Stokkseyri 1942

Í framboði voru Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 hreppsnefndarmenn og hélt meirihluta sínum. Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hlutu 1 hreppsnefndarmenn hvor en sameiginlegur listi þeirra hlaut þrjú sæti 1938. Sósíalistaflokkurinn hlaut 1 hreppsnefndarmann en Kommúnistaflokkurinn hlaut ekki mann kjörinn 1938.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 34 12,01% 1
Framsóknarflokkur 41 14,49% 1
Sjálfstæðisflokkur 161 56,89% 4
Sósíalistaflokkur 47 16,61% 1
Samtals gild atkvæði 283 100,00% 7
Auðir og ógildir 6 2,08%
Samtals greidd atkvæði 289 72,80%
Á kjörskrá 397
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. (Sj.) 161
2. (Sj.) 81
3. (Sj.) 54
4. (Sós.) 47
5. Sigurgrímur Jónsson (Fr.) 41
6. (Sj.) 40
7.  (Alþ.) 34
Næstur inn vantar
(Sj.) 10
(Sós.) 22
(Fr.) 28

Hreppsnefndarmaður Framsóknarflokks var Sigurgrímur Jónsson bóndi. Aðrir í hreppsnefnd voru Helgi Sigurðsson, Bjarni Júníusson, Hlöðver Sigurðsson, Símon Sturlaugsson, Guðjón Jónsson og Ásgeir Eiríksson.

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Sósíalistaflokkur
Helgi Sigurðsson Sigurgrímur Jónsson vantar vantar
Sigurður Gunnarsson
Sigurður Sigurðsson
Guðmundur Einarsson

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 4. janúar 1942, Alþýðublaðið 26. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Nýtt Dagblaðið 27. janúar 1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942 og Vesturland 31. janúar 1942.

%d bloggurum líkar þetta: