Breiðdalshreppur 2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010

Aðeins einn listi kom fram. Árið 2006 var einnig sjálfkjörið. Það þýðir að fimm efstu á listanum verða í hreppsnefnd og fimm næstu varamenn í sömu röð og þeir voru á listanum.

Jónas Bjarki Björnsson, Unnur Björgvinsdóttir og Kristín Ársælsdóttir voru kjörin í síðustu hreppsnefnd og Gunnlaugur Ingólfsson var 1. varmaður. Ingólfur Finnsson kom nýr inn í hreppsnefndina.  Á kjörskrá voru 175.

Framboðslisti:

Á-listi Áhugafólks um uppbyggingu Breiðdals.

1 Jónas Bjarki Björnsson Sæbergi 6, Trésmiður
2 Unnur Björgvinsdóttir Sæbergi 13, Forstöðukona
3 Gunnlaugur Ingólfsson Innri Kleif, Bóndi
4 Kristín Ársælsdóttir Ásvegi 27, Verslunarmaður
5 Ingólfur Finnsson Sólheimum 5, Bifvélavirki
6 Jóhanna Guðnadóttir Sólbakka 2, Verkakona
7 Sigurbjörg Petra Birgisdóttir Fellsási, Verkakona
8 Jónína Björg Birgisdóttir Ásvegi 2, Leiðbeinandi leikskóla
9 Ágúst Óli Leifsson Felli, Fiskeldisfræðingur
10 Viðar Pétursson Þorvaldsstöðum, Bóndi

Heimild: kosningavefur Innanríkisráðuneytisins og vefur Sambands íslenskra sveitarfélaga.