13.Anna Kristín Gísladóttir, frístundaleiðbeinandi

5.5.2018 Listi Samfylkingarinnar á Vopnafirði

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Vopnafjarðarhreppi hefur verið lagður fram. Listann leiðir Bjartur Aðalbjörnsson varaþingmaður. Listinn í heild er þannig skipaður:

1. Bjartur Aðalbjörnsson, leiðbeinandi og varaþingmaður 8. Sigurður Vopni Vatnsdal, form.Röskvu
2. Björn Heiðar Sigurbjörnsson, iðnverkamaður 9. Súsanna Rafnsdóttir, húsmóðir
3. Sigríður Elva Konráðsdóttir, aðstoðarskólastjóri og sveitarstjórnarmaður 10.Tómas Guðjónsson, verkefnastjóri og nemi
4. Árný Birna Vatnsdal, framkvæmdastjóri 11.Bergþóra Halla Haraldsdóttir, fiskverkakona
5. Hjörtur Davíðsson, lögreglumaður 12.Ari Sigurjónsson, skipstjóri
6. Ása Sigurðardóttir, kennari 13.Lárus Ármannsson, verkamaður
7. Silvia Windmann, dýralæknir 14.María Hrönn Halldórsdóttir, húsmóðir

5.5.2018 Listi Vina Mosfellsbæjar

Framboðslisti Vina Mosfellsbæjar fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Stefán Ómar Jónsson, viðskiptalögfræðingur 10.Agnes Rut Árnadóttir, sölustjóri
2. Margrét Guðjónsdóttir, lögmaður 11.Pálmi Jónsson, matreiðslumeistari
3. Michele Rebora, stjórnmálafræðingur 12.Rúnar Breiðfjörð Ásgeirsson, bifvélavirki
4. Vilhelmína Eva Vilhjálmsdóttir, grafískur hönnuður 13.Björn Brynjar Steinarsson, járnsmiður
5. Olga Stefánsdóttir, skrifstofustjóri 14.Sonja Ósk Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður kírópraktors
6. Sigurður Eggert Halldóruson, stjórnmálahagfræðingur 15.Úlfhildur Geirsdóttir, heldri borgari
7. Lilja Kjartansdóttir, verkfræðingur 16.Björn Óskar Björgvinsson, löggiltur endurskoðandi
8. Gestur Valur Svansson, kvikmyndagerðarmaður 17.Valgerður Sævarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
9. Óskar Einarsson, tónlistarmaður 18.Valdimar Leó Friðriksson, fv.alþingismaður

5.5.2018 E-listi Samfélagins í Norðurþingi

Framboðslisti Samfélagsins í Norðurþingi er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri 10.Ásta Hermannsdóttir, vörustjóri
2. Hafrún Olgeirsdóttir, lögfræðingur 11.Jónas Emilsson, veitingamaður
3. Kristján Friðrik Sigurðsson, eldisstjóri 12.Þorgrímur Jóel Þórðarson, skipstjóri
4. Elís Orri Guðbjartsson, alþjóðastjórnmálafræðingur 13.Bergur Jónmundsson, bankastarfsmaður
5. Davíð Þórólfsson, húsasmiður 14.Sigríður Axelsdóttir, veitingastjóri
6. Arna Ýr Arnarsdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri 15.Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri
7. Þorgrímur Jónsson, atvinnubílstjóri 16.Svava Hlín Arnarsdótir, framkvæmdastjóri
8. Unnur Sigurðardóttir, grunnskólakennari 17.Sveinn Birgir Hreinsson, húsvörður
9. Hafþór Hermannsson, nemi 18.Guðmundur A. Hólmgeirsson, útgerðarmaður

5.5.2018 A-listi Afls til uppbyggingar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

A-listi Afls til uppbygginga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er kominn fram:

1. Ingvar Hjálmarsson 6. Aðalheiður Einarsdóttir
2. Hrönn Jónsdóttir 7. Sigurður Unnar Sigurðsson
3. Gunnar Örn Marteinsson 8. Rósa Birna Þorvaldsdóttir
4. Ingvar Þrándarson 9. Páll Ingi Árnason
5. Hannes Ólafur Gestsson 10.Kristjana Heyden Gestsdóttir

5.5.2018 Listi Grósku í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Framboðslisti Grósku í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er kominn fram. Hann er þannig:

1. Anna Sigríður Valdimarsdóttir, náttúrufræðingur 6. Edda Pálsdóttir, læknir
2. Elvar Már Svansson, grunnskólakennari 7. Sigrún Bjarnadóttir, bóndi
3. Elwira Már Svansson, grunnskólakennari 8. Anna María Gunnþórsdóttir, stuðingsfulltrúi
4. Anna María Flygenring, bóndi 9. Hjördís Ólafsdóttir, háskólanemi
5. Pálína Axelsdóttir Njarðvík, háskólanemi 10.Margrét Eiríksdóttir, fv.húsfreyja og bóndi

5.5.2018 Listi Framtíðar í Þingeyjarsveit

Ð-listi Framtíðarinnar í Þingeyjarsveit er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi 8. Friðgeir Sigtryggsson, bóndi
2. Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, bóndi 9. Jóhanna Sif Sigþórsdóttir, húsvörður
3. Hanna Jóna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur 10.Gunnar Ingi Jónsson, rafverktaki
4. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari 11.Járnbrá Björg Jónsdóttir, grunnskólakennari
5. Freydís Anna Ingvarsdóttir, sjúkraliði 12.Þóra Magnea Hlöðversdóttir, bóndi
6. Eyþór Kári Ingólfsson, nemi 13.Hjördís Stefánsdóttir, hússtjórnarkennari
7. Freyþór Hrafn Harðarson, knattspyrnumaður 14.Guðrún Glúmsdóttir, húsfreyja

5.5.218 Listi Nýs afls í Bláskógabyggð

Framboðslisti Nýs afls í Bláskógabyggð er þannig skipaður:

1. Jón Snæbjörnsson, verkfræðingur 7. Tomas Bagdonas, matráður
2. Ingvar Örn Karlsson, verktaki 8. Guðrún Einarsdóttir, eldri borgari
3. Þóra Þöll Meldal, leiðbeinandi 9. Mikael Þorsteinsson, verslunarmaður
4. Eyjólfur Óli Jónsson, slökkvliðsmaður 10.Guðmundur Ó Hermannsson, eldri borgari
5. Helga Jónsdóttir, bóndi 11.Jón Þór Ragnarsson, bifvélameistari
6. Teitur Sævarsson, háskólanemi 12.Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi

5.5.2018 Tveir listar í Hörgársveit

Tveir framboðslistar bárust í Hörgársveit. Listi J-listi Grósku og listi H-listi Hörgársveitar. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 í Hörgársveit hlaut listi Grósku 3 sveitarstjórnarfulltrúa og hreinan meirihluta. Lýðræðislistinn og listi Nýrra tíma hlutu 1 sveitarstjórnarfulltrúa hvort framboð.

H-listi Hörgársveitar J-listi Grósku
1. Jón Þór Benediktsson, sveitarstjórnarmaður 1. Axel Grettisson, sveitarstjórnarmaður
2. Jónas Þór Jónasson 2. Ásrún Árnadóttir, sveitarstjórnarmaður
3. Eydís Ösp Eyþórsdóttir 3. María Albína Tryggvadóttir
4. Inga Björk Svavarsdóttir 4. Vignir Sigurðsson
5. Sigmar Ari Valdimarsson 5. Jóhanna María Oddsdóttir, sveitarstjórnarmaður
6. Ingibjörg Stella Bjarnadóttir 6. Ásgeir Már Andrésson
7. Einar Halldór Þórðarson 7. Agnar Þór Magnússon
8. Eva María Ólafsdóttir 8. Sigríður Kr. Sverrisdóttir
9. Sigurður Pálsson 9. Gústav Geir Bollason
10.Andrea Keel 10.Sigurbjörg Sæmundsdóttir

5.5.2018 Einn listi í Skútustaðahreppi

Aðeins einn framboðslisti, H-listinn, kom fram í Skútustaðahreppi. Framboðsfrestur hefur því verið framlengdur til hádegis n.k. mánudag. H-listinn var sjálfkjörinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum í Skútustaðahreppi.

5.5.2018 U-listinn í Langanesbyggð

U-listinn í Langanesbyggð er kominn fram og er leiddur af Siggeiri Stefánssyni sveitarstjórnarmanni sem einnig leiddi listann í síðustu kosningum.

1. Siggeir Stefánsson, framleiðslustjóri og sveitarstjórnarmaður 8. Sigríður Ó. Indriðadóttir, sauðfjárbóndi
2. Sigríður Friðný Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur 9. Ævar R. Marinósson, sauðfjárbóndi
3. Björn Guðmundur Björnsson, vinnslustjóri og sveitarstjórnarmaður 10. Árdis I. Höskuldsdóttir, verkstjóri
4. Sólveig Sveinbjörnsdóttir, stuðningsfulltrúi 11.Miroslaw Tarasiewicz, sjómaður
5. Almar Marinósson, leiðbeinandi 12.Steinunn Leósdóttir, leiðbeinandi
6. Halldóra J. Friðbergsdóttir, leikskólastjóri og sveitarstjórnarmaður 13.Guðmundur Björnsson, fiskmarkaðsstjóri
7. Aðalbjörn Arnarson, verktaki 14.Þorbjörg Þorfinnsdóttir, bókari

5.5.2018 Framtíðarlistinn í Langanesbyggð

Framtíðarlistinn í Langanesbyggð er kominn fram. Listann leiðir Þorsteinn Ægir Egilsson sveitarstjórnarmaður.

1. Þorsteinn Ægir Egilsson, sveitarstjórnarmaður og íþróttakennari 8. Þorsteinn Vilberg Þórisson, vélamaður
2. Halldór Rúnar Stefánsson, sjómaður 9. Kamila Kinga Swierczeska, kennari
3. Árni Bragi Njálsson, sjómaður 10.Grétar Jónsteinn Hermundsson, húsasmiður
4. Mirjam Blekkenhorst, framkvæmdastjóri 11.Arnmundur Marinósson, sjómaður
5. Þórarinn Þórisson, slökkvistjóri 12.Gísli Jónsson, verkamaður
6. Oddný S. Kristjánsdóttir, stuðningsfulltrúi 13.Hallsteinn Stefánsson, flugvallarstarfsmaður
7. Tryggvi Steinn Sigfússon, vélfræðingur og rafvirki 14.Jón Gunnþórsson, bílstjóri

5.5.2018 Íbúalistinn í Hvalfjarðarsveit

Framboðslisti Íbúalistans í Hvalfjarðarsveit er þannig skipaður:

1. Ragna Ívarsdóttir, leiðbeinandi 8. Jóhanna G. Harðardóttir, kjalnesingagoði
2. Atli Halldórsson, sauðfjárbóndi 9. Hreinn Gunnarsson, iðnverkamaður
3. Sunneva Hlín Skúladóttir, skólaliði 10.Maria Milagros Casanova Suarez, þerna
4. Örn Egilsson, rafvirki 11.Ingibjörg María Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur
5. Elín Ósk Gunnarsdóttir, búfræðingur 12.Birgitta Guðnadóttir, húsmóðir
6. Marteinn Njálsson, bóndi 13.Magnús Ólafsson, eldri borgari
7. Hafsteinn Sverrisson, viðskiptalögfræðingur 14.Eyjólfur Jónsson, sjálfstætt starfandi

5.5.2018 Einn listi í Eyja- og Miklholtshreppi

Einn framboðslisti barst í Eyja- og Miklaholtshreppi, H-listi Betri byggðar, sem leiddur er af Eggerti Kjartanssyni oddvita. Framboðsfrestur hefur því verið framlengdur um tvo sólarhringa eða til hádegis á mánudag.

5.5.2018 Þrír listar í Hvalfjarðarsveit

Þrír framboðslistar komu fram í Hvalfjarðarsveit. Þeir eru: A-listi Áfram, H-listi Hvalfjarðarlistans og Í-listi Íbúalistans. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var óhlutbundin kosning.

5.5.2018 Listi Miðflokksins á Akranesi

Framboðslisti Miðflokksins á Akranesi er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Helga K. Jónsdóttir, vélsmiður 10.Hallbjörn Líndal Viktorsson, rafvirki
2. Rúnar Ólason, framkvæmdastjóri 11.Ágúst Einarsson, kafari
3. Steinþór Árnason, veitingamaður 12.Svavar Sigurðsson, starfsmaður hjá Norðuráli
4. Hörður Svavarsson, rafvirkjameistari 13.Örn Már Guðjónsson, bakari
5. Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir, innkaupastjóri 14.Jón Andri Björnsson, verslunarmaður
6. Íris Baldvinsdóttir, kennari 15.Gunnar Þór Heiðarsson, hafnarverndarfulltrúi
7. Lárus Jóhann Guðjónsson, málari 16.Oddur Gíslason, sjómaður
8. Krystyna Jabloszewa, fiskverkakona 17. Bergþór Ólason, alþingismaður
9. Gunnar Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri

5.5.2018 Sextán framboð í Reykjavík

Sextán framboð skiluðu inn framboðslistum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík en framboðsfrestur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rann út á hádegi. Þau eru: Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Höfuðborgarlistinn, Sósíalistaflokkur Íslands, Kvennaframboð, Miðflokkurinn,  Borgin okkar – Reykjavík, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Frelsisflokkurinn og Karlalistinn.

Kallalisti Karls Th. Birgissonar o.fl. skilaði ekki inn framboði.

5.5.2018 Listi Framsóknarflokks og frjálslyndra á Seyðisfirði

Framboðslisti Framsóknarflokks og frjálslyndra á Seyðisfirði er kominn fram. Listann leiðir Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri. Listinn í heild er þannig:

1. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri 8. Snædís Róbertsdóttir, leikskólaleiðbeinandi og háskólanemi
2. Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari 9. Birkir Friðriksson, vélvirki
3. Snorri Jónsson, vinnslustjóri 10.Ingibjörg Svanbergsdóttir, eldri borgari
4. Gunnhildur Eldjárnsdóttir, eldri borgari 11.Hjalti Þór Bergsson,  bifreiðarstjóri
5. Ingvar Jóhannsson, verkamaður 12.Þórdís Bergsdóttir, fv.framkvæmdastjóri
6. Óla B. Magnúsdóttir, skrifstofumaður 13.Þorvaldur Jóhannsson, fv.bæjarstjóri
7. Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður 14.Jóhann P. Hansson, fv.yfirhafnarvörður

5.5.2018 Ð-listinn á Skagaströnd

Ð-listinn, Við öll í Sveitarfélaginu Skagaströnd er kominn fram en listinn hefur tvo af fimm sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélaginu. Listinn er þannig skipaður:

1. Guðmundur Egill Erlendsson, lögfræðingur 6. Þröstur Líndal, bóndi
2. Kristín Björk Leifsdóttir, viðskiptafræðingur 7. Kristín Birna Guðmundsdóttir, fulltrúi
3. Inga Rós Sævarsdóttir, fulltrúi og sveitarstjórnarmaður 8. Eygló Gunnarsdóttir, fulltrúi
4. Þorgerður Þóra Hlynsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur 9. Súsanna Þórhallsdóttir, húsmóðir
5. Guðlaug Grétarsdóttir, leikskólakennari 10.Hallbjörn Björnsson, rafvirkjameistari

5.5.2018 J-listinn í Snæfellsbæ

Framboðslisti J-lista, Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæjar er kominn fram en listinn hefur nú þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Snæfellsbæjar. Kristján Þórðarson sem leitt hefur listann tekur nú heiðurssæti listans. Listinn er þannig skipaður:

1. Svandís Jóna Sigurðardóttir, kennari 8. Guðmundur Ólafsson, verkstjóri
2. Michael Gluszuk, rafvirkjameistari 9. Drífa Skúladóttir, verslunarkona
3. Fríða Sveinsdóttir, bókasafnsvörður 10.Adam Geir Gústafsson, sjómaður
4. Eggert Arnar Bjarnason, sjómaður 11.Óskar Þór Þórðarson, matreiðslumaður
5. Gunnsteinn Sigurðsson, þroskaþjálfi og kennari 12.Marta Pétursdóttir, sjúkraliðanemi
6. Ása Gunnarsdóttir, kennaranemi 13.Þórunn Káradóttir, leikskólaliði
7. Monika Cecylia Kapanke, túlkur 14.Kristján Þórðarson, bóndi og bæjarfulltrúi

5.5.2018 Listi Framtíðar í Mýrdalshreppi

Framboðslisti Framtíðar í Mýrdalshreppi er kominn fram og er þannig skipaður:

1. Rangheiður Högnadóttir, fjármálastjóri 6. Brian Roger C. Haroldsson, tónlistarskólastjóri
2. Páll Tómasson, trésmiður 7. Katrín Lára Karlsdóttir, heilbrigðisstarfsmaður
3. Þórey R. Úlfarsdóttir, rekstrarstjóri 8. Birgir Örn Sigurðsson, leiðsögumaður
4. Ástþór Jón Tryggvason, þjálfari og forstöðumaður 9. Sigrún Jónsdóttir, verslunarkona
5. Pálmi Kristjánsson, aðstoðarhótelstjóri 10. Mikael Kjartansson, verkamaður

5.5.2018 Listi Miðflokksins í Árborg

Framboðslisti Miðflokksins í Árborg hefur verið birtur í heild en áður höfðu sex efstu sætin verið birt. Listinn er þannig:

1. Tómas Ellert Tómasson, byggingaverkfræðingur og verkefnastjóri 10.Jón Ragnar Ólafsson, atvinnubílstjóri
2. Guðrún Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur 11.Arkadiusz Piotr Kotecki, verslunarmaður
3. Sólveig Pálmadóttir, viðskiptalögfræðingur og hársnyrtimeistari 12.Jóhann Norðfjörð Jóhannsson, stýrimaður og byssusmiður
4. Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari 13.Birgir Jensson, sölumaður
5. Erling Magnússon, lögfræðingur 14.Sólveig Guðjónsdóttir, starfsmaður Árborgar
6. Sverrir Ágústsson, félagsliði 15.Sigurbjörn Snævar Kjartansson, verkamaður
7. Arnar Hlynur Ómarsson, bifvélavirki 16.Guðmundur Marías Jensson, tæknimaður
8. Ívar Björgvinsson, vélvirki 17.Hafsteinn Kristjánsson, bifvélavirki
9. Jóhann Rúnarsson, verkstæðisstarfsmaður 18.Guðmundur Kristinns Jónsson, fv.bæjarfulltrúi

5.5.2018 T-listinn í Mýrdalshreppi

Framboðslisti T-lista, Traustra innviðar í Mýrdalshreppi er þannig skipaður:

1. Einar Freyr Elínarson, ferðaþjónustubóndi 6. Magnús Örn Sigurjónsson, bóndi
2. Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur 7. Haukur Pálmason, verkstjóri
3. Ingi Már Björnsson, bóndi 8. Anna Birna Björnsson, leiðbeinandi
4. Þorgerður Hlín Gísladóttir, atvinnurekandi 9. Þórir Níels Kjartansson, eftirlaunaþegi
5. Beata Rutkowska, starfsmaður Mýrdalshrepps 10.Sigurður Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri

4.5.2018 Byggðalistinn býður fram í Skagafirði

Samkvæmt heimildum mun fjórða framboðið komið fram í Sveitarfélaginu Skagafirði. Um er að ræða svokallaðan Byggðalista og mun listinn bjóða fram undir listabókstafnum L. Listinn verður birtur í kvöld eða á morgun.

3.5.2018 H-listinn í Sandgerði og Garði

Framboðslisti H-listans, Lista fólksins,  í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs hefur verið lagður fram. Efsta sætið skipar Haraldur Sigfús Magnússon bæjarfulltrúi í Sandgerði. Listinn í heild er þannig:

1. Magnús Sigfús Magnússon, húsasmiður og bæjarfulltrúi 10.Kjartan Þorvaldsson, nútímafræðingur
2. Pálmi Steinar Guðmundsson, húsasmiður 11.Ingunn Sif Axelsdóttir, verslunarmaður
3. Svavar Grétarsson, verkefnastjóri 12.Heiðrún Þóra Aradóttir, leikskólaliði
4. Davíð Ásgeirsson, tæknifræðingur 13.Erla Ósk Ingibjörnsdóttir, þjónustustjóri
5. Andrea Dögg Færseth, skrifstofumaður 14.Björgvin Guðmundsson, flokksstjóri
6. Ægir Þór Lárusson, flugvirki 15.Ásta Guðný Ragnarsdóttir, húsmóðir
7. Þórsteina Sigurjónsdóttir, bankastarfsmaður 16.Kjartan Dagsson, húsasmiður
8. Anna Sóley Bjarnadóttir, leikskólaliði 17.Hanna Margrét Jónsdóttir, nemi
9. Yngvi Jón Rafnsson, deildarstjóri 18.Sigurgeir Torfason, höfðingi

2.5.2018 Listi sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi

Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Hrunamannahreppi hefur verið birtur. Hann er þannig skipaður:

1. Jón Bjarnason, verktaki, ferða- og sauðfjárbóndi 6. Ásta Rún Jónsdóttir, grunnskólakennari og deildarstjóri
2. Bjarney Vignisdóttir, bóndi, hjúkrunarfræðingur, garðyrkjufræðingur og sveitarstjórnarmaður 7. Bjarni Arnar Hjaltason, búfræðingur
3. Sigfríð Lárusdóttir, sjúkraþjálfari 8. Hanna Björk Grétarsdóttir, verslunarstjóri
4. Rúnar Guðjónsson, menntaskólanemi 9. Björgvin Viðar Jónsson, hagfræðinemi
5. Þröstur Jónsson, húsasmíðameistari og garðyrkjubóndi 10.Magnús Gunnlaugsson, hrossaræktandi, fv.bóndi og sveitarstjórnarmaður

1.5.2018 Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavík

Framboðslisti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík var birtur í dag. Listann leiðir Sanna Magdalena Mörtudóttir námsmaður og í öðru sæti er Daníel Örn Arnarson stjórnamaður í Eflingu stéttarfélagi. Listinn í heild er þannig:

1. Sanna Magdalena Mörtudóttir, námsmaður og málsvari fátækra barna 24.Guðrún Elísabet Bentsdóttir, öryrki
2. Daníel Örn Arnarson, bílstjóri og stjórnarmaður í Eflingu stéttarfélagi 25.Ynda Gestsson, lausamanneskja
3. Magdalena Kwiatkowska, afgreiðslukona og stjórnarmaður í Eflingu st. 26.Kurt Alan Van Meter, upplýsingafræðingur
4. Hlynur Már Vilhjálmsson, í starfsendurhæfingu 27.Anna Eðvarðsdóttir, næturvörður
5. Ásta Þórdís Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri 28.Luciano Dutra, þýðandi
6. Sólveig Anna Jónsdóttir, form.Eflingu stéttarfélags 29.Leifur A. Benediktsson, verslunarmaður
7. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður ÍSAL 30.Ævar Þór Magnússon, lyftaramaður
8. Anna Maria Wojtynska, háskólanemi og lausamanneskja 31.Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, eftirlaunakona
9. Laufey Líndal Ólafsdóttir, námsmaður 32.Kremena Polimenova Demireva, öryrki og skúringakona
10.Natalie Gunnarsdóttir, diskótekari 33.Kristján Hafsteinsson, strætóbílstjóri
11.Styrmir Guðlaugsson, öryrki 34.Auður Traustadóttir, sjúkraliði og öryrki
12.Kristbjörg Eva Andersen Ramos, öryrki 35.Elísabet María Ástvaldsdóttir, leikskólakennari
13.Erna Hlín Einarsdóttir, námsmaður 36.María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öryrki
14.Hólmsteinn A. Brekkan, blikkari og framkvæmdastj.Samtaka leigjenda 37.Sigrún Unnsteinsdóttir, athafnakona
15.Elsa Björk Harðardóttir, öryrki 38.Bogi Reynisson, safnvörður
16.Jón Kristinn Cortez, tónlistarkennari og eftirlaunamaður 39.Eggert Lárusson, eftirlaunamaður
17.Ella Esther Routley, dagmamma 40.Vilhelm G. Kristinsson, eftirlaunamaður og leiðsögumaður
18.Pálína Sjöfn Þórarinsdóttir, verkakona 41.Hildur Oddsdóttir, öryrki
19.Þórður Alli Aðalbjörnsson, í starfsendurhæfingu 42.Sigríður Kolbrún Guðnadóttir, sjúkraliði
20.Ósk Dagsdóttir, kennari 43.Magnús Bjarni Skaftason, verkamaður
21.Herianty Novita Seiler, öryrki 44.Guðmundur Erlendsson, eftirlaunamaður og kokkur
22.Reynir Jónasson, hljóðfæraleikari og eftirlaunamaður 45.Benjamín Julian Plaggenborg, stuðningsfulltrúi
23.Friðrik Boði Ólafsson, tölvufræðingur og stjórnarmaður í VR 46.Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur

1.5.2018 Listi Sósíalistaflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Sósíalistaflokks Íslands í Kópavogi var birtur í dag. Arnþór Sigurðsson stjórnarmaður í VR leiðir listann. Listinn í heild er þannig:

1. Arnþór Sigurðsson, kjötiðnaðarmaður, forritari og stjórnarmaður í VR 12.Sólveig María Þorláksdóttir, skrifstofumaður
2. María Pétursdóttir, myndlistarmaður, kennari og öryrki 13.Sigrún Júlíusson, félagsráðgjafi og eftirlaunakona
3. Rúnar Einarsson, afgreiðslumaður 14.Ali Conteh, aðstoðarkokkur
4. Hildigunnur Þórsdóttir Saari, námsmaður 15.Baldvin Björgvinsson, framhaldsskólakennari
5. Alexey Matveev, skólaliði 16.Helga Guðmundsdóttir, ritari
6. Ásdís Helga Jóhannesdóttir, íslenskukennari 17.Kolbrún Valvesdóttir, verkakona
7. Eiríkur Aðalsteinsson, afgreiðslumaður 18.Ída Valsdóttir, afgreiðslukona
8. Edda Jóhannsdóttir, blaðamaður og öryrki 19.Þorvar Hafsteinsson, hönnuður
9. Lucyna Dybka, vinnur við aðhlynningu 20.Össur Ingi Jónsson, forritari
10.Elísabet Viðarsdóttir, stuðningsfulltrúi 21.Jón Baldursson, smiður og eftirlaunamaður
11.Ágúst V. Jóhannesson, matreiðslumaður 22.Örn G. Ellingsen, heimspekingur

1.5.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra var samþykktur í gærkvöldi. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri leiðir listann eins og í síðustu kosningum þegar flokkurinn hlaut fjóra af sjö sveitarstjórnarmönnum og hreinan meirihluta. Listinn í heild er þannig:

1. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri og PhD í erfðafræði 8. Sævar Jónsson, húsasmíðameistari og búfræðingur
2. Björk Grétarsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi og MA í alþjóðsamskiptum 9. Ína Karen Markúsdóttir, háskólanemi
3. Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri og form.byggðarráðs 10.Anna Wojdalowic, heilbrigðisstarfsmaður
4. Hjalti Tómasson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar 11.Sindri Snær Bjarnason, sundlaugarvörður
5. Helga Fjóla Guðnadóttir, heilbrigðisstarfsmaður 12.Dagur Ágústsson, menntaskólanemi og sauðfjárbóndi
6. Hugrún Pétursdóttir, háskólanemi 13.Sólrún Helga Guðmundsdóttir, varaoddviti og hótelstarfsmaður
7. Hrafnhildur Valgarðsdóttir, grunnskólakennari 14.Drífa Hjartardóttir, fv.alþingismaður og fv.sveitarstjóri

30.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Seyðisfirði var birtur í kvöld. Sjálfstæðisflokkurinn er með þrjá bæjarfulltrúa og draga tveir þeirra sig í hlé en Arnbjörg Sveinsdóttir færist niður í 4.sæti. Listinn í heild er þannig:

1. Elvar Snær Kristjánsson 8. Lilja Finnbogadóttir
2. Oddný Björk Daníelsdóttir 9. Ragnar Mar Konráðsson
3. Skúli Vignisson 10.Sigurveig Gísladóttir
4. Arnbjörg Sveinsdóttir, fv.alþingismaður og bæjarfulltrúi 11.Íris Dröfn Árnadóttir
5. Bergþór Máni Stefánsson 12.Svava Lárusdóttir, bæjarfulltrúi
6. Dagný Erla Ómarsdóttir 13.Margrét Guðjónsdóttir, bæjarfulltrúi
7. Sveinbjörn Orri Jóhannsson 14.Adolf Guðmundsson

30.4.2018 Listi Miðflokksins í Reykjanesbæ

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjanesbæ var kynntur í dag. Listann leiðir Margrét Þórarinsdóttir flugfreyja og félagsráðgjafi og í öðru sæti er Gunnar Felix Rúnarsson verslunarmaður. Listinn í heild er þannig:

1. Margrét Þórarinsdóttir, félagsráðgjafi og flugfreyja 12.Hinrik Sigurðsson, fv.verkstjóri
2. Gunnar Felix Rúnarsson, verslunarmaður 13.Íris Björk Rúnarsdóttir, flugfreyja og ferðamálafræðingur
3. Linda María Guðmundsdóttir, fríhafnarstarfsmaður og fjölmiðlafræðinemi 14.Ragnar Hallsson, leigubifreiðastjóri
4. Davíð Brár Unnarsson, flugmaður 15.Ásdís Svala Pálsdóttir, starfsmaður flugafgreiðslu
5. Sigurjón Hafsteinsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður 16.Bergþóra Káradóttir, starfsmaður Reykjanesbæjar
6. Úlfar Guðmundsson, héraðsdómslögmaður 17.Fríða Björk Ólafsdóttir, þjónustustjóri
7. Annel Þorkelsson, lögregluvarðstjóri 18.Inga Hólmsteinsdóttir, eldri borgari
8. Karen Guðmundsdóttir, flugvirkjanemi 19.Helga Auðunsdóttir, geislafræðingur og flugfreyja
9. Jón Már Sverrisson, vélfræðingur og rafvirki 20.Patryk Emanuel Jurczak, gæðastjóri
10.Gunnar Andri Sigtryggsson, húsasmiður 21.Hrafnhildur Gróa Atladóttir, húsmóðir
11.Signý Ósk Marinósdóttir, þjónustufulltrúi 22.Gunnólfur Árnason, pípulagningameistari

30.4.2018 Listi Miðflokksins í Garðabæ

Framboðslisti Miðflokksins í Garðabæ var birtur í dag. Listann leiðir María Grétarsdóttir bæjarfulltrúi. Listinn í heild er þannig:

1. María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur 12.Íris Kristína Óttarsdóttir, markaðsfræðingur
2. Gísli Bergsveinn Ívarsson, verkefnastjóri 13.Haraldur Á. Gíslason, útvarpsmaður og bílstjóri
3. Zophanías Þorkell Sigurðsson, tæknistjóri 14.Sigurlaug Viborg, fv.bæjarfulltrúi og forseti Kvenfélagasambands Íslands
4. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri 15.Aðalsteinn J. Magnússon, framhaldsskólakennari
5. Jóhann Þór Guðmundsson, þjálfunarflugstjóri 16.Vilborg Edda Torfadóttir, ferðafræðingur
6. Anna Bára Ólafsdóttir, atvinnurekandi 17.Davíð Gíslason, læknir
7. Haukur Herbertsson, véltæknifræðingur 18.Elena Alda Árnason, hagfræðingur
8. Baldur Úlfarsson, matreiðslumeistari 19.Ágúst Karlsson, tæknifræðingur
9. Aðalbjörg Sif Kristinsdóttir, grunnskólakennari 20.Emma Kristina Aðalsteinsdóttir, nemi
10.Eggert Sk. Jóhannesson, framkvæmdastjóri 21.Ingólfur Sveinsson, fjármála- og skrifstofustjóri
11.Þorsteinn Ari Hallgrímsson, nemi 22.Sigrún Aspelund, skrifstofumaður og fv.bæjarfulltrúi

30.4.2018 Listi Miðflokksins í Reykjavík

Fullskipaður framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík var birtur í dag. Hann er þannig skipaður:

1. Vigdís Hauksdóttir, fv.alþingismaður og lögfræðingur 24.Hólmfríður Hafberg, bókavörður
2. Baldur Borgþórsson, einkaþjálfari 25.Benedikt Blöndal, flugnemi
3. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, markþjálfi 26.Ásta Karen Ágústsdóttir, laganemi
4. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur 27.Fannar Eyfjörð Skjaldarson, bílstjóri
5. Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur 28.Svanhvít Bragadóttir, skrifstofumaður
6. Viðar Freyr Guðmundsson, rafeindavirki 29.Þórir Ingþórsson, vátryggingaráðgjafi
7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur 30.Kristján Hall, skrifstofumaður
8. Kristín Jóna Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri 31.Birgir Stefánsson, stýrimaður
9.Örn Bergmann Jónsson, nemi og bóksali 32.Anna Margrét Grétarsdóttir, starfsmaður við umönnun
10. Linda Jónsdóttir, einkaþjálfari 33.Gunnar Smith, dreifingarstjóri
11.Steinunn Anna Baldvinsdóttir, guðfræðingur og kirkjuvörður 34.Jóhanna Kristín Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
12.Guðrún Erna Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóri 35.Guðrún Helgadóttir, sölufulltrúi
13.Jón Sigurðsson, markaðsstjóri 36.Reynir Þór Guðmundsson, flugmaður og flugvirki
14.Eyjólfur Magnússon Scheving, fv.kennari 37.Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur
15.Einar Karl Gunnarsson, laganemi 38.Kristján Már Kárason, framkvæmdastjóri
16.Snorri Þorvaldsson, verslunarmaður 39.Alexander Jón Baldursson, rafvirki
17.Þorleifur Andri Harðarson, leigubílstjóri 40.Hlynur Þorsteinsson, nemi
18.Elín Helga Magnúsdóttir, bókari 41.Gróa Sigurjónsdóttir, skrifstofumaður
19.Berglind Harðardóttir, geislafræðingur 42.Guðni Ársæll Indriðason, smiður
20.Guðlaugur G. Sverrisson, rekstrarstjóri 43.Jóhann Leví Guðmundsson, lífeyrisþegi og fv.bílstjóri
21.Bjarney Kristín Ólafsdóttir, sjúkraliði og guðfræðingur 44.Hörður Gunnarsson, Phd, félagsmálafrömuður og eldri borgari
22.Gígja Sveinsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur 45.Atli Ásmundsson, lífeyrisþegi og fv.ræðismaður
23.Dorota Anna Zaorska, fornleifafræðingur og matráður 46.Greta Björg Egilsdóttir, varaborgarfulltrúi

29.4.2018 Þrír efstu hjá Framsókn í Mosfellsbæ

Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ hefur birt þrjú efstu sætin á framboðslista sínum. Listann leiðir Sveinbjörn Ottesen, í öðru sæti er Gunnar Birgisson og í því þriðja Þorbjörg Sólbjartsdóttir.

29.4.2018 Listi Áfram Árborgar

Framboðslisti Áfram Árborgar, sameiginlegs framboðs Viðreisnar og Pírata var birtur í kvöld en áður höfðu sex efstu sætin verið birt. Listinn í heild er þannig:

1. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur 10.Sigrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur
2. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur 11.Grímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
3. Sigurður Ágúst Hreggviðsson, öryrki 12.Valgeir Valsson, starfsmaður Fagforms
4. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari 13.Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur
5. Gunnar E. Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnarfulltrúi 14.Eva Ísfeld, starfsmaður MS
6. Ingunn Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur og fv.bæjarfulltrúi 15.Axel Sigurðsson, búfræðingur
7. Viðar Arason, bráðatæknir 16.Auður Hlín Ólafsdóttir, lyfjafræðinemi
8. Selma Friðriksdóttir, sjúkraflutningamaður 17.Eyrún Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur
9. Kristinn Ágúst Eggertsson, húsasmiður 18.Jóna Sólveig Elínardóttir, fv.alþingismaður og alþjóðastjórnmálafr.

29.4.2018 Staða framboðsmála á Suðurlandi

Framboðsfrestur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rennur út næst komandi laugardag þann 5. maí kl.12. Eins og staðan er núna bjóða eftirtalin framboð fram á Suðurlandi.
Skaftárhreppur – 5 fulltrúar – 2 framboð. Sjálfstæðisflokkur og óháðir og Sól í Skaftárhreppi.
Mýrdalshreppur – 5 fulltrúar – engin framboð verið birt.
Vestmannaeyjar – 7 fulltrúar – 3 framboð. Sjálfstæðisflokkur, Eyjalistinn og Fyrir Heimaey.
Rangárþing eystra – 7 fulltrúar – 3 framboð. Framsóknarmenn og aðrir framfarasinnar, sjálfstæðismenn og aðrir framfarasinnar og Óháðir.
Rangárþing ytra – 7 fulltrúar – 2 framboð. Áhugfólk um sveitarstjórnarmál og Sjálfstæðisflokkur.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – 5 fulltrúar – 1-2 framboð. Listi Okkar sveitar. Annað framboð ekki komið fram.
Hrunamannahreppur – 5 fulltrúar – 1-2 framboð. H-listinn. Annað framboð ekki komið fram.
Bláskógabyggð –  7 fulltrúar – 3 framboð. T-listi, Þ-listi og Gróska.
Grímsnes- og Grafningshreppur – 5 fulltrúar. Engin framboð komin fram.
Flóahreppur – 5 fulltrúar – 2 framboð. Flóalistinn og T-listi.
Árborg – 9 fulltrúar – 6 framboð. Framsókn og óháðir, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Áfram Árborg sameiginlegt framboð Viðreisnar og Pírata.
Hveragerði – 7 fulltrúar – 3 framboð. Frjálsir með Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Okkar Hveragerði.
Sveitarfélagið Ölfus – 7 fulltrúar – 2 framboð. Sjálfstæðisflokkur og Framfarasinnar og félagshyggjufólk.

29.4.2018 Staða framboðsmála á Austurlandi

Framboðsfrestur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rennur út næst komandi laugardag þann 5. maí kl.12. Eins og staðan er núna bjóða eftirtalin framboð fram á Austurlandi.
Vopnafjarðarhreppur – 7 fulltrúar – 3 framboð?.  Ekkert framboð komið fram.
Fljótsdalshérað – 9 fulltrúar – 3-4 framboð. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og óháðir og Héraðslistinn. Miðflokkurinn boðar framboð.
Seyðisfjörður – 7 fulltrúar – 3 framboð?. Seyðisfjarðarlistinn er kominn fram. Framsóknarmenn o.fl. og Sjálfstæðisflokkur hafa ekki birt framboð.
Fjarðabyggð – 9 fulltrúar – 4 framboð. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Fjarðalistinn.
Djúpavogshreppur – 5 fulltrúar – 1 framboð. Lifandi samfélag.
Sveitarfélagið Hornafjörður – 7 fulltrúar – 3 framboð. Framsóknarmenn og stuðningsmenn þeirra, Sjálfstæðisflokkur og 3.framboðið.

29.4.2018 Staða framboðsmála á Norðurlandi eystra

Framboðsfrestur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rennur út næst komandi laugardag þann 5. maí kl.12. Eins og staðan er núna bjóða eftirtalin framboð fram á Norðurlandi eystra.
Fjallabyggð – 7 fulltrúar – 3 framboð. Sjálfstæðisflokkur, Betri Fjallabyggð og H-listinn.
Dalvíkurbyggð – 7 fulltrúar – 3 framboð. Framsóknarmenn og félagshyggjufólk, Sjálfstæðisflokkur og óháðir og J-listinn
Akureyri – 11 fulltrúar – 6 framboð. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, L-listinn, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Píratar.
Eyjafjarðarsveit – 7 fulltrúar – 2 framboð. F-listinn og K-listinn.
Þingeyjarsveit – 7 fulltrúar – 1-2 framboð.  Listi Samstöðu kominn fram en annað framboð.
Skútustaðahreppur – 5 fulltrúar – 1 framboð. H-listinn sem var sjálfkjörinn síðast.
Norðurþing – 9 fulltrúar – 4 framboð. Framsóknarflokkur og félagshyggjufólk, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og annað félagshyggjufólk og Vinstri grænir og óháðir.
Langanesbyggð – 7 fulltrúar – 2 framboð. Framtíðarlistinn og líklega er annað framboð á leiðinni.
Listakosning var í Hörgárbyggð í síðustu kosningum og einn listi í Tjörneshreppi. Ekki er vitað af framboðslistumí þessum sveitarfélögum.

29.4.2018 Listi Pírata í Reykjanesbæ

Framboðslisti Pírata í Reykjanesbæ er kominn fram. Listann leiðir Þórólfur Júlían Dagsson en hann varð efstu í prófkjöri flokksins í vetur. Listinn í heild er þannig:

1. Þórólfur Júlían Dagsson, fisktæknir og vélstjóri 12.Róbert Arnar Bjarnason, nemi
2. Hrafnkell Brimar Hallmundssson, fornleifa- og tölvunarfræðingur 13.Hólmfríður Bjarnadótir, ellilífeyrisþegi
3. Margrét Sigrún Þórólfsdóttir, grunn- og leikskólakennari 14.Ólafur Ingi Brandsson, öryrki
4. Guðmundur Arnar Guðmundsson, sagnfræðingur 15.Jón Magnússon, form.Samtaka vistheimilisbarna
5. Jón Páll Garðarsson, framkvæmdastjóri 16.Katrín Lilja Hraunfjörð, leikskólakennari og aðstoðarskólastjóri
6. Vánia Kristín Lopes, félagsliði 17.Thomas Albertsson, nemi
7. Sædís Anna Jónsdóttir, lagerstarfsmaður 18.Hallmundur Kristinsson, ellilífeyrisþegi
8. Kolbrún Valbergsdóttir, sérfræðingur í upplýsingatækni 19.Ágúst Einar Ágústsson, nemi
9. Albert S. Sigurðsson, umhverfislandfræðingur 20.Ari Páll Ásmundsson, öryrki
10.Dagný Halla Ágústsdóttir, nemi og tónlistarkona 21.Bjarki Freyr Ómarsson, öryggisvörður
11.Sigurrós Hrefna Skúladóttir, leiðbeinandi 22.Jóhann Halldórsson, vélstjóri

29.4.2018 Staða framboðsmála á Norðurlandi vestra

Framboðsfrestur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rennur út næst komandi laugardag þann 5. maí kl.12. Eins og staðan er núna bjóða eftirtalin framboð fram á Norðurlandi vestra.
Húnaþing vestra – 7 fulltrúar – 2 framboð. Framsóknarflokkur og aðrir framfarasinnar og Nýtt afl.
Húnavatnshreppur – 7 fulltrúar – 3 framboð. A-listi Framtíðar, E-listi Nýs afls og N-listi Nýs framboðs.
Blönduósbær – 7 fulltrúar – 2 framboð. L-listinn og Óslistinn.
Skagaströnd – 5 fulltrúar – 1-2 framboð. Skagastrandarlistinn. Ð-listinn fyrir okkur öll að skoða framboð.
Skagafjörður – 9 fulltrúar – 3 framboð. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð og óháðir.

29.4.2018 Staða framboðsmála á Vestfjörðum

Framboðsfrestur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rennur út næst komandi laugardag þann 5. maí kl.12. Eins og staðan er núna bjóða eftirtalin framboð fram á Vestfjörðum.
Vesturbyggð – 7 fulltrúar – 2 framboð. Sjálfstæðisflokkur og óháðir og nýtt framboð sem unnið er að.
Bolungarvík – 7 fulltrúar – 2 framboð. Sjálfstæðisflokkur og óháðir og bæjarmálafélagið Máttur meyja og manna.
Ísafjarðarbær – 9 fulltrúar – 3 framboð. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Í-listinn.
Listakosningar voru í Strandabyggð og Súðavíkurhreppi í síðustu kosningum en ekki er kunnugt um framboðslista þar. Heyrst hefur að það verði listakosningar í Tálknafjarðarhreppi.

29.4.2018 Staða framboðsmála á Vesturlandi

Framboðsfrestur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rennur út næst komandi laugardag þann 5. maí kl.12. Eins og staðan er núna bjóða eftirtalin framboð fram á Vesturlandi.
Akranes – 9 fulltrúar – 3-4 framboð. Frjálsir með Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Miðflokkur hefur boðað framboð.
Borgarbyggð – 9 fulltrúar – 4 framboð. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og óháðir og Vinstrihreyfingin grænt framboð.
Snæfellsbær – 7 fulltrúar – 2 framboð. Sjálfstæðisflokkur og J-listi.
Grundarfjarðarbær – 7 fulltrúar – 2 framboð. Sjálfstæðisflokkur og Samstaða.
Stykkishólmur – 7 fulltrúar – 3 framboð. Framfarasinnaður Hólmarar, Bæjarmálafélag Stykkishólms og Okkar Stykkishólmur.

29.4.2018 Staða framboðsmála á Suðurnesjum

Framboðsfrestur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rennur út næst komandi laugardag þann 5. maí kl.12. Eins og staðan er núna bjóða eftirtalin framboð fram á Suðurnesjum:
Reykjanesbær – 11 fulltrúar – 9 framboð. Bein leið, Framsóknarflokur, Frjálst afl, Miðflokkur, Píratar, Samfylking og óháðir, Sjálfstæðisflokkur, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Viðreisn.
Grindavík – 7 fulltrúar – 6 framboð. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Listi Grindvíkinga, Samfylking, Miðflokkur og Rödd unga fólksins.
Sandgerði og Garður – 9 fulltrúar- 3 framboð. Framsóknarflokkur og óháðir, Sjálfstæðisflokkur og óháðir og J-listinn.
Sveitarfélagið Vogar – 7 fulltrúar – 3 framboð. Sjálfstæðisflokkur og óháðir, E-listinn og Flokkur fólksins.

29.4.2018 Staða framboðsmála á Höfuðborgarsvæðinu

Framboðsfrestur fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar rennur út næst komandi laugardag þann 5. maí kl.12. Eins og staðan er núna bjóða eftirtalin framboð fram á höfuðborgarsvæðinu:
Reykjavík – 23 fulltrúar – 17 framboð. Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Höfuðborgarlistinn, Kvennaframboð, Miðflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Frelsisflokkurinn, Borgin okkar-Reykjavík, Karlalistinn, Kallalistinn og Sósíalistaflokkur Íslands.
Seltjarnarnes – 7 fulltrúar – 3-4 framboð. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og sameiginlegt framboð Neslistans og Viðreisnar.  Nýtt framboð fyrir Seltjarnarnes hefur verið nefnt.
Kópavogur – 11 fulltrúar – 9 framboð. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Fyrir Kópavog, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin grænt framboð, sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar og Sósíalistaflokkur Íslands.
Garðabær – 11 fulltrúar – 3 framboð. Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Garðabæjarlistinn – sameiginlegt framboð Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Hafnarfjörður – 11 fulltrúar – 8 framboð. Framsókn og óháðir, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Bæjarlistinn, Miðflokkur, Píratar, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð.
Mosfellsbær – 9 fulltrúar – 8 framboð. Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, sameiginlegt framboð Íbúahreyfingarinnar og Pírata, Miðflokkur, Samfylking og VInstrihreyfingin grænt framboð. Nýtt framboð boðað í vikunni.

27.4.2018 Listi Radda unga fólksins í Grindavík

Framboðslisti Radda unga fólksins í Grindavík er komin fram. Þannig er þannig skipaður:

1. Helga Dís Jakobsdóttir, viðskiptafræðingur og mastersnemi 8. Viktor Bergmann Brynjarsson, námsmaður
2. Sævar Þór Birgisson, hagfræðinemi 9. Alexandra Marý Hauksdóttir, leikskólaleiðbeinandi og háskólanemi
3. Sigríður Etna Marinósdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur 10.Kolbrún Dögg Ólafsdóttir, framhaldsskólanemi
4. Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, sagnfræðingur 11.Dagbjört Arnþórsdóttir, framhaldsskólanemi
5. Lilja Ósk Sigmarsdóttir, tækniteiknari 12.Rósey Kristjánsdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og kennari
6. Ingi Steinn Ingvarsson, framhaldsskólanemi 13.Milos Jugovic, knattspyrnuþjálfari
7. Inga Fanney Rúnarsdóttir, stuðningsfulltrúi 14.Kári Hartmannsson, eldri borgari

27.4.2018 Borgin okkar – Reykjavík – tíu efstu sætin

Borgin okkar – Reykjavík sem að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi leiðir hefur birt tíu efstu sæti lista framboðsins. Efstu sætin eru annig skipuð:

1. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi og lögfræðingur 6. Guðmundur Halldór Jóhannesson, pípulagningameistari
2. Edith Alvarsdóttir, þáttagerðarmaður 7. Herdís T. Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri
3. Jóhannes Ómar Sigurðsson, viðskiptafræðingur Msc. 8. Helga Nína Heimisdóttir, dagforeldri
4. Viktor Helgi Gizurarson, vélaverkfræðinemi 9. Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
5. Marta Bergman, fv.félagsmálastjóri 10.Stefanía Þórhildur Hauksdóttir, menntaskólanemi

27.4.2018 Listi Samfylkingar í Grindavík

Framboðslisti Samfylkingarinnar er kominn fram. Listann leiðir Páll Valur Björnsson fv.alþingismaður Bjartrar framtíðar og núverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bænum, Marta Sigurðardóttir, er í öðru sæti. Listinn í heild lítur þannig út:

1. Páll Valur Björnsson, fv.alþingismaður og fv.bæjarfulltrúi 8. Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari
2. Marta Sigurðardóttir, viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi 9. Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi
3. Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður 10.Hranfhildur nanna Kroksnes Sigurðardóttir, bakari og konditor
4. Erna Rún Magnúsdóttir, nuddari 11.Benedikt Páll Jónsson, stýrimaður
5. Sigurður Enoksson, bakarameistari 12.Ingigerður Gísladóttir, leikskólakennari
6. Bergþóra Gísladóttir, framleiðslustjóri 13.Hildur Sigurðardóttir, eldri borgari
7. Björn Olsen Daníelsson, flugvirki 14.Sigurður Gunnarsson, vélstjóri

27.4.2018 L-listinn á Blönduósi

Framboðslisti L-listans á Blönduósi er kominn fram. Listann leiðir Guðmundur Haukur Jakobsson bæjarfulltrúi en listinn er með fjóra af sjö bæjarfulltrúum á Blönduósi og hreinan meirihluta. Aðrir bæjarfulltrúar færast neðar á listann sem er þannig í heild:

1. Guðmundur Haukur Jakobsson, bæjarfulltrúi 8. Ingólfur Daníel Sigurðsson
2. Rannveig Lena Gísladóttir 9. Rannveig Rós Bjarnadóttir
3. Sigurgeir Þór Jónasson 10.Svanur Ingi Björnsson
4. Hjálmar Björn Guðmundsson 11.Anna Margrét Jónsdóttir, bæjarfulltrúi
5. Arnrún Bára Finnsdóttir 12.Atli Einarsson
6. Zophonías Ari Lárusson, bæjarfulltrúi 13.Sara Lind Kristjánsdóttir
7. Lee Ann Maginnis 14.Valgarður Hilmarsson, bæjarfulltrúi

27.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokks og óháðra í Vesturbyggð

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Vesturbyggð er kominn fram. Listinn var sjálfkjörinn í síðustu kosningum og hlaut því alla sjö fulltrúa í bæjarstjórn. Listinn er þannig skipaður:

1. Friðbjörg Matthíasdóttir, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi 8. Nanna Áslaug Jónsdóttir, bóndi og bæjarfulltrúi
2. Ásgeir Sveinsson, bóndi og bæjarfulltrúi 9. Valdimar Bernódus Ottósson, svæðisstjóri
3. Magnús Jónsson, skipstjóri og bæjarfulltrúi 10.Mareusz Kozuch, fiskvinnslutæknir
4. Guðrún Eggertsdóttir, fjármálastjóri 11.Petrína Helgadóttir, þjónustufulltrúi
5. Gísli Ægir Ágústsson, kaupmaður og bæjarfulltrúi 12.Ragna Jenný Friðriksdóttir, kennari
6. Halldór Traustason, málari og bæjarfulltrúi 13.Jónas Heiðar Birgisson, viðskiptafræðingur
7. Esther Gunnarsdóttir, rafvirki 14.Zane Kaunzena, OPC/fóðrari

27.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Snæfellsbæ var lagður fram í gærkvöldi. Þrír af fjórum sveitarstjórnarmönnum listans gefa kost á sér í fjögur efstu sætin en Sjálfstæðisflokkurinn er með meirihluta í bæjarstjórn Snæfellsbæjar. Listinn er þannig skipaður:

1. Björn Haraldur Hilmarsson, útibússtjóri og bæjarfulltrúi 8. Þórunn Hilma Svavarsdóttir Poulsen, bóndi
2. Júnína Björg Óttarsdóttir, kaupmaður og bæjarfulltrúi 9. Illugi Jens Jónasson, skipstjóri
3. Auður Kjartansdóttir, fjármálastjóri 10.Lilja Hrund Jóhannsdóttir, matreiðslumaður
4. Rögnvaldur Ólafsson, skrifstofumaður og bæjarfulltrúi 11.Þóra Olsen, útgerðarkona
5. Örvar Marteinsson,sjómaður 12.Andri Steinn Benediktsson, framkvæmdastjóri
6. Þorbjörg Erla Halldórsdóttir, lögreglukona 13.Kristjana Hermannsdóttir, skrifstofumaður og bæjarfulltrúi
7. Jón Bjarki jónatansson, sjómaður 14.Margrét Vigfúsdóttir, fv.afgreiðslustjóri

27.4.2018 Sjö efstu á lista Neslistans og Viðreisnar á Seltjarnarnesi

Sameiginlegt framboð Neslistans og Viðreisnar á Seltjarnarnesi hefur kynnt sjö efstu sætin á framboðslista sínum. Listann leiðir Karl Pétur Jónsson varabæjarfulltrúi sem var á lista Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum og Hildigunnur Gunnarsdóttir sem kjörin var varabæjarfulltrúi Neslistans. Neslistinn er með einn af sjö bæjarfulltrúum á Seltjarnarnesi. Listinn í heild er þannig:

1. Karl Pétur Jónsson, varabæjarfulltrúi 5. Oddur J. Jónasson, þýðandi
2. Hildigunnur Gunnarsdóttir, menntunarfræðingur 6. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður
3. Björn Gunnlaugsson, kennari og verkefnastjóri 7. Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður
4. Rán Ólafsdóttir, laganemi

26.4.2018 L-listi Félagshyggjufólks í Stykkishólmi

Framboðslisti L-lista félagsyggjufólks í Stykkishólmi er kominn. Listann leiða Lárus Á. Hannesson og Ragnar Már Ragnarsson bæjarfulltrúar sem báðir voru búnir að lýsa því yfir að þeir ætluaðu ekki að gefa kost á sér. L-listinn hlaut þrjá bæjarfulltrúa í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Listinn í heild er þannig:

1. Lárus Ástmar Hannesson, bæjarfulltrúi og grunnskólakennari 8. Guðrún Erna Magnúsdóttir, kennari og atvinnurekandi
2. Ragnar Már Ragnarsson, byggingafræðingur 9. Baldur Þorleifsson, húsasmíðameistari
3. Magda Kulinska, matreiðslumaður 10.Sigríður Sóldal, stuðningsfulltrúi
4. Ingveldur Eyþórsdóttir, félagsráðgjafi 11.Alex Páll Ólafsson, stýrimaður
5. Steindór H. Þorsteinsson, rafvirki 12.Helga Guðmundsdóttir, fiskvinnslukona
6. Herdís Teitsdóttir, aðstoðarhótelstjóri 13.Guðmundur Lárusson, fv.skipstjóri
7. Jón Einar Jónsson, líffræðingur 14.Dagbjört Höskuldsdóttir, fv.kaupmaður

26.4.2018 H-listinn í Skútustaðahreppi

Framboðslisti H-listans í Skútustaðahreppi er kominn fram. Listinn var sjálfkjörinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum og hlaut því fimm sveitarstjórnarmenn. Aðeins tveir af þeim fimm sem kjörnir voru fyrir fjórum árum halda áfram. Listann skipa:

1. Helgi Héðinsson 6. Alma Dröfn Benediktsdóttir
2. Elísabet Sigurðardóttir 7. Arnþrúður Dagsdóttir
3. Sigurður Böðvarsson, sveitarstjórnarmaður 8. Anton Freyr Birgisson
4. Dagbjört Bjarnadóttir 9. Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
5. Friðrik Jakobsson, sveitarstjórnarmaður 10.Heiða Halldórsdóttir

26.4.2018 Þrír efstu á Karlalistanum í Reykjavík

Karlalistinnn var stofnaður í gærkvöldi. Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur og formaður Karlalistans mun leiða listann i Reykjavík. Í öðru sæti er Gunnar Waage og Stefán Páll Sturluson í því þriðja.

26.4.2018 Listi Okkar sveitar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Framboðslisti O-lista Okkar sveitar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er kominn fram. Listann leiða þeir Björgvin Skafti Bjarnason og Einar Bjarnason, tveir af þremur sveitarstjórnarmönnum listans sem er með hreinan meirihluta í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Listinn er þannig:

1. Björgvin Skafti Bjarnason, sveitastjórnarmaður 6. Anna Þórný Sigfúsdóttir
2. Einar Bjarnason, sveitarstjórnarmaður 7. Haraldur Ívar Guðmundsson
3. Matthías Bjarnason 8. Haraldur Þór Jónsson
4. Anna Kristjana Ásmundsdóttir 9. Ásmundur Lárusson
5. Ástráður Unnar Sigurðsson 10.Jónas Yngvi Ásgrímsson

26.4.2018 Sex efstu á Bæjarlistanum í Hafnarfirði

Bæjarlistinn í Hafnarfirði hefur birt sex efstu sætin á framboðslista sínum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Efsta sætið skipar Guðlaug S. Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar sem sagði sig úr Bjartri framtíð fyrir skemmstu. Í öðru sæti er Birgir Örn Guðjónsosn lögreglumaður sem sóttist eftir að komast á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Þá voru þau Helga Björg í 3. sæti og Sigurður P. í 4.sæti á lista Bjartrar framtíðar í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði. Líta má því á framboðið sem klofning úr Bjartri framtíð en í tilkynningu frá framboðinu segir að það sé óháð stjórnmálaflokkum. Listinn í heild er þannig:

1. Guðlaug S. Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og forseti bæjarstjórnar 4. Sigurður P. Sigmundsson, hagfræðingur
2. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður 5. Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur
3. Helga Björg Arnardóttir, tónlistarmaður 6. Tómas Ragnarsson, rafvirki

26.4.2018 Listi Pírata á Akureyri

Framboðslisti Pírata á Akureyri er kominn fram. Efstur er Halldór Arason sem sigraði í prókjöri flokksins fyrr í vetur. Framboðlistinn í heild er þannig:

1. Halldór Arason, starfsmaður í þjónustukjarna 12.Elín Karlsdóttir, leikskólakennari
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, viðskiptafræðingur 13.Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, sagnfræðingur og fv.alþingismaður
3. Hans Jónsson, öryrki 14.Hugrún Jónsdóttir, öryrki
4. Sævar Þór Halldórsson, landfræðingur og landvörður 15.Steinar Sæmundsson, matreiðslumaður
5. Gunnar Ómarsson, rafvirki 16.Helgi Þorbjörn Svavarsson, verkefnastjóri
6. Íris Hrönn Garðarsdóttir, rannsóknarstarfsmaður 17.Einar Jóhann Tryggvason, verkamaður
7. Ingi Jóhann Friðjónsson, leikskólastarfsmaður 18.Jóhann Már Leifsson, starfsmaður í þjónustukjarna
8. Ingibjörg Þórðardóttir, félagsráðgjafi 19.Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir, leikskólastarfsmaður
9. Vilhelmína Ingimundardóttir, öryrki 20.Baldur Jónsson, upplýsingatæknifulltrúi
10.Margrét Urður Snædal, þýðandi og prófarkalesari 21.Hafrún Brynja Einarsdóttir, þjónustufulltrúi
11.Einar Árni Friðgeirsson, starfsmaður á sambýli 22.Gunnar Torfi Benediktsson, vélfræðingur

26.4.2018 Listi Íbúahreyfingarinnar og Pírata í Mosfellsbæ

Sameiginlegur framboðslisti Íbúahreyfingarinnnar og Pírata í Mosfellsbæ er kominn fram. Sigrún H. Pálsdóttir bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leiðir listann sem er að öðru leiti þannig skipaður:

1. Sigrún H. Pálsdóttir, bæjarfulltrúi 10.Sigrún Guðmundsdóttir
2. Kristín Vala Ragnarsdóttir 11.Birta Jóhannesdóttir
3. Friðfinnur Finnbjörnsson 12.Emil Pétursson
4. Nanna Vilhelmsdóttir 13.Hildur Margrétardóttir
5. Benedikt Erlingsson 14.Sigurður G. Tómasson
6. Úrsúla Jünemann 15.Páll Kristjánsson
7. Gunnlaugur Johnson 16.Eiríkur Heiðar Nilsson
8. Marta Sveinbjörnsdóttir 17.Sæunn Þorsteinsdóttir
9. Jón Jóhannsson 18.Kristín I. Pálsdóttir

26.4.2018 Listi Viðreisnar í Mosfellsbæ

Framboðslisti Viðreisnar í Mosfellsbæ er kominn fram. Listann leiðir Valdimar Birgisson en að öðru leiti er listinn þannig:

1. Valdimar Birgisson 10.Olga Kristrún Ingólfsdóttir
2. Lovísa Jónsdóttir 11.Pétur Valdimarsson
3. Ölvir Karlsson 12.Erla Björg Gísladóttir
4. Hildur Björg Bæringsdóttir 13.Vladimír Rjaby
5. Magnús Sverrir Ingibergsson 14.Guðrún Þórarinsdóttir
6. Tamar Klara Lipka Þormarsdóttir 15.Jóhann Björnsson
7. Karl Axel Árnason 16.Sara Sigurvinsdóttir
8. Elín Anna Gísladóttir 17.Sigurður Gunnarsson
9. Ari Páll Karlsson 18.Hrafnhildur Jónsdóttir

26.4.2018 Listi Miðflokksins í Mosfellsbæ

Framboðslisti Miðflokksins í Mosfellsbæ er kominn fram. Listann leiðir Sveinn Óskar Sigurðsson viðskiptafræðingur. Listinn er þannig:

1. Sveinn Óskar Sigurðsson, viðskiptafræðingur 10.Ólöf Högnadóttir
2. Herdís Kristín Sigurðardóttir 11.Linda Björk Stefánsdóttir
3. Örlygur Þór Helgason 12.Friðrik Ólafsson
4. Þórunn Magnea Jónsdóttir 13.Hlynur Hilmarsson
5. Kolbeinn Helgi Kristjánsson 14.Jakob Máni Sveinbergsson
6. Margrét Ólafsdóttir 15.Ólafur Davíð Friðriksson
7. Ásta B. O. Björnsdóttir 16.Jón Pétursson
8. Valborg Anna Ólafsdóttir 17.Sigurrós K. Indriðadóttir
9. Friðbert Bragason 18.Magnús Jósepsson

25.4.2018 L-listinn í Vogum

Framboðslisti L-listans, lista fólksins, í Sveitarfélaginu Vogum er kominn fram. Efsta sætið skipar Jóngeir Hjörvar Hlinason bæjarfulltrúi listans. Listinn er þannig:

1. Jóngeir Hjörvar Hlinason, hagfræðingur og bæjarfulltrúi 8. Eva Rós Valdimarsdóttir, bókari
2. Rakel Rut Valdimarsdóttir, grunn- og framhaldsskólakennari 9. Jakob Jörunds Jónsson, skipstjóri
3. Eðvarð Atli Bjarnason, pípulagningamaður 10.Ásdís Dröfn Valdimarsdóttir, skólaliði
4. Páll Ingi Haraldsson, leigubílstjóri 11.Tómas Örn Pétursson, starfsmaður Kölku
5. Kristinn Björgvinsson, þjónustumaður 12.Elín Ösp Guðmundsdóttir, skólaliði
6. Anna Karen Gísladóttir, leikskólastarfsmaður 13.Ryszard Kopacki, trésmiður
7. Gunnar Hafsteinn Sverrisson, tæknimaður 14.Hanna Sigurjóna Helgadóttir, matráður

25.4.2018 Listi Miðflokksins í Grindavík

Framboðlisti Miðflokksins er kominn fram. Listinn er leiddur af Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur viðskiptafræðingi og í öðru sæti er Gunnar Már Gunnarsson fv.bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Grindavík. Listinn er þannig skipaður:

1. Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri 5. Auður Guðfinnsdóttir, verkakona
2. Gunnar Már Gunnarsson, umboðsmaður og fv.bæjarfulltrúi 6. Magnús Már Jakobsson, form.Verkalýðsfélags Grindavíkur
3. Unnar Magnússon, vélsmiður 7. Gerða Kristín Hammer, stuðningsfulltrúi
4. Páll Gíslason, verktaki 8. Ásta Agnes Jóhannesdóttir, skrúðgarðyrkjumeistari

25.4.2018 Skagastrandarlistinn lagður fram

Skagastrandarlistinn í Sveitarfélaginu Skagaströnd hefur verið lagður fram. Listinn er með þrjá sveitarstjórnarfulltrúa og hreinan meirihluta. Adolf H. Berndsen sem hefur verið oddviti sveitarfélagsins undanfarin kjörtímabil færist niður í heiðurssætið en Halldór G. Ólafsson leiðir listann. Listinn í heild er þannig:

1. Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarmaður 6. Hafdís H. Ásgeirsdóttir, hársnyrtir
2. Péturína L. Jakopsdóttir, skrifstofustjóri 7. Ástrós Elísdóttir, leikhúsfræðingur
3. Róbert Kristjánsson, verslunarstjóri og sveitarstjórnarmaður 8. Gunnar S. Halldórsson, matreiðslumaður og sjómaður
4. Hrefna D. Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður 9. Guðrún Soffía Pétursdóttir, umsjónarmaður
5. Jón Ólafur Sigurjónsson, skrifstofumaður 10.Adolf H. Berndsen, framkvæmdastjóri og oddviti

24.4.2018 H-listinn í Fjallabyggð

Framboðslisti H-listans í Fjallabyggð sem er nýtt framboð var birtur í kvöld. Efsta sæti listans skipar Jón Valgeir Bjarnson bæjarfulltrúi Framsóknarflokks. Í fréttatilkynningu segir að listanum standi fólk úr ýmsum áttum úr Framsókn, Vinstri grænum og óháðir. Listinn í heild er þannig:

1. Jón Valgeir Baldursson, pípulagningameistari og bæjarfulltrúi 8. Irina Marinela Lucaci, verslunarstjóri
2. Særún Hlín Laufeyjardóttir, deildarstjóri 9. Diljá Helgadóttir, líftæknifræðingur
3. Helgi Jóhannsson, þjónustustjóri 10.Ásgeir Frímannsson, sjómaður
4. Þorgeir Bjarnason, málarameistari 11.Jón Kort Ólafsson, þjónustustjóri og sjómaður
5. Rósa Jónsdóttir, heilsunuddari 12.Þormóður Sigurðsson, iðnverkamaður og varaslökkviliðsstjóri
6. Andri Viðar Víglundsson, sjómaður og form.smábátafélagsins Kletts 13.Erla Vilhjálmsdóttir, háskólanemi
7. Bylgja Hafþórsdóttir, þjónustufulltrúi 14.Ásdís Pálmadóttir, eldri borgari og félagsliði

24.4.2018 Listi Héraðslistans á Fljótsdalshéraði

Framboðslisti Héraðslistans, samtaka félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði, var kynntur í gærkvöldi. Listann leiðir Steinar Ingi Þorsteinsson og í öðru sæti er Kristjana Sigurðardóttir en þau eru bæði ný í efstu sætum. Héraðslistinn, sem á tímabili leit út fyrir að myndi ekki bjóða fram, er með tvo sveitarstjórnarmenn á Fljótsdalshéraði. Listinn í heild er þannig:

1. Steinar Ingi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri 10.Margrét Árnadóttir, verkefnastjóri
2. Kristjana Sigurðardóttir, verkefnastjóri 11.Garðar Valur Hallfreðarson, tölvunarfræðingur og framkvæmdastjóri
3. Björg Björnsdóttir, mannauðsstjóri 12.Kirstín María Björnsdóttir, skrifstofumaður
4. Aðalsteinn Ásmundarson, vélsmiður 13.Jón Steinar Garðarsson Mýrdal, verkefnisstjóri
5. Sigrún Blöndal, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi 14.Iryna Boiko, naglafræðingur
6. Dagur Skírnir Óðinsson, framhaldsskólakennari 15.Arngrímur Viðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
7. Gyða Dröfn Hjaltadóttir, sálfræðingur 16.Lára Vilbergsdóttir, framkvæmdastjóri og hönnuður
8. Skúli Björnsson, framkvæmdastjóri 17.Aron Steinn Halldórsson, nemi
9. Leifur Þorkelsson, heilbrigðisfulltrúi 18.Ragnhildur Rós Indriðadóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir

24.4.2018 Listi sjálfstæðismanna og óháðra í Vogum

Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í Sveitarfélaginu Vogum hefur verið lagður fram. Bjarni Snæbjörnsson, annar af tveimur bæjarfulltrúum flokksins, leiðir listann. Listinn í heild er þannig:

1. Bjarni Snæbjörnsson, bæjarfulltrúi og sölu- verslunarstjóri 8. Drífa Birgitta Önnudóttir, félagsráðgjafi
2. Sigurpáll Árnason, verkefnastjóri 9. Hólmgrímur Rósenbergsson, bifreiðastjóri
3. Andri Rúnar Sigurðsson, fiskeldisfræðingur 10.Sigurður Gunnar Ragnarsson, kerfisfræðingur
4. Anna Kristín Hálfdánardóttir, verkfræðinemi 11.Hanna Stefanía Björnsdóttir, leikskólastarfsmaður
5. Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir, flugverndarstarfsmaður 12.Óttar Jónsson, skipstjóri
6. Kristinn Benediktsson, varabæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 13.Sigríður A. Hrólfsdóttir, bókari
7. Sigurður Árni Leifsson, varabæjarfulltrúi og söluráðgjafi 14.Reynir Brynjólfsson, eldri borgari

24.4.2018 Listi Vinstri grænna og óháðra í Norðurþingi

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra í Norðurþingi var kynntur í gærkvöldi. Listann leiðir Óli Halldórsson formaður byggðaráðs sem er annar af tveimur fulltrúum flokksins í sveitarstjórn. Listinn er þannig skipaður:

1. Óli Halldórsson, forstöðumaður og formaður byggðaráðs 10.Guðrún Sædís Harðardóttir, grunnskólakennari
2. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, grunnskólakennari 11.Selmdís Þráinsdóttir, íþrótta- og heilsufræðingur
3. Berglind Hauksdóttir, leikskólakennari 12.Silja Rún Stefánsdóttir, bústjóri
4. Sif Jóhannesdóttir, þjóðfræðingur og sveitarstjórnafulltrúi 13.Aðalbjörn Jóhannsson, verkamaður
5. Guðmundur H. Halldórsson, málarameistari 14.Jóna Birna Óskarsdóttir, leikskólaleiðbeinandi
6. Röðull Reyr Kárason, þjónustufulltrúi 15.Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur
7. Nanna Steina Höskuldsdóttir, verkefnastjóri og bóndi 16.Sólveig Mikaelsdóttir, sérkennsluráðgjafi
8. Stefán L. Rögnvaldsson, bóndi 17.Trausti Aðalsteinsson, afgreiðslustjóri
9. Aldey Traustadóttir, hjúkrunarfræðingur 18.Þórhildur Sigurðardóttir, kennari

23.4.2018 Listi Seyðisfjarðarlistans

Framboðslisti Seyðisfjarðarlistans á Seyðisfirði kom fram í dag. Seyðisfjarðarlistinn hefur tvo bæjarfulltrúa. Listinn er þannig:

1. Hildur Þórisdóttir 8. Guðjón Már Jónsson
2. Rúnar Gunnarsson 9. Sesselja Hlín Jónasdóttir
3. Þórunn Hrund Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi 10.Sigurjón Þ. Guðmundsson
4. Elfa Hlín Pétursdóttir, bæjarfulltrúi 11.Ósk Ómarsdóttir
5. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir 12.Bára Mjöll Jónsdóttir
6. Arna Magnúsdóttir 13.Anna Bryndís Skúladóttir
7. Ágúst Torfi Magnússon 14.Bjarki Borgþórsson

23.4.2018 Listi Frelsisflokksins í Reykjavík

Framboðslisti Frelsisflokksins í Reykjavík var kynntur í dag. Listann leiðir Gunnlaugur Ingvarsson bifreiðarstjóri eins og áður hafði komið fram. Listinn er þannig:

1. Gunnlaugur Ingvarsson, bifreiðarstjóri 13.Svandís Ásta Jónsdóttir, verslunarkona
2. Ágúst Örn Gíslason, stuðningsfulltrúi 14.Guðrún M. Jónsdóttir, starfmaður á geðdeild
3. Svanhvít Brynja Tómasdóttir, listakona 15.Marteinn Unnar Hreiðarsson, bifreiðarstjóri
4. Sverrir Jóhann Sverrisson, umsjónarmaður fasteigna 16.Anna Kristbjörg Jónsdóttir, húsmóðir
5. Þorsteinn Bjarni Einarsson, sjúkaliði 17.Guðmundur Ólafarson, verslunarmaður
6. Hildur Guðbrandsdóttir, húsmóðir 18.Mías Ólafarson, garðyrkjuverkamaður
7. Ingvar Jóel Ingvarsson, verkstjóri 19.Haraldur Einarsson, tamningamaður
8. Egill Þór Hallgrímsson, blikksmíðanemi 20.Ævar Sveinsson, rafvirki
9. Axel B. Björnsson, lager- og vörustjóri 21.Björgvin Þór Þorsteinsson, vaktmaður
10.Unnar Haraldsson, trésmiður 22.Jón Ingi Sveinsson, sjómaður
11.Berglind Jónsdóttir, hönnuður 23.Höskuldur Geir Erlingsson, húsasmiður
12.Kári Þór Samúelsson, stjórnmálafræðingur

23.4.2018 Fimm efstu á Kallalistanum í Reykjavík

Gunnar Th. Birgisson ritstjóri Herðubreiðar greinir frá því að hann muni leiða Kallalistann í Reykjavík. Framboðið mun m.a. berjast gegn plastnotkun og gjaldtöku í skólum þ.m.t. leikskólagjöldum. Fimm efstu sætin skipa:

1. Karl Th. Birgisson, ritstjóri
2. Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona
3. Karl Ægir Karlsson, prófessor
4. Helga Sjöfn Steinarsdóttir, öryrki
5. Davíð Þór Jónsson, prestur

Um er að ræða sautjánda framboðið í Reykjavík ef öll framboðáform sem hafa verið kynnt komast á kjörseðilinn. Þau eru Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Höfuðborgarlistinn, Kvennaframboð, Miðflokkur, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Frelsisflokkurinn, Borgin okkar – Reykjavík, Karlaframboð (Gunnars Kr. Þórðarsonar), Kallalistinn og Sósíalistaflokkur Íslands.

23.4.2018 T-listinn í Flóahreppi

Framboðslisti T-listans í Flóahreppi er kominn fram en listinn er með tvo sveitarstjórnarmenn í hreppsnefnd Flóahrepps. Listinn er þannig skipaður:

1. Rósa Matthíasdóttir, ferðaþjónustubóndi 6. Alma Anna Oddsdóttir, sjúkraþjálfari
2. Sigurður Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri 7. Anný Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi
3. Lilja Ómarsdóttir, byggingafræðingur 8. Sveinn Orri Einarsson, nemi
4. Heimir Rafn Bjarkason, verkefnastjóri 9. Albert Sigurjónsson, húsasmíðameistari
5. Axel Páll Einarsson, bóndi 10.Svanhvít Hermannsdóttir, ferðaþjónustubóndi og sveitarstjórnarmaður

23.4.2018 Listi Okkar Hveragerðis

Framboðslisti framboðsins Okkar Hveragerðis í Hveragerðisbæ er kominn fram. Listann leiðir Njörður Sigurðsson bæjarfulltrúi sem kjörinn var af lista Samfylkingar og óháðra 2014. Þá er Viktoría Sif Kristinsdóttir sem kjörin var af sama lista 2014 í 12.sæti. Í öðru sæti er Þórunn Pétursdóttir sem var í framboði fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum 2016 og 2017. Listinn er þannig skipaður:

1. Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og bæjarfulltrúi 8. Sandra Sigurðardóttir, íþrótta- og heilsufræðingur
2. Þórunn Pétursdóttir, landfræðingur 9. Garðar Atli Jóhannsson, byggingafræðingur og verkefnastjóri
3. Friðrik Örn Emilsson, söngvari og sálfræðinemi 10.Árdís Rut Hlífarsdóttir, húsmóðir og nemi
4. Sigrún Árnadóttir, grunnskólakennari 11.Kristján Björnsson, húsasmiður
5. Hlynur Kárason, húsasmiður 12.Viktoría Sif Kristinsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi
6. Unnur Birna Björnsdóttir, tónlistarkona og kennari 13.Kristinn Grétar Harðarson, yfirmaður tölvumála og tæknimaður
7. Gunnar Biering Agnarsson, verslunarmaður 14.Anna Jórunn Stefánsdóttir, talmeinafræðingur

23.4.2018 Sérframboð sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi?

Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að sérframboð sé í undirbúningi á Seltjarnarnesi og að því standi m.a. fólk sem fylgt hefur Sjálfstæðisflokknum að málum. Skafti Harðarson sem er í forsvari fyrir hópinn segir að tilefnið sé fjármálastjórn bæjarins.

22.4.2018 Á-listinn í Rangárþingi ytra

Framboðlisti Á-listans, áhugsfólks um sveitarstjórnarmál í Rangárþingi ytra var birtur í kvöld. Á-listinn hefur þrjá af sjö sveitarstjórnarmönnum í Rangárþingi ytra. Listinn er þannig:

1. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, sveitarstjórnarmaður 8. Guðbjörg Erlingsdóttir
2. Steindór Tómasson 9. Bjartmar Steinn Steinarsson
3. Yngvi Harðarson 10.Arndís Fannberg
4. Yngvi Karl Jónsson, sveitarstjórnarmaður 11.Anna Vilborg Einarsdóttir
5. Jóhanna Hlöðversdóttir 12.Borghildur Kristinsdóttir
6. Magnús H. Jóhannsson 13.Jónas Fjalar Kristjánsson
7. Sigdís Oddsdóttir 14.Margrét Þórðardóttir

22.4.2018 Listi Máttar meyja og manna í Bolungarvík

Framboðslisti Mátta meyja og manna í Bolungarvík er kominn fram. Framboðið er með þrjá af sjö bæjarfulltrúum í bænum. Listinn er þannig skipaður;

1. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, deildarstjóri 8. Hugrún Diljá Þorgeirsdóttir, launafulltrúi
2. Hjörtur Traustason, rafvirki og tónlistarmaður 9. Hörður Snorrason, sjómaður
3. Magnús Ingi Jónsson, ferðamálafræðingur 10.Sigurður Guðmundur Sverrisson, verkstjóri
4. Helga Jónsdóttir, grunnskólakennari 11.Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri
5. Margrét Jónmundsdóttir, sjúkraliðanemi 12.Gunnar Hallsson, forstöðumaður
6. Halldór Guðjón Jóhannsson, verslunarstjóri 13.Guðrún Stella Gissurardóttir, forstöðumaður og bæjarfulltrúi
7. Monika Mazur, stuðningsfulltrúi 14.Matthildur Guðmundsdóttir, póstafgreiðslumaður og bankagjaldkeri

22.4.2018 Listi Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum

Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjabæ var lagður fram í dag. Listann leiðir Íris Róbertsdóttir miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum og fv.varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Listinn í heild er þannig skipaður:

1. Íris Róbertsdóttir, grunnskólakennari og fjármálastjóri 8. Alfreð Alfreiðsson, leiðsögumaður
2. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og viðskiptafræðingur 9. Aníta Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og viðskiptafræðingur
3. Elís Jónsson, tæknifræðingur og vélstjóri 10.Hákon Jónsson, nemi
4. Guðmundur Ásgeirsson, endurskoðandi og fjárfestir 11.Guðný Halldórsdóttir, sjúkraliði
5. Hrefna Jónsdóttir, starfsmannastjóri og þroskaþjálfi 12.Styrmir Sigurðarson, bráðtæknir og yfirmaður sjúkraflutninga
6. Sveinn Rúnar Valgeirsson, skipstjóri 13.Emma Sigurgeirsdóttir Vídó, leikskólakennari
7. Kristín Hartmannsdóttir, gæðastjóri og tækniteiknari 14.Leifur Gunnarsson, eldri borgari

22.4.2018 Karlaframboð í Reykjavík

Vísir.is greinir frá því að hópur einstaklinga sem eru í facebook-hópnum #daddytoo kanni grundvöll fyrir karlaframboði í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík. Gunnar Kristinn Þórðarson, formaður umgengisforeldra skrifar: „Hópur feðra hefur ákveðið að kanna grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninga í vor. Okkur er ljóst að engum stjórnmálaflokki er treystandi fyrir málefnum feðra á hinu pólitíska litrófi og má segja að þátttaka stjórnmálamanna í femínistaskjölunum svokölluðu hafi valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir foreldrajafnvægi.“

Á undanförnum árum hefur Gunnar Kristinn starfað innan Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og var síðast í framboði fyrir Miðflokkinn í alþingiskosningunum 2017. Verði af framboðinu er það sextánda framboðið sem unnið er að.

22.4.2018 Sveinbjörg Birna boðar framboð í Reykjavík

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi boðar framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Sveinbjörg leiddi listi Framsóknar og flugvallarvina í síðustu borgarstjórnarkosningum sem hlaut tvo borgarfulltrúa. Eins og staðan er í dag bendir allt til þess að framboð til borgarstjórnar í vor verði fimmtán talsins.

Þau eru: Alþýðufylkingin, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkur, Frelsisflokkur, Höfuðborgarlistinn, Íslenska þjóðfylkingin, Kvennaframboð, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur Íslands, Viðreisn, Vinstrihreyfingin grænt framboð og svo framboð Sveinbjargar Birnu.

21.4.2018 H-listinn í Hrunamannahreppi

Framboðslisti H-listans í Hrunamannahreppi er kominn fram. Þrír af fjórum sveitarstjórnarmönnum listans leiða listann. Listinn í heild er þannig:

1. Halldóra Hjörleifsdóttir, sveitarstjórnarmaður 6. Björgvin Ólafsson
2. Sigurður Sigurjónsson, sveitarstjórnarmaður 7. Guðríður Eva Þórarinsdóttir
3. Kolbrún Haraldsdóttir, sveitarstjórnarmaður 8. Daði Geir Samúelsson
4. Aðalsteinn Þorgeirsson 9. Bogi Pétur Eiríksson
5. Elsa Ingjaldsdóttir 10.Unnsteinn Eggertsson, sveitarstjórnarmaður

20.4.2018 Listi Framsóknarflokks í Borgarbyggð

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarbyggð var birtur í kvöld. Guðveig Eyglóardóttir leiðir listann áfram en flokkurinn er með þrjá sveitarstjórnarmenn í sveitarfélaginu. Listinn er þannig:

1. Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og hótelstjóri 10.Hjalti Rósinkrans Benediktsson, umsjónarmaður
2. Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og bóndi 11.Pavle Estrajher, náttúrufræðingur
3. Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi 12.Sigurbjörg Kristmundsdóttir, viðskiptafræðingur
4. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, lögreglumaður og körfuboltakona 13.Jóhanna María Sigmundsdóttir, fv.alþingismaður
5. Orri Jónsson, verkfræðingur 14.Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, nemi
6. Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður 15.Þorbjörg Þórðardóttir, eldri borgari
7. Einar Guðmann Örnólfsson, sauðfjárbóndi 16.Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður
8. Kristín Erla Guðmundsdóttir, húsmóðir og húsvörður 17.Sveinn Hallgrímsson, eldri borgari
9. Sigrún Ásta Brynjarsdóttir, nemi 18. Jón G. Guðbjörnsson, eldri borgari

20.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokks og óháðra á Fljótsdalshéraði

Framboðslisti Sjálfstæðisflokks og óháðra á Fljótsdalshéraði. Listann leiðir Anna Alexandersdóttir annar af tveimur bæjarfulltrúum flokksins. Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi Á-lista sem ekki býður fram að þessu sinni er í öðru sæti. Þá er Sigrún Harðardóttir bæjarfulltrúi Á-lista í 12. sæti og Sigvaldi H. Ragnarsson sem einnig var á Á-lista í 17.sæti. Listinn er annars þannig:

1. Anna Alexandersdóttir, verkefnisstjóri og forseti bæjarstjórnar 10.Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri
2. Gunnar Jónsson, bóndi og formaður bæjarráðs 11.Guðný Margrét Hjaltadóttir, viðskiptafræðingur
3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 12.Sigrún Harðardóttir, félagsráðgjafi
4. Karl Lauritzson, viðskiptafræðingur 13.Aðalsteinn Jónsson, búfræðingur og fv.bóndi
5. Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, viðskiptafræðingur 14.Helgi Bragason, skógarbóndi
6. Sigurður Gunnarsson, ferilseigandi skaut- og álframleiðslu 15.Ágúst Björnsdóttir, fjármálasérfræðingur
7. Davíð Þór Sigurðarson, verkefnisstjóri 16.Guðrún Ragna Einarsdóttir, þjónustufulltrúi og bóndi
8. Ívar Karl Hafliðason, umhverfis- og orkufræðingur 17.Sigvaldi H. Ragnarsson, sauðfjárbóndi
9. Eyrún Arnardóttir, kennari og dýralæknir 18.Sigríður Sigmundsdóttir, matreiðslu- og framleiðslumaður

20.4.2018 Listi Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík

Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður 13.Þóra Halldóra Sverrisdóttir, leikskólakennari
2. Tamila Gámez Garcell, kennari 14.Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir, leikkona
3. Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi 15.Sindri Freyr Steinsson, tónlistamaður
4. Claudia Overesch, skrifstofumaður 16.Þórður Bogason, slökkviliðsmaður og ökukennari
5. Gunnar Freyr Rúnarsson, sjúkraliði 17.Axel Þór Kolbeinsson, öryrki
6. Sólveig Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur 18.Stefán Þorgrímsson, garðyrkjumaður
7. Teresa Dröfn Freysdótir, doktorsnemi 19.Guðrún Þorgrímsdóttir, guðfræðinemi
8. Valtýr Kári Daníelsson, nemi 20.Elín Helgadóttir, sjúkraliði
9. Uldarico Jr. Castillo de Luna, hjúkrunarfræðingur 21.Trausti Guðjónsson, skipstjóri
10.Drífa Nadia Thoroddsen Mechiat, þjónustustjóri 22.Gyða Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
11.Jón Karl Stefánsson, forstöðumaður 23.Guðmundur Magnússon, leikari
12.Skúli Jón Unnarsson, háskólanemi

20.4.2018 E-listinn í Vogum

Framboðslisti E-listans í Sveitarfélaginu Vogum er kominn fram. E-listinn er með meirihluta í bæjarstjórn Voga, með fjóra af sjö fulltrúum. Fimm efstu frambjóðendur eru þeir sömu síðast þó að röðin sé breytt. Listinn er þannig:

1. Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar og stöðvarstjóri 8. Baldvin Hróar Jónsson, markaðsstjóri
2. Bergur B. Álfþórsson, formaður bæjarráðs og leiðsögumaður 9. Elísabet Á. Eyþórsdóttir, nemi
3. Áshildur Linnet, varabæjarfulltrúi og verkefnastjór 10.Ingvi Ágústsson, tölvunarfræðingur
4. Birgir Örn Ólafsson, bæjarfulltrúi og deildarstjóri 11.Tinna Huld Karlsdóttir, hjúkrunarfræðingur
5. Inga Rut Hlöðversdóttir, bæjarfulltrúi og gull- og silfursmíðameistari 12.Sindri Jens Freysson, tæknimaður
6. Friðrik V. Árnason, bygginga- og orkufræðingur 13.Brynhildur S. Hafsteinsdóttir, húsmóðir
7. Guðrún K. Ragnarsdóttir, líffræðingur 14.Þorvaldur Örn Árnason, kennari og líffræðingur

20.4.2018 Listi Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra í Skagafirði er kominn fram. Eins og undanfarin ár leiðir Bjarni Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi flokksins listann. Athylgi vekur að Sigurjón Þórðarson varasveiatarstjórnarfulltrúi K-lista Skagafjarðar í síðustu kosningum og fv.alþingismaður Frjálslynda flokksins er í 11.sæti listans. Þá er Ingibjörg Hafstað og Steinar Skarphéðinsson sem einnig voru á K-lista fyrir Samfylkinguna í síðustu kosningum í 15. og 16. sæti. Ólíklegt verður því að teljast að K-listinn bjóði fram. Að öðru leiti er listinn þannig:

1. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fiskifræðingur 10.Helga Rós Indriðadóttir, óperusöngkona og söngstjóri
2. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari 11.Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og fv.alþingismaður
3. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, sölumaður 12.Jónas Þór Einarsson, sjómaður
4. Valdimar Óskar Sigmarsson, bóndi 13.Björg Baldursdóttir, fv.kennari
5. Auður Björk Birgisdóttir, hárgreiðslumeistari 14.Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, ráðgjafi
6. Inga Katrín D. Magnúsdóttir, starfsmaður Byggðasafns 15.Ingibjörg H. Hafstað, bóndi
7. Úlfar Sveinsson, bóndi 16.Steinar Skarphéðinsson, vélstjóri
8. Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri 17.Sigurlaug Kristín Konráðsdótir, grunnskólakennari
9. Ingvar Daði Jóhannsson, húsasmíðameistari 18.Heiðbjörg Kristmundsdóttir, lífeindafræðingur

19.4.2018 N-listi Nýs afls í Húnaþingi vestra

Framboðslisti Nýs afls í Húnaþingi vestra var lagður fram í dag. Listinn hefur í dag meirihluta í sveitarstjórn, fjóra af sjö fulltrúum. Listinn er þannig skipaður:

1. Magnús Magnússon, sóknarprestur og hrossabóndi 8. Guðjón Þórarinn Loftsson, húsasmiður
2. Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi og ráðunautur 9. Ingibjörg Auðunsdóttir, bóndi og ferðamálafræðingur
3. Magnús Eðvaldsson, íþróttakennari 10.Ómar Eyjólfsson, viðurkenndur bókari
4. Þórey Edda Elísdóttir, verkfræðingur 11.Eygló Hrund Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
5. Maríanna Eva Ragnarsdóttir, sauðfjárbóndi, sjúkraliði og varaþingmaður 12.Guðrún Eik Skúladóttir, kúa- og sauðfjárbóndi
6. Sólveig H. Benjamínsdóttir, forstöðumaður 13.Birkir Snær Gunnlaugsson, sauðfjárbóndi og rafvirki
7. Gunnar Þorgeirsson, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður 14.Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar

19.4.2018 Frjálsir með Framsókn í Hveragerði

Framboðslisti Frjálra með Framsókn í Hveragerði var lagður fram í dag. Garðar R. Árnason bæjarfulltrúi framboðsins leiðir listann en hann er í heild þannig:

1. Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi 8. Sigmar Egill Baldursson, sölumaður
2. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, æskulýðsfulltrúi og fv.bæjarfulltrúi 9. Steinar Rafn Garðarsson, sjúkraflutningamaður
3. Snorri Þorvaldsson, lögreglunemi 10.Daði Steinn Arnarsson, grunnskólakennari
4. Sæbjörg Lára Másdóttir, hjúkrunarfræðingur 11.Adda María Óttarsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
5. Nína Kjartansdóttir, þroskaþjálfi 12.Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri
6. Örlygur Atli Guðmundsson, tónlistamaður, kennari og kórstjóri 13.Guðmundur Guðmundsson, bifvélavirki
7. Vilborg Eva Björnsdóttir, stuðningsfulltrúi 14.Garðar Hannesson, eldri borgari

19.4.2018 K-listinn í Eyjafjarðarsveit

K-listinn í Eyjafjarðasveit er kominn fram. Um er að ræða sameinað framboð H-listans og Hins listans sem buðu fram í kosningum 2014. Samtals eru listarnir með þrjá sveitarstjórnarfulltrúa af sjö. Listinn er þannig skipaður:

1. Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, bóndi og fjölskyldufræðingur 8. Þórir Níelsson, bóndi
2. Sigurður Ingi Friðleifsson, umhverfisfræðingur 9. Elín Margrét Stefánsdóttir, bóndi
3. Sigríður Bjarnadóttir, ráðunautur 10.Einar Svanbergsson, stálsmiður
4. Eiður Jónsson, þjónusturáðgjafi 11.Hugrún Hjörleifsdóttir, ferðaþjónustubóndi og námsstjóri
5. Kristín Kolbeinsdóttir, kennari, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarmaður 12.Rögnvaldur Guðmundsson, iðnrekstrarfræðingur
6. Hans Rúnar Snorrason, kennari og verkefnastjóri 13.Jófríður Traustadóttir, eldri borgari
7. Halla Hafbergsdóttir, viðskipta- og ferðamálafræðingur 14.Elmar Sigurgeirsson, húsasmiður og sveitarstjórnamaður

19.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi var lagður fram í gærkvöldi. Listann leiðir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri. Flokkurinn er með þrjá sveitarstjórnarmenn af níu í sveitarfélaginu. Listinn er þannig:

1. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri 10.Karólína Kristín Gunnlaugsdóttir
2. Helena Eydís Ingólfsdóttir 11.Sigurgeir Höskuldsson
3. Örlygur Hnefill Jónsson, bæjarfulltrúi 12.Hugrún Elva Þorgeirsdóttir
4. Heiðbjörg Ólafsdóttir 13.Oddur Vilhelm Jóhannsson
5. Birna Ásgeirsdóttir 14.Kasia Osipowska
6. Kristinn Jóhann Lund 15.Sigurjón Steinsson
7. Stefán Jón Sigurgeirsson 16.Elísa Elmarsdóttir
8. Jóhanna Kristjánsdóttir 17.Arnar Guðmundsson
9. Hilmar Kári Þráinsson 18.Olga Gísladóttir, bæjarfulltrúi

18.4.2018 Listi Lifandi samfélags á Djúpavogi

Framboðslisti Lifandi Samfélags í Djúpavogshreppi er kominn fram. Listinn er skipaður fólki af báðum listunum sem buðu fram í síðustu kosningum. Listinn er þannig:

1. Gauti Jóhannsson, sveitarstjóri 6. Eiður Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi
2. Þorbjörg Sandholt, aðstoðarskólastjóri 7. Þórir Stefánsson, hótelstjóri
3. Berglind Häsler, bóndi 8. Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir, grunnskólakennari
4. Kári Snær Valtingjoer, rekstrarrafiðnfræðingur og sveitarstjórnarmaður 9. Guðný Gréta Eyþórsdóttir, bóndi
5. Kristján Ingimarsson, fiskeldisfræðingur og sveitarstjórnarmaður 10.Elísabet Guðmundsdóttir, kaupkona

18.4.2018 N-listi í Húnavatnshreppi

N-listi Nýs framboðs í Húnavatnshreppi er kominn fram en listinn hefur ekki boðið fram áður. Listinn er þannig skipaður:

1. Ragnhildur Svavarsdóttir 8. Óskar Eyvindur Óskarsson
2. Sverrir Þór Sverrisson 9. Jóhann Hólmar Ragnarsson
3. Þóra Margrét Lúthersdóttir 10.Finna Birna Finnsdóttir
4. Garðar Smári Óskarsson 11.Helgi Páll Gíslason
5. Víðir Smári Gíslason 12.Borghildur Aðils
6. Ásgeir Ósmann Valdemarsson 13.Vilhjálmur Jónsson
7. Haraldur Páll Þórsson 14.Björn Björnsson

18.4.2018 Listi Samfylkingar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi

Framboðslisti Samfylkingarinnar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi er kominn fram. Flokkurinn er með tvo sveitarstjórnarmenn í sveitarfélaginu. Listinn er þannig skipaður:

1. Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri 10.Gunnar Illugi Sigurðsson, hljómlistarmaður
2. Benóný Valur Jakobsson, verslunarmaður 11.Bryndís Sigurðarsdóttir, verkefnastjóri
3. Bjarni Páll Vilhjálmsson, ferðaþjónustubóndi 12.Guðmundur Árni Stefánsson, nemi
4. Ágústa Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur 13.Ruth Ragnarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri
5. Jóna Björk Gunnarsdóttir, BA í mannfræði 14.Jónas Friðrik Guðnason, bókavörður og textahöfundur
6. Jónas Hreiðar Einarsson, rafmagnsiðnfræðingur 15.Jóna Björg Arnarsdóttir, förðunarfræðingur
7. Rebekka Ásgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur 16.Þorgrímur Sigurjónsson, verkamaður
8. Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi 17.Guðrún Kristinsdóttir, grunnskólakennari
9. Berglind Pétursdóttir, viðskiptafræðingur 18.Hrólfur Þórhallsson, skipstjóri

18.4.2018 Listi Viðreisnar í Hafnarfirði

Framboðslisti Viðreisnar í Hafnarfirði er kominn fram. Jón Ingi Hákonarson ráðgjafi leiðir listann. Listinn er þannig skipaður:

1. Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi í starfsendurhæfingu og MBA 12.Edda Möller, útgáfustjóri
2. Vaka Ágústsdóttir, ráðningar- og þjálfunarstjóri 13.Jón Garðar Snædal Jónsson, byggingafræðingur
3. Þröstur Emilsson, framkvæmdastjóri 14.Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur
4. Sunna Magnúsdóttir, viðskiptafræðingur 15.Þorvarður Goði Valdimarsson, almannatengill
5. Árni Stefán Guðjónsson, grunnskólakennari og handboltaþjálfari 16.Lilja Margrét Olsen, lögfræðingur
6. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestingartengsla og samskipta 17.Þorsteinn Elí Halldórsson, framkvæmdastjóri
7. Ómar Ásbjörn Óskarsson, varaþingmaður og markaðssérfræðingur 18.Sóley Eiríksdóttir, sagnfræðingur
8. Þórey S. Þórisdóttir, doktorsnemi 19.Halldór Halldórsson, öryrki
9. Hrafnkell Karlsson, menntskólanemi 20.Kristín Pétursdóttir, hagfræðingur
10.Harpa Þrastardóttir, verkfræðinemi og umhverfis- og gæðastjóri 21.Benedikt Jónasson, múrari
11.Daði Lárusson, félags- og viðskiptafræðingur og markmannsþjálfari 22.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og fv.ráðherra

16.4.2018 Listi Miðflokksins í Fjarðabyggð

Framboðslisti Miðflokksins var samþykktur í kvöld. Efsta sætið skipar Rúnar Már Gunnarsson eins og áður hafði verið tilkynnt. Listinn í heild er þannig:

1. Rúnar Már Gunnarsson 10.Hjalti Valgeirsson
2. Lára Elísabet Eiríksdóttir 11.Magnea María Jónudóttir
3. Guðmundur Þorgrímsson 12.Helgi Freyr Ólason
4. Anna Þórhildur Kristmundsdóttir 13.María Björk Stefánsdóttir
5. Alma Sigríður Sigurbjörnsdóttir 14.Sigurður Valdimar Olgeirsson
6. Árni Björn Guðmundsson 15.Bergþóra Ósk Arnarsdóttir
7. Dagbjört Briem Gísladóttir 16.Hjálmar Heimisson
8. Sindri Már Smárason 17.Hörður Ólafur Sigmundsson
9. Guðrún Stefánsdóttir 18.Einar Birgir Kristjánsson

16.4.2018 Z-listi Sólar í Skaftárhreppi

Framboðslisti Sólar í Skaftárhreppi er kominn fram. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi listans leiðir hann líkt og í síðustu kosningum. Listinn í heild er þannig:

1.Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi 6. Rannveig Ólafsdóttir, náttúrufræðingur og bóndi
2. Arndís Jóhanna Harðardóttir, bóndi 7. Lilja Magnúsdóttir, íslenskufræðingur
3. Jóna Björk Jónsdóttir, líffræðingur 8. Þórdís Bjarnleifsdóttir, bóndi
4. Gústaf B. Pálsson, verktaki 9. Sigurður Arnar Sverrisson, bifvélavirkjameistari
5. Kristbjörg Hilmarsdóttir, bóndi og ferðþjónustubóndi 10.Hilmar Gunnarsson, ellilífeyrisþegi

16.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði er kominn fram. Listann leiðir Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri og varasveitarstjórnarfulltrúi. Listinn er þannig skipaður:

1. Gísli Sigurðsson 10.Guðlaugur Skúlason
2. Regína Valdimarsdóttir 11.Snæbjört Pálsdóttir
3. Gunnsteinn Björnsson, sveitarstjórnarmaður 12.Jón Grétar Guðmundsson
4. Elín Árdís Björnsdóttir 13.Steinunn Gunnsteinsdóttir
5. Haraldur Þór Jóhannesson 14.Herdís Fjeldsted
6. Ari Jóhann Sigurðsson 15.Jón Daníel Jónsson
7. Guðný Axelsdóttir 16.Ebba Kristjánsdóttir
8. Jóel Þór Árnason 17.Bjarni Haraldsson
9. Steinar Gunnarsson 18.Sigríður Svavarsdóttir, sveitarstjórnarmaður

16.4.2018 A-listinn í Húnavatnshreppi

Framboðslisti A-listi Framtíðar í Húnavatnshreppi var lagður fram í gærkvöldi. A-listinn er með fjóra af sjö sveitarstjórnarmönnum í hreppnum. Listinn er þannig:

1. Jón Gíslason, sveitarstjórnarmaður 8. Björn Benedikt Sigurðsson
2. Berglind Hlín Baldursdóttir 9. Guðrún Sigurjónsdóttir
3. Jóhanna Magnúsdóttir, sveitarstjórnarmaður 10.Egill Herbertsson
4. Þorleifur Ingvarsson, sveitarstjórnarmaður 11.Hjálmar Þ. Ólafsson
5. Pálmi Gunnarsson 12.Sigurjón Guðmundsson
6. Guðrún Erla Hrafnsdóttir 13.Bjarni Ingólfsson
7. Renate Janine Kemnitz 14.Björn Magnússon

16.4.2018 E-listinn í Húnavatnshreppi

Framboðslisti E-listans Nýs afls í Húnvatnshreppi var samþykktur í gærkvöldi. Þóra Sverrisdóttir leiðir listann áfram en framboðið hefur þrjá af sjö sveitarstjórnarmönnum í Húnavatnshreppi. Listinn er þannig skipaður:

1. Þóra Sverrisdóttir, sveitarstjórnarmaður 8. Sigurður Árnason
2. Jón Árni Magnússon 9. Maríanna Þorgrísmdóttir
3. Ingibjörg Sigurðardóttir 10.Haukur Suska Garðarsson
4. Birgir Þór Haraldsson 11.Þorbjörg Pálsdóttir
5. Kristín Rós Sigurðardóttir 12.Guðmann Ásgeir Halldórsson
6. Magnús Sigurjónsson 13.Maríanna Gestsdóttir
7. Ragnheiður L. Jónsdóttir 14.Jakob Sigurjónsson. Sveitarstjórnarmaður

15.4.2018 Íris Róbertsdóttir leiðir lista Fyrir Heimaey

Íris Róbertsdóttir leiðir lista bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum. Þetta kom fram á facebooksíðu Írisar í dag. Hún hefur gengt ýmsum trúnaðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

15.4.2018 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra fór fram í gær. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri mun leiða listann en hann sóttist einn efsta sætinu. Úrslit urðu þessi:

Sjálfstæðisflokkur – prófkjör Atkv. Hlutfall Sóttist eftir
1. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri 208 82,21% í 1.sætið 1.sæti
2. Björk Grétarsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi 168 66,40% í 1.-2.sæti 2.sæti
3. Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri og svetiarstjórnarfulltrúi 105 41,50% í 1.-3.sæti 2.-4.sæti
4. Hjalti Tómasson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar 125 49,41% í 1.-4. sæti 3.-5.sæti
5. Helga Fjóla Guðnadóttir, heilbrigðisstarfsmaður 108 42,69% í 1.-5.sæti 5.-6.sæti
6. Hugrún Pétursdóttir, nemi 126 49,80% í 1.-6.sæti 3.-4.sæti
7. Hrafnhildur Valgarðsdóttir, grunnskólakennari 154 60,87% í 1.-7.sæti 2.-3.sæti
Aðrir:
Heimir Hafsteinsson, umsjónarmaður fasteigna 2.sæti
Ína Karen Markúsdóttir, deildarstjóri 5.sæti
Sindri Snær Bjarnason, sundlaugarvörður 4.-5.sæti
Sævar Jónsson, húsasmíðameistari 2.-4.sæti
Gild atkvæði voru 253

14.4.2018 Héraðslistinn mun bjóða fram

Héraðslistinn á Fljótsdalshéraði mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Tillaga stjórnar félagsins um að bjóða ekki fram var felld á aðalfundi félagsins í dag og þess í stað skipuð uppstillingarnefnd til að manna framboðslistann .

13.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokks og óháðra í Bolungarvík

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Bolungarvík hefur verið birtur. Tveir af fjórum bæjarfulltrúm flokksins leiða listann en framboðið er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Bolungarvíkur. Listinn er þannig:

1. Baldur Smári Einarsson, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi 8. Einar Guðmundsson, skipstjóri
2. Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri og bæjarfulltrúi 9. Oddur Andri Thomasson Ahrens, rekstrarstjóri
3. Katrín Pálsdóttir, viðskiptastjóri 10.Viktoría Kr. Guðbjartsdóttir, fjármála- og skrifstofustjóri
4. Kristján Jón Guðmundsson, rekstrarstjóri 11.Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, viðskiptafræðingur
5. Birgir Örn Birgisson, rafvirki 12.Bjarki Einarsson, sjómaður
6. Kristín Ósk Jónsdóttir, sálfræðinemi 13.Hulda Birna Albertsdóttir, sérfræðingur
7. Helga Svandís Helgadóttir, kennari 14.Jón Guðni Pétursson, skipstjóri

13.4.2018 Listi Samstöðu í Eyjafjarðarsveit

Framboðslisti Samstöðu í Þingeyjarsveit er kominn fram en framboðið er með fimm af sjö fulltrúum í sveitarstjórn. Listinn í heild er þannig:

1. Arnór Benónýsson, framhaldsskólakennari og oddviti 8. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi
2. Margrét Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi 9. Nanna Þórhallsdóttir, grunnskólakennari
3. Árni Pétur Hilmarsson, grunnskólakennari og sveitarstjórnarfulltrúi 10.Katla Valdís Ólafsdóttir, grunnskólakennari
4. Helga Sveinbjörnsdóttir, verkfræðingur 11.Ingibjörg Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur
5. Ásvaldur Æ. Þormóðsson, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi 12.Jón Þórólfsson, verktaki
6. Einar Örn Kristjánsson, vélfræðingur 13.Vagn Sigtryggsson, bóndi
7. Friðrika Sigurgeirsdóttir, bóndi 14.Ólína Arnkelsdóttir, bóndi

13.4.2018 F-listinn í Eyjafjarðarsveit

Framboðslisti F-listans í Eyjafjarðarsveit er kominn fram. Listinn er leiddur af tveimur af fjórum sveitarstjórnarmönnum framboðsins sem hefur hreinan meirihluta. Listinn er þannig skipaður:

1. Jón Stefánsson, byggingariðnfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi 8. Hafdís Inga Haraldsdóttir, framhaldsskólakennari
2. Halldóra Magnúsdóttir, leikskólakennari og sveitarstjórnarfulltrúi 9. Tryggvi Jóhannsson, bóndi
3. Linda Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur 10.Jóhannes Ævar Jósson,bóndi
4. Hermann Gunnarsson, bóndi 11.Líf K. Angelica Ármannsdóttir, nemi
5. Rósa Margrét Húnadóttir, þjóðfræðingur 12.Hulda Magnea Jónsdóttir, kennari
6. Karl Jónsson, framkvæmdastjóri 13.Sigmundur Guðmundsson, lögmaður
7. Hákon Bjarki Harðarson, bóndi 14.Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi

13.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er kominn fram. Efstu sex sætin eru í samræmi við úrslit í prófkjöri flokksins. Listinn er þannig skipaður:

1. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs 12.Einar Freyr Bergsson, framhaldsskólanemi
2. Kristinn Andersen, verkfræðingur og bæjarfulltrúi 13.Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir, framhaldsskólanemi
3. Ólafur Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi 14.Guðv. Björgvin Fannberg Ólafsson, ráðgjafi
4. Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi 15.Kristjana Ósk Jónsdóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri
5. Kristín Thoroddsen, varabæjarfulltrúi og flugfreyja 16.Rannveig Klara Matthíasdóttir, nemenda- og kennsluráðgjafi
6. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri 17.Arnar Eldon Geirson, skrifstofu- og kennsluráðgjafi
7. Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi 18.Vaka Dagsdóttir, lagaemi
8. Lovísa Björg Traustadóttir, iðnrekstrarfræðingur og meistaranemi 19.Örn Tryggvi Johnsen, rekstrarstjóri
9. Magnús Ægir Magnússon, rekstrarhagfræðingur 20.Jón Gestur Viggósson, skrifstofumaður
10.Bergur Þorri Benjamínsson, form. Sjálfsbjargar 21.Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, form.Bandalags kvenna Hafnarf.
11.Tinna Hallbergsdóttir, gæðafulltrúi og meistaranemi 22.Sigrún Ósk Ingadóttir, eigandi Kerfis ehf.

13.4.2018 Listi Framsóknarflokks í Grindavík

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Grindavík var kynntur í gærkvöldi. Listann leiðir Sigurður Óli Þórleifsson og í öðru sæti er Ásrún Helga Kristinsdóttir bæjarfulltrúi. hinn bæjarfullrúi flokksins, Páll Jóhann Pálsson bæjarfulltrúi,  færist niður í níunda sæti. Listinn er þannig skipaður:

1. Sigurður Óli Þórleifsson, sölustjóri 8. Valgerður Jennýardóttir, leiðbeinandi
2. Ásrún Helga Kristinsdóttir, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi 9. Páll Jóhann Jónsson, útgerðarmaður, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður
3. Guðmundur Grétar Karlsson, framhaldsskólakennari 10.Margrét Önundardóttir, grunnskólakennari
4. Þórunn Erlingsdóttir, íþróttafræðingur og kennari 11.Björgvin Björgvinsson, húsasmíðameistari
5. Anton Kristinn Guðmundsson, matreiðslumeistari 12.Theodóra Káradóttir, flugfreyja
6. Justyna Gronek, gæðastjóri 13.Friðrik Björnsson, rafvirkjameistari
7. Hallur Gunnarsson, form.Minja- og sögufélags Grindavíkur 14.Kristinn Haukur Þórhallsson, eldri borgari

13.4.2018 Listi Vinstri grænna í Reykjanesbæ

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjanesbæ var lagður fram í gærkvöldi. Dagný Alda Steinsdóttir leiðir listann. Flokkurinn bauð ekki fram í kosningunum 2014 í Reykjanesbæ en í kosningunum 2010 hlaut flokkurinn tæp 5% og var nokkuð frá því að fá kjörinn fulltrúa. Listinn í heild er þannig:

1. Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt 12.Gunnar Marel Eggertsson, skipasmíðameistari
2. Áslaug Bára Loftsdóttir, verkefnastjóri 13.Ása Rakel Ólafsdóttir, þjónustufulltrúi
3. Þórarinn Steinsson, yfirverkstjóri 14.Guðbjörg Skjaldardóttir, sérfræðingur
4. Ragnhildur Guðmundsdóttir, kennari og námsráðgjafi 15.Sigurður Guðjón Sigurðsson, verkefnastjóri
5. Karl Hermann Gunnarsson, tæknifræðinemi 16.Ægir Sigurðsson, jarðfræðingur
6. Linda Björk Kvaran, líffræðingur 17.Þórunn Friðriksdóttir, félagsfræðingur
7. Pálmi Sturluson, öryrki 18.Hólmar Tryggvason, húsasmíðameistari
8. Oddný Svava Steinarsdóttir, nemi 19.Ragnar Þór Ágústsson, kennari á eftirlaunum
9. Þorvarður Brynjólfsson, læknir 20.Agnar Sigurbjörnsson, verkamaður
10.Júlíus Júlíusson, félagsliði 21.Gunnar Sigurbjörn Auðunsson, verkamaður og bóndi
11.Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður 22.Ólafur Ingimar Ögmundsson, bílstjóri

13.4.2018 Listi Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Fjarðabyggð var lagður fram í gærkvöldi. Efstu sæti listans skipa þrír bæjarfulltrúar flokksins. Listinn í heild er þannig skipaður:

1. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar 10.Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi
2. Pálína Margeirsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari 11.Guðfinna Erlín Stefánsdóttir, forstöðumaður
3. Hulda Sigrún Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og ritari 12.Bjarki Ingason, framleiðslustarfsmaður og nemi
4. Jón Kristinn Arngrímsson, matráður 13.Gunnlaugur Ingólfsson, bóndi
5. Ívar Dan Arnarson, vélstjóri 14.Elsa Guðjónsdóttir, sundlaugarvörður
6. Ingólfur Finnsson, bifvélavirki 15.Þórhallur Árnason, varðstjóri
7. Aðalbjörg Guðbrandsdóttir, húsmóðir 16.Svanhvít Aradóttir, þroskaþjálfi
8. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri 17.Sævar Arngrímsson, skipuleggjandi viðhalds
9. Elva Bára Indriðadóttir, leiðbeinandi 18.B. Guðmundur Bjarnson, verkstjóri

12.4.2018 G-listi Grindvíkinga

Framboðslisti G-lista Grindvíkinga hefur verið lagður fram. Kristín María Birgisdóttir bæjarfulltrúi flokksins leiðir listann. Listinn er þannig skipaður:

1. Kristín María Birgisdóttir, kennari og form.bæjarráðs 8. Steinberg Reynisdóttir, iðnaðarmaður
2. Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, tryggingaráðgjafi og viðskiptafræðingur 9. Angela Björg Steingrímsdóttir, nemi
3. Aníta Björk Sveinsdóttir, sjúkraliði og nemi 10.Þórir Sigfússon, bókari
4. Gunnar Baldursson, sjúkraflutningamaður 11.Steinunn Gestsdóttir, starfsmaður í dagdvöl aldraðra
5. Þórunn Alda Gylfadóttir, kennsluráðgjafi 12.Steingrímur Kjartansson, sjómaður
6. Guðjón Magnússon, pípulagningamaður og starfsmaður öryggisþjónustu 13.Guðveig Sigurðardóttir, húsmóðir og eldri borgari
7. Sigríður Gunnarsdóttir, kennari 14.Lovísa Larsen, framhaldsskólakennari

12.4.2018 Fyrir Heimaey býður fram í Vestmannaeyjum

Á stofnfundi bæjarmálafélagsins „Fyrir Heimaey“ var ákveðið að bjóða fram í komandi bæjarstjórnarkosningum. Jafnframt kemur fram í fréttum að skorað hafi verið á Írisi Róbertsdóttur sem gengt hefur trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leiða framboðið. Boðað er að framboðslistinn verði kynntur 22. apríl n.k.

12.4.2018 Viðreisn og Björt framtíð ekki saman í Hafnarfirði

Í framhaldi af átökum innan bæjarstjórnarhóps Bjartar framtíðar í Hafnarfirði og þess að fyrrverandi bæjarfulltrúar flokksins boða sérstakt framboð hefur Viðreisn ákveðið að bjóða fram eigin lista en ekki með Bjartri framtíð eins og áður hafði verið ákveðið.

12.4.2018 Sveinn Óskar leiðir Miðflokkinn og óháða í Mosfellsbæ

Sveinn Óskar Sigurðsson mun leiða framboðslista Miðflokksins og óháða í Mosfellsbæ. Sveinn Óskar var á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017 og 2016 en hann sóttist eftir 3.-4.sæti í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar 2016.

12.4.2018 Nýtt framboð í Fjallabyggð

Á vefnum Héðinsfjörður.is er tilkynning frá Jóni Valgeiri Baldurssyni um að unnið sé að nýju framboði sem verði breiður listi fólks úr öllum áttum eins og segir í tilkynningunni. Gert er ráð fyrir að kynna listann á næstu dögum. Jón Valgeir var annar maður á lista Framsóknarflokksins í Fjallabyggð í síðustu sveitarstjórnarkosningum og sitjandi bæjarfulltrúi. Áður hafa Sjálfstæðisflokkur og listi Betri Fjallabyggðar verið kynntir.

12.4.2018 Fimm efstu hjá Alþýðufylkingunni í Reykjavík

Alþýðufylkingin í Reykjavík hefur birt fimm efstu sætin á framboðslista sínum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Alþýðufylkingin bauð fram í kosningunum 2014 og hlaut þá 0,40% gildra atkvæða. Fimm efstu sætin skipa:

1. Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður
2. Tamila Gámez Garcell, kennari
3. Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi
4. Claudia Overesch, skrifstofumaður
5. Gunnar Freyr Rúnarsson, sjúkraliði

12.4.2018 Nýtt framboð í undirbúningi í Hafnarfirði

Áhugafólk um betri bær vinnur að undirbúningi fyrir nýtt framboð í Hafnarfirði fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. Í frétt á Fjarðarpóstinum segir að framboðið sé ótengt hefðbundnum stjórnmálaflokkum. Meðal þeirra sem standa að framboðinu eru bæjarfulltrúarnir Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birkir Einarsson sem sögðu sig úr Bjartri framíð á dögunum. Í sjö manna undirbúningshópi framboðsins voru sex á lista Bjartrar framtíðar í síðustu sveitarstjórnarkosningum og því hægt að líta á framboðið sem klofning úr Bjartri framtíð.

12.4.2018 J-listinn í Sandgerði og Garði

Framboðslisti J-listans nýs bæjarmálafélags í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs er kominn fram. Efsta sætið skipar Ólafur Þór Ólafsson forseti bæjarstjórnar Sandgerðis sem kjörinn var af lista Samfylkingarinnar og óháðra borgara í kosningunum 2014. Í öðru sæti er Laufey Erlendsdóttir í Garði og í þriðja sæti Fríða Stefánsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra borgara í Sandgerði. Þá hafa einstaklingarnir í fimmta og sjötta sæti einnig verið á lista Samfylkingarinnar og óháðra borgara í Sandgerði. Listinn í heild er þannig skipaður:

1. Ólafur Þór Ólafsson, stjórnsýslufræðingur og forseti bæjarstjórnar 10.Sverrir Rúts Sverrisson, verslunarstjóri
2. Laufey Erlendsdóttir, íþróttafræðingur og meistaranemi 11.Sigrún Halldórsdóttir, húsmóðir
3. Fríða Stefánsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi 12.Rúnar Þór Sigurgeirsson, nemi
4. Vitor Hugo Eugenio, fiskeldisfræðingur og tónmenntakennari 13.Fanný Þórsdóttir, söngkona
5. Katrín Pétursdóttir, flugfreyja 14.Vilhjálmur Axelsson, matreiðslumaður
6. Kristinn Halldórsson, blikksmíðameistari 15.Atli Þór Karlsson, starfsmaður í flugvallaþjónustu
7. Una María Bergmann, hjúkrunarfræðingur 16.Sigurbjörg Ragnarsdóttir, vaktstjóri
8. Rakel Ósk Eckard, þroskaþjálfi 17.Júlía Rut Sigursveinsdóttir, nemi
9. Hrafn A. Harðarson, skáld 18.Eiríkur Hermannsson, sagnfræðingur

11.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum var kynntur í kvöld. Efsta sætið skipar Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi. Elliði Vignisson bæjarstjóri sem leitt hefur listann færist niður í fimmta sætið og þá færist Páll Marvin Jónsson bæjarfulltrúi niður í áttunda sætið. Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum er með fimm af sjö bæjarfulltrúum og hreinan meirihluta.

1. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari og bæjarfulltrúi 8. Páll Marvin Jónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
2. Helga Kristín Kolbeins, skólameistari 9. Andrea Guðjóns Jónasdóttir, sjúkraliði
3. Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 10.Gísli Stefánsson, æskulýðsfulltrúi
4. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri 11.Agnes Stefánsdóttir, framhaldsskólanemi
5. Elliði Vignisson, bæjarstjóri og bæjarfulltrúi 12.Vignir Arnar Svafarsson, sjómaður
6. Margrét Rós Ingólfsdóttir, félagsfræðingur og varabæjarfulltrúi 13.Klaudia Beata Wróbel, nemi og túlkur
7. Sigursveinn Þórðarson, svæðisstjóri 14.Bragi Ingiberg Ólafsson, eldri borgari

11.4.2018 Listi Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi

Framboðslisti Bjartrar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi er kominn fram. Áður höfðu tvö efstu sæti listans verið kynnt. Listann leiðir Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Bjartar framtíðar og í öðru sæti er Einar Þorvarðarson frá Viðreisn.

1. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, form.bæjarráðs og lögfræðingur 12.Sigvaldi Einarsson, fjármálaráðgjafi
2. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri 13.Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, lögregluþjónn
3. Ragnhildur Reynisdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnmálafr. 14.Ólafur Árnason Klein, laganemi og form.miðstjórnar Uppreisnar
4. Hreiðar Oddsson, grunnskólakennari 15.Valéna Kretovicová, barnahjúkrunarfræðingur
5. Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri og stjórnmálafr. 16.Elvar Bjarki Helgason, viðskiptafræðingur
6. Friðrik Sigurðsson, flugrekstrarfr.og fv.sveitarstjórnarm.Norðurþ. 17.Fjóla Borg Svavarsdóttir, grunnskólakennari
7. Margrét Ágústsdóttir, viðskiptastjóri 18.Kristín Sverrisdóttir, grunnskólakennari og þjálfari
8. Guðlaugur Þór Ingvason, sölumaður og nemi 19.Sigríður Sía Þórðardóttir, tölvunarfræðingur og forstöðumaður
9. Auður Sigrúnardóttir, MA í klínískri sálfræði og verkefnastjóri 20.Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur
10.Andrés Pétursson, sérfræðingur 21.Ragnheiður Bóasdóttir, sérfræðingur
11.Soumia I. Georgsdóttir, viðskiptafræðingur og atvinnurekandi 22.Theódór Júlíusson, leikari

11.4.2018 Vilborg víkur af lista Miðflokksins

Vilborg G. Harðadóttir sem skipaði 2.sæti Miðflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar hefur vikið af listanum og hætt afskiptum af stjórnmálum. Þetta kemur fram á Eyjunni. Næstu menn færast við þetta upp um eitt sæti. Unnið er að fullmanna 46 manna lista.

11.4.2018 Flóalistinn í Flóahreppi

Framboðslisti Flóalistans í Flóahreppur hefur verið birtur. Listinn hlaut þrjá af fimm sveitarstjórnarmönum í síðustu kosningum og hreinan meirihluta. Listann leiðir Árni Eiríksson oddviti Flóahrepps. Listinn er þannig:

1. Árni Eiríksson, oddviti og verkefnisstjóri 6. Walter Fannar Kristjánsson, dreifingarstjóri
2. Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri 7. Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir, grunnskólakennari
3. Margrét Jónsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður 8. Helgi Sigurðsson, verktaki og bóndi
4. Stefán Geirsson, bóndi 9. Ingunn Jónsdóttir, verkefnastjóri
5. Hulda Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri 10.Bjarni Stefánsson, bóndi

11.4.2018 Listi Samstöðu á Grundarfirði

Framboðslisti Samstöðu í Grundarfirði hefur verið birtur. Listann leiðir Hinrik Konráðsson sveitarstjórnarfulltrúi. Listi Samstöðu hefur 4 sveitarstjórnarfulltrúa og hreinan meirihluta í sveitarstjórn Grundarfjarðarbæjar. Listinn er þannig skipaður:

1. Hinrik Konráðsson, sveitarstjórnarmaður 8. Loftur Árni Björgvinsson
2. Sævör Þorvarðardóttir 9. Ragnheiður Dröfn Benediktsdóttir
3. Garðar Svansson 10.Sigurborg Knarran Ólafsdóttir
4. Berghildur Pálmadóttir, sveitarstjórnarmaður 11.Elsa Fanney Grétarsdóttir
5. Vignir Smári Maríasson 12.Helena María Jónsdóttir Stolzenwald
6. Signý Gunnarsdóttir 13.Inga Gyða Bragadóttir
7. Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir 14.Sólrún Guðjónsdóttir

11.4.2018 Á-listinn á Héraði býður ekki fram

Í frétt á austurfrett.is kemur fram Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði muni ekki bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta er haft eftir Gunnari Jónssyni oddvita listans.  Listinn bauð fyrst fram árið 2004 í kjölfar sameiningar og hlaut þá einn mann í sveitarstjórn en hefur haft tvo menn frá 2006.

10.4.2018 Listi Framsóknarflokks og óháðra í Árborg

Framboðslisti Framsóknarflokks og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg var kynntur í kvöld. Áður höfðu þrjú efstu sætin verið kynnt en Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listann. Listinn í heild er þannig:

1. Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi og svæðisstjóri 10.Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri
2. Sólveig Þorvalsdóttir, verkfræðingur 11.Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og meistaranemi
3. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri 12.Páll Sigurðsson, skógfræðingur
4. Gunnar Rafn Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari 13.Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri
5. Inga Jara Jónsdóttir, meistaranemi 14.Þórir Haraldsson, lögfræðingur
6. Gísli Gíslason, húsasmíðameistari 15.Gunnar Einarsson, rafvirkjameistari
7. Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður 16.María Hauksdóttir, ferðaþjónustu- og kúabóndi
8. Guðmundur Guðmundsson, fv.sviðsstjóri 17.Hjörtur Þórarinsson, kennari og fv.framkvæmdastjóri
9. Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur 18.Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur og varabæjarfulltrúi

10.4.2018 Listi Samfylkingar og óháðra í Borgarbyggð

Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Borgarbyggð var samþykktur í kvöld. Listann leiðir Magnús Smári Snorrason annar af tveimur sveitarstjórnarmönnum flokksins. Listinn er þannig skipaður:

1. Magnús Smári Snorrason, sveitarstjórnarfulltrúi 10.Inga Björk Margrét Bjarnadóttir, baráttukona
2. María Júlía Jónsdóttir, hársnyrtimeistari 11.Ívar Örn Reynisson, framkvæmdastjóri
3. Logi Sigurðsson, sauðfjárbóndi 12.Guðrún Björk Friðriksdóttir, viðskiptafræðingur og verkefnastjóri
4. Margrét Vagnsdóttir, sérfræðingur 13.Jóhannes Stefánsson, húsasmiður
5. Guðmundur Karl Sigríðarson, framkvæmdastjóri 14.Kristín Frímannsdóttir, grunnskólakennari
6. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi 15.Haukur Valsson, slökkviliðsmaður og sjúkraflutningamaður
7. Jón Arnar Sigurþórsson, varðstjóri 16.Ingigerður Jónsdóttir, eftirlaunaþegi
8. Dagbjörg Diljá Haraldsdóttir, nemi 17.Sveinn G. Hálfdánarson, fv.form.Stéttarfélags Vesturlands
9. Sölvi Gylfason, kennari og knattspyrnuþjálfari 18. Geirlaug Jóhannsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi

10.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Hornafirði

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Hornafirði var samþykktur í dag. Listann leiðir Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri annar af tveimur bæjarfulltrúum flokksins í sveitarfélaginu. Listinn í heild er þannig skipaður:

1. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri 8. Lovísa Rósa Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
2. Guðbjörg Lára Sigurðardóttir, eigandi Urtu 9. Jón Guðni Sigurðsson, nemi
3. Páll Róbert Matthíasson, útibússtjóri 10.Jörgína E. Jónsdóttir, afgreiðslukona
4. Bryndís Björk Hólmarsdóttir, sjálfstætt starfandi í sjávarútvegi 11.Sigurður Ólafsson, skipstjóri
5. Stefanía Sigurjónsdóttir, þroskaþjálfanemi og sjálfstætt starfandi 12.Sædís Ösp Valdemarsdóttir, verkefnastjóri
6. Jón Áki Bjarnason, framkvæmdastjóri 13.Björk Pálsdóttir, viðurkenndur bókari
7. Jón Malmquist Einarsson, bóndi 14.Einar Karlsson, fv.sláturhússtjóri

10.4.2018 L-listi óháðra í Rangárþingi eystra

Framboðslisti L-lista óháðra í Rangárþingi eystra er kominn fram. Listann leiðir Christiane Bahner sveitarstjórnarfulltrúi listans en hann er annars þannig skipaður:

1. Christiane Bahner, lögmaður og sveitarstjórnarfulltrúi 8. Tómas Birgir Magnússon, leiðsögumaður
2. Arnar Gauti Markússon, leiðsögumaður 9. Sara Ástþórsdóttir, bóndi
3. Anna Runólfsdóttir, verkfræðingur og bóndi 10.Magnús Benónýsson, öryrki
4. Guðmundur Ólafsson, lífrænn bóndi 11.Aníta Tryggvadóttir, íþróttafræðingur
5. Þuríður Ólafsdóttir, grunnskólakennari 12.Kristján Guðmundsson, fv.lögreglumaður
6. Guðgeir Óskar Ómarsson, leikskólaleiðbeinandi 13.Sigurmundur Páll Jónsson, verkefnastjóri
7. Eyrún Guðmundsdóttir, íþróttaþjálfari og bóndi 14.Hallur Björgvinsson, ráðgjafi

9.4.2018 Listi sjálfstæðismanna í Skaftárhreppi

Framboðslisti sjálfstæðismanna í Skaftárhreppi er kominn fram. Í tveimur efstu sætunum er sveitarstjórnarmenn flokksins. Listinn er þannig skipaður:

1. Eva Björk Harðardóttir, framkvæmdastjóri og oddviti Skaftárhrepps 6. Sveinn Hreiðar Jensson, hótelstjóri
2. Bjarki V. Guðnason, vélvirki og sveitarstjórnarmaður 7. Davíð Andri Agnarsson, bóndi
3. Katrín Gunnarsdóttir, grunnskólakennari 8. Rúnar Þ. Guðnason, bóndi
4. Jón Hrafn Karlsson, ferðaþjónustubóndi 9. Ólafur Björnsson, fv.bóndi
5. Unnur Blandon, stuðningsfulltrúi 10.Rannveig Bjarnadóttir, skrifstofumaður

9.4.2018 Listi 3.framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði

Framboðslisti 3. framboðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði er kominn fram. Listann leiðir annar bæjarfulltrúi framboðsins, Sæmundur Helgason. Listinn er þannig skipaður:

1. Sæmundur Helgason, grunnskólakennari og form.bæjarráðs 8. Þórey Bjarnadóttir, bóndi
2. Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður 9. Barði Barðason, viðskiptafræðingur
3. Hjálmar Jens Sigurðsson, sjúkraþjálfari 10.Þórgunnur Þórsdóttir, safnvörður
4. Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi og leiðbeinandi 11.Elínborg Rabanes, starfsmaður í apóteki
5. Sigurður Einar Sigurðsson, vélstjóri 12.Ragnar Logi Björnsson, vélstjóri
6. Samir Mesetovic, fótboltaþjálfari 13.Eiríkur Sigurðsson, fv.mjólkurbússtjóri
7. Hlíf Gylfadóttir, framhaldsskólakennari 14.Guðrún Ingimundardóttir, heilbrigðisstarfsmaður

9.4.2018 Á-listi Áfram Árborg

Á-listi Áfram Árborg sem er sameiginlegt framboð Viðreisnar, Pírata og óháðra hefur birt sex efstu sætin. Listann leiðir Sigurjón Vídalín Guðmundsson (Viðreisn), í öðru sæti er Álfheiður Eymarsdóttir (Píratar), í þriðja sæti er Sigurður Á. Hreggviðsson (Píratar), í fjórða sæti Guðfinna Gunnarsdóttir (Björt framtíð), í því fimmta Gunnar E. Sigurbjörnsson (Píratar) og í sjötta sæti er Ingunn Guðmundsdóttir (Viðreisn) fv.bæjarfulltrúi.

8.4.2018 Óslistinn á Blönduósi

Framboðslisti Óslistans í Blönduósbæ var kynntur í kvöld. Hann er þannig skipaður:

1. Anna Margrét Sigurðardóttir, fv.bæjarfulltrúi 8. Steinunn Hulda Magnúsdóttir
2. Gunnar Tr. Halldórsson 9. Katharina Schneider
3. Birna Ágústsdóttir 10.Heimir Hrafn Garðarsson
4. Jón Örn Stefánsson 11.Helga Margrét Sigurjónsdóttir
5. Þórarinn Bjarki Benediktsson 12.Magnús Valur Ómarsson
6. Agnar Logi Eiríksson 13.Þórdís Hjálmarsdóttir
7. Valgerður Hilmarsdóttir 14.Brynhildur Erla Jakobsdóttir

8.4.2018 Kvennaframboð í Reykjavík

Í tilkynningu sem senda var á fjölmiðla í dag er boðað að Kvennaframboð muni bjóða fram lista við komandi borgarstjórnarkosningar. Fram kemur að 14. apríl n.k. verði haldinn framhaldsstofnfundur Kvennaframboðsins.

Búast má því við fjórtán framboðum fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þau eru Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Viðreisn og Höfuðborgarlistinn sem hafa birt lista, Miðflokkurinn, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Píratar og Frelsisflokkurinn sem birt hafa efstu sætin og Alþýðufylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Kvennaframboð.

8.4.2018 Listi Framsóknarflokks á Fljótsdalshéraði

Framboðslisti Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði var samþykktur í kvöld. Listann leiða tveir af þremur bæjarfulltrúum flokksins. Listinn í heild er þannig:

1. Stefán Bogi Sveinsson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi 10.Ásgrímur Ásgrímsson, öryggisstjóri
2. Gunnhildur Ingvarsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi 11.Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, leikskólakennari
3. Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi 12.Björn Hallur Gunnarsson, verktaki
4. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur og varabæjarfulltrúi 13.Valgeir Sveinn Eyþórsson, starfsmaður
5. Benedikt Hlíðar Stefánsson, vélatæknifræðingur 14.Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri
6. Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri 15.Guðmundur Björnsson Hafþórsson, málarameistari og sölumaður
7. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðingur 16.Magnús Karlsson, bóndi
8. Einar Tómas Björnsson, framreiðslustarfsmaður 17.Sólrún Hauksdóttir, bóndi
9. Jón Björgvin Vernharðsson, bóndi og verktaki 18.Guðmundur Þorleifsson, heldri borgari

8.4.2018 Listi Eyjalistans í Vestmannaeyjum

Framboðslisti Eyjalistans í Vestmannaeyjabæ var kynntur í kvöld. Framboðið hlaut í síðustu kosningunum tvo bæjarfulltrúa af sjö. Listinn er eftirfarandi:

1. Njáll Ragnarsson, sérfræðingur 8. Haraldur Bergvinsson
2. Helga Jóhanna Harðardóttir, grunnskólakennari 9. Anton Eggertsson
3. Stefán Óskar Jónasson, verkstjóri og bæjarfulltrúi 10.Hafdís Ástþórsdóttir
4. Arna Huld Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur 11.Jónatan Guðni Jónsson, grunnskólakennari
5. Nataliya Ginzhul 12.Drífa Þöll Arnardóttir, bókavörður
6. Guðjón Örn Sigtryggsson, bílstjóri 13.Guðlaugur Friðþórsson
7. Lára Skæringsdóttir, grunnskólakennari 14.Sólveig Adólfsdóttir

8.4.2018 Í-listinn í Ísafjarðarbæ

Í-listinn í Ísafjarðarbæ var kynntur í gær. Í-listinn hlaut hreinan meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í síðustu kosningum, fimm af níu fulltrúum. Arna Lára Jónsdóttir bæjarfulltrúi leiðir listann áfram. Aron Guðmundsson kemur nýr inn í annað sætið en bæjarfulltrúarnir Nanný Arna og Sigurður Hreinsson skipa þriðja og fjórða sætið. Þórir Guðmundsson er í fimmta sætinu sem hlýtur að teljast baráttusæti listans. Hinir tveir bæjarfulltrúarnir færast niður í sjötta og áttunda sætið. Listinn í heild er þannig:

1. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi 10.Guðmundur Karvel Pálsson
2. Aron Guðmundsson 11.Baldvina Karen Gísladóttir
3. Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi 12.Magnús Einar Magnússon
4. Sigurður Hreinsson, bæjarfulltrúi 13.Agnieszka Tyka
5. Þórir Guðmundsson 14.Gunnar Jónsson
6. Gunnhildur Elíasdóttir, bæjarfulltrúi 15.Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir
7. Sunna Einarsdóttir 16.Inga María Guðmunsdóttir
8. Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi 17.Guðmundur Magnús Kristjánsson
9. Auður Ólafsdóttir 18.Svanhildur Þórðardóttir

8.4.2018 Efstu menn Miðflokksins í Fjarðabyggð

Stofnfundur Miðflokksfélagsins í Fjarðabyggð fór fram í gær. Á fundinum voru kynntir tveir efstu menn á lista flokksins í sveitarfélaginu. Rúnar Gunnarsson mun leiða listann en Guðmundur Þorgrímsson verður í öðru sæti.

7.4.2018 Fimm efstu hjá Frjálsu afli í Reykjanesbæ

Á-listi Frjáls afls  í Reykjanesbæ birti í kvöld fimm efstu sæti framboðslista síns fyrir komandi kosningar. Í efsta sæti er Gunnar Þórarinsson annar tveggja bæjarfulltrúa framboðsins. Efstu sætin skipa eftirtaldir:

1. Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi
2. Jasmina Crnac
3. Íris Kristjásndóttir
4. Alexander Ragnarsson
5. Rósa Björk Ágústsdóttir

7.4.2018 Þrjú efstu hjá Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík

Íslenska þjóðfylkingin hefur birt þrjú efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Þau skipa Guðmundur Karl Þorleifsson formaður flokksins, Hjördís Bech Ásgeirsdóttir félagsliði og Jens G. Jensson skipstjóri.

6.4.2018 Tíu efstu hjá Flokki fólksins í Reykjavík

Flokkur fólksins hefur birt tíu efstu sætin á framboðslista sínum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Listann leiðir Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur en var áður virk í Sjálfstæðisflokknum og m.a. á listum flokksins til alþingis. Í öðru sæti er Karl Berndsen hárgeiðslumeistari. Tíu efstu sætin eru þannig skipuð:

1. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur 6. Rúnar Sigurjónsson, vélvirki
2. Karl Berndsen, hágreiðslumeistari 7. Hjördís Björg Kristinsdóttir, sjúkraliði
3. Ásgerður Jóna Flosadóttir, form.Fjölskylduhjálpar Íslands 8. Þráinn Óskarsson, framhaldsskólakennari
4. Þór Elís Pálsson, kvikmyndaleikstjóri 9. Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
5. Halldóra Gestsdóttir, hönnuður 10.Birgir Jóhann Birgisson, tónlistarmaður

6.4.2018 Geir Þorsteinsson leiðir lista Miðflokksins í Kópavogi

Geir Þorsteinsson fv.formaður Knattspyrnusambands Íslands mun leiða lista Miðflokksins í Kópavogi.

6.4.2018 Listi Betri Fjallabyggðar

Framboðslisti Betri Fjallabyggðar í sveitarfélaginu Fjallabyggð var birtur í morgun. Listinn er sagður vera þverpólitískt og óháð framboð. Efsta sætið skipar Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir sem var á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum í haust og í öðru sæti er Nanna Árnadóttir sem var á lista Samfylkingarinnar í Fjallabyggð í síðustu sveitarstjórnarkosningum 2014. Þá er Steinunn María Sveinsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í heiðurssætinu auk þriggja annarra Samfylkingarmanna sem eru neðarlega og voru á lista flokksins í kosningunum 2014 eða í nefndum. Fram kom í tilkynningu frá Samfylkingunni í Fjallabyggð í gær að flokkurinn muni ekki bjóða fram lista í sínu nafni í vor. Listinn er þannig skipaður:

1. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir 8. Rodrigo Junqueira Thomas
2. Nanna Árnadóttir 9. Guðrún Linda Rafnsdóttir
3. Konráð Karl Baldvinsson 10.Ólína Ýr Jóakimsdóttir
4. Hrafnhildur Ýr Denke 11.Ægir Bergsson
5. Hólmar Hákon Óðinsson 12.Ida Marguerite Semey
6. Sóley Anna Pálsdóttir 13.Friðfinnur Hauksson
7. Sævar Eyjólfsson 14.Steinunn María Sveinsdóttir

5.4.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð var kynntur í gærkvöldi. Efstu þrjú sætin skipa bæjarfulltrúar flokksins. Listinn er þannig skipaður:

1. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri og form.bæjarráðs 10.Kristín Ágústsdóttir, landfræðingur
2. Dýrunn Pála Skaftadóttir, verslunarstjóri og bæjarfulltrúi 11.Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri
3. Ragnar Sigurðsson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi 12.Ingibjörg Karlsdóttir, verkefnastjóri
4. Heimir Gylfason, rafeindavirki 13.Magnús Karl Ásmundsson, skipuleggjandi
5. Elísabet Esher Sveinsdóttir, fulltrúi mannauðsmála 14.Kristinn Þór Jónasson, verkstjóri
6. Sara Atladóttir, knattspyrnuþjálfari 15.Svanhildur Björg Pétursdóttir, vélfræðingur
7. Arnór Stefánsson, hótelstjóri 16.Kjartan Glúmur, kennari
8. Jóhanna Sigfúsdóttir, innkaupafulltrúi 17.Katrín Pálsdóttir, nemi og knattspyrnukona
9. Sævar Guðjónsson, leiðsögumaður 18.Dóra Gunnarsdóttir, húsmóðir

4.4.2018 Listi VInstri grænna í Árborg

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Sveitarfélaginu Árborg var lagður fram í kvöld. Flokkurinn hefur ekki bæjarfulltrúa í sveitarfélaginu. Listinn er þannig skipaður:

1. Halldór Pétur Þorsteinsson, verkfræðingur 10.Einar Sindri Ólafsson, jarðfræðingur
2. Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 11.Nanna Þorláksdóttir, skólafulltrúi
3. Sigurður Torfi Sigurðsson, sjálfstæður atvinnurekandi 12.Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri
4. Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir, ferðamálafræðingur 13.Margrét Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur
5. Guðbjörg Grímsdóttir, framhaldsskólakennari 14.Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir
6. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur 15.Alda Rose Cartwright, myndlistarmaður og kennari
7. Guðrún Runólfsdóttir, förðunarfræðingur 16.Þórólfur Sigurðsson, nemi
8. Pétur Már Guðmundsson, bókmenntafræðingur 17.Kristbjörg Árný Jessen, verslunarstarfsmaður
9. Þórdís Eygló Sigurðardóttir, forstöðumaður 18.Jón Hjartarson, fv.bæjarfulltrúi

4.4.2018 Listi Vinstri grænna í Mosfellsbæ

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var lagður fram í gærkvöldi. Listann leiðir Bjarki Bjarnason bæjarfulltrúi flokksins. Listinn er annars þannig skipaður:

1. Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar 10.Marta Hauksdóttir, sjúkraliði
2. Bryndís Brynjarsdóttir, grunnskólakennari og myndlistarkona 11.Gunnar Kristjánsson, fv.prófastur
3. Valgarð Már Jakobsson, framhaldsskólakennari 12.Jóhanna B. Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur
4. Katrín Sif Oddgeirsdóttir, deildarstjóri 13.Karl Tómasson, tónlistarmaður og fv.bæjarfulltrúi
5. Bjartur Steingrímsson, heimspekinemi 14.Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, flugumferðarstjóri
6. Rakel G. Brandt, félagssálfræðinemi og afgreiðsludama 15.Gísli Snorrason, verkamaður
7. Björk Ingadóttir, jafnréttisfulltrúi 16.Örvar Þór Guðmundsson, atvinnubílstjóri
8. Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi og varaþingmaður 17.Elísabet Kristjánsdóttir, kennari
9. Guðmundur Guðbjarnarson, símsmiður 18.Ólafur Gunnarsson, vélfræðingur

3.4.2018 Listi Vinstri grænna í Borgarbyggð

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Borgarbyggð var samþykktur í kvöld. Flokkurinn hlaut einn sveitarstjórnarmann í kosningunum 2014. Listinn er þannig skipaður:

1. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, bóndi og náms- og starfsráðgjafi 10.Unnur Jónsdóttir, íþróttafræðingur
2. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri 11.Flemming Jessen, fv.skólastjóri
3. Eiríkur Þór Theódórsson, móttöku- og sýningarstjóri 12.Eyrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðinemi
4. Friðrik Aspelund, skógfræðingur og leiðsögumaður 13.Sigurður Helgason, eldri borgari og fv.bóndi
5. Brynja Þorsteinsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla 14.Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri
6. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, líffræðingur og kennari 15.Kristberg Jónsson, fv.verslunarmaður
7. Stefán Ingi Ólafsson, rafvirki og veiðimaður 16.Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, sálfræðinemi
8. Ása Erlingsdóttir, grunnskólakennari 17.Vigdís Kristjánsdóttir, eftirlaunaþegi
9. Rúnar Gíslason, lögreglumaður 18.Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi

3.4.2018 Listi Framsóknar og óháðra í Sandgerði og Garði

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sandgerði og Garði er kominn fram. Listann leiðir Daði Bergþórsson bæjarfulltrúi í Sandgerði en í öðru sæti er Álfhildur Sigurjónsdóttir varabæjarfulltrúi Nýrra tíma í Garði. Listinn í heild er þannig skipaður:

1. Daði Bergþórsson, bæjarfulltrúi og deildarstjóri 10.Jónas Eydal Ármannsson, framhaldsskólakennari
2. Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari 11.Aldís Vala Hafsteinsdóttir, viðskiptafræðinemi
3. Thelma Dögg Þorvaldsdóttir, myndlistarkennari 12.Sigurjón Elíasson, tækjastjóri
4. Erla Jóhannsdóttir, grunnskólakennari 13.Berglind Mjöll Tómasdóttir, varabæjarfulltrúi og vaktstjóri
5. Eyjólfur Ólafsson, varabæjarfulltrúi og rafvirkjameistari 14.Bjarki Dagsson, kerfisstjóri
6. Úrsúla María Guðjónsdóttir, laganemi 15.Hulda Ósk Jónsdóttir, verkstjóri
7. Guðrún Pétursdóttir, flugverndarstarfsmaður 16.Jón Sigurðsson, verkstjóri
8. Unnar Már Pétursson, vaktstjóri 17.Ólöf Hallsdóttir, eldri borgari
9. Jóna María Viktorsdóttir, þjónustufulltrúi 18.Guðmundur Skúlason, bæjarfulltrúi og aðstoðarvarðstjóri

29.3.2018 Listi Beinnar leiðar í Reykjanesbæ

Framboðslisti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ er kominn fram. Efstu tvo sætin skipa núverandi bæjarfulltrúar flokksins. Listinn er þannig skipaður:

1. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar 12.Davíð Örn Óskarsson, verkefnastjóri
2. Kolbrún Jóna Pétursdóttir, bæjarfulltrúi og lögfræðingur 13.Hrafn Ásgeirsson, lögregluþjónn
3. Valgerður Björk Pálsdótir, alþjóðastjórnmálafræðingur 14.Sólmundur Friðriksson, kennari
4. Birgir Már Bragason, málari 15.Hannes Friðriksson, innanhúsarkitekt
5. Helga María Finnbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur og kennari 16.Una María Unnarsdóttir, flugfreyja og nemi
6. Kristján Jóhannsson, leigubílstjóri og leiðsögumaður 17.Baldvin Lárus Sigurbjartsson, afgreiðslustjóri
7. Halldór Rósmundur Guðjónsson, lögfræðingur 18.Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, grunnskólakennari
8. Lovísa N. Hafsteinsdóttir, námsráðgjafi 19.Tóbías Brynleifsson, fv.sölumaður
9. Ríta Kristín Haraldsdóttir Brigge, nemi 20.Sossa Björnsdóttir, myndlistarmaður
10.Kristín Gyða Njálsdóttir, tryggingaráðgjafi 21.Einar Magnússon, tannlæknir
11.Katarzyna Þóra Matysek, kennari 22.Hulda Björk Þorkelsdóttir, verkefnastjóri

29.3.2018 Úrslit í prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ

Úrslit í framlengdu prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ liggja fyrir. Samtals greiddu 170 atkvæði. Úrslit urðu þessi:

1. Þórólfur Júlían Dagsson
2. Hrafnkell Brimar Hallmundsson
3. Margrét Sigrún Þórólfsdóttir
4. Guðmundur Arnar Guðmundsson
5. Jón Páll Garðarsson

28.3.2018 Listi Sjálfstæðisflokksin í Ölfusi

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Ölfusi er kominn fram. Sjálfstæðisflokkurinn er með tvo af sjö fulltrúum í sveitarstjórn Ölfuss. Listinn er þannig skipaður:

1. Gestur Þór Kristjánsson, húsasmíðameistari 8. Sigríður Vilhjálmsdóttir, lögmaður
2. Rakel Sveinsdóttir, atvinnurekandi 9. Björn Kjartansson, framkvæmdastjóri
3. Grétar Ingi Erlendsson, markaðs- og sölustjóri 10.Elsa Jóna Stefánsdóttir, þroskaþjálfi
4. Steinar Lúðvíksson, hópstjóri og ráðgjafi 11.Írena Björk Gestsdóttir, nemi
5. Kristín Magnúsdóttir, fjármálastjóri 12.Sigurður Bjarnason, skipstjóri
6. Sesselía Dan Róbertsdóttir, nemi 13.Sigríður Lára Ásbergsdóttir, sérfræðingur og atvinnurekandi
7. Eiríkur Vignir Pálsson, byggingafræðingur 14.Einar Sigurðsson, athafnamaður

28.3.2018 Listi Framtíðarlistans í Langanesbyggð

Fimm efstu sæti Framtíðarlistans í Langanesbyggð,  sem nú hefur tvo af sjö sveitarstjórnarmönnum,  skipa:

1. Þorsteinn Ægir Egilsson, sveitarstjórnarmaður
2. Halldór Rúnar Stefánsson
3. Árni Bragi Njálsson
4. Þórarinn Þórisson
5. Þorsteinn Vilberg Þórisson

28.3.2018 Listi Fjarðalistans í Fjarðabyggð

Framboðslisti Fjarðalistans í Fjarðabyggð var lagður fram í gærkvöldi. Listann leiðir Eydís Ásbjörnsdóttir bæjarfulltrúi en framboðið er með þrjá bæjarfulltrúa. Listinn er þannig skipaður:

1. Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi 10.Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, stuðningsfulltrúi
2. Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri 11.Birgir Jónsson, skólastjóri
3. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, umsjónarkennari 12.Wala Abu Libdeh, leiðbeinandi
4. Einar Már Sigurðarson, skólastjóri og fv.alþingismaður 13.Sigurður Borgar Arnaldsson, ölgerðarmaður
5. Birta Sæmundsdóttir, leiðbeinandi 14.Elías Jónsson, stóriðjutæknir
6. Magni Þór Harðarson, ráðgjafi 15.Kamma Dögg Gísladóttir, umhverfisskipulagsfræðingur
7. Valdimar Másson, tónlistarmaður 16.Grétar Rögnvaldsson, skipstjóri
8. Esther Ösp Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi og sjálfstætt starfandi 17.Almar Blær Sigurjónsson, leiklistarnemi
9. Ævar Ármannsson, húsasmíðameistari 18.Steinunn Aðalsteinsdóttir, fv.kennsluráðgjafi

27.3.2018 Úrslit í prófkjöri Pírata í Árborg

Prófkjöri Pírata í Sveitarfélaginu Árborg lauk á hádegi. Fjórir voru í framboð en samtals greiddu 74 atkvæði. Um er að ræða röð frambjóðenda á sameiginlegan lista Pírata og Viðreisnar. Úrslit urðu þessi:

1. Álfheiður Eymarsdóttir
2. Sigurður Ágúst Hreggviðsson
3. Kristinn Ágúst Eggertsson
4. Gunnar E. Sigurbjörnsson

27.3.2018 Tveir listar komnir fram í Bláskógabyggð

Tveir framboðslistar, T-listi og Þ-listi eru komnir fram í Bláskógabyggð. Það eru sömu listar og 2014 en þá hlaut T-listi fimm sveitarstjórnarmenn en Þ-listi tvo.  Fjögur efstu sætin á T-listanum eru eins og síðast og tvö efstu sætin á Þ-listanum sömuleiðis.

T-listi Þ-listi
1. Helgi Kjartansson, íþróttakennari, Reykholti 1. Óttar Bragi Þráinsson, bóndi, Miklaholti
2. Valgerður Sævarsdóttir, upplýsingafræðingur, Laugarvatni 2. Eyrún Margrét Sævarsdóttir, arkitekt, Laugarvatni
3. Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki, Heiðarási 3. Axel Sæland, blómabóndi, Reykholti
4. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi, Bræðratungu 4. Freyja Rós Haraldsdóttir, framhaldsskólakennari, Laugarvatni
5. Róbert Aron Pálmason, húsasmíðameistari, Laugarvatni 5. Gunnar Örn Þórðarson, garðyrkjubóndi, Laugarási
6. Agnes Geirdal, skógarbóndi, Galtarlæk 6. Ragnhildur Sævarsdóttir, náttúrufræðingur og bóndi, Hjálmstöðum
7. Trausti Hjálmarsson, bóndi, Austurhlíð 2 7. Sigurjón Pétur Guðmundsson, forstöðumaður, Reykholti
8. Gríma Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Laugarvatni 8. Guðrún Karitas Snæbjörnsdóttir, ferðaþjónustubóndi, Efstadal 2
9. Kristinn Bjarnason, verslunarmaður, Brautarhóli 9. Áslaug Alda Þórarinsdóttir, stuðningsfulltrúi, Spóastöðum
10.Ingibjörg Sigurjónsdóttir, garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum 3 10.Kristján Einir Traustason, framkvæmdastjóri, Einholti 2
11.Gróa Grímsdóttir, bóndi, Ketilvöllum 11.Smári Stefánsson, fjallaleiðsögumaður, kennari og frumkvöðull, Laugarvatni
12.Andrea Skúladóttir, viðskiptafræðingur, Heiðarbæ 2 12.Íris Inga Svavarsdóttir, nuddari og garðyrkjukona
13.Arite Fricke, listgreinakennari, Laugarási 13.Sigurlaug Angantýsdóttir, grunnskólakennari og garðyrkjubóndi, Laugarási
14.Svava Theodórsdóttir, viðskiptafræðingur, Höfða 14.Þórarinn Þorfinnsson, bóndi, Spóastöðum

26.3.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi er kominn fram. Hann byggir á prófkjöri flokksins sem fór fram fyrr í vetur. Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra af sjö bæjarfulltrúum á Seltjarnarnesi og hreinan meirihluta. Listinn er þannig skipaður:

1. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri 8. Hannes Tryggvi Hafstein, framkvæmdastjóri
2. Magnús Örn Guðmundsson, viðskiptafræðingur 9. Guðmundur Helgi Þorsteinsson, ráðgjafi
3. Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi 10.Lárus Gunnarsson, nemi
4. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri 11.Kristján Hilmir Baldursson, háskólanemi
5. Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur 12.Þórdís Sigurðardóttir, flugumferðarstjóri
6. Sigríður Sigmarsdóttir, sölustjóri 13.Guðni Georg Sigurðsson, eðlisfræðingur
7. Guðrún Jónsdóttir, sérfræðingur 14.Petrea Ingibjörg Jónsdóttir, skrifstofustjóri

26.3.2018 Listi Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði er kominn fram. Listinn er leiddur af Ágústi Bjarna Garðarssyni aðstoðarmanni ráðherra. Listinn er þannig:

1. Ágúst Bjarni Garðarsson, aðstoðarmaður ráðherra 12.Njóla Elísdóttir, hjúkrunarfræðingur
2. Valdimar Víðisson, skólastjóri 13.Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður
3. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi 14.Selma Dögg Ragnarsdóttir, byggingaiðnfræðingur
4. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður 15.Ingvar Kristinsson, verkfræðingur
5. Einar Baldvin Brimar, framhaldsskólanemi 16.Linda Hrönn Þórisdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur
6. Magna Björk Ólafsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur 17.Ólafur Hjálmarsson, vélfræðingur
7. Brynjar Þór Gestsson, knattspyrnuþjálfari 18.Elísabet Hrönn Gísladóttir, hársnyrtir
8. Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og túlkur 19.Guðlaugur Siggi Hannesson, laganemi
9. Þórður Ingi Bjarnason, ferðamálafræðingur 20.Þórey Anna Matthíasdóttir, atvinnubílstjóri og leiðsögumaður
10.Jóhanna Margrét Fleckenstein, forstöðumaður 21.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri
11.Árni Rúnar Árnason, forstöðumaður 22.Elín Ingigerður Karlsdóttir, matráðskona

26.3.2018 Úrslit í prófkjöri Pírata í Reykjavík

Prófkjöri Pírata í Reykjavík lauk í dag. Í efsta sæti lenti Dóra Björg Guðjónsdóttir og í öðru sæti Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi gaf ekki kost á sér en Þórgnýr Thoroddsen sem var í öðru sæti 2014 endaði í 9.sæti og Þórlaug Ágústsdóttir sem var í þriðja sæti endaði í því 16. Úrslit urðu annars þessi:

1. Dóra Björt Guðjónsdóttir 11.Þórður Eyþórsson
2. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 12.Salvör Kristjana Gissuardóttir
3. Alexandra Briem 13.Svafar Helgason
4. Rannveig Ernudóttir 14.Ævar Hrafn Hafþórsson
5. Bergþór H. Þórðarson 15.Helga Völundardóttir
6. Valgerður Árnadóttir 16.Þórlaug Ágústsdóttir
7. Kjartan Jónsson 17.Birgir Þröstur Jóhannsson
8. Arnaldur Sigurðarson 18.Ólafur Jónsson
9. Þórgnýr Thoroddsen 19.Elías Halldór Ágústsson
10.Elsa Nore

26.3.2018 Úrslit i prófkjöri Pírata í Hafnarfirði

Prófkjöri Pírata í Hafnarfirði er lokið. Atkvæði greiddu 195. Úrslit urðu þessi:

1. Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir
2. Kári Valur Sigurðsson
3. Hildur Björg Vilhjálmsdóttir
4. Hallur Guðmundsson
5. Haraldur R. Ingvason
6. Ragnar Unnarsson
7. Hlynur Guðjónsson

26.3.2018 Úrslit í prófkjöri Pírata í Kópavogi

Prófkjöri Pírata í Kópavogi er lokið. Alls greiddu 208 atkvæði. Úrslit urðu þessi:

1. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
2. Hákon Helgi Leifsson
3. Ásmundur Alma Guðjónsson
4. Ragnheiður Rut Einarsdóttir
5. Matthías Hjartarson

26.3.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ er kominn fram. Flokkurinn hefur þrjá af níu bæjarfulltrúum. Daníel Jakobsson fv.bæjarstjóri leiðir listann áfram. Listinn er þannig:

1. Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi og hótelstjóri 10.Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur
2. Hafdís Gunnarsdóttir, forstöðumaður og varaþingmaður 11.Kristín Harpa Jónsdóttir, nemi
3. Sif Huld Albertsdóttir, framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi 12.Gautur Ívar Halldórsson, framkvæmdastjóri
4. Jónas Þór Birgisson, lyfsali, stundakennari og bæjarfulltrúi 13.Arna Ýr Kristinsdóttir, leikskólakennari
5. Steinunn Guðnú Einarsdóttir, gæðastjóri 14.Magðalena Jónasdóttir, starfsmaður í málefnum fatlaðra
6. Þóra Marý Arnórsdóttir, deildarstjóri 15.Pétur Albert Sigurðsson, múrari
7. Aðalsteinn Egill Traustason, framkvæmdastjóri 16.Sturla Páll Sturluson, aðstoðaryfirtollvörður
8. Hulda María Guðjónsdóttir, geislafræðingur 17.Guðný Stefanía Stefánsdóttir, grunnskólakennari
9. Högni Gunnar Pétursson, vélvirki 18.Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi

25.3.2018 Úrslit í prófkjöri Pírata á Akureyri

Prófkjöri Pírata á Akureyri lauk í gær. Samtals greiddu 27 atkvæði en þrír voru í framboði. Í fyrsta sæti lenti Halldór Arason, í öðru sæti varð Einar Brynjólfsson fv.alþingismaður og þriðja sæti varð Guðrún Ágústa Þórdísardóttir.

25.3.2018 Listi Framsóknarflokksins í Skagafirði

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Skagafirði var samþykktur í kvöld. Flokkurinn er með 5 sveitarstjórnarmenn í Sveitarstjórn Skagafjarðar og hreinan meirihluta. Stefán Vagn Stefánsson formaður byggðaráðs leiðir listann en hinir fjórir fulltrúar flokksins gefa ekki kost á sér í efstu sætin. Listinn er annars þannig:

1. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og sveitarstjórnarfulltrúi 10.Hólmfríður Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og doktor í lífvísindum
2. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, talmeinafræðingur 11.Björn Ingi Ólafsson, starfsmaður í mjólkursamlagi
3. Laufey Kristín Skúladóttir, markaðs- og sölustjóri 12.Sigurlína Erla Magnúsdóttir, ráðunautur
4. Axel Kárason, dýralæknir 13.Sigurður Bjarni Rafnsson, framleiðslustjóri
5. Einar Einarsson, bóndi 14.Guðrún Kristófersdóttir, atvinnurekandi
6. Sigríður Magnúsdóttir, sérfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi 15.Snorri Snorrason, skipstjóri
7. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi 16.Þórdís Friðbjörnsdóttir, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
8. Atli Már Traustason, bóndi 17.Viggó Jónsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi
9. Eyrún Sævarsdóttir, verkefnastjóri 18.Bjarki Tryggvason, skristofustjóri og sveitarstjórnarfulltrúi

25.3.2018 Listi Höfuðborgarlistans í Reykjavík

Framboðslisti Höfuðborgarlistans í Reykjavík var kynntur í dag. Um er að ræða nýtt framboð sem sagt er vera þverpólitískt og setja mengunar- og íbúðamál í forgang. Listinn er þannig skipaður:

1. Björg Kristín Sigþórsdóttir 17.Ögmundur Reykdal 33.Valgerður Aðalsteinsdóttir
2. Sif Jónsdóttir 18.Karen Hauksdóttir 34.Ásdís Ögmundsdóttir
3. Snorri Marteinsson 19.Árni Freyr Valdimarsson 35.Kjartan Guðmundsson
4. Helga María Guðmundsdóttir 20.Hrafnhildur Hákonardóttir 36.Tinna Ýr Einisdóttir
5. Kristín Birna Bjarnadóttir 21.Bergþór Frímann Sverrisson 37.Ziatko Kriekic
6. Sólrún Lovísa Sveinsdóttir 22.Edda Júlía Helgadóttir 38.Anna Dís Arnarsdóttir
7. Böðvar Sigurvon Björnsson 23.Lára Kristín Jóhannsdóttir 39.Zhitho Habic
8. Sigurjóna Halldóra Frímann 24.Aldís Jana Arnarsdóttir 40.Jenný Árnadóttir
9. Ingveldur Marion Hannesdóttir 25.Chelco Sankovik 41.Guðrún Guðjónsdóttir
10.Jón Gunnar Benjamínsson 26.Alda Ólafsdóttir 42.Audjelka Kricic
11.Valgeir Ólafsson 27.Leó Sankovik 43.Rut Agnarsdóttir
12.Hanna Hlíf Bjarnadóttir 28.Georg Sankovik 44.Hafsteinn Þór Hilmarsson
13.Rakel Ólafsdóttir 29.Jóhanna Ögmundsdóttir 45.Elsa Zankovic
14.Jóhanna G. Frímann 30.Bryndís Þorkelsdóttir 46.Andrés Fr. Andrésson
15.Tinna Líf Jörgensdóttir 31.Alda Viggósdóttir
16.Phiangphit Thiphakdi 32.Valgerður Friðþjófsdóttir

25.3.2018 Breiðdalshreppur og Fjarðabyggð sameinast

Íbúar Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps ákváðu með yfirgnæfandi meirihluta í atkvæðagreiðslu í gær að sameina sveitarfélögin. Sameiningin tekur gildi að afloknum sveitarstjórnarkosningum í vor. Eftir kosningar verða sveitarfélögin í landinu 72 en áður hafði verið ákveðið að Sveitarfélagið Garður og Sangerðisbær myndu sameinast.

25.3.2018 Píratar og Viðreisn saman í Árborg

Píratar og Viðreisn hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista í Sveitarfélaginu Árborg en nú stendur yfir prófkjör hjá Pírötum til að velja sína fulltrúa á listann.

25.3.2018 Prófkjör Pírata í Reykjanesbæ framlengt

Kosningu í prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ, sem ljúka átti sl. fimmtudag og greint var frá úrslitum í, hefur verið framlegd til hádegis 29. mars n.k.

23.3.2018 J-listinn í Dalvíkurbyggð

J-listinn í Dalvíkurbyggð er kominn fram. Framboðið er með tvo af sjö bæjarfulltrúum í Dalvíkurbyggð. Listann leiðir Guðmundur St. Jónsson bæjarfulltrúi. Listinn er þannig skipaður:

1. Guðmundur St. Jónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 8. Helga Íris Ingólfsdóttir, verkefnastjóri og umhverfisskipulagsfræðingur
2. Dagbjört Sigurpálsdóttir, umsjónarmaður og sjúkraliði 9. Emil Einarsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar og málari
3. Kristján Eldjárn Hjartarson, byggingarfræðingur 10.Ella Vala Ármannsdóttir, tónlistarkennari
4. Katrín Sif Ingvarsdóttir, deildarstjóri 11.Snæþór Arnþórsson, atvinnurekandi og sjúkraflutningamaður
5. Magni Þór Óskarsson, kennari 12.Ingunn Magnúsdóttir, starfsmaður félagsþjónustu
6. Júlíana Kristjánsdóttir, sjúkraliði 13.Óskar Snæberg Gunnarsson, bóndi
7. Marinó Þorsteinsson, vélvirki 14.Kolbrún Pálsdóttir, formaður félags eldri borgara

23.3.2018 Listi sjálfstæðismanna og óháðra í Sandgerði og Garði

Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Garðs er kominn fram. Í sveitarfélaginu Garði var Sjálfstæðisflokkur og óháðir með fimm af sjö bæjarfulltrúa en í Sandgerðisbæ var hann með einn af sjö. Listana leiða efstu menn í báðum sveitarfélögum frá síðustu kosningum. Listinn er þannig skipaður:

1. Einar Jón Pálsson, bæjafulltrúi í Garði 10.Björn Ingvar Björnsson
2. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, bæjarfulltrúi í Sandgerði 11.Guðmundur Magnússon
3. Haraldur Helgason 12.Jónatan Sigurjónsson
4. Elín Björg Gissurardóttir 13.Karolina Krawczuk
5. Jón Ragnar Ástþórsson 14.Sunneva Ósk Þóroddsdóttir
6. Bryndís Einarsdóttir 15.Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir
7. Davíð S. Árnason 16.Eyþór Ingi Gunnarsson
8. Jónína Þórunn Hansen 17.vantar nafn
9. Björn Bergman Vilhjálmsson 18.vantar nafn

23.3.2018 Listi Framsóknarflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listanna. Að öðru leiti er hann þannig skipaður:

1. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður 12.Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
2. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur 13.Jónas Þó, sagnfræðingur og fararstjóri
3. Baldur Þór Baldvinsson, form.Félags eldri borgara 14.Guðrún Viggósdóttir, fv.deildarstjóri
4. Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona 15.Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri
5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur 16.Dóra Georgsdóttir, eldri borgari
6. Helga María Hallgrímsdóttir, sérkennari 17.Páll Marís Pálsson, háskólanemi
7. Gunnar Sær Ragnarsson, háskólanemi 18.Valdís Björk Guðmundsdóttir, háskólanemi
8. Björg Baldursdóttir, skólastjóri 19.Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólastjóri
9. Hjörtur Sveinsson, rafvirki 20.Kristinn Dagur Gissuarson, viðskiptafræðingur
10.Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari 21.Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður
11.Sigurður H. Svavarsson, rekstrarstjóri 22.Willum Þór Þórsson, alþingismaður

23.3.2018 Nýtt Nes – nýtt framboð á Seltjarnarnesi

Neslisti Bæjarmálafélags Seltjarnarness og Viðreisn hafa ákveðið að sameina krafta sína fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar undir nafninu Nýtt Nes. Neslistinn bauð fyrst fram á Seltjarnarnesi 1990 og hefur verið með bæjarfulltrúa síðan. Í kosningunum 2014 hlaut framboðið einn bæjarfulltrúa af sjö.

23.3.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð er kominn fram. Flokkurinn er með tvo bæjarfulltrúa af sjö og leiða bæjarfulltrúar flokksins listann sem er annars þannig:

1. Helga Helgadóttir, bæjarfulltrúi og þroskaþjálfi 8. Guðmundur Gauti Sveinsson, verkamaður
2. Sigríður Guðrún Hauksdóttir, bæjarfulltrúi og verkakona 9. Sigríður Guðmundsdóttir, ritari
3. Tómas Atli Einarsson, atvinnurekandi 10.Díana Lind Arnarsdóttir, leiðbeinandi
4. Ólafur Stefánsson, fjármálastjóri 11.Jón Karl Ágústsson, sjómaður
5. Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir, skrifstofustjóri 12.Svava Björg Jóhannsdóttir, húsmóðir
6. Ingvar Guðmundsson, málari 13.María Lillý Jónsdóttir, þjónustufulltrúi
7. Gauti Már Rúnarsson, vélsmíðameistari 14.Sverri Mjófjörð Gunnarsson, sjómaður

23.3.2018 Listi Samfylkingarinnar í Árborg

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg var samþykktur í gærkvöldi. Samfylkingin er með tvo af níu bæjarfulltrúum og leiða bæjarfulltrúar flokksins listann sem annars er þannig:

1. Eggert Valur Guðmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi 10.María Skúladóttir, háskólanemi
2. Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi 11.Karl Óskar Svendsen, múrari
3. Klara Öfjörð, grunnskólakennari og starfs- og námsráðgjafi 12.Sigurbjörg Grétarsdóttir, sjúkraliði
4. Viktor S. Pálsson, lögfræðingur 13.Elfar Guðni Þórðarson, listmálari
5. Hjati Tómasson, eftirlitsfulltrúi 14.Gísli Hermannsson, fv.línuverkstjóri
6. Elsie Kristinsdóttir, stjórnmálafræðingur og leiðbeinandi 15.Drífa Eysteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
7. Sanda Silfá Ragnarsdóttir, háskólanemi og skrifta 16.Jón Ingi Sigurmundsson, tónlistar- og myndlistarmaður
8. Sigurður Andrés Þorvarðarson, byggingaverkfræðingur 17.Sigríður Ólafsdóttir, fv.bæjarfulltrúi
9. Ólafur H. Ólafsson, verkamaður og háskólanemi 18.Ragnheiður Hergeirsdóttir, fv.bæjarstjóri

23.3.2018 Listi Miðflokksins í Hafnarfirði

Framboðslisti Miðflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Hafnarfirði var kynntur í gærkvöldi. Í efsta sæti listans er Sigurður Þ. Ragnarsson. Sigurður var áður varaformaður í Samstöðu flokki Lilju Mósesdóttur. Listinn er þannig skipaður:

1. Sigurður Þ. Ragnarsson, náttúruvísindamaður 12.Bjarni Bergþór Eiríksson, sjómaður
2. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, grunnskólakennari 13.Sigurður F. Kristjánsson, kjötiðnaðarmaður
3. Jónas Henning, fjárfestir 14.Haraldur J. Baldursson, véltæknifræðingur
4. Gísli Sveinbergsson, málarameistari 15.Skúli Alexandersson, bílstjóri
5. Arnhildur Ásdís Kolbeins, viðskiptafræðingur 16.Rósalind Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
6. Elínbjörg Ingólfsdóttir, öryggisvörður 17.Árni Guðbjartsson
7. Ingvar Sigurðsson, framkvæmdastjóri 18.Guðmundur Snorri Sigurðsson, bifvélavirkjameistari
8. Magnús Pálsson, málarameistari 19.Tómas Sigurðsson, rekstrarstjóri
9. Sævar Gíslason, iðnfræðingur 20.Árni Þórður Sigurðarson, tollvörður
10.Ásdís Gunnarsdóttir, sjúkraliði 21.Kristinn Jónsson, skrifstofumaður
11.Davíð Gígja, sjómaður 22.Nanna Hálfdánardóttir, frumkvöðull

22.3.2018 Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur í kvöld. Marzellíus Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listann áfram. Listinn í heild er þannig:

1. Marzellíus Sveinbjörnsson, umsjónarmaður fasteigna 10.Violetta Maria Duda, skólaliði
2. Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, leiðbeinandi 11.Barði Önundarson, verktaki
3. Kristján Þór Kristjánsson, svæðisstjóri 12.Sólveig S. Guðnadóttir, sjúkraliði
4. Elísabet Samúelsdóttir, þjónustustjóri 13.Steinþór A. Ólafsson, bóndi og verktaki
5. Anton Helgi Guðjónsson, sjávarútvegsfræðingur 14.Rósa Ingólfsdóttir, starfsstöðvarstjóri
6. Helga Dóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri og bóndi 15.Friðfinnur S. Sigurðsson, bifreiðastjóri
7. Hákon Ernir Hrafnsson, nemi 16.Guðríður Sigurðardóttir, kennari
8. Elísabet Margrét Jónasdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri 17.Konráð Eggertsson, æðarbóndi
9. Gísli Jón Kristjánsson, útgerðarmaður 18.Ásvaldur Guðmundsson, fv.staðarhaldari

22.3.2018 Listi Vinstri grænna í Reykjavík

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var samþykktur í kvöld. Efstu sætin eru í samræmi forval flokksins sem fór fram fyrr í vetur. Efst er Líf Magneudóttir sem tók við sem borgarfulltrúi VG í Reykjavík á kjörtímabilinu af Sóleyju Tómasdóttur. Listinn er þannig skipaður:

1. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi 24.Sigríður Pétursdóttir, kennari
2. Elín Oddný Sigurðsson, varaborgarfulltrúi 25.Styrmis Reynisson, forstöðumaður
3. Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri 26.Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri
4. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leiklistarkennari og flugfreyja 27.Guy Conan Stewart, kennari
5. René Biason, sérfræðingur 28.Edda Björnsdóttir, kennari
6. Gústav Adolf Bregmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi 29.Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri
7. Guðrún Ágústsdóttir, form.öldungaráðs Reykjavíkurborgar 30.Bergljót María Sigurðardóttir, sálfræðinemi
8. Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari 31.Toshiki Toma, prestur
9. Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðinemi 32.Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur
10.Sigrún Jóhannsdóttir, líffræðingur 33.Þröstur Brynjarsson, kennari
11.Torfi Hjartarson, lektor 34.Thelma Rut Óskarsdóttir, menntaskólanemi
12.Ewelina Osmialowska, grunnskólakennari 35.Friðrik Dagur Arnarson, framhaldsskólakennari
13.Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur 36.Hildur Knútsdóttir, rithöfundur
14.Elva Hrönn Hjartardóttir, stjórnmálafræðinemi og flugfreyja 37.Guðmundur J. Kjartansson, landvörður
15.Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarmaður 38.Jóhanna Bryndís Helgadóttir, starfs- og námsráðgjafi
16.Anna Friðriksdóttir, lyfjafræðingur 39.Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur
17.Baldvin Már Baldvinsson, starfsmaður á leikskóla 40.Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari
18.Ólína Lind Sigurðardóttir, stjórnmála- og kynjafræðinemi 41.Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi
19.Daði Arnar Heiðrúnarson Sigmarsson, stuðningsfulltrúi 42.Þorgerður H. Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur
20.Þórhildur Heimisdóttir, landfræðinemi 43.Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistarmaður
21.Bryngeir Arnar Bryngeirsson, leiðsögumaður og tómstundafræðingur 44.Úlfar Þormóðsson, rithöfundur
22.Áslaug Thorlacius, skólastjóri 45.Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur
23.Stefán Pálsson, sagnfræðingur 46.Gunnsteinn Gunnarsson, barna- og unglingageðlæknir

22.3.2018 Garðabæjarlistinn lagður fram

Í dag var Garðabæjarlistinn kynntur. Um er að ræða sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Bjartrar framtíð, Viðreisnar, Pírata og óháðra. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Björt framtíð tæp 15% og tvo bæjarfulltrúa og Samfylkingin hlaut tæp 10% og 1 bæjarfulltrúa. Þá hlaut listi Fólksins í bænum einnig tæp 10% og einn fulltrúa en fólk af þeim lista er að finna á Garðabæjarlistanum.

Listann leiðir Sara Dögg Svanhildardóttir (Viðreisn), í öðru sæti er Ingvar Arnarson (Vinstri grænir/Fólkið í bænum), í þriðja sæti er Harpa Þorsteinsdóttir (óháð), í fjórða sæti Halldór Jörgensen (Bjarti framtíð) og í fimmta sæti Valborg Ösp Warén (Samfylkingu). Listinn í heild er þannig:

1. Sara Dögg Svanhildardóttir, stjórnandi 12.Guðlaugur Kristmundsson, verkefnastjóri
2. Ingvar Arnarson, framhaldsskólakennari og varabæjarfulltrúi 13.Guðrún Elín Herbertsdóttir, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
3. Harpa Þorsteinsdóttir, lýðheilsufræðingur 14.Tómas Viðar Sverrisson, læknanemi
4. Halldór Jörgensson, tölvunarfræðingur 15.Sólveig Guðrún Geirsdóttir, félagsmiðstöðvarstarfsmaður
5. Valborg Ösp Á. Warén, stjórnmálafræðingur 16.Dagur Snær Stefánsson, handboltamaður
6. Guðjón Pétur Lýðsson, knattspyrnumaður 17.Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, fv.tónlistarskólastjóri
7. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, málfræðingur 18.Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur
8. Baldur Svavarsson, arkitekt 19.Fanney Hanna Valgarðsdóttir, þroskaþjálfi
9. Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsráðgjafi 20.Snævar Sigurðsson, erfðafræðingur
10.Hannes Ingi Geirsson, grunnskólakenari 21.Erna Aradóttir, fv.leikskólastjóri
11.Anna Guðrún Hugadóttir, fv.starfs- og námsráðgjafi 22.Steinþór Einarsson, bæjarfulltrúi

22.3.2018 Listi Okkar Kópavogs lagður fram

Í dag var lagður fram framboðslisti Okkar Kópavogs. Listann leiðir Ómar Stefánsson fv.bæjarfulltrúi í Kópavogi. Að öðru leiti er listinn þannig:

1. Ómar Stefánsson, forstöðumaður og fv.bæjarfulltrúi 12.Aron Gauti Óskarsson, hátækniverkfræðinemi
2. Jóna Guðrún Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur 13.Ragnheiður Ólafsdóttir, vaktstjóri
3. Rebekka Þurý Pétursdóttir, framhaldsskólanemi 14.Haukur Valdimarsson, tæknimaður
4. Hlynur Helgason, alþjóðahagfræðingur 15.Synthiah Abwao Gaede, flugfreyja
5. Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri 16.Böðvar Guðmundsson, bifreiðasmiður
6. Guðjón Már Sveinsson, þjónustufulltrúi 17.Jóhanna Selma Sigurðardóttir, starfsmaður íþróttahúss
7. Katrín Helga Reynisdóttir, framkvæmdastjóri 18.Hinrik Ingi Guðbjargarson, matreiðslumaður og sölustjóri
8. Kristján Mattíasson, eðliefnafræðingur 19.Sunneva Jónsdóttir, sjúkraliði
9. Oddný Jónsdóttir, félagsráðgjafi 20.Hrafnkell Freyr Ágústsson, málaranemi
10. Auðunn Jónsson, hópstjóri 21.Anna Þórdís Bjarnadóttir, fv.framhaldsskólakennari
11.Helga Sæunn Árnadóttir, listamaður og hönnuður 22.Stefán Ragnar Jónsson, hárskeri

22.3.2018 Úrslit í prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ

Prófkjöri Pírata í Reykjanesbær lauk á hádegi í dag. Fimm voru í kjöri og samtals greiddu 21 atkvæði. Úrslit urðu þessi:

1. Þórólfur Júlían Dagsson
2. Hrafnkell Brimar Hallmundsson
3. Guðmundur Arnar Guðmundsson
4. Margrét Sigrún Þórólfsdóttir
5. Jón Páll Garðarsson

22.3.2018 Listi framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

Listi framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð er kominn fram. Enginn af þremur bæjarfulltrúum flokksins gefur kost á sér að þessu sinni en listinn er leiddur af Katrínu Sigurjónsdóttur framkvæmdastjóra. Listinn er þannig skipaður:

1. Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri 8. Kristinn Bogi Antonsson, viðskiptastjóri
2. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri 9. Monika Margrét Stefánsdóttir, MA í heimskautarétti
3. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi 10.Sigvaldi Gunnlaugsson, vélvirki
4. Felix Rafn Felixson, viðskiptafræðingur 11.Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
5. Jóhannes Tryggvi Jónsson, sjúkraflutningamaður og bakari 12.Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
6. Lilja Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir 13.Eydís Arna Hilmarsdóttir, sjúkraliði
7. Tryggvi Kristjánsson, verslunarstjóri 14.Atli Friðbjörnsson, bóndi og fv.oddviti

22.3.2018 Björt framtíð býður ekki fram á Akranesi

Björt framtíð sem hlaut einn bæjarfulltrúa í síðustu bæjarstjórnarkosningum á Akranesi býður ekki fram í vor. Frá þessu er greint á RUV.is.

21.3.2018 Listi framfarasinna og félagshyggjufólks í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Fram er kominn O-listi framfarasinna og félagshyggjufólks í Sveitarfélaginu Ölfusi. Að listanum standa sex af sjö núverandi bæjarfulltrúum úr þremur mismunandi framboðum. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Sveitarfélaginu Ölfusi hlaut B-listi Framafarasinna fjóra fulltrúa, Sjálfstæðisflokkur tvo og Ö-listi Félagshyggjufólks einn. Framboðslistinn er sem hér segir en aftan við nöfnin kemur fram á hvaða lista viðkomandi var í síðustu kosningum:

1. Jón Páll Kristófersson, rekstrarstjóri og formaður bæjarráðs B-listi
2. Þrúður Sigurðardóttir, rekstrar- og viðburðarstjóri og bæjarfulltrúi D-listi
3. Guðmundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Ö-listi
4. Baldur Guðmundsson, húsasmíðameistari og bóndi
5. Ágústa Ragnarsdóttir, grafískur hönnuður, kennari og bæjarfulltrúi B-listi
6. Harpa Þ. Böðvarsdóttir, húsmóðir og viðskiptafræðingur
7. Hjörtur S. Ragnarsson, sjúkraþjálfari
8. Sigurlaug B. Gröndal, verkefnastjóri Ö-listi
9. Axel Örn Sæmundsson, íþróttafræðinemi
10.Hildur María H. Jónsdóttir, útflutningsstjóri
11.Sigþrúður Harðardóttir, grunnskólakennari Ö-listi
12.Grétar Geir Halldórsson, rafvirkjameistari B-listi
13.Anna Björg Níelsdóttir, bókari, bæjarfulltrúi og hrossaræktandi B-listi
14.Sveinn S. Steinarsson, forseti bæjarstjórnar og hrossaræktandi B-listi

20.3.2018 Listi Viðreisnar í Reykjavík

Framboðslisti Viðreisnar var kynntur í dag. Efsta sætið skipar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, í öðru sæti er Pawel Bartoszek fv.alþingismaður og í þriðja sæti er Diljá Ámundadóttir sem var á lista Bjartar framtíðar í Reykjavík 2014. Listinn er annars þannig:

1. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, rekstrarhagfræðingur 24.Aron Eydal Sigurðarson, þjónustufulltrúi
2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og varaþingmaður 25.Aðalbjörg Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
3. Diljá Ámundadóttir, almannatengill og varaborgarfulltrúi 26.Gylfi Ólafsson, doktorsnemi
4. Gunnlaugur Bragi Björnsson, viðskiptafræðingur 27.Dóra Tynes, lögfræðingur
5. Vilborg Guðrún Sigurðardóttir, grunnskólakennari 28.Lárus Elíasson, verkfræðingur
6. Geir Finnsson, form.Uppreisnar í Reykjavík 29.Sóley Ragnarsdóttir, lögfræðingur
7. Arna Garðarsdóttir, mannauðsstjóri 30.Starri Reynisson, stjórnmálafræðinemi
8. Ingólfur Hjörleifsson, aðjúnkt 31.Sandra Hlín Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
9 Helga Lind Mar, laganemi, frístundaleiðbeinandi og aktívisti 32.Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
10.Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri 33.Sigrún Helga Lund, dósent
11.Sara Sigurðardóttir, sérfræðingur 34.Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri
12.Árni Grétar Jóhannsson, leikstjóri og leiðsögumaður 35.Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, markaðsstjóri
13.Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, leikstjóri 36.Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins
14.Freyr Gústavsson, tekjustjóri 37.Ásdís Rafnar, lögfræðingur
15.Þórunn Hilda Jónasdóttir, verkefnastjóri 38.Lúðvíg Lárusson, sálfræðingur
16.Arnar Kjartansson, nemi 39.Stefanía Sigurðardóttir, viðburðastjóri
17.Jenný Guðrún Jónsdóttir, rekstrarstjóri 40.Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur
18.Sverrir Kaaber, skrifstofustjóri 41.Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur
19.Kristín Ágústsdóttir, sérfræðingur 42.Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri
20.Oddur Mar Árnason, þjónn 43.Tanja Kristín Leifsdóttir, grunnskólakennari
21.María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar 44.Andri Guðmundsson, deildarstjóri
22.Einar Thorlacius, lögfræðingur 45.Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, fv.lektor
23.Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, lögfræðingur 46.Benedikt Jóhannesson, fv.alþingismaður og ráðherra

20.3.2018 Listi Okkar Stykkishólms lagður fram

Nýtt framboð, O-listi, Okkar Stykkishólms hefur verið lagður fram í Stykkishólmi. Listann skipa:

1. Haukur Garðarsson, skrifstofustjóri 8. Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir, grunnskólakennari
2. Erla Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri 9. Rósa Kristín Indriðadóttir, leikskólaleiðbeinandi
3. Theódóra Matthíasdóttir, frumkvöðull 10.Jón Jakobsson, sjómaður og æðarbóndi
4. Árni Ásgeirsson, náttúrufræðingur og þjálfari 11.Kristín Rós Jóhannesdóttir, framhaldsskólakennari
5. Heiðrún Höskuldsdóttir, læknaritari og verslunareigandi 12.Björgvin Guðmundsson, starfsmaður Fiskistofu
6. G. Björgvin Sigurbjörnsson, aðstoðarskólastjóri 13.Ísól Lilja Róbertsdóttir, listakona og framhaldsskólanemi
7. Hjalti Viðarsson, dýralæknir 14.Jósep Ó. Blöndal, læknir

20.3.2018 Listi Vinstri grænna í Hafnarfirði

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Hafnarfirði hefur verið lagður fram. Elva Dögg Ásudóttir bæjarfulltrúi flokksins leiðir listann. Listinn er annars sem hér segir:

1. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi 12.Christian Schultze, umhverfis- og skipulagsfræðingur
2. Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi og varaþingmaður 13.Jóhanna Marín, sjúkraþjálfi og leiðsögumaður
3. Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur 14.Árni Stefánsson, formaður SFR
4. Júlíus Andri Þórðarson, laganemi 15.Rannveig Traustadóttir, prófessor
5. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, hjúkrunarnemi 16.Þorbjörn Rúnarsson, áfangastjóri
6. Davíð Arnar Stefánsson, verkefnastjóri 17.Hlíf Ingibjargardóttir, leiðsögumaður
7. Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi 18.Sigurbergur Árnason, arkitekt og leiðsögumaður
8. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri 19.Damian Davíð Krawczuk, túlkur og hundaræktandi
9. Agenieszka Sokolowska, bókasafnsfræðingur 20.Birna Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
10.Árni Áskelsson, tónlistarmaður 21.Gestur Svavarsson, bankamaður
11.Þórdís Andrésdóttir, íslenskunemi 22.Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og fv.bæjarstjóri

19.3.2018 Listi Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra

Listi Framsóknar og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra var kynntur í dag. Sveitarstjórnarfulltrúar flokksins skipa sér í fimmta, sjötta og fjórtánda sæti listans og sækjast því ekki eftir endurkjöri. Elín R. Líndal sem setið hefur í sveitarstjórn frá 1998 lætur nú af störfum. Nýr oddviti listans er Þorleifur Karl Eggertsson. Listinn er þannig skipaður:

1. Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður 8. Elín Lilja Gunnarsdóttir, bóndi
2. Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi 9. Erla Ebba Gunnarsdóttir, bóndi
3. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi 10.Sigurður Kjartansson, bóndi
4. Friðrik Már Sigurðsson, hestafræðingur 11.Gerður Rósa Sigurðardóttir, bankastarfsmaður
5. Ingimar Sigurðsson, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi 12.Eydís Bára Jóhannsdóttir, sérkennari
6. Valdimar H. Gunnlaugsson, sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdastjóri 13.Guðmundur Ísfeld, handverksbóndi
7. Sigríður Elva Ársælsdótir, deildarstjóri 14.Elín R. Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi

19.3.2018 Listi Samfylkingarinnar á Akureyri

Listi Samfylkingarinnar á Akureyri var samþykktur í kvöld. Sigríður Huld Jónsdóttir bæjarfulltrúi flokksins gefur ekki kost á sér í efstu sæti listans en Dagbjört Pálsdóttir hinn bæjarfulltrúi flokksins er í öðru sæti. Listann leiðir Hilda Jana Gísladóttir fjölmiðlakona. Listinn er þannig skipaður:

1. Hilda Jana Gísladóttir, fjölmiðlakona 12.Þorsteinn Kruger,
2. Dagbjört Pálsdóttir, bæjarfulltrúi 13.Sif Sigurðardóttir
3. Heimir Haraldsson 14.Árni Óðinsson
4. Unnar Jónsson 15.Valgerður S. Bjarnadóttir
5. Ólína Freysteinsdóttir 16.Haraldur Þór Egilsson
6. Orri Kristjánsson 17.Valdís Anna Jónsdóttir
7. Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir 18.Þorgeir Jónsson
8. Ragnar Sverrisson 19.Ásdís Karlsdóttir
9. Margrét Benediktsdóttir 20.Eiríkur Jónsson
10.Þorlákur Axel Jónsson 21.Hreinn Pálsson
11.Sigríður Huld Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og skólameistari 22.Sigríður Stefánsdóttir

18.3.2018 L-listinn á Akureyri

L-listi Bæjarlista Akureyrar var kynntur í dag á 20 ára afmæli listans. L-listinn er með tvo bæjarfulltrúa í bæjarstjórn, þau Matthías Rögnvaldsson og Silju Dögg Baldursdóttir sem hvorugt gefa kost á sér áfram. Efstu sætin skipa Halla Björk Reynisdóttir sem skipaði annað sætið á lista Bjartrar framtíðar í síðustu alþingiskosningum í Norðausturkjördæmi en var bæjarfulltrúi L-listans 2010-2014. Í öðru sæti er Andri Teitsson og í þriðja sætinu Hildur Betty Kristjánsdóttir sem skipaði annað sætið á lista Viðreisnar í alþingiskosningunum í Norðausturkjördæmi í haust. Listinn er annars þannig skipaður:

1. Halla Björk Reynisdóttir 12.Guðrún Katrítas Garðarsdóttir
2. Andri Teitsson 13.Róbert Freyr Jónsson
3. Hildur Betty Kristjánsdóttir 14.Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
4. Þorgeir Finnsson 15.Maron Pétursson
5. Geir Kr. Aðalsteinsson 16.Birna Baldursdóttir
6. Anna Fanney Stefánsdóttir 17.Helgi Snæbjarnarson
7. Þorsteinn Hlynur Jónsson 18.Ólöf Inga Andrésardóttir
8. Anna Hildur Guðmundsdóttir 19.Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
9. Þorsteinn Hlynur Jónsson 20.Matthías Rögnvaldsson, bæjarfulltrúi
10.Brynhildur Pétursdóttir 21.Silja Dögg Baldursdóttir, bæjarfulltrúi
11.Jón Þorvaldur Heiðarsson 22.Oddur Helgi Halldórsson, fv.bæjarfulltrúi

18.3.2018 Þrjú efstu sætin á lista Framsóknar og óháðra í Árborg

Þrjú efstu sætin á lista Framsóknar og óháðra í Árborg voru kynnt um helgina. Þau skipa:

1. Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi
2. Sólveig Þorvalsdóttir, verkfræðingur
3. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri

18.3.2018 Höfuðborgarlistinn íhugar framboð

Ný stjórnmálasamtök, Höfuðborgarlistinn, íhugar framboð við borgarstjórnarkosningarnar í vor en samtökin sendu inn skráningu til ríkisskattstjóra í febrúar sl. Í samtali við Morgunblaðið sagði Björg Kristín Sigþórsdóttir að málefnavinna væri í gangi en vildi ekkert gefa upp um stefnumál eða hugsanlega frambjóðendur. Á vef Samtaks sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að Björg Kristín sendi inn athugasemd sem snýr að hugmyndum um borgarlínu.

17.3.2018 Listi framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra

Framboðslisti framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra hefur verið samþykktur. Framboðið er með fjóra sveitarstjórnarmenn af sjö í sveitarstjórn Rangárþings eystra og hreinan meirihluta. Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri sem leiddi listann í síðustu kosningum gefur ekki kost á sér. Listinn er þannig skipaður:

1. Lilja Einarsdóttir, oddviti og hjúkrunarfræðingur 8. Lea Birna Lárusdóttir, nemi
2. Benedikt Benediktsson, sveitarstjórnarmaður og framleiðslustjóri 9. Sigurður Þór Þórhallsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar
3. Rafn Bergsson, bóndi 10.Arnheiður Dögg Einarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
4. Guri Hildstad Ólason, kennari 11.Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi
5. Bjarki Oddsson, lögreglumaður 12.Ágúst Jensson, bóndi
6. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrtifræðingur 13.Heiðar Þór Sigurjónsson, bóndi og smiður
7. Þórir Már Ólafsson, sveitarstjórnarmaður og bóndi 14.Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi

17.3.2018 Þrír í prófkjöri Pírata á Akureyri

Þrír taka þátt í prófkjöri Pírata á Akureyri. Það eru þau Einar Brynjólfsson fv.alþingismaður sem sækist eftir 1.sætinu og þau Guðrún Ágústa Þórdísardóttir og Halldór Arason. Prófkjörið hefst n.k. mánudag og stendur til kl.18 þann 24. mars n.k.

17.3.2018 Fimm í prófkjöri Pírata í Kópavogi

Fimm taka þátt í prófkjöri Pírata í Kópavogi. Prófkjörið hefst n.k. mánudag og lýkur mánudaginn 26. mars kl.15. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sækist eftir 1. sæti og þeir Ásmundur Alma Guðjónsson og Hákon Helgi Leifsson eftir 1.-5.sæti. Að auki gefa þau Ragnheiður Rut Einarsdóttir og Matthías Hjartarson kost á sér.

17.3.2018 Sjö í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði

Sjö bjóða sig fram í prófkjöri Pírata í Hafnarfirði. Prófkjörið hefst n.k. mánudag og lýkur mánudaginn 26. mars kl.15. Kári Valur Sigurðsson sækist eftir 1.sætinu en Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir sækist eftir 1.-2. sæti. Aðrir sem bjóða sig fram eru þau Hallur Guðmundsson, Haraldur R. Ingvason, Hildur Björg Vilhjálmsdóttir, Hlynur Guðjónsson og Ragnar Unnarsson.

17.3.2018 Frambjóðendur í prófkjöri Pírata í Reykjavík

Nítján bjóða sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Eftir því sem  næst verður komist bjóða sex sig fram í fyrsta sætið. Það eru þau: Alexandra Briem, Arnaldur Sigurðarson, Rannveig Ernudóttir, Þórður Eyþórsson, Þórgnýr Thoroddsen og Dóra Björt Guðjónsdóttir sem býður sig fram í 1.-2.sætið. Þá bjóða þeir Birgir Þröstur Jóhannsson og Ævar Hrafn Hafþórsson sig fram í 2.sætið.

Aðrir frambjóðendur eru: Bergþór H. Þórðarson, Elías Halldór Ágústsson, Elsa Nore, Helga Völundardóttir, Kjartan Jónsson, Ólafur Jónsson, Salvör Kristjana Gissuardóttir, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Svafar Helgason, Valgerður Árnadóttir og Þórlaug Ágústsdóttir. Prófkjörið hefst n.k. mánudag og lýkur mánudaginn 26. mars kl.15.

17.3.2018 Fjórir í prófkjöri Pírata í Árborg

Fjórir taka þátt í prófkjöri Pírata í Árborg sem nú stendur yfir og lýkur á hádegi 27. mars n.k. Þau eru Álfheiður Eymarsdóttir, Gunnar E. Sigurbjörnsson, Kristinn Ágúst Eggertsson og Sigurður Ágúst Hreggviðsson.

17.3.2018 Ellefu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Rangárþingi ytra

Ellefu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra sem fram fer 14. apríl n.k. Þátttakendur eru: Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri, Björk Grétarsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi, Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri, Heimir Hafsteinsson, umsjónarmaður fasteigna, Helga Fjóla Guðnadóttir, starfsmaður Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar, Hjalti Tómasson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, grunnskólakennari, Hugrún Pétursdóttir, nemi, Ína Karen Markúsdóttir, deildarstjóri og Sindri Snær Bjarnason, sundlaugarvörður og Sævar Jónsson, húsasmíðameistari.

Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi ytra og hreinan meirihluta. Af þeim gefa Ágúst Sigurðsson og Haraldur Eiríksson kost á sér áfram.

15.3.2018 Listi Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Listi Framsóknar og frjálsra á Akranesi samþykktu framboðslista sinn í kvöld. Elsa Lára Arnardóttir fv.alþingismaður leiðir listinn. Hann er annars þannig:

1. Elsa Lára Arnardóttir, fv.alþingismaður og skrifstofustjóri 10.Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
2. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður 11.Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, nemi
3. Liv Asa Skarstad, húsmóðir 12.Þröstur Karlsson, sjómaður
4. Karitas Jónsdóttir, verkefnastjóri 13.Sigurður Oddsson, vélvirkjanemi
5. Ole Jakob Volden, húsasmiður 14.Maren Rós Steindórsdóttir, verslunarmaður
6. Helga Kristín Björgólfsdóttir, grunnskólakennari 15.Axel Guðni Sigurðsson, rafvirki
7. Alma Dögg Sigurvinsdóttir, BA í stjórnmálafræði 16.Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
8. Ellert Jón Björnsson, viðskiptastjóri 17.Björk Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
9. Hilmar Sigvaldason, ferðamálafrömuður 18. Ingibjörg Pálmadóttir, fv.ráðherra og hjúkrunarfræðingur

17.3.2018 Ellefu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra

Ellefu taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra sem fram fer 14. apríl n.k. Þátttakendur eru: Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri, Björk Grétarsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi, Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri, Heimir Hafsteinsson, umsjónarmaður fasteigna, Helga Fjóla Guðnadóttir, starfsmaður Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar, Hjalti Tómasson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, grunnskólakennari, Hugrún Pétursdóttir, nemi, Ína Karen Markúsdóttir, deildarstjóri og Sindri Snær Bjarnason, sundlaugarvörður og Sævar Jónsson, húsasmíðameistari.

Sjálfstæðisflokkurinn er með fjóra sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi ytra og hreinan meirihluta. Af þeim gefa Ágúst Sigurðsson og Haraldur Eiríksson kost á sér áfram.

15.3.2018 Fimm í prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ

Fimm taka þátt í prófkjöri Pírata sem nú stendur yfir í kosningakerfi flokksins. Þeir Þórólfur Júlían Dagsson og Hrafnkell Brimar Hallmundsson sækjast eftir 1.-2. sætinu. Auk þeirra taka þátt þau Guðmundur Arnar Guðmundsson, Jón Páll Garðarsson og Margrét Sigrún Þórólfsdóttir. Prófkjörinu lýkur á hádegi fimmtudaginn 22. mars n.k. Í kosningunum 2014 hlutu Píratar tæplega 2,5% atkvæða og engan bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Reykjanesbæjar.

15.3.2018 Listi Samfylkingar á Seltjarnarnesi

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi var samþykktur í gærkvöldi. Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi leiðir listann en Margrét Lind Ólafsdóttir hinn bæjarfulltrúi flokksins sest i heiðurssætið. Listinn er þannig skipaður:

1. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi 8. Hildur Ólafsdóttir, verkfræðingur
2. Sigurþóra Bergsdóttir, verkefnastjóri 9. Tómas Gauti Jóhannsson, handritshöfundur
3. Þorleifur Örn Gunnarsson, grunnskólakennari 10.Laufey Elísabet Gissurardóttir, þroskaþjálfi
4. Karen María Jónsdóttir, deildarstjóri 11.Stefanía Helga Sigurðardóttir, frístundaleiðbeinandi
5. Magnús Dalberg, viðskiptafræðingur 12.Árni Emil Bjarnason, bókbindari
6. Helga Charlotte Reynisdóttir, leikskólakennari 13.Gunnlaugur Ástgeirsson, menntaskólakennari
7. Stefán Bergmann, líffræðingur 14.Margrét Lind Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi

14.3.2018 Listi Samfylkingarinnar á Akranesi

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akranesi var samþykktur í gærkvöldi. Valgarður Jónsson bæjarfulltrúi leiðir listann en Ingibjörg Valdimarsdóttir, hinn bæjarfulltrúi flokksins sest í heiðurssætið. Listinn er þannig skipaður:

1. Valgarður Lyngdal Jónsson, bæjarfulltrúi og grunnskólakennari 10.Margrét Helga Ísaksen, háskólanemi
2. Gerður Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður 11.Pétur Ingi Jónsson, lífeindafræðingur
3. Bára Daðadóttir, félagsráðgafi 12.Ragnheiður Stefánsdóttir, sjúkraliði
4. Kristinn Hallur Sveinsson, landfræðingur 13.Guðríður Haraldsdóttir, prófarkalesari
5. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki 14.Ívar Orri Kristjánsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur
6. Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi í umhverfisskipulagi 15.Gunnhildur Björnsdóttir, grunnskólakennari
7. Guðríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari 16.Guðmundur Valsson, mælingaverkfræðingur
8. Uchechukwu Eze, verkamaður 17.Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri
9. Björn Guðmundsson, húsasmiður 18.Ingibjörg Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri

12.3.2018 Björt framtíð, Samfylking, Viðreisn og VG saman í Garðabæ

Stjórnmálaflokkarnir Björt framtíð, Samfylking, Viðreisn og Vinstrihreyfingin grænt framboð hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegan lista við bæjarstjórnarkosningarnar í Garðabæ í vor. Í síðustu bæjarsjórnarkosningum hlaut Samfylkingin tæplega 10% fylgi og einn bæjarfulltrú en Björt framtíð 14,8% og tvo bæjarfulltrúa. Vinstrihreyfingin grænt framboð bauð hins vegar ekki fram og Viðreisn hafði ekki verið stofnuð á þeim tíma.

12.3.2018 H-listinn í Stykkishólmi

H-listi Framfarasinnaðra Hólmara var lagður fram í gær. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut listinn fjóra af sjö bæjarfulltrúum og hreinan meirihluta en enginn þeirra gefur kost á sér nú. Listinn er þannig skipaður:

1. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, varabæjarfulltrúi 8. Anna Margrét Pálsdóttir
2. Gunnlaugur Smárason 9. Gunnar Ásgeirsson
3. Þóra Stefánsdóttir 10.Guðrún Svana Pétursdóttir
4. Steinunn Magnúsdóttir 11.Gísli Pálsson
5. Ásmundur Guðmundsson 12.Elín Ragna Þórðardóttir
6. Hildur Diego 13.Helgi Haraldsson
7. Guðmundur Kolbeinn Björnsson 14.Símon Sturluson

12.3.2018 Björt framtíð býður ekki fram í Reykjavík

Björt framtíð mun ekki bjóða fram í Reykjavík. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en flokkurinn er með tvo borgarfulltrúa og er í meirihlutasamstarfi í Reykjavík. Áður hafði komið fram að einhverjar viðræður eða þreifingar væru í gangi varðandi samstarf Bjartar framtíðar og Viðreisnar en af þeim verður ekki heldur. Þetta mun vera í fyrsta skipti (a.m.k. síðan 1930) að framboð sem hefur kjörna borgarfulltrúa bjóði ekki fram aftur með einhverjum hætti.

11.3.2018 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fór fram um helgina. Helstu tíðindin voru þau að Unnur Lára Bryde bæjarfulltrúi sem féll niður úr þriðja sætinu sem hún skipaði 2014 niður í það áttunda. Röð annarra bæjarfulltrúa er sú sama og í kosningunum 2014 þegar Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fimm bæjarfulltrúa af ellefu. Úrslit prófkjörsins urðu annars þessi.

Atkvæði óskaði eftir sæti 2014
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs 539 63,49% í 1.sæti 1.sæti 1.sæti
Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi 315 37,10% 1.-2.sæti 2.sæti 2.sæti
Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi 317 37,34% 1.-3.sæti 2.sæti 4.sæti
Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi 354 41,70% 1.-4.sæti 3.sæti 5.sæti
Kristín Thoroddsen, flugfreyja og varabæjarfulltrúi 344 40,52% 1.-5.sæti 2.sæti 6.sæti
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri 383 45,11% 1.-6.sæti 3.-4.sæti
Unnur Lára Bryde, bæjarfulltrúi 362 42,64% 1.-7.sæti 2.sæti 3.sæti
Skarphéðinn Orri Björnsson, varabæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 349 41,11% 1.-8.sæti 3.-5.sæti 7.sæti
Aðrir:
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar 3.-4.sæti
Einar Freyr Bergsson, framhaldsskólanemi 4.-6.sæti
Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir, framhaldsskólanemi 5.-6.sæti
Lovísa Björg Traustadóttir, iðnrekstrarfræðingur og meistaranámsnemi 3.sæti
Magnús Ægir Magnússon, fjármálaráðgjafi
Tinna Hallbergsdóttir, gæðafulltrúi 4.sæti
Atkvæði greiddu 876. Auðir og ógildir voru 27. Gild atkvæði 849.

11.3.2018 Listi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hefur verið birtur. Tveir af þremur bæjarfulltrúum flokksins hætta í vor en listinn er annars svona:

1. Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi 12.Dagbjört Rún Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi
2. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri og varabæjarfulltrúi 13.Matthías Freyr Matthíasson, laganemi
3. Sigrún Sverrisdóttir, leiðbeinandi 14.Svava Björg Mörk, doktorsnemi
4. Stefán Már Gunnlaugsson, prestur 15.Guðjón Karl Arnarson, forstöðumaður
5. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari 16.Þórunn Blöndal, málfræðingur
6. Sigríður Ólafsdóttir, leikskólastjóri 17.Colin Arnold Dalymple, stjórnmálafræðingur
7. Steinn Jóhannsson, konrektor 18.Elín Bára Baldursdóttir, þjónn
8. Sigurbjörg Anna Guðnadóttir, stærðfræðingur 19.Gylfi Ingvarsson, vélvirki og formaður 60+
9. Einar Pétur Heiðarsson, verkefnastjóri 20.Dóra Hansen, innanhússarkitekt
10.Vilborg Harðardóttir, háskólanemi 21.Gunnar Axel Axelsson, bæjarfulltrúi
11.Sverrir Jörstad Sverrisson, aðstoðarleikskólastjóri 22.Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi

10.3.2018 Listi Vinstri grænna í Kópavogi

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi var lagður fram í vikunni. Bæjarfulltrúi flokksins leiðir listann Hann er þannig skipaður:

1. Margrét Júlía Rafnsdóttir, bæjarfulltrúi, umhverfisfræðingur og kennari 12.Margrét S. Sigurbjörnsdóttir, menntaskólakennari
2. Amid Derayat, fiskifræðingur 13.Einar Ólafsson, rithöfundur og fv.bókvörður
3. Rósa Björg Þorsteinsdóttir, kennari, M.ed. Í fjölmenningarfræðum 14.Mohammed Omer Ibrahim, jarðfræðingur
4. Pétur Fannberg Víglundsson, verslunarstjóri 15.Helga Reinhardsdóttir, skjalavörður
5. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi 16.Signý Þórðardóttir, þroskaþjálfi
6. Hreggviður Norðdahl, jarðfræðingur 17.Gísli Baldvinsson, kennari og stjórnmálafræðingur
7. Bragi Þór Thoroddsen, lögfræðingur 18.Gísli Skarphéðinsson, fv.skipstjóri
8. Helgi Hrafn Ólafsson, íþróttafræðingur 19.Þuríður Backman, fv.alþingismaður
9. Anna Þorsteinsdóttir, landvörður og leiðsögumaður 20.Þóra Elva Björnsson, setjari
10.Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis-, menntunar- og fjölskyldufræðingur 21.Steinar Lúðvíksson, ellilífeyrisþegi
11.Rakel Ýr Ísaksen, leikskólakennari og sérkennslustjóri 22.Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og alþingismaður

9.3.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Árborg

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Árborg hefur verið lagður fram. Fjórir af fimm bæjarfulltrúum flokksins gefa kost á sér áfram en flokkurinn er með meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Listinn er þannig skipaður:

1. Gunnar Egilsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 10.Helga Þórey Rúnarsdóttir, leikskólakennari
2. Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi 11.Axel Ingi Viðarsson, framkvæmdastjóri
3. Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi 12.Ragnheiður Guðmundsdóttir, garðyrkjufræðingur
4. Ari Björn Thorarensen, fangavörður og bæjarfulltrúi 13.Gísli Á. Jónsson, húsasmíðameistari
5. Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri og bæjarfulltrúi 14.Sigríður Guðmundsdóttir, form.Félags eldri borgara
6. Sveinn Ægir Birgisson, skólaliði 15.Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, nemi
7. Þórhildur Ingvadóttir, dagforeldri 16.Gísli Gíslason, flokksstjóri
8. Magnús Gíslason, sölustjóri 17.Guðrún Guðbjartsdóttir, skrifstofumaður
9. Karolína Zoch, aðstoðarverslunarstjóri 18.Sandra Dís Hafþórsdóttir, fjármálastjóri og bæjarfulltrúi

8.3.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð er kominn fram en flokkurinn er með þrjá af níu sveitarstjórnarmenn í sveitarfélaginu. Björk Bjarki Þorsteinsson sem leitt hefur lista flokksins undanfarin kjörtímabil dregur sig nú í hlé. Listinn er þannig skipaður:

1. Lilja Björg Ágústsdóttir, grunnskólakennari og lögfræðingur 10.Sigurþór Ágústsson, verkamaður
2. Silja Eyrún Steingrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur og skrifstofustjóri 11.Íris Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur
3. Sigurður Guðmundsson, íþróttafræðingur 12.Fannar Þór Kristjánsson, smiður
4. Axel Freyr Eiríksson, kennaranemi 13.Vilhjálmur Egilsson, rektor
5. Sigurjón Helgason, bóndi 14.Þorlákur Magnús Níelsson, matreiðslumeistari
6. Haraldur M. Stefánsson, grasvalla- og íþróttafræðingur 15.Guðrún María Harðardóttir, fv.póstmeistari
7. Gunnar Örn Guðmundsson, dýralæknir 16.Magnús B. Jónsson, fv.skólastjóri
8. Heiða Dís Fjeldsted, bóndi og reiðkennari 17.Ingibjörg Hargarve, húsmóðir
9. Bryndís Brynjólfsdóttir, viðskiptafræðingur og bústjóri 18.Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

7.3.2018 Reykjavík staða framboðsmála

Í Reykjavíkurborg er staða mála fyrir komandi borgarstjórnarkosningar að skýrast. Borgarfulltrúum fjölgar úr 15 í 23 í vor og líkur eru til að framboð verði fleiri en nokkurn tímann áður.

  • A- Björt framtíð – stefna á framboð, hugsanlega með Viðreisn
  • B- Framsóknarflokkur – hefur birt 6 efstu sætin
  • C- Viðreisn – hefur auglýst eftir frambjóðendum, hugsanlegt framboð með Bjartri framtíð
  • D- Sjálfstæðisflokkur – framboðslisti hefur verið lagður fram
  • E- Íslenska þjóðfylkingin – stefnir á framboð, er að safna meðmælendum
  • F- Flokkur fólksins – stefnir á framboð eftir því sem best er vitað
  • M- Miðflokkurinn – hefur birt 11 efstu sætin
  • P- Píratar – undirbúningur að prófkjöri hafinn
  • R- Alþýðufylkingin – stefnir á framboð
  • S- Samfylkingin – framboðslisti hefur verið lagður fram
  • V- Vinstrihreyfingin grænt framboð – forvali lokið
  • Frelsisflokkurinn – hefur birt efsta sætið
  • Sósíalistaflokkur Íslands- stefnir á framboð

7.3.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði

Listi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði var samþykktur í gærkvöldi. Flokkurinn er  með hreinan meirihluta í bæjarstjórn, fjóra fulltrúa af sjö. Listinn er þannig skipaður:

1. Eyþór H. Ólafsson, verkfræðingur og forseti bæjarstjórnar 8. Ingibjörg Zoëga, húsmóðir
2. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, verslunarstjóri og blómaskreytir 9. Davíð Ernir Kolbeins, leikhússtarfsmaður
3. Friðrik Sigurbjörnsson, viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi 10.Thelma Rós Kristinsdóttir, skrifstofustjóri
4. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri 11.Sigurður Páll Ásgeirsson, starfsmaður í ferðaþjónustu
5. Alda Pálsdóttir, verkefnastjóri 12.Elín Káradóttir, stjórnmálafræðingur
6. Sigurður Einar Guðjónsson, verkefnastjóri 13.Sæunn Freydís Grímsdóttir, myndlistarmaður
7. Jakob Fannar Hansen, flugmaður 14.Helgi Þorsteinsson, múrarameistari og kirkjuvörður

7.3.2018 Listi Vinstri grænna á Akureyri

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri var samþykktur í gærkvöldi. Listann leiðir Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi flokksins. Listinn er þannig skipaður:

1. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi 12.Anna María Hjálmarsdóttir, ráðgjafi
2. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, söngkona og starfsm.bílaleigu 13.Ólafur Kjartansson, vélvirki
3. Edward H. Huijbens, prófessor 14.Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastýra
4. Inga Elísabet Vésteinsdóttir, landfræðingur 15.Wolfgang Frosti Sahr, framhaldsskólakennari
5. Finnur Dúa, grafískur hönnuður 16.Arnfríður Kjartansdóttir, sálfræðingur
6. Þuríður Sólveig Árnadóttir, sjúkraþjálfari 17.Sigmundur Sigfússon, geðlæknir
7. Valur Sæmundsson, kennari og tölvunarfræðingur 18.Hildur Friðriksdóttir, bókavörður og verkefnastjóri
8. Ásrún Ýr Gestsdóttir, starfar við umönnun 19.Samúel Lúkas Rademaker, sjálfstætt starfandi
9. Hermann Arason, framkvæmdastjóri 20.Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari og sundþjálfari
10.Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, sérfræðingur í málefnum barna 21.Guðmundur Árni Sigurjónsson, myndlistarmaður
11.Einar Gauti Helgason, matreiðslunemi 22.Kristín Sigfúsdóttir, fv.bæjarfulltrúi

6.3.2018 Listi sjálfstæðismanna og óháðra á Grundarfirði

Framboðslisti sjálfstæðismanna og óháðra á Grundarfirði hefur birt framboðslista sinn en framboðið hefur þrjá af sjö sveitarstjórnarmönnum í sveitarfélaginu.

1. Jósef Ó. Kjartansson, sveitarstjórnarmaður 8. Runólfur J. Kristjánsson
2. Heiður Björk Fossberg Óladóttir 9. Sigríður G. Arnardóttir
3. Unnur Þóra Sigurðardóttir 10.Tómas Logi Hallgrímsson
4. Rósa Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarmaður 11.Unnur Birna Þórhallsdóttir
5. Bjarni Sigurbjörnsson 12.Valdís Ásgeirsdóttir
6. Eygló Bára Jónsdóttir 13.Arnar Kristjánsson
7. Bjarni Georg Einarsson, sveitarstjórnarmaður 14.Þórey Jónsdóttir

6.3.2018 Viðreisn býður ekki fram á Akureyri

Á Rúv.is kemur fram að Viðreisn mun ekki bjóða fram í eigin nafni á Akureyri. Formaður Viðreisnar á Akureyir, Hildur Betty Kristjánsdóttir, mun hins vegar taka sæti á L-listanum. Áður hafði Preben Jón Pétursson bæjarfulltrúi Bjartar framtíðar sagt að hann muni taka sæti á L-listanum.

6.3.2018 Gunnlaugur Ingvarsson efstur hjá Frelsisflokknum í Reykjavík

Gunnlaugur Ingvarsson formaður Frelsisflokksins og helsti talsmaður mun skipa efsta sætið á lista Frelsisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fullskipaður listi mun líta dagsins ljós fljótlega eftir því sem segir í tilkynningu frá flokknum.

6.3.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ

Margrét Sanders leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ en bæjarfulltrúarnir Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson sem hafa verið í forystu undanfarin kjörtímabil gefa ekki kost á sér áfram. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í kosningunum 2014 og hefur nú fjóra bæjarfulltrúa af ellefu. Listinn er þannig skipaður:

1. Margrét Sanders, ráðgjafi 12.Kristján Rafn Guðnason, yfirverkstjóri
2. Baldur Þ. Guðmundsson, bæjarfulltrúi 13.Barbara María Sawka, sjúkaliði
3. Anna S. Jóhannesdóttir, rekstrar- og mannauðsstjóri 14.Sigurður Mar Stefánsson, bókari
4. Ríkharður Ibsen, framkvæmdastjóri 15.Anna Steinunn Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur
5. Andri Örn Víðisson, kerfisfræðingur 16.Grétar Guðlaugsson, verkefnastjóri og byggingafræðingur
6. Hanna Björg Konráðsdóttir, lögfræðingur 17.Birgitta Rún Birgisdóttir, flugfreyja
7. Ísak Ernir Kristinsson, háskólanemi 18.Páll Orri Pálsson, framhaldsskólanemi
8. Þuríður B. Ægisdóttir, stjórnmálafræðingur 19.Karólína Júlíusdóttir, viðskiptamenntun
9. Sigrún Inga Ævarsdóttir, verkefnastjóri 20.Albert Albertsson, hugmyndasmiður
10.Brynjar F. Garðarsson, háskólanemi 21.Böðvar Jónsson, viðskiptafræðingur og bæjarfulltrúi
11.Jónína Birgisdóttir, ljósmóðir 22.Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi og fv.bæjarstjóri

6.3.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur í gærkvöldi. Sex bæjarfulltrúar flokksins skipa efstu sæti listans og í sömu röð og í kosningunum 2014. Sjálfstæðisflokkurinn er með sjö af ellefu fulltrúum bæjarstjórn Garðabæjar. Listinn er þannig skipaður:

1. Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður og bæjarfulltrúi 12.Þorri Geir Rúnarsson, háskólanemi
2. Sigríður Hulda Jónsdóttir, ráðgjafi og bæjarfulltrúi 13.Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, menntaskólanemi
3. Sigurður Guðmundsson, lögfræðingur og bæjarfulltrúi 14.Kristjana Sigursteinsdóttir, kennari
4. Gunnar Valur Gíslason, verkfræðingur og bæjarfulltrúi 15.Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri
5. Jóna Sæmundsdóttir, lífeindafræðingur og bæjarfulltrúi 16.Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, skipulagsfræðingur
6. Almar Guðmundsson, hagfræðingur og bæjarfulltrúi 17.Guðrún Jónsdóttir, tannlæknir
7. Björg Fenger, lögfræðingur 18.Sigrún Gísladóttir, fv.skólastjóri
8. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri 19.María Guðjónsdóttir, lögfræðingur
9. Guðfinnur Sigurvinsson, stjórnsýslufræðingur 20.Hrannar Bragi Eyjólfsson, háskólanemi
10.Stella Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur 21.Eiríkur K. Þorbjörnsson, tæknifræðingur
11.Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri 22.Stefanía Magnúsdóttir, form.Fél.eldri borgara

5.3.2018 Sameiginlegt framboð Bjartar framtíðar og Viðreisnar í Kópavogi

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Björt framtíð og Viðreisn verði með sameiginlegt framboð í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi í vor. Theodóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar mun leiða listann og Einar Þorvarðarson fv.framkvæmdastjóri HSÍ verða í öðru sæti.

4.3.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Dalvíkurbyggð

Listi Sjálfstæðisflokksins í Dalvíkurbyggð er kominn fram. Gunnþór Gunnþórsson leiðir listann eins og í kosningunum 2014 en Valdemar Þór Viðarsson sem var í öðru sæti færist niður í það þriðja. Í þriðja sætið kemur Þórunn Andrésdóttir sem skipaði 9.sætið 2014. Sjálfstæðisflokkurinn er með tvo fulltrúa í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. Listinn er þannig skipaður:

1. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi 8. Birta Dís Jónsdóttir, verslunarmaður og nemi
2. Þórunn Andrésdóttir, móttökuritari 9. Garðar Már Garðarsson, nemi og knattspyrnumaður
3. Valdemar Þór Viðarsson, sveitarstjórnarfulltrúi og ökukennari 10.Dana Jóna Sveinsdóttir, húsmóðir
4. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, snyrtifræðingur og flugnemi 11.Gunnar Eiríksson, aðstoðarverkstjóri
5. Haukur Arnar Gunnarsson, viðskiptastjóri 12.Rúna Kristín Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og launafulltrúi
6. Eva Björg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur 13.Guðbjörg Anna Óladóttir, verslunarmaður
7. Júlíus Magnússon, sjómaður og matartæknir 14.Björgvin Gunnlaugsson, fv.skipstjóri og lífeyrisþegi

4.3.2018 Tómas Ellert leiðir lista Miðflokksins í Árborg

Samkvæmt tilkynningu fra Miðflokksfélaginu í Árborg mun Tómas Ellert Tómasson leiða lista flokksins í Sveitarfélaginu Árborg. Tómas Ellert var varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kjörtímabilinu 2010-2014.

4.3.2018 Listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra

Framboðslisti sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra er kominn fram. Listinn hlaut tvo af sjö sveitarstjórnarfulltrúum í síðustu kosningum. Listinn er þannig skipaður:

1. Anton Kári Halldórsson, byggingafulltrúi 8. Kristján Fr. Kristjánsson
2. Elín Fríða Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur 9. Ingveldur Anna Sigurðardóttir
3. Guðmundur Viðarsson, bóndi og atvinnurekandi 10.Bragi Ágúst Lárusson
4. Harpa Mjöll Kjartansdóttir, ferðaskipuleggjandi 11.Ragnheiður Jónsdóttir
5. Angelia Fjóla Vilhjálmsdóttir, 12.Páll Eggertsson
6. Baldur Ólafsson 13.Heiða Björg Scheving
7. Esther Sigurpálsdóttir 14.Svavar Hauksson

3.3.2018 Framboðslisti Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi

Listi Framsóknarflokks og félagshyggjufólks í Norðurþingi var samþykktur í dag. Gunnlaugur Stefánsson bæjarfulltrúi flokksins hættir og sest í heiðurssæti listans. Listinn er sem hér segir:

1. Hjálmar Bogi Hafliðason, kennari og deildarstjóri 10.Sigursveinn Hreinsson
2. Hrund Ásgeirsdóttir, bóndi og kennari 11.Gísli Þór Briem
3. Bergur Elías Ágústsson, ráðgjafi 12.Jana Björg Róbertsdóttir
4. Bylgja Steingrímsdóttir 13.Unnsteinn Ingi Júlíusson
5. Heiðar Hrafn Halldórsson 14.Eva Matthildur Benediktsdóttir
6. Eiður Pétursson 15.Sigríður Benediktsdóttir
7. Lilja Skarphéðinsdóttir 16.Jónas Þór Viðarsson
8. Aðalgeir Bjarnason 17.Áslaug Guðmundsdóttir
9. Hróðný Lund 18.Gunnlaugur Stefánsson, bæjarfulltrúi

3.3.2018 Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri

Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur í morgun. Efstu sætin skipa núverandi bæjarfulltrúar flokksins. Listi er annars þannig:

1. Guðmundar Baldvin Guðmundsson, form.bæjarráðs 12.Katrín Ásgrímsdóttir, garðyrkjufræðingur
2. Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri 13.Gunnar Þórólfsson, verkamaður
3. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, búfjárerfðafræðingur 14.Ólöf Rún Pétursdóttir, nemi
4. Tryggvi Már Ingvarsson, landmælingaverkfræðingur 15.Siguróli M. Sigurðsson, sagnfræðingur
5. Sunna Hlín Jóhannesdóttir, framhaldsskólakennari 16.Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður
6. Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fv.bæjarfulltrúi 17.Árni Gísli Magnússon, sölumaður
7. Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður 18.Petrea Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
8. Sverre Andreas Jakobsson, MSc fjármál og alþjóðleg viðskipti 19.Guðrún Rúnarsdóttir, bókari
9. Óskar Ingi Sigurðsson, rafmagnsiðnfræðingur og kennari 20.Ólafur Ásgeirsson, fv.aðstoðaryfirlögregluþjónn
10.Anna Rakel Pétursdóttir, nemi og knattspyrnukona 21.María Ingadóttir, bókari
11.Grétar Ásgeirsson, flokksstjóri og vélamaður 22.Páll H. Jónsson, eldri borgari

2.3.2018 Björt framtíð ekki fram á Akureyri

Björt framtíð mun ekki bjóða fram í komandi bæjarstjórnarkosningum á Akureyri. Þetta kemur fram á RUV.is. Flokkurinn hlaut 9.4% í síðustu bæjarstjórnarkosningum og einn bæjarfulltrúa. Í alþingiskosningunum í haust tapaði flokkurinn hins vegar miklu fylgi og féll út af þingi. Preben Jón Pétursson bæjarfulltrúi flokksins ætlar hins vegar að vinna með L-listanum en segist ekki ætla að taka sæti ofarlega á lista.

1.3.2018 Listi Framsóknarmanna o.fl. í Sveitarfélaginu Hornafirði

Framboðslisti Framsóknarmanna og stuðningsmanna þeirra í Sveitarfélaginu Hornafirði hefur verið lagður fram. Hann er þannig:

1. Ásgerður K. Gylfadóttir, hjúkrunarstjóri 8. Nejra Mestovic, verkefnastjóri
2. Ásgrímur Ingólfsson, skipstjóri 9. Steinþór Jóhannsson, framkvæmdastjóri
3. Erla Þórhallsdóttir, leiðsögumaður 10.Arna Ósk Harðardóttir, skrifstofumaður
4. Björgvin Óskar Sigurjónsson, verkfræðingur 11.Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri
5. Kristján S. Guðnason, matreiðslumaður 12.Erla Rún Guðmundsdóttir, bóndi
6. Íris Heiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri 13.Kolbrún Reynisdóttir, þroskaþjálfi
7. Finnur Smári Torfason, forritari 14.Reynir Arnarson, framkvæmdastjóri

28.2.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi er kominn fram. Flokkurinn hefur nú fimm af níu fulltrúum í bæjarstjórn og hreinan meirihluta. Listinn er þannig skipaður:

1. Rakel Óskarsdóttir, verslunarmaður og bæjarfulltrúi 10.Ester Magnúsdóttir, viðburðarstjóri
2. Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri 11.Ingþór Bergmann Þórhallsson, verslunarstjóri
3. Einar Brandsson, tæknistjóri og bæjarfulltrúi 12.Rúna Björg Sigurðardóttir, einkaþjálfari
4. Ólafur Adolfsson, lyfsali og bæjarfulltrúi 13.Guðmundur Brynjar Júlíusson, nemi og verkamaður
5. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi 14.Ólöf Linda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
6. Kristjana Helga Ólafsdóttir, verslunarmaður og viðskiptafræðingur 15.Daníel Heimisson, háskólanemi
7. Stefán Þórðarson, bifreiðastjóri 16.Ólafur Grétar Ólafsson, fv.skrifstofmaður
8. Aldís Ylfa Heimsdóttir, háskólanemi 17.Eiríkur Jónsson, sjómaður
9. Carl Jóhann Gränz, vaktmaður 18.Sigríður Indriðadóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi

27.2.2018 Listi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ

Listi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ er kominn fram. Bæjarfulltrúar flokksins leiða listann. Hann er þannig:

1. Anna Sigríður Guðnadóttir, bæjarfulltrúi og stjórnsýslu- og upplýsingafr. 10.Brynhildur Hallgrímsdóttir, stjórnmálafræðinemi
2. Ólafur Ingi Óskarsson, bæjarfulltrúi og kerfisfræðingur 11.Andrés Bjarni Sigurvinsson, kennari og leikstjóri
3. Steinunn Dögg Steinsen, framkvæmdastjóri 12.Lísa Sigríður Greipsson, deildarstjóri
4. Samson Bjarnar Harðarson, lektor 13.Jón Eiríkíksson, eftirlaunaþegi
5. Branddís Snæfríðardóttir, laga- og stjórnmálafræðinemi 14.Sólborg Alda Pétursdóttir, verkefnisstjóri og náms-og starfsráðgjafi
6. Jónas Þorgeir Sigurðsson, vaktstjóri 15.Finnbogi Rútur Hálfdánarson, lyfjafræðingur
7. Gerður Pálsdóttir, þroskaþjálfi 16.Kristín Sæunnar Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
8. Andrea Dagbjört Pálsdóttir, kaffibarþjónn 17.Guðbjörn Sigvaldason, verslunarmaður
9. Daníel Óli Ólafsson, læknanemi 18.Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndaleikstjóri

24.2.2018 Úrslit í forvali VG í Reykjavík

Forval Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík fór fram í dag. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi varð í fyrsta sæti en í öðru sæti varð Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi. Þorsteinn V. Einarsson hlaut þriðja sætið með 37 atkvæði umfram Gústaf Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Hreindís Ylva Garðarsdótir varð í 4. sæti 47 atkvæðum á undan Gústaf Adolf. Réne Biason varð síðan í því fimmta 37 atkvæðum á undir Gústaf Adolf.

Vinstrihreyfingin grænt framboð er með einn borgarfulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Samtals greiddu 493 atkvæði en þar af voru 4 atkvæði auð eða ógild og urðu úrslit þessi:

1. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi 401 82,00%  1.sæti
2. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi 311 63,60%  1.-2.sæti
3. Þorsteinn V. Einarsson 164 33,54%  1.-3.sæti
4. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona 210 42,94%  1.-4.sæti
5. René Biasone, sérfræðingur 218 44,58%  1.-5.sæti
6. Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi 181 37,01%  1.-5.sæti
7. Björn Teitsson, blaðamaður
8. Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari
9. Hermann Valsson, grunnskólakennari
10.Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður
11.Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundarfræðingur

24.2.2018 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fór fram í dag. Samtals greiddu 208 atkvæði en Hjálmar Hallgrímsson leiðir listann áfram en nýr einstaklingur kemur nýr inn í annað sætið, Birgitta Káradóttir. Guðmundur Pálsson sem var í 2.sæti færist niður í það 3. og Jóna Rut Jónsdóttir bæjarfulltrúi færist niður í það 4. úr 3.sætinu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrjá bæjarfulltrúa í Grindavík. Úrslitin urðu þessi:

1. Hjálmar Hallgrímsson, bæjarfulltrúi
2. Birgitta Káradóttir,
3. Guðmundur Pálsson, bæjarfulltrúi
4. Jóna Rut Jónsdóttir, bæjarfulltrúi
5. Irmý Rós Þorsteinsdóttir
Neðar lentu:
Gunnar Ari Harðarson
Hulda Kristín Smáradóttir

24.2.2018 Efstu sæti Miðflokksins í Reykjavík

Miðflokkurinn í Reykjavík kynnti í dag ellefu efstu sætin á framboðslista sínum en áður hafði flokkrinn kynnt oddvita flokksins. Í efstu sætunum eru:

1. Vigdís Hauksdóttir, fv.alþingismaður 7. Trausti Harðarson, framkvæmdastjóri
2. Vilborg G. Hansen, landfræðingur og fasteignasali 8. Viðar Freyr Guðmundsson, rafeindavirki
3. Baldur Borgþórsson, einkaþjálfari 9. Kristín Jóna Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri
4. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, markþjálfi 10.Örn Bergmann Jónsson, nemi og bóksali
5. Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur 11. Linda Jónsdóttir, einkaþjálfari
6. Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, aðstoðardeildarstjóri

24.2.2018 Listi Samfylkingar og óháðra í Reykjanesbæ

Listi Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ hefur verið lagður fram. Efstu sætin skipa bæjarfulltrúar listans. Listinn er annars sem hér segir:

1. Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi 12.Sindri Stefánsson, hjúkrunrafræðinemi
2. Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi 13.Hulda Björk Stefánsdóttir, leikskólastjóri
3. Styrmir Gauti Fjeldsted, B.Sc. í rekstrarverkfræði 14.Simon Cramer Larsen, framhaldsskólakennari
4. Eydís Hentze Pétursdóttir, meistaranemi 15.Hjörtur Magnús Guðbjartsson, sérfræðingur
5. Guðrún Ösp Theodórsdóttir, hjúkrunarfræðingur 16.Jurgita Milleriene, grunnskólakennari
6. Sigurrós Antonsdóttir, hársnyrtimeistari 17.Þórdís Elín Kristinsdóttir, félagsráðgjafi
7. Jón Haukur Hafsteinsson, forstöðumaður 18.Bjarni Stefánsson, málarameistari
8. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri og nemi 19.Kristjana E. Guðlaugsdóttir, viðskiptafræðingur
9. Elfa Hrund Guttormsdóttir, félagsráðgjafi 20.Vilhjálmur Skarphéðinsson, eldri borgari
10.Valur Ármann Gunnarsson, leigubifreiðastjóri 21.Hrafnhildur Gunnarsdóttir, eldri borgari
11.Íris Ósk Ólafsdóttir, rekstrarhagfræðingur 22.Ingvar Hallgrímsson, rafvirkjameistari

24.2.2018 Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjavík var samþykktur í dag. Efstu sætin byggja á forvali flokksins.

1. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri 24.Ída Thorlacius Finnbogadóttir, mannfræðingur
2. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi 25.Ari Guðni Hauksson, nemi
3. Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi 26.Sigrún Skaftadóttir, nemi og plötusnúður
4. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi 27.Alexander Harðarson, frístundaráðgjafi
5. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi 28.Eldey Huld Jónsdóttir, félagsráðgjafi og kennari
6. Sabine Leskopf, túlkur og löggiltur skjalaþýðandi 29.Ása Elín Helgadóttir, nemi
7. Guðrún Ögmundsdóttir, fv.alþingismaður 30.Sigurður Svavarsson, bókaútgefandi
8. Magnús Mér Guðmundsson, varaborgarfulltrúi 31.Jana Thuy Helgadóttir, túlkur
9. Ragna Sigurðardóttir, læknanemi og form.Stúdentaráðs 32.Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglumaður
10.Ellen Jacquline Calmon, fv.form.ÖBÍ 33.Magnús Ragnarsson, organisti
11.Aron Leví Beck Rúnarsson, byggingafræðingur 34.Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona og aktívisti
12.Dóra Magnúsdóttir, landfræðingur og fararstjóri 35.Nikólína Hildur Sverinsdóttir, nemi
13.Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri 36.Rúnar Geimundsson, framkvæmdastjóri
14.Þorkell Heiðarsson, náttúrufræðingur 37.Sólveig Jónasdóttir, upplýsingafulltrúi SFR
15.Berglind Eyjólfsdóttir, lögreglukona 38.Stefán Benediktsson, fv.alþingismaður
16.Sara Björg Sigurðardóttir, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur 39.Sassa Eyþórsdóttir, iðjuþjálfi
17.Ásmundur Jóhannsson, verkfræðinemi 40.Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, form.Ungra jafnaðarmanna
18.Margrét M. Norðdahl, myndlistarkona 41. Ellert B. Schram, fv.alþingismaður
19.Teitur Atlason, fulltrúi á Neytendastofu 42.Margrét Pálmadóttir, kórstjóri
20.Sigurveig Margrét Stefánsdóttir, læknir 43.Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona
21.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur 44.Sigurður E. Guðmundsson, fv.borgarfulltrúi
22.Sonja Björg Jóhannsdóttir, gjaldkeri UJ 45.Adda Bára Sigfúsdóttir, fv.borgarfulltrúi
23.Ólafur Örn Ólafsson, framreiðslumaður 46.Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fv.borgarstjóri

23.2.2018 14 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði

Fjórtán bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði en framboðsfrestur rann út í vikunni. Af þeim sem bjóða sig fram eru allir fimm bæjarfulltrúar flokksins og tveir fyrstu varamenn í bæjarstjórn. Frambjóðendur eru:

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar
Einar Freyr Bergsson, framhaldsskólanemi
Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir, framhaldsskólanemi
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri
Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi
Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi
Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi
Kristín Thoroddsen, flugfreyja og varabæjarfulltrúi
Lovísa Björg Traustadóttir, iðnrekstrarfræðingur og meistaranámsnemi
Magnús Ægir Magnússon, fjármálaráðgjafi
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs
Skarphéðinn Orri Björnsson, varabæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
Tinna Hallbergsdóttir, gæðafulltrúi
Unnur Lára Bryde, bæjarfulltrúi

23.2.2018 Listi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ var lagður fram í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

1. Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur 12.Aðalheiður Halldórsdóttir, grunnskólakennari
2. Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður 13.Guðmundur Stefán Gunnarsson, ráðgjafi
3. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennslufræðingur 14.Drífa Sigfúsdóttir, fv.forseti bæjarstjórnar
4. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur 15.Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari
5. Bjarni Páll Tryggvason, flugumferðarstjóri 16.Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari
6. Eva Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur 17.Hólmfríður Guðmundsdóttir, ellilífeyrisþegi
7. Sigurður Guðjónsson, löggiltur bifreiðasali 18.Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari
8. Halldór Ármannsson, útgerðarmaður 19.Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, tollvörður
9. Magnea Herborg Björnsdóttir, leikskólakennari 20.Oddný Mattadóttir, húsmóðir
10.Jóhanna María Kristinsdóttir, söngkona 21.Ingvi Þór Hákonarson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
11.Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur 22.Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur

22.2.2018 Sex efstu sæti Framsóknarflokks í Reykjavík

Framsóknarflokkurinn kynnti sex efstu sætin á framboðslista sínum fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í kvöld. Þau skipa:

1. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fv.varaþingmaður
2. Snædís Karlsdóttir, lögfræðingur
3. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og form.Hagsmunasamt.heimilanna
4. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, kennari
5. Sandra Óskarsdóttir, kennaranemi og stuðningsfulltrúi
6. Bergþór Smári Pálmason Sighvats, nemi

22.2.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var samþykktur í dag. Borgarfulltrúarnir Áslaug María Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon eru ekki á listanum. Listinn er annars þannig skipaður:

1. Eyþór Laxdal Arnalds, framkvæmdastjóri 24.Elísabet Gísladóttir, djákni
2. Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur 25.Guðmundur Edgarsson, kennari
3. Valgerður Sigurðardóttir, skrifstofu- og þjónstustjóri 26.Steinunn Anna Hannesdóttir, verkfræðingur
4. Egill Þór Jónsson, teymisstjóri 27.Friðrik Ármann Guðmundsson, kaupmaður
5. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og kennari 28.Gylfi Þór Sigurðsson, hagfræðingur
6. Katrín Atladóttir, forritari 29.Eva Dögg M. Sigurgeirsdóttir, atvinnurekandi
7. Örn Þórðarson, framhaldssk.kennari og varaborgarfulltrúi 30.Elísabet Inga Sigurðardóttir, laganemi
8. Björn Gíslason, varaborgarfulltrúi 31.Eyþór Eðvarðsson, framkvæmdastjóri
9. Jórunn Pála Jónasdóttir, lögfræðingur 32.Ágústa Tryggvadóttir, hagfræðinemi
10.Alexander Witold Bogdanski, viðskiptafræðingur 33.Oddur Þórðarson, menntaskólanemi
11.Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sálfræðinemi 34.Vala Pálsdóttir, viðskiptafræðingur
12.Ólafur Kr. Guðmundsson, umferðarsérfræðingur 35.Jónas Jón Hallsson, dagforeldri
13.Þórdís Pálsdóttir, grunnskólakennari 36.Ívar Pálsson, viðskiptafræðingur
14.Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra 37.Hafsteinn Númason, leigubílstjóri
15.Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður 38.Ingveldur Fjeldsted, fulltrúi
16.Inga María Hlíðar Thorsteinsson, ljósmóðir 39.Kristín Lilja Sigurðardóttir, háskólanemi
17. Nína Margrét Grímsdóttir, Dr., píanóleikari 40.Bertha Biering, ritari
18.Elín Jónsdóttir, lögfræðingur 41.Helga Möller, söngkona
19.Þorlákur Einarsson, sagnfræðingur og listaverkasali 42.Hafdís Björk Hannesdóttir, húsmóðir
20.Halldór Karl Högnason, rafmagnsverkfræðingur 43.Arndís Thorarensen, stærðfræðingur
21.Ingvar Smári Birgisson, lögfræðingur 44.Páll Þorgeirsson, heimilislæknir
22.Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri 45.Ágústa Guðmunsdóttir, prófessor
23.Friðrik Þór Gunnarsson, hagfræðingur 46.Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi

19.2.2018 Sjö í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík

sjalfstflSjö gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík sem fer fram laugardaginn 24.febrúar n.k. Þau eru:

sækist eftir 2014
Hjálmar Hallgrímsson 1.sæti 1.sæti
Jóna Rut Jónsdóttir 2.sæti 3.sæti
Birgitta Káradóttir 2.-3.sæti 10.sæti
Guðmundur Pálsson 3.sæti 2.sæti
Gunnar Ari Harðarson 4.-6.sæti 9.sæti
Hulda Kristín Smáradóttir 5.-7.sæti
Irmý Rós Þorsteinsdóttir 5.-7.sæti

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Grindavík í kosningunum 2014.

18.2.2018 Sósíalistaflokkurinn í borgarmálin

Sósíalistaflokkur Ísands stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var samþykkt á fundi flokksins í dag.

Það gæti því stefnt í þrettán framboð verði við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þeir eru: Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Frelsisflokkurinn auk Sósíalistaflokks Íslands.

17.2.2018 Viðreisn auglýsir eftir frambjóðendum

Í Fréttablaðinu í dag auglýsir Viðreisn eftir frambjóðendum í eftirtöldum sveitarfélögum: Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Akranesi, Ísafjarðarbæ, Akureyri og Sveitarfélaginu Árborg.

16.2.2018 Listi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Listi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var samþykktur í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

1. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi 12.Guðný Friðriksdóttir, framkv.stjóri hjúkrunar
2. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi 13.Björn Ómar Sigurðsson, byggingaverktaki
3. Þórhallur Jónsson , verslunarmaður 14.Axel Darri Þórhallsson, viðskiptafræðinemi
4. Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari 15.Heiðdís Austfjörð, förðunarmeistari
5. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, laganemi 16.Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri
6. Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri 17.Svava Þ. Hjaltalín, grunnskólakennari
7. Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri 18.Jens K. Guðmundsson, læknir
8. Þórunn Sif Harðadóttir, starfsmannastjóri 19.Aron Elí Gíslason, framhaldsskólanemi
9. Sigurjón Jóhannesson, rafmagnsverkfræðingur 20.Erla Björnsdóttir, verkefnstjóri og hjúkrunarfr.
10.Marsilía Sigurðardóttir, fjármálastjóri 21.Elín Margrét Hallgrímsdóttir, fv.bæjarfulltrúi
11.Kristján Blær Sigurðsson, framhaldsskólanemi 22.Þóra Ákadóttir, fv.bæjarfulltrúi

14.2.2018 María Grétarsdóttir leiðir lista Miðflokksins í Garðabæ

María Grétarsdóttir bæjarfulltrúi M-lista Fólksins í bænum í Garðabæ mun leiða lista Miðflokksins í Garðabæ. María var kjörin í bæjarstjórn 2014 en var áður varamaður í bæjarstjórn tímabilið 2010-2014. Hún var varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1998-2006. María tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2006 en lenti í 10.sæti og tók ekki sæti á lista flokksins.

10.2.2018 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ voru birt á facebook síðu félagsins. Röð efstu manna var þessi:

1. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
2. Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri
3. Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi
4. Rúnar Bragi Guðlaugsson, varabæjarf.og framkv.stjóri
5. Arna Hagalínsdóttir, atvinnurekandi og fjármálastjóri
6. Hafsteinn Pálsson, bæjarfulltrúi og verkfræðingur
7. Helga Jóhannesdóttir, fjármálastjóri
8. Kristín Ýr Pálmadóttir, hársnyrtimeistari og aðalbókari

10.2.2018 Úrslit í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík

Forval Samfylkingarinn í Reykjavík fór fram í dag. Helstu tíðindi voru að Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi fór úr þriðja sæti niður í það fimmta og Heiða Björg Hilmisdóttir færðist upp úr sjötta sæti í það annað og Skúli Helgason fór úr fimmta sæti upp í það þriðja. Samtals greiddu 1859 atkvæði en 7 atkvæði voru auð eða ógild.

Samfylking óskaði eftir sæti 2014 atkvæði Hlutfall í sæti
1. Dagur Eggertsson, borgarstjóri 1.sæti 1.sæti 1.610 86,93%  1.sæti
2. Heiða Björk Hilmisdóttir, borgarfulltrúi 2.sæti 6.sæti 1.126 60,80%  1.-2.sæti
3. Skúli Helgason, borgarfulltrúi 3.sæti 5.sæti 708 38,23%  1.-3.sæti
4. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi 2.sæti 4.sæti 732 39,52%  1.-4.sæti
5. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi 3.sæti 3.sæti 779 42,06%  1.-5.sæti
6. Sabine leskopdf, varaborgarfulltrúi 3.-4.sæti 9.sæti 863 46,60%  1.-6.sæti
7. Guðrún Ögmundsdóttir, fv.alþingismaður 5.-7.sæti 28.sæti 991 53,51%  1.-7.sæti
8. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarf. 4.sæti 7.sæti 1.034 55,83%  1.-8.sæti
9. Dóra Magnúsdóttir, varaborgarfulltrúi 4.sæti 8.sæti 1.012 54,64%  1.-9.sæti
10. Ellen Calmon, fv.formaður ÖBÍ 5.sæti 1.073 57,94%  1.-10.sæti
11. Aron Leví Beck, form.FUJ í Reykjavík 3.sæti 1.027 55,45%  1.-10.sæti
12. Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri 4.-6.sæti 1.010 54,54%  1.-10.sæti
13. Teitur Atlason, fulltrúi á Neytendastofu 7.-9.sæti 22.sæti 891 48,11%  1.-10.sæti
14. Þorkell Heiðarsson, náttúrufræðingur 5.-7.sæti 771 41,63%  1.-10.sæti

9.2.2018 Vigdís Hauksdóttir leiðir lista Miðflokksins í Reykjavík

Vigdís Hauksdóttir mun leiða lista Miðflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var tilkynnt í dag. Vigdís sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn 2009-2016.

5.2.2018 Dögun býður ekki fram í vor

Dögun – samtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði bjóða ekki fram í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta kom fram á facebook-síðu samtakanna í kvöld.

5.2.2018 Tíu í framboði hjá VG í Reykjavík

Tíu gefa kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Líf Magneudóttir gefur ein kost á sér í 1. sætið en hún tók sæti Sóleyjar Tómasdóttur sem kjörin var borgarfulltrúi í kosningunum 2014. Frambjóðendur eru eftirtaldir:

óskar eftir 2014
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi 1.sæti 2.sæti
Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi 2.sæti 3.sæti
Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi 2.-4.sæti
Hermann Valsson, grunnskólakennari 3.sæti 4.sæti
Björn Teitsson, blaðamaður 3.sæti
Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari 3.-5.sæti
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona 4.sæti
René Biasone, sérfræðingur 4.sæti 7.sæti
Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður 4.-5.sæti
Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundarfræðingur 4.-5.sæti 19.sæti

5.2.2018 Sex efstu sætin hjá Sjálfstæðisflokknum á Akureyri

Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri raðaði í sex efstu sætin á lista sínum um helgina. Efst urðu bæjarfulltrúarnar Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einardóttir. Í þriðja sæti varð Þórhallur Jónsson kaupmaður, í fjórða sæti Lára Halldóra Eiríksdóttir, í fimmta sæti Berglind Ósk Guðmundsdóttir laganemi og Þórhallur Harðarsson mannauðsstjóri í sjötta sæti. Uppstillingarnefnd mun raða í sæti 7.-22. á listanum. Athygli vekur að Baldvin Valdemarsson sem tók sæti sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu er ekki meðal sex efstu en hann sóttist eftir 3.sæti listans.

27.1.2018 Eyþór Arnalds með yfirburðarsigur hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík 

Eyþór Arnalds sigraði með miklum yfirburðum í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru 59 talsins en samtals greiddu 3885 atkvæði. Úrslit urðu sem hér segir:

Eyþór Laxdal Arnalds, fjárfestir 2320 60,64%
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi 788 20,60%
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi 460 12,02%
Vilhjálmur Bjarnason, fv.alþingismaður 193 5,04%
Viðar Guðjohnsen, athafnamaður 65 1,70%
Samtals 3826 100,00%

26.1.2018 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er kominn fram. Efstu sæti listans skipa bæjarfulltrúar flokksins. Listinn er þannig skipaður:

1. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri 12. Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur
2. Margrét Friðriksdótir, forseti bæjarstjórar og skólameistari 13. Kristinn Þór Ingvason, kerfis- og viðskiptafræðingur
3. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og skrifst.stjóri 14. Signý S. Skúladóttir, sölu- og markaðsstjóri
4. Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi og kynningarstjóri 15. Kristínn Örn Sigurðsson, nemi
5. Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi og sjómaður 16. Valdís Gunnarsdóttir, hagfræðingur
6. Jón Finnbogason, varabæjarfulltrúi og lögmaður 17. Jón Haukur Ingvason, framkvæmdastjóri
7. Andri Steinn Hilmarsson, blaðamaður og háskólanemi 18. Óli M. Lúðvíksson, skrifstofustjóri
8. Júlíus Hafstein, fv.skrifstofustjóri 19. Hannes Þórður Þorvaldsson, lyfjafræðingur
9. Halla Karí Hjaltested, framkvæmdastjóri 20. Lárus Axel Sigurjónsson, flotastýring Strætó
10. Davíð Snær Jónsson, nemandi og grafískur miðlari 21. Stefán S. Konráðsson, framkvæmdastjóri
11. Bergþóra Þórhallsdóttir, deildarstjóri 22. Sigurrós Þorgrímsdóttir, stjórnsýslufræðingur

26.1.2018 Fjórtán í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík

Fjórtán gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Af þeim níu efstu sem voru á listanum í kosningunum 2014 gefa allir kost á sér aftur nema Björk Vilhelmsdóttir sem hætti í borgarstjórn á kjörtímabilinu. Samfylkingin er með fimm borgarfulltrúa. Þeir sem gefa kost á sér eru:

óskar eftir 2014
Dagur Eggertsson, borgarstjóri 1.sæti 1.sæti
Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi 2.sæti 4.sæti
Heiða Björk Hilmisdóttir, borgarfulltrúi 2.sæti 6.sæti
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi 3.sæti 3.sæti
Skúli Helgason, borgarfulltrúi 3.sæti 5.sæti
Magnús Már Guðmundsson, varaborgarf. 4.sæti 7.sæti
Sabine leskopdf, varaborgarfulltrúi 3.-4.sæti 9.sæti
Aron Leví Beck, form.FUJ í Reykjavík 3.sæti
Dóra Magnúsdóttir, varaborgarfulltrúi 4.sæti 8.sæti
Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri 4.-6.sæti
Ellen Calmon, fv.formaður ÖBÍ 5.sæti
Guðrún Ögmundsdóttir, fv.alþingismaður 5.-7.sæti 28.sæti
Þorkell Heiðarsson, náttúrufræðingur 5.-7.sæti
Teitur Atlason, fulltrúi á Neytendastofu 7.-9.sæti 22.sæti

25.1.2018 Þrettán í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ

Þrettán skiluðu inn framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Í bæjarstjórnarkosningunum 2014 hlaut flokkurinn 5 af 9 bæjarfulltrúum og hreinan meirihluta. Bryndís Haraldsdóttir sem kjörin var bæjarfulltrúi situr nú á Alþingi og gefut ekki kost á sér og það gerir ekki heldur Theodór Kristjánsson bæjarfullrúi. Þau sem gefa kost á sér eru:

Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi
Hafsteinn Pálsson, bæjarfulltrúi og verkfræðingur
Rúnar Bragi Guðlaugsson, varabæjarf.og framkv.stjóri
Sólveig Franklínsdóttir, markþjálfi og klinka
Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri
Kristín Ýr Pálmadóttir, hársnyrtimeistari og aðalbókari
Arna Hagalínsdóttir, atvinnurekandi og fjármálastjóri
Davíð Ólafsson, söngvari
Helga Jóhannesdóttir, fjármálastjóri
Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, háskólanemi
Mikael Rafn R. Steingrímsson, háskólanemi
Sturla Sær Erlendsson, verslunarstjóri og varabæjarfulltrúi

22.1.2018 Úrslit í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fór fram á laugardaginn. Samtals greiddu 711 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 26 og gild atkvæði því 685. Úrslit urðu sem hér segir:

1. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri 534 78,0% 1.sæti
2. Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi 533 77,8% 1.-2.
3. Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi 504 73,6% 1.-3.
4. Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi 422 61,6% 1.-4.
5. Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur
6. Sigríður Sigmarsdóttir, sölustjóri
7. Guðrún Jónsdóttir, grunnskólakennari
Neðar lentu:
Ásgeir G. Bjarnason, framkvæmdastjóri
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, ráðgjafi
Hannes Tryggvi Hafsteinsson, framkvæmdastjóri
Kristján Hilmir Baldursson, háskólanemi
Lárus Gunnarsson, háskólanemi

16.1.2018 Listi Samfylkingarinnar í Kópavogi

Samfylkingin í Kópavogi hefur birt framboðslista sinn. Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi leiðir listann eins og síðast en Sigríður Ása Richardsdóttir bæjarfulltrúi gefur ekki kost á sért til endurkjörs. Þetta er fyrsti framboðslistinn sem kemur fram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í bæjarstjórnarkosningunum 2014 hlaut Samfylkingin tvo bæjarfulltrúa í Kópavogi.

Listinn er þannig skipaður:

1. Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi 12. Hlín Bjarnadóttir, sjúkraþjálfari
2. Bergljót Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri 13. Steingrímur Steingrímsson, verktaki
3. Elvar Páll Sigurðsson, ráðgjafi 14. Róbert Gíslason, framhaldsskólanemmi
4. Donata H. Bukowska, ráðgjafi 15. Helga Elínborg Jónsdóttir, leikskólastjóri
5. Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri 16. Jóhann Hansen, viðskiptafræðingur og listmunasali
6. Steini Þorvaldsson, fjármálastjóri 17. Jóna Björg Gísladóttir, markaðsstjóri
7. Erlendur Geirdal, tæknifræðingur 18. Magnús Norðdahl, lögfræðingur
8. Svava Sigríður Svavarsdóttir, heimilisfræðikennari 19. Margrét Tryggvadóttir, fv.alþingismaður
9. Tómas Þór Tómasson, viðskipta- og sagnfræðingur 20. Skafti Þ. Halldórsson, fv.deildarstjóri
10. Þóra Marteinsdóttir, tónlistarkennari 21. Rannveig Guðmundsdóttir, fv.alþingismaður
11. Sigurður Grétarsson, sérfræðingur 22. Sigríður Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi

15.1.2018 Tólf í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi

Tólf gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Þar á meðal eru allir 4 bæjarfulltrúar flokksins. Prófkjörið fer fram þann 20. janúar n.k. Frambjóðendur eru:

Framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokks sækist eftir 2014
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri 1.sæti 1.sæti
Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi 2.-3.sæti 3.sæti
Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjafulltrúi 2.-3.sæti 4.sæti
Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi 2.sæti 5.sæti
Kristján Hilmir Baldursson, háskólanemi 2.-3.sæti
Sigríður Sigmarsdóttir, sölustjóri 3.sæti 8.sæti
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, ráðgjafi 3.-4.sæti
Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur 3.-4.sæti
Hannes Tryggvi Hafsteinsson, framkvæmdastjóri 3.-5.sæti
Guðrún Jónsdóttir, grunnskólakennari 4.-5.sæti
Ásgeir G. Bjarnason, framkvæmdastjóri 4.-5.sæti 10.sæti
Lárus Gunnarsson, háskólanemi 6.sæti

12.1.2018 Metfjöldi framboð í Reykjavík?

Miðað við umfjallanir og yfirlýsingar stjórnmálaafla verður líklega metfjöldi framboða í  komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Öll framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn munu bjóða fram aftur en þau eru: Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Píratar. Þá hafa a.m.k. sex flokkar í viðbót boðað framboð. Það eru Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,  sem öll eiga fulltrúa á Alþingi, Alþýðufylkingin sem boðið hefur fram í undanförnum alþingiskosningum og síðustu borgarstjórnarkosningum, Íslenska þjóðfylkingin sem ekki náði að bjóða fram í síðustu alþingiskosningum og Frelsisflokkurinn. Þá hefur verið rætt um sérstakt Kvennaframboð. Að auki er óvissa um framboð Sósíalistaflokks ÍslandsHúmanistaflokksins og Dögunar sem bauð fram í einu kjördæmi í síðustu alþingiskosningum.

Þá hefur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem kosin var af lista Framsóknarflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningunum gefið því undir fótinn að fara í framboð. Ekki ljóst hvort það væri á eigin vegum eða innan einhverra ofangreindra flokka en hún hefur þó útilokað Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn.

Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að samtöl eigi sér stað á milli Bjartrar framtíð og Viðreisnar um samvinnu eða sameiginleg framboð í sveitarstjórnum í vor.

Samtals eru þetta 16 möguleg framboð auk Sveinbjargar. Ekki er við því að búast að öll framboð komi fram. Í sveitarstjórnarkosningum þarf framboðslisti að lágmarki að innihalda janfmörg nöfn og kjósa á í sveitarstjórn. Í Reykjavík eru það 23 auk meðmælenda.

10.1.2018 Fimm í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Fimm framboð bárust í leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 27. janúar n.k. Frambjóðendur eru þau Áslaug Friðriks­dótt­ir borg­ar­full­trúi, Eyþór Arn­alds fram­kvæmda­stjóri, Kjart­an Magnús­son borg­ar­full­trúi, Viðar Guðjohnsen, leigu­sali og at­hafnamaður, og Vil­hjálm­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður. Aðeins er kosið um efsta sætið í prófkjörinu og mun uppstillingarnefnd stilla upp í hin sæti listans.

10.1.2018 Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri

Vilhjálmur Bjarnason fv. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 2013-2017 hefur ákveðið að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann er fjórði einstaklingurinn til að gefa kost á sér. Aðrir sem gefa kost á sér eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon og Eyþór Arnalds fv.bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg. Framboðsfrestur rennur út kl.16 í dag.

10.1.2018 Framboðsfrestur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út í dag. 

Framboðsfrestur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út í dag kl.16. Þrír hafa þegar lýst yfir framboði. Það eru þau Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sem var síðast í 3.sæti, Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi sem var síðast í 4. sæti og Eyþór Arnalds sem var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg í kosningunum 2006 og 2010.

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 4 borgarfulltrúa. Halldór Halldórsson oddviti listans gefur ekki kost á sér áfram og Júlíus Vífill Ingvarsson sem skipaði 2. sætið síðast sagði af sér sem borgarfulltrúi á kjörtímabilinu.

10.1.2018 Samstarf Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í sveitarstjórnarkosningunum í vor?

Í fjölmiðlum í gær var fullyrt að samtal ætti sér stað á milli Bjartar framtíðar og Viðreisnar um samstarf í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Staða flokkanna er ólík þar sem að Björt framtíð þurrkaðist út af þingi í alþingiskosningunum í október en á sveitarstjórnarmenn í nokkrum sveitarfélögum á meðan Viðreisn er með fjóra þingmenn enga sveitarstjórnarmenn enda flokkurinn stofnaður eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar.

9.1.2018 Sameiningarkosningar fyrir austan

Ákveðið hefur verið að kosið verði um sameiningu Breiðdalshrepps og Fjarðabyggðar þann 24. mars n.k. Þann 1. janúar sl. voru íbúar í Breiðdalshreppi 182 en 4.691 í Fjarðabyggð. Verði sameiningin samþykkt fækkar sveitarfélögum í 72 að afloknum sveitarstjórnarkosningunum í maí.

9.1.2018 14 í framboði í prófkjöri D-lista á Akureyri

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarskosningarnar í vor rann út í dag. Fjórtán bjóða sig fram. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 2014. Gunnar Gíslason og Eva Hrund Einarsdóttir sem kjörin voru í bæjarstjórn 2014 gefa kost á sér áfram ásamt Baldvin Valdemarssyni sem kom inn í bæjarstjórn á kjörtímabilinu. Þá gefur Valdimar O. Hermannsson kost á sér en hann var bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð. Þá gefa feðgarnir Þórhallur Jónsson og Axel Darri Þórhallsson kost á sér, báðir í 1.-6. sæti.

Frambjóðendur eru í stafrófsröð:

Axel Darri Þórhallsson, viðskiptafræðinemi 1.-6.sæti
Baldvin Valdemarsson, bæjarfulltrúi 3.sæti
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, laganemi 1.-6.sæti
Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri 4.-6.sæti
Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi 2.sæti
Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi 1.sæti
Ingibjörg Jóhannsdóttir, sálfræðinemi 5.-6.sæti
Kristján Blær Sigurðsson, framhaldsskólanemi 3.-6.sæti
Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari 4.-6.sæti
Sigurjón Jóhannesson, sviðsstjóri 3.sæti
Valdimar O. Hermannsson, verkefnastjóri 3.-6.sæti
Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri 4.-6.sæti
Þórhallur Jónsson, kaupmaður 1.-6.sæti
Þórunn Sif Harðardóttir, starfsmannastjóri 3.-4.sæti

19.12.2017 Viðreisn með framboð á höfuðborgarsvæðinu

Að aflokinni kosningabaráttu vegna alþingiskosninga er undirbúningur sveitarstjórnarkosninga að fara af stað á ný. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að Viðreisn sé að undirbúa framboð í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Það er í takti við alþingiskosningarnar þar sem að flokkurinn hlaut 8-9% í kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinu en aðeins 2-3% í landsbyggðarkjördæmunum.

22.11.2017 Nýtt framboð boðað í Kópavogi

Mbl.is segir frá því að Ómar Stefánsson fv.bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi og fleiri vinni að stofnun bæjarmálafélags og ætlunin sé að bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Bæjarmálafélagið gengur undir vinnuheitinu Fyrir Kópavog og verður kynnt nánar á fundi annað kvöld.

Í dag eiga Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstri grænir og félagshyggjufólk og Björt framtíð fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs.

12.11.2017 Garður og Sandgerði sameinast

Í gær samþykktu íbúar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar að sameina sveitarfélögin. Það þýðir að kosið verður til sameinginlegrar sveitarstjórnar í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Við þetta fækkar sveitarfélögum á Íslandi í 73.

Samkvæmt Víkurfréttum voru útslit þessi:  Í Garði samþykktu 71,5% íbúa sameininguna en 28,5% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.134 og kusu 601 eða 53% þeirra sem voru á kjörskrá. Í Sandgerði var sameiningin samþykkt með 55,2% atkvæða en 44,8% voru á móti. Á kjörskrá voru 1.200 manns og kusu 662 eða 55,2%. Þrír seðlar voru auðir og einn ógildur.

8.11.2017 Sameiningar sveitarfélaga

Vitað er um vinna sé í gangi á fimm svæðum um sameiningu sveitarfélaga. Gangi þær allar eftir fækkar sveitarfélögum um níu.

  • Um helgina verða greidd atkvæði um sameiningu Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar.
  • Unnið er að sameiningu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkihólmsbæjar.
  • Samþykkt hefur verið að hefja viðræður um sameiningu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar.
  • Samþykkt hefur verið að hefja formlegt sameiningarferli Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
  • Djúpavogshreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður og Skaftárhreppur eru í viðræðum um sameiningu sveitarfélaga.

31.10.2017 Reykjavík – borgarstjórnarkosningar

Sveitarstjórnarkosningar verða í vor og því er athyglisvert að skoða fylgi flokkanna í Reykjavík út frá úrslitum helgarinnar. Ef atkvæðamagn flokkanna í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og er lagt saman og borgarfulltrúar reiknaðir út frá því er niðurstaðan þessi:

Núverandi meirihluti   Aðrir
Vinstri grænir 5 Sjálfstæðisflokkur 6
Samfylking 3 Viðreisn 2
Píratar 3 Flokkur fólksins 2
Björt framtíð 0 Framsóknarflokkur 1
Miðflokkurinn 1
Samtals 11   Samtals 12

18.10.2017 Skagabyggð í sameiningarviðræður við A-Hún

Sveitarstjórn Skagabyggðar hefur ákveðið að taka tilboði um viðræður um sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Skagabyggð hafði áður hafið viðræður við Sveitarfélagið Skagafjörð en þeim er þá líklega lokið.

23.9.2017 Elsa Lára Arnardóttir í bæjarstjórnarmálin á Akranesi

Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi lýsti því yfir á kjördæmisþingi í dag að hún sæktist ekki eftir endurkjöri. Hún sækist hins vegar eftir því að leiða lista Framsóknarflokksins á Akranesi í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

20.9.2017 Húnavatnshreppur tekur þátt í sameiningarviðræðum í A-Hún

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps í dag var samþykkt að taka þátt í sameiningarviðræðum sveitarfélaganna fjögurra í Austur Húnavatnssýslu. Áður höfðu Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd samþykkt að taka þátt í viðræðunum. Ekki er vitað til að fjórða sveitarfélagið, Skagabyggð, hafi tekið afstöðu til málsins en það var í sameiningarviðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð.

20.9.2017 Skagaströnd tekur þátt í sameiningarviðræðum í A-Hún

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar samþykki á fundi sínum í morgun að eiga aðild að formlegum viðræðum um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Áður hafði Blönduósbær samþykkt aðild að viðræðunum.

19.9.2017 Borgarfulltrúar í Reykjavík verða 23

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag að borgarfulltrúum í Reykjavík verði fjölgað úr 15 í 23 frá og með næstu sveitarstjórnarkosningum en það er lágmarkstala fulltrúa skv. sveitarstjórnarlögum. Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum gegn 4.

13.9.2017 Blönduósbær vill sameiningarviðræður í A-Hún.

Á fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í gær var samþykkt samhljóða að taka þátt í sameiningarviðræðum sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarfélagið Skagaströnd, Húnavatnshreppur og Skagabyggð eiga eftir að taka afstöðu til málsins en Skagabyggð er þegar í viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð. Ólíklegt verður að teljast að sveitarfélagið verði tveimur viðræðum samtímis.

7.9.2017 Akrahreppur ekki í sameiningarviðræður

Á fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í dag var tekið fyrir bréf frá Akrahreppi þar sem að sveitarfélagið afþakkar boð um þátttöku í sameiningarviðræðum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar.

6.9.2017 Kosið verður um samneiningu Sandgerðis og Garðs

Þann 11. nóvember n.k. fer fram íbúakosning um sameiningu Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst þann 16. september n.k. Íbúar í sveitarfélögunum tveimur voru samtals 3.219 þann 1. janúar sl.

31.8.2017 Margrét Friðriksdóttir leiðir Frelsisflokkinn í borginni

Margrét Friðriksdóttir ritari Frelsisflokksins mun leiða lista flokksins  í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Þetta segir hún í samtali við DV.is. Hún segir að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál svo sem húsnæðismál og menntamál. Þá telur að það sé hagkvæmast að hafa flugvöllin áfram í Vatnsmýrinni. Þá segir hún að Frelsisflokkurinn styði kristina trú og gildi.

Gunnlaugur Ingvarsson formaður Frelsisflokksins segir í grein í Morgunblaðinu í dag að flokkurinn muni skoða framboð í öðrum sveitarfélögum.

28.8.2017 Píratar bjóða fram í a.m.k. sex sveitarfélögum í vor

Aðalfundur Pírata var haldinn um helgina og þar var meðal annars rætt um komandi sveitarstjórnarkosningar. Í frétt á Eyjan.is kemur fram að Píratar ætli að bjóða fram í a.m.k. sex sveitarfélögum. Þau eru Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Akureyri. Haft er eftir framkvæmdastjóra Pírata að ekki sé útilokað að flokkurinn bjóði fram í fleiri sveitarfélögum. Píratar eiga einn sveitarstjórnarmann og hann situr í borgarstjórn Reykjavíkur. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram auk Reykjavíkur í Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ en í þessum þremur síðarnefndu sveitarfélögum náðu þeir ekki kjörnum fulltrúum.

25.8.2017 Sameining í Austur-Húnavatnssýslu skoðuð

Í gær funduðu sveitarstjórnir sveitarfélaganna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu um sameiningarmál. Um er að ræða sveitarfélögin Blönduósbæ, Húnavatnshrepp, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd. Á fundinum var samþykkt að beina því til sveitarstjórna að þær taki afstöðu hver fyrir sig, hvort þær vilji hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og jafnframt tilnefndi sveitarfélögin þá fulltrúa í sameiningarnefnd sé það vilji þeirra að hefja það ferli. Verði af sameiningunni fækkar sveitarfélögum á svæðinu um þrjú.

Það flækir málið að Skagabyggð er nú þegar í sameiningarviðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð en oddviti sveitarfélagsins sagði í viðtali við RÚV að óeðlilegt væri að vera í sameiningarviðræðum á tveimur stöðum. Sveitarstjórn Skagabyggðar þarf því að taka afstöðu til þess hvort hún heldur þeim viðræðum áfram að eða fer í viðræður við hin sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu.

23.8.2017 Björt framtíð í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Björt framtíð heldur ársfund sinn þann 2. september n.k. Á fundinum verður m.a. fjallað um komandi sveitarstjórnarkosningar. Aðspurð segir Valgerður Pálsdóttir framkvæmdastjóri flokksins að ekki liggi fyrir endanlega hvar flokkurinn bjóði fram í vor. Hún segir þó að hún búist við að flokkurinn bjóði fram þar sem hann er nú þegar. Þetta verður ekki skilið öðruvísi en að flokkurinn komi til með að bjóða fram a.m.k. í þeim sveitarfélögum þar sem hann er með fulltrúa í sveitarstjórnum.

Björt framtíð fékk kjörna sveitarstjórnarmenn í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Akranesi, Akureyri og Sveitarfélaginu Árborg í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Að auki bauð flokkurinn fram í Snæfellsbæ og Ísafjarðarbæ en náði ekki kjörnum bæjarfulltrúum þar.

22.8.2017 Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík.

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, samþykkti í dag að viðhafa leiðtogaprófkjör til að velja á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Það þýðir að efsti maður listans verður kosinn í prófkjöri en uppstillingarnefnd raðar í önnur sæti listans. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur þegar gefið út að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri.

22.8.2017 Bryndís Haraldsdóttir hættir í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. 

.Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ gefur ekki kost á sér til í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Þetta kemur fram á mosfellingur.is. Yfirlýsingin kemur ekki á óvart þar sem að Bryndís var kjörin á Alþingi í október sl. og hefur setið bæði í bæjarstjórn og á þingi síðan.

18.8.2017 Tíu framboð til bæjarstjórnar Akureyrar?

Samkvæmt frétt á Ruv.is íhuga 10 flokkar eða framboð að bjóða fram í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Öll framboðin sex sem eiga bæjarfulltrúa ætla að bjóða fram aftur en þau eru Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, L-listinn, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Þar að auki boða Viðreisn, Píratar, Flokkur Fólksins og Íslenska þjóðfylkingin framboð. Dögun sem bauð fram í kosningunum 2014 en hlaut aðeins 1,4% hefur ekki tekið ákvörðun um framboð í vor.

18.8.2017 Íslenska þjóðfylkingin í sveitarstjórnarmálin

Í samtali við Ruv.is Guðmundur Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar að flokkurinn hyggist bjóða fram í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Þá sé verið að skoða með framboð á Akureyri. Áður hafði flokkurinn gefið út að hann stefndi á framboð í Reykjavík.

16.8.2017 Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gefur ekki kost á sér.

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gefur ekki kost á sér á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta tilkynnir hann á facebook-síðu sinni. Halldór er jafnframt formaður Sambands Sveitarfélaga og var áður bæjarstjóri á Ísafirði. Eins og áður hefur verið greint frá leggur stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík til að viðhaft verði leiðtogaprófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor en að öðru leiti verði stillt upp á listann. Fulltrúaráðið kemur saman til fundar 22. ágúst n.k.

10.8.2017 Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík?

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík muni leggja til við fulltrúaráðið að kosið verði um leiðtoga listans en stillt upp í önnur sæti. Það mun samkvæmt fréttinni vera til þess að fá betri dreifingu á frambjóðendum eftir hverfum borgarinnar en hverfafélög flokksins hafi kallað eftir því. Ekki kemur fram í fréttinni hvenær ákvörðun um hvernig stillt verður upp á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður tekin.

25.7.2017 Inga Sæland leiðir Flokk fólksins í höfuðborginni

Inga Sæland formaður Flokks fólksins mun leiða lista flokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í maí 2018. Þetta kom fram í viðtali við hana á mbl.is í tilefni af því að flokkurinn mældis með 6,1% í skoðanakönnun MMR. Aðspurð segir hún að stefnt sé að því að bjóða fram í sem flestum sveitarfélögum.

7.7.2017 Fækkun sveitarfélaga fyrir vorið?

Á nokkrum stöðum á landinu er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga en kosið verður til sveitarstjórna í maí 2018. Lengst eru mál líklega komin hjá Sveitarfélaginu Garði og Sandgerðisbæ en þar hefur verið skipað í samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Á Snæfellsnesi eru hefur verið umræða um sameiningu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar. Eyja- og Miklaholtshreppur ákvað á fundi í júní sl. að skoða fjóra kosti þ.e. að vera áfram sjálfstætt sveitarfélag, skoða að vera með í ofangreindri sameiningarumræðu eða skoða hlutina með Snæfellsbæ eða Borgarbyggð.

Á Norðurlandi vestra hafa sveitarfélögin Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður ræðst við. Akrahreppur hefur lýst yfir vilja til að koma að viðræðunum en öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra hefur verið boðið að viðræðuborðinu. Sveitarfélögin í Austur Húnavatnssýslu hafa ákveðið að boða til sameiginlegs fundar seinni partinn í ágúst til að fara yfir málin. Ekki er vitað með vilja Húnaþings vestra.

Á síðasta ári voru settar fram hugmyndir hjá Akureyrarkaupstað um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð. Dræmt var tekið í þær hugmyndir að hálfu flestra sveitarfélaga á svæðinu.

Sameiningarviðræður hafa átt sér stað á milli Djúpavogshrepps, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps. Stefnt er að íbúafundum í haust.

Í Árnessýslu stendur yfir greining á kostum og göllum þess að sameina öll sveitarfélög í Árnessýslu. Íbúafundir voru haldnir í júní. Sveitarfélögin eru Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Sveitarfélagið Árborg og Sveitarfélagið Ölfus.

Gangi allar þessar hugmyndir eftir gæti sveitarfélögum fækkað um allt að tuttugu en þau eru 74 í dag. Reynslan kennir reyndar að það er ólíklegt.

Athygli vekur að nokkur af minnstu sveitarfélögunum sem telja um eða innan við 100 íbúa eru ekki í viðræðum um sameiningu sveitarfélaga. Þau eru Árneshreppur (46 íbúar), Skorradalshreppur (58), Tjörneshreppur (59), Fljótsdalshreppur (81), Svalbarðshreppur (95),  Kaldrananeshreppur (106) og Borgarfjarðarhreppur (116).

12.4.2017 Flokkur fólksins boðar framboð í borgarstjórnarkosningunum

Inga Sæland formaður Flokks fólksins boðar framboð flokksins í til borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Þá verði skoðað hvort bjóða eigi fram undir merkjum flokksins í fleiri sveitarfélögum. Þetta kom fram í viðtali við Ingu á Rás 1 í gærmorgun. Flokkur fólksins hlaut 3,5% fylgi á landsvísu í alþingiskosningunum í haust. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur hlaut flokkurinn samtals 2.935 atkvæði sem gæti nægt til að ná inn einum manni þar sem að 15. borgarfulltrúinn var með 2.933 atkvæði á bak við sig í síðustu borgarstjórnarkosningum.

3.4.2017 Boða framboð til borgarstjórnarkosninga

Þrátt fyrir að ríflega ár sé til næstu sveitarstjórnarkosninga sem haldnar verða 26. maí 2018 hefur Íslenska þjóðfylkingin lýst því yfir að flokkurinn muni bjóða fram í Reykjavík. Í ályktun sem samþykkt var á landsfundi flokksins segir: „Íslenska þjóðfylkingin lýsir yfir að hún mun bjóða fram í komandi borgar­stjórnar­kosningu. Það verður lögð áhersla á að aftur­kalla lóð undir mosku­byggingu; viðhaldi gatna verði komið í viðun­andi horf; stuðlað verði að upp­byggingu á félags­legu húsnæði með því að lóða­kostnaður verði einungis samkvæmt útlögðum kostnaði.“

19.12.2016 Fækkun sveitarfélaga framundan? 

Í maí 2018 verður kosið til sveitarstjórna. Samkvæmt frétt á vef RÚV eru nokkrar hugmyndir, mislangt komnar, um sameiningu sveitarfélaga í gangi. Gangi þessar hugmyndir eftir sem kannski er ekki mjög líklega gæti sveitarfélögum fækkað um 17. Þessar hugmyndir eru:

  • Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær – myndi fækka um eitt
  • Öll sveitarfélög í Árnessýslu utan Bláskógarbyggðar – myndi fækka um sex
  • Stykkishólmur, Grundarfjörður og Helgafellssveit – myndi fækka um tvö
  • Djúpavogshreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður og Skaftárhreppur – myndi fækka um tvö
  • Eyjafjörður – Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandahreppu og Grýtubakkahreppur – myndi fækka um sex.