Alþingiskosningar 2016 – fréttir

Kjördæmi: NorðvesturkjördæmiNorðausturkjördæmiSuðurkjördæmiSuðvesturkjördæmiReykjavíkurkjördæmi norðurReykjavíkurkjördæmi suður

Eftirtaldir stjórnmálaflokkar voru í kjöri í alþingiskosninunum 2016 (12):

A-listi Björt framtíð   Facebook   Twitter  B-listi Framsóknarflokkur   Facebook   Twitter     C-listi Viðreisn   Facebook   Twitter
D-listi Sjálfstæðisflokkur   Facebook   Twitter  E-listi Íslenska þjóðfylkingin   Blogg   Facebook   Twitter    F-listi Flokkur fólksins   Facebook   Twitter    
H-listi Húmanistaflokkurinn   Facebook    P-listi Píratar   Facebook   Twitter  R-listi Alþýðufylkingin   Facebook      
S-listi Samfylkingin   Facebook   Twitter   Tlisti Dögun   Facebook    Twitter     V-listi Vinstrihreyfingin grænt framboð   Facebook   Twitter

Eftirtaldir þingmenn voru endurkjörnir(31): A-Björt framtíð(2): Björt Ólafsdóttir R-N og Óttar Proppé SV,  B-Framsóknarflokkur(7): Eygló Þóra Harðardóttir SV, Gunnar Bragi Sveinsson og Elsa Lára Arnardóttir NV, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir NA, Sigurður Ingi Jóhannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. D-Sjálfstæðisflokkur( 13): Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson R-N, Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen R-S, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Bjarnason SV, Haraldur Benediktsson NV, Kristján Þór Júlíusson og Valgerður Gunnarsdóttir NA, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir SU P-Píratar(2) Birgitta Jónsdóttir R-N og Ásta Guðrún Helgadóttir R-S. S-Samfylking(1): Oddný G .Harðardóttir (SU) V-Vinstrihreyfingin grænt framboð(6): Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir R-N, Svandís Svavarsdóttir R-S, Lilja Rafney Magnúsdóttir NV, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir NA.

Eftirtaldir þingmenn koma nýir inn en höfðu verið áður á Alþingi(3): D-Sjálfstæðisflokkur(1): Ólöf Nordal R-S P-Píratar(1) Jón Þór Ólafsson SV C-Viðreisn(1): Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir SV.

Eftirtaldir þingmenn koma alveg nýir inn(29): A-Björt framtíð(2): Nicole Leigh Mosty R-S og Theódóra S. Þorsteinsdóttir SV B-Framsóknarflokkur(1): Lilja Alfreðsdóttir R-S C-Viðreisn(6): Þorsteinn Viglundsson R-N, Kristín Hanna Friðriksdóttir og Pawel Bartoszek R-S, Jón Steindór Valdimarsson SV, Benedikt Jóhannesson NA og Jóna Sólveig Elínardóttir SU D-Sjálfstæðisflokkur(7): Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir R-N, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason SV, Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson NV, Njáll Trausti Friðbertsson NA, Páll Magnússon SU P-Píratar(7)Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen R-N, Gunnar Hrafn Jónsson R-S, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir SV, Eva Pandóra Baldursdóttir NV, Einar Brynjólfsson NA og Smári McCharthy SU. S-Samfylking(2): Guðjón S. Brjánsson NV og Logi Már Einarsson NA. V-Vinstrihreyfingin grænt framboð(4): Andrés Ingi Jónsson R-N, Kolbeinn Óttarsson Proppé R-S, Rósa Björk Brynjólfsdóttir SV og Ari Trausti Guðmundsson SU.

Eftirtaldir þingmenn sóttust eftir endurkjöri en féllu í alþingiskosningunum(9): A-Björt framtíð(1): Páll Valur Björnsson SU, B-Framsóknarflokkur(3): Karl Garðarsson R-N,  Willum Þór Þórsson SV, Líneik Anna Sævarsdóttir NA, S-Samfylking(5) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar R-N, Össur Skarphéðinsson og Valgerður Bjarnadóttir R-N og Árni Páll Árnason SV.

Eftirtaldir þingmenn fengu ekki framgang í prófkjöri eða uppstillingu sem þau væntu og verða því ekki framboði(5):
B-Framsóknarflokkur (2): Þorsteinn Sæmundsson SV og Höskuldur Þórhallsson NA  D-Sjálfstæðisflokkur (2): Elín Hirst SV  Ragnheiður Elín Árnadóttir SU  S-Samfylking (1): Ólína Þorvarðardóttir NV

Eftirtaldir þingmenn sóttust ekki eftir endurkjöri (18):
A-Björt framtíð (3): Brynhildur Pétursdóttir NA, Guðmundur Steingrímsson SV og Róbert Marshall R-S    B-Framsóknarflokkur (7): Frosti Sigurjónsson R-N, Sigrún Magnúsdóttir R-N, Vigdís Hauksdóttir R-S, Haraldur Einarsson SU, Jóhanna María Sigmundsdóttir Ásmundur Einar Daðason NV og Páll Jóhann Pálsson SU    D-Sjálfstæðisflokkur (4): Einar K. Guðfinnsson NV, Hanna Birna Kristjánsdóttir R-S Illugi Gunnarsson R-N og Ragnheiður Ríkharðsdóttir SV P-Píratar (1): Helgi Hrafn Gunnarsson R-N.  S-Samfylking (2): Katrín Júlíusdóttir SV og Kristján L. Möller NA   V-Vinstrihreyfingin grænt framboð (1): Ögmundur Jónasson SV. 

——————————————————————————————————————————————————————————————————————————.

2.11.2016 Meira en 100 útstrikanir

Eftirtaldir 16 einstaklingar hlutu meira en 100 útstrikanir í kosningunum á laugardaginn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarfl. NA 817 17,99%
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn SV 563 8,21%
Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarfl. NV 371 10,65%
Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisfl. SV 274 1,52%
Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisfl. SV 205 1,14%
Birgitta Jónsdóttir Píratar RN 198 2,98%
Eygló Þóra Harðardóttir Framsóknarfl. SV 172 4,23%
Jón Gunnarsson Sjálfstæðisfl. SV 172 0,95%
Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisfl. SU 168 1,97%
Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisfl. RN 161 1,89%
Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænir NA 155 3,41%
Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisfl. SV 141 0,78%
Björn Valur Gíslason Vinstri grænir NA 127 2,80%
Óli Björn Kárason Sjálfstæðisfl. SV 125 0,69%
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisfl. RN 123 1,44%
Ólöf Nordal Sjálfstæðisfl. RS 111 1,24%

1.11.2016 Sigmundur Davíð var strikaður út á 18% atkvæðaseðla

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson efsti maður á lista Framsóknarflokksins var strikaður út á 817 atkvæðaseðlum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Það mun þó ekki hafa áhrif á röðun listans. Þá hlutu Steingrímur J. Sigfússon og Björn Valur Gíslason Vinstrihreyfingunni grænu framboði 155 og 127 útstrikanir hvor. Heildarlisti yfir útstrikanir er að finna á síðu fyrir kosningarnar í Norðausturkjördæmi 2016.

1.11.2016 Tæpustu þingmennirnir

Nei þessir færsla fjallar ekki um hvaða þingmenn eru tæpastir á taugum eða einhverju öðru. Hann fjallar um hvaða þingmenn komust naumlegast inn.

 1. Halldóra Mogensen Pírötum í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vinstrihreyfinguna grænt framboð vantaði aðeins 28 atkvæði til að fella hana og koma sínum 11. manni að, Iðunni Garðarsdóttur. Sömuleiðis vantaði Samfylkinguna 87 atkvæði til að koma Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að  og Bjarta framtíð 147 atkvæði til að koma Sigrúnu Gunnarsdóttur að.
 2. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Framsóknarflokki í Reykjavíkurkjördæmi suður var tæpust inn. Hún var með 2.564 atkvæði á bak við sig en næst kom Nicole Leigh Mosty hjá Bjartri framtíð með 2.518 atkvæði. Aðeins munaði því 46 atkvæðum. Nicole náði kjöri sem jöfunarmaður.
 3. Jóna Sólveig Elínardóttir Bjartri framtíð í Suðurkjördæmi var 258 atkvæðum á undan Oddnýju G. Harðardóttur Samfylkingu. Oddný náði kjöri sem jöfunarmaður.
 4. Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki í Norðvesturkjördæmi. Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Bjarna Jónsson í 2. sæti vantaði 269 atkvæði til að fella hann.
 5. Logi Már Einarsson Samfylkingu í Norðausturkjördæmi. Viðreisn og Benedikt Jóhannesson vantaði 334 atkvæði til að fella hann. Benedikt náði kjöri sem jöfunarmaður.
 6. Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn og Jón Steindór Valdimarsson vantaði 363 atkvæði til að fella hann. Jón Steindór náði kjöri sem jöfnunarmaður. Sjálfstæðisflokkur hefði ekki á rétt á jöfnunarmanni og því hefði Vilhjálmur fallið.

30.10.2016 Heildarúrslit kosninganna og skoðanakannanir

Úrslit alþingiskosninganna í gær eru orðin ljós og hafa birst í fjölmiðlum. Hér að neðan eru þau borin saman við skoðanakannanirnar sem birtust tvo síðustu dagana. Skoðanakannanir 365 miðla sem birtust í Fréttablaðinu og Stöð2 var með minnsta heildarfrávikið, 8,9%. Gallup var með 12,2% í heildarfrávik, MMR með 13,4% og Félagsvísindastofnun með 17,0%. Athyglisvert er hversu frávikið er mikið en líklega hefur það að einhverju leiti með tímalengd kannana að gera og að allnokkrar breytingar hafi orðið á afstöðu fólks eftir að hugmynd um ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar voru kynntar.

 • Sjálfstæðisflokkur 29,0% – 21 þingmann – Sjálfstæðisflokkurinn fékk meira fylgi en allar kannanir höfðu gert ráð fyrir. Næst komust Gallup og 365 miðlar. Hjá MMR munaði 4% og 6,5% hjá Félagsvísindastofnun.
 • Vinstrihreyfingin grænt framboð 15,9% – 10 þingmenn – VG hlaut aðeins minna fylgi en kannanir gerðu ráð fyrir.
 • Píratar 14,5% – 10 þingmenn – Píratar fengu miklu minna fylgi en kannanir gerðu ráð fyrir. Gallup og 365 miðlar voru næst þessu en þó munaði 3,5% hjá þeim. MMR ofmat þá um 6% og Félagsvísindastofnun um 6,7%.
 • Framsóknarflokkur 11,5% – 8 þingmenn – Framsóknarflokkur hlaut betri kosningu en kannanir gáfu til kynna nema MMR sem var á pari. 365 miðlar og Félagsvísindastofnun vanmátu flokkinn um 1,5% og Gallup um 2%.
 • Viðreisn 10,5% – 7 þingmenn – 365 miðlar voru með fylgi Viðreisnar á pari. Hjá Félagsvísindastofnun munaði 0,9%, en 1,6% og 1,7% hjá MMR og Gallup.
 • Björt framtíð 7,2% – 4 þingmenn – Björt framtíð var vanmetin um hálft prósent hjá öllum nema 365 miðlum sem vanmátu flokkinn um tæpt prósent.
 • Samfylkingin 5,7% – 3 þingmenn – Stöð2 og Félagsvísindastofnun mátu flokkinn rétt. MMR ofmat hann um 0,4% og Gallup um 1,7%.
 • Þeir flokkar sem fengu ekki kjörna þingmenn: Flokkur fólksins 3,5%, Dögun 1,7, Alþýðufylkingin 0,3%, Íslenska þjóðfylkingin 0,2% og Húmanistaflokkurinn 0,0%.

28.10.2016 Könnun frá Gallup

gallupfylgiRuv.is birtir í dag könnun frá Gallup í dag. Um er að ræða fjórðu könnunina sem birtist á tæpum sólarhring og líklega sú síðasta fyrir kosningarnar á morgun. Ef þessar fjórar kannanir eru bornar saman er staðan þannig:

 • Sjálfstæðisflokkur 27% – 19 þingmenn – þetta fylgi er í samræmi við könnun Stöðvar 2 í gærkvöldi en mun betri en kannanir Félagsvísindastofnunar og MMR.
 • Píratar mælast með 17,9% – 12 þingmenn. Slakasta könnun flokksins af þessum fjórum en næstum á pari við könnun Stöðvar 2.
 • Vinstri grænir með 16,5% – 11 þingmenn – sama fylgi og í öðrum könnunum.
 • Framsóknarflokur 9,5% – 6 þingmenn – svipað fylgi og hjá Félagsvísindastofnun og Stöð 2 en heldur minna en hjá MMR.
 • Samfylking 7,4% – 5 þingmenn  – þeirra besta könnun af þessum fjórum.
 • Björt framtíð 6,8% – 4 þingmenn – sama fylgi og í öðrum könnunum.
 • Aðrir flokkar fá samtals 6,1% í þessari könnun og þar af mælist Flokkur fólksins með 3,4%.

gallupmennRíkisstjórnarflokkarni hafa samtals 25 þingsæti samkvæmt þessari könnun. Stjórnarandstöðuflokkarnir reiknast með 32 þingsæti eða eins manns meirihluta. Viðreisn mælist með 6 þingsæti. Telja verður ólíklegt að menn fari af stað með meirihlutastjórn sem væri með eins manns meirihluta og hver þingmaður hefði þannig neitunarvald.

28.10.2016 Könnun frá MMR

MMR birti skoðanakönnun í dag. Helstu atrið eru þessi:

 • mmrfylgiSjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 24,7 % og 17 þingmenn. Betri könnun en hjá sú sem birtist hjá Félagsvísindastofnun í morgun og MMR á miðvikudag en slakari Stöðvar2 könnunin frá í gær en kannanir Stöðvar2 hafa verið að mæla flokkinn sterkari en annars staðar.
 • Píratar 20,5% og 14 þingmenn. Flokkurinn er að mælast heldur sterkari í dag en dagana þar á undan.
 • Vinstri grænir 16,2% og 11 þingmenn. Sama og í öðrum könnunum.
 • Framsóknarflokkur 11,4% og 7 þingmenn. Sterkari mæling en þær sem hafa birst í vikunni.
 • mmrmennViðreisn 8,9% – 6 þingmenn. Slakari mæling en í könnunum Stöðvar 2 og Félagsvísindastofnunar en svipað og í könnun MMR á miðvikudag.
 • Björt framtíð 6,7% – 4 þingmenn. Á sama stað og í könnunum frá í morgun og í gær en mun slakara en í könnun MMR sem birtist á miðvikudag.
 • Samfylking 6,1% – 4 þingmenn. Sama staða og í tveimur síðustu könnunum en heldur slakara en í könnun MMR á miðvikudag.
 • Aðrir flokkar mælast samtals með 5,5%. Flokkur fólksins er með 2,4%, Dögun með 2,3% og Íslenska þjóðfylkingin með 0,6%. Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn skipta því með sér 0,2%.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa því samkvæmt þessu 24 þingsæti. Núverandi stjórnarandstaða, sem hefur rætt um stjórnarsamstarf, hefur 33 þingsæti og því eins þingsætis meirihluta. Viðreisn er með 6 þingmenn.

28.10.2016 Könnun frá Félagsvísindastofnun

fel-mennMorgunblaðið birtir í morgun könnun frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þessar:

 • Sjálfstæðisflokkur 22,5% – 16 þingmenn – Þetta er svipað fylgi og könnun MMR í vikunni sýndi en mun minna en mælingar fréttastofu 365 miðla gefa til kynna.
 • Píratar 21,2% – 14 þingmenn – heldur meira fylgi en í síðustu könnunum
 • Vinstri grænir 16,8% – 11 þingmenn – svipað fylgi og í undanförnum könnunum
 • Viðreisn 11,4% – 7 þingmenn – heldur meira fylgi en í síðustu könnunum
 • Framsóknarflokkur 10,2% – 7 þingmenn – svipað fylgi og í undanförnum könnunum
 • Björt framtíð 6,7% – svipað fylgi og í undanförnum könnunum nema lægra en í könnun MMR
 • Samfylkingin 5,7% sem er sama fylgi og hjá 365 miðlum í vikunni en minna en hjá MMR
 • Aðrir flokkar mælast með minna fylgi. Dögun með 2,2%, Flokkur fólksins með 2,1%, Íslenska þjóðfylkingin 0,4%, Alþýðufylkingin 0,3% og Húmanistaflokkurinn 0,1%.

fel-mennÞingsæti skiptast eins og myndin til hliðar sýnir. Ef horft er til stjórnarmyndunar að þá eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 23 þingsæti. Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð reiknast með 33 þingsæti eða eins manns meirihluta. Viðreisn mælist að auki með 7 þingsæti.

27.10.2016 Könnun á Stöð2

stod2-fylgiÍ kvöld birti fréttastofa Stöðvar2 skoðanakönnun um fylgi flokkanna og útreikning á þingmönnum. Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur með 27,3% sem er mun meira en í undanförnum könnunum. Píratar mælast með 18,4% sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í undanförnum könnunum. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 16,4% sem er svipað og undanfarið. Viðreisn mælist með 10,5% og Framsóknarflokkurinn með 9,9% sem er sambærilegt fyrir síðustu kannanir. Björn framtíð mælist með 6,3% sem er svipað og í könnunum Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins en mun minna en í könnun MMR. Samfylkingin er með 5,7% sem er aðeins minna en í fyrri könnunum tveimur en miklu minna en í könnun MMR: Aðrir mælast með 5,4 en það er ekki sundurgreint á Vísi.is

stod2-mennSamkvæmt þessu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 18 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 8, samtals 26 þingmenn. Píratar fengju 12, Vinstri grænir 11, Björt framtíð 4 og Samfylking 3, samtals 30 þingmenn. Viðreisn fengi samkvæmt þessu 7 þingmenn og væri í ákveðinni lykilstöðu.

27.10.2016 Talning á fleirum en einum stað í kjördæmi

Fram kemur á mbl.is í dag að einhverjar áhyggjur séu af því að talning í Norðausturkjördæmi geti tafist vegna þess að það þurfi að koma kjörgögnum af Austurlandi til Akureyrar en veðurspá fyrir kjördag er ótrygg. Þetta væri hægt að leysa þannig að yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi gæti falið umdæmiskjörstjórn t.d. á Fljótsdalshéraði að sjá um talningu fyrir Austurland en heimild er til þess í 1.mgr. 97. gr. laga um kosningar til Alþingis. Greinin hljóðar þannig: “ Yfirkjörstjórn getur ákveðið að auk talningar hjá henni geti talning farið fram hjá umdæmiskjörstjórn, á öðrum stað í kjördæminu.“ Víða erlendis er sá háttur hafður á að viðkomandi kjörstjórnir telja hver á sínu svæði innan kjördæma og senda upplýsingar um úrslit til viðkomandi yfirkjörstjórnar.

27.10.2016 Nú deyr frambjóðandi …

Sú staða er uppi fyrir þessar kosningar að aldraður maður sem skipaði heiðurssætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður lést. Um þetta segir í 37.gr. í lögum um kosningar til Alþingis: „Nú deyr frambjóðandi áður en kosning fer fram en eftir að framboðsfrestur er liðinn eða á næstu þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur er liðinn, og má þá innan viku, ef fullur helmingur meðmælenda listans krefst þess, setja annan mann í stað hins látna á listann, enda sé fullnægt öðrum almennum skilyrðum um framboðið.“ Komi sú staða upp að látinn frambjóðandi nái kjöri þá myndi kjörstjórn úthluta næsta manni á lista sæti á Alþingi.

26.10.2016 Könnun frá MMR

mmr-fylgi

Í dag birtist skoðanakönnun frá MMR. Könnunin var gerð á tímabilinu 19.-26. október og er því með heldur lengra tímabil undir en könnun Fréttablaðsins í morgun. Ef þessi könnun er borin saman við þrjá síðustu kannanir sem hafa birst, þ.e. kannanir Fréttablaðsins 26. og 19. október og könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist 21.10 kemur eftirfarandi í ljós:

 • Sjálfstæðisflokkur 21,9% – 15 þingmenn – sem er svipað og í könnun Félagsvísindastofnuanr frá því fyrir helgi, en mun lægra en í Fréttablaðskönnunum.
 • Píratar 19,1% – 13 þingmenn – lægsta mæling Pírata en þó lítið lægri en Fréttablaðskannanirnar en nokkru undir könnun Félagsvísindastofnunar.
 • Vinstrihreyfingin grænt framboð 16% – 11 þingmenn – lægsta könnunin af þessum þremur en þó á svipuðum nótum og Fréttablaðskönnunin. Mun lægra en í Fréttablaðskönnuninni fyrir viku og hjá Félagsvísindastofnun.
 • Framsóknarflokkur 10% – 7 þingmenn – aðeins lægra en í Fréttablaðskönnun í morgun en hærra en mælingar í síðustu viku.
 • Viðreisn 9,3% – 6 þingmenn – Á svipuðum stað og síðustu kannanir en mun hærra en í Fréttablaðskönnuninni fyrir viku.
 • Björt framtíð 8,8% – 6 þingmenn – heldur hærra fylgi en í síðustu viku og mun meira en í könnun Fréttablaðsins í morgun.
 • Samfylkingin 7,6% – 5 þingmenn – aðeins meira fylgi en í síðustu þremur könnunum.
 • Flokkur fólksins mælist með 3,4%, Dögun 1,6%, Íslenska þjóðfylkingin 1,5% og aðrir 0,8%. Undir öðrum eru m.a. Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn.

mmr-mennVarðandi ríkisstjórnarmyndun að þá er engin tveggja flokka stjórn í myndunum og ekki hægt að mynda þriggja flokka stjórn nema að Sjálfstæðisflokkur kæmi að henni. Samstjórn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartar framtíðar, sem þreifingar hafa staðið um, myndi samkvæmt þessu fá 35 þingmenn og hefði því aðeins ríflegri meirihluta en könnun Fréttablaðsins í morgun gaf til kynna.

26.10.2016 Könnun í Fréttablaðinu

frb2016-10-26Fréttablaðið birtir í morgun skoðnanakönnun sem gerð var dagana 24.-25. október. Ef samanburður er gerður við þrjá síðustu kannanir þar á undan sem er könnun MMR frá 14. október, Fréttablaðsins frá 19. október, Félagsvísindastofnunar frá 21.október kemur eftirfarandi í ljós:

 • Sjálfstæðisflokkur 25,1% – 17 þingmenn – um er að ræða bestu könnun flokksins. Heldur betri en könnun Fréttablaðsins og mun betri en hinar tvær.
 • Píratar 20,3% – 14 þingmenn – svipað og í fyrri könnun Fréttablaðsins og könnun MMR en lægra en í könnun Félagsvísindastofnunar.
 • Vinstri grænir 16,4% – 11 þingmenn – heldur lakara en í tveimur síðustu könnunum en betra en í könnun MMR fyrir 10 dögum.
 • Framsóknarflokkur 11,2% – 7 þingmenn – besta könnun flokkins af þessum fjórum.
 • Viðreisn 10,8% – 7 þingmenn – mun betri útkoma en í könnunum Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar en á svipuðum stað og í könnun MMR.
 • Samfylkingin 6% – 4 þingmenn – svipuð útkoma og í síðustu könnunum en mun lakari niðurstaða en í könnun MMR fyrir 10 dögum.
 • Björt framtíð 5,1% – 3 þingmenn – lakasta niðurstaða flokksins í könnunum fjórum en flokkurinn hefur tapað fylgi í hverri könnun og nú kominn niður undir 5%.
 • Aðrir flokkar mældust samtals með 5,1%.

frb2016-10-26Fyrir stjórnarmyndun þýðir þetta að möguleg ríkisstjórn Pírata, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar mælist með 32 þingsæti og hefði því eins manns meirihluta. Fyrir utan að Björt framtíð er aðeins með 5,1% og því orðin tæp á því að fá jöfnunarsæti. Eins og áður er ekki möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn en nokkrir möguleikar eru hins vegar á þriggja flokka stjórnum en þeir verða alltaf að innihalda tvo af þeim þremur flokkum sem mælast stærstir.

25.10.2016 Skoðanakönnun fyrir Reykjavík

Stöð2 birti í kvöld skoðanakönnun fyrir Reykjavík. Píratar mælast með 24% fylgi sem þýðir tvo til þrjá þingmenn.Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,8% sem þýðir að flokkur fengi tvo þingmenn í hvoru kjördæmi. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 19,4% sem ætti að þýða tvo þingmenn í hvoru kjördæmi. Viðreisn mælist með 10% og þingmann í báðum kjördæmum. Björt framtíð er með 7,1% og Samfylking með 6,7% sem líklega þýðir að flokkarnir næðu einum þingmanni í öðru hvoru kjördæminu. Framsóknarflokkurinn er með 5,2% og því ekki með þingmann ef skipting milli kjördæmanna er jöfn en er nálægt að ná þingmanni í öðru kjördæminu ef skiptingin er ójöfn. Flokkur fólksins mældist með 2,1%, Dögun með 1,7%, Íslenska þjóðfylkingin með 1,2% þrátt fyrir að bjóða ekki fram og Alþýðufylkingin með 0,9%.

25.10.2016 Jöfnunarsæti verða þingsæti

Í dag verður farið yfir hvernig jöfnunarsæti verða að þingsætum einstakra framboða og kjördæma. Í yfirferð á sunnudag var farið yfir hvernig jöfunarsæti skiptust á milli framboða í kosningunum 2003. Sjá mynd hér til hægri.

Jöfunarsæti skiptast þannig á milli kjördæma að það er eitt jöfunarsæti í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Tvö jöfnunarsæti eru í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður.

Til að finna út hvaða einstaklingar ná kjöri eru búnir til listar fyrir hvert það framboð sem fékk kjörinn jöfunarmann. Ef tekið er dæmi af B-lista þá fékk flokkurinn 2 þingmenn í Norðvesturkjördæmi og 21,68% næsti maður flokksins er því þriðji maður og hlutfallstala hans 21,68%/3=7,23%. Í Norðausturkjördæmi hlaut flokkurinn 4 þingmenn og 32,77%. Fimmti maður í því kjördæmi er því með 6,55% á bak við sig. Í kjördæmunum sem hafa tvö jöfunarsæti þarf að reikna tvö sæti. Sem dæmi að þá fékk B-listi 14,91% í Suðvesturkjördæmi og einn þingmann og þurfti því að reikna fyrir annan og þriðja mann B-listans. Full tafla fyrir þetta lítur þannig út:

B-listi D-listi F-listi S-listi V-listi
SU 7,90% R-N 8,88% NV 7,12% R-S 8,33% NA 7,06%
SV 7,46% NA 7,84% SV 6,75% NA 7,78% SV 6,24%
NV 7,23% SV 7,68% R-S 6,64% NV 7,74% NV 5,31%
NA 6,55% R-S 7,61% NA 5,64% SU 7,42% R-N 4,89%
R-N 5,81% NV 7,39% R-N 5,54% R-N 7,25% SU 4,66%
R-S 5,67% SU 7,30% SU 4,37% R-S 6,66% R-S 4,66%
SV 4,97% R-N 7,10% SV 3,37% SV 6,55% R-N 3,26%
R-N 3,87% SV 6,40% R-S 3,32% R-N 6,05% SV 3,12%
R-S 3,78% R-S 6,34% R-N 2,77% SV 5,46% R-S 3,11%

1.sæti – F-listi – NV 7,12%
F-listi hlaut 1. jöfunarmann og því hlýtur þeirra efsti maður 1.sætið. Norðvesturkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun.
2.sæti – F-listi – SV 6,75%
F-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
3.sæti – V-listi – NA 7,06%
Norðvesturkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun. V-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
Tafla eftir þessa úthlutun lítur þannig út:

B-listi D-listi F-listi S-listi V-listi
SU 7,90% R-N 8,88% R-S 8,33%
SV 7,46% SV 7,68% SU 7,42%
R-N 5,81% R-S 7,61% R-N 7,25%
R-S 5,67% SU 7,30% R-S 6,66%
R-N 3,87% R-N 7,10% SV 6,55%
R-S 3,78% R-S 6,34% R-N 6,05%

4.sæti – D-listi – R-N 8,88%
5.sæti – S-listi – R-S 8,33%
6.sæti – D-listi – SV 7,68%
Suðvesturkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun.
Tafla eftir þessa úthlutun lítur þannig út:

B-listi D-listi F-listi S-listi V-listi
SU 7,90% R-S 7,61% SU 7,42%
R-N 5,81% SU 7,30% R-N 7,25%
R-S 5,67% R-N 7,10% R-S 6,66%

7.sæti – S-listi – SU 7,42%
Suðurkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun. S-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
8.sæti – D-listi – R-S 7,61%
Reykjavíkurkjördæmi norður hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun. D-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
9.sæti – B-listi – R-N 5,81%
Eina kjördæmið sem er með laust sæti og því fær frambjóðandi B-listans í kjördæminu það sæti.

23.10.2016 Úthlutun jöfunarsæta til framboða

Í framhaldi af grein um úthlutun kjördæmissæta kemur hér útskýring á úthlutun jöfnunarsæta, stundum nefnd uppbótarsæti, milli framboða. Jöfnunarsæti eru níu og bætast við þau 54 sem úthlutað er miðað við úrslit í hverju kjördæmi. Þau eru tengd við kjördæmi. Eitt sæti fylgir Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi en tvö sæti Suðvesturkjördæmi og hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyir sig. Tilgangur með jöfnunarsætum að flokkar fái sem þingsæti í sem bestu hlutfalli við atkvæðafjölda.

uppbot03Til að framboð eigi rétt á því að koma til álita við úthlutun jöfunarsæta þarf það að ná 5% gildra atkvæða á landsvísu. Ekki er rétt sem fram hefur komið að flokkur þurfi að bjóða
fram í öllum kjördæmum eins og fram hefur komið. Það gefur hins vegar auga leið að það er auðveldara að ná 5% markinu ef flokkur býður alls staðar fram.

jofnunarmennTil að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Dæmið er frá kosningunum 2003. Þá náðu fimm flokkar yfir 5% markið. B-listi var með 11 kjördæmakjörna þingmenn, D-listi 19, F-listi 2, S-listi 18 og V-listi 4. Næsti maður B-lista er þannig með 2707 atkvæði á bak við 12. mann sinn á með að D-listi er með 3.085 atkvæði á bak við sinn 20. mann, F-listi með 4.508 á bak við 3. mann o.s.frv. Þeir sem náðu kjöri eru skyggðir í efri töflunni og röð þeirra er í töflunni til hliðar. Þar sést að F-listinn á tvo efstu jöfnunarmenninna og næstur kemur jöfnunarmaður V-lista enda er það oftast þannig að atkvæði minni flokka nýtast ver við úthlutun kjördæmissæta.

Í þessum kosningunum vantaði F-lista 13 atkvæði til að fella B-lista manninn sem var síðastur inn og koma sínum fimmta manni inn. Sömuleiðis vantaði V-lista 114 atkvæði til að koma að sínum sjötta manni að og S-lista 147 atkvæði til að koma sínum 21.manni að.

Í næstu grein verður að lokum farið yfir hvernig þingsæti skiptast niður á kjördæmi út frá þessum reglum.

21.10.2016 Könnun frá Félagsvísindastofnun

Morgunblaðið birtir í dag könnun sem gerð var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands dagana 14.-19. október sl. Ef könnunin er borin saman við þrjá síðustu kannanir, þ.e. könnun Félagsvísindastofnunar 14. október, MMR 14.október og Fréttablaðsins 19. október kemur eftirfarandi í ljós:

 • Píratar 22,6% – 16 þingmenn – Þetta er mun meira fylgi en í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir viku og heldur meira en í hinum könnunum tveimur.
 • Sjálfstæðisflokkur 21,1% -14 þingmenn, Mbl.is segir 15 þingmenn sem líklega byggir á sundurliðun eftir kjördæmum. Um er að ræða svipað fylgi og síðustu könnunum en heldur minna en í könnun Fréttablaðsins.
 • Vinstrihreyfingin grænt framboð 18,6% – 13 þingmenn – aukning frá fyrri könnun Félagsvísindastofnunar og MMR en á svipuðum stað og í Fréttablaðskönnuninni.
 • Framsóknarflokkur 9,1% – 6 þingmenn – svipað og í öðrum könnunum.
 • Viðreisn 8,8% – 6 þingmenn – mun minna en í fyrri könnun Félagsvísindastofnunar en heldur meira en í könnun Félagsvísindastofnunar.
 • Samfylking 6,5% – 4 þingmenn – svipað fylgi og í fyrri könnun Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins en mun minna fylgi en í könnun MMR.
 • Björt framtíð 6,0% – 4 þingmenn – heldur minna fylgi en í fyrri könnunum
 • Flokkur fólksins 3,8% – besta mæling flokksins til þessa.
 • Íslenska þjóðfylkingin 1,6% sem er mun minna en í fyrri könnunum.
 • Dögun 1,2% sem er lægsta mæling flokksins af þessum fjórum könnunum.
 • Alþýðufylkingin mælist með 0,5% og Húmanistaflokkurinn mælist ekki.

fel-fylgi

Eins og áður er tveggja flokka stjórn ekki í myndinni. En nú er uppi sú staða að núverandi stjórnarandstöðuflokkar geti myndað ríkisstjórn. Það eru Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð.

fel-menn

20.10.2016 Könnun í Suðvesturkjördæmi

Stöð2 birti í kvöld kjördæmakönnun fyrir Suðvesturkjördæmi í kjördæmaþætti stöðvarinnar. Samkvæmt könnuninn eru þingmenn Suðvesturkjördæmi: Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason fyrir Sjálfstæðisflokk, Óttar Proppé fyrir Bjarta framtíð, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrir Viðreisn, Árni Páll Árnason fyrir Samfylkingu, Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Vinstrihreyfingin grænt framboð, Jón Þór Ólafsson og  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fyrir Pírata. Jöfn í síðasta kjördæmasætinu eru síðan þau Eygló Harðadóttir Framsóknarflokki og Andri Þór Sturluson Pírötum. Næst því að komast inn er Ólafur Þór Gunnarsson annar maður á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Vilhjálmur Bjarnason fimmti maður á lista Sjálfstæðisflokksins.

sv

20.10.2016 Útreikningur kjördæmissæta

Þegar kosið er til fulltrúasamkomu eins og Alþingis er eitt mikilvægasta atriðið hvernig atkvæðum er breytt í þingmenn. Eitthvað virðast reglur um útreikning á kjördæmakjörnum þingmönnum þvælast fyrir sumum þeim fjölmiðlum sem hafa verið að birta skoðanakannanir að undanförnu. Í þessu dæmi eru notaðar niðurstöður úr kjördæmakönnum 365 miðla í Suðurkjördæmi. Hlutfallstölum hefur verið breytt í atkvæði og fjöldi gildra atkvæða úr forsetakosningunum í júní notuð sem viðmið.

utreikningurEfst á myndinni eru útreiknaðar niðurstöður úr könnuninni. Þar sést að A-listi er með 1517 atkvæði, B-listi 5270 o.s.frv. Til að finna út hversu mörg atkvæði hver frambjóðandi er með að baki sér er atkvæðatala listans tekin og deilt í hana með sætistölu viðkomandi frambjóðanda. Þannig er 1.maður A-lista með 1517 atkvæði á bak við sig, 2. maður A-lista með helminginn af því 758,5 atkvæði, 3.maður með þriðjunginn og svo áfram – sjá mynd.

uthlutunÍ framhaldi af þessum útreikningi er hægt að úthluta þingsætum. Í Suðurkjördæmi eru níu þingsæti. Flest atkvæði á bak við sig er 1.maður D-lista með 7891 atkvæði og verður hann þá fyrsti þingmaður kjördæmisins. Næstur honum er 1.maður B-lista með 5270 atkvæði og síðan 2.maður D-lista með 3945,5 atkvæði. Þetta gengur síðan svona koll af kolli þar til að níu sætum hefur verið úthlutað. Í myndinni að ofan eru þau sæti skyggð sem ná kjöri miðað við þessar forsendur. Níundi og síðasti þingmaðurinn yrði því 1.maður S-lista með 1876 atkvæði. Til fróðleiks eru sæti 10. 11. og 12. sett inn til að sýna hversu mörg atkvæði þeir hafa á bak við sig sem eru næstir inn. Það segir hins vegar ekki til um hversu mörg atkvæði einstök framboð vantar til að ná fleiri þingmönnum eða ná inn kjörnum þingmönnum til að komast að því þarf að taka atkvæðatölu þess þingmanns sem er síðastur inn. Í þessu tilfelli er það 1.maður S-lista vantarsem er með 1876 atkvæði á bak við sig.

Í þessu dæmi vantar 2.mann á V-lista 128 atkvæði til að fella 1. mann S-lista. Það reiknast þannig: 1876 x 2-3624=128. Talan 1876 er fjöldi atkvæða á bak við síðasta þingmanninn, 2 er sætistala næsta manns V-lista og 3624 er heildarfjöldi atkvæða V-lista. Sömuleiðis vantar P-lista þá 230 atkvæði til að koma sínum öðrum manni að, B-lista vantar 358 til að koma sínum þriðja manni að og A-lista 359 atkvæði til að koma sínum efsta manni inn.

Síðar verður vikið að því hvernig útreikningur jöfnunarsæta fer fram.

19.10.2016 Framboð eftir kjördæmum

Landskjörstjórn birti í dag auglýsingu um framboð vegna alþingiskosninganna 29. október. Upplýsingar um einstök framboð hafa verið færð inn á einstakar kjördæmasíður tengla á þær er að finna hér: Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður.

Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Dögun og Vinstrihreyfingin grænt framboð bjóða fram í öllum kjördæmum. Alþýðufylkingin býður fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Íslenska þjóðfylkingin býður fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi og Húmanistaflokkurinn býður aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Yfirlitsmynd af framboðum eftir kjördæmum:

frambod

19.10.2016 Könnun í Fréttablaðinu

Í morgun birtist ný skoðanakönnun um fylgi flokkanna.Niðurstöður voru þessar:

 • Sjálfstæðisflokkur 23,7% – 17  þingsæti – heldur meira en í síðustu viku
 • Píratar 20,7% – 14 þingsæti – heldur meira en í síðust viku
 • Vinstrihreyfingin grænt framboð 19,2% – 13 þingsæti – mun meira en í síðustu viku
 • Framsóknarflokkur – 8,5% – 6 þingsæti – svipað og í síðustu viku
 • Björt framtíð – 7,4% – 5 þingsæti – svipað og í síðustu viku
 • Viðreisn – 6,6% – 4 þingsæti – mun minna fylgi en í síðustu viku
 • Samfylking – 6,5% – 4 þingsæti – svipað fylgi og í síðusu viku
 • Flokkur fólksins 3,4% – engin þingsæti – mun hærri mæling en að meðaltali í síðustu viku.
 • Aðrir flokkar og framboð mælast með 4% sem er minna en í síðustu viku.

frb-fylgi

 

 

 

 

 

 

 

Þetta þýðir að samkvæmt könnuninni að engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg. Eigi að koma til ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokks þurfa bæði Píratar og Vinstrihreyfingin grænt framboð að koma að henni og tveir af minni flokkunum.frb-menn

18.10.2016 Listar Íslensku þjóðfylkingarinnar

Íslenska þjóðfylkingin fékk framboðslista samþykkta í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi þeir eru þannig skipaðir:

Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. Jens G. Jensson, skipstjóri 1. Guðmundur Karl Þorleifsson, rafmagnsiðnfræðingur
2. Valgeir Ólafsson, skipstjóri 2. Reynir Heiðarsson, byggingastjóri
3. Þóra Katla Bjarnadóttir, leikskólakennari 3. Arna Dís Kristinsdóttir, öryrki
4. Einar Hjaltason, skipstjóri 4. Mikael Þorsteinsson, verslunarmaður
5. Birgir Loftsson, sagnfræðingur 5. Hrafnhildur Sumarliðadóttir, hótelstjóri
6. Sandra Rós Ólafsdóttir, öryrki 6. María Magnúsdóttir , hjúkrunarfræðingur
7. Þórður Kr Sigurðsson, öryrki 7. Sif Gylfadóttir, öryrki
8. Ingi B. Jónsson, eldri borgari 8. Baldvin Örn Arnarsson, flugvallarstarfsmaður
9. Jón Pálmi Pétursson, vélstjóri 9. Guðjón Egilsson , öryrki
10.Guðmundur J Þórðarson, smiður 10.Sigríður Guðný Sædal, naglafræðingur
11.Jens N. Q. Jensson, nemi 11.Guðjón I. Hilmarsson, rafvirki
12.Helga Ágústsdóttir, kennari 12.Steindór Sigursteinsson, verkamaður
13.Valdemar Jónsson, bílstjóri 13.Unnsteinn Egill Kristinsson, vélsmiður
14.Jón Jónsson, verkamaður 14.Jón Oddur Guðmundsson, rafvirki
15.Anna Ágústa Birgisson, nemi 15. Sigurbjörn A Ragnarsson, flugmaður
16.Kári Þór Birgisson, nemi 16.Jón Sigurðsson, byggingameistari
17.Fannar Levy Benediktsson, verkamaður
18.Guðjón Jóhannsson, sjómaður
19.Guðrún Birna Smáradóttir, öryrki
20.Tyler Jónsson, bifvélavirki

18.10.2016 Könnun á Stöð2 fyrir Suðurkjördæmi

Stöð2 birti í kvöld skoðanakönnun fyrir Suðurkjördæmi. Samkvæmt könnuninni verða eftirtaldir þingmenn Suðurkjördæmis: Sigurður Ingi Jóhannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir Framsóknarflokk, Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Smári McCharty fyrir Pírata, Oddný G. Harðardóttir fyrir Samfylkingu og Ari Trausti Guðmundsson fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Oddný Harðardóttir er síðust inn rétt á undan Unni Brá Konráðsdóttur Sjálfstæðisflokki. Næst inn eru Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Vinstri grænum og Oktavía Hrund Jónsdóttir Pírötum. Rétt þar á eftir eru Páll Valur Björnsson Bjartri framtíð og Ásgerður Gylfadóttir Framsóknarflokki.

Flokkar Fylgi Þings. Þingm.röð   Næstir inn vantar
A-Björt framtíð 5,9% 0 1. D-listi 30,7 V2 0,5
B-Framsóknarflokkur 20,5% 2 2. B-listi 20,5 P2 0,9
C-Viðreisn 4,7% 0 3. D-listi 15,35 A1 1,4
D-Sjálfstæðisflokkur 30,7% 4 4. V-listi 14,1 B3 1,4
P-Píratar 13,7% 1 5. P-listi 13,7 C1 2,6
S-Samfylking 7,3% 1 6. B-listi 10,25 D5 5,8
V-Vinstri grænir 14,1% 1 7. D-listi 10,23
Aðrir 3,2% 8. D-listi 7,68
Samtals 100,1% 9 9. S-listi 7,3

17.10.2016 Þjóðfylkingin vonast enn eftir framboði í Suðvestur

Af umræðum í opnum hópi Íslensku þjóðfylkingarinnar er ljóst að flokksmenn vonast til að Landskjörstjórn muni úrskurða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi gildan. Áður hafði Íslenska þjóðfylkingin fengið framboðslista sína í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi úrskurðaða gilda. Landskjörstjórn hefur auglýst að hún komi saman til fundar á morgun til að úrskurða um hvaða framboðslistar verða í kjöri í alþingiskosningunum 29. október n.k.

16.10.2016 Yfirlit yfir framboðslista í kjördæmum

Framboðsfrestur rann út á föstudaginn.Landskjörstjórn mun n.k. miðvikudag birta auglýsingu með öllum samþykktum framboðslistum. Eftir því sem best er vitað er staðan þannig (sjá einnig mynd að neðan):

 • Bjóða fram í öllum kjördæmum(6): Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Píratar, Samfylkingin, Dögun og Vinstrihreyfingin grænt framboð.
 • Alþýðufylkingin (5) býður fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi.
 • Íslenska þjóðfylkingin (2) býður fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi
 • Húmanistaflokkurinn (1) býður aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmi suður

frambod

16.10.2016 Þjóðfylkingin aðeins með tvo framboðslista og kærir

Íslenska þjóðfylkingin fékk samþykkta framboðslista sína í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hverjir skipa listana en oddvitar þeirra eru samkvæmt heimildum vefsins Jens G. Jensson í Norðvesturkjördæmi og Guðmundur Þorleifsson í Suðurkjördæmi. Flokkurinn náði ekki að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda í Suðvesturkjördæmi framboðslisti þar var lagður fram sl. föstudag.

Helgi Helgason formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir frá því á facebook síðu sinni að stuldur á meðmælalistum Íslensku þjóðfylkingarinnar muni verða kærður til Landskjörstjórnar.

16.10.2016 Listar Dögunar í Norðvestur og Norðaustur

Framboðslistar Dögunar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi hafa verið staðfestir.

Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi
1. Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi. 1. Sigurður Eiríksson, Ráðgjafi.
2. Pálmey Helga Gísladóttir, lyfjatæknir. 2. Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, Ferðamálafræðingur.
3. Þórður Alexander Úlfar Júlíusson, nemi. 3. Erling Ingvason, Tannlæknir.
4. Pétur Guðmundsson, æðarbóndi. 4. Guðríður Traustadóttir, Afgreiðslumaður.
5. Guðjón Arnar Kristjánsson, fv Alþingismaður. 5. Benedikt Sigurðarson, Framkvæmdastjóri.
6. Karólína Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi. 6. Stefanía Vigdís Gísladóttir, Ritari.
7. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, iðjuþjálfi. 7. Árni Pétur Hilmarsson, Grafískur hönnuður.
8. Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir, listfræðingur. 8. Arnfríður Arnardóttir, Myndlistamaður.
9. Árni Arnar Sigurpálsson, hótelstjóri Bjarkarlundi. 9. Sigurjón Sigurðsson, Húsasmiður.
10. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, fv garðyrkjustjóri. 10. Rósa Björg Helgadóttir, Leiðsögumaður.
11. Þórir Traustason, sjómaður. 11. Ólafur Ingi Sigurðarson, Nemi.
12. Elísabet Anna Pétursdóttir, bóndi. 12. Sindri Snær Konráðsson, Nemi.
13. Hanna Þrúður Þórðardótti, atvinnurekandi. 13. Völundur Jónsson, Þjónustustjóri.
14. Pálmi Sigurður Sighvats, húsgagnabólstrari. 14. Jóhanna G. Birnudóttir, Listamaður.
15. Ragnar Ólafur Guðmundsson, harðfiskverkandi. 15. Einar O. Ingvason, Starfsmaður Becromal.
16. Helgi Jónas Helgason, bóndi. 16. Ólafur Þröstur Stefánsson, Leiðsögumaður og býflugnabóndi.
17. Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Kennari.
18. Ingunn Stefánsdóttir, Eldri borgari.
19. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, Rekstrarstjóri.
20. Hannes Örn Blandon, Sóknarprestur.

16.10.2016 Listar Dögunar í Suðvestur- og Suðurkjördæmi

Framboðslistar Dögunar í Suðvestur- og Suðurkjördæmi hafa verið staðfestir.

Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. Ragnar Þór Ingólfsson
, Sölustjóri. 1. Sturla Hólm Jónsson, Atvinnubílstjóri og verktaki.
2. Ásta Bryndís Schram, Lektor HÍ. 2. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Kennari og Náms- & starfsráðgjafi.
3. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, Stjórnmálafræðingur. 3. Bjarni Bergmann Vilhjálmsson, Atvinnubílstjóri.
4. Baldvin Björgvinsson, Raffræðingur / Framhaldsskólakennari. 4. Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir, BA í sálfræði og nemi í HÍ.
5. Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir, Háskólanemi og uppistandari. 5. Davíð Páll Sigurðsson, Afgreiðslumaður.
6. Atli Hermannsson, Framkvæmdastjóri. 6. Sigrún Ólafsdóttir, Matvælafræðingur.
7. Dagný Guðmundsdóttir, Sjúkraliði. 7. Haukur Hilmarsson, Rágjafi í fjármálahegðun.
8. Óskar Sigurbjörnsson, Húsasmíðameistari. 8. Sigurður Haraldsson, Framkvæmdastjóri.
9. Berglind Anna Schram, Öryrki. 9. Steinþór Ágústsson, Sjómaður.
10. Hákon Hrafn Sigurðsson, Prófessor. 10. María Líndal, Byggingafræðingur.
11. Guðný Brynjólfsdóttir, Félagsliði. 11. Jón Grétar Hafsteinsson, Matvælafræðingur og framh.kennari.
12. Kristófer Jónsson, Verksmiðjustjóri. 12. Þorsteinn Árnason, Vaktmaður.
13. Sigrún Huld Auðunsdóttir, Grunnskólakennari Deildarstjóri sérkennslu. 13. Óskar Hrafn Ólafsson, Skipstjóri.
14. Björn Hersteinn Herbertsson, Vélstjóri. 14. Eyrún Sif Rögnvaldsdóttir, Húsmóðir og nemi.
15. Gunnhildur Schram Magnúsdótti, Frístundaleiðbeinandi. 15. Kristófer Sturluson, Verkamaður.
16. Guðmundur Hreinsson, Byggingafræðingur / Framhaldsskólakennari. 16. Geir Elvar Gylfason Hansen, Verkamaður.
17. Friðborg Jónsdóttir, Grunnskólakennari. 17. Þór Snorrason, Vélamaður.
18. Guðrún Indriðadóttir, Skrifstofumaður við bókhald og leikskólakennari. 18. Karitas Ósk Þorsteinsdóttir, Stílisti.
19. Friðrik Brekkan, Leiðsögumaður. 19. Sigurður H. Brynjólfsson, Skipsstjóri.
20. Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, Framhaldsskólakennari. 20. Guðmundur Óskar Hermannsson, Veitingamaður.
21. Halldór Atli Nielsen Björnsson, Rafmagnstæknifræðinemi.
22. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Söngkona / Mannauðsstjóri.
23. Rúnar Páll Rúnarsson, Kerfisstjóri.
24. Helga Sveinsdóttir, Heilsugæsluritari.
25. Hafsteinn Ægir Geirsson, Verslunarmaður.
26. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir, Fræðimaður.

16.10.2016 Listar Dögunar í Reykjavíkurkjördæmunum

Framboðslistar Dögunar í Reykjavíkurkjördæmunum hafa verið staðfestir.

Reykjavík suður Reykjavík norður
1. Helga Þórðardóttir, kennari. 1. Hólmsteinn A. Brekkan, Framkvæmdastjóri.
2. Ása Lind Finnbogadóttir, kennari. 2. Ásta Þórdís Guðjónsdóttir, Formaður Sjálfsbjörg.
3. Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður samtaka leigjenda. 3. Pálmi Einarsson, Iðnhönnuður.
4. Sigríður Fossberg Thorlacius, nemi. 4. Gunnar Skúli Ármannsson, Læknir.
5. Árni Gunnarsson, eldri borgari. 5. Sigrún Viðarsdóttir, Sjúkraliði / Lyfjatæknir.
6. María Jónsdóttir, tækniteiknari. 6. Einar Bragi Jónsson, Félagsfræðingur.
7. Þórarinn Gunnarsson, rithöfundur. 7. Axel Pétur Axelsson, Hönnuður.
8. Guðný Sæbjörg Ásgeirsdóttir, deildarstjóri. 8. Erla Bolladóttir, Framkvæmdastjóri.
9. Andrés Zoran Ivanovic, ferðaskipuleggjandi. 9. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir, Viðskiptafræðingur.
10. Steinunn Guðlaug Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur. 10. Björgvin Vídalín, Kafari.
11. Árni Þór Þorgeirsson, nemi. 11. Albert Snorrason, Þjónustufulltrúi BL.
12. Ingibergur Ingibergsson Edduson, skrifstofumaður. 12. Baldvin Viggósson, Lögregluvarðstjóri.
13. Edda Marý Óttarsdóttir, svæfingahjúkrunarfræðingu. 13. Júlíus Guðmundsson, Iðnaðarmaður.
14. Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari. 14. Arnheiður Tryggvadóttir, Húsmóðir / Kennari.
15. Sigurður Jónas Eggertsson, tölvunarfræðingur. 15. Kristinn Þór Schram Reed, Tónlistamaður / Málari.
16. Íris Hildur Birgisdóttir, nemi. 16. Oddný Anna Björnsdóttir, Ráðgjafi.
17. Guðmundur Steinsson, nemi. 17. Kristín Snorradóttir, Þroskaþjálfi.
18. Katrín Harðardótti, þýðandi. 18. Magðalena S. Kristinsdóttir, Sjúkraliði.
19. Gunnar Jens Elí Einarsson, verktaki. 19. Guðfinna Inga Sverrisdóttir, Myndlistakona.
20. Páll Guðfinnur Gústafsson, sjómaður. 20. Sigrún Jóna Sigurðardóttir, Eldriborgari.
21. Anita Engley Guðbergsdóttir, nemi. 21. Vilhjálmur Jesús Árnason, Skipstjóri.
22. Sigurlaug Sigurjónsdóttir, húsmóðir. 22. Pétur Emilsson, Kennari.

13.10.2016 Könnun frá MMR

MMR birti skoðanakönnun í dag sem tekin var 6.-13.október sl. Ef könnunin er borin saman við kannanir Fréttablaðsins, Gallup, Félagsvísindastofnunar sem birst hafa síðustu þrjá daga kemur í ljós að …

 • Sjálfstæðisflokksins er með 21,5%-22,5%  og 15-16 þingmenn – stöðugt fylgi
 • Píratar eru með 17,5-23% og 12-16 þingmenn – heldur minnkandi
 • Vinstri grænir eru með 14,5-17,7% og 10-12 þingmenn – frekar stöðugt fylgi
 • Viðreisn er með 8,4-12,4% og 5-8 þingmenn – frekar stöðugt ef Fréttablaðskönnunin er undanskilin
 • Framsóknarflokkur er með 8,5-10% og 6 þingmenn – stöðugt fylgi
 • Samfylking er með 7-9% og 5-6 þingmenn – frekar stöðugt fylgi fyrir utan MMR könnun
 • Björt framtíð er með 7,7-8,2% og 5 þingmenn – stöðugt fylgi
 • Íslenska þjóðfylkingin mælist með um 3%, Dögun er með um eða undir 2% og Flokkur fólksins hefur mælst með 1,2-3,3%.
 • Alþýðufylkingin mælist undir 1% og Húmanistaflokkurinn mælist mjög lítið fylgi.

Hér að neðan eru myndir sem sýna þessar fjórar kannanir nánar og útreikning þingmanna.

mmr_fylgi

mmr-menn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

13.10.2016 Listi Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi en þá hefur flokkurinn birt framboðslista í öllum kjördæmum.

1. Ólafur Snævar Ögmundsson vélstjóri Hafnarfirði 9. Kristinn Jens Kristinsson verkamaður Akranesi
2. Hjördís Heiða Ásmundsdóttir húsmóðir Borgarbyggð 10. Auðunn Ólafsson sjálfstæður atvinnurekandi Hafnarfirði
3. Bjarki Þór Aðalsteinsson kersmiður Akranesi 11. Böðvar Jónsson vélfræðingur Mosfellsbæ
4. Þröstur Ólafsson vélstjóri Reykjavík 12. Ögmundur Grétar Matthíasson bifvélavirki Þorlákshöfn
5. Þorbergur Þórðarson smiður Akranesi 13. Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Akranesi
6. Eva Lind Smáradóttir afgreiðslustúlka Hafnarfirði 14. Jóhann H. Óskarsson sjómaður Ólafsvík
7. Guðjón Sigmundsson safnstjóri Hvalfjarðarsveit 15. Guðlaug Andrésdóttir forstöðumaður Borgarbyggð
8. Karl Friðrik Bragason vinnuvélastjóri Reykjavík 16. Steingrímur Bragason kennari Akranesi

 

13.10.2016 Listi Flokks fólksins í Reykjavík norður

Listi Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið birtur en flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum. Aðeins er eftir að birta lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.

1. Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri, rithöfundur, fyrrv. alþingismaður
2. Þollý Rósmunds tónlistarkona
3. Baldur Vignir Karlsson verkefnastjóri
4. Sveinn Guðjónsson blaðamaður
5. Sólveig Guðnadóttir verslunarkona
6. Ísleifur Gíslason flugvirki
7. Ása María Bjarnadóttir garðyrkjufræðingur
8. Gunnar Jóhannes Briem tækjastjóri
9. Kristín Þorvaldsdóttir læknaritari
10. Bjarni H. Sverrisson stöðvarstjóri
11. Ingileif G. Ögmundsdóttir félagsliði
12. Geir Grétar Pétursson málari
13. Sigurður V. Bachmann leigubifreiðastjóri
14. Hjördís Hannesdóttir leikskólakennari
15. Margrét Sveinbjörnsdóttir skólaliði
16. Grétar Jón Magnússon smiður
17. Árni Svavarsson vélstjóri
18. Gyða Kolbrún Þrastardóttir sjúkraliðanemi
19. Jón Kr. Brynjarsson bifreiðastjóri
20. Hrafnhildur Tyrfingsdóttir húsmóðir
21. María Alexandersdóttir matráður
22. Sigríður Sæland Jónsdóttir húsmóðir

13.10.2016 Íslenska Þjóðfylkingin býður fram í þremur kjördæmum

Íslenska þjóðfylkingin sem boðað hafði framboð í öllum kjördæmum skilaði inn framboðum í Suðvesturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Birtir höfðu verið listar í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi en þeim var ekki skilað. Athygli vakti í gær þegar að oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum sögðu sig frá framboði. Helgi Helgason formaður flokksins sakar þá um skemmdarverk á framboðinu þar sem þeir hafi tekið með sér meðmælalista og fleiri gögn.

13.10.2016 Listi Alþýðufylkingarinnar í Suðvestur

Listi Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi er kominn fram. Þetta mun vera fimmti og síðasti listi flokksins en hann býður fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi.

1. Guðmundur Magnússon, leikari, Reyjavík 14. Þórður Sigurel Arnfinnsson, verkamaður, Reykjanesbæ
2. Sara Bjargardóttir, talmeinafræðinemi, Mosfellsbæ 15. Guðjón Bjarki Sverrisson, stuðningsfulltrúi, Hafnarfirði
3. Ægir Björgvinsson, rennismiður, Hafnarfirði 16. Haukur Már Helgason, heimspekingur, Reykjavík
4. Þorvarður Kjartansson, nemi, Garðabæ 17. Þórir Jónsson, bifreiðastjóri, Reykjanesbæ
5. Sigrún Erlingsdóttir, þjónustustjóri, Hafnarfirði 18. Gunnar J. Straumland, kennari/myndlistarmaður, Hvalfjarðarsveit
6. Kristján Páll Kolka Leifsson, félagsfræðingur, Hafnarfirði 19. Guðrún Björk Jónsdóttir, vöruhönnuður, Reykjavík
7. Kári Þór Sigríðarson, búfræðingur, Akureyri 20. Björk Þorgrímsdóttir, skáld og nemi, Reykjavík
8. Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson, stuðningsfulltrúi, Garðabæ 21. Lára Guðbjörg Sighvatsdóttir, verslunarmaður, Reykjavík
9. Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði, Reykajvík 22. Björk María Kristbjörnsdóttir, leikskólakennari, Mosfellsbæ
10. Lilja Rún Kristbjörnsdóttir, trésmíðanemi, Hafnarfirði 23. Guðbrandur Loki Rúnarsson, atvinnulaus, Reykjavík
11. Birna Lára Guðmundsdóttir, leiðbeinadi í leikskóla, Reykjavík 24. Sigurbjörn Ari Hróðmarsson, tónlistarmaður, Reykjavík
12. Þorbjörg Una Þorkelsdóttir, verkakona, Akureyri 25. Jóhannes Ragnarsson, rannsóknamaður á Hafró, Ólafsvík
13. Sigurjón Þórsson, tæknifræðingur, Hvammstanga 26. Reynir Torfason, sjómaður, Ísafirði

13.10.2016 Könnun frá Félagsvísindastofnun

Morgunblaðið birtir í dag könnun frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Könnunin var gerð 6.-12. október. Ef horft er til annarra kannana sem birst hafa undanfarna viku að þá er þetta lélegasta mæling Sjálfstæðisflokksins sem er kominn niður í 21,5% og fengi samkvæmt könnuninni 15 þingmenn. Píratar halda sömuleiðis áfram að lækka og mælast nú með 17,5% sem myndi skila þeim 12 þingsætum. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með mun meira fylgi en í undanförnum könnunum eða 17,7% og fengi 12 þingmenn eins og Píratar. Fjórði stærsti flokkurinn er síðan Viðreisn sem mælist með 11,4% en það er  svipað og í könnun Gallup frá því í gær og myndi skila 8 þingmönnum. Framsóknarflokkurinn mælist 8,6% og 6 þingmenn. Björt framtíð er með 7,7% og 5 þingmenn en allar kannanir í þessari viku hafa staðfest flokkinn fyrir ofan 5%. Samfylkingin er síðan sjöundi stærsti flokkurinn með 6,9% sem myndi skila 5 þingsætum.

fel14-10-fylgi

Önnur framboð mælast með minna fylgi. Stærst af þeim er Flokkur fólksins sem mælist með 3%, Íslenska þjóðfylkingin með 2,7%, Dögun með 1,9%, Alþýðufylkingin með 0,8% og Húmanistaflokkurinn með 0,1%.

fel14-10-menn

Samkvæmt þessari könnun er engin tveggja flokka stjórn í kortunum. Núverandi stjórnarandstaða, Píratar, VG, Björt framtíð og Samfylking eru samtals með 34 þingsæti og gætuð myndað meirihluta.

13.10.2016 Listi Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Listi Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi er kominn fram. Um er að ræða fjórða lista fulla lista flokksins en áður hafði flokkurinn birt lista í Reykjavíkurkjördæmunum og í Norðausturkjördæmi. Þá hefur flokkurinn birt efsta nafnið á listanum í Suðvesturkjördæmi.

1. Guðmundur Sighvatsson, byggingarfræðingur, Reykjanesbæ 11.Bjartmey Jenný Jónsdóttir, nemandi, Reykjanesbær
2. Erna Lína Baldvinsdóttir, nemandi, Reykjanesbær 12.Ólína Erna Jakobsdóttir, afgreiðslukona, Reykjanesbær
3. Sigurjón Sumarliði Guðmundsson, nemandi, Reykjavík 13.Ásta Sóley Hjálmarsdóttir, nemandi, Reykjanesbær
4. Helgi Ás Helgason, sendill, Reykjanesbær 14.Dalbert Þór Arnarsson, verkamaður, Reykjanesbær
5. Jón Múli Egilsson Prunner, nemandi, Reykjavík 15.Björn Geirsson, nemandi, Reykjavík
6. Unnur Snorradóttir, nemandi, Reykjavík 16.Sigurjón Tryggvi Bjarnason, nemandi, Reykjavík
7. Íris Helga Guðlaugsdóttir, atvinnulaus, Reykjanesbær 17.Erna Lína Alfreðsdóttir, öryrki, Reykjanesbær
8. Íris Dröfn Bjarnadóttir, öryrki, Reykjanesbær 18.Andrea Lind Arnarsdóttir, nemandi, Reykjavík
9. Arna Björk Bjarnadóttir, öryrki, Reykjanesbær 19.Birkir Þór Kristjánsson, afgreiðslumaður, Reykjavík
10.Bjarni Gunnar Kristjánsson, nemandi, Reykjarvík 20.Hafdís Baldvinsdóttir, húsmóðir, Reykjanesbær

13.10.2016 Listi Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi

Listi Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi var birtur í dag.

1. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður Bótar, Hafnafirði 14. Erla Magnúsdóttir, fv.verslunarmaður, Hafnarfirði
2. Grétar Pétur Geirsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi 15. Guðbjörg H Björsdóttir, Kópavogi
3. Ósk Matthíasdóttir, förðunarfræðingur, Hafnarfirði 16. Heimir Freyr Geirsson, veitingamaður, Reykjavík
4. Sigurður Haraldsson, öryggisvörður, Kópavogi 17. Óskar Þór Hjálmarsson, smiður, Kópavogi
5. Halldór Svanbergsson, fv.sjómaður, Kópavogi 18. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkennari, Reykjavík
6. Maríanna V. Hafsteinsdóttir, ferðabæklingur, Kópavogi 19. Georg Daði Guðmundsson, sérhæfður starfsmaður, Hafnarfirði
7. Júlíus Þórðarson, Reykjavík 20. Skúli Barker, verkfræðingur, Álftanesi
8. Halldór Sigþórsson, bifreiðasmiður, Hafnarfirði 21. Halldór Már Kristmundsson, sölufulltrúi, Kópavogi
9. Eiður Gunnar Bjarnason, dagmaður, Hafnarfirði 22. Margrét H. Halldórsdóttir, félagsliði, Reykjvík
10. Guðlaug Gunnarsdóttir, fv.flugfreyja, Kópavogi 23. Gunnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi
11. Margrét Halla María Johnson, námsmaður, Reykjavík 24. Jósef Guðbjartsson, fisksali, Garðabæ
12. Karl Karlsson, verkamaður, Mosfellsbæ 25. Erling Smith, véltæknifræðingur, Mosfelsbæ
13. Jóhanna Björk Gunnarsdóttir, starfsmaður Kópavogsb., Kópavogi 26. Jón Númi Ástvaldsson, fv.verkamaður, Hafnarfirði

13.10.2016 Könnun í Norðausturkjördæmi

Stöð 2 birti í kvöld kjördæmakönnun fyrir Norðausturkjördæmi. Samkvæmt könnuninni verða þingmenn kjördæmisins Kristján Þór Júlíusson, Njáll Trausti Friðbertsson og Valgerður Gunnarsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir frá Framsóknarflokki, Einar Brynjólfsson og Guðrún Ágústa Þórdísardóttir fyrir Pírata, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Bjarkey er síðust inn en næstur inn er Preben Pétursson Bjartri framtíð en hann vantar tæplega 2% til að komast inn. Þá vantar Loga Má Einarsson Samfylkingu um 2,5% til að komast inn. Sjá nánar töflu hér að neðan:

Flokkar Fylgi Þings. Þingmanna röð Næstir inn vantar
A-Björt framtíð 5,9% 0 1. D-listi 25,9 A-listi 1,8
B-Framsóknarflokkur 19,7% 2 2. B-listi 19,7 S1 2,4
C-Viðreisn 4,2% 0 3. P-listi 17,5 B3 3,4
D-Sjálfstæðisflokkur 25,9% 3 4. V-listi 15,4 C1 3,5
P-Píratar 17,5% 2 5. D-listi 12,95 D4 4,9
S-Samfylking 5,3% 0 6. B-listi 9,85 P3 5,6
V-Vinstri grænir 15,4% 2 7. P-listi 8,75
Aðrir 6,2% 0 8. D-listi 8,63
Samtals 100,1% 9 9. V-listi 7,7

13.10.2016 Könnun frá Gallup

RÚV birti í kvöld skoðanakönnun frá Gallup sem gerð var 3.-12.október. Helsti munurinn frá könnun Fréttablaðsins eru Píratar mælast með 4% minna fylgi í könnun Gallup. Þá fær Viðreisn 4% meira fylgi. Aðrir eru með svipað fylgi. Af minni framboðum er Íslenska þjóðfylkingin stærst með ríflega 3% en Dögun og Flokkur fólksins mælast með um 2%.

gallup_fylgi

Þetta þýðir að Píratar mælast með 13 þingmenn í stað 16 áður og Viðreisn mælist með 8 þingenn í stað 5. Staða til stjórnarmyndunar er því lítið breytt.

gallup_menn

13.10.2016 Snorri í Betel vill í framboð fyrir Þjóðfylkinguna

Snorri Óskarsson safnar nú undirskriftum til að komast í framboð í Norð-Austur kjördæmi. Þetta kom fram í viðtali hans við útvarpsþáttinn Harmageddon um fóstureyðingar.

13.10.2016 Oddvita Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík hættir

Gústaf Adolf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum hafa dregið framboð sín til baka. Ástæðuna segja þeir vera að formaður Íslensku þjóðfylk­ing­ar­inn­ar sé full­kom­lega áhuga­laus um fram­gang hug­sjóna og stefnu flokks­ins.

12.10.2016 Staða framboðsmála 17 dögum fyrir kosningar

Framboðsfrestur fyrir alþingiskosningarnar 29. október rennur út á hádegi á föstudaginn. Flestir þeir framboðslistar sem boðaðir hafa verið eru komnir fram. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að vitað er að ekki hafa öll framboð enn náð að safna nægilegum fjölda meðmælenda.

Sjö flokkar hafa birt lista í öllum kjördæmum. Það eru Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Húmanistaflokkurinn hefur birt lista í Reykjavíkurkjördæmi suður og mun ekki bjóða fram í öðrum kjördæmum.

 • Dögun birt 5 efstu nöfnin á listum sínum og lista í Suðvesturkjördæmi.
 • Flokkur fólksins hefur birt lista Reykjavík suður, Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Fimm efstu í Suðvesturkjördæmi og efsta mann í Reykjavík norður. Flokkurinn boðar einnig framboð í Norðvesturkjördæmi.
 • Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík norður. Hann hefur birt efstu 10 nöfnin í Reykjavík suður og hver leiðir í Suðurkjördæmi. Flokkurinn boðar einnig framboð í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
 • Alþýðufylkingin hefur birt lista í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmunum og efsta nafnið í Suðvesturkjördæmi. Alþýðufylkingin býður ekki fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi.

12.10.2016 Listar Bjartar framtíðar í Norðvestur- og Suðurkjördæmum

Listar Bjartar framtíðar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa verið kynntir.

Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 1. Páll Valur Björnsson, alþingismaður
2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi 2. Þórunn Pétursdóttir, landgræðsluvistfræðingur
3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona 3. Lovísa Hafsteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi 4. Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi
5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 5. Eyrún Björg Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari
6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður 6. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri
7. Elín Kristinsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi 7. Valgerður Pálsdóttir, framkvæmdastjóri
8. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 8. Ottó Marvin Gunnarsson, sölumaður og ráðgjafi
9. Haraldur Reynisson, kennari 9. Atli Mar Björnsson, ferðaþjónustubóndi
10. Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir, myndlistarmaður 10. Sigríður Eygló Gísladóttir, ljósmyndari
11. Vilborg Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 11. Lárus Ingi Magnússon, sölumaður
12. Hafþór Óskarsson, ferðamálafræðingur 12. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari
13. Ingunn Jónasdóttir, kennari 13. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir, framhaldsskólakennari
14. Guðmundur Björnsson, verkfræðingur og gæðastjóri 14. Ólöf Helga Pálsdóttir, leiðbeinandi og þjálfari
15. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður 15. Jónas Bergmann Magnússon, kennari
16. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar 16. Ólafur Þór Valdemarsson, smiður
17. Estelle Burgel, kennari
18. Sólveig Ólafsdóttir, kennari og húsmóðir
19. Helga Sigrún Harðardóttir, lögfræðingur
20. Heimir Eyvindarson, tónlistarmaður og kennari

12.10.2016 Könnun í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var 10.og 11. október. Sjálfstæðisflokkurinn fær minna fylgi en í könnun Félagsvísindastofnunar sem birt var fyrir helgi og í könnun sem birt var á Stöð 2 í gærkvöldi. Píratar eru heldur sterkari. Ekki munar miklu á öðrum flokkum nema hvað að Björt framtíð er að sækja í sig veðrið samkvæmt þessum tölum. Niðurstöðurnar má sjá á myndunum hér að neðan.

frb-fylgi

Ef þingsætum er skipt eftir þessum tölum fá Sjálfstæðisflokkur og Píratar 16 sæti, Vinstri grænir 10, Framsóknarflokkur 6, Viðreisn, Samfylking og Björt framtíð 5 sæti hver flokkur.

frb-menn

Eina tveggja flokka stjórnin sem er í spilunum væri því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata sem styddist við eins manns meirihluta. Sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur eða Píratar myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki en sú stjórn myndi einnig styðjast við eins manns meirihluta. Fjögurra flokka stjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka á Alþingi gæti myndað stjórn og hefði 36 þingæti á bak við sig.

12.10.2016 Engir nýjir listabókstafir

Frestur til að sækja um listabókstaf fyrir komandi kosningar rann út á hádegi í gær. Engin ný umsókn barst. Tólf flokkar munu því bjóða fram til alþingis. Það eru A-Björt framtíð, B-Framsóknarflokkur, C-Viðreisn, D-Sjálfstæðisflokkur, E-Íslenska þjóðfylkingin, F-Flokkur fólksins, H-Húmanistaflokkurinn, P-Píratar, R-Alþýðufylkingin, S-Samfylkingin, T-Dögun og V-Vinstrihreyfingin grænt framboð. Framboðsfrestur rennur út á hádegi n.k. föstudag.

11.10.2016 Skoðanakönnun á Stöð 2

Stöð 2 birti skoðanakönnun á fylgi flokkanna á landsvísu en könnunin var gerð 26.september.-10.október og fyrir Norðvesturkjördæmi í kjördæmaþætti stöðvarinnar fyrir Norðvesturkjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi skiptist fylgið þannig:

 • Björt framtíð 2,6%
 • Framsóknarflokkur 23,8% – 2 þingsæti – Gunnar Bragi Sveinsson og Elsa Lára Arnardóttir
 • Viðreisn 1,5%
 • Sjálfstæðisflokkur 25,0% – 2 þingsæti – Haraldur Benediktsson og Þórdís Reykfjörð
 • Píratar 17,2% – 1 þingsæti – Eva Pandóra Baldursdóttir
 • Samfylking 9,0% – 1 þingsæti – Guðjón Brjánsson
 • Vinstri grænir 15,3% – 1 þingsæti – Lilja Rafney Magnúsdóttir

Guðjón Brjánsson Samfylkingu er síðastur inn samkvæmt þessari könnun með 9%.  Pírata vantar innan við 1% til að fella Guðjón og koma sínum öðrum manni, Gunnari Guðmundssyni að. Sjálfstæðisflokkninn vantar 2% til að fella Guðjón og koma Teiti Birni Einarssyni að.

Á myndinni hér að neðan er fylgi flokkanna á landsvísu í samanburði við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. október sl.

stod2fylgi

Báðar kannanirnar mæla Sjálfstæðisflokkinn áberandi stærstan með 26-28% fylgi og Pírata næst stærsta með um 20%. Þá mæla báðir aðilar Framsóknarflokkinn með um 10-11% fylgi og Samfylkinguna með 6,5%-7,5%. Nokkur munur er á fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboð sem mældist með 16,5% hjá Félagsvísindastofnun en með 14% í könnun Stöðvar 2. Mestur munur er hins vegar á fylgi Viðreisnar sem mældist með 11,7% hjá Félagsvísindastofnun en aðeins 7,3% hjá Stöð 2. Mestu skiptir munur á fylgi Bjartrar framtíðar sem mældist með 4% hjá Félagsvísindastofnun en 5,6% hjá Stöð 2 sem þýðir að flokkurinn fengi þingsæti þó hann næði engum kjördæmakjörnum manni. Skipting þingsæta yrði þá þannig:

stod2menn

11.10.2016 Frestur til að skrá listabókstaf rennur út á hádegi

Flokkar eða stjórnmálasamtök sem ekki hafa skráðan listabókstaf en hyggjast bjóða fram í alþingiskosningunum 29. október þurfa að skila inn gögnum til innanríkisráðuneytisins ekki seinna en á hádegi í dag. Aðeins er vitað um ein stjórnmálasamtök, Lýðræðisflokkinn sem stofnaður var í síðustu viku, sem hafa lýst yfir framboði en hefur ekki verið úthlutað listabókstaf.

Þeir flokkar sem ætla að bjóða fram og eru með listabókstaf eru: A-listi Bjartar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar, F-Flokks fólksins, H-listi Húmanistaflokksins, P-listi Pírata, R-listi Alþýðufylkingarinnar, S-listi Samfylkingarinnar, T-listi Dögunar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

10.10.2016 Listi Þjóðfylkingarinnar í Reykjavík norður

Íslenska þjóðfylkingin hefur birt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

1. Gústaf Níelsson sagnfræðingur, Reykjavík 12. Hanna Björg Guðjónsdóttir vaktstjóri, Reykjavík
2. Inga Guðrún Halldórsdóttir félagsliði, Reykjavík 13. Arnór Valdimarsson flugvirki, Reykjavík
3. Svanhvít Brynja Tómasdóttir öryrki, Reykjavík 14. Hilmar Sigurðsson málarameistari, Reykjavík
4. Marteinn Unnar Heiðarsson bifreiðastjóri, Reykjavík 15. Árni Thoroddsen kerfishönnuður, Reykjavík
5. Ágúst Örn Gíslason ráðgjafi, Reykjavík 16. Kári Þór Samúelsson stjórnmálafræðingur, Reykavík
6. Hanna Björg Guðjónsdóttir vaktstjóri, Reykjavík 17. Guðmunda Guðrún Vilhjálmsdóttir sjúkraliði, Kópavogi
7. Magnús Sigmundsson rafiðnfræðingur, Reykjavík 18. Elena Skorobogatova íþróttakennari, Reykjavík
8. Cirila Rós Jamora snyrtifræðingur, Reykjavík 19. Magnea Grímsdóttir, eldri borgari, Reykjavík
9. Kristinn Snæland, eldri borgari, Reykjavík 20. Andri Þór Guðlaugson verslunarmaður, Reykjavík
10. Guðmundur Jónas Kristjánsson bókari, Reykjavík 21. Benedikt Heiðdal öryrki, Reykjavik
11. Unnar Haraldsson trésmiður, Reykjavík 22. Marta Bergmann, fv. félagsmálastjóri, Garðabæ

10.10.2016 Framfaraflokkurinn býður ekki fram

Á Vísi.is í dag kemur fram að Framfaraflokkurinn muni ekki bjóða fram við alþingiskosningarnar þann 29. október eins og boðað hafði verið. Flokkurinn var stofnaður fyrstu helgina í október og í samtali við Vísi.is segir Þormar Jónsson, forsvarsmaður flokksins, að það sé búið að slá framboð af þar sem að tímunn hafi hlaupið fra þeim og það væri ekki raunhæft að framboð næðist í tæka tíð. Flokknum hafði verið úthlutað listabókstafnum N.

9.10.2016 Listi Bjartar framtíðar í Reykjavík norður

Framboðslisti Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður var birtur í dag. Þetta er fjórði fullbúni listi flokksins en Björt framtíð hefur aðeins birt sex efstu sætin í Suður- og Norðvesturkjördæmi. Listinn í Reykjavíkurkjördæmi norður er þannig:

1. Björt Ólafsdóttir, alþingismaður 12. Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur
2. Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur  og dósent 13. Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur
3. Starri Reynisson, laganemi 14. Sigurður Eggertsson, gleðigjafi, kennari og fv. handboltahetja
4. Sunna Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur 15. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP
5. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri , leikari og leiklistarkennari 16. Páll Hjaltason, arkitekt
6. Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðastjóri CCP 17. Hulda Proppé, mannfræðingur
7. Akeem Cujo, framkvæmdastjóri 18. Finnbjörn Benónýsson, stjórnmálafræðingur og tónlistarmaður
8. Diljá Ámundadóttir, framkvæmdastjóri 19. Sigurbjörg Birgisdóttir, verkefnastjóri
9. Kristinn Þorri Þrastarson, tölvunarfræðinemi 20. Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri Barnamenningar í Reykjavík
10. Gestur Guðjónsson, umhverfisverkfræðingur 21. Gígja Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur
11. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona og framleiðandi 22. Einar Örn Benediktsson, tónlistarmaður

7.10.2016 Magnús Þór leiðir Flokk fólksins í Reykjavík norður

Magnús Þór Hafsteinsson fv.alþingismaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi greindi frá því í dag að muni leiða lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

7.10.2016 Listi Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Listi Flokks fólksins er kominn fram í Norðausturkjördæmi. Áður hafði flokkurinn birt lista í Suðurkjördæmi og í Reykjavíkurkjördæmi suður auk fimm efstu nafnanna í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn boðar einnig framboð í Norðvesturkjördæmi og í Reykjavíkurkjördæmi norður. En listinn er sem hér segir:

1. Sigurveig Bergsteinsdóttir, fv.form.Mæðrastyrksnefndar Ak., Akureyri 11. Þorleifur Albert Reymarsson, stýrimaður, Dalvík
2. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir, Egilsstöðum 12. Diljá Helgadóttir, líftæknifræðingur, Ólafsfirði
3. Gunnar Björgvin Arason, verslunarmaður, Akureyri 13. Fannar Ingi Gunnarsson, aðstoðarmaður í mötuneyti, Akureyri
4. Hjördís Sverrisdóttir, heilsunuddari,  Einarsstöðum 3, Þingeyjarsveit 14. Ólína Margrét Sigurjónsdóttir, atvinnubílstjóri, Raufarhöfn
5. María Óskarsdóttir, form.Sjálfsbjargar á Húsavík, Húsavík 15. Örn Byström Jóhannsson, múrarameistari, Einarsstöðum 3, Þingeyjarsveit
6. Kristín Þórarinsdóttir, lektor og hjúkrunarfræðingur, Akureyri 16. Guðríður Steindórsdóttir, kennari, þýðandi og prófarkalesari, Akureyri
7. Sigríður María Bragadóttir, atvinnubílstjóri,  Akureyri 17. Guðrún Þórisdóttir, fjöllistakona, Ólafsfirði
8. Elín Anna Hermannsdóttir, Neskaupsstað 18. Pétur Einarsson, fv. Flugumferðarstjóri,  Selá, Dalvíkurbyggð
9. Pétur S Sigurðsson, sjómaður, Akureyri 19. Ólöf Lóa Jónsdóttir, heldri borgari, Akureyri
10. Svava Jónsdóttir, snyrtifræðingur og sjúkraliði, Ólafsfirði 20. Ástvaldur Einar Steinsson, fv. sjómaður, Ólafsfirði

7.10.2016 Listi Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík suður

Alþýðufylkingin hefur birt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Um er að ræða þriðja listann af fjórum en áður hafði flokkurinn birt lista í Norðausturkjördæmi og í Reykjavíkurkjördæmi norður. Boðað er að listinn í Suðvesturkjördæmi verði birtur um helgina. Listinn er þannig:

1. Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður
2. Tamila Gámez Garcell, kennari
3. Uldarico Jr. Castillo de Luna, hjúkrunarfræðingur
4. Einar Ólafur Þorleifsson, náttúrufræðingur
5. Unnur María Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur
6. Guðmundur Sighvatsson, byggingafræðingur
7. Haukur Ísleifsson, stuðningsfulltrúi
8. Skúli Jón Unnarson Kristinsson, nemi
9. Ágúst Óskarsson, heimspekingur
10. Gyða Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
11. Einar Andrésson, stuðningsfulltrúi
12. Maricris Castillo de Luna, grunnskólakennari
13. Guðmundur Snorrason, tæknifræðingur
14. Kristján Jónasson, stærðfræðingur
15. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, leikkona
16. Arnfríður Ragna Mýrdal, heimspekingur
17. Anna Valvesdóttir, verkakona
18. Einar Viðar Guðmundsson, nemi
19. Regína María Guðmundsdóttir, afgreiðslumaður
20. Sigurjón Einar Harðarson, verkamaður
21. Emilía Rós Ríkharðsdóttir, efnafræðingur
22. Halldóra V Gunnlaugsdóttir, listakona

7.10.2016 Könnun frá Félagsvísindastofnun

Morgunblaðið birtir í dag niðurstöðu úr könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi þeirra flokka sem að bjóða fram í alþingiskosningunum 29. október n.k. Um er að ræða tiltölulega stóra könnun og ætti því marktækni hennar að vera nokkur. Skipting fylgis á milli flokkanna er sem hér segir:

felvis20161007

Skipting þingmanna yrði þá þessi skv.útreikningum ritstjóra vefsins:

felvis20161007th

*Ath. Morgunblaðið reiknar með að Píratar fái 15 þingmenn skv.þessari könnun og Framsóknarflokkurinn 6. Morgunblaðið skiptir þingmönnum niður á kjördæmi og þá lítur myndin svona út. Hafa þarf í huga að ekki er gerður greinarmunur á uppbótarþingmönnum og kjördæmakjörnum þingmönnum.

R-S R-N SV NV NA SU Alls
D 3 3 4 3 2 3 18
P 2 3 4 2 2 2 15
V 3 2 2 1 2 2 12
C 2 2 1 1 1 1 8
B 1 1 1 1 2 6
S 1 1 2 4
Alls 11 11 13 8 10 10 63

Ríkisstjórnin fengi samkvæmt þessu 25 þingsæti og nyti ekki lengur meirihlutastuðnings. Núverandi minnihluti á Alþingi myndi hins vegar ekki heldur getað myndað ríkisstjórn en samanlagður þingstyrkur Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar eru 30 þingsæti. Eina tveggja flokka stjórnin sem yrði möguleg væri samstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata en hún myndi styðjast við eins manns meirihluta. Sjálfstæðisflokkur gæti myndað þriggja flokka stjórn í öllum mögulegum myndum nema með Samfylkingunni vegna þess hve lágt hún mælist. Píratar gætu hins vegar ekki myndað þriggja flokka stjórn nema með stuðningi Vinstri grænna og þá annað hvort með Viðreisn eða Framsóknarflokki. Tekið skal fram að þessar pælingar um stjórnarmynstur byggja eingöngu á þeim möguleikum sem að fjöldi þingmanns samkvæmt þessari könnun gefa en ekki hvort að ákveðin ríkisstjórnarmynstur eru líkleg út frá öðrum forsendum.

6.10.2016 Listi Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi

Listi Bjartar framtíðar í Suðvesturkjördæmi hefur verið lagður fram.

1.Óttarr Proppé alþingmaður 14.Halldór Hlöðversson, forstöðumaður félagsmiðstöðvar
2.Theodóra S. Þorsteinsdóttir lögfræðingur og formaður bæjarráðs í Kópavogi 15.Andrés Pétursson, ráðgjafi og formaður Evrópusamtakanna
3.Karólína Helga Símonardóttir mannfræðingur og verkefnastjóri 16.Sól Elíasdóttir, nemi
4.Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Garðabæ 17.Ragnhildur Konráðsdóttir, ráðgjafi í upplýsingatækni
5. Helga Björg Arnardóttir tónlistarkennari 18.Viðar Helgason, fjallaleiðsögumaður
6. Guðrún Alda Harðardóttir leikskóla- og háskólakennari. 19.Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi
7. Ragnhildur Reynisdóttir, markaðsstjóri 20.Oddrún Lilja Birgisdóttir, vinnuverndarsérfræðingur
8. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri 21.Helga Bragadóttir, dósent í hjúkrunarfræði
9. Agnar H. Johnson, framkvæmdastjóri 22.Jón Valdemarsson, kerfisstjóri
10.Guðrún Elín Herbertsdóttir, viðskiptafræðingur 23.Erling Jóhannesson, listamaður
11.Hlini Melsteð, kerfisstjóri 24.Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi
12.Borghildur Sturludóttir, arkitekt 25.Ólafur Jóhann Proppé, fv.rektor Kennaraháskólans
13.Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur 26.Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði

6.10.2016 Fylgi flokka miðað við skoðanakannanir

Nú þegar að framboðsmál flokkanna eru á síðustu metrunum er ekki úr vegi að velta fyrir sér hver samsetning þingsins gæti orðið miðað við þær skoðanakannanir sem hafa verið birtar að undanförnu. Þær kannanir sem teknar eru til skoðunar eru könnun MMR sem birtist 26. september, Gallup sem gerð var seinnipartinn í september og könnun Fréttablaðsins sem gerð var 3.-4. október. Sjá töflu.

Flokkur MMR 26.9. Gallup 15.-30.9 Fbl. 3.-4. okt
Sjálfstæðisflokkur 20,6% 23,7% 25,9%
Píratar 21,6% 20,6% 19,2%
Vinstri grænir 11,5% 15,6% 12,6%
Viðreisn 12,3% 13,4% 6,9%
Framsóknarflokkur 12,2% 8,2% 11,4%
Samfylking 9,3% 8,5% 8,8%
Björt framtíð 4,9% 4,7% 6,9%
Ísl.Þjóðfylking 2,3% 3,0% 2,0%
Alþýðufylkingin 2,2%
Dögun 2,1% 1,0%
Flokkur fólksins
Húmanistaflokkur
Annað 3,2% 1,3% 4,1%

 Samkvæmt þessu munu Píratar vinna stórsigur, Viðreisn ná inn þingmönnum, Vinstri grænir bæta við sig. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar tapa a.m.k. helming þingsæta sinna. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking nokkrum þingsætum og Björt framtíð væri á mörkunum (5%) að ná inn þingmönnum. Hin fimm framboðin eru allnokkuð frá því að ná þingsætum. Íslenska Þjóðfylkingin mælist með 2-3%, Alþýðufylkingin og Dögun hafa mest mælst með ríflega 2%, Flokkur fólksins og Húmanistaflokkurinn hafa mælst með innan við 1%. Skipting þingmanna yrði þannig samkvæmt þessum könnunum:

 Flokkur Þingsæti Kosn.2013 Breyting
Sjálfstæðisflokkur 15-18 19 tapa 1-4 sæti
Píratar 13-16 3 vinna 10-13 sæti
Vinstri grænir 8-11 7 vinna 1-4 sæti
Viðreisn 5-9  nýtt framboð vinna 5-9 sæti
Framsóknarflokkur 5-9 19 tapa 10-14 sætum
Samfylking 6 9 tapa 3 sætum
Björt framtíð 0-4 6 tapa 2-6 sætum

Ef þessar skoðanakannanir ganga og sjö þingflokkar setjast á þing eftir kosningar gæti orðið erfitt að mynda ríkisstjórn. Tæplega verður um tveggja flokka ríkisstjórn að ræða þar sem að tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Píratar, eru ýmis ekki með meirihluta eða ákaflega tæpan. Einnig er óvíst hvort að hægt verður að mynda þriggja flokka stjórn að því gefnu að yfirlýsingar Pírata um að þeir vilji ekki vinna með Sjálfstæðisflokki haldi. En ef menn segja að vika sé langur tími í pólitík, hvað eru þá þrjár vikur. Margt getur því breyst á þeim tíma sem eftir er til kosninga.

6.10.2016 Þrjár vikur til kosninga – staða framboðsmála

Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Viðreisn hafa birt lista í öllum kjördæmum. Píratar, Björt framtíð og Dögun segjast hafa mannað lista í öllum kjördæmum en þeir hafa ekki allir verið birtir í heild sinni. Tíminn sem framboð hafa til að klára framboðslista og til að safna meðmælendum styttist en skila á framboðum eigi síðar en 14. október og er því ríflega vika til stefnu. Staða framboðsmála annarra flokka þegar að ríflega þrjár vikur eru til kosninga er þannig:

 • Flokkur fólksins hefur birt lista í Reykjavík suður og Suðurkjördæmi auk fimm efstu nafnanna í Suðvesturkjördæmi og boðar að birta lista í öllum kjördæmum um helgina.
 • Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi, tíu efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og hver lei