Alþingiskosningar 2016 – fréttir

Kjördæmi: NorðvesturkjördæmiNorðausturkjördæmiSuðurkjördæmiSuðvesturkjördæmiReykjavíkurkjördæmi norðurReykjavíkurkjördæmi suður

Eftirtaldir stjórnmálaflokkar voru í kjöri í alþingiskosninunum 2016 (12):

A-listi Björt framtíð   Facebook   Twitter  B-listi Framsóknarflokkur   Facebook   Twitter     C-listi Viðreisn   Facebook   Twitter
D-listi Sjálfstæðisflokkur   Facebook   Twitter  E-listi Íslenska þjóðfylkingin   Blogg   Facebook   Twitter    F-listi Flokkur fólksins   Facebook   Twitter    
H-listi Húmanistaflokkurinn   Facebook    P-listi Píratar   Facebook   Twitter  R-listi Alþýðufylkingin   Facebook      
S-listi Samfylkingin   Facebook   Twitter   Tlisti Dögun   Facebook    Twitter     V-listi Vinstrihreyfingin grænt framboð   Facebook   Twitter

Eftirtaldir þingmenn voru endurkjörnir(31): A-Björt framtíð(2): Björt Ólafsdóttir R-N og Óttar Proppé SV,  B-Framsóknarflokkur(7): Eygló Þóra Harðardóttir SV, Gunnar Bragi Sveinsson og Elsa Lára Arnardóttir NV, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir NA, Sigurður Ingi Jóhannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. D-Sjálfstæðisflokkur( 13): Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson R-N, Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen R-S, Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Vilhjálmur Bjarnason SV, Haraldur Benediktsson NV, Kristján Þór Júlíusson og Valgerður Gunnarsdóttir NA, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir SU P-Píratar(2) Birgitta Jónsdóttir R-N og Ásta Guðrún Helgadóttir R-S. S-Samfylking(1): Oddný G .Harðardóttir (SU) V-Vinstrihreyfingin grænt framboð(6): Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir R-N, Svandís Svavarsdóttir R-S, Lilja Rafney Magnúsdóttir NV, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir NA.

Eftirtaldir þingmenn koma nýir inn en höfðu verið áður á Alþingi(3): D-Sjálfstæðisflokkur(1): Ólöf Nordal R-S P-Píratar(1) Jón Þór Ólafsson SV C-Viðreisn(1): Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir SV.

Eftirtaldir þingmenn koma alveg nýir inn(29): A-Björt framtíð(2): Nicole Leigh Mosty R-S og Theódóra S. Þorsteinsdóttir SV B-Framsóknarflokkur(1): Lilja Alfreðsdóttir R-S C-Viðreisn(6): Þorsteinn Viglundsson R-N, Kristín Hanna Friðriksdóttir og Pawel Bartoszek R-S, Jón Steindór Valdimarsson SV, Benedikt Jóhannesson NA og Jóna Sólveig Elínardóttir SU D-Sjálfstæðisflokkur(7): Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir R-N, Bryndís Haraldsdóttir og Óli Björn Kárason SV, Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Teitur Björn Einarsson NV, Njáll Trausti Friðbertsson NA, Páll Magnússon SU P-Píratar(7)Björn Leví Gunnarsson og Halldóra Mogensen R-N, Gunnar Hrafn Jónsson R-S, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir SV, Eva Pandóra Baldursdóttir NV, Einar Brynjólfsson NA og Smári McCharthy SU. S-Samfylking(2): Guðjón S. Brjánsson NV og Logi Már Einarsson NA. V-Vinstrihreyfingin grænt framboð(4): Andrés Ingi Jónsson R-N, Kolbeinn Óttarsson Proppé R-S, Rósa Björk Brynjólfsdóttir SV og Ari Trausti Guðmundsson SU.

Eftirtaldir þingmenn sóttust eftir endurkjöri en féllu í alþingiskosningunum(9): A-Björt framtíð(1): Páll Valur Björnsson SU, B-Framsóknarflokkur(3): Karl Garðarsson R-N,  Willum Þór Þórsson SV, Líneik Anna Sævarsdóttir NA, S-Samfylking(5) Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar R-N, Össur Skarphéðinsson og Valgerður Bjarnadóttir R-N og Árni Páll Árnason SV.

Eftirtaldir þingmenn fengu ekki framgang í prófkjöri eða uppstillingu sem þau væntu og verða því ekki framboði(5):
B-Framsóknarflokkur (2): Þorsteinn Sæmundsson SV og Höskuldur Þórhallsson NA  D-Sjálfstæðisflokkur (2): Elín Hirst SV  Ragnheiður Elín Árnadóttir SU  S-Samfylking (1): Ólína Þorvarðardóttir NV

Eftirtaldir þingmenn sóttust ekki eftir endurkjöri (18):
A-Björt framtíð (3): Brynhildur Pétursdóttir NA, Guðmundur Steingrímsson SV og Róbert Marshall R-S    B-Framsóknarflokkur (7): Frosti Sigurjónsson R-N, Sigrún Magnúsdóttir R-N, Vigdís Hauksdóttir R-S, Haraldur Einarsson SU, Jóhanna María Sigmundsdóttir Ásmundur Einar Daðason NV og Páll Jóhann Pálsson SU    D-Sjálfstæðisflokkur (4): Einar K. Guðfinnsson NV, Hanna Birna Kristjánsdóttir R-S Illugi Gunnarsson R-N og Ragnheiður Ríkharðsdóttir SV P-Píratar (1): Helgi Hrafn Gunnarsson R-N.  S-Samfylking (2): Katrín Júlíusdóttir SV og Kristján L. Möller NA   V-Vinstrihreyfingin grænt framboð (1): Ögmundur Jónasson SV. 

——————————————————————————————————————————————————————————————————————————.

2.11.2016 Meira en 100 útstrikanir

Eftirtaldir 16 einstaklingar hlutu meira en 100 útstrikanir í kosningunum á laugardaginn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarfl. NA 817 17,99%
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn SV 563 8,21%
Gunnar Bragi Sveinsson Framsóknarfl. NV 371 10,65%
Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisfl. SV 274 1,52%
Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisfl. SV 205 1,14%
Birgitta Jónsdóttir Píratar RN 198 2,98%
Eygló Þóra Harðardóttir Framsóknarfl. SV 172 4,23%
Jón Gunnarsson Sjálfstæðisfl. SV 172 0,95%
Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisfl. SU 168 1,97%
Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisfl. RN 161 1,89%
Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænir NA 155 3,41%
Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisfl. SV 141 0,78%
Björn Valur Gíslason Vinstri grænir NA 127 2,80%
Óli Björn Kárason Sjálfstæðisfl. SV 125 0,69%
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisfl. RN 123 1,44%
Ólöf Nordal Sjálfstæðisfl. RS 111 1,24%

1.11.2016 Sigmundur Davíð var strikaður út á 18% atkvæðaseðla

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson efsti maður á lista Framsóknarflokksins var strikaður út á 817 atkvæðaseðlum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Það mun þó ekki hafa áhrif á röðun listans. Þá hlutu Steingrímur J. Sigfússon og Björn Valur Gíslason Vinstrihreyfingunni grænu framboði 155 og 127 útstrikanir hvor. Heildarlisti yfir útstrikanir er að finna á síðu fyrir kosningarnar í Norðausturkjördæmi 2016.

1.11.2016 Tæpustu þingmennirnir

Nei þessir færsla fjallar ekki um hvaða þingmenn eru tæpastir á taugum eða einhverju öðru. Hann fjallar um hvaða þingmenn komust naumlegast inn.

  1. Halldóra Mogensen Pírötum í Reykjavíkurkjördæmi norður. Vinstrihreyfinguna grænt framboð vantaði aðeins 28 atkvæði til að fella hana og koma sínum 11. manni að, Iðunni Garðarsdóttur. Sömuleiðis vantaði Samfylkinguna 87 atkvæði til að koma Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur að  og Bjarta framtíð 147 atkvæði til að koma Sigrúnu Gunnarsdóttur að.
  2. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Framsóknarflokki í Reykjavíkurkjördæmi suður var tæpust inn. Hún var með 2.564 atkvæði á bak við sig en næst kom Nicole Leigh Mosty hjá Bjartri framtíð með 2.518 atkvæði. Aðeins munaði því 46 atkvæðum. Nicole náði kjöri sem jöfunarmaður.
  3. Jóna Sólveig Elínardóttir Bjartri framtíð í Suðurkjördæmi var 258 atkvæðum á undan Oddnýju G. Harðardóttur Samfylkingu. Oddný náði kjöri sem jöfunarmaður.
  4. Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki í Norðvesturkjördæmi. Vinstrihreyfinguna grænt framboð og Bjarna Jónsson í 2. sæti vantaði 269 atkvæði til að fella hann.
  5. Logi Már Einarsson Samfylkingu í Norðausturkjördæmi. Viðreisn og Benedikt Jóhannesson vantaði 334 atkvæði til að fella hann. Benedikt náði kjöri sem jöfunarmaður.
  6. Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokki í Suðvesturkjördæmi. Viðreisn og Jón Steindór Valdimarsson vantaði 363 atkvæði til að fella hann. Jón Steindór náði kjöri sem jöfnunarmaður. Sjálfstæðisflokkur hefði ekki á rétt á jöfnunarmanni og því hefði Vilhjálmur fallið.

30.10.2016 Heildarúrslit kosninganna og skoðanakannanir

Úrslit alþingiskosninganna í gær eru orðin ljós og hafa birst í fjölmiðlum. Hér að neðan eru þau borin saman við skoðanakannanirnar sem birtust tvo síðustu dagana. Skoðanakannanir 365 miðla sem birtust í Fréttablaðinu og Stöð2 var með minnsta heildarfrávikið, 8,9%. Gallup var með 12,2% í heildarfrávik, MMR með 13,4% og Félagsvísindastofnun með 17,0%. Athyglisvert er hversu frávikið er mikið en líklega hefur það að einhverju leiti með tímalengd kannana að gera og að allnokkrar breytingar hafi orðið á afstöðu fólks eftir að hugmynd um ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar voru kynntar.

  • Sjálfstæðisflokkur 29,0% – 21 þingmann – Sjálfstæðisflokkurinn fékk meira fylgi en allar kannanir höfðu gert ráð fyrir. Næst komust Gallup og 365 miðlar. Hjá MMR munaði 4% og 6,5% hjá Félagsvísindastofnun.
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð 15,9% – 10 þingmenn – VG hlaut aðeins minna fylgi en kannanir gerðu ráð fyrir.
  • Píratar 14,5% – 10 þingmenn – Píratar fengu miklu minna fylgi en kannanir gerðu ráð fyrir. Gallup og 365 miðlar voru næst þessu en þó munaði 3,5% hjá þeim. MMR ofmat þá um 6% og Félagsvísindastofnun um 6,7%.
  • Framsóknarflokkur 11,5% – 8 þingmenn – Framsóknarflokkur hlaut betri kosningu en kannanir gáfu til kynna nema MMR sem var á pari. 365 miðlar og Félagsvísindastofnun vanmátu flokkinn um 1,5% og Gallup um 2%.
  • Viðreisn 10,5% – 7 þingmenn – 365 miðlar voru með fylgi Viðreisnar á pari. Hjá Félagsvísindastofnun munaði 0,9%, en 1,6% og 1,7% hjá MMR og Gallup.
  • Björt framtíð 7,2% – 4 þingmenn – Björt framtíð var vanmetin um hálft prósent hjá öllum nema 365 miðlum sem vanmátu flokkinn um tæpt prósent.
  • Samfylkingin 5,7% – 3 þingmenn – Stöð2 og Félagsvísindastofnun mátu flokkinn rétt. MMR ofmat hann um 0,4% og Gallup um 1,7%.
  • Þeir flokkar sem fengu ekki kjörna þingmenn: Flokkur fólksins 3,5%, Dögun 1,7, Alþýðufylkingin 0,3%, Íslenska þjóðfylkingin 0,2% og Húmanistaflokkurinn 0,0%.

28.10.2016 Könnun frá Gallup

gallupfylgiRuv.is birtir í dag könnun frá Gallup í dag. Um er að ræða fjórðu könnunina sem birtist á tæpum sólarhring og líklega sú síðasta fyrir kosningarnar á morgun. Ef þessar fjórar kannanir eru bornar saman er staðan þannig:

  • Sjálfstæðisflokkur 27% – 19 þingmenn – þetta fylgi er í samræmi við könnun Stöðvar 2 í gærkvöldi en mun betri en kannanir Félagsvísindastofnunar og MMR.
  • Píratar mælast með 17,9% – 12 þingmenn. Slakasta könnun flokksins af þessum fjórum en næstum á pari við könnun Stöðvar 2.
  • Vinstri grænir með 16,5% – 11 þingmenn – sama fylgi og í öðrum könnunum.
  • Framsóknarflokur 9,5% – 6 þingmenn – svipað fylgi og hjá Félagsvísindastofnun og Stöð 2 en heldur minna en hjá MMR.
  • Samfylking 7,4% – 5 þingmenn  – þeirra besta könnun af þessum fjórum.
  • Björt framtíð 6,8% – 4 þingmenn – sama fylgi og í öðrum könnunum.
  • Aðrir flokkar fá samtals 6,1% í þessari könnun og þar af mælist Flokkur fólksins með 3,4%.

gallupmennRíkisstjórnarflokkarni hafa samtals 25 þingsæti samkvæmt þessari könnun. Stjórnarandstöðuflokkarnir reiknast með 32 þingsæti eða eins manns meirihluta. Viðreisn mælist með 6 þingsæti. Telja verður ólíklegt að menn fari af stað með meirihlutastjórn sem væri með eins manns meirihluta og hver þingmaður hefði þannig neitunarvald.

28.10.2016 Könnun frá MMR

MMR birti skoðanakönnun í dag. Helstu atrið eru þessi:

  • mmrfylgiSjálfstæðisflokkurinn er stærstur með 24,7 % og 17 þingmenn. Betri könnun en hjá sú sem birtist hjá Félagsvísindastofnun í morgun og MMR á miðvikudag en slakari Stöðvar2 könnunin frá í gær en kannanir Stöðvar2 hafa verið að mæla flokkinn sterkari en annars staðar.
  • Píratar 20,5% og 14 þingmenn. Flokkurinn er að mælast heldur sterkari í dag en dagana þar á undan.
  • Vinstri grænir 16,2% og 11 þingmenn. Sama og í öðrum könnunum.
  • Framsóknarflokkur 11,4% og 7 þingmenn. Sterkari mæling en þær sem hafa birst í vikunni.
  • mmrmennViðreisn 8,9% – 6 þingmenn. Slakari mæling en í könnunum Stöðvar 2 og Félagsvísindastofnunar en svipað og í könnun MMR á miðvikudag.
  • Björt framtíð 6,7% – 4 þingmenn. Á sama stað og í könnunum frá í morgun og í gær en mun slakara en í könnun MMR sem birtist á miðvikudag.
  • Samfylking 6,1% – 4 þingmenn. Sama staða og í tveimur síðustu könnunum en heldur slakara en í könnun MMR á miðvikudag.
  • Aðrir flokkar mælast samtals með 5,5%. Flokkur fólksins er með 2,4%, Dögun með 2,3% og Íslenska þjóðfylkingin með 0,6%. Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn skipta því með sér 0,2%.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa því samkvæmt þessu 24 þingsæti. Núverandi stjórnarandstaða, sem hefur rætt um stjórnarsamstarf, hefur 33 þingsæti og því eins þingsætis meirihluta. Viðreisn er með 6 þingmenn.

28.10.2016 Könnun frá Félagsvísindastofnun

fel-mennMorgunblaðið birtir í morgun könnun frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þessar:

  • Sjálfstæðisflokkur 22,5% – 16 þingmenn – Þetta er svipað fylgi og könnun MMR í vikunni sýndi en mun minna en mælingar fréttastofu 365 miðla gefa til kynna.
  • Píratar 21,2% – 14 þingmenn – heldur meira fylgi en í síðustu könnunum
  • Vinstri grænir 16,8% – 11 þingmenn – svipað fylgi og í undanförnum könnunum
  • Viðreisn 11,4% – 7 þingmenn – heldur meira fylgi en í síðustu könnunum
  • Framsóknarflokkur 10,2% – 7 þingmenn – svipað fylgi og í undanförnum könnunum
  • Björt framtíð 6,7% – svipað fylgi og í undanförnum könnunum nema lægra en í könnun MMR
  • Samfylkingin 5,7% sem er sama fylgi og hjá 365 miðlum í vikunni en minna en hjá MMR
  • Aðrir flokkar mælast með minna fylgi. Dögun með 2,2%, Flokkur fólksins með 2,1%, Íslenska þjóðfylkingin 0,4%, Alþýðufylkingin 0,3% og Húmanistaflokkurinn 0,1%.

fel-mennÞingsæti skiptast eins og myndin til hliðar sýnir. Ef horft er til stjórnarmyndunar að þá eru ríkisstjórnarflokkarnir samtals með 23 þingsæti. Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð reiknast með 33 þingsæti eða eins manns meirihluta. Viðreisn mælist að auki með 7 þingsæti.

27.10.2016 Könnun á Stöð2

stod2-fylgiÍ kvöld birti fréttastofa Stöðvar2 skoðanakönnun um fylgi flokkanna og útreikning á þingmönnum. Samkvæmt könnuninni mælist Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur með 27,3% sem er mun meira en í undanförnum könnunum. Píratar mælast með 18,4% sem er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í undanförnum könnunum. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 16,4% sem er svipað og undanfarið. Viðreisn mælist með 10,5% og Framsóknarflokkurinn með 9,9% sem er sambærilegt fyrir síðustu kannanir. Björn framtíð mælist með 6,3% sem er svipað og í könnunum Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins en mun minna en í könnun MMR. Samfylkingin er með 5,7% sem er aðeins minna en í fyrri könnunum tveimur en miklu minna en í könnun MMR: Aðrir mælast með 5,4 en það er ekki sundurgreint á Vísi.is

stod2-mennSamkvæmt þessu fengi Sjálfstæðisflokkurinn 18 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 8, samtals 26 þingmenn. Píratar fengju 12, Vinstri grænir 11, Björt framtíð 4 og Samfylking 3, samtals 30 þingmenn. Viðreisn fengi samkvæmt þessu 7 þingmenn og væri í ákveðinni lykilstöðu.

27.10.2016 Talning á fleirum en einum stað í kjördæmi

Fram kemur á mbl.is í dag að einhverjar áhyggjur séu af því að talning í Norðausturkjördæmi geti tafist vegna þess að það þurfi að koma kjörgögnum af Austurlandi til Akureyrar en veðurspá fyrir kjördag er ótrygg. Þetta væri hægt að leysa þannig að yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi gæti falið umdæmiskjörstjórn t.d. á Fljótsdalshéraði að sjá um talningu fyrir Austurland en heimild er til þess í 1.mgr. 97. gr. laga um kosningar til Alþingis. Greinin hljóðar þannig: “ Yfirkjörstjórn getur ákveðið að auk talningar hjá henni geti talning farið fram hjá umdæmiskjörstjórn, á öðrum stað í kjördæminu.“ Víða erlendis er sá háttur hafður á að viðkomandi kjörstjórnir telja hver á sínu svæði innan kjördæma og senda upplýsingar um úrslit til viðkomandi yfirkjörstjórnar.

27.10.2016 Nú deyr frambjóðandi …

Sú staða er uppi fyrir þessar kosningar að aldraður maður sem skipaði heiðurssætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður lést. Um þetta segir í 37.gr. í lögum um kosningar til Alþingis: „Nú deyr frambjóðandi áður en kosning fer fram en eftir að framboðsfrestur er liðinn eða á næstu þremur sólarhringum áður en framboðsfrestur er liðinn, og má þá innan viku, ef fullur helmingur meðmælenda listans krefst þess, setja annan mann í stað hins látna á listann, enda sé fullnægt öðrum almennum skilyrðum um framboðið.“ Komi sú staða upp að látinn frambjóðandi nái kjöri þá myndi kjörstjórn úthluta næsta manni á lista sæti á Alþingi.

26.10.2016 Könnun frá MMR

mmr-fylgi

Í dag birtist skoðanakönnun frá MMR. Könnunin var gerð á tímabilinu 19.-26. október og er því með heldur lengra tímabil undir en könnun Fréttablaðsins í morgun. Ef þessi könnun er borin saman við þrjá síðustu kannanir sem hafa birst, þ.e. kannanir Fréttablaðsins 26. og 19. október og könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist 21.10 kemur eftirfarandi í ljós:

  • Sjálfstæðisflokkur 21,9% – 15 þingmenn – sem er svipað og í könnun Félagsvísindastofnuanr frá því fyrir helgi, en mun lægra en í Fréttablaðskönnunum.
  • Píratar 19,1% – 13 þingmenn – lægsta mæling Pírata en þó lítið lægri en Fréttablaðskannanirnar en nokkru undir könnun Félagsvísindastofnunar.
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð 16% – 11 þingmenn – lægsta könnunin af þessum þremur en þó á svipuðum nótum og Fréttablaðskönnunin. Mun lægra en í Fréttablaðskönnuninni fyrir viku og hjá Félagsvísindastofnun.
  • Framsóknarflokkur 10% – 7 þingmenn – aðeins lægra en í Fréttablaðskönnun í morgun en hærra en mælingar í síðustu viku.
  • Viðreisn 9,3% – 6 þingmenn – Á svipuðum stað og síðustu kannanir en mun hærra en í Fréttablaðskönnuninni fyrir viku.
  • Björt framtíð 8,8% – 6 þingmenn – heldur hærra fylgi en í síðustu viku og mun meira en í könnun Fréttablaðsins í morgun.
  • Samfylkingin 7,6% – 5 þingmenn – aðeins meira fylgi en í síðustu þremur könnunum.
  • Flokkur fólksins mælist með 3,4%, Dögun 1,6%, Íslenska þjóðfylkingin 1,5% og aðrir 0,8%. Undir öðrum eru m.a. Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn.

mmr-mennVarðandi ríkisstjórnarmyndun að þá er engin tveggja flokka stjórn í myndunum og ekki hægt að mynda þriggja flokka stjórn nema að Sjálfstæðisflokkur kæmi að henni. Samstjórn Pírata, Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartar framtíðar, sem þreifingar hafa staðið um, myndi samkvæmt þessu fá 35 þingmenn og hefði því aðeins ríflegri meirihluta en könnun Fréttablaðsins í morgun gaf til kynna.

26.10.2016 Könnun í Fréttablaðinu

frb2016-10-26Fréttablaðið birtir í morgun skoðnanakönnun sem gerð var dagana 24.-25. október. Ef samanburður er gerður við þrjá síðustu kannanir þar á undan sem er könnun MMR frá 14. október, Fréttablaðsins frá 19. október, Félagsvísindastofnunar frá 21.október kemur eftirfarandi í ljós:

  • Sjálfstæðisflokkur 25,1% – 17 þingmenn – um er að ræða bestu könnun flokksins. Heldur betri en könnun Fréttablaðsins og mun betri en hinar tvær.
  • Píratar 20,3% – 14 þingmenn – svipað og í fyrri könnun Fréttablaðsins og könnun MMR en lægra en í könnun Félagsvísindastofnunar.
  • Vinstri grænir 16,4% – 11 þingmenn – heldur lakara en í tveimur síðustu könnunum en betra en í könnun MMR fyrir 10 dögum.
  • Framsóknarflokkur 11,2% – 7 þingmenn – besta könnun flokkins af þessum fjórum.
  • Viðreisn 10,8% – 7 þingmenn – mun betri útkoma en í könnunum Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar en á svipuðum stað og í könnun MMR.
  • Samfylkingin 6% – 4 þingmenn – svipuð útkoma og í síðustu könnunum en mun lakari niðurstaða en í könnun MMR fyrir 10 dögum.
  • Björt framtíð 5,1% – 3 þingmenn – lakasta niðurstaða flokksins í könnunum fjórum en flokkurinn hefur tapað fylgi í hverri könnun og nú kominn niður undir 5%.
  • Aðrir flokkar mældust samtals með 5,1%.

frb2016-10-26Fyrir stjórnarmyndun þýðir þetta að möguleg ríkisstjórn Pírata, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar mælist með 32 þingsæti og hefði því eins manns meirihluta. Fyrir utan að Björt framtíð er aðeins með 5,1% og því orðin tæp á því að fá jöfnunarsæti. Eins og áður er ekki möguleiki á tveggja flokka ríkisstjórn en nokkrir möguleikar eru hins vegar á þriggja flokka stjórnum en þeir verða alltaf að innihalda tvo af þeim þremur flokkum sem mælast stærstir.

25.10.2016 Skoðanakönnun fyrir Reykjavík

Stöð2 birti í kvöld skoðanakönnun fyrir Reykjavík. Píratar mælast með 24% fylgi sem þýðir tvo til þrjá þingmenn.Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,8% sem þýðir að flokkur fengi tvo þingmenn í hvoru kjördæmi. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 19,4% sem ætti að þýða tvo þingmenn í hvoru kjördæmi. Viðreisn mælist með 10% og þingmann í báðum kjördæmum. Björt framtíð er með 7,1% og Samfylking með 6,7% sem líklega þýðir að flokkarnir næðu einum þingmanni í öðru hvoru kjördæminu. Framsóknarflokkurinn er með 5,2% og því ekki með þingmann ef skipting milli kjördæmanna er jöfn en er nálægt að ná þingmanni í öðru kjördæminu ef skiptingin er ójöfn. Flokkur fólksins mældist með 2,1%, Dögun með 1,7%, Íslenska þjóðfylkingin með 1,2% þrátt fyrir að bjóða ekki fram og Alþýðufylkingin með 0,9%.

25.10.2016 Jöfnunarsæti verða þingsæti

Í dag verður farið yfir hvernig jöfnunarsæti verða að þingsætum einstakra framboða og kjördæma. Í yfirferð á sunnudag var farið yfir hvernig jöfunarsæti skiptust á milli framboða í kosningunum 2003. Sjá mynd hér til hægri.

Jöfunarsæti skiptast þannig á milli kjördæma að það er eitt jöfunarsæti í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Tvö jöfnunarsæti eru í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður.

Til að finna út hvaða einstaklingar ná kjöri eru búnir til listar fyrir hvert það framboð sem fékk kjörinn jöfunarmann. Ef tekið er dæmi af B-lista þá fékk flokkurinn 2 þingmenn í Norðvesturkjördæmi og 21,68% næsti maður flokksins er því þriðji maður og hlutfallstala hans 21,68%/3=7,23%. Í Norðausturkjördæmi hlaut flokkurinn 4 þingmenn og 32,77%. Fimmti maður í því kjördæmi er því með 6,55% á bak við sig. Í kjördæmunum sem hafa tvö jöfunarsæti þarf að reikna tvö sæti. Sem dæmi að þá fékk B-listi 14,91% í Suðvesturkjördæmi og einn þingmann og þurfti því að reikna fyrir annan og þriðja mann B-listans. Full tafla fyrir þetta lítur þannig út:

B-listi D-listi F-listi S-listi V-listi
SU 7,90% R-N 8,88% NV 7,12% R-S 8,33% NA 7,06%
SV 7,46% NA 7,84% SV 6,75% NA 7,78% SV 6,24%
NV 7,23% SV 7,68% R-S 6,64% NV 7,74% NV 5,31%
NA 6,55% R-S 7,61% NA 5,64% SU 7,42% R-N 4,89%
R-N 5,81% NV 7,39% R-N 5,54% R-N 7,25% SU 4,66%
R-S 5,67% SU 7,30% SU 4,37% R-S 6,66% R-S 4,66%
SV 4,97% R-N 7,10% SV 3,37% SV 6,55% R-N 3,26%
R-N 3,87% SV 6,40% R-S 3,32% R-N 6,05% SV 3,12%
R-S 3,78% R-S 6,34% R-N 2,77% SV 5,46% R-S 3,11%

1.sæti – F-listi – NV 7,12%
F-listi hlaut 1. jöfunarmann og því hlýtur þeirra efsti maður 1.sætið. Norðvesturkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun.
2.sæti – F-listi – SV 6,75%
F-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
3.sæti – V-listi – NA 7,06%
Norðvesturkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun. V-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
Tafla eftir þessa úthlutun lítur þannig út:

B-listi D-listi F-listi S-listi V-listi
SU 7,90% R-N 8,88% R-S 8,33%
SV 7,46% SV 7,68% SU 7,42%
R-N 5,81% R-S 7,61% R-N 7,25%
R-S 5,67% SU 7,30% R-S 6,66%
R-N 3,87% R-N 7,10% SV 6,55%
R-S 3,78% R-S 6,34% R-N 6,05%

4.sæti – D-listi – R-N 8,88%
5.sæti – S-listi – R-S 8,33%
6.sæti – D-listi – SV 7,68%
Suðvesturkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun.
Tafla eftir þessa úthlutun lítur þannig út:

B-listi D-listi F-listi S-listi V-listi
SU 7,90% R-S 7,61% SU 7,42%
R-N 5,81% SU 7,30% R-N 7,25%
R-S 5,67% R-N 7,10% R-S 6,66%

7.sæti – S-listi – SU 7,42%
Suðurkjördæmi hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun. S-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
8.sæti – D-listi – R-S 7,61%
Reykjavíkurkjördæmi norður hefur því hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi koma því ekki til greina við úthlutun. D-listi hefur hlotið fulla tölu þingmanna og koma ekki fleiri frambjóðendur af þeirra hálfu til greina.
9.sæti – B-listi – R-N 5,81%
Eina kjördæmið sem er með laust sæti og því fær frambjóðandi B-listans í kjördæminu það sæti.

23.10.2016 Úthlutun jöfunarsæta til framboða

Í framhaldi af grein um úthlutun kjördæmissæta kemur hér útskýring á úthlutun jöfnunarsæta, stundum nefnd uppbótarsæti, milli framboða. Jöfnunarsæti eru níu og bætast við þau 54 sem úthlutað er miðað við úrslit í hverju kjördæmi. Þau eru tengd við kjördæmi. Eitt sæti fylgir Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi en tvö sæti Suðvesturkjördæmi og hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyir sig. Tilgangur með jöfnunarsætum að flokkar fái sem þingsæti í sem bestu hlutfalli við atkvæðafjölda.

uppbot03Til að framboð eigi rétt á því að koma til álita við úthlutun jöfunarsæta þarf það að ná 5% gildra atkvæða á landsvísu. Ekki er rétt sem fram hefur komið að flokkur þurfi að bjóða
fram í öllum kjördæmum eins og fram hefur komið. Það gefur hins vegar auga leið að það er auðveldara að ná 5% markinu ef flokkur býður alls staðar fram.

jofnunarmennTil að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Dæmið er frá kosningunum 2003. Þá náðu fimm flokkar yfir 5% markið. B-listi var með 11 kjördæmakjörna þingmenn, D-listi 19, F-listi 2, S-listi 18 og V-listi 4. Næsti maður B-lista er þannig með 2707 atkvæði á bak við 12. mann sinn á með að D-listi er með 3.085 atkvæði á bak við sinn 20. mann, F-listi með 4.508 á bak við 3. mann o.s.frv. Þeir sem náðu kjöri eru skyggðir í efri töflunni og röð þeirra er í töflunni til hliðar. Þar sést að F-listinn á tvo efstu jöfnunarmenninna og næstur kemur jöfnunarmaður V-lista enda er það oftast þannig að atkvæði minni flokka nýtast ver við úthlutun kjördæmissæta.

Í þessum kosningunum vantaði F-lista 13 atkvæði til að fella B-lista manninn sem var síðastur inn og koma sínum fimmta manni inn. Sömuleiðis vantaði V-lista 114 atkvæði til að koma að sínum sjötta manni að og S-lista 147 atkvæði til að koma sínum 21.manni að.

Í næstu grein verður að lokum farið yfir hvernig þingsæti skiptast niður á kjördæmi út frá þessum reglum.

21.10.2016 Könnun frá Félagsvísindastofnun

Morgunblaðið birtir í dag könnun sem gerð var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands dagana 14.-19. október sl. Ef könnunin er borin saman við þrjá síðustu kannanir, þ.e. könnun Félagsvísindastofnunar 14. október, MMR 14.október og Fréttablaðsins 19. október kemur eftirfarandi í ljós:

  • Píratar 22,6% – 16 þingmenn – Þetta er mun meira fylgi en í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir viku og heldur meira en í hinum könnunum tveimur.
  • Sjálfstæðisflokkur 21,1% -14 þingmenn, Mbl.is segir 15 þingmenn sem líklega byggir á sundurliðun eftir kjördæmum. Um er að ræða svipað fylgi og síðustu könnunum en heldur minna en í könnun Fréttablaðsins.
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð 18,6% – 13 þingmenn – aukning frá fyrri könnun Félagsvísindastofnunar og MMR en á svipuðum stað og í Fréttablaðskönnuninni.
  • Framsóknarflokkur 9,1% – 6 þingmenn – svipað og í öðrum könnunum.
  • Viðreisn 8,8% – 6 þingmenn – mun minna en í fyrri könnun Félagsvísindastofnunar en heldur meira en í könnun Félagsvísindastofnunar.
  • Samfylking 6,5% – 4 þingmenn – svipað fylgi og í fyrri könnun Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins en mun minna fylgi en í könnun MMR.
  • Björt framtíð 6,0% – 4 þingmenn – heldur minna fylgi en í fyrri könnunum
  • Flokkur fólksins 3,8% – besta mæling flokksins til þessa.
  • Íslenska þjóðfylkingin 1,6% sem er mun minna en í fyrri könnunum.
  • Dögun 1,2% sem er lægsta mæling flokksins af þessum fjórum könnunum.
  • Alþýðufylkingin mælist með 0,5% og Húmanistaflokkurinn mælist ekki.

fel-fylgi

Eins og áður er tveggja flokka stjórn ekki í myndinni. En nú er uppi sú staða að núverandi stjórnarandstöðuflokkar geti myndað ríkisstjórn. Það eru Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð.

fel-menn

20.10.2016 Könnun í Suðvesturkjördæmi

Stöð2 birti í kvöld kjördæmakönnun fyrir Suðvesturkjördæmi í kjördæmaþætti stöðvarinnar. Samkvæmt könnuninn eru þingmenn Suðvesturkjördæmi: Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason fyrir Sjálfstæðisflokk, Óttar Proppé fyrir Bjarta framtíð, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrir Viðreisn, Árni Páll Árnason fyrir Samfylkingu, Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Vinstrihreyfingin grænt framboð, Jón Þór Ólafsson og  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fyrir Pírata. Jöfn í síðasta kjördæmasætinu eru síðan þau Eygló Harðadóttir Framsóknarflokki og Andri Þór Sturluson Pírötum. Næst því að komast inn er Ólafur Þór Gunnarsson annar maður á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Vilhjálmur Bjarnason fimmti maður á lista Sjálfstæðisflokksins.

sv

20.10.2016 Útreikningur kjördæmissæta

Þegar kosið er til fulltrúasamkomu eins og Alþingis er eitt mikilvægasta atriðið hvernig atkvæðum er breytt í þingmenn. Eitthvað virðast reglur um útreikning á kjördæmakjörnum þingmönnum þvælast fyrir sumum þeim fjölmiðlum sem hafa verið að birta skoðanakannanir að undanförnu. Í þessu dæmi eru notaðar niðurstöður úr kjördæmakönnum 365 miðla í Suðurkjördæmi. Hlutfallstölum hefur verið breytt í atkvæði og fjöldi gildra atkvæða úr forsetakosningunum í júní notuð sem viðmið.

utreikningurEfst á myndinni eru útreiknaðar niðurstöður úr könnuninni. Þar sést að A-listi er með 1517 atkvæði, B-listi 5270 o.s.frv. Til að finna út hversu mörg atkvæði hver frambjóðandi er með að baki sér er atkvæðatala listans tekin og deilt í hana með sætistölu viðkomandi frambjóðanda. Þannig er 1.maður A-lista með 1517 atkvæði á bak við sig, 2. maður A-lista með helminginn af því 758,5 atkvæði, 3.maður með þriðjunginn og svo áfram – sjá mynd.

uthlutunÍ framhaldi af þessum útreikningi er hægt að úthluta þingsætum. Í Suðurkjördæmi eru níu þingsæti. Flest atkvæði á bak við sig er 1.maður D-lista með 7891 atkvæði og verður hann þá fyrsti þingmaður kjördæmisins. Næstur honum er 1.maður B-lista með 5270 atkvæði og síðan 2.maður D-lista með 3945,5 atkvæði. Þetta gengur síðan svona koll af kolli þar til að níu sætum hefur verið úthlutað. Í myndinni að ofan eru þau sæti skyggð sem ná kjöri miðað við þessar forsendur. Níundi og síðasti þingmaðurinn yrði því 1.maður S-lista með 1876 atkvæði. Til fróðleiks eru sæti 10. 11. og 12. sett inn til að sýna hversu mörg atkvæði þeir hafa á bak við sig sem eru næstir inn. Það segir hins vegar ekki til um hversu mörg atkvæði einstök framboð vantar til að ná fleiri þingmönnum eða ná inn kjörnum þingmönnum til að komast að því þarf að taka atkvæðatölu þess þingmanns sem er síðastur inn. Í þessu tilfelli er það 1.maður S-lista vantarsem er með 1876 atkvæði á bak við sig.

Í þessu dæmi vantar 2.mann á V-lista 128 atkvæði til að fella 1. mann S-lista. Það reiknast þannig: 1876 x 2-3624=128. Talan 1876 er fjöldi atkvæða á bak við síðasta þingmanninn, 2 er sætistala næsta manns V-lista og 3624 er heildarfjöldi atkvæða V-lista. Sömuleiðis vantar P-lista þá 230 atkvæði til að koma sínum öðrum manni að, B-lista vantar 358 til að koma sínum þriðja manni að og A-lista 359 atkvæði til að koma sínum efsta manni inn.

Síðar verður vikið að því hvernig útreikningur jöfnunarsæta fer fram.

19.10.2016 Framboð eftir kjördæmum

Landskjörstjórn birti í dag auglýsingu um framboð vegna alþingiskosninganna 29. október. Upplýsingar um einstök framboð hafa verið færð inn á einstakar kjördæmasíður tengla á þær er að finna hér: Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður.

Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Dögun og Vinstrihreyfingin grænt framboð bjóða fram í öllum kjördæmum. Alþýðufylkingin býður fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Íslenska þjóðfylkingin býður fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi og Húmanistaflokkurinn býður aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Yfirlitsmynd af framboðum eftir kjördæmum:

frambod

19.10.2016 Könnun í Fréttablaðinu

Í morgun birtist ný skoðanakönnun um fylgi flokkanna.Niðurstöður voru þessar:

  • Sjálfstæðisflokkur 23,7% – 17  þingsæti – heldur meira en í síðustu viku
  • Píratar 20,7% – 14 þingsæti – heldur meira en í síðust viku
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð 19,2% – 13 þingsæti – mun meira en í síðustu viku
  • Framsóknarflokkur – 8,5% – 6 þingsæti – svipað og í síðustu viku
  • Björt framtíð – 7,4% – 5 þingsæti – svipað og í síðustu viku
  • Viðreisn – 6,6% – 4 þingsæti – mun minna fylgi en í síðustu viku
  • Samfylking – 6,5% – 4 þingsæti – svipað fylgi og í síðusu viku
  • Flokkur fólksins 3,4% – engin þingsæti – mun hærri mæling en að meðaltali í síðustu viku.
  • Aðrir flokkar og framboð mælast með 4% sem er minna en í síðustu viku.

frb-fylgi

 

 

 

 

 

 

 

Þetta þýðir að samkvæmt könnuninni að engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg. Eigi að koma til ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokks þurfa bæði Píratar og Vinstrihreyfingin grænt framboð að koma að henni og tveir af minni flokkunum.frb-menn

18.10.2016 Listar Íslensku þjóðfylkingarinnar

Íslenska þjóðfylkingin fékk framboðslista samþykkta í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi þeir eru þannig skipaðir:

Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. Jens G. Jensson, skipstjóri 1. Guðmundur Karl Þorleifsson, rafmagnsiðnfræðingur
2. Valgeir Ólafsson, skipstjóri 2. Reynir Heiðarsson, byggingastjóri
3. Þóra Katla Bjarnadóttir, leikskólakennari 3. Arna Dís Kristinsdóttir, öryrki
4. Einar Hjaltason, skipstjóri 4. Mikael Þorsteinsson, verslunarmaður
5. Birgir Loftsson, sagnfræðingur 5. Hrafnhildur Sumarliðadóttir, hótelstjóri
6. Sandra Rós Ólafsdóttir, öryrki 6. María Magnúsdóttir , hjúkrunarfræðingur
7. Þórður Kr Sigurðsson, öryrki 7. Sif Gylfadóttir, öryrki
8. Ingi B. Jónsson, eldri borgari 8. Baldvin Örn Arnarsson, flugvallarstarfsmaður
9. Jón Pálmi Pétursson, vélstjóri 9. Guðjón Egilsson , öryrki
10.Guðmundur J Þórðarson, smiður 10.Sigríður Guðný Sædal, naglafræðingur
11.Jens N. Q. Jensson, nemi 11.Guðjón I. Hilmarsson, rafvirki
12.Helga Ágústsdóttir, kennari 12.Steindór Sigursteinsson, verkamaður
13.Valdemar Jónsson, bílstjóri 13.Unnsteinn Egill Kristinsson, vélsmiður
14.Jón Jónsson, verkamaður 14.Jón Oddur Guðmundsson, rafvirki
15.Anna Ágústa Birgisson, nemi 15. Sigurbjörn A Ragnarsson, flugmaður
16.Kári Þór Birgisson, nemi 16.Jón Sigurðsson, byggingameistari
17.Fannar Levy Benediktsson, verkamaður
18.Guðjón Jóhannsson, sjómaður
19.Guðrún Birna Smáradóttir, öryrki
20.Tyler Jónsson, bifvélavirki

18.10.2016 Könnun á Stöð2 fyrir Suðurkjördæmi

Stöð2 birti í kvöld skoðanakönnun fyrir Suðurkjördæmi. Samkvæmt könnuninni verða eftirtaldir þingmenn Suðurkjördæmis: Sigurður Ingi Jóhannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir fyrir Framsóknarflokk, Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson, Vilhjálmur Árnason og Unnur Brá Konráðsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Smári McCharty fyrir Pírata, Oddný G. Harðardóttir fyrir Samfylkingu og Ari Trausti Guðmundsson fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Oddný Harðardóttir er síðust inn rétt á undan Unni Brá Konráðsdóttur Sjálfstæðisflokki. Næst inn eru Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Vinstri grænum og Oktavía Hrund Jónsdóttir Pírötum. Rétt þar á eftir eru Páll Valur Björnsson Bjartri framtíð og Ásgerður Gylfadóttir Framsóknarflokki.

Flokkar Fylgi Þings. Þingm.röð   Næstir inn vantar
A-Björt framtíð 5,9% 0 1. D-listi 30,7 V2 0,5
B-Framsóknarflokkur 20,5% 2 2. B-listi 20,5 P2 0,9
C-Viðreisn 4,7% 0 3. D-listi 15,35 A1 1,4
D-Sjálfstæðisflokkur 30,7% 4 4. V-listi 14,1 B3 1,4
P-Píratar 13,7% 1 5. P-listi 13,7 C1 2,6
S-Samfylking 7,3% 1 6. B-listi 10,25 D5 5,8
V-Vinstri grænir 14,1% 1 7. D-listi 10,23
Aðrir 3,2% 8. D-listi 7,68
Samtals 100,1% 9 9. S-listi 7,3

17.10.2016 Þjóðfylkingin vonast enn eftir framboði í Suðvestur

Af umræðum í opnum hópi Íslensku þjóðfylkingarinnar er ljóst að flokksmenn vonast til að Landskjörstjórn muni úrskurða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi gildan. Áður hafði Íslenska þjóðfylkingin fengið framboðslista sína í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi úrskurðaða gilda. Landskjörstjórn hefur auglýst að hún komi saman til fundar á morgun til að úrskurða um hvaða framboðslistar verða í kjöri í alþingiskosningunum 29. október n.k.

16.10.2016 Yfirlit yfir framboðslista í kjördæmum

Framboðsfrestur rann út á föstudaginn.Landskjörstjórn mun n.k. miðvikudag birta auglýsingu með öllum samþykktum framboðslistum. Eftir því sem best er vitað er staðan þannig (sjá einnig mynd að neðan):

  • Bjóða fram í öllum kjördæmum(6): Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Píratar, Samfylkingin, Dögun og Vinstrihreyfingin grænt framboð.
  • Alþýðufylkingin (5) býður fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi.
  • Íslenska þjóðfylkingin (2) býður fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi
  • Húmanistaflokkurinn (1) býður aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmi suður

frambod

16.10.2016 Þjóðfylkingin aðeins með tvo framboðslista og kærir

Íslenska þjóðfylkingin fékk samþykkta framboðslista sína í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi. Ekki hafa fengist upplýsingar um hverjir skipa listana en oddvitar þeirra eru samkvæmt heimildum vefsins Jens G. Jensson í Norðvesturkjördæmi og Guðmundur Þorleifsson í Suðurkjördæmi. Flokkurinn náði ekki að skila inn tilskildum fjölda meðmælenda í Suðvesturkjördæmi framboðslisti þar var lagður fram sl. föstudag.

Helgi Helgason formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir frá því á facebook síðu sinni að stuldur á meðmælalistum Íslensku þjóðfylkingarinnar muni verða kærður til Landskjörstjórnar.

16.10.2016 Listar Dögunar í Norðvestur og Norðaustur

Framboðslistar Dögunar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi hafa verið staðfestir.

Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi
1. Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi. 1. Sigurður Eiríksson, Ráðgjafi.
2. Pálmey Helga Gísladóttir, lyfjatæknir. 2. Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, Ferðamálafræðingur.
3. Þórður Alexander Úlfar Júlíusson, nemi. 3. Erling Ingvason, Tannlæknir.
4. Pétur Guðmundsson, æðarbóndi. 4. Guðríður Traustadóttir, Afgreiðslumaður.
5. Guðjón Arnar Kristjánsson, fv Alþingismaður. 5. Benedikt Sigurðarson, Framkvæmdastjóri.
6. Karólína Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi. 6. Stefanía Vigdís Gísladóttir, Ritari.
7. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, iðjuþjálfi. 7. Árni Pétur Hilmarsson, Grafískur hönnuður.
8. Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir, listfræðingur. 8. Arnfríður Arnardóttir, Myndlistamaður.
9. Árni Arnar Sigurpálsson, hótelstjóri Bjarkarlundi. 9. Sigurjón Sigurðsson, Húsasmiður.
10. Ásthildur Cesil Þórðardóttir, fv garðyrkjustjóri. 10. Rósa Björg Helgadóttir, Leiðsögumaður.
11. Þórir Traustason, sjómaður. 11. Ólafur Ingi Sigurðarson, Nemi.
12. Elísabet Anna Pétursdóttir, bóndi. 12. Sindri Snær Konráðsson, Nemi.
13. Hanna Þrúður Þórðardótti, atvinnurekandi. 13. Völundur Jónsson, Þjónustustjóri.
14. Pálmi Sigurður Sighvats, húsgagnabólstrari. 14. Jóhanna G. Birnudóttir, Listamaður.
15. Ragnar Ólafur Guðmundsson, harðfiskverkandi. 15. Einar O. Ingvason, Starfsmaður Becromal.
16. Helgi Jónas Helgason, bóndi. 16. Ólafur Þröstur Stefánsson, Leiðsögumaður og býflugnabóndi.
17. Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir, Kennari.
18. Ingunn Stefánsdóttir, Eldri borgari.
19. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, Rekstrarstjóri.
20. Hannes Örn Blandon, Sóknarprestur.

16.10.2016 Listar Dögunar í Suðvestur- og Suðurkjördæmi

Framboðslistar Dögunar í Suðvestur- og Suðurkjördæmi hafa verið staðfestir.

Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. Ragnar Þór Ingólfsson
, Sölustjóri. 1. Sturla Hólm Jónsson, Atvinnubílstjóri og verktaki.
2. Ásta Bryndís Schram, Lektor HÍ. 2. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Kennari og Náms- & starfsráðgjafi.
3. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, Stjórnmálafræðingur. 3. Bjarni Bergmann Vilhjálmsson, Atvinnubílstjóri.
4. Baldvin Björgvinsson, Raffræðingur / Framhaldsskólakennari. 4. Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir, BA í sálfræði og nemi í HÍ.
5. Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir, Háskólanemi og uppistandari. 5. Davíð Páll Sigurðsson, Afgreiðslumaður.
6. Atli Hermannsson, Framkvæmdastjóri. 6. Sigrún Ólafsdóttir, Matvælafræðingur.
7. Dagný Guðmundsdóttir, Sjúkraliði. 7. Haukur Hilmarsson, Rágjafi í fjármálahegðun.
8. Óskar Sigurbjörnsson, Húsasmíðameistari. 8. Sigurður Haraldsson, Framkvæmdastjóri.
9. Berglind Anna Schram, Öryrki. 9. Steinþór Ágústsson, Sjómaður.
10. Hákon Hrafn Sigurðsson, Prófessor. 10. María Líndal, Byggingafræðingur.
11. Guðný Brynjólfsdóttir, Félagsliði. 11. Jón Grétar Hafsteinsson, Matvælafræðingur og framh.kennari.
12. Kristófer Jónsson, Verksmiðjustjóri. 12. Þorsteinn Árnason, Vaktmaður.
13. Sigrún Huld Auðunsdóttir, Grunnskólakennari Deildarstjóri sérkennslu. 13. Óskar Hrafn Ólafsson, Skipstjóri.
14. Björn Hersteinn Herbertsson, Vélstjóri. 14. Eyrún Sif Rögnvaldsdóttir, Húsmóðir og nemi.
15. Gunnhildur Schram Magnúsdótti, Frístundaleiðbeinandi. 15. Kristófer Sturluson, Verkamaður.
16. Guðmundur Hreinsson, Byggingafræðingur / Framhaldsskólakennari. 16. Geir Elvar Gylfason Hansen, Verkamaður.
17. Friðborg Jónsdóttir, Grunnskólakennari. 17. Þór Snorrason, Vélamaður.
18. Guðrún Indriðadóttir, Skrifstofumaður við bókhald og leikskólakennari. 18. Karitas Ósk Þorsteinsdóttir, Stílisti.
19. Friðrik Brekkan, Leiðsögumaður. 19. Sigurður H. Brynjólfsson, Skipsstjóri.
20. Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, Framhaldsskólakennari. 20. Guðmundur Óskar Hermannsson, Veitingamaður.
21. Halldór Atli Nielsen Björnsson, Rafmagnstæknifræðinemi.
22. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Söngkona / Mannauðsstjóri.
23. Rúnar Páll Rúnarsson, Kerfisstjóri.
24. Helga Sveinsdóttir, Heilsugæsluritari.
25. Hafsteinn Ægir Geirsson, Verslunarmaður.
26. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir, Fræðimaður.

16.10.2016 Listar Dögunar í Reykjavíkurkjördæmunum

Framboðslistar Dögunar í Reykjavíkurkjördæmunum hafa verið staðfestir.

Reykjavík suður Reykjavík norður
1. Helga Þórðardóttir, kennari. 1. Hólmsteinn A. Brekkan, Framkvæmdastjóri.
2. Ása Lind Finnbogadóttir, kennari. 2. Ásta Þórdís Guðjónsdóttir, Formaður Sjálfsbjörg.
3. Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður samtaka leigjenda. 3. Pálmi Einarsson, Iðnhönnuður.
4. Sigríður Fossberg Thorlacius, nemi. 4. Gunnar Skúli Ármannsson, Læknir.
5. Árni Gunnarsson, eldri borgari. 5. Sigrún Viðarsdóttir, Sjúkraliði / Lyfjatæknir.
6. María Jónsdóttir, tækniteiknari. 6. Einar Bragi Jónsson, Félagsfræðingur.
7. Þórarinn Gunnarsson, rithöfundur. 7. Axel Pétur Axelsson, Hönnuður.
8. Guðný Sæbjörg Ásgeirsdóttir, deildarstjóri. 8. Erla Bolladóttir, Framkvæmdastjóri.
9. Andrés Zoran Ivanovic, ferðaskipuleggjandi. 9. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir, Viðskiptafræðingur.
10. Steinunn Guðlaug Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur. 10. Björgvin Vídalín, Kafari.
11. Árni Þór Þorgeirsson, nemi. 11. Albert Snorrason, Þjónustufulltrúi BL.
12. Ingibergur Ingibergsson Edduson, skrifstofumaður. 12. Baldvin Viggósson, Lögregluvarðstjóri.
13. Edda Marý Óttarsdóttir, svæfingahjúkrunarfræðingu. 13. Júlíus Guðmundsson, Iðnaðarmaður.
14. Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari. 14. Arnheiður Tryggvadóttir, Húsmóðir / Kennari.
15. Sigurður Jónas Eggertsson, tölvunarfræðingur. 15. Kristinn Þór Schram Reed, Tónlistamaður / Málari.
16. Íris Hildur Birgisdóttir, nemi. 16. Oddný Anna Björnsdóttir, Ráðgjafi.
17. Guðmundur Steinsson, nemi. 17. Kristín Snorradóttir, Þroskaþjálfi.
18. Katrín Harðardótti, þýðandi. 18. Magðalena S. Kristinsdóttir, Sjúkraliði.
19. Gunnar Jens Elí Einarsson, verktaki. 19. Guðfinna Inga Sverrisdóttir, Myndlistakona.
20. Páll Guðfinnur Gústafsson, sjómaður. 20. Sigrún Jóna Sigurðardóttir, Eldriborgari.
21. Anita Engley Guðbergsdóttir, nemi. 21. Vilhjálmur Jesús Árnason, Skipstjóri.
22. Sigurlaug Sigurjónsdóttir, húsmóðir. 22. Pétur Emilsson, Kennari.

13.10.2016 Könnun frá MMR

MMR birti skoðanakönnun í dag sem tekin var 6.-13.október sl. Ef könnunin er borin saman við kannanir Fréttablaðsins, Gallup, Félagsvísindastofnunar sem birst hafa síðustu þrjá daga kemur í ljós að …

  • Sjálfstæðisflokksins er með 21,5%-22,5%  og 15-16 þingmenn – stöðugt fylgi
  • Píratar eru með 17,5-23% og 12-16 þingmenn – heldur minnkandi
  • Vinstri grænir eru með 14,5-17,7% og 10-12 þingmenn – frekar stöðugt fylgi
  • Viðreisn er með 8,4-12,4% og 5-8 þingmenn – frekar stöðugt ef Fréttablaðskönnunin er undanskilin
  • Framsóknarflokkur er með 8,5-10% og 6 þingmenn – stöðugt fylgi
  • Samfylking er með 7-9% og 5-6 þingmenn – frekar stöðugt fylgi fyrir utan MMR könnun
  • Björt framtíð er með 7,7-8,2% og 5 þingmenn – stöðugt fylgi
  • Íslenska þjóðfylkingin mælist með um 3%, Dögun er með um eða undir 2% og Flokkur fólksins hefur mælst með 1,2-3,3%.
  • Alþýðufylkingin mælist undir 1% og Húmanistaflokkurinn mælist mjög lítið fylgi.

Hér að neðan eru myndir sem sýna þessar fjórar kannanir nánar og útreikning þingmanna.

mmr_fylgi

mmr-menn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

13.10.2016 Listi Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi en þá hefur flokkurinn birt framboðslista í öllum kjördæmum.

1. Ólafur Snævar Ögmundsson vélstjóri Hafnarfirði 9. Kristinn Jens Kristinsson verkamaður Akranesi
2. Hjördís Heiða Ásmundsdóttir húsmóðir Borgarbyggð 10. Auðunn Ólafsson sjálfstæður atvinnurekandi Hafnarfirði
3. Bjarki Þór Aðalsteinsson kersmiður Akranesi 11. Böðvar Jónsson vélfræðingur Mosfellsbæ
4. Þröstur Ólafsson vélstjóri Reykjavík 12. Ögmundur Grétar Matthíasson bifvélavirki Þorlákshöfn
5. Þorbergur Þórðarson smiður Akranesi 13. Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur Akranesi
6. Eva Lind Smáradóttir afgreiðslustúlka Hafnarfirði 14. Jóhann H. Óskarsson sjómaður Ólafsvík
7. Guðjón Sigmundsson safnstjóri Hvalfjarðarsveit 15. Guðlaug Andrésdóttir forstöðumaður Borgarbyggð
8. Karl Friðrik Bragason vinnuvélastjóri Reykjavík 16. Steingrímur Bragason kennari Akranesi

 

13.10.2016 Listi Flokks fólksins í Reykjavík norður

Listi Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið birtur en flokkurinn býður fram í öllum kjördæmum. Aðeins er eftir að birta lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.

1. Magnús Þór Hafsteinsson ritstjóri, rithöfundur, fyrrv. alþingismaður
2. Þollý Rósmunds tónlistarkona
3. Baldur Vignir Karlsson verkefnastjóri
4. Sveinn Guðjónsson blaðamaður
5. Sólveig Guðnadóttir verslunarkona
6. Ísleifur Gíslason flugvirki
7. Ása María Bjarnadóttir garðyrkjufræðingur
8. Gunnar Jóhannes Briem tækjastjóri
9. Kristín Þorvaldsdóttir læknaritari
10. Bjarni H. Sverrisson stöðvarstjóri
11. Ingileif G. Ögmundsdóttir félagsliði
12. Geir Grétar Pétursson málari
13. Sigurður V. Bachmann leigubifreiðastjóri
14. Hjördís Hannesdóttir leikskólakennari
15. Margrét Sveinbjörnsdóttir skólaliði
16. Grétar Jón Magnússon smiður
17. Árni Svavarsson vélstjóri
18. Gyða Kolbrún Þrastardóttir sjúkraliðanemi
19. Jón Kr. Brynjarsson bifreiðastjóri
20. Hrafnhildur Tyrfingsdóttir húsmóðir
21. María Alexandersdóttir matráður
22. Sigríður Sæland Jónsdóttir húsmóðir

13.10.2016 Íslenska Þjóðfylkingin býður fram í þremur kjördæmum

Íslenska þjóðfylkingin sem boðað hafði framboð í öllum kjördæmum skilaði inn framboðum í Suðvesturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Birtir höfðu verið listar í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi en þeim var ekki skilað. Athygli vakti í gær þegar að oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum sögðu sig frá framboði. Helgi Helgason formaður flokksins sakar þá um skemmdarverk á framboðinu þar sem þeir hafi tekið með sér meðmælalista og fleiri gögn.

13.10.2016 Listi Alþýðufylkingarinnar í Suðvestur

Listi Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi er kominn fram. Þetta mun vera fimmti og síðasti listi flokksins en hann býður fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi.

1. Guðmundur Magnússon, leikari, Reyjavík 14. Þórður Sigurel Arnfinnsson, verkamaður, Reykjanesbæ
2. Sara Bjargardóttir, talmeinafræðinemi, Mosfellsbæ 15. Guðjón Bjarki Sverrisson, stuðningsfulltrúi, Hafnarfirði
3. Ægir Björgvinsson, rennismiður, Hafnarfirði 16. Haukur Már Helgason, heimspekingur, Reykjavík
4. Þorvarður Kjartansson, nemi, Garðabæ 17. Þórir Jónsson, bifreiðastjóri, Reykjanesbæ
5. Sigrún Erlingsdóttir, þjónustustjóri, Hafnarfirði 18. Gunnar J. Straumland, kennari/myndlistarmaður, Hvalfjarðarsveit
6. Kristján Páll Kolka Leifsson, félagsfræðingur, Hafnarfirði 19. Guðrún Björk Jónsdóttir, vöruhönnuður, Reykjavík
7. Kári Þór Sigríðarson, búfræðingur, Akureyri 20. Björk Þorgrímsdóttir, skáld og nemi, Reykjavík
8. Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson, stuðningsfulltrúi, Garðabæ 21. Lára Guðbjörg Sighvatsdóttir, verslunarmaður, Reykjavík
9. Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði, Reykajvík 22. Björk María Kristbjörnsdóttir, leikskólakennari, Mosfellsbæ
10. Lilja Rún Kristbjörnsdóttir, trésmíðanemi, Hafnarfirði 23. Guðbrandur Loki Rúnarsson, atvinnulaus, Reykjavík
11. Birna Lára Guðmundsdóttir, leiðbeinadi í leikskóla, Reykjavík 24. Sigurbjörn Ari Hróðmarsson, tónlistarmaður, Reykjavík
12. Þorbjörg Una Þorkelsdóttir, verkakona, Akureyri 25. Jóhannes Ragnarsson, rannsóknamaður á Hafró, Ólafsvík
13. Sigurjón Þórsson, tæknifræðingur, Hvammstanga 26. Reynir Torfason, sjómaður, Ísafirði

13.10.2016 Könnun frá Félagsvísindastofnun

Morgunblaðið birtir í dag könnun frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Könnunin var gerð 6.-12. október. Ef horft er til annarra kannana sem birst hafa undanfarna viku að þá er þetta lélegasta mæling Sjálfstæðisflokksins sem er kominn niður í 21,5% og fengi samkvæmt könnuninni 15 þingmenn. Píratar halda sömuleiðis áfram að lækka og mælast nú með 17,5% sem myndi skila þeim 12 þingsætum. Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með mun meira fylgi en í undanförnum könnunum eða 17,7% og fengi 12 þingmenn eins og Píratar. Fjórði stærsti flokkurinn er síðan Viðreisn sem mælist með 11,4% en það er  svipað og í könnun Gallup frá því í gær og myndi skila 8 þingmönnum. Framsóknarflokkurinn mælist 8,6% og 6 þingmenn. Björt framtíð er með 7,7% og 5 þingmenn en allar kannanir í þessari viku hafa staðfest flokkinn fyrir ofan 5%. Samfylkingin er síðan sjöundi stærsti flokkurinn með 6,9% sem myndi skila 5 þingsætum.

fel14-10-fylgi

Önnur framboð mælast með minna fylgi. Stærst af þeim er Flokkur fólksins sem mælist með 3%, Íslenska þjóðfylkingin með 2,7%, Dögun með 1,9%, Alþýðufylkingin með 0,8% og Húmanistaflokkurinn með 0,1%.

fel14-10-menn

Samkvæmt þessari könnun er engin tveggja flokka stjórn í kortunum. Núverandi stjórnarandstaða, Píratar, VG, Björt framtíð og Samfylking eru samtals með 34 þingsæti og gætuð myndað meirihluta.

13.10.2016 Listi Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi

Listi Alþýðufylkingarinnar í Suðurkjördæmi er kominn fram. Um er að ræða fjórða lista fulla lista flokksins en áður hafði flokkurinn birt lista í Reykjavíkurkjördæmunum og í Norðausturkjördæmi. Þá hefur flokkurinn birt efsta nafnið á listanum í Suðvesturkjördæmi.

1. Guðmundur Sighvatsson, byggingarfræðingur, Reykjanesbæ 11.Bjartmey Jenný Jónsdóttir, nemandi, Reykjanesbær
2. Erna Lína Baldvinsdóttir, nemandi, Reykjanesbær 12.Ólína Erna Jakobsdóttir, afgreiðslukona, Reykjanesbær
3. Sigurjón Sumarliði Guðmundsson, nemandi, Reykjavík 13.Ásta Sóley Hjálmarsdóttir, nemandi, Reykjanesbær
4. Helgi Ás Helgason, sendill, Reykjanesbær 14.Dalbert Þór Arnarsson, verkamaður, Reykjanesbær
5. Jón Múli Egilsson Prunner, nemandi, Reykjavík 15.Björn Geirsson, nemandi, Reykjavík
6. Unnur Snorradóttir, nemandi, Reykjavík 16.Sigurjón Tryggvi Bjarnason, nemandi, Reykjavík
7. Íris Helga Guðlaugsdóttir, atvinnulaus, Reykjanesbær 17.Erna Lína Alfreðsdóttir, öryrki, Reykjanesbær
8. Íris Dröfn Bjarnadóttir, öryrki, Reykjanesbær 18.Andrea Lind Arnarsdóttir, nemandi, Reykjavík
9. Arna Björk Bjarnadóttir, öryrki, Reykjanesbær 19.Birkir Þór Kristjánsson, afgreiðslumaður, Reykjavík
10.Bjarni Gunnar Kristjánsson, nemandi, Reykjarvík 20.Hafdís Baldvinsdóttir, húsmóðir, Reykjanesbær

13.10.2016 Listi Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi

Listi Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi var birtur í dag.

1. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður Bótar, Hafnafirði 14. Erla Magnúsdóttir, fv.verslunarmaður, Hafnarfirði
2. Grétar Pétur Geirsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi 15. Guðbjörg H Björsdóttir, Kópavogi
3. Ósk Matthíasdóttir, förðunarfræðingur, Hafnarfirði 16. Heimir Freyr Geirsson, veitingamaður, Reykjavík
4. Sigurður Haraldsson, öryggisvörður, Kópavogi 17. Óskar Þór Hjálmarsson, smiður, Kópavogi
5. Halldór Svanbergsson, fv.sjómaður, Kópavogi 18. Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir, tónlistarkennari, Reykjavík
6. Maríanna V. Hafsteinsdóttir, ferðabæklingur, Kópavogi 19. Georg Daði Guðmundsson, sérhæfður starfsmaður, Hafnarfirði
7. Júlíus Þórðarson, Reykjavík 20. Skúli Barker, verkfræðingur, Álftanesi
8. Halldór Sigþórsson, bifreiðasmiður, Hafnarfirði 21. Halldór Már Kristmundsson, sölufulltrúi, Kópavogi
9. Eiður Gunnar Bjarnason, dagmaður, Hafnarfirði 22. Margrét H. Halldórsdóttir, félagsliði, Reykjvík
10. Guðlaug Gunnarsdóttir, fv.flugfreyja, Kópavogi 23. Gunnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi
11. Margrét Halla María Johnson, námsmaður, Reykjavík 24. Jósef Guðbjartsson, fisksali, Garðabæ
12. Karl Karlsson, verkamaður, Mosfellsbæ 25. Erling Smith, véltæknifræðingur, Mosfelsbæ
13. Jóhanna Björk Gunnarsdóttir, starfsmaður Kópavogsb., Kópavogi 26. Jón Númi Ástvaldsson, fv.verkamaður, Hafnarfirði

13.10.2016 Könnun í Norðausturkjördæmi

Stöð 2 birti í kvöld kjördæmakönnun fyrir Norðausturkjördæmi. Samkvæmt könnuninni verða þingmenn kjördæmisins Kristján Þór Júlíusson, Njáll Trausti Friðbertsson og Valgerður Gunnarsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir frá Framsóknarflokki, Einar Brynjólfsson og Guðrún Ágústa Þórdísardóttir fyrir Pírata, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Bjarkey er síðust inn en næstur inn er Preben Pétursson Bjartri framtíð en hann vantar tæplega 2% til að komast inn. Þá vantar Loga Má Einarsson Samfylkingu um 2,5% til að komast inn. Sjá nánar töflu hér að neðan:

Flokkar Fylgi Þings. Þingmanna röð Næstir inn vantar
A-Björt framtíð 5,9% 0 1. D-listi 25,9 A-listi 1,8
B-Framsóknarflokkur 19,7% 2 2. B-listi 19,7 S1 2,4
C-Viðreisn 4,2% 0 3. P-listi 17,5 B3 3,4
D-Sjálfstæðisflokkur 25,9% 3 4. V-listi 15,4 C1 3,5
P-Píratar 17,5% 2 5. D-listi 12,95 D4 4,9
S-Samfylking 5,3% 0 6. B-listi 9,85 P3 5,6
V-Vinstri grænir 15,4% 2 7. P-listi 8,75
Aðrir 6,2% 0 8. D-listi 8,63
Samtals 100,1% 9 9. V-listi 7,7

13.10.2016 Könnun frá Gallup

RÚV birti í kvöld skoðanakönnun frá Gallup sem gerð var 3.-12.október. Helsti munurinn frá könnun Fréttablaðsins eru Píratar mælast með 4% minna fylgi í könnun Gallup. Þá fær Viðreisn 4% meira fylgi. Aðrir eru með svipað fylgi. Af minni framboðum er Íslenska þjóðfylkingin stærst með ríflega 3% en Dögun og Flokkur fólksins mælast með um 2%.

gallup_fylgi

Þetta þýðir að Píratar mælast með 13 þingmenn í stað 16 áður og Viðreisn mælist með 8 þingenn í stað 5. Staða til stjórnarmyndunar er því lítið breytt.

gallup_menn

13.10.2016 Snorri í Betel vill í framboð fyrir Þjóðfylkinguna

Snorri Óskarsson safnar nú undirskriftum til að komast í framboð í Norð-Austur kjördæmi. Þetta kom fram í viðtali hans við útvarpsþáttinn Harmageddon um fóstureyðingar.

13.10.2016 Oddvita Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík hættir

Gústaf Adolf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum hafa dregið framboð sín til baka. Ástæðuna segja þeir vera að formaður Íslensku þjóðfylk­ing­ar­inn­ar sé full­kom­lega áhuga­laus um fram­gang hug­sjóna og stefnu flokks­ins.

12.10.2016 Staða framboðsmála 17 dögum fyrir kosningar

Framboðsfrestur fyrir alþingiskosningarnar 29. október rennur út á hádegi á föstudaginn. Flestir þeir framboðslistar sem boðaðir hafa verið eru komnir fram. Hafa þarf þó þann fyrirvara á að vitað er að ekki hafa öll framboð enn náð að safna nægilegum fjölda meðmælenda.

Sjö flokkar hafa birt lista í öllum kjördæmum. Það eru Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Húmanistaflokkurinn hefur birt lista í Reykjavíkurkjördæmi suður og mun ekki bjóða fram í öðrum kjördæmum.

  • Dögun birt 5 efstu nöfnin á listum sínum og lista í Suðvesturkjördæmi.
  • Flokkur fólksins hefur birt lista Reykjavík suður, Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Fimm efstu í Suðvesturkjördæmi og efsta mann í Reykjavík norður. Flokkurinn boðar einnig framboð í Norðvesturkjördæmi.
  • Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík norður. Hann hefur birt efstu 10 nöfnin í Reykjavík suður og hver leiðir í Suðurkjördæmi. Flokkurinn boðar einnig framboð í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
  • Alþýðufylkingin hefur birt lista í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmunum og efsta nafnið í Suðvesturkjördæmi. Alþýðufylkingin býður ekki fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi.

12.10.2016 Listar Bjartar framtíðar í Norðvestur- og Suðurkjördæmum

Listar Bjartar framtíðar í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa verið kynntir.

Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 1. Páll Valur Björnsson, alþingismaður
2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi 2. Þórunn Pétursdóttir, landgræðsluvistfræðingur
3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona 3. Lovísa Hafsteinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi 4. Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi
5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 5. Eyrún Björg Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari
6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður 6. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri
7. Elín Kristinsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi 7. Valgerður Pálsdóttir, framkvæmdastjóri
8. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 8. Ottó Marvin Gunnarsson, sölumaður og ráðgjafi
9. Haraldur Reynisson, kennari 9. Atli Mar Björnsson, ferðaþjónustubóndi
10. Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir, myndlistarmaður 10. Sigríður Eygló Gísladóttir, ljósmyndari
11. Vilborg Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 11. Lárus Ingi Magnússon, sölumaður
12. Hafþór Óskarsson, ferðamálafræðingur 12. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari
13. Ingunn Jónasdóttir, kennari 13. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir, framhaldsskólakennari
14. Guðmundur Björnsson, verkfræðingur og gæðastjóri 14. Ólöf Helga Pálsdóttir, leiðbeinandi og þjálfari
15. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður 15. Jónas Bergmann Magnússon, kennari
16. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar 16. Ólafur Þór Valdemarsson, smiður
17. Estelle Burgel, kennari
18. Sólveig Ólafsdóttir, kennari og húsmóðir
19. Helga Sigrún Harðardóttir, lögfræðingur
20. Heimir Eyvindarson, tónlistarmaður og kennari

12.10.2016 Könnun í Fréttablaðinu

Fréttablaðið birtir í dag könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna sem gerð var 10.og 11. október. Sjálfstæðisflokkurinn fær minna fylgi en í könnun Félagsvísindastofnunar sem birt var fyrir helgi og í könnun sem birt var á Stöð 2 í gærkvöldi. Píratar eru heldur sterkari. Ekki munar miklu á öðrum flokkum nema hvað að Björt framtíð er að sækja í sig veðrið samkvæmt þessum tölum. Niðurstöðurnar má sjá á myndunum hér að neðan.

frb-fylgi

Ef þingsætum er skipt eftir þessum tölum fá Sjálfstæðisflokkur og Píratar 16 sæti, Vinstri grænir 10, Framsóknarflokkur 6, Viðreisn, Samfylking og Björt framtíð 5 sæti hver flokkur.

frb-menn

Eina tveggja flokka stjórnin sem er í spilunum væri því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata sem styddist við eins manns meirihluta. Sömuleiðis gætu Sjálfstæðisflokkur eða Píratar myndað þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokki en sú stjórn myndi einnig styðjast við eins manns meirihluta. Fjögurra flokka stjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka á Alþingi gæti myndað stjórn og hefði 36 þingæti á bak við sig.

12.10.2016 Engir nýjir listabókstafir

Frestur til að sækja um listabókstaf fyrir komandi kosningar rann út á hádegi í gær. Engin ný umsókn barst. Tólf flokkar munu því bjóða fram til alþingis. Það eru A-Björt framtíð, B-Framsóknarflokkur, C-Viðreisn, D-Sjálfstæðisflokkur, E-Íslenska þjóðfylkingin, F-Flokkur fólksins, H-Húmanistaflokkurinn, P-Píratar, R-Alþýðufylkingin, S-Samfylkingin, T-Dögun og V-Vinstrihreyfingin grænt framboð. Framboðsfrestur rennur út á hádegi n.k. föstudag.

11.10.2016 Skoðanakönnun á Stöð 2

Stöð 2 birti skoðanakönnun á fylgi flokkanna á landsvísu en könnunin var gerð 26.september.-10.október og fyrir Norðvesturkjördæmi í kjördæmaþætti stöðvarinnar fyrir Norðvesturkjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi skiptist fylgið þannig:

  • Björt framtíð 2,6%
  • Framsóknarflokkur 23,8% – 2 þingsæti – Gunnar Bragi Sveinsson og Elsa Lára Arnardóttir
  • Viðreisn 1,5%
  • Sjálfstæðisflokkur 25,0% – 2 þingsæti – Haraldur Benediktsson og Þórdís Reykfjörð
  • Píratar 17,2% – 1 þingsæti – Eva Pandóra Baldursdóttir
  • Samfylking 9,0% – 1 þingsæti – Guðjón Brjánsson
  • Vinstri grænir 15,3% – 1 þingsæti – Lilja Rafney Magnúsdóttir

Guðjón Brjánsson Samfylkingu er síðastur inn samkvæmt þessari könnun með 9%.  Pírata vantar innan við 1% til að fella Guðjón og koma sínum öðrum manni, Gunnari Guðmundssyni að. Sjálfstæðisflokkninn vantar 2% til að fella Guðjón og koma Teiti Birni Einarssyni að.

Á myndinni hér að neðan er fylgi flokkanna á landsvísu í samanburði við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. október sl.

stod2fylgi

Báðar kannanirnar mæla Sjálfstæðisflokkinn áberandi stærstan með 26-28% fylgi og Pírata næst stærsta með um 20%. Þá mæla báðir aðilar Framsóknarflokkinn með um 10-11% fylgi og Samfylkinguna með 6,5%-7,5%. Nokkur munur er á fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboð sem mældist með 16,5% hjá Félagsvísindastofnun en með 14% í könnun Stöðvar 2. Mestur munur er hins vegar á fylgi Viðreisnar sem mældist með 11,7% hjá Félagsvísindastofnun en aðeins 7,3% hjá Stöð 2. Mestu skiptir munur á fylgi Bjartrar framtíðar sem mældist með 4% hjá Félagsvísindastofnun en 5,6% hjá Stöð 2 sem þýðir að flokkurinn fengi þingsæti þó hann næði engum kjördæmakjörnum manni. Skipting þingsæta yrði þá þannig:

stod2menn

11.10.2016 Frestur til að skrá listabókstaf rennur út á hádegi

Flokkar eða stjórnmálasamtök sem ekki hafa skráðan listabókstaf en hyggjast bjóða fram í alþingiskosningunum 29. október þurfa að skila inn gögnum til innanríkisráðuneytisins ekki seinna en á hádegi í dag. Aðeins er vitað um ein stjórnmálasamtök, Lýðræðisflokkinn sem stofnaður var í síðustu viku, sem hafa lýst yfir framboði en hefur ekki verið úthlutað listabókstaf.

Þeir flokkar sem ætla að bjóða fram og eru með listabókstaf eru: A-listi Bjartar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, E-listi Íslensku þjóðfylkingarinnar, F-Flokks fólksins, H-listi Húmanistaflokksins, P-listi Pírata, R-listi Alþýðufylkingarinnar, S-listi Samfylkingarinnar, T-listi Dögunar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

10.10.2016 Listi Þjóðfylkingarinnar í Reykjavík norður

Íslenska þjóðfylkingin hefur birt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

1. Gústaf Níelsson sagnfræðingur, Reykjavík 12. Hanna Björg Guðjónsdóttir vaktstjóri, Reykjavík
2. Inga Guðrún Halldórsdóttir félagsliði, Reykjavík 13. Arnór Valdimarsson flugvirki, Reykjavík
3. Svanhvít Brynja Tómasdóttir öryrki, Reykjavík 14. Hilmar Sigurðsson málarameistari, Reykjavík
4. Marteinn Unnar Heiðarsson bifreiðastjóri, Reykjavík 15. Árni Thoroddsen kerfishönnuður, Reykjavík
5. Ágúst Örn Gíslason ráðgjafi, Reykjavík 16. Kári Þór Samúelsson stjórnmálafræðingur, Reykavík
6. Hanna Björg Guðjónsdóttir vaktstjóri, Reykjavík 17. Guðmunda Guðrún Vilhjálmsdóttir sjúkraliði, Kópavogi
7. Magnús Sigmundsson rafiðnfræðingur, Reykjavík 18. Elena Skorobogatova íþróttakennari, Reykjavík
8. Cirila Rós Jamora snyrtifræðingur, Reykjavík 19. Magnea Grímsdóttir, eldri borgari, Reykjavík
9. Kristinn Snæland, eldri borgari, Reykjavík 20. Andri Þór Guðlaugson verslunarmaður, Reykjavík
10. Guðmundur Jónas Kristjánsson bókari, Reykjavík 21. Benedikt Heiðdal öryrki, Reykjavik
11. Unnar Haraldsson trésmiður, Reykjavík 22. Marta Bergmann, fv. félagsmálastjóri, Garðabæ

10.10.2016 Framfaraflokkurinn býður ekki fram

Á Vísi.is í dag kemur fram að Framfaraflokkurinn muni ekki bjóða fram við alþingiskosningarnar þann 29. október eins og boðað hafði verið. Flokkurinn var stofnaður fyrstu helgina í október og í samtali við Vísi.is segir Þormar Jónsson, forsvarsmaður flokksins, að það sé búið að slá framboð af þar sem að tímunn hafi hlaupið fra þeim og það væri ekki raunhæft að framboð næðist í tæka tíð. Flokknum hafði verið úthlutað listabókstafnum N.

9.10.2016 Listi Bjartar framtíðar í Reykjavík norður

Framboðslisti Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður var birtur í dag. Þetta er fjórði fullbúni listi flokksins en Björt framtíð hefur aðeins birt sex efstu sætin í Suður- og Norðvesturkjördæmi. Listinn í Reykjavíkurkjördæmi norður er þannig:

1. Björt Ólafsdóttir, alþingismaður 12. Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur
2. Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur  og dósent 13. Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur
3. Starri Reynisson, laganemi 14. Sigurður Eggertsson, gleðigjafi, kennari og fv. handboltahetja
4. Sunna Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur 15. Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP
5. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri , leikari og leiklistarkennari 16. Páll Hjaltason, arkitekt
6. Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðastjóri CCP 17. Hulda Proppé, mannfræðingur
7. Akeem Cujo, framkvæmdastjóri 18. Finnbjörn Benónýsson, stjórnmálafræðingur og tónlistarmaður
8. Diljá Ámundadóttir, framkvæmdastjóri 19. Sigurbjörg Birgisdóttir, verkefnastjóri
9. Kristinn Þorri Þrastarson, tölvunarfræðinemi 20. Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri Barnamenningar í Reykjavík
10. Gestur Guðjónsson, umhverfisverkfræðingur 21. Gígja Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur
11. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona og framleiðandi 22. Einar Örn Benediktsson, tónlistarmaður

7.10.2016 Magnús Þór leiðir Flokk fólksins í Reykjavík norður

Magnús Þór Hafsteinsson fv.alþingismaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi greindi frá því í dag að muni leiða lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

7.10.2016 Listi Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Listi Flokks fólksins er kominn fram í Norðausturkjördæmi. Áður hafði flokkurinn birt lista í Suðurkjördæmi og í Reykjavíkurkjördæmi suður auk fimm efstu nafnanna í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn boðar einnig framboð í Norðvesturkjördæmi og í Reykjavíkurkjördæmi norður. En listinn er sem hér segir:

1. Sigurveig Bergsteinsdóttir, fv.form.Mæðrastyrksnefndar Ak., Akureyri 11. Þorleifur Albert Reymarsson, stýrimaður, Dalvík
2. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir, Egilsstöðum 12. Diljá Helgadóttir, líftæknifræðingur, Ólafsfirði
3. Gunnar Björgvin Arason, verslunarmaður, Akureyri 13. Fannar Ingi Gunnarsson, aðstoðarmaður í mötuneyti, Akureyri
4. Hjördís Sverrisdóttir, heilsunuddari,  Einarsstöðum 3, Þingeyjarsveit 14. Ólína Margrét Sigurjónsdóttir, atvinnubílstjóri, Raufarhöfn
5. María Óskarsdóttir, form.Sjálfsbjargar á Húsavík, Húsavík 15. Örn Byström Jóhannsson, múrarameistari, Einarsstöðum 3, Þingeyjarsveit
6. Kristín Þórarinsdóttir, lektor og hjúkrunarfræðingur, Akureyri 16. Guðríður Steindórsdóttir, kennari, þýðandi og prófarkalesari, Akureyri
7. Sigríður María Bragadóttir, atvinnubílstjóri,  Akureyri 17. Guðrún Þórisdóttir, fjöllistakona, Ólafsfirði
8. Elín Anna Hermannsdóttir, Neskaupsstað 18. Pétur Einarsson, fv. Flugumferðarstjóri,  Selá, Dalvíkurbyggð
9. Pétur S Sigurðsson, sjómaður, Akureyri 19. Ólöf Lóa Jónsdóttir, heldri borgari, Akureyri
10. Svava Jónsdóttir, snyrtifræðingur og sjúkraliði, Ólafsfirði 20. Ástvaldur Einar Steinsson, fv. sjómaður, Ólafsfirði

7.10.2016 Listi Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík suður

Alþýðufylkingin hefur birt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Um er að ræða þriðja listann af fjórum en áður hafði flokkurinn birt lista í Norðausturkjördæmi og í Reykjavíkurkjördæmi norður. Boðað er að listinn í Suðvesturkjördæmi verði birtur um helgina. Listinn er þannig:

1. Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður
2. Tamila Gámez Garcell, kennari
3. Uldarico Jr. Castillo de Luna, hjúkrunarfræðingur
4. Einar Ólafur Þorleifsson, náttúrufræðingur
5. Unnur María Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur
6. Guðmundur Sighvatsson, byggingafræðingur
7. Haukur Ísleifsson, stuðningsfulltrúi
8. Skúli Jón Unnarson Kristinsson, nemi
9. Ágúst Óskarsson, heimspekingur
10. Gyða Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
11. Einar Andrésson, stuðningsfulltrúi
12. Maricris Castillo de Luna, grunnskólakennari
13. Guðmundur Snorrason, tæknifræðingur
14. Kristján Jónasson, stærðfræðingur
15. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, leikkona
16. Arnfríður Ragna Mýrdal, heimspekingur
17. Anna Valvesdóttir, verkakona
18. Einar Viðar Guðmundsson, nemi
19. Regína María Guðmundsdóttir, afgreiðslumaður
20. Sigurjón Einar Harðarson, verkamaður
21. Emilía Rós Ríkharðsdóttir, efnafræðingur
22. Halldóra V Gunnlaugsdóttir, listakona

7.10.2016 Könnun frá Félagsvísindastofnun

Morgunblaðið birtir í dag niðurstöðu úr könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi þeirra flokka sem að bjóða fram í alþingiskosningunum 29. október n.k. Um er að ræða tiltölulega stóra könnun og ætti því marktækni hennar að vera nokkur. Skipting fylgis á milli flokkanna er sem hér segir:

felvis20161007

Skipting þingmanna yrði þá þessi skv.útreikningum ritstjóra vefsins:

felvis20161007th

*Ath. Morgunblaðið reiknar með að Píratar fái 15 þingmenn skv.þessari könnun og Framsóknarflokkurinn 6. Morgunblaðið skiptir þingmönnum niður á kjördæmi og þá lítur myndin svona út. Hafa þarf í huga að ekki er gerður greinarmunur á uppbótarþingmönnum og kjördæmakjörnum þingmönnum.

R-S R-N SV NV NA SU Alls
D 3 3 4 3 2 3 18
P 2 3 4 2 2 2 15
V 3 2 2 1 2 2 12
C 2 2 1 1 1 1 8
B 1 1 1 1 2 6
S 1 1 2 4
Alls 11 11 13 8 10 10 63

Ríkisstjórnin fengi samkvæmt þessu 25 þingsæti og nyti ekki lengur meirihlutastuðnings. Núverandi minnihluti á Alþingi myndi hins vegar ekki heldur getað myndað ríkisstjórn en samanlagður þingstyrkur Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar eru 30 þingsæti. Eina tveggja flokka stjórnin sem yrði möguleg væri samstjórn Sjálfstæðisflokks og Pírata en hún myndi styðjast við eins manns meirihluta. Sjálfstæðisflokkur gæti myndað þriggja flokka stjórn í öllum mögulegum myndum nema með Samfylkingunni vegna þess hve lágt hún mælist. Píratar gætu hins vegar ekki myndað þriggja flokka stjórn nema með stuðningi Vinstri grænna og þá annað hvort með Viðreisn eða Framsóknarflokki. Tekið skal fram að þessar pælingar um stjórnarmynstur byggja eingöngu á þeim möguleikum sem að fjöldi þingmanns samkvæmt þessari könnun gefa en ekki hvort að ákveðin ríkisstjórnarmynstur eru líkleg út frá öðrum forsendum.

6.10.2016 Listi Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi

Listi Bjartar framtíðar í Suðvesturkjördæmi hefur verið lagður fram.

1.Óttarr Proppé alþingmaður 14.Halldór Hlöðversson, forstöðumaður félagsmiðstöðvar
2.Theodóra S. Þorsteinsdóttir lögfræðingur og formaður bæjarráðs í Kópavogi 15.Andrés Pétursson, ráðgjafi og formaður Evrópusamtakanna
3.Karólína Helga Símonardóttir mannfræðingur og verkefnastjóri 16.Sól Elíasdóttir, nemi
4.Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Garðabæ 17.Ragnhildur Konráðsdóttir, ráðgjafi í upplýsingatækni
5. Helga Björg Arnardóttir tónlistarkennari 18.Viðar Helgason, fjallaleiðsögumaður
6. Guðrún Alda Harðardóttir leikskóla- og háskólakennari. 19.Einar Birkir Einarsson, bæjarfulltrúi
7. Ragnhildur Reynisdóttir, markaðsstjóri 20.Oddrún Lilja Birgisdóttir, vinnuverndarsérfræðingur
8. Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri 21.Helga Bragadóttir, dósent í hjúkrunarfræði
9. Agnar H. Johnson, framkvæmdastjóri 22.Jón Valdemarsson, kerfisstjóri
10.Guðrún Elín Herbertsdóttir, viðskiptafræðingur 23.Erling Jóhannesson, listamaður
11.Hlini Melsteð, kerfisstjóri 24.Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi
12.Borghildur Sturludóttir, arkitekt 25.Ólafur Jóhann Proppé, fv.rektor Kennaraháskólans
13.Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur 26.Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði

6.10.2016 Fylgi flokka miðað við skoðanakannanir

Nú þegar að framboðsmál flokkanna eru á síðustu metrunum er ekki úr vegi að velta fyrir sér hver samsetning þingsins gæti orðið miðað við þær skoðanakannanir sem hafa verið birtar að undanförnu. Þær kannanir sem teknar eru til skoðunar eru könnun MMR sem birtist 26. september, Gallup sem gerð var seinnipartinn í september og könnun Fréttablaðsins sem gerð var 3.-4. október. Sjá töflu.

Flokkur MMR 26.9. Gallup 15.-30.9 Fbl. 3.-4. okt
Sjálfstæðisflokkur 20,6% 23,7% 25,9%
Píratar 21,6% 20,6% 19,2%
Vinstri grænir 11,5% 15,6% 12,6%
Viðreisn 12,3% 13,4% 6,9%
Framsóknarflokkur 12,2% 8,2% 11,4%
Samfylking 9,3% 8,5% 8,8%
Björt framtíð 4,9% 4,7% 6,9%
Ísl.Þjóðfylking 2,3% 3,0% 2,0%
Alþýðufylkingin 2,2%
Dögun 2,1% 1,0%
Flokkur fólksins
Húmanistaflokkur
Annað 3,2% 1,3% 4,1%

 Samkvæmt þessu munu Píratar vinna stórsigur, Viðreisn ná inn þingmönnum, Vinstri grænir bæta við sig. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar tapa a.m.k. helming þingsæta sinna. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking nokkrum þingsætum og Björt framtíð væri á mörkunum (5%) að ná inn þingmönnum. Hin fimm framboðin eru allnokkuð frá því að ná þingsætum. Íslenska Þjóðfylkingin mælist með 2-3%, Alþýðufylkingin og Dögun hafa mest mælst með ríflega 2%, Flokkur fólksins og Húmanistaflokkurinn hafa mælst með innan við 1%. Skipting þingmanna yrði þannig samkvæmt þessum könnunum:

 Flokkur Þingsæti Kosn.2013 Breyting
Sjálfstæðisflokkur 15-18 19 tapa 1-4 sæti
Píratar 13-16 3 vinna 10-13 sæti
Vinstri grænir 8-11 7 vinna 1-4 sæti
Viðreisn 5-9  nýtt framboð vinna 5-9 sæti
Framsóknarflokkur 5-9 19 tapa 10-14 sætum
Samfylking 6 9 tapa 3 sætum
Björt framtíð 0-4 6 tapa 2-6 sætum

Ef þessar skoðanakannanir ganga og sjö þingflokkar setjast á þing eftir kosningar gæti orðið erfitt að mynda ríkisstjórn. Tæplega verður um tveggja flokka ríkisstjórn að ræða þar sem að tveir stærstu flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Píratar, eru ýmis ekki með meirihluta eða ákaflega tæpan. Einnig er óvíst hvort að hægt verður að mynda þriggja flokka stjórn að því gefnu að yfirlýsingar Pírata um að þeir vilji ekki vinna með Sjálfstæðisflokki haldi. En ef menn segja að vika sé langur tími í pólitík, hvað eru þá þrjár vikur. Margt getur því breyst á þeim tíma sem eftir er til kosninga.

6.10.2016 Þrjár vikur til kosninga – staða framboðsmála

Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Viðreisn hafa birt lista í öllum kjördæmum. Píratar, Björt framtíð og Dögun segjast hafa mannað lista í öllum kjördæmum en þeir hafa ekki allir verið birtir í heild sinni. Tíminn sem framboð hafa til að klára framboðslista og til að safna meðmælendum styttist en skila á framboðum eigi síðar en 14. október og er því ríflega vika til stefnu. Staða framboðsmála annarra flokka þegar að ríflega þrjár vikur eru til kosninga er þannig:

  • Flokkur fólksins hefur birt lista í Reykjavík suður og Suðurkjördæmi auk fimm efstu nafnanna í Suðvesturkjördæmi og boðar að birta lista í öllum kjördæmum um helgina.
  • Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi, tíu efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og hver leiðir listann í Suðurkjördæmi. Flokkurinn stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum en tilstendur að birta lista í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðurkjördæmi um helgina.
  • Alþýðufylkingin hefur birt lista í Norðausturkjördæmi og Reykjavík norður og tilkynnt um efstu menn í Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn býður ekki fram í Suðurkjördæmi eða Norðvesturkjördæmi.
  • Húmanistaflokkurinn hefur birt lista í Reykjavík suður og mun ekki bjóða fram í öðrum kjördæmum.
  • Framfaraflokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstaf en ekki birt neina lista.

Fréttin var uppfærð eftir frétt á Ruv.is.

4.10.2016 Boðað til stofnfundar Lýðræðisflokksins

Í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag er boðað til stofnfundar Lýðræðisflokksins, stjórnmálahreyfingar um siðvæddan markaðsbúskap. Stofnfundurinn verður haldinn í Haukahúsinu að Ásvöllum n.k. fimmtudagskvöld. Fram kemur að flokkurinn stefnir á framboð í öllum kjördæmum. Flokkurinn boðar lýðræði stað olbogastjórnmála og hrossakaupa, bætt fjármálakerfi, vill verja auðlindir þjóðarinnar, segjast ekki vera Evrópuflokkur og vilja ná sátt um heilbrigðiskerfið. Eins og fram hefur komið rennur framboðsfrestur út annan föstudag og frestur til að sækja um listabókstaf rennur á þriðjudaginn eftir viku og ætli flokkurinn að bjóða fram þurfa aðstandendur hans, sem ekki kemur fram hverjir eru, að hafa hraðar hendur.

4.10.2016 Mörk Reykjavíkurkjördæmanna óbreytt

Landskjörstjórn hefur auglýst að mörk Reykjavíkurkjördæmis norður og Reykjavíkurkjördæmis suður skuli vera óbreytt frá síðustu alþingiskosningum.

3.10.2016 Listi Flokks fólksins í Suðurkjördæmi

Flokkur fólksins hefur birt framboðslista sinn í Suðurkjördæmi. Hann er sem hér segir:

1. Halldór Gunnarsson, fyrrverandi sóknarprestur
2. Heiða Rós Hauksdóttir, öryrki
3. Aðalheiður Ásdís Þórudóttir, starfsmaður í farþegaafgreiðslu hjá IGS
4. Margrét Tryggvadóttir, kennari
5. Margrét Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri
6. Sigurgeir Jónsson, eldri borgari
7. Jósefína Friðriksdóttir, kennari
8. Ólafur Ragnarsson, eldri borgari
9. Snjólaug Ásta Hauksdóttir, leiðbeinandi
10. Reynir Sigursteinsson, fyrrverandi bóndi
11. Linda Björk Halldórsdóttir, fyrrverandi verslunarmaður
12. Ómar Baldursson, bílstjóri
13. Helga Hansdóttir, eldri borgari
14. Sveinbjörn Benediktsson, fyrrverandi bóndi
15. Málfríður Jónsdóttir, verkakona
16. Jóhanna Elín Líndal Christensen, ræstitæknir
17. Helgi Ingvarsson, fyrrverandi landpóstur
18. Bára Sólmundardóttir, eldri borgari
19. Júlíus P. Guðjónsson, fyrrverandi stórkaupmaður
20. Ásberg Lárentsínusson, formaður FEB í Ölfusi

3.10.2016 Guðmundur Þorleifsson leiðir Þjóðfylkinguna í Suðurkjördæmi

Guðmundur Þorleifsson kemur til með að leiða E-lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram á facebook-síðu Jóns Vals Jenssonar frambjóðanda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

3.10.2016 Listi Bjartrar framtíðar í Reykjavík suður

Fullur framboðslisti Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið birtur en áður hafði flokkurinn tilkynnt um sex efstu sætin. Listinn í heild er þannig skipaður:

1. Nichole Leigh Mosty, leikskólastjóri 12. Reynir Þór Eggertsson, framhaldsskólakennari
2. Eva Einarsdóttir, varaborgarfulltrúi og varaformaður ÍTR 13. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri
3. Unnsteinn Jóhannsson, upplýsinga- og samskiptafulltrúi 14. Hallveig Hörn Þorbjargardóttir, stuðningsfulltrúi og nemi
4. Friðrik Rafnsson, bókmenntaþýðandi 15. Katrin María Lehman, markaðsfræðingur
5. Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, lögreglukona 16. Axel Viðarsson, verkfræðingur
6. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður mannréttindaskrif.Rvk. 17. Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt í markaðsfræði
7. Guðrún Eiríksdóttir, ferðaráðgjafi 18. Berglind Hermannsdóttir, lögfræðingur
8. Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona 19. Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri
9. S. Björn Blöndal, tónlistarmaður og formaður borgarráðs 20. Baldvin Ósmann, tæknimaður
10. Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og varaborgarfulltrúi 21. Svanborg Sigurðardóttir, bóksali
11. Hrefna Guðmundsdóttir, MA í félagssálfræði 22. Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri

3.10.2016 Framboðsfresur er til 14. október

Á kosningavef innanríkisráðuneytisin er að finna ýmsa gagnlegar upplýsingar varðandi komandi alþingiskosningar. Þar á meðal lykildagsetningar. Næstu lykildagsetningar eru:

  • 11. október – frestur nýrra framboða til að leggja fram ósk um listabókstaf rennur út.
  • 14. október – Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi.

3.10.2016 Gunnar Kr. af lista Framsóknar

Gunnar Kristinn Þórðarson sem tekið hafði 5. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður ætlar að afþakka sætið í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra var kjörinn formaður Framsóknarflokksins í stað Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar. Hann greinir frá þessu á facebookarsíðu sinni.

30.9.2016 Staða framboðsmála þegar fjórar vikur eru til kosninga

Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Viðreisn hafa birt lista í öllum kjördæmum. Staða framboðsmála annarra flokka þegar að fjórar vikur eru til kosninga er þannig:

  • Píratar hafa birt lista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
  • Björt framtíð hefur birt lista í Norðausturkjördæmi og sex efstu sætin í öðrum kjördæmum.
  • Dögun hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og fimm efstu sætin í öðrum kjördæmum.
  • Alþýðufylkingin hefur birt lista í Norðausturkjördæmi og Reykjavík norður og tilkynnt um efstu menn í Reykjavík suður og Suðvesturkjördæmi.
  • Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og tíu efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
  • Flokkur fólksins hefur birt lista í Reykjavík suður og fimm efstu nöfnin í Suðvesturkjördæmi.
  • Húmanistaflokkurinn hefur birt lista í Reykjavík suður.
  • Framfaraflokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstaf en flokkurinn verður stofnaður um helgina.

30.9.2016 Listi Bjartrar framtíðar í Norðaustur

Framboðslisti Bjartrar framtíðar hefur verið birtur. Hann er þannig:

1.Preben Pétursson mjólkurtæknifræðingur og varaþingmaður 11. Þórður S. Björnsson, bóndi
2.Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur 12. Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur
3.Arngrímur Viðar Ásgeirsson íþróttakennari og hótelstjóri 13. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA
4.Haukur Logi Jóhannsson verkefnastjóri 14. Guðrún Karitas Garðarsdóttir, viðskiptafræðingur
5.Jónas Björgvin Sigurbergsson nemi og íþróttamaður 15. Eva Dögg Fjölnisdóttir, hárgreiðslumeistari
6.Margrét Kristín Helgadóttir stjórnsýslufræðingur og lögfræðingur. 16. Rakel Guðmundsdóttir, nemi
7. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi 17. Dagur Skírnir Óðinsson, félagsfræðingur
8. Sigurjón Jónasson, flugumferðarstjóri 18. Steinunn Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur
9. Stefán Már Guðmundsson, kennari 19. Hólmgeir Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri Akureyri
10. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur 20. Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður

30.9.2016 Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur

Sjálfstæðisflokkurinn hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi. Um er að ræða sjötta og síðasta lista flokksins fyrir komandi kosningar. Helstu breytingar frá prófkjöri er að Bryndís Haraldsdóttir sem varð í 5.sæti er færð upp í annað sætið sem þýðir að þeir Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Bjarnason færast niður um eitt sæti. Listinn er þannig:

1. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Garðabæ 14. Unnur Lára Bryde, flugfreyja og bæjarfulltrúi, Hafnarfirði
2. Bryndís Haraldsdóttir, formaður bæjarráðs, Mosfellsbæ 15. Guðmundur Gísli Geirdal, sjómaður, Kópavogi
3. Jón Gunnarsson, alþingismaður, Kópavogi 16. Þorgerður Anna Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri, Garðabæ
4. Óli Björn Kárason, ritstjóri, Seltjarnarnesi 17. Bergur Þorri Benjamínsson, viðskiptafræðingur, Hafnarfirði
5. Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður, Garðabæ 18. Maríanna Hugrún Helgadóttir, form, Félags ísl. Náttúrufr. Kjós
6. Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfltr. og varaþingmaður, Kópavogi 19. Hilmar Jökull Stefánsson, menntaskólanemi, Kópavogi
7. Vilhjálmur Bjarnason, form.Hagsmunasamtaka heimilanna, Mosfellsbæ 20. Þórhildur Gunnarsdóttir, verkfræðinemi, Garðabæ
8. Kristín Thoroddsen, flugfreyja og ferðamálafræðingur, Hafnarfirði 21. Kristján Jónas Svavarsson, stálvirkjasmíðameistari, Hafnarfirði
9. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, háskólanemi, Hafnarfirði 22. Sveinn Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ
10. Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, laganemi og framkvæmdastjóri, Kópavogi 23. Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir, lögfræðingur, Seltjarnarnesi
11. Hrefna Kristmannsdóttir, jarðefnafr.og prófessor emer., Seltjarnarnesi 24. Ásgeir Einarsson, stjórnmálafræðingur, Hafnarfirði
12. Davíð Þór Viðarsson, viðskiptafræðingur, Hafnarfirði 25. Erling Ásgeirsson, fv. formaður bæjarráðs, Garðabæ
13. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, kennari, Mosfellsbæ 26. Erna Nielsen, fv. forseti bæjarstjórnar, Kópavogi

30.9.2016 Þorvaldur Þorvaldsson leiðir Alþýðufylkinguna í Reykjavík suður

Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og formaður Alþýðufylkingarinnar mun leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þetta kemur fram á heimasíðu flokksins.

29.9.2016 Efstu sæti Þjóðfylkingarinnar í Reykjavík

Íslenska þjóðfylkingin hefur birt 10 efstu sætin á listum sínum í Reykjavíkurkjördæmunum. Þau eru þannig skipuð:

Reykjavík norður Reykjavík suður
1. Gústaf Níelsson sagnfræðingur, Reykjavík 1. Gunnlaugur Ingvarsson bifreiðastjóri, Reykjavík
2. Inga Guðrún Halldórsdóttir félagsliði, Reykjavík 2. Arndís Ósk Hauksdóttir prestur, Reykjavík
3. Svanhvít Brynja Tómasdóttir öryrki, Reykjavík 3. Jón Valur Jensson guðfræðingur, Reykjavík
4. Marteinn Unnar Heiðarsson bifreiðastjóri, Reykjavík 4. Ægir Óskar Hallgrímsson bifreiðastjóri, Reykjavík
5. Ágúst Örn Gíslason ráðgjafi, Reykjavík 5. Höskuldur Geir Erlingsson húsasmiður, Reykjavík
6. Hanna Björg Guðjónsdóttir vaktstjóri, Reykjavík 6. Ásdís Höskuldsdóttir námsmaður, Reykjavík
7. Magnús Sigmundsson rafiðnfræðingur, Reykjavík 7. Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir verkakona, Reykjavík
8. Cirila Rós Jamora snyrtifræðingur, Reykjavík 8. Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir klæðskeri, Reykjavík
9. Kristinn Snæland, eldri borgari, Reykjavík 9. Sigurður Hólm Guðmundsson, eldri borgari, Reykjavík
10. Guðmundur Jónas Kristjánsson bókari, Reykjavík 10. Loftur Altice Þorsteinsson verkfræðingur, Reykjavík

29.9.2016 Efstu sæti Flokks fólksins í Suðvestur

Fimm efstu sætin á lista Flokks fólksins í Suðvestur skipa:

1. Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður Bótar
2. Grétar Pétur Geirsson, formaður Sjálfsbjargar
3. Margrét Halla María Johnson námsmaður
4. Erla Magnúsdóttir, fv.verslunarmaður
5. Sigurður Haraldsson verktaki

29.9.2016 Efstu sæti Dögunar í Norðaustur og Norðvestur

Dögun hefur birt efstu sætin á framboðslistum sínum í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum. Þau eru þannig skipuð:

Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi
1.Sigurjón Þórðarson, fv.alþingismaður 1. Sigurður Eiríksson, ráðgjafi
2. Pálmey Gísladóttir, lyfjatæknir 2. Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, ferðamálafræðingur
3. Þórður Alexander Júlíusson, nemi 3. Erling Ingvason, tannlæknir
4. Pétur Guðmundsson, æðarbóndi 4. Guðríður Traustadóttir
5. Guðjón Arnar Kristjánsson, fv.alþingismaður 5. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri
6. Karolína Hulda Guðmundsdóttir, skógarbóndi

29.9.2016 Listi VG í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var samþykktur í kvöld. Um var að ræða sjötta og síðasta lista flokksins. Hann er þannig skipaður:

1. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri
2. Bjarni Jónsson, Skagafirði
3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Ytra-Hóli, Blöndósi
4. Rúnar Gíslason, Borgarnesi
5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Reykholtsdal, Borgarbyggð
6. Reynir Eyvindsson, Akranesi.
7. Hjördís Pálsdóttir, Stykkishólmi
8. Þröstur Ólafsson, Akranesi
9. Berghildur Pálmadóttir, Grundarfirði
10. Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal, Dalabyggð
11. Bjarki Hjörleifsson Stykkishólmi
12. Dagrún Ósk Jónsdóttir, Kirkjubóli 1. Strandabyggð,
13. Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði
14. Lárus Ástmar Hannesson, Stykkishólmi
15. Guðný Hildur Magnúsdóttir, Bolungarvík
16. Guðbrandur Brynjúlfsson, Brúarlandi 2, Borgarbyggð

29.9.2016 Listi Viðreisnar í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi hefur verið samþykktur en flokkurinn hefur nú birt lista í öllum kjördæmum. Listinn er þannig:

1.    Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Reykjavík
2.    Hildur Betty Kristjánsdóttir, deildarstjóri, Akureyri
3.    Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Egilsstöðum
4.    Ester Sigurásta Sigurðardóttir, verkefnastjóri, Vopnafirði
5.    Hjalti Jónsson, sálfræðingur og tónlistarmaður, Akureyri
6.    Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri, Reyðarfirði
7.    Kristófer Alex Guðmundsson, sala og markaður, Akureyri
8.    Sigríður Ásta Hauksdóttir, fjölskylduráðgjafi, Akureyri
9.    Halldór Sævar Guðbergsson, fagstjóri og íþróttakennari, Akureyri
10.    Hrefna Zoega, Norðfirði
11.    Friðrik Sigurðsson, fv. forseti sveitarstjórnar Norðurþings, Akureyri
12.    Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Akureyri
13.    Steingrímur Karlsson, kvikmyndagerðarmaður og ferðaþjónustufrumkvöðull, Reyðarfirði
14.    Una Dögg Guðmundsdóttir, kennari, Siglufirði
15.    Ingvar Gíslason, háskólanemi, Reykjavík
16.    Anna Svava Traustadóttir, verslunarstjóri, Akureyri
17.    Valtýr Hreiðarsson, ferðaþjónustubóndi, Svalbarðsströnd
18.    Sinniva Lind T. Gjerde, skólaliði, Akureyri
19.    Páll Baldursson, sagnfræðingur og fv. sveitarstjóri á Breiðdalsvík, Egilsstöðum
20.    Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði

27.9.2016 Listi VG í Suðvesturkjördæmi

Vinstrihreyfingin grænt framboð birti lista sinn í Suðvesturkjördæmi í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Reykjavík 14.Ólafur Arason, Garðabæ
2. Ólafur Þór Gunnarsson, Kópavogi 15.Ragnheiður Gestsdóttir, Hafnarfirði
3. Una Hildardóttir, Mosfellsbæ 16.Árni Stefán Jónsson, Hafnarfirði
4. Sigursteinn Róbert Másson, Kópavogi 17.Bryndís Brynjarsdóttir, Mosfellsbæ
5. Valgerður B. Fjölnisdóttir, Hafnarfirði 18.Sigurbjörn Hjaltason, Kjósarhreppi
6. Ingvar Arnarson, Garðabæ 19.Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir, Garðabæ
7. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, Hafnarfirði 20.Kristbjörn Gunnarsson, Hafnarfirði
8. Amid Derayat, Kópavogi 21.Þóra Elfa Björnsdóttir, Kópavogi
9. Guðbjörg Sveinsdóttir, Kópavogi 22.Magnús Jóel Jónsson, Hafnarfirði
10.Kristján Ketill Stefánsson, Kópavogi 23.Anna Björnsson, Garðabæ
11.Snæfríður Sól Thomasdóttir, Seltjarnarnesi 24.Fjölnir Sæmundsson, Hafnarfirði
12.Grímur Hákonarson, Reykjavík 25.Þuríður Backman, fv.alþingismaður, Kópavogi
13.Kristín Helga Gunnarsdóttir, Garðabæ 26.Ögmundur Jónasson, alþingismaður, Reykjavík

26.9.2016 Framfaraflokkurinn boðar framboð

Innanríkisráðuneytið úthlutaði Framfaraflokknum, sem er nýr stjórnmálaflokkur, listabókstafnum N síðastliðinn fimmtudag. Í viðtali við mbl.is segir Þormar Jónsson, sem er forsvari fyrir flokkinn, að stofnfundur flokksins verði haldinn um helgina og flokkurinn stefni á framboð í öllum kjördæmum. Jafnframt segir hann flokkinn jarðbundinn og lausnamiðaðann en vill hvorki staðsetja hann til hægri eða vinstri.

25.9.2016 Úrslit í forvali VG í Norðvestur

Úrslit liggja fyrir í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi.

  1. Lilja Rafney Magnúsdóttir 328 atkvæði í 1.sæti – 41,7%. (Bjarni Jónsson 307)
  2. Bjarni Jónsson 359 atkvæði í 2.sæti – 45,6%. (Lárus Hannesson 286)
  3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir 359 atkvæði í 3.sæti – 45,6%. (Lárus Hannesson 343)
  4. Lárus Á. Hannesson 403 atkvæði í 4.sæti – 51,2%. (Rúnar Gíslason 361 og Þóra Bjartmarsdóttir 347)
  5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir 478 atkvæði í 5.sæti – 60,7%. (Rúnar Gíslason 419)
  6. Rúnar Gíslason 464 atkvæði í 6.sæti – 59,0%
  7. Reynir Eyvindarson 429 atkvæði í 6.sæti – 54,5%
  8. – 9. sæti Berghildur Pálmadóttir og Hjördís Pálsdóttir báðar með 382 atkvæði í 6.sæti – 48,5% 10.sæti Ingi Hans Jónsson 276 atkvæði í 6.sæti og 11.sæti Bjarki Hjörleifsson með 174 atkvæði í 6.sæti.

25.9.2016 Staða framboðsmála

Staða framboðsmála er óðum að skýrast þegar að tæpar fimm vikur eru til kosninga. Tólf framboð hafa birt framboðslista í a.m.k. einu kjördæmi og á þessari stundu er ekki vitað til að fleiri flokkar eða samtök undirbúi framboð. Staða framboðsmála einstakra framboða er eftirfarandi:
Framsóknarflokkur og Samfylking hafa birt framboðslista í öllum kjördæmum.
Sjálfstæðisflokkur hefur birt framboðslista í öllum kjördæmum nema Suðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
Píratar hafa birt framboðslista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
Viðreisn hefur birt framboðslita í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi þar sem aðeins efsta sæti hefur verið tilkynnt.
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur birt framboðslista í fjórum kjördæmum. Í Suðvesturkjördæmi verður gengið frá lista annað kvöld. Talning stendur yfir í forvali flokksins í Norðvesturkjördæmi en fyrirhugað er að ganga frá lista á fimmtudaginn.
Björt framtíð hefur birt sex efstu nöfn í öllum kjördæmum.
Dögun hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og fimm efstu nöfn í Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Alþýðufylkingin hefur birt lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og í Norðausturkjördæmi. Að auki hefur flokkurinn birt efsta sætið í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og hverjir leiði lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Flokkur fólksins hefur birt framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður og boðar framboð í öllum kjördæmum.
Húmanistaflokkurinn hefur birt framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður en óljóst er í hvaða kjördæmum flokkurinn býður fram lista.

25.9.2016 Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur

Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í dag. Hann er þannig:

1.  Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður 9.  Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar og bóndi
2.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, lögfræðingur og aðstoðarmaður ráðherra 10.  Steinunn Guðný Einarsdóttir, sjómaður og ferðamálafræðingur
3.  Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður ráðherra 11.  Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur og sauðfjárbóndi
4.  Hafdís Gunnarsdóttir, forstöðumaður 12.  Böðvar Sturluson, framkvæmdastjóri og vörubifreiðarstjóri
5.  Jónína Erna Arnardóttir, tónlistarkennari og sveitarstjórnarfulltrúi 13.  Pálmi Jóhannsson, framkvæmdastjóri og pípulagningamaður
6.  Aðalsteinn Orri Arason, verktaki og búfræðingur 14.  Guðmundur Brynjar Júlíusson, nemi
7.  June Scholtz, fiskvinnslukona 15.  Þrúður Kristjánsdóttir, fyrrverandi skólastjóri
8.  Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra 16.  Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis.

24.9.2016 Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi

Listi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur í dag. Kosið var um efstu sæti listans og hlaut Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra 100% atkvæða í 1.sæti. Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður var kjörin í 2.sæti og Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur á Höfn í það 3.

1. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra 11.Stefán Geirsson
2. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður 12.Jón Sigurðsson
3. Ásgerður Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur 13.Hrönn Guðmundsdóttir
4. Einar Freyr Elínarson, ferðaþj.og sauðfjárbóndi 14.Ármann Friðriksson
5. Sæbjörg Erlingsdóttir 15.Þorvaldur Guðmundsson
6. Gissur Jónsson 16.Sigrún Þórarinsdóttir
7. Hjörtur Waltersson 17.Jóhannes Gissurarson
8. Lára Skæringsdóttir 18.Sæbjörg M. Vilmundsdóttir
9. Guðmundur Ómar Helgason 19.Haraldur Einarsson, alþingismaður
10.Sandra Rán Ásgrímsdóttir 20.Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður

24.9.2016 Listi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Listi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi hefur verið birtur.  Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar sem lenti í 3.sæti og var færð niður í 5.sæti vegna aldursákvæða tók ekki sæti á listanum.

1. Árni Páll Árnason, alþingismaður 14.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir
2. Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi 15.Amal Tamimi, jafnréttisfulltrúi
3. Sema Erla Sedar, stjórnmála-og evrópufræðingur 16.Friðþjófur Karlsson, skólastjóri
4. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi 17.Birgitta Björg Jónsdóttir, háskólanemi
5. Símon Birgisson, dramatúrg 18.Gísli Geir Jónsson, verkfræðingur
6. Steinunn Dögg Steinsen, verkfræðingur 19.Ýr Gunnlaugsdóttir,
7. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari 20.Andrea Dagbjört Pálsdóttir, menntaskólanemi
8. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri 21.Hjalti Már Þórisson, læknir
9. Algirdas Slapikas, formaður Stál-úlfs 22.Svala Björgvinsdóttir, tónlistarmaður
10.Þóra Marteinsdóttir, tónlistarkennari og tónskáld 23.Jónas Sigurðsson, húsasmiður og fv.bæjarfulltrúi
11.Óskar Steinn Ómarsson, háskólanemi 24.Jóhanna Axelsdóttir, kennari
12.Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, ráðgjafi 25.Magnús Orri Schram, fv.alþingismaður
13.Gylfi Ingvarsson, vélvirki 26.Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður

24.9.2016 Listi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Listi Samfylkingarinnar í Norðvestur var samþykktur í morgun. Hann er þannig skipaður:

1. Guðjón S. Brjánsson, forstjóri, Akranesi 9. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, Vesturbyggð
2. Inga Björk Bjarnadóttir, háskólanemi, Borgarbyggð 10. Pétur Ragnar Arnarsson, slökkviliðsstjóri, Húnaþingi vestra
3. Hörður Ríkharðsson, kennari, Blönduósbæ 11. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður, Akranesi
4. Pálína Jóhannsdóttir, kennari, Bolungarvíkurkaupstaður 12. Eysteinn Gunnarsson, rafveituvirki, Strandabyggð
5. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, Svf. Skagafirði 13. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
6. Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfjarðarbæ 14. Bryndís Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri, Ísafjarðarbæ
7. Sæmundur Kristján Þorvaldsson, framkv.stjóri, Ísafjarðarbæ 15. Gunnar Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri, Húnavatnshreppi
8. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki, Akranesi 16. Sigrún Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Akranesi

23.9.2016 Listar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður og Reykjavík norður voru samþykktir á kjördæmisráðsfundi í dag.Þeir eru þannig:

Reykjavík norður Reykjavík suður
1. Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður 1. Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
2. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins 2. Brynjar Níelsson, alþingismaður
3. Birgir Ármannsson, alþingismaður 3. Sigríður Á. Andersen, alþingismaður
4. Albert Guðmundsson, form.Heimdallar og flugþjónn 4. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi
5. Herdís Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri 5. Bessí Jóhannsdóttir, sagnfr.og framhaldssk.kennari
6. Jón Ragnar Ríkharðsson, form.verkalýðsráðs og sjómaður 6. Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaður ráðherra
7. Lilja Birgisdóttir, viðskiptafræðingur 7. Katrín Atladóttir, verkfræðingur
8. Inga María Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur 8. Auðunn Svavar Sigurðsson, skurðlæknir
9. Ingibjörg Guðmundsdóttir, kennslustjóri 9. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sálfræðinemi
10. Gunnar Björn Gunnarsson, viðskiptafræðingur 10.Guðlaugur Magnússon, frumkvöðull
11.Elsa B. Valsdóttir, læknir 11.Sölvi Ólafsson, rekstrarfræðingur
12.Ásta V. Roth, skólastjóri 12.Halldóra Harpa Ómarsdóttir, eigandi Hárakademíunnar
13.Jónas Hallsson, dagforeldri og fv.aðstoðaryfirlögregluþj. 13.Kristinn Karl Brynjarsson, verkamaður
14.Þórdís Pálsdóttir, grunnskólakennari 14.Rúrik Gíslason, knattspyrnumaður
15.Jóhann Jóhannsson, bílstjóri 15.Guðrún Zöega, verkfræðingur
16.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur 16.Hlynur Friðriksson, hljóðtæknimaður
17.Sigurður Þór Gunnlaugsson, afgreiðslum.og vínráðgjafi 17.Inga Tinna Sigurðardóttir, flugfreyja og frumkvöðull
18.Marta María Ásbjörnsdóttir, sálfræðingur 18.Guðmundur Hallvarðsson, fv.alþingismaður
19.Árni Árnason, stjórnmálafræðingur 19.Ársæll Jónsson, læknir
20.Margrét K. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og húsmóðir 20.Hallfríður Bjarnadóttir, fv.hússtjórnarkennari
21.Sigurður Bjarnason, tannlæknir 21.Hafdís Haraldsdóttir, rekstrarstjóri
22.Sigríður Ragna Sigurðardóttir, fv.þula 22.Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra

23.9.2016 Listar Samfylkingarinnar í Reykjavík

Listar Samfylkingarinnar í Reykjavík voru samþykktir í gær. Þeir eru sem hér segir:

Reykjavík norður Reykjavík suður
1. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður 1.Össur Skarphéðinsson, alþingismaður
2. Helgi Hjörvar, alþingismaður 2.Eva H. Baldursdóttir, lögfræðingur
3. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri 3.Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður
4. Steinunn Ýr Einarsdóttir, kennari 4.Auður Alfa Ólafsdóttir, stjórnmálahagfræðingur
5. Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur 5. Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi
6. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, stjórnmálafræðingur 6.Jónas Tryggvi Jóhannsson, tölvunarfræðingur
7. Ingibjörg Ósk Birgisdóttir, stjórnarmaður í VR 7.Eyrún Eggertsdóttir, frumkvöðull og framkvæmdastjóri
8. Ásgeir Runólfsson, ráðgafi 8.Aron Leví Beck, byggingarfræðingur og markaðsstjóri
9. Kristín Erna Arnardóttir, stjórnmálafr.og framkvæmdastjóri 9.Anna Margrét Óalfsdóttir, leikskólastjóri
10. Alexander Harðarson, nemi í tómstundafræðum 10.Tomasz Chrapek, tölvunarfræðingur
11.Arnar Guðmundsson, verkefnisstjóri 11.Jónína Rós Guðmundsdóttir, fv.alþingismaður
12.Eva Dögg Guðmundsdóttir, master í menningar- og innflytj.fr. 12.Þorsteinn Eggertsson, rit- og textahöfundur
13.Luciano Dutra, löggiltur skjalaþýðandi 13.Eva Indriðadóttir, starfsmaður í ferðaþjónustu
14.Halla Gunnarsdóttir, lyfjafræðinemi 14.Ída Finnbogadóttir, master í mannfræði
15.Ágúst Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður 15.Árni Óskarsson, þýðandi
16.Lilja M. Jónsdóttir, lektor 16.Eva Bjarnadóttir, stjórnmálafræðingur
17.Viktor Stefánsson, flugþjónn 17.Hákon Óli Guðmundsson, rafmagnsverkfræðingur
18. Gerður Aagot Árnadóttir, heimilislæknir 18.Margrét S. Björnsdóttir, stjórnsýslufræðingur
19.Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur 19.Hörður J. Oddfríðarson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi
20.Lára Björnsdóttir, fv.félagsmálastjóri 20.Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona
21.Ellert B. Schram, fv.alþingismaður 21.Mörður Árnason, fv.alþingismaður
22.Jóhanna Sigurðardóttir, fv.forsætisráðherra 22.Adda Bára Sigfúsdóttir, fv.borgarfulltrúi

22.9.2016 Listi Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Listi Samfylkingarinnar var samþykktur í kvöld. Hann er þannig:

1. Oddný G. Harðardóttir alþingismaður Garði 11. Andri Þór Ólafsson vaktstjóri Sandgerði
2. Ólafur Þór Ólafsson stjórnsýslufræðingur og forseti bæjarstjórnar Sandgerði 12. Kristbjörg Erla Hreinsdóttir öryrki Hveragerði
3. Arna Ír Gunnarsdóttir félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Selfossi 13. Guðbjörg Anna Bergsdóttir lögfræðingur og bóndi Höfn í Hornafirði
4. Magnús Sigurjón Guðmundsson aðgerðastjóri Selfossi 14. Magnús Kjartansson hljómlistarmaður Grímsnesi
5. Guðný Birna Guðmundsdóttir hjúkrunarfr. og bæjarfulltrúi Reykjanesbæ 15. Guðbjörg Rut Þórisdóttir deildarstjóri Reykjanesbæ
6. Miralem Hazeta húsvörður Höfn í Hornafirði 16. Ingimundur Bergmann formaður Félags kjúklingabænda Flóahreppi
7. Arna Huld Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur Vestmannaeyjum 17. Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs- og sjómannaf.Kef.og nágr. Reykjanesbæ
8. Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Þorlákshöfn 18. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélag Íslands Árborg
9. Borghildur Kristinsdóttir bóndi Landsveit 19. Karl Steinar Guðnason fyrrverandi alþingismaður Reykjanesbæ
10. Marta Sigurðardóttir viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi Grindavík 20. Margrét Frímannsdóttir fyrrverandi alþingismaður Kópavogi

22.9.2016 Listi Viðreisnar í Suðurkjördæmi

Listi Viðreisnar í Suðurkjördæmi er kominn fram. Hefur þá flokkurinn birt framboðslista í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi þar sem tilkynnt hefur verið að Benedikt Jóhannesson leiði lista. En listinn í Suðurkjördæmi er þannig:

1. Jóna Sólveig Elínardóttir, aðjúnkt, Mýrdalshreppi
2. Jóhannes Albert Kristbjörnsson, lögmaður, Reykjanesbæ
3. Ingunn Guðmundsdóttir, deildarstjóri, Selfossi
4. Gunnar Þórarinsson, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ
5. Kristín María Birgisdóttir, kennari, Grindavík
6. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur, Eyrarbakka
7. Þóra Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu, Suðursveit
8. Skúli Kristinn Skúlason, sjómaður, Þorlákshöfn
9. Júlía Jörgensen, stjórnmálafræðingur, Reykjanesbæ
10. Haukur Már Stefánsson, verkfræðingur, Hveragerði
11. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfossi
12. Skúli Thoroddsen, lögmaður, Reykjanesbæ
13. Guðbjörg Ingimundardóttir, sérkennari, Reykjanesbæ
14. Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ
15. Þórunn Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Reykjanesbæ
16. Agnar Guðmundsson, tölvunarfræðingur, Reykjanesbæ
17. Iwona Zmuda Trzebiatowska, starfsmannastjóri, Vík i Mýrdal
18. Róbert Ragnarsson, stjórnmálafræðingur, Grindavík
19. Heiða Björg Gústafsdóttir, sjúkraliði og hjúkrunarfræðingur, Reykjanesbæ
20. Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri, Selfoss

22.9.2016 Listi Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkur norður

Listi Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík er kominn fram.

1. Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík 12. Einar Andrésson, fangavörður, Reykjavík
2. Sólveig Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík 13. Sóley Þorvaldsdótt­ir, starfsmaður í veitingahúsi, Reykjavík
3. Gunnar Freyr Rúnarsson, geðsjúkraliði, Reykjavík 14. Kristleifur Þorsteinsson, tölvunarfræðingur, Kópavogi
4. Þóra Sverrisdóttir, leikskólakennari, Reykjavík 15. Ólafur Tumi Sigurðarson, háskólanemi, Reykjavík
5. Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir, leikkona, Reykjavík 16. Elín Helgadóttir, sjúkraliði, Reykjavík
6. Sindri Freyr Steinsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík 17. Ingi Þórisson, námsmaður, Hollandi
7. Axel Þór Kolbeinsson, tölvutæknir, Reykjavík 18. Stefán Ingvar Vigfússon, listamaður, Reykjavík
8. Héðinn Björnsson, jarðfræðingur, Danmörku 19. Sigurjón Sumarliði Guðmundsson, háskólanemi, Reykjavík
9. Sigríður Kristín Kristjánsdóttir, námsmaður, Reykjavík 20. Viktor Penalver, öryrki, Hafnarfirði
10. Jón Karl Stefánsson, forstöðumaður, Reykjavík 21. Björg Kjartansdóttir, sjúkraliði, Reykjavík
11. Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði, Svíþjóð 22. Örn Ólafsson, bókmenntafræðingur, Danmörku

21.9.2016 Staða framboðsmála

Kjördagur hefur verið ákveðinn 29. október. Það þýðir að síðasti dagur til að skrá nýjan listabókstaf rennur úr á hádegi 11. október. Ekki er vitað af neinum framboðum sem eru á leiðinni og hafa ekki skráðan listabókstaf. Framboðsfrestur rennur 14. október á hádegi. Staða framboðsmála flokkanna er sem hér segir:

  • Björt framtíð  – hefur birt sex efstu sætin í öllum kjördæmum.
  • Framsóknarflokkur – hefur samþykkt lista í öllum kjördæmum nema Suðurkjördæmi. Kosið verður um efstu sæti á tvöföldu kjördæmisþingi um helgina og gengið frá framboðslista í framhaldi af því.
  • Viðreisn – hefur gengið frá listum í fjórum kjördæmum. Búist er við að listar í Suður- og Norðausturkjördæmum birtist í vikunni.
  • Sjálfstæðisflokkur – Hefur gengið frá listum í Suður- og Norðausturkjördæmi. Gengið verður frá framboðslista flokksins í Reykjavík á föstudag og gera má ráð fyrir að listarnir í Norðvestur- og Suðvesturkjördæmum liggi fyrir öðru hvoru megin við helgina.
  • Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og hverjir leiði lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
  • Flokkur fólksins hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og boðar framboð í öllum kjördæmum.
  • Húmanistaflokkurinn hefur birt lista í Reykjavíkurkjördæmi suður. Óvíst er hvort eða í hvaða fleiri kjördæmum flokkurinn leggur fram lista.
  • Píratar hafa samþykkt framboðslista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
  • Alþýðufylkingin hefur birt lista í Norðausturkjördæmi og efsta sætið í Suðvestur- og Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
  • Samfylkingin hefur samþykkt lista í Norðausturkjördæmi. Listar í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi verða lagðir fram á annað kvöld og í Norðvesturkjördæmi á laugardagsmorgun.
  • Dögun hefur lagt fram framboðslista í Suðvesturkjördæmi og tilkynnt um fimm efstu sætin í Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur samþykkt lista í fjórum kjördæmum. Forval stendur yfir í Norðvesturkjördæmi og tillaga að lista í Suðvesturkjördæmi verður lögð fram á mánudagskvöld.

21.9.2016 Listi Viðreisnar í Norðvestur

Listi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi hefur verið birtur í heild en áður höfðu efstu sætin verið kynnt. Listinn í heild er þannig:

1.Gylfi Ólafsson, heilsuhagfræðingur, Ísafirði 9.Jóhannes H. Hauksson, mjólkurfræðingur, Búðardal
2.Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri,     Blönduósi 10. Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, leikskólastjóri, Blönduósi
3.Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri RARIK, Garðabæ 11.Ragnar Már Ragnarsson, byggingarfræðingur, Stykkishólmi
4.Lísbet Harðardóttir, málari, Ísafirði 12.Unnur Björk Arnfjörð, skólastjóri, Ísafirði
5.Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson, lögfræðingur, Blönduósi 13.Pálmi Pálmason, framkvæmdastjóri, Akranesi
6.Maren Lind Másdóttir, stjórnandi farangurskerfa á Keflavíkurflugvelli, Akranesi 14. Ragnheiður Jónasdóttir, verkefnastjóri, Akranesi
7.Jón Ottesen Hauksson, framkvæmdastjóri, Akranesi 15. Auður H. Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Ísafirði
8.Ása Katrín Bjarnadóttir, nemi, Akranesi 16. Jóhannes Finnur Halldórsson, hagfræðingur, Akranesi

21.9.2016 Vésteinn Valgarðsson leiðir í Reykjavík norður

Vé­steinn Val­g­arðsson sagn­fræðing­ur verður í fyrsta sæti á  lista Alþýðufylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður. Þetta var tilkynnt í morgun. Vésteinn leiddi lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkur suður í síðustu kosningum en var á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í borgarstjórnarkosningunum 2010.

20.9.2016 Alþingiskosningar verða 29.október

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra tilkynnti við upphaf þingfundar í dag að þing verði rofið 29. október og að boðað verði til alþingiskosninga sama dag. Formlegur undirbúningur fyrir kosningarnar og utankjörfundaratkvæðagreiðsla ætti því að geta hafist næstu daga.

20.9.2016 Listar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum

Í síðustu viku voru framboðslistar Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykktir. Þeir eru sem hér segir:

Reykjavík suður Reykjavík norður
1.Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra 1.Karl Garðarsson, alþingismaður
2.Ingvar Mar Jónsson 2.Lárus S. Lárusson
3.Alex Björn Bulow Stefánsson 3.Sævar Þór Jónsson
4.Björn Ívar Björnsson 4.Ingveldur Sæmundsdóttir
5.Gissur Guðmundsson 5.Gunnar Kristinn Þórðarson
6.Jóna Björg Sætran 6.Steinunn Anna Baldvinsdóttir
7.Dorota Anna Zaorska 7.Sigríður Nanna Jónsdóttir
8.Einar G. Harðarson 8.Kristján Hall
9.Magnús Arnar Sigurðsson 9.Kristín Pálsdóttir
10.Snædís Karlsdóttir 10.Ásgeir Harðarson
11.Björgvin Víglundsson 11.Kristinn Jónsson
12.Birna Kristín Svavarsdóttir 12.Guðrún Sigríður Briem
13.Aðalsteinn Haukur Sverrisson 13.Eiríkur B. Ragnarsson
14.Þuríður Bernódusdóttir 14.Þóra Þorleifsdóttir
15.Bragi Ingólfsson 15.Brandur Gíslason
16.Hallur Steingrímsson 16.Elín Helga Magnúsdóttir
17.Herdís Telma Jóhannesdóttir 17.Þórarinn Stefánsson
18.Elías Mar Hrefnuson 18.Ragnhildur Jónasdóttir
19.Hlín Sigurðardóttir 19.Snjólfur F Kristbergsson
20.Hallgrímur Smári Skarphéðinsson 20.Áslaug Brynjólfsdóttir
21.Níels Árni Lund 21.Sigrún Sturludóttir
22.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra 22.Frosti Sigurjónsson, alþingismaður

20.9.2016 Guðmundur Magnússon leiðir í Kraganum

Guðmundur Magnússon leikari og fv.varaformaður Öryrkjabandalags Íslands leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur var í Kommúnistasamtökunum – Marx Lenínistum auk þess að vera stofnfélagi í Vinstrihreyfingunni grænu framboði og varaþingmaður fyrir VG í Reykjavíkurkjördæmi suður.

20.9.2016 Listi Flokks fólksins í Reykjavík suður

Flokkur fólksins hefur birt fyrsta framboðslista sinn. Hann er í Reykjavíkurkjördæmi suður og er þannig skipaður:

1. Inga Sæland, kandidat í lögfræði, Reykjavík 12. Hjördís Björg Kristinsdóttir, sjúkraliði, Reykjavík
2. Grétar Pétur Geirsson, framkvæmdastjóri, Kópavogi 13. Þórarinn Hafdal Hávarðsson, vakstjóri, Reykjavík
3. Auður Traustadóttir, sjúkraliði, Reykjavík 14. Jón Ólafur Jónsson, matreiðslumaður, Reykjavík
4. Ólafur S Ögmundsson, vélstjóri, Hafnarfirði 15. Dagný Pétursdóttir, skólaliði, Njarðvík
5. Baldvin Örn Ólason, ráðgjafi, Reykjavík 16. Kristján Karlsson, leigubílstjóri, Reykjavík
6. Linda Mjöll Gunnarsdóttir, leikskólakennari, Reykjavík 17. Sigríður Sæland Óladóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík
7. Einir G.K. Normann, verkefnastjóri, Hafnarfirði 18. Sævar Helgi Geirsson, málari, Selfossi
8. Steinar Björgvinsson, verkefnastjóri, Reykjavík 19. Davíð Karl Davíðsson, bifreiðastjóri, Reykjavík
9. Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir, ferðabælkingur, Kópavogi 20. Gísli Ragnar Gunnarsson, verkamaður, Kópavogi
10. Óli Már Guðmundsson, listamaður, Reykjavík 21. Lára Thorarensen, húsmóðir, Reykjavík
11. Jón Steindór Þorsteinsson, íþróttafræðingur, Reykjavík 22.  Guðbergur Magnússon, húsasmíðameistari, Reykjavík

20.9.2016 Listi Dögunar í Suðvesturkjördæmi

Fullmannaður listi Dögunar í Suðvesturkjördæmi er kominn fram. Áður hafði flokkurinn birt fimm efstu:

1. Ragnar Þór Ingólfsson, sölustjóri 14. Björn Hersteinn Herbertsson, vélstjóri
2. Ásta Bryndís Schram, lektor 15. Gunnhildur Schram Magnúsdóttir, frístundaleiðbeinandi
3. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur 16. Guðmundur Hreinsson, byggingafræðingur
4. Baldvin Björgvinsson, raffræðingur 17. Friðborg Jónsdóttir, grunnskólakennari
5. Elva Dögg Gunnarsdóttir, uppistandari 18. Guðrún Indriðadóttir, skrifstofumaður
6. Atli Hermannsson, framkvæmdastjóri 19. Friðrik Brekkan, leiðsögumaður
7. Dagný Guðmundsdóttir, sjúkraliði 20. Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, framhaldsskólakennari
8. Óskar Sigurbjörnsson, húsasmíðameistari 21. Halldór Atli Nielsen Björnsson, rafvirki
9. Berglind Anna Schram, öryrki 22. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, söngkona
10. Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor 23. Rúnar Páll Rúnarsson, kerfisstjóri
11. Guðný Brynjólfsdóttir, félagsliði 24. Helga Sveinsdóttir, heilsugæsluritari
12. Kristófer Jónsson, verksmiðjustjóri 25. Hafsteinn Ægir Geirsson, verslunarmaður
13. Sigrún Huld Auðunsdóttir, grunnskólakennari 26. Herdís Dröfn Baldvinsdóttir, fræðimaður

20.9.2016 Listi Íslensku þjóðfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Listi Íslensku þjóðfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi er kominn fram. Hann er þannig skipaður:

1. Helgi Helgason, stjórnmálafræðingur og formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar 14. Gunnar M. Ólafsson, skipstjóri
2. Sigurlaug Oddný Björnsdóttir, framkvæmdastjóri 15. Guðlaug Jónsdóttir, kennari
3. Hjördís Diljá Bech, félagsliði 16. Jón Oddur Guðmundsson, rafvirki
4. Örn Björnsson, eldri borgari 17. Guðmundur Tómasson, sölumaður
5. Geir Harðarson, kerfisstjóri 18. Jón Sævar Ólafsson, öryrki
6. Elísabet Albertsdóttir, bílstjóri 19. Helga Björnsdóttir, eldri borgari
7. Sveinbjörn Guðmundsson, verslunarmaður 20. Lilja Lind Helgadóttir, nemi
8. Egill Þór Hallgrímsson, nemi 21. Jörundur Guðmundsson, veitingamaður
9. Sigurður Pétur Hannesson, bílstjóri 22. Monique Vala Körner Olafsson, sjúkraliði
10. Jón Björnsson, eldri borgari og öryrki 23. Hildur Guðbrandsdóttir, eldri borgari
11. Guðmundur Bjarnason, sölumaður 24. Jón Ingi Magnússon, húsasmiður
12. Ólafur Einarsson, stýrimaður 25. Valgarður Matthíasson , nemi
13. Inga Harðardóttir, kennari og öryrki 26. Þuríður Erla Erlingsdóttir, eldri borgari

20.9.2016 Listi Húmanistaflokksins í Reykjavík suður

Húmanistaflokkurinn hefur birt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er þannig:

1 Júlíus Valdimarsson Ráðgjafi
2 Stígrún Ása Ásmundsdóttir Félagsliði
3 Guðmundur Ragnar Guðmundsson Leiðbeinandi
4 Sjöfn Jónsdóttir Íþróttaþjálfari
5 Sverrir Agnarsson Markaðsfræðingur
6 Sibeso Imbula Þroskaþjálfi
7 Jón Ásgeir Eyjólfsson Húsasmíðameistari
8 Árni Ingólfsson Myndlistarmaður
9 Ragnar Sverrisson Öryrki
10 Gunnar Gunnarsson Sálfræðingur
11 Ragnar Ingvar Sveinsson Myndlistarmaður
12 Vilmundur Kristjánsson Sölumaður
13 Daníel Freyr Jónsson Sjómaður
14 Sigurður Óli Ragnarsson
15 Andri Páll Jónsson Rekstrarstjóri
16 Sigurborg Ragnarsdóttir Lífskúnstner
17 Þorbjörg Einarsdóttir Long Lífskúnstner
18 Axel Thorarensen Myndlistarmaður
19 Natalía Demidova Þýðandi
20 Anton Jóhannesson Sölufulltrúi
21 Helga Ragnheiður Óskarsdóttir Tónlistarkennari
22 Pétur Guðjónsson Stjórnunarráðgjafi

19.9.2016 Helgi og Gunnlaugur leiða í Suðvestur og Reykjavík suður

Helgi Helgason formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Þá leiðir Gunnlaugur Ingvarsson listann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Áður hafði komið fram að Gústaf Níelsson leiði listann í Reykjavíkurkjördæmi norður.

18.9.2016 Listi Framsóknar í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins í kjördæminu í dag. Hann er þannig:

1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Fljótsdalshérað 11. Pálína Margeirsdóttir, Fjarðabyggð
2. Þórunn Egilsdóttir, Vopnafjörður 12. Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir, Fljótsdalshérað
3. Líneik Anna Sævarsdóttir, Fjarðabyggð 13. Eiður Ragnarsson, Djúpivogur
4. Sigfús Arnar Karlsson, Akureyri 14. Katrín Freysdóttir, Fjallabyggð
5. Margrét Jónsdóttir, Þingeyjarsveit 15. Þorgrímur Sigmundsson, Norðurþing
6. Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri 16. Þórður Úlfarsson, Langanesbyggð
7. Örvar Jóhannsson , Seyðisfjörður 17. Sigríður Bergvinsdóttir, Akureyri
8. Friðrika Baldvinsdóttir, Norðurþing 18. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, Norðurþing
9. Snorri Eldjárn Hauksson, Dalvíkurbyggð 19. Vilhjálmur Jónsson, Seyðisfjörður
10. Gísli Sigurðsson, Þingeyjarsveit 20. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Akureyri

18.9.2016 Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur í dag og er eftirfarandi:
1. sæti – Páll Magnús­son fjöl­miðlamaður
2. sæti – Ásmund­ur Friðriks­son alþing­ismaður
3. sæti – Vil­hjálm­ur Árna­son alþing­ismaður
4. sæti – Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir alþing­ismaður
5. sæti – Krist­ín Trausta­dótt­ir end­ur­skoðandi
6. sæti – Hólm­fríður Erna Kjart­ans­dótt­ir, skrif­stofu­störf
7. sæti – Ísak Erni Krist­ins­son deild­ar­stjóri
8. sæti – Brynj­ólf­ur Magnús­son lög­fræðing­ur
9. sæti – Lovísa Rósa Bjarna­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri
10. sæti – Jarl Sig­ur­geirs­son tón­list­ar­kenn­ari
11. sæti – Lauf­ey Sif Lár­us­dótt­ir um­hverf­is­skipu­lags­fræðing­ur
12. sæti – Jón Bjarna­son bóndi
13. sæti – Hjör­dís Guðrún Brynj­ars­dótt­ir sjúkraþjálf­ari
14. sæti – Bjarki V. Guðna­son sjúkra­flutn­ingamaður
15. sæti – Helga Þórey Rún­ars­dótt­ir leik­skóla­kenn­ari
16. sæti – Þorkell Ingi Sig­urðsson fram­halds­skóla­nemi
17. sæti – Ragn­heiður Perla Hjalta­dótt­ir hjúkr­un­ar­nemi
18. sæti – Alda Agnes Gylfa­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri
19. sæti – Sandra Ísleifs­dótt­ir hús­móðir
20. sæti – Geir Jón Þóris­son, fyrr­ver­andi lög­reglumaður

17.9.2016 Prófkjör Framsóknar í Norðaustur

Úrslit urðu eftirfarandi:

1.sæti: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 170 atkvæði, Þórunn Egilsdóttir 39 atkvæði, Höskuldur Þórhallsson 24 atkvæði og Líneik Anna Sævarsdóttir 2 atkvæði. Auðir og ógildir voru 3. Samtals greidd atkvæði voru 238.

Höskuldur Þórhallsson hefur lýst því yfir að hann taki ekki sæti á listanum.

2.sæti Þórunn Egilsdóttir sjálfkjörin eftir að Líneik Anna Sævarsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason drógu framboð sitt í það sæti til baka.

3.sæti – fyrri umferð – Líneik Anna Sævarsdóttir 101 atkvæði, Sigfús Karlsson 62 atkvæði og Hjálmar Bogi Hafliðason 57 atkvæði. Auðir og ógildir voru 4 og samtals greidd atkvæði 224. Kjósa þarf því á milli Líneikar og Sigfúsar í annarri umferð.

3.sæti – seinni umferð Líneik Anna Sævarsdóttir 141 atkvæði og 69 Sigfús Karlsson atkvæði. Auðir og ógildir voru 3 og samtals greidd atkvæði 213.

Úrslit í 4.sæti – Sigfús Karlsson 112 atkvæði, Hjálmar Bogi Hafliðason 83 atkvæði og Margrét Jónsdóttir 3 atkvæði. Auðir og ógildir voru 4 og samtals greidd atkvæði 202.

Margrét Jónsdóttir var sjálfkjörin í 5.sætið. 

Gert er ráð fyrir að kjördæmisþing flokksins gangi frá fullskipuðum framboðslista á morgun.

17.9.2016 Listi Viðreisnar í Reykjavík norður

Listi VIðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur verið birtur. Hann er eftirfarandi:

  1. Þorsteinn Víglundsson, stjórnmálafræðingur
  2. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur
  3. Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingur
  4. Birna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikara
  5. Héðinn Svarfdal Björnsson, félagssálfræðingur
  6. Hilda H. Cortez, heilsuhagfræðingur
  7. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins
  8. Þórunn Erhardsdóttir, skrifstofustjóri
  9. Andri Guðmundsson, vörustjóri
  10. Tinna Traustadóttir, lyfjafræðingur
  11. Stefán Máni, rithöfundur
  12. Elísabet Þórðardóttir, organisti og tónlistarkennari
  13. Sigurður Kristjánsson, barnalæknir
  14. Ragnheiður Kr. Finnbogadóttir, háskólanemi
  15. Höskuldur Einarsson, kerfisfræðingur
  16. Karen Briem, hönnuður
  17. Ari Jónsson, rafvirkjameistari og rafhönnuður
  18. Margrét Kaldalóns, félagsráðgjafi og stjórnsýslufræðingur
  19. Jakob Möller, hæstaréttarlögmaður
  20. Guðrún Ragnarsdóttir Briem, félagsfræðingur
  21. Ívar Már Jónsson, rafmagnsverkfræðingur
  22. Sólrún B. Jensdóttir, sagnfræðingur

16.9.2016 Staða framboðsmála

Staða framboðsmála þegar að sex vikur eru til alþingiskosninga er eftirfarandi :
Framsóknarflokkur hefur samþykkt framboðslista í Norðvesturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn kýs á lista í Norðausturkjördæmi á morgun á tvöföldu kjördæmisþingi og gengur frá lista á sunnudag. Að lokum verður kosið á lista í Suðurkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi um aðra helgi.
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkt framboðslista í Norðausturkjördæmi. Prófkjöri er lokið í hinum kjördæmunum fimm og verður gengið frá framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmum á föstudaginn eftir viku.
Samfylkingin hefur samþykkt framboðslista í Norðausturkjördæmi og mun leggja fram tillögur að framboðslistum n.k. fimmtudagskvöld í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Prófkjöri er lokið í Norðvesturkjördæmi.
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur gengið frá framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Forvali í Norðvesturkjördæmi lýkur 25.september og uppstilling verður í Suðvesturkjördæmi.
Píratar hafa gengið frá framboðslistum í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
Björt framtíð hefur birt sex efstu sætin í öllum kjördæmum.
Viðreisn samþykkt framboðslista í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi suður. Auk þess hefur framboðið birt þrjú efstu sætin í Norðvesturkjördæmi.
Dögun hefur birt fimm efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Alþýðufylkingin hefur samþykkt framboðslista í Norðausturkjördæmi en flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Íslenska þjóðfylkingin hefur ekki birt neina framboðslista en fram hefur komið hver leiði listann í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Flokkur fólksins boðar framboð í öllum kjördæmum og stefnir að því að ganga frá framboðslistum um aðra helgi.
Húmanistaflokkurinn boðar framboð en ekkert vitað frekar um það.
Flokkur heimilanna hefur sagst vera að athuga með framboð en ekkert hefur heyrst af því og verður því að telja það frekar ólíklegt.

15.9.2016 Gústaf Níelsson leiðir Þjóðfylkinguna í Reykjavík norður

Gústaf Níelsson mun leiða Íslensku Þjóðfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. Gústaf hefur fram til þessa verið í Sjálfstæðisflokknum.

15.9.2016 Listi Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Listi Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er sem hér segir:

1. Þorsteinn Bergsson, bóndi, Unaósi, Fljótsdalshéraði
2. Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðingur, Húsavík
3. Karólína Einarsdóttir, doktorsnemi, Uppsölum, Svíþjóð
4. Baldvin H. Sigurðsson, matreiðslumaður, Akureyri
5. Drengur Óla Þorsteinsson, lögfræðingur, Reykjavík
6. Anna Hrefnudóttir, myndlistakona, Stöðvarfirði
7. Stefán Rögnvaldsson, bóndi, Leifsstöðum, Öxarfirði
8. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri
9. Ragnhildur Hallgrímsdóttir, leikskólakennari, Reykjavík
10. Kári Þorgrímsson, bóndi, Garði II, Mývatnssveit
11. Stefán Smári Magnússon, verkamaður, Seyðisfirði
12. Guðmundur Beck, verkamaður, Gröf 3, Eyjafjarðarsveit
13. Arinbjörn Árnason, fyrrv. bóndi, Egilsstöðum
14. Ingvar Þorsteinsson, nemi, Unaósi Fljótsdalshéraði
15. Þórarinn Sigurður Andrésson, listamaður og skáld, Seyðisfirði
16. Erla María Björgvinsdóttir, verslunarstjóri, Kópavogi
17. Valdimar Stefánsson, framhaldsskólakennari, Húsavík
18. Aðalsteinn Bergdal, leikari, Hrísey
19. Ólína Jónsdóttir, fyrrv. aðstoðarskólastjóri, Akranesi
20. Ólafur Þ. Jónsson, skipasmiður, Akureyri

15.9.2016 Listi Viðreisnar í Reykjavík suður

Stjórn Viðreisnar hefur staðfest lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er þannig skipaður:

  1. Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri
  2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
  3. Dóra Sif Tynes, héraðsdómslögmaður
  4. Geir Finnsson, háskólanemi
  5. Sigríður María Egilsdóttir, laganemi
  6. Lárus Elíasson, vélaverkfræðingur
  7. Margrét Cela, verkefnastjóri
  8. Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri
  9. Sigrún Helga Lund, tölfræðingur
  10. Sigurjón Arnórsson, verkefnastjóri
  11. Kolbrún Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi
  12. Ingólfur Hjörleifsson, rafmagnsverkfræðingur og framhaldsskólakennari
  13. Signý Hlín Halldórsdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræðum
  14. Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir
  15. Berglind K. Þórsteinsdóttir, MA félagsráðgjafi
  16. Sigurbjörn Sveinsson, heilsugæslulæknir
  17. Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur
  18. Daði Guðbjörnsson, listmálari
  19. Lilja Hilmarsdóttir, fararstjóri
  20. Ari Jónsson, fyrrverandi markaðs- og vörustjóri
  21. Bylgja Tryggvadóttir, húsmóðir
  22. Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri

15.9.2016 Listi Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Framsóknarflokkurinn í Suðvesturkjördæmi samþykkti í gærkvöldi framboðslista sinn í kjördæminu. Hann er þannig skipaður:

Eygló Þóra Harðardótt­ir, ráðherra, Hafnar­f­irði
Will­um Þór Þórs­son, alþing­ismaður, Kópa­vogi
Páll Marís Páls­son, nemi, Kópa­vogi
María Júlía Rún­ars­dótt­ir, lögmaður, Garðabæ
Linda Hrönn Þóris­dótt­ir, leik­skóla­stjóri, Hafnar­f­irði
Marteinn Magnús­son, verk­efna­stjóri, Mos­fells­bæ
Þor­gerður Sæv­ars­dótt­ir, kenn­ari, Mos­fells­bæ
Guðmund­ur Há­kon Her­manns­son, nemi, Kópa­vogi
Ólína Pálína Úlfars­dótt­ir, náms- og starfs­ráðgjafi, Kópa­vogi
Ólaf­ur Hjálm­ars­son, vél­stjóri, Hafnar­f­irði
Anna María Elías­dótt­ir, viðskipta­fræðing­ur, Hafnar­f­irði
Heiðar Aust­mann, dag­skrár­gerðarmaður og markaðsfull­trúi, Kópa­vogi
Njóla Elís­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Hafnar­f­irði
Óli Tran Kára­son, veit­ingamaður, Mos­fells­bæ
Mar­grét Sig­munds­dótt­ir, flug­freyja, Kópa­vogi
Helga María Hall­gríms­dótt­ir, kenn­ari, Kópa­vogi
Birk­ir Jón Jóns­son, bæj­ar­full­trúi, Kópa­vogi
Sonja Páls­dótt­ir, nemi, Garðabæ
Kári Walter Mar­grét­ar­son, lög­reglumaður, Kópa­vogi
Birna Bjarna­dótt­ir, sér­fræðing­ur, Kópa­vogi
Þórður Ingi Bjarna­son, ferðamála­fræðing­ur, Hafnar­f­irði
Sig­ríður Jón­as­dótt­ir, eldri borg­ari og matráður, Kópa­vogi
Ingi­björg Björg­vins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Kópa­vogi
Ágúst Bjarni Garðars­son, aðstoðarmaður ráðherra, Hafnar­f­irði
Sigrún Asp­e­lund, skrif­stofumaður, Garðabæ

13.9.2016 Fimm frambjóðendur hjá Framsókn í Suðurkjördæmi

Fimm hafa boðið sig fram í þrjú efstu sætin hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi. Þau eru:  Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra í 1. sæti. Silja Dögg Gunnnarsdóttir alþingismaður í 2.sætið. Í þriðja sætið bjóða sig fram þau Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur Hornafirði, Einar Freyr Elínarson ferðaþjónustu- og sauðfjárbóndi Mýrdal og Fjóla Hrund Björnsdóttir stjórnmálafræðingur Hellu.

13.92016 Sturla Jónsson leiðir lista Dögunar í Suðurkjördæmi

Dögun hefur birt fimm efstu sætin á framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi. Þau eru þannig skipuð:

1. Surla Hólm Jónsson atvinnubílstjóri og verktaki
2. Ragnhildur L. Guðmundsdóttir grunnskólakennari og náms- og starfsráðgjafi
3. Bjarni Bergmann Vilhjálmsson atvinnubílstjóri
4. Jóhanna Ásta Þórarinsdóttir sálfræðingur og mastersnemi í HÍ
5. Davíð Páll Sigurðsson afgreiðslumaður

13.9.2016 Listi Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi

Framboðslisti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi hefur verið birtur.

Framboðslisti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi
1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrum ráðherra
2. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri
3. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögfræðingur
4. Bjarni Halldór Janusson, háskólanemi og form. Ungliðahreyf.Viðreisnar
5. Margrét Ágústsdóttir, viðskiptastjóri
6. Ómar Ásbjörn Óskarsson, markaðsstjóri
7. Katrín Kristjana Hjartardóttir, háskólanemi
8. Thomas Möller, verkfræðingur og kennari
9. Ásta Rut Jónasdóttir, stjórnmálafræðingur
10. Jón Ingi Hákonarson, ráðgjafi
11. Kristín Pétursdóttir, forstjóri
12. Steingrímur B. Gunnarsson, rafeindavirki
13. Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður fjárfestatengsla og samskipta
14. Sigurður J. Grétarsson, prófessor
15. Sara Dögg Svanhildardóttir, grunnskólakennari
16. Þorsteinn Halldórsson, framkvæmdastjóri
17. Þórey S. Þórisdóttir, framkvæmdastjóri og doktorsnemi
18. Gizur Gottskálksson, læknir
19. Gunnhildur Steinarsdóttir, sérfræðingur
20. Stefán Andri Gunnarsson, BA í sagnfræði
21. Sigríður Þórðardóttir, tölvunarfræðingur
22. Sigvaldi Einarsson, fjármálaráðgjafi
23. Herdís Hallmarsdóttir, hæstaréttarlögmaður
24. Magnús Ívar Guðfinnsson, verkefnastjóri
25. Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari
26. Hannes Pétursson, rithöfundur

12.9.2016 Listar VG í Reykjavík

Í kvöld samþykkti Vinstrihreyfingin grænt framboð framboðslista sína í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur:

Reyjavík norður Reyjavík suður
1. Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður. 1. Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður.
2. Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður. 2. Kolbeinn Óttarson Proppé, rithöfundur.
3. Andrés Ingi Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur. 3. Hildur Knútsdóttir, rithöfundur.
4. Iðunn Garðarsdóttir, laganemi. 4. Gísli Garðarson, fornfræðingur
5. Orri Páll Jóhannsson, þjóðgarðsvörður. 5. Ugla Stefanía Jónsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78.
6. Álfheiður Ingadóttir, ritstjóri. 6. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.
7. Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðst. 7. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í almannavörnum
8. Gyða Dröfn Hjaltadóttir, háskólanemi. 8. Alvin Níelsson, sjómaður
9. Ragnar Kjartansson, listamaður 9. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, tónlistarfræðingur.
10. Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Rvk. 10. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari.
11. Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og menntunarfr. 11. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari.
12. Jovana Pavlovic, háskólanemi. 12. Indriði Haukur Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri.
13. Atli Sigþórsson (Kött Grá Pé), tónlistarmaður. 13. Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
14. Sigríður Stefándóttir, réttarfélagsfræðingur. 14. Björgvin Gíslason, gítarleikari.
15. Ásgrímur Angantýsson, lektor. 15. Þóra Magnea Magnúsdóttir, sérfr. hjá Samgöngustofu.
16. Brynhildur BJörnsdóttir, leikstjóri. 16. Egíll Ásgrímsson, pípulagningameistari.
17. Meisam Rafiei, taekwondoþjálfari. 17. Steinunn Rögnvaldsdóttir, mannauðsráðgjafi.
18. Auður Alfífa Ketilsdóttir, fjallaleiðsögumaður. 18. Jón Axel Sellgren, mannfræðinemi.
19. Sigríður Thorlacius, tónlistarkona. 19. Halldóra BJört Ewen, framhaldsskólakennari.
20. Erling Ólafsson, kennari. 20. Úlfar Þormóðsson, rithöfundur.
21. Birna Þórðardóttir, ferðaskipuleggjandi. 21. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgr.samb. Íslands.
22. Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði. 22. Jónsteinn Haraldsson, skrifstofumaður.

12.9.2016 Þorsteinn Bergsson leiðir Alþýðufylkinguna í Norðaustur

Þorsteinn Bergsson bóndi á Unaósi í sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði mun leiða Alþýðufylkinguna í Norðausturkjördæmi. Þorsteinn var í 2.sæti á lista Regnbogans í Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum en í 5.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kjördæminu 2009 og 13. sæti 2007. Hann var á listum Héraðslistans í sveitarstjórnarkosningunum á Fljótsdalshéraði 2010 og 2006, á lista Félagshyggju við fljótið í sveitarfélaginu Austur-Héraði 1998 og á lista Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum í sveitarstjórnarkosningunum 1994.

12.9.2016 Tölur úr forvölum Samfylkingarinnar

Birtar hafa verið tölur úr forvölum Samfylkingarinnar sem haldin voru um helgina. Helstu tölur voru þessar:

Norðvesturkjördæmi:

  1. Guðjón Brjánsson 324 atkvæði í 1.sæti – 49,2% (Ólína hlaut 267 atkvæði í 1.sæti)
  2. Inga Björk Bjarnadóttir 445 atkvæði í 2.sæti – 67,5%
  3. Ólína Þorvarðardóttir 394 atkvæði í 2.sæti – 59,8%

Suðvesturkjördæmi:

  1. Árni Páll Árnason 453 atkvæði í 1.sæti – 50,4%
  2. Margrét Gauja Magnúsdóttir 432 atkvæði í 2.sæti – 48,1% (Margrét hlaut 396 atkvæði í 2.sætið)
  3. Margrét Tryggvadóttir 514 aktævði í 3.sæti – 57,2%
  4. Sema Erla Sedar 580 atkvæði í 4. sæti – 64,5% (Guðmund Ara vantaði 13 atkvæði)
  5. Guðmundur Ari Sigurjónsson 567 atkvæði í 4.sæti – 63,1%
  6. Símon Birgisson 451 atkvæði í 4.sæti -50,2%

Reykjavíkurkjördæmin:

  1. Össur Skarphéðinsson 664 atkvæði í 1.sæti – 37,1% (98 atkvæðum meira en Sigríður Ingibjörg)
  2. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 772 atkvæði í 2.sæti – 43,1%
  3. Eva Baldursdóttir 802 atkvæði í 3. sæti – 44,8% (97 atkvæðum meira en Helgi Hjörvar)
  4. Helgi Hjörvar 848 atkvæði í 4. sæti – 47,3%
  5. Valgerður Bjarnadóttir 822 atkvæði í 5.sæti – 45,9% (26 atkvæðum meira en Jóhanna Vigdís)
  6. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir 1003 atkvæði í 6.sæti – 56,0%
  7. Auður Alfa Ólafsdóttir 1053 atkvæði í 7. sæti – 58,8%
  8. Steinunn Ýrr Einarsdóttir 1201 atkvæði í 8.sæti – 67,1%
  9. Magnús Már Guðmundsson 1106 atkvæði í 8.sæti – 61,8%
  10. Gunnar Alexander Ólafsson 1002 atkvæði í 8.sæti – 55,9%
  11. Sigurður Hólm Gunnarsson 992 atkvæði í 8. sæti – 55,4%
  12. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson 910 atkvæði í 8.sæti – 50,8%

11.9.2016 Ragnheiður Elín hættir í stjórnmálum

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem lenti í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi tilkynnti á facebooksíðu sinni í dag að hún hyggðist hætta í stjórnmálum að afloknu þessu kjörtímabili. Það leiðir væntanlega af sér að Unnur Brá Konráðsdóttir sem lenti í 5. sæti færist upp í það fjórða.

11.9.2016 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Alls greiddu 4501 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og er það mesta þátttaka í prófkjörum flokksins fyrir þessar kosningar. Auðir og ógildir seðlar voru 150. Gild atkvæði voru því samtals 3.901.

  1. Páll Magnússon fv.útvarpsstjóri með 1771 atkvæði í 1.sætið – 45,4%
  2. Ásmundur Friðriksson alþingismaður með 1928 atkvæði í 2.sætið -49,4%
  3. Vilhjálmur Árnason alþingismaður með 1826 atkvæði í 3. sæti – 46,8%
  4. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra 2020 atkvæði í 4.sæti -51,8%
  5. Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður með 2036 atkvæði í 5.sæti – 52,2%

Úrslit í 1. og 2.sætið voru nokkuð afgerandi en aðeins munaði 55 atkvæðum á Vilhjálmi og Ragnheiði Elínu í 3.sætið.

Aðrir sem eru ekki meðal fimm efstu eru: Árni Johnsen fv.alþingismaður , Oddgeir Ágúst Ottesen varaþingmaður, Kristján Óli Níels Sigmundsson, Ísak Ernir Kristinsson verkefnastjóri, Bryndís Einarsdóttir og Brynjólfur Magnússon.

10.9.2016 Ólína Þorvarðardóttir verður ekki á S-lista í Norðvestur

Ólína Þorvarðardóttir lenti í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi eins og kom fram í kvöld. Hún mun ekki taka sæti á lista flokksins í kjördæminu. Það kemur fram á facebook-síðu hennar þar sem hún segir:“Frá upphafi lá fyrir að ég byði mig aðeins fram í fyrsta sætið og því mun ég ekki taka sæti á þessum framboðslista.“

10.9.2016 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi

Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi greiddu 3.154 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 118 og gild atkvæði því 3.036. Í prófkjöri fyrir kosningarnar 2013 greiddu 4.911 atkvæði. Athygli vekur að Elín Hirst alþingismaður er ekki meðal sex efstu í prófkjörinu.

  1. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og form.Sjálfstæðisflokksins 2479 atkvæði í 1.sætið- 81,7%
  2. Jón Gunnarsson alþingismaður 1110 atkvæði í 2.sætið – 36,6%
  3. Óli Björn Kárason varaþingmaður 1230 atkvæði í 3. sætið – 40,5%
  4. Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður 968 atkvæði í 4.sætið – 31,9%
  5. Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ 1096 atkvæði í 5.sætið – 36,1%
  6. Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi 992 atkvæði í 6.sætið – 32,7%

Aðrir sem ekki eru sex efstu sætum eru: Vilhjálmur Bjarnason „ekki fjárfestir“, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Kristín Thoroddsen varabæjarfulltrúi, Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri, Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda ,Viðar Snær Sigurðsson öryrki, Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur og Tinna Dögg Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri.

10.9.2016 Úrslit í forvali Samfylkingar í Reykjavík

Úrslit í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík urðu eftirfarandi:

1. Össur Skarphéðinsson
2. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
3. Eva H. Baldursdóttir
4. Helgi Hjörvar
5. Valgerður Bjarnadóttir
6. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
7. Auður Alfa Ólafsdóttir
8. Steinunn Ýr Einarsdóttir
9. Magnús Már Guðmundsson
10. Gunnar Alexander Ólafsson
11. Sigurður Hólm Gunnarsson
12. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson

10.9.2016 Úrslit í forvali Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi

Árni Páll Árnason alþingismaður og fv.formaður Samfylkingarinn var í 1.sæti í forvali flokksins í Suðvesturkjördæmi. Margrét Gauja Magnúsdóttir fv.bæjarfulltrúi í Hafnarfirði varð í 2. sæti og Margrét Tryggvdóttir fv.alþingismaður Hreyfingarinnar og Borgarahreyfingarinnar lenti í 3.sæti. Sema Erla Serdar stjórnmálafræðingur lenti í 4. sæti, Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi í 5. sæti og Símon Birgisson varð í 6. sæti.
Margrét færist niður í 5. sæti vegna reglna um kynjaskiptingu og framgang ungs fólks. Sema færist upp í 3.sæti vegna reglu um að frambjóðandi 35 ára og yngri sé í einu þriggja efstu sætanna og Guðmundur Ari færist upp í 4. sætið vegna kynjareglu.

10.9.2016 Úrslit í forvali Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi

Guðjón S. Brjánsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands varð í efsta sæti í forvali Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Inga Björk Bjarnadóttir listfræðinemi varð önnur og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður í 3. sæti.

10.9.2016 Listi Vinstri grænna í Suðurkjördæmi

Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi var samþykktur í dag. Hann er þannig skipaður:

  1. Ari Trausti Guðmunds­son, jarðfræðing­ur, Reykja­vík.
  2. Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir, sauðfjár­bóndi og sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi, Skaft­ár­hreppi.
  3. Daní­el E. Arn­ars­son, há­skóla­nemi, Hafn­ar­fjörður.
  4. Dagný Alda Steins­dótt­ir, inn­an­hús­arki­tekt, Reykja­nes­bæ.
  5. Helga Tryggva­dótt­ir, náms- og starfs­ráðgjafi, Vest­manna­eyj­ar.
  6. Þor­vald­ur Örn Árna­son, eft­ir­launamaður, Reykja­nes­bæ.
  7. Sig­ríður Þór­unn Þor­varðardótt­ir, nemi, Höfn í Hornafirði.
  8. Gunn­ar Þórðar­son, tón­skáld, Reykja­vík.
  9. Hild­ur Ágústs­dótt­ir, kenn­ari, Rangárþing eystra.
  10. Gunn­hild­ur Þórðardótt­ir, mynd­list­armaður, Reykja­nes­bæ.
  11. Ein­ar Sindri Ólafs­son, há­skóla­nemi, Sel­fossi.
  12. Ida Løn, fram­halds­skóla­kenn­ari, Ölfusi.
  13. Ester Bíbí Ásgeirs­dótt­ir, tón­list­ar­kona, Hafnar­f­irði.
  14. Ein­ar Berg­mund­ur Arn­björns­son, þró­un­ar­stjóri, Ölfusi.
  15. Anna Gunn­ars­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Sel­foss.
  16. Jón­as Hösk­ulds­son, ör­ygg­is­vörður, Vest­manna­eyj­ar.
  17. Stein­arr Guðmunds­son, verkamaður, Höfn í Hornafirði.
  18. Svan­borg Jóns­dótt­ir, dós­ent, Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.
  19. Björn Har­alds­son, versl­un­ar­maður, Grinda­vík.
  20. Guðfinn­ur Jak­obs­son, bóndi, Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.

10.9.2016 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- og Suðurkjördæmi

Í dag fara fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur- og Suðurkjördæmum og lýkur kosningu kl.18.

Í Suðurkjördæmi  eru frambjóðendur ellefu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra býður sig fram í 1.sæti en það gerir einnig Páll Magnússon fv.útvarpsstjóri. Ásmundur Friðriksson alþingismaður býður sig fram í 1.-2. sæti og Árni Johnsen fv.alþingismaður í eitt af efstu sætunum. Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður býður sig fram í 2.sæti, Oddgeir Ágúst Ottesen varaþingmaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Árnason alþingismaður í 3. sæti, Kristján Óli Níels Sigmundsson í 3.-4.sæti, Ísak Ernir Kristinsson verkefnastjóri í 4. sæti, Bryndís Einarsdóttir í 4.sæti og Brynjólfur Magnússon í 5. sæti.

Frambjóðendur í kjördæminu eru fimmtán. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sem sækist eftir að leiða listann. Jón Gunnarsson alþingismaður sem býður sig fram í 2. sætið, Elín Hirst alþingismaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í 2.-4. sæti, Vilhjálmur Bjarnason „ekki fjárfestir“ í 2.-4.sæti, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 2.-4.sæti, Kristín Thoroddsen varabæjarfulltrúi í 2.-4.sæti, Óli Björn Kárason í 3.sæti, Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrú í Kópavogi í 3.sæti, Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri í 3.-4. sæti, Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda í 3.-5.sæti, Viðar Snær Sigurðsson öryrki í 3.-6. sæti, Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur í 4.sæti og Tinna Dögg Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri í 5.sæti.

10.9.2016 Forvali Samfylkingar lýkur í dag

Í dag kl. 17 lýkur forvali Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmin, Suðvesturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi.

Í Reykjavík er kosið um átta sæti, þ.e fjögur efstu sætin í hvoru kjördæmi. Eftirtaldir gefa kost á sér: Össur Skarphéðinsson alþingismaður, fv.ráðherra og fv.formaður Samfylkingarinnar í 1.sætið, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður í 1.sæti, Helgi Hjörvar alþingismaður í 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti, Sig­urður Hólm Gunn­ars­son og Eva Baldursdóttir bjóða sig fram í 2.-3. sæti, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir í 3.sæti, Gunnar Alexander Ólafsson, Magnús Már Guðmundsson, Auður Alfa Ólafsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir bjóða sig fram í 3.-4.sæti. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson býður sig fram í 4.-6.sæti.

Í Suðvesturkjördæmi er kosið um fjögur sæti. Eftirtaldir gefa kost á sér:Árni Páll Árnason alþingismaður og fv.formaður Samfylkingarinnar til áframhaldandi forystu. Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar býður sig fram í 1.-2. sæti. Í annað sætið bjóða sig fram Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Sema Erla Sedar formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Í þriðja sætið bjóða sig fram Símon Birgisson leikhúsfræðingur og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi.

Í Norðvesturkjördæmi er kosið um tvö efstu sætin. Eftirtaldr gefa kost á sér: Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður, Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri og Inga Björk Bjarnadóttir.

8.9.2016 Fjóla Hrund Björnsdóttir sækist eftir 3.sæti á B-lista í Suðurkjördæmi

Fjóla Hrund Björnsdóttir stjórnmálafræðingur og varaþingmaður sækist eftir 3. sætinu á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Áður hafði Einar Freyr Elínarson boðið sig fram í sætið. Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður gefur kost á sér í 2. sætið og búist er við að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sækist eftir því að leiða listann áfram.

8.9.2016 Staða framboðsmála

Stutt yfirlit yfir stöðu framboðsmála þeirra framboð sem boðað hafa framboð í haust í röð eftir listabókstöfum.
A-Björt framtíð – hefur birt sex efstu sætin á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum.
B-Framsóknarflokkur – hefur birt lista í Norðvesturkjördæmi. Prófkjöri á kjördæmisþingi í Reykjavíkurkjördæmunum er lokið og gert er ráð fyrir að ganga frá lista 15. september. Í Suðvesturkjördæmi verður tillaga að framboðslista lögð fram 14.september. Valið verður á lista í Norðausturkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi 17. september og gengið frá framboðslista daginn eftir. Að lokum verður valið á framboðslista í Suðurkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi 24. september og gengið frá framboðslista samdægurs.
C-Viðreisn –  hefur birt fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi en fullbúnir listar hafa verið boðaðir á næstu dögum.
D-Sjálfstæðisflokkur – hefur birt lista í Norðausturkjördæmi. Valið var í efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum og Norðvesturkjördæmi í prófkjöri um síðustu helgi. Valið verður í efstu sæti í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi í prófkjöri næsta laugardag.
E-Íslenska Þjóðfylkingin – boðar framboð í öllum kjördæmum.
F-Flokkur fólksins – boðar framboð í öllum kjördæmum
H-Húmanistaflokkur – boðar framboð í einhverjum kjördæmum.
I-Flokkur heimilanna – íhuga framboð og þá í öllum kjördæmum
P-Píratar – hafa gengið frá framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Prófkjöri í Norðvesturkjördæmi lauk í gær.
R-Alþýðufylkingin – hefur boðað framboð í öllum kjördæmum
S-Samfylkingin – hefur gengið frá framboðslista í Norðausturkjördæmi. Forval Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmunum, Norðvesturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi hófst í dag og lýkur á laugardag. Stillt verður upp á lista í Suðurkjördæmi.
T-Dögun – hefur birt efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi og boðar framboð í öllum kjördæmum.
V-Vinstrihreyfingin grænt framboð – Hefur birt lista í Norðausturkjördæmi. Forval er í gangi í Norðvesturkjördæmi og verður talið í póstkosningu 25. september. Tillaga að framboðslista verður lögð fram í Suðvesturkjördæmi 10. september og 12. september í Reykjavíkurkjördæmunum. Stillt verður upp á lista í Suðvesturkjördæmi.

7.9.2016 Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson í Viðreisn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fv.varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fv.menntamálaráðherra mun fara í framboð fyrir Viðreisn. Þá hefur Þorsteinn Pálsson fv.formaður Sjálfstæðisflokksins og fv.forsætisráðherra ganga til liðs við Viðreisn en hann mun ekki á leiðinni framboð fyrir flokkinn.

7.9.2016 Sjö framboð hjá Framsókn í Norðusturkjördæmi

Sjö bjóða sig fram í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi sem fram fer 17. september en framboðsfrestur rann út í síðustu viku. Þau eru: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og fv.forsætisráðherra í 1.sæti, Höskuldur Þórhallsson alþingismaður í 1. sæti, Þórunn Egilsdóttir alþingismaður í 1.-2.sæti, Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður í 1.-3.sæti, Hjálmar Bogi Hafliðason varaþingmaður í 2.-4.sæti, Sigfús Karlsson í 3. sæti og Margrét Jónsdóttir í 4.-5.sæti.

7.9.2016 Framboðslistar Pírata á höfuðborgarsvæðinu

Framboðslistar Pírata á höfuðborgarsvæðinu eru tilbúnir skv. upplýsingum frá Pírötum. Þeir eru sem hér segir:

Reykjavík norður Reykjavík suður Suðvestur
Birgitta Jónsdóttir Ásta Guðrún Helgadóttir Jón Þór Ólafsson
Björn Leví Gunnarsson Gunnar Hrafn Jónsson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Halldóra Mogensen Viktor Orri Valgarðsson Andri Þór Sturluson
Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildard. Olga Cilia Sara E. Þórðardóttir Oskarsson
Snæbjörn Brynjarsson Arnaldur Sigurðarson Þór Saari
Lilja Sif Þorsteinsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Kjartan Jónsson Hákon Helgi Leifsson Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Helena Stefánsdóttir Andrés Helgi Valgarðsson Kristín Vala Ragnardóttir
Salvör Kristjana Gissurardóttir Elsa Nore Bergþór H. Þórðarson
Jón Þórisson Hrannar Jónsson Grímur Friðgeirsson
Helgi Jóhann Hauksson Guðfinna Kristinsdóttir Kári Valur Sigurðsson
Svafar Helgason Benjamín Sigurgeirsson Heimir Örn Hómarsson
Hákon Már Oddsson Jóhanna Sesselja Erludóttir Mínerva M. Haraldsdóttir
Steinn Eldjárn Sigurðsson Nói Kristinsson Bjartur Thorlacius
Seth Sharp Helgi Már Friðgeirsson Friðfinnur Finnbjörnsson
Árni Steingrímur Sigurðsson Ólafur Örn Jónsson Jón Jósef Bjarnason
Sólveig Lilja Óladóttir Friðrik Álfur Mánason Lárus Vilhjálmsson
Lind Völundardóttir Ásta Hafberg Ólafur Sigurðsson
Birgir Steinarsson Guðjón Sigurbjartsson Maren Finnsdóttir
Brandur Karlsson Dagbjört L. Kjartansdóttir Sigurður Erlendsson
María Hrönn Gunnarsdóttir Einar Sveinbjörn Guðmundsson Björn Ragnar Björnsson
Elsa Kristín Sigurðardóttir Þorsteinn Barðason Ásmundur Guðjónsson
Lýður Árnason
Róbert Marvin Gíslason
Birgir Þröstur Jóhannsson
Hugi Hrafn Ásgeirsson

7.9.2016 Úrslit í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi

Prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi lauk á hádegi. Um var að ræða prófkjör nr.2 þar sem að sá listi sem kom út úr fyrra prókjörinu var felldur í staðfestingarkosningu. Að þessu sinni höfðu allir Píratar á landinu kosningarétt. Alls greiddu 277 atkvæði. Niðurstaðan varð eftirfarandi (númer í aftari dálknum segir til um sæti á listatillögunni sem var hafnað):

1.Eva Pandóra Baldursdóttir 3.
2.Gunnar Ingiberg Gunnarsson 6.
3. Gunnar Jökull Karlsson 2.
4.Eiríkur Þór Theódórsson 5.
5.Vigdís Pálsdóttir 8.
6.Þorgeir Pálsson 10.
7.Hildur Jónsdóttir 14.
8.Fjölnir Már Baldursson
9.Gunnar Örn Rögnvaldsson 11.
10.Ómar Ísak Hjartarson 12.
11.Egill Hansson 13.

7.9.2016 Dögun – efstu menn á lista á höfuðborgarsvæðinu

Dögun hefur birt efstu sætin á listum flokksins á höfuðborgarsvæðinu.

Reykjavík suður:
1. Helga Þórðardóttir, kennari á Barnaspítala Hringsins
2. Ása Lind Finnbogadóttir, kennari við Fjölbraut í Garðabæ
3. Jóhann Már Sigurbjörnsson, formaður Samtaka leigjenda
4. Árni Gunnarsson

Reykjavík norður:
1. Hólmsteinn A. Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda
2 Ásta Dís, formaður Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu
3 Pálmi Einarsson, iðnhönnuður
4 Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
5 Sigrún Viðarsdóttir

Suðvesturkjördæmi
1. Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR
2. Dr. Ásta Bryndís Schram, lektor og kennslu þróunarstjóri HÍ
3. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson framhaldsskólakennari
4. Baldvin Björgvinsson, raffræðingur og kennari
5 Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir

Flokkurinn boðar á heimasíðu sinni að 10 efstu sætin á framboðslistunum í þessum kjördæmum verði tilbúin á fimmtudagskvöld.

6.9.2016 Sigrún Ingibjörg fram fyrir Viðreisn

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður gefur kost á sér á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Sigrún var m.a. formaður Vöku í stúdentapólitíkinni í Háskóla Íslands.

4.9.2016 Nýtt prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi

Nýtt prófkjör Pírata hefst á miðnætti en fyrri tillaga að lista var felld í staðfestingarkosningu. Ellefu taka þát í prófkjörinu að þessu sinni. Það eru (sæti á fellda listanum innan sviga) Gunnar Jökull Karlsson (2.), Eva Pandóra Baldursdóttir (3), Eiríkur Þór Theódórsson (5), Gunnar Ingiberg Gunnarsson (6), Vigdís Pálsdóttir (8), Þorgeir Pálsson (10), Gunnar Örn Rögnvaldsson (11), Ómar Ísak Hjartarson (12), Egill Hansson (13), Hildur Jónsdóttir (14) og Fjölnir Már Baldursson.

Þórður Guðsteinn Pétursson sem leiddi listann tekur ekki þátt í prófkjörinu. Það gera heldur ekki Hafsteinn Sverrisson sem var í 4. sæti, Herbert Snorrason sem var í 7. sæti og Elís Svavarsson sem var í 9. sæti.Þá taka þau Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir og Þráinn Svan Gíslason sem tóku þátt í fyrra prófkjörinu ekki þátt.

4.9.2016 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Talningu er lokið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Samtals greiddu 1516 atkvæði. Auðir og ógildir voru 55. Gild atkvæði voru 1461.

  1. Haraldur Benediktsson alþingismaður 738 atkvæði í 1.sæti eða 50,5%
  2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkiráðherra 852 atkvæði í 2.sæti eða 58,3%
  3. Teitur Björn Einarsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra 777 atkvæði í 3. sæti eða 53,2%
  4. Hafdís Gunnarsdóttir forstöðumaður liðveislu á Ísafirði 795 atkvæði í 4.sæti eða 54,4%.
  5. Jónína Erna Arnardóttir sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð
  6. Aðalsteinn Orri Arason byggingar- og landbúnaðarverktaki í Skagafirði

Aðrir sem lentu neðar voru: Gísli Elís Úlfarsson, Guðmundur Júlíusson, Jónas Þór Birgisson, og Steinþór Bragason.

4.9.2016 Páll Rafnar Þorsteinsson fram fyrir Viðreisn í Reykjavík

Páll Rafnar Þorsteinsson sviðsstjóri fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skól­ans á Bif­röst býður sigr fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Páll Rafnar er sonu Þorsteins Pálsson fv.formanns Sjálfstæðisflokksins.

4.9.2016 Listi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi

Samfylkingin í Norðausturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista sinn. Hann er sem hér segir:

  1. Logi Már Einarsson – Akureyri
  2. Erla Björg Guðmundsdóttir – Akureyri
  3. Hildur Þórisdóttir –  Seyðisfjörður
  4. Bjartur Aðalbjörnsson – Vopnafjörður
  5. Kjartan Páll Þórarinsson – Húsavík
  6. Silja Jóhannesdóttir – Raufarhöfn
  7. Bjarki Ármann Oddsson – Eskifjörður
  8. Magnea Marinósdóttir  – Þingeyjarsveit
  9. Úlfar Hauksson  – Akureyri
  10. Ólína Freysteinsdóttir  – Akureyri
  11. Pétur Maack – Akureyri
  12. Sæbjörg Ágústsdóttir – Ólafsfjörður
  13. Arnar Þór Jóhannesson – Akureyri
  14. Eydís Ásbjörnsdóttir  – Eskifjörður,
  15. Almar Blær Sigurjónsson  – Reyðarfjörður
  16. Nanna Árnadóttir  – Ólafsfjörður
  17. Arnór Benónýsson – Þingeyjarsveit
  18. Sæmundur Pálsson – Akureyri
  19. Svanfríður I. Jónasdóttir  – Dalvík
  20. Kristján L. Möller  – Siglufjörður

4.9.2016 Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi

Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi í morgun. Hann er sem hér segir:

1. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Akureyri
2. Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri og bæjarfulltrúi, Akureyri
3. Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, Norðurþingi
4. Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Seyðisfirði
5. Elvar Jónsson, laganemi og varaformaður SUS, Akureyri
6. Melkorka Ýrr Yrsudóttir, framhaldsskólanemi, Akureyri
7. Dýrunn Pála Skaftadóttir, verslunarstjóri og bæjarfulltrúi, Fjarðabyggð
8. Sæunn Gunnur Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, Fjallabyggð
9. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi, Dalvíkurbyggð
10. Jónas Ástþór Hafsteinsson, laganemi og knattspyrnuþjálfari, Fljótsdalshéraði
11. Ketill Sigurður Jóelsson, nemi, Akureyri
12. Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari, Akureyri
13. Sigurbergur Ingi Jóhannsson, nemi, Fjarðabyggð
14. Rannveig Jónsdóttir, rekstrarstjóri, Akureyri
15. Magni Þór Harðarson, vinnslustjóri Eskju, Fjarðabyggð
16. Erna Björnsdóttir, lyfjafræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, Norðurþingi
17. Baldur Helgi Benjamínsson, búfræðingur, Eyjafjarðarsveit
18. Guðrún Ragna Einarsdóttir, bóndi, Fljótsdalshéraði
19. Björgvin Þóroddsson, fyrrum bóndi, Langanesbyggð
20. Björn Jósef Arnviðarson, fyrrum sýslumaður og bæjarfulltrúi, Akureyri

3.9.2016 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur

Á twitter-síðu Sjálfstæðisflokksins kemur fram að talið verður í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi á morgun.

3.9.2016 Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Alls greiddu 3.430 atkvæði samanborið við um 7.500 í síðasta prófkjöri. Gildir seðlar voru 3.329 en auðir og ógildir 101.Úrslit urðu þessi:

  1. Ólöf Nordal innanríkisráðherra 2.090 atkvæði í 1.sæti eða 62,8%.
  2. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður 2.283 atkvæði í 2.sæti eða 68,6%
  3. Brynjar Níelsson alþingismaður 1.447 atkvæði í 3. sæti eða 43,5%
  4. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins 1.404 atkvæði í 4.sæti eða 42,2%
  5. Sigríður Ásthildur Andersen alþingismaður 1.556 atkvæði í 5.sæti eða 46,7%
  6. Birgir Ármannsson alþingismaður 1.873 atkvæði í 6.sæti eða 56,3%
  7. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi 1.739 atkvæði í 7.sæti eða 52,2%
  8. Albert Guðmundsson formaður Heimdallar 1.543 atkvæði í 8.sæti eða 46,4%.

Aðeins munaði 47 atkvæðum á Sigríði Andersen og Birgi Ármannssyni í 5. sætið. Það skiptir þó sennilega ekki miklu máli þar sem þau fá bæði 3.sæti á framboðslista. Neðar lentu Guðmundur Edgarsson, Guðmundur Franklín Jónsson, Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir, Jón Ragnar Ríkharðsson, Kristjana G. Kristjánsdóttir og Sindri Einarsson.

3.9.2016 Nýtt prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi

Listi Pírata var felldur í staðfestingarkosningu í síðustu viku. Nú hefur verið ákveðið að kjósa að nýju og hefst kosningin á miðnætti á sunnu­dags­kvöld og stendur til hádegis 7. september. Tíu eru í kjöri en Þórður Guðsteinn Pét­urs­son sem sigraði síðast og Hall­dóra Sigrún Ásgeirs­dótt­ir kap­teinn Pírata á Vest­fjörðum verða ekki með að þessu sinni.

3.9.2016 Tólf í framboð á S-lista í Reykjavík

Framboðsfrestur í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem haldið verður 8.-10. september rann út í dag. Eftirtaldir gáfur kost á sér: Össur Skarphéðinsson alþingismaður, fv.ráðherra og fv.formaður Samfylkingarinnar í 1.sætið, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður í 1.sæti, Helgi Hjörvar alþingismaður í 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti, Sig­urður Hólm Gunn­ars­son og Eva Baldursdóttir bjóða sig fram í 2.-3. sæti, Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir í 3.sæti, Gunnar Alexander Ólafsson, Magnús Már Guðmundsson, Auður Alfa Ólafsdóttir og Steinunn Ýr Einarsdóttir bjóða sig fram í 3.-4.sæti. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson býður sig fram í 4.-6.sæti.

3.9.2016 Sex í framboð á S-lista í Suðvestur

Framboðsfrestur í forvali Samfylkingarinnar sem haldið verður 8.-10. sæti rann út í dag. Eftirtaldir gáfu kost á sér:Árni Páll Árnason alþingismaður og fv.formaður Samfylkingarinnar til áframhaldandi forystu. Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar býður sig fram í 1.-2. sæti. Í annað sætið bjóða sig fram Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Sema Erla Sedar formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Í þriðja sætið bjóða sig fram Símon Birgisson leikhúsfræðingur og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi.

3.9.2016 Listi Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi í dag. Listinn er sem hér segir:

1. Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 9. Einar Örnólfsson, bóndi
2. Elsa Lára Arnardóttir, alþingismaður 10. Halldór Logi Friðgeirsson, skipstjóri
3. Sigurður Páll Jónsson, útgerðarmaður og varaþingmaður 11. Ísak Óli Traustason, nemi í íþrótta- og heilsufræði
4. Lilja Sigurðardóttir, sjávarútvegsfræðingur 12 Gauti Geirsson, aðstoðarmaður ráðherra, Ísafirði
5. Jón Kristófer Sigmarsson, bóndi 13. Heiðrún Sandra Grettisdóttir, starfsmaður á hjúkrunarheimili
6. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla 14. Kristín Erla Guðmundsdóttir, húsfreyja
7. Jón Árnason, skipstjóri 15. Sigrún Ólafsdóttir, fv.bóndi
8. Eydís Bára Jóhannsdóttir, kennari 16. Gísli V. Halldórsson, fv.framkvæmdastjóri

3.9.2016 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðaustur

Sjálfstæðisflokkurinn velur í efstu sætin á framboðslista flokksins á tvöföldu kjördæmisþingi í dag. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðsráðherra hlaut örugga kosningu efsta sæti en hann sóttist einn eftir því.

Í kosningu um 2.sætið hlaut Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi á Akureyri 99 atkvæði gegn 92 atkvæðum Valgerðar Gunnarsdóttur alþingismanns sem skipaði sætið í síðustu kosningum. Einn seðill var ógildur.

Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður var kjörin í 3.sæti en hún hlaut 155 atkvæði. Valdi­mar O. Her­manns­son bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð hlaut 31 atkvæði og Ingi­björg Jó­hanns­dótt­ir nemi á Akureyri 2. Auðir seðlar og ógildir voru 3. Arnbjörg Sveinsdóttir fv.alþingismaður dró framboð sitt í sætið til baka og lýsti yfir stuðningi við Valgerði Gunnarsdóttur.

Arnbjörg Sveinsdóttir var kjörin í 4. sæti hún hlaut 120 atkvæði af 170 samtals greiddum atkvæðum. Elvar Jónsson var kjörinn í 5.sæti. Hann hlaut 106 atkvæði en Ketill Sigurður Jóelsson 45. Samtals voru greidd 158 atkvæði. Melkorka Ýr Yrsudóttir var valin í 6.sætið með 82 atkvæðum. Ketill Sigurður Jóelsson hlaut 47 atkvæði. Samtals voru greidd 139 atkvæði.

2.9.2016 Þórunn vill 1.-2. sætið í Norðaustur

Þórunn Egilsdóttir alþingismaður býður sig fram í 1.-2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hún er fjórði frambjóðandinn í 1. sæti hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi. Áður höfðu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson boðið sig fram i 1.sæti og Líneik Anna Sævarsdóttir í 1.-3. sæti. Þá býður Hjálmar Bogi Hafliðason varaþingmaður sig fram í 2.-4.sæti.

2.9.2016 Össur vill 1. sætið í Reykjavík

Össur Skarphéðinsson alþingismaður, fv.ráðherra og fv.formaður Samfylkingarinnar vill 1.sætið í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður sem sækist eftir 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti og Helgi Hjörvar hefur ekki gefið upp sæti enn sem komið er. Sig­urður Hólm Gunn­ars­son og Eva Baldursdóttir bjóða sig fram í 2.-3. sæti. Þá hafa þau Gunnar Alexander Ólafsson, Magnús Már Guðmundsson og Steinunn Ýr Einarsdóttir boðið sig fram í 3.-4.sæti. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson býður sig fram í 4.-6.sæti Forvalið fer fram 8.- 10. sept­em­ber næst­kom­andi.Framboðsfrestur rennur út á morgun 3. september.

2.9.2016 Jóhanna Vigdís vill 3.sætið í Reykjavík

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík gefur kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík og sækist eftir 3.sætinu. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður sem sækist eftir 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti en alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Helgi Hjörvar hafa ekki gefið upp sæti enn sem komið er. Sig­urður Hólm Gunn­ars­son býður sig fram í 2.-3. sæti. Þá hafa þau Gunnar Alexander Ólafsson, Magnús Már Guðmundsson og Steinunn Ýr Einarsdóttir boðið sig fram í 3.-4.sæti. Þórarinn Snorri Sigurgeirsson býður sig fram í 4.-6.sæti Forvalið fer fram 8.- 10. sept­em­ber næst­kom­andi.Framboðsfrestur rennur út á morgun 3. september.

2.9.2016 Píratar felldu framboðslistann í Norðvestur

Kosningu um framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi lauk kl.16. Niðurstaðan var sú að já sögðu 119 en nei 153 og var því tillagan um framboðslistan felld. Líklega þýðir þetta að haldið verði nýtt prófkjör fyrir Norðvesturkjördæmi þar sem að allir félagsmenn Píarta á landinu eru á kjörskrá.

2.9.2016 Líneik Anna gefur kost á sér í 1.-3.sæti

Líneik Anna Sævarsdóttir gefur kost á sér í 1.-3.sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Áður höfðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Höskuldur Þórhallsson alþingismaður gefið kost á sér í það. Þórunn Egilsdóttir alþingismaður gefur einnig kost á sér áfram. Hjálmar Bogi Hafliðason varaþingmaður gefur kost á sér í 2.-4.sæti.

2.9.2016 Hanna Katrín í framboð fyrir Viðreisn

Hanna Katrín Friðriksson stefnir á að taka oddvitasæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Hanna Katrín er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Icepharma en var áður um skeið aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarson er hann var heilbrigðisráðherra.

2.9.2016 Hjálmar Bogi býður sig fram í 2.-4. sæti

Hjálmar Bogi Hafliðason varaþingmaður og grunnskólakennari á Húsavík býður sig fram í 2.-4.sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann hefur verið 1.varaþingmaður á þessu kjörtímabili og tekið alloft sæti. Aðrir sem vitað er til að hafi boðið sig fram eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson sem báðir sækjast eftir að leiða listann og þingkonurnar Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir sem skipuðu 3. og 4. sætið síðast.

2.9.2016 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á morgun

Á morgun fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í síðasta prófkjöri flokksins sem haldið var fyrir kosningarnar 2013 voru í þremur efstu sætunum Hanna Birna Kristjánsdóttir fv.innanríkisráðherra sem gefur ekki kost á sér, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem gefur ekki heldur kost á sér og Pétur H. Blöndal sem er látinn. Sjálfstæðisflokkurinn er með þrjá þingmenn í hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyrir sig.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sækist ein eftir 1. sætinu en hún gaf ekki kost á sér í síðustu alþingiskosningum en var áður þingmaður flokksins. Guðlaugur Þór Þórðarson gefur kost á sér í 2. sætið en hann lenti í 5. sæti síðast. Sigríður Á. Andersen sem varð þingmaður á kjörtímabilinu gefur einnig kost á sér í 2.sætið en hún lenti í 7. sæti síðast. Birgir Ármannsson gefur kost á sér í 2.-4.sæti en hann var 6. síðast. Brynjar Níelsson sækist eftir 3.sætinu en hann lenti í 4.sæti síðast. Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins bjóða sig fram í 3.sætið. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Kristjana G. Kristjánsdóttir og Ingibjörg Óðinsdóttir sækjast báðar eftir 4. sætinu en Ingibjörg lenti í 9. sæti síðast. Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eftir 5.sæti.

2.9.2016 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur á morgun

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi velur á framboðslista sinn í prófkjöri á morgun. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tvo þingmenn í kjördæminu. Nokkur spenna er um hver verður arftaki Einar Kr. Guðfinnssonar þingforseta og fyrrverandi ráðherra sem oddviti listans. Haraldur Benediktsson alþingismaður og fv. formaður Bændasamtaka Íslands sækist eftir að leiða listann en það gerir líka Teitur Björn Einarsson sonur Einars Odds Kristjánssonar fv.alþingismanns og aðstoðarmaður Bjarna Benedikssonar fjármálaráðherra. Teitur Björn bauð sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu kosningar og lenti þá í 9. sæti og var í 6.sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og varð því varaþingmaður.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra býður sig fram í 2.sætið en hún var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Jónína Erna Arnardóttir sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð býður sig fram í 2.-3.sæti. Hafdís Gunnarsdóttir forstöðumaður í liðveislu á Ísafirði í 3. sætið og Aðalsteinn Orri Arason landbúnaðar- og byggingarverktaki í Skagafirði á 4. sæti. Aðrir sem bjóða sig fram eru Gísli Elís Úlfarsson kaupmaður á Ísafirði, Guðmundur Júlíusson Akranesi, Jónas Þór Birgisson lyfsali og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og Steinþór Bragason framkvæmdastjóri á Ísafirði.

2.9.2016 Staðfestingarkosning Pírata í Norðvesturkjördæmi

Staðfestingarkosningu Pírata í Norðvesturkjördæmi lýkur í dag kl.16. Atkvæðisrétt í kosningunni hafa félagsmenn Pírata á landinu öllu. Þegar þetta er skrifað eru ríflega tveimur og hálfur tími eftir af kosningunni og hafa 269 greitt atkvæði sem ríflega 100 fleiri en tóku þátt í staðfestingarkosningu framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi. Ef lesnar eru athugasemdir við kosninguna á kosningavef Pírata er ljóst að listinn og efsti maður listans er umdeildur og því óljóst hvort að listinn verður samþykktur eða felldur. Verði hann felldur verður haldið nýtt prófkjör fyrir Norðvesturkjördæmi þar sem að allir félagsmenn Píarta á landinu eru á kjörskrá.

2.9.2016 Logi Már Einarsson vill leiða S-lista í Norðausturkjördæmi

Logi Már Einarsson bæjarfulltrúi á Akureyri og varaformaður Samfylkingarinnar gefur kost á sér í efsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Eins og kunnugt er mun Kristján L. Möller alþingismaður sem leitt hefur listann í undanförnum kosningum ekki gefa kost á sér áfram.

2.9.2016 Um helgina

Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi ganga frá framboðslista sínum á laugardag. Í dag rennur út framboðsfestur vegna tvöfalds kjördæmisþings í Norðausturkjördæmi.

Sjálfstæðisflokkur er með prófkjör í Norðvesturkjördæmi og fyrir Reykjavíkurkjördæmin á laugardag. Í Norðausturkjördæmi kjósa sjálfstæðismenn í efstu sætin á tvöföldu kjördæmisþingi á laugardag og ganga frá framboðslista á sunnudag.

Hjá Samfylkingu rennur út framboðfrestur í forvali flokksins í Suðvesturkjördæmi í dag og á morgun laugardag í Reykjavík. Á sunnudag munu samfylkingarmenn í Norðausturkjördæmi væntanlega samþykkja framboðslista sinn.

Kl. 16 í dag lýkur staðfestingarkosningu Pírata í Norðvesturkjördæmi. Ef marka má umræður á kosningavef Pírata er óvíst hvort listinn verður samþykktur eða ekki.

2.9.2016 Benedikt Jóhannesson í 1.sæti í Norðaustur

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar mun verða í 1.sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Þetta sagði hann í viðtali á Rás 1 í morgun.

1.9.2016 Ingunn Guðmundsdóttir tilbúin að taka sæti á lista Viðreisnar

Ing­unn Guðmunds­dótt­ir fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Árborg er gengin í Viðreisn og er tilbúin að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi alþingiskosningum. Ingunn var kjörin í bæjarstjórn Selfoss 1990 og 1994 og var oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum 1998 og 2002.

1.9.2016 Þorbjörg Sigríður í framboð fyrir Viðreisn

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst og áður saksóknari hjá ríkissaksóknara verður í einu af efstu sætum Viðreisnar í Reykjavík. Hún greinir frá þessu á facebooksíðu sinni.

31.8.2016 Viðreisn – þrjú efstu sætin í Norðvestur

Á vef BB.is í dag kemur fram að þrjú efstu sætin á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi skipi Gylfi Ólafsson hagfræðingur í Reykjavík (frá Ísafirði), Lee Ann Maginnis verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Blönduósi og Sturla Rafn Guðmundsson svæðisstjóri í Garðabæ. Jafnframt kemur fram að fullskipaðir listar Viðreisnar verði birtir þann 12. september n.k.

31.8.2016 Höskuldur sækist eftir að leiða í Norðaustur

Höskuldur Þórhallsson alþingismaður sækist eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og núverandi oddviti flokksins kjördæminu hefur einnig gefið út að hann sækist eftir að leiða listanna áfram. Þá hafa þær Lineik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir sem einnig eru þingmenn flokksins í kjördæminu gefið út að þær sækist eftir endurkjöri. Framboðsfrestur rennur út 2. september en valið verður á listann á tvöföldu kjördæmisþingi 17. september.

31.8.2016 VG í Norðvesturkjördæmi hefur póstkosningu að nýju

Á vef Skessuhorns kemur fram að kjörstjórn Vinstrihreyfingingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi hafi ákveðið að senda út nýja kjörseðla vegna forvals flokksins í kjördæminu og ógilda þannig áður senda kjörseðla. Síðasti dagur til að póstleggja atkvæðaseðlana átti að vera 5.september er ljóst er að það frestast eitthvað. Samtals eru 1.102 félagar í félögum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi og hefur fjölgað um 650 manns undanfarið. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1.470 atkvæði.

31.8.2016 Brynjar vill í 3.sætið og Birgir í 2.-4.sæti

Brynjar Níelsson alþingismaður sækist eftir 3.sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Birgir Ármannsson alþingismaður sækist eftir 2.-4.sætinu. Aðrir sem eru í framboði eru: Ólöf Nordal innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem sækist eftir 1. sæti. Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Á. Andersen alþingismenn sækist eftir 2.sæti.  Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir 3. sæti. Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sækjast eftir 4. sæti og Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eftir 5.sæti. Auk þess er Kristjana G. Kristjánsdóttir í framboði.

31.8.2016 Steinunn Ýrr vill 3.-4.sæti í Reykjavík

Stein­unn Ýr Ein­ars­dótt­ir rit­ari kvenna­hreyf­ing­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sæk­ist eft­ir 3.-4. stæi í forvarli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík. Aðrir sem boðið hafa sig fram eru: Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður sem sækist eftir 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti en alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Helgi Hjörvar hafa ekki gefið upp sæti enn sem komið er. Sig­urður Hólm Gunn­ars­son býður sig fram í 2.-3. sæti. Þá hafa þeir Gunnar Alexander Ólafsson og Magnús Már Guðmundsson boðið sig fram í 3.-4.sæti og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson í 4.-6.sæti Forvalið fer fram 8.- 10. sept­em­ber næst­kom­andi.Framboðsfrestur rennur út 3. september.

30.8.2016 Tíu í prófkjöri D-lista í Norðaustur

Tíu gefa kost á sér í sex efstu sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi en kosið um sætin á tvöföldu kjördæmisþingi 3. og 4. september n.k. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra býður sig einn fram í 1.sætið. Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður og Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi á Akureyri bjóða sig fram í 2. sætið. Ingbjörg Jóhannsdóttir nemi á Akureyri býður sig fram í 2.-5. sæti. Valdimar O. Hermannsson bæjarfulltrúi í Fjarðbyggð og Arnbjörg Sveinsdóttir fv.alþingismaður á Seyðisfirði bjóða sig fram í 3.sæti. Ketill Sigurður Jóelsson nemi á Akureyri og Elvar Jónsson laganemi og varaformaður SUS á Akureyri bjóða sig fram í 4.sætið. Melkorka Ýrr Yrsudóttur nemi á Akureyri býður sig fram í 4.-6.sæti og Daníel Sigurður Edvaldsson fjölmiðlafræðingur á Akureyri býður sig fram í 5.-6.sæti.

28.8.2016 Ólöf Nordal vill 1.sæti í Reykjavík

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Á. Andersen alþingismenn sækist eftir 2.sæti. Alþingismennir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson sækjast eftir sætum ofarlega. Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir 3. sæti. Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sækjast eftir 4. sæti og Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eftir 5.sæti. Auk þess er Kristjana G. Kristjánsdóttir í framboði.

27.8.2016 Karl og Lilja leiða í Reykjavík

Karl Garðarsson leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður en hann bar sigurorð af Þorsteini Sæmundssyni á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í morgun með 57% atkvæða gegn 43%.Þorsteinn mun því hverfa af þingi í haust. Lárus Sigurður Lárusson verður í 2.sæti. Sævar Þór Jónsson í 3.sæti, Ingveldur Sæmundsdóttir 4.sæti og Gunnar Kristinn Þórðarsoní 5.sæti.
Lilja Alfreðsdóttir mun leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður en hún bauð sig ein fram í það sæti.Ingvar Mar Jónsson verður í 2. sæti og Alex Björn Bülow Stefánsson í 3.sæti, Björn Ívar Björnsson í 4.sæti og Gissur Guðmundsson í 5.sæti.

26.8.2016 Staðfestingarkosning Pírata í NV hafin að nýju

Staðfestingarkosning Pírata í Norðvesturkjördæmi er hafin að nýju eftir að úrskurðað var að oddviti listans hafi ekki brotið reglur Pírata um prófkjör. Aðeins 14 sæti eru í tillögunni en fylla þarf 16 sæti til að ná fullum framboðslista. Nokkrar breytingar eru frá tillögunni sem lögð var fram fyrr í mánuðinum. Þrjú efstu sætin eru óbreytt en Hafsteinn Sverrisson sem var í 7. sæti færist upp í það 4. Við það færast Eiríkur Þór Theódórsson og Gunnar Ingiberg Guðmundsson niður um eitt sæti. Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir sem var í 6. sæti er ekki lengur á listanum. Við það færast þau Herbert Snorrason, Vigdís Pálsdóttir, Elís Svavarsson og Þorgeir Pálsson upp um eitt sæti. Þráinn Svan Gíslason og Fjölnir Már Baldursson sem voru í 12. og 13. sæti eru ekki lengur á listanum. Við það færast Gunnar Örn Rögnvaldsson og Ómar Ísak Hjartarson upp í 11. og 12. sæti. Nýr inn á listann kemur Egill Hansson í 13 sæti og að lokum er Hildur Jónsdóttir í 14. sæti en var í 16. áður. Kosningunni lýkur 2. september kl.16.Tillagan er sem hér segir:

1. Þórður Guðsteinn Pétursson, Íþróttafræðingur 8. Vigdís Pálsdóttir, heldriborgari
2. Gunnar Jökull Karlsson, verkamaður 9. Elís Svavarsson, umhverfis- og auðlindafræðingur
3. Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur 10. Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri
4. Hafsteinn Sverrisson, viðskiptalögfræðingur 11. Gunnar Örn Rögnvaldsson
5. Eiríkur Þór Theódórsson, sýningarstjóri 12. Ómar Ísak Hjartarson, háseti
6. Gunnar Ingiberg Guðmundsson, skipstjórnarmaður 13. Egill Hansson, listamaður
7. Herbert Snorrason, bóksali 14. Hildur Jónsdóttir, námsmaður

26.8.2016 Þrjú í framboði í forvali Samfylkingar í NV

Framboðsfrestur vegna forvals Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi rann út 19. ágúst sl. Kjósa átti í fjögur sæti en aðeins þrjú framboð bárust og verður því kosið um tvö efstu sætin. Frá þessu er greint á BB.is  Þau sem buðu sig fram eru Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður, Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri og Inga Björk Bjarnadóttir. Forvalið fer fram 8.-10. september n.k.

26.8.2016 Framsókn í Reykjavík velur á lista sína á morgun

Framsóknarmenn í Reykjavík velja á framboðslista sína í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður á tvöföldu kjördæmisþingi á morgun. Í suðurkjördæminu sækist Lilja Dögg Alfreðsdóttir ein eftir efsta sætinu. Ingvar Mar Jónsson og Alex Björn B. Stefánsson sækjast eftir 2.sæti og Gissur Guðmundsson eftir 2.-3.sæti. Björn Ívar Björnsson sækist eftir 3.-4. sæti og Ásgerður Jóna Flosadóttir eftir 4.-5.sæti. Í norðurkjördæminu er meiri spenna þar sem þingmennirnir Karl Garðarsson og Þorsteinn Sæmundsson sækjast báðir eftir efsta sætinu. Lárus Sigurður Lárusson sækist eftir 2.sætinu, Sævar Þór Jónsson eftir því 3. og Gunnar Kristinn Þórðarson eftir 3.-6.sæti.

26.8.2016 Þórarinn Snorri sækist eftir 4.-6. sæti í Reykjavík

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson stjórnmálafræðingur sækist eftir 4.-6.sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík í forvalinu sem haldið verður 8.-10. september.  Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður sem sækist eftir 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti en alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Helgi Hjörvar hafa ekki gefið upp sæti enn sem komið er. Sig­urður Hólm Gunn­ars­son býður sig fram í 2.-3. sæti. Þá hafa þeir Gunnar Alexander Ólafsson og Magnús Már Guðmundsson boðið sig fram í 3.-4.sæti. Framboðsfrestur rennur út 3. september.

26.8.2016 Valdimar O. Hermannsson vill 3.sætið í NA

Valdimar O. Hermannsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð sækist eftir 3. sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi en valið verður á listann á kjördæmisþingi 10.september n.k. Áður hafði Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður lýst því yfir að hún sækist eftir 2.sætinu og búist er við að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sækist eftir að leiða listann áfram.

26.8.2016 Sigríður Á. Andersen sækist eftir 2.sæti

Sigríður Á. Andersen sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem þýðir oddvitasæti í öðru kjördæminu. Líklega mun Ólöf Nordal innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir 1.sætinu. Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður sækist einnig eftir 2.sæti. Alþingismennir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson sækjast eftir sætum ofarlega. Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir 3. sæti. Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sækjast eftir 4. sæti og Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eftir 5.sæti. Auk þess er Kristjana G. Kristjánsdóttir í framboði.

25.8.2016 Björt framtíð birtir sex efstu í öllum kjördæmum

Björt framtíð birti í kvöld sex efstu sætin á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum. Þeir eru þannig:
Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Björt Ólafsdóttir alþingismaður 2.Sigrún Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og dósent í viðskiptafræði 3.Starri Reynisson laganemi 4.Sunna Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur 5.Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir leikari og leiklistarkennari 6.Steinþór Helgi Arnsteinsson viðburðarstjóri.
Reykjavíkurkjördæmi suður:  1.Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri 2.Eva Einarsdóttir frístunda- og félagsmálafræðingur og varaborgarfulltrúi 3.Unnsteinn Jóhannsson upplýsingafulltrúi, 4. Kaos Pilot Friðrik Rafnsson bókmenntaþýðandi 5.Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir lögreglukona 6.Steinunn Ása Þorvaldsdóttir starfsmaður mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Suðvesturkjördæmi: 1.Óttarr Proppé alþingmaður 2.Theodóra S. Þorsteinsdóttir lögfræðingur og formaður bæjarráðs í Kópavogi 3.Karólína Helga Símonardóttir mannfræðingur og verkefnastjóri 4.Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Garðabæ 5. Helga Björg Arnardóttir tónlistarkennari 6. Guðrún Alda Harðardóttir leikskóla- og háskólakennari.
Suðurkjördæmi: 1.Páll Valur Björnsson alþingmaður 2.Þórunn Pétursdóttir landgræðsluvistfræðingur 3.Lovísa Hafsteinsdóttir náms- og starfsráðgjafi 4.Jasmina Crnac stjórnmálafræðinemi 5.Eyrún Björg Magnúsdóttir framhaldsskólakennari og stjórnsýslufræðingur 6.Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri.
Norðvesturkjördæmi: 1.G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri 2.Kristín Sigurgeirsdóttir skólaritari 3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir skólaliði og handverkskona 4. Matthías Freyr Matthíasson barnaverndarstarfsmaður og laganemi 5.Gunnsteinn Sigurðsson umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 6.Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson fjallaleiðsögumaður.
Norðausturkjördæmi: 1.Preben Pétursson mjólkurtæknifræðingur 2.Dagný Rut Haraldsdóttir lögfræðingur 3.Arngrímur Viðar Ásgeirsson íþróttakennari og hótelstjóri 4.Haukur Logi Jóhannsson verkefnastjóri 5.Jónas Björgvin Sigurbergsson nemi og íþróttamaður 6.Margrét Kristín Helgadóttir stjórnsýslufræðingur og lögfræðingur.

25.8.2016 Uppstilling hjá Framsókn í Suðvestur

Í kvöld samþykktu framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi að viðhafa uppstillingu á framboðslista flokksins í kjördæminu. Fram kom að Eygló Þóra Harðardóttir velferðarráðherra og Willum Þór Þórsson alþingismaður gefa kost á sér áfram. Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður hefur hins vegar boðið sig fram í prófkjöri á kjördæmisþingi í Reykjavíkurkjördæmi norður.

25.8.2016 Oddviti Pírata í Norðvestur braut ekki reglur

Þórður Guðsteinn Pét­urs­son oddviti Pírata í Norðvest­ur­kjör­dæmi, sem smalaði fólki og fékk það til að kjósa sig, braut ekki gegn próf­kjörs­regl­um þar sem reglan sem bannaði smölun tók ekki gildi fyrr en eft­ir að smöl­un­in átti sér stað. Þetta segir í niðurstöðu úrskurðanefndar Pírata. Framkvæmdastjóri Pírata og kosningastjóri Pírata lögðu kæruna fram. Búast má því við að staðfestingarkosning á framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi geti því hafist fljótlega. Ekki liggur fyrir hvernær staðfestingarkosning á framboðslistum Pírata á höfuðborgarsvæðinu hefst.

25.8.2016 Bryndís Haraldsdóttir vill 4 sætið í SV

Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Frambjóðendur í kjördæminu eru fimmtán. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sem búist er við að leiði listann. Jón Gunnarsson alþingismaður hefur boðið sig fram í 2. sætið, Elín Hirst alþingismaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í 2.-4. sæti, Vilhjálmur Bjarnason „ekki fjárfestir“ í 2.-4.sæti, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 2.-4.sæti, Óli Björn Kárason í 3.sæti, Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrú í Kópavogi í 3.sæti, Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri í 3.-4. sæti og Tinna Dögg Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri í 5.s æti. Aðrir í framboði eru Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur, Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda, Kristín Thoroddsen varabæjarfulltrúi og flugfreyja og Viðar Snær Sigurðsson öryrki.Prófkjörið fer fram 10. september.

25.8.2016 Guðlaugur Þór vill 2. sætið

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sækist eftir 2.sætinu í prófkjöri flokksins í kjördæmunum tveimur. Það þýðir að hann sækist eftir að leiða lista flokksins í öðru hvoru kjördæminu. Leiða má líkum að því að Ólöf Nordal innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins muni því sækjast eftir 1.sætinu. Alþingismennir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson sækjast eftir sætum ofarlega. Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir 3. sæti. Sigríður Ásthildur Andersen alþingismaður, Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sækjast eftir 4. sæti og Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir eftir 5.sæti. Auk þess er Kristjana G. Kristjánsdóttir í framboði.

24.8.2016 Jóna Sólveig vill í framboð í Suðurkjördæmi

Jóna Sólveig Elínardóttir aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands frá Sólheimahjáleigu ætlar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í alþingkosningunum. Hún stefnir á eitt af efstu sætum flokksins í Suðurkjördæmi.

24.8.2016 Listi Pírata í Norðausturkjördæmi samþykktur

Kosningu um lista Pírata í Norðausturkjördæmi lauk á hádegi. Listinn var samþykktur með 157 atkvæðum gegn 39. Þetta er í annað skipti sem að listinn er borinn undir atkvæði félagsmanna Pírata en breytingar urðu á honum sökum endurtalningar. Píratar eru því tilbúnir með tvo framboðslista en auk Norðausturkjördæmi hefur verið samþykktur listi í Suðurkjördæmi. Prófkjörum er lokið vegna framboðslista í kjördæmunum á höfuðborgarsvæðinug og í Norðvesturkjördæmi er kosning um þá lista hefur ekki hafist. Sennilega er það vegna endurtalningar og einhverrar endurröðunar sem það hefur leitt af sér. Framboðslistinn í Norðausturkjördæmi er sem hér segir:

1. Einar Brynjólfsson 11. Stefán Víðisson
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir 12. Martha Elena Laxdal
3. Gunnar Ómarsson 13. Garðar Valur Alfreðsson
4. Hans Jónsson 14. Linda Björg Arnheiðardóttir
5. Sævar Þór Halldórsson 15. Þorsteinn Siglaugsson
6. Helgi Laxdal 16. Sólveig Ósk Guðmundsdóttir
7. Albert Gunnlaugsson 17. Sigurður Páll Behrend
8. Gunnar Rafn Jónsson 18. Hugrún Jónsdóttir
9. Íris Hrönn Garðarsdóttir 19. Unnur Erlingsdóttir
10. Jóhannes Guðni Halldórsson 20. Kristrún Ýr Einarsdóttir

24.8.2016 Haukur Logi hættur við framboð

Haukur Logi Karlsson lögfræðingur sem boðið hafði sig fram í 1.sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur dregið framboð sitt til baka þar sem að aðstæður hans hafa breyst. Baráttan um 1.sætið í kjördæminu mun því standa á milli þingmannanna Þorsteins Sæmundssonar og Karls Garðarssonar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður er Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra ein í framboði í 1. sæti.

23.8.2016 Alþýðufylkingin auglýsir eftir framboðum

Alþýðufylk­ing­in hef­ur sent frá sér frétta­til­kynn­ingu þar hún auglýsir eftir fram­bjóðend­um á alþing­kosn­ing­ar í haust. Tekið er fram að áhuga­sam­ir þurfa að vera á kjör­skrá og styðja stefnu flokks­ins um „fé­lagsvæðingu á fjár­mála­kerf­inu og öðrum innviðum sam­fé­lags­ins“.

23.8.2016 Þorsteinn Víglunds í framboð fyrir Viðreisn

Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að gefa kost á sér fyrir Viðreisn og hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri SA.

23.8.2016 Sigurður Hólm vill 2.-3. sæti hjá Samfylkingu

Sig­urður Hólm Gunn­ars­son býður sig fram í 2.-3. sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­víkurkjördæmunum. Sig­urður starfar sem for­stöðumaður hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður sem sækist eftir 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti en alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Helgi Hjörvar hafa ekki gefið upp sæti enn sem komið er. Þá hafa þeir Gunnar Alexander Ólafsson og Magnús Már Guðmundsson boðið sig fram í 3.-4.sæti. Framboðsfrestur rennur út 3. september.

23.8.2016 Pawel vill í framboð fyrir Viðreisn í Reykjavík

Pawel Bartoszek stærðfræðing­ur hefur lýst yfir áhuga að taka eitt af efstu sæt­um fram­boðslista flokks­ins í Reykja­vík. Hann greindi frá þessu á Face­book í morg­un. Pawel hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins og var m.a. í 18. sæti á framboðslista flokksins við borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 2010.

23.8.2016 Gylfi Ólafsson vill í efstu sæti Viðreisnar í NV

Gylfi Ólafsson hagfræðingur frá Ísafirði segir í viðtali við BB.is að hann sækist eftir einu af efstu sætunum á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Gísli Halldór Halldórsson formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir í viðtali við sama fjölmiðil að fimm efstu sætin verði orðin ljós á fimmtudaginn.

23.8.2016 Auður Alfa vill 3.-4.sætið í Suðvestur

Auður Alfa Ólafs­dótt­ir stjórn­mála­hag­fræðing­ur sækist 3.-4. sæti í próf­kjöri Sam­fylkingar í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Auk hennar býður Árni Páll Árnason alþingismaður og fv.formaður Samfylkingarinnar sig til áframhaldandi forystu. Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar býður sig fram í 1.-2. sæti. Í annað sætið bjóða sig fram Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Sema Erla Sedar formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Í þriðja sætið bjóða sig fram Símon Birgisson leikhúsfræðingur og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Framboðsfrestur rennur út 2. september.

23.8.2016 Framboðsmál framboða sem ekki hafa þingmenn

C-listi Viðreisn. Er nýtt stjórnmálaafl og það eina fyrir utan þá flokka sem hafa þingmenn sem mælst hafa með nægilegt fylgi til að ná kjörnum þingmönnum. Flokkurinn boðar að framboðslistar verði klárir um næstu mánaðarmót en uppstillingarnefndir eru að störfum í öllum kjördæmum.
T-listi Dögun. Bauð fram í síðustu alþingiskosningum og hlaut þá 3,1% atkvæða. Um helgina tilkynnti Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi að hann myndi bjóða sig fram undir merkjum Dögunar. Það gerðu einnig Ása Lind Finnbogadóttir, Baldvin Björgvinsson, Björgvin Vídalín, Erling Ingvarsson, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, Gunnar Skúli Ármannsson, Helga Þórðardóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Sigríður Fossberg Thorlacius og Sigurjón Þórðarson fv. alþingismaður Frjálslynda flokksins. Kjördæmisráð villa að uppstillingu í öllum kjördæmum.
I-listi Flokkur heimilanna. Flokkurinn bauð fram í síðustu alþingiskosningum og hlaut 3,0% atkvæða. Ekki er vitað af neinni virkni í flokknum eftir það en forsvarsmenn flokksins segjast vera að íhuga framboð nái þeir að stilla upp listum í öllum kjördæmum.
R-listi Alþýðufylkingin bauð fram í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum og hlaut 118 atkvæði. Flokkurinn stefnir að framboði í öllum kjördæmum.
H-listi Húmanistaflokkurinn bauð fram í Reykjavíkurkjördæmunum í síðustu kosningum og hlaut 126 atkvæði. Flokkurinn boðar framboð í komandi alþingiskosningum en óvíst í hvað mörgum kjördæmum.
E-listi Íslenska þjóðfylkingin er nýr stjórnmálaflokkur sem m.a. inniheldur félagsmenn úr Hægri grænum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
F-listi Flokkur fólksins er nýr stjórnmálaflokkur og undirbýr framboð í öllum kjördæmum og stefnir á framboðslistar verði tilbúnir 10.september n.k.

23.8.2016 Framboðsmál Bjartrar framtíðar

Björt framtíð mun stilla upp á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Skipuð hefur verið  nefnd sem ger­ir til­lögu um átta­tíu manna stjórn sem tek­ur síðan ákvörðun um hvernig list­arn­ir verða skipaðir. Gert er ráð fyrir að þeir verði tilbúnir fyrir 10.september en þá verður ársþing flokksins haldið. Helmingur þingmanna flokksins gefur kost á sér áfram. Það eru þau Björt Ólafsdóttir og Óttar Proppé í Reykjavík og Páll Valur Björnsson í Suðurkjördæmi.

23.8.2016 Framboðsmál Samfylkingarinnar

Forval verður haldið hjá Samfylkingunni í Norðvesturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og í Reykjavíkurkjördæmunum helgina 8.-10.september. Uppstilling verður hins vegar í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
Í Norðvesturkjördæmi rann framboðsfrestur út á föstudaginn. vitað er um þrjú framboð. Þau eru frá Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanni í 1.sætið, Gunnari Brjánssyni framkvæmdastjóra í 1.sætið og Ingu Björk Bjarnadóttur í 1.-2.sæti.
Í Suðvesturkjördæmi býður Árni Páll Árnason alþingismaður og fv.formaður Samfylkingarinnar sig til áframhaldandi forystu. Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar býður sig fram í 1.-2. sæti. Í annað sætið bjóða sig fram Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og Sema Erla Sedar formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Í þriðja sætið bjóða sig fram Símon Birgisson leikhúsfræðingur og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Framboðsfrestur rennur út 2. september.
Í Reykjavíkurkjördæmunum bjóða þingmennirnir fjórir sig fram áfram. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sækist eftir 1.sæti, Valgerður Bjarnadóttir í 1.-2.sæti en þeir Össur Skarphéðinsson og Helgi Hjörvar hafa ekki gefið upp sæti enn sem komið er. Þá hafa þeir Gunnar Alexander Ólafsson og Magnús Már Guðmundsson boðið sig fram í 3.-4.sæti. Framboðsfrestur rennur út 3. september.
Í Suðurkjördæmi verður stillt upp og hefur Oddný Harðardóttir alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar sagt að hún sækist eftir endurkjöri. Í Norðausturkjördæmi er einnig uppstilling en þar hefur enginn gefið sig fram opinberlega en búist er við að Logi Eianrsson bæjarfulltrúi á Akureyri og varaformaður Samfylkingarinnar leiði listann.

23.8.2016 Framboðsmál Framsóknarflokksins

Á laugardaginn verður valið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Í Reykjavíkurkjördæmi suður býður Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sig ein fram í 1.sætið. Í annað sætið býður sig fram Alex Björn B. Stefánsson og Gissur Guðmundsson í 2.-3.sæti. Í norðurkjördæminu bjóða þeir Karl Garðarsson alþingismaður, Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður og Haukur Logi Karlsson lögfræðingur sig allir fram í efsta sætið og Lárus Sigurður Lárusson sig fram í 2.sætið. Aðrir sem bjóða sig fram í 2.-5.sæti eru Ásgerður Jóna Flosadóttir, Björn Ívar Björnsson, Gunnar Kristinn Þórðarson, Ingvar Mar Jónsson og Sævar Þór Jónsson.
Í Norðvesturkjördæmi verður stillt upp á lista og verður gengið frá endanlegum lista á kjördæmisþingi fyrstu helgina í september. Þar sækist Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eftir því að leiða listann áfram og Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður sækist eftir 2.sætinu.
Í Norðausturkjördæmi verður valið á lista á tvöföldu kjördæmisþingi 17. september. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fv.forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins sækist eftir að leiða listann en alþingismennirnir Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir sækjast öll eftir endurkjöri.
Í Suðurkjördæmi verður valið á lista á tvöföldu kjördæmisþingi 24. september. Búist er við að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra leiði listann og hefur Silja Dögg Gunnarsdóttir boðið sig fram í 2.sætið. Einar Freyr Elínarson hefur gefið kost á sér í 3.sætið.
Á fimmtudagskvöld verður ákveðið á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hvaða aðferð viðhöfð til að velja á framboðslista. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra og Willum Þór Þórsson alþingismaður gefa kost á sér til endurkjörs.

23.8.2016 Framboðsmál Vinstri grænna

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur gengið frá framboðslista í Norðausturkjördæmi. Þar eru efst Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður og Björn Valur Gíslason fv.alþingismaður og varaformaður flokksins.

Í Norðvesturkjördæmi verður varið á listann með forval sem lýkur 5. september.  Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður sækist eftir 1.sæti en það gerir einnig Bjarni Jónsson sveitarstjórarmaður í Skagafirði. Lárus Ástmar Hannesson bæjarfulltrúi í Stykkishólmi sækist eftir 1.-2.sæti, Einar Gíslason í Borgarnesi 1.-3. sæti, Reynir Eyvindarson á Akranesi 2.-6. sæti, Dagný Rósa Úlfarsdóttir sveitarstjórnarmaður í Skagabyggð 3.-5.sæti, Ingi Hans Jónsson í Grundarfirði 3.-6. sæti, Bjarki Hjörleifsson í Stykkishólmi 4.-5.sæti, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Kleppjárnsreykjum 4.-6. sæti, Hjördís Pálsdóttir Stykkishólmi 5.-7. sæti og Berghildur Pálmadóttir Grundarfirði 6.-8. sæti

Uppstilling verður í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Í Reykjavíkurkjördæmunum er vitað að alþingismennirnir Katrín Jakobsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Svandís Svavarsdóttir gefa kost á sér. Ekki er vitað um hverjir gefa kost á sér í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi.

23.8.2016 Framboðsmál Sjálfstæðisflokks

Sjálfstæðisflokkurinn heldur 4 prófkjör til að velja á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum verður það haldið 3. september en í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi þann 10. september. Í Norðausturkjördæmi velja sjálfstæðismenn á lista á kjördæmisþingi 3.-4. september. Framboðsfrestur er runninn út nema í Norðausturkjördæmi þar sem fresturinn rennur út á mánudagskvöld.
Í Norðvesturkjördæmi eru tólf frambjóðendur. Um fyrsta sætið keppa þeir Haraldur Benediktsson alþingismaður og Teitur Björn Einarsson (Einars Odds Kristjánssonar) aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra býður sig fram í 2.sætið, Jónína Erna Arnardóttir sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð í 2.-3.sæti, Hafdís Gunnarsdóttir forstöðumaður á Ísafirði í 3. sætið og Aðalsteinn Orri Arason í 4. sæti. Aðrir sem bjóða sig fram eru Gísli Elís Úlfarsson Ísafirði, Guðmundur Júlíusson Akranesi, Jónas Þór Birgisson bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og Steinþór Bragason Ísafirði.
Í Reykjavíkurkjördæmunum eru fimmtán frambjóðendur. Þar sækjast alþingismennir Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson og Guðlaugur Þór Þórðarson allir eftir sætum ofarlega eða forystusætum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra býður sig fram og gera má ráð fyrir að hún sækist eftir að leiða annan hvorn listann. Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins sækjast eftir 3. sæti. Sigríður Ásthildur Andersen alþingismaður, Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sækjast eftir 4. sæti og Guðmundur Franklin Jónsson fv.formaður Hægri grænna sækist eftir 4.-6.sæti. Þá sækist Sindri Einarsson eftir 5.sæti. Aðrir í framboði eru Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Kristjana G. Kristjánsdóttir.
Í Suðvesturkjördæmi eru frambjóðendur fimmtán. Þar er búist við að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins leiði listann. Jón Gunnarsson alþingismaður hefur boðið sig fram í 2. sætið, Elín Hirst alþingismaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í 2.-4. sæti, Vilhjálmur Bjarnason „ekki fjárfestir“ í 2.-4.sæti, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 2.-4.sæti, Óli Björn Kárason í 3.sæti, Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrú í Kópavogi í 3.sæti, Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri í 3.-4. sæti og Tinna Dögg Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri í 5.s æti. Aðrir í framboði eru Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur, Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda, Kristín Thoroddsen varabæjarfulltrúi og flugfreyja og Viðar Snær Sigurðsson öryrki.
Í Suðurkjördæmi  eru frambjóðendur ellefu. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra býður sig fram í 1.sæti en það gerir einnig Páll Magnússon fv.útvarpsstjóri. Ásmundur Friðriksson alþingismaður býður sig fram í 1.-2. sæti og Árni Johnsen fv.alþingismaður í eitt af efstu sætunum. Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður býður sig fram í 2.sæti, Oddgeir Ágúst Ottesen varaþingmaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Árnason alþingismaður í 3. sæti, Kristján Óli Níels Sigmundsson í 3.-4.sæti, Ísak Ernir Kristinsson verkefnastjóri í 4. sæti, Bryndís Einarsdóttir í 4.sæti og Brynjólfur Magnússon í 5. sæti.
Í Norðausturkjördæmi hefur Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður lýst yfir framboði í 2. sætið en ekki er annað vitað en að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sækist eftir því að leiða listann áfram. Framboðsfrestur er ekki runninn út í Norðausturkjördæmi.

23.8.2016 Framboðsmál Pírata

Píratar eru komnir lengst með sín framboðsmál. Samþykktur hefur verið framboðslisti í Suðurkjördæmi þar sem Smári McCharthy leiðir, Oktavía Hrund Jónsdóttir er í öðru sæti og Þórólfur Júlían Dagsson í því þriðja.
Framboðslisti í Norðausturkjördæmi er í staðfestingarkosningu að nýju eftir endurtalningu en samkvæmt tillögunni er Einar Brynjólfsson efstur, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir í öðru sæti og Gunnar Ómarsson í því þriðja.
Framboðslisti í Norðvesturkjördæmi var kominn í staðfestingarkosningu en var dreginn til baka úr henni og talið að nýju. Framboðslistinn er ekki kominn aftur í staðfestingarkosningu. Sömu sögu er að segja af framboðslistum flokksins á höfuðborgarsvæðinu.

22.8.2016 Sigríður Ingibjörg vill leiða í Reykjavík

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Reykjavík vill leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Aðrir sem boðið hafa sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmin eru þingmennirnir Össur Skarphéðinsson og Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður í 1.-2.sæti, Gunnar Alexander Ólafsson í 3.-4. sæti og Magnús Már Guðmundsson sem einnig gefur kost á sér í 3.-4.sæti.

22.8.2016 Guðmundur Ari vill 3.sætið í Suðvestur

Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son bæj­ar­full­trúi á Seltjarn­ar­nesi sækist eftir 3. sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Aðrir sem boðið hafa sig fram eru: Árni Páll Árnason alþingismaður í 1.sæti, Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður í 1.-2. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 2.sæti, Sema Erla Sedar form.Samfylkingarinnar í Kópavogi í 2.sæti og Símon Birgisson leikhúsfræðingur í 3. sæti.

21.8.2016 Sturla Jónsson í framboð fyrir Dögun

Sturla Jónsson forsetaframbjóðandi og vörubílstjóri hefur ákveðið að bjóða sig fram til Alþingis í komandi kosningum undir merkjum Dögunar. Sturla leiddi lista Frjálslynda flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 2009 og en listinn hlaut 700 atkvæði eða 1,98%. Hann bauð fram eigin lista undir nafninu Sturla Jónsson – K-listi í alþingiskosningunum 2013 og hlaut þá 222 atkvæði eða 0,63%. Sturla bauð sig fram í forsetakosningunum í sumar og hlaut þá samtals 6.446 atkvæði og 3,53% gildra atkvæða.
Dögun hélt í dag vinnufund þar sem kosningaundirbúningur var m.a. á dagskrá. Auk Sturlu hafa a.m.k. eftirtaldir lýst yfir framboði fyrir Dögun á facebooksíðum sínum: Ása Lind Finnbogadóttir, Baldvin Björgvinsson, Björgvin Vídalín, Erling Ingvarsson, Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, Gunnar Skúli Ármannsson, Helga Þórðardóttir, Ragnar Þór Ingólfsson, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, Sigríður Fossberg Thorlacius og Sigurjón Þórðarson fv. alþingismaður Frjálslynda flokksins.

21.8.2016 Kosið um lista Pírata í NA að nýju

Hafin er ný staðfestingarkosning á lista Pírata í Norðausturkjördæmi eftir endurtalningu. Kosningu um listann lýkur 24. ágúst kl.12. Breytingarnar voru að að Hans Jónsson sem var í 3. sæti færðist niður í það 4. og Gunnar Ómarsson færðist upp í það 3. Að auki víxluðust 7. og 8. sæti. Tillagan sem nú er afgreiðslu er sem hér segir:

1. Einar Brynjólfsson 11. Stefán Víðisson
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir 12. Martha Elena Laxdal
3. Gunnar Ómarsson 13. Garðar Valur Alfreðsson
4. Hans Jónsson 14. Linda Björg Arnheiðardóttir
5. Sævar Þór Halldórsson 15. Þorsteinn Siglaugsson
6. Helgi Laxdal 16. Sólveig Ósk Guðmundsdóttir
7. Albert Gunnlaugsson 17. Sigurður Páll Behrend
8. Gunnar Rafn Jónsson 18. Hugrún Jónsdóttir
9. Íris Hrönn Garðarsdóttir 19. Unnur Erlingsdóttir
10. Jóhannes Guðni Halldórsson 20. Kristrún Ýr Einarsdóttir

21.8.2016 Einar Freyr vill 3.sæti á B-lista í Suður

Einar Freyr Elínarson bóndi og formaður samtaka ungra bænda býður sig fram í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. Búist er við að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra verði í 1. sæti og Silja Dögg Gunnarsdóttir hefur gefið kost í sér í 2.sætið eins og síðast.

20.8.2016 Elsa Lára sækist eftir 2.sæti á B-lista

Elsa Lára Arnardóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi gefur kost á sér í 2.sætið á lista flokksins í komandi kosningum. Í dag tilkynnti Ásmundur Einar Daðason alþingismaður flokksins í kjördæminu að hann gefi ekki kost á sér. Búist er við að Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verði áfram í efsta sæti í kjördæminu.

20.8.2016 Uppstilling og tvöfalt kjördæmisþing hjá Framsókn

Framsóknarflokkurinn í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi samþykktu í dag að halda tvöfalt kjördæmisþing til að raða á lista flokksins. Í Norðvesturkjördæmi var ákveðið að viðhafa uppstillingu.

20.8.2016 Fimmtán í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur

Fimmtán tilkynntu framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en framboðsfrestur rann út kl.16 í gær. Þau eru: Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Bryndís Haraldsdóttir bæjarfulltrúi, Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda, Elín Hirst alþingismaður, Helga Ingólfsdóttir bókari og bæjarfulltrúi, Jón Gunnarsson alþingismaður, Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi, skrifstofustjóri og varaþingmaður, Kristín Thoroddsen varabæjarfulltrúi og flugfreyja, Óli Björn Kárason varaþingmaður, ritstjóri og útgefandi, Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri, Tinna Dögg Guðlaugsdóttir framkvæmdastjóri og meistaranemi í lögfræði, Viðar Snær Sigurðsson öryrki, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður og Vilhjálmur Bjarnason löggiltur fasteignasali og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna

20.8.2016 Ásmundur Einar hættir á þingi

Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjordæmi tilkynnti í dag á kjördæmisþingi að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Hann er átjándi þingmaðurinn sem sækist ekki eftir endurkjöri og sjöundi þingmaður Framsóknarflokksins  sem sækist ekki eftir endurkjöri.

19.8.2016 Símon Birgisson í prófkjör Samfylkingar

Símon Birgisson leikhúsfræðingur í Hafnarfirði gefur kost á sér í 3. sæti á lista Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Árni Páll Átnason alþingismaður og fv. formaður Samfylkingarinnar boðið sig fram í 1. sæti, Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður í 1.-2.sæti, og þær Margrét Gauja Magnúsdóttir og Sema Erla Serdar  í 2. sætið.

19.8.2016 Margrét Tryggvadóttir í framboð fyrir Samfylkinguna í Suðvestur

Margrét Tryggvadóttir sem kjörin var á þing fyrir Borgarahreyfinguna í alþingiskosningunum 2009 en gekk síðan í Hreyfinguna býður sig fram í 1.-2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Í síðustu kosningum leiddi Margrét lista Dögunar í Suðvesturkjördæmi en flokkurinn hlaut 3,8% í kjördæminu. Áður höfðu þau Árni Páll Átnason alþingismaður og fv. formaður Samfylkingarinnar boðið sig fram í 1. sæti og  þær Margrét Gauja Magnúsdóttir og Sema Erla Serdar boðið sig fram í 2. sætið.

19.8.2016 Píratar samþykkja framboðslista í Suðurkjördæmi

Kosningu um framboðslista Pírata í Suðurkjördæmi lauk á hádegi. Listinn var samþykktur með 228 atkvæðum gegn 14. Áður höfðu Píratar samþykkt lista í Norðausturkjördæmi. Listinn verður því skipaður sem hér segir:

1. Smári McCharthy
2. Oktavía Hrund Jónsdóttir
3. Þórólfur Júlían Dagsson
4. Álfheiður Eymarsdóttir
5. Elsa Kristjánsdóttir
6. Kristinn Ágúst Eggertsson
7. Trausti Björgvinsson
8. Albert Svan Sigurðsson
9. Valgarður Reynisson
10. Kári Jónsson
11. Hólmfríður Bjarnadóttir
12. Ármann Halldórsson
13. Jack Hrafnkell Daníelsson
14. Marteinn Þórsson
15. Halldór Berg Harðarson
16. Viljálmur Geir Ásgeirsson
17. Sigurður Ágúst Hreggviðsson
18. Elvar Máni Svansson
19. Andri Steinn Harðarson
20. Örn Karlsson

19.8.2016 Sveinn Óskar vill 3.-4.sæti í Suðvestur

Sveinn Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri býður sig fram í 3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi.  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og
formaður Sjálfstæðisflokksins sækist að öllum líkindum eftir 1.sætinu. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Jón Gunnarsson alþingismaður í 2.sæti, Elín Hirst alþingismaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í 2.-4.sæti, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 2.-4.sæti, Óli Björn Kárason varaþingmaður í 3.sæti og Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi. Framboðsfrestur rennur út kl.16 í dag og prófkjörið fer fram 10.september nk.

19.8.2016 Sema Erla sækist eftir 2.sæti í Suðvestur

Sema Erla Ser­d­ar stjórnmálafræðingur og  formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi sæk­ist eft­ir 2. sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi fyrir alþing­kosn­ingarnar í haust. Auk hennar hefur Árni Páll Átnason alþingismaður og fv. formaður Samfylkingarinnar boðið sig fram í 1. sæti og Margrét Gauja Magnúsdóttir boðið sig fram í 2. sætið.

19.8.2016 Í dag …

… á hádegi í dag lýkur staðfestingarkosningu á framboðslista Pírata í Suðurkjördæmi. Ríflega 240 hafa greitt atkvæði.

… kl.16 rennur framboðsfrestur út fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Búist er við að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og
formaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 1.sætinu. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Jón Gunnarsson alþingismaður í 2.sæti, Elín Hirst alþingismaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í 2.-4.sæti, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 2.-4.sæti, Óli Björn Kárason varaþingmaður í 3.sæti og Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi. Prófkjörið fer fram 10.september nk.

… á miðnætti rennur framboðsfrestur út fyrir forval Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þar hafa þrír boðið sig fram. Þau eru Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður sem sækist eftir 1.sæti, Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri HSV sem einnig sækist eftir 1.sætinu og Inga Björk Bjarnadóttir sem sækist eftir 1.-2.sæti. Forvalið fer fram 8-10. september n.k.

19.8.2016 Karen Elísabet vill sæti á D-lista í Suðvestur

Kar­en Elísa­bet Hall­dórs­dótt­ir bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi gefur kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi vegna alþing­kosn­ing­anna í haust.Búist er við að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 1.sætinu. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Jón Gunnarsson alþingismaður í 2.sæti, Elín Hirst alþingismaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í 2.-4.sæti, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 2.-4.sæti og Óli Björn Kárason varaþingmaður í 3.sæti.

19.8.2016 Valgerður Bjarnadóttir vill 1.-2.sæti

Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Reykjavík sækist eftir 1.-2. sæti á lista Samfylkingar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Einnig bjóða sig fram alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson, Helgi Hjörvar og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir. Til viðbótar bjóða þeir Gunnar Alexander Ólafsson og Magnús Már Guðmundsson sig fram í 3.-4. sæti.

18.8.2016 Margrét Gauja sækist eftir 2.sætinu í Suðvestur

Margrét Gauja Magnúsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sækist eftir því að skipa 2.sæti framboðslista flokksins. Áður hafði Árni Páll Árnason lýst því yfir að hann sæktist eftir því að skipa 1.sætið.

18.8.2016 Endurtalning hjá Pírötum í Norðvestur

Talið verður að nýju hjá Pírötum í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Staðfestingarkosning vegna framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi var tekin út úr  kosningakerfi Pírata í gær en hún átti að standa til miðnættis 21. ágúst. Endurtalningin er líklega til komin vegna þess að frambjóðandinn Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir kafteinn Pírata á Vestfjörðum hefur dregið framboð sitt til baka.

17.8.2016 Framboð Pírata í Norðvesturkjördæmi

Staðfestingarkosning vegna framboðslista Pírata í Norðvesturkjördæmi er ekki lengur að finna í kosningakerfi Pírata en hún átti að standa til miðnættis 21. ágúst. Ekki kemur fram á veg Pírata hvers vegna það sé. Deilur hafa verið um prófkjör í kjördæminu og listann sem lagður var fram til staðfestingar og hefur Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir kafteinn Pírata á Vestfjörðum sem er í 6. sæti samkvæmt tillögunni dregið framboð sitt til baka og leggur til að listinn verði felldur þar sem að Þórður Guðsteinn Pétursson efsti maður listans hafi smalað í prófkjörið. Alls tóku 95 manns þátt í prófkjörinu.

17.8.2016 Jón Gunnarsson sækist eftir 2.sæti

Jón Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í kjördæminu. Í síðustu kosningum var hann í 3.sæti. Búist er við að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sækist eftir 1.sætinu. Aðrir sem hafa boðið sig fram eru Elín Hirst alþingismaður í 2.-3.sæti, Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í 2.-4.sæti, Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði í 2.-4.sæti og Óli Björn Kárason varaþingmaður í 3.sæti.

17.8.2016 Flokkur heimilanna hyggur á framboð

Flokkur heimilanna sem bauð fram í alþingiskosningunum 2013 hyggur á framboð í komandi alþingiskosningum. Samkvæmt fréttum RÚV ætlar flokkurinn þó ekki að bjóða fram nema að hann nái að koma fram listum í öllum kjördæmum. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn rúmlega 3% atkvæða.

17.8.2016 Árni Páll vill leiða S-lista í Suðvestur

Árni Páll Árnason alþingismaður og fv.formaður Samfylkingarinnar vill leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hinn þingmaður flokksins í kjördæminu, Katrín Júlíusdóttir, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Þá hefur Magnús Orri Schram 1. varaþingmaður flokksins í kjördæminu gefið út að hann ætli ekki að gefa kost á sér.

17.8.2016 Guðjón Brjánsson vill 1.sætið á S-lista í NV

Guðjón Brjánsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands sækist eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Áður hafði Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður boðað framboð í 1.sætið og Inga Björk Bjarnadóttir sóst eftir 1.-2.sætinu. Valið verður á framboðslistann í forvali 8.-10.september n.k.

17.8.2016 Valgerður Gunnarsdóttir vill 2.sætið áfram

Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sækist eftir því að vera áfram í 2.sætinu á lista flokksins í kjördæminu. Búist er við því að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sækist eftir að leiða listann. Valið verður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 3.-4. september n.k.

17.8.2016 Sturla Jónsson hyggur á þingframboð

Sturla Jónsson hyggur á framboð til alþingiskosninga í haust. Þetta kom fram í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Vænta má yfirlýsingar um framboðið eftir helgi. Sturla leiddi lista Frjálslynda flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 2009 og en listinn hlaut 700 atkvæði eða 1,98%. Hann bauð fram eigin lista undir nafninu Sturla Jónsson – K-listi í alþingiskosningunum 2013 og hlaut þá 222 atkvæði eða 0,63%. Sturla bauð sig fram í forsetakosningunum í sumar og hlaut þá samtals 6.446 atkvæði og 3,53% gildra atkvæða.

17.8.2016 Framboðsmál Pírata

Píratar eru lengst komnir með sín framboðsmál. Í Norðausturkjördæmi hefur flokkurinn samþykkt lista eftir prófkjör. Í suðurkjördæmi er staðfestingarkosning vegna framboðslista í gangi en henni lýkur á hádegi á föstudag. Sömuleiðis er staðfestingarkosning í Norðvesturkjördæmi en þar hefur Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir kafteinn Pírata á Vestfjörðum sem er í 6. sæti samkvæmt tillögunni dregið framboð sitt til baka og leggur til að listinn verði felldur þar sem að Þórður Guðsteinn Pétursson efsti maður listans hafi smalað í prófkjörið. Alls tóku 95 manns þátt í prófkjörinu. Staðfestingarkosningu í Norðvesturkjördæmi lýkur á miðnætti þann 21. ágúst. Í sameiginlegu prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu fór fram endurtalning eftir að einhverjir frambjóðendur drógu framboð sín til baka. Staðfestingarkosning á framboðslistum í kjördæmunum þremur er ekki hafin.

16.8.2016 Magnús Heimir hættur við framboð.

Magnús Heimir Jónasson laganemi hefur ákveðið að draga framboð sitt fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til baka. Fimmtán eru í framboði. Þau eru: Albert Guðmundsson laganemi og formaður Heimdallar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson alþingismaður, Brynjar Níelsson alþingismaður, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Guðmundur Edgarsson málmenntafræðingur, Guðmundur Franklín Jónsson hótelstjóri, Herdís Anna Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður og mannauðsstjóri, Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður, Kristjana G. Kristjánsson flugliði hjá WOW Air, Ólöf Nordal innanríkisráðherra, Sigríður Ásthildur Andersen alþingismaður og Sindri Einarsson framkvæmdastjóri.

15.8.2016 Endurtalning í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu

Píratar hafa látið framkvæma endurtalningu að brottfelldum þeim 5 sem hættu við þátttöku í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. Þetta hefur leitt til endurröðunar á úrslitum prófkjörsins og leitt til þess að það þarf að fara yfir framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Staðfestingarkosning á framboðslistunum mun því frestast eitthvað þess vegna.

15.8.2016 Tillaga að lista Pírata í Norðvesturkjördæmi

Fram er komin tillaga að lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Kosningu um listann lýkur á miðnætti 21. ágúst. Ein breyting er frá úrslitum prófkjörsins þar sem að Eva Pandora Baldursdóttir færðist upp í 3. sæti upp fyrir Eirík Þór Theódórsson sem lenti í því sæti en skipar 4.sæti listans samkvæmt tillögunni.

1. Þórður Guðsteinn Pétursson, Íþróttafræðingur 9. Vigdís Pálsdóttir, heldriborgari
2. Gunnar Jökull Karlsson, verkamaður 10. Elís Svavarsson, umhverfis- og auðlindafræðingur
3. Eva Pandora Baldursdóttir, viðskiptafræðingur 11. Þorgeir Pálsson, framkvæmdastjóri
4. Eiríkur Þór Theódórsson, sýningarstjóri 12. Þráinn Svan Gíslason, sálfræðingur
5. Gunnar Ingiberg Guðmundsson, skipstjórnarmaður 13. Fjölnir Már Baldursson, sjómaður
6. Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, þjónustufulltrúi 14. Gunnar Örn Rögnvaldsson
7. Hafsteinn Sverrisson, viðskiptalögfræðingur 15. Ómar Ísak Hjartarson, háseti
8. Herbert Snorrason, bóksali 16. Hildur Jónsdóttir, námsmaður

15.8.2016 Úrslit í Prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi

Prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi liggja fyrir. Samtals greiddu atkvæði 95 en frambjóðendur voru 17. Röðun frambjóðenda var sem hér segir:

1. Þórður Guðsteinn Pétursson
2. Gunnar Jökull Karlsson
3. Eiríkur Þór Theódórsson
4. Eva Pandóra Baldursdóttir
5. Gunnar Ingiberg Guðmundsson
6. Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir
7. Hafsteinn Sverrisson
8. Herbert Snorrason
9. Vigdís Pálsdóttir
10. Elís Svavarsson
11. Þorgeir Pálsson
12. Hildur Jónsdóttir
13. Þráinn Svan Gíslason
14. Fjölnir Már Baldursson
15. Gunnar Örn Rögnvaldsson
16. Ómar Ísak Hjaltason
17. Egill Hansson

15.8.2016 Tillaga að lista Pírata í Suðurkjördæmi

Eftirfarandi tillaga að lista Pírata í Suðurkjördæmi hefur verið lögð fram til afgreiðslu í kosningakerfi flokksins. Kosningu lýkur á hádegi 19.ágúst.

1. Smári McCarthy 11. Hólmfríður Bjarnadóttir
2. Oktavía Hrund Jónsdóttir 12. Ármann Halldórsson
3. Þórólfur Júlían Dagsson 13. Jack Hrafnkell Daníelsson
4. Álfheiður Eymarsdóttir 14. Marteinn Þórsson
5. Elsa Kristjánsdóttir 15. Halldór Berg Harðarson
6. Kristinn Ágúst Eggertsson 16. Vilhjálmur Geir Ásgeirsson
7. Trausti Björgvinsson 17. Sigurður Ágúst Hreggviðsson
8. Albert Svan Sigurðsson 18. Elvar Már Svansson
9. Valgarður Reynisson 19. Andri Steinn Harðarson
10. Kári Jónsson 20. Örn Karlsson

15.8.2016 Jóhanna María hættir á þingi

Jóhanna María Sigmundsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi segir frá því á facebook-síðu sinni að hún hyggist ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Jóhanna er sautjándi alþingismaðurinn sem ekki hyggst láta reyna á endurkjör í kosningunum í haust.

14.8.2016 Tillaga að listum Pírata á höfuðborgarsvæðinu

Tillögur að framboðslistum Pírata í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi liggja fyrir. Þeir verða bornir undir atkvæði í kosningakerfi flokksins. Listi hefur þegar verið samþykktur í Norðausturkjördæmi og í Norðvesturkjördæmi stendur prófkjör yfir en því lýkur á morgun. Þar höfðu 79 greitt atkvæði þegar þetta er skrifað. Listarnir á höfuðborgarsvæðinu eru sem hér segir:

Reykjavík norður Reykjavík suður Suðvestur
Birgitta Jónsdóttir Ásta Helgadóttir Jón Þór Ólafsson
Björn Leví Gunnarsson Gunnar Hrafn Jónsson Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Halldóra Mogensen Viktor Orri Valgarðsson Andri Þór Sturluson
Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir Olga Cilia Sara E. Þórðardóttir Oskarsson
Snæbjörn Brynjarsson Arnaldur Sigurðarson Þór Saari
Lilja Sif Þorsteinsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Kjartan Jónsson Hákon Helgi Leifsson Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Helena Stefánsdóttir Andrés Helgi Valgarðsson Bergþór H. Þórðarson
Salvör Kristjana Gissurardóttir Elsa Nore Grímur Friðgeirsson
Jón Þórisson Hrannar Jónsson Kári Valur Sigurðsson
Helgi Jóhann Hauksson Guðfinna Kristinsdóttir Heimir Örn Hómarsson
Svafar Helgason Benjamín Sigurgeirsson Bjartur Thorlacius
Hákon Már Oddsson Jóhanna Sesselja Erludóttir Friðfinnur Finnbjörnsson
Steinn Eldjárn Sigurðsson Nói Kristinsson Jón Jósef Bjarnason
Seth Sharp Helgi Már Friðgeirsson Lárus Vilhjálmsson
Árni Steingrímur Sigurðsson Ólafur Örn Jónsson Ólafur Sigurðsson
Mínerva M. Haraldsdóttir Lind Völundardóttir Kristín Vala Ragnarsdóttir
Friðrik Álfur Mánason Björn Ragnar Björnsson Sigurður Erlendsson
Sólveig Lilja Óladóttir Guðjón Sigurbjartsson Maren Finnsdóttir
Birgir Steinarsson Brandur Karlsson Ásta Hafberg
Lýður Árnason Guðmundur Ásgeirsson Ásmundur Guðjónsson
María Hrönn Gunnarsdóttir Dagbjört L. Kjartansdóttir Elsa Kr. Sigurðardóttir
Einar Sveinbjörn Guðmundsson
Þorsteinn Barðason
Birgir Þröstur Jóhannsson
Róbert Marvin Gíslason

14.8.2016 Vilhjálmur Bjarnason vill 2.-4. sæti á D-lista í Suðvestur

Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður vill 2.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Í kosningunum 2013 skipaði hann 4.sætið. Búist er við að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra sækist eftir 1.sætinu. Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem skipaði 2.sætið síðast gefur ekki kost á sér og hafa þrír frambjóðendur lýst yfir áhuga á því. Það eru Elín Hirst alþingismaður sem sækist eftir 2.sætinu, Vilhjálmur sem sækist eftir 2.-4. sæti og Helga Ingólfsdóttir sem sækist eftir 2.-4.sæti. Þá hefur Jón Gunnarsson alþingismaður sagt sækjast eftir endurkjöri en hann var í 3.sæti síðast. Auk þessara hefur Óli Björn Kárason varaþingmaður sagt sækjast eftir 3.sætinu en hann skipaði það 6. síðast.

14.8.2016 Óli Björn Kárason vill 3.sæti á D-lista í Suðvestur

Óli Björn Kárason varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sækist eftir 3.sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Óli Björn er 1.varaþingmaður flokksins í kjördæminu en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 5 þingsæti í kjördæminu í kosningunum 2013.

14.8.2016 Magnús Már vill 3.-4.sæti á S-lista í Reykjavík

Magnús Már Guðmundsson borgarfulltrúi sækist eftir 3.-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem haldið verður 8.-10.september. Áður hafði Gunnar Alexander Ólafsson kynnt að hann sækist eftir sömu sætum. Búist er við að þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, þau Össur Skarphéðinsson, Valgerður Bjarnadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar sækist öll eftir endurkjöri.

13.8.2016 Efstu sæti á listum Pírata á höfuðborgarsvæðinu

Tillögur að efstu sætum á listum Pírata á höfuðborgarsvæðinu eru sem hér segir skv. Ruv.is: Birgitta Jónsdóttir, pírati, mun leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Björn Leví Gunnarsson verður í öðru sæti og Halldóra Mogensen það þriðja. Jón Þór Ólafsson leiðir lista pírata í Suðvesturkjördæmi, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður í öðru sæti listans og  Andri Þór Sturluson í því þriðja. Ásta Helgadóttir leiðir framboðslistann í Reykjavíkurkjördæmi suður, Gunnar Hrafn Jónsson verður í öðru sæti og Viktor Orri Valgarðsson í því þriðja.Tillögurnar verða að því loknu bornar upp í kosningu í rafrænu kosningakerfi Pírata.

13.8.2016 Ellefu í prófkjöri D-lista í Suðurkjördæmi

Ellefu framboð bárust í prófkjöri D-lista í Suðurkjördæmi. Þau eru: Árni Johnsen fv.alþingismaður, Ásmundur Friðriksson alþingismaður, Bryndís Einarsdóttir skólastjóri, Brynjólfur Magnússon lögfræðingur, Ísak Ernir Kristinsson, Kristján Óli Níels Sigmundsson, Oddgeir Ágúst Ottesen hagfræðingur og varaþingmaður, Páll Magnússon fv.útvarpsstjóri, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður og Vilhjálmur Árnason alþingismaður.

13.8.2016 Ólína Þorvarðardóttir vill leiða S-lista í Norðvestur

Ólína Kjerjúlf Þorvarðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi vill leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún hóf kjörtímabilið sem varaþingmaður en varð þingmaður við andlát Guðbjartar Hannessonar. Inga Björk Bjarnadóttir hefur boðað framboð sitt í 1.-2.sæti listans.

12.8.2016 Sextán í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út kl. 16:00 í dag. Sextán skiluðu inn framboði. Þeir eru: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins, Albert Guðmundsson laganemi og formaður Heimdallar, Birgir Ármannsson alþingismaður, Brynjar Níelsson alþingismaður, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Guðmundur Edgarsson málmenntafræðingur, Guðmundur Franklín Jónsson hótelstjóri, Herdís Anna Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri, Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi, Ingibjörg Óðinsdóttir mannauðsstjóri, Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður, Kristjana G. Kristjánsson Cabin crew / flugliði hjá WOW Air, Magnús Heimir Jónasson laganemi, Ólöf Nordal  innanríkisráðherra, Sigríður Ásthildur Andersen alþingismaður og Sindri Einarsson framkvæmdastjóri.

12.8.2016 Úrslit í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu

Kosningu er lokið í sameiginlegu prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Samtals greiddu 1.034 atkvæði af 2.872 sem voru á kjörskrá eða 35,97%. Frambjóðendur voru 105. Úrslit urðu sem hér segir:

1. Birgitta Jónsdóttir 36. Svafar Helgason 71. Einar Sveinbjörn Guðmundsson
2. Jón Þór Ólafsson 37. Benjamín Sigurgeirsson 72. Þorsteinn Barðason
3. Ásta Guðrún Helgadóttir 38. Heimir Örn Hólmarsson 73. Birgir Þröstur Jóhannsson
4. Björn Leví Gunnarsson 39. Hákon Már Oddsson 74. Róbert Marvin Gíslason
5. Gunnar Hrafn Jónsson 40. Kári Gunnarsson 75. Hugi Hrafn Ásgeirsson
6. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir 41. Mínerva Margrét Haraldsdóttir 76. Karl Brynjar Magnússon
7. Viktor Orri Valgarðsson 42. Bjartur Thorlacius 77. Þorsteinn Hjálmar Gestsson
8. Halldóra Mogensen 43. Steinn Eldján Sigurðarson 78. Viktor Traustason
9. Andri Þór Sturluson 44. Friðfinnur Finnbjörnsson 79. Ingibergur Sigurðsson
10. Sara Þórðardóttir Oskarsson 45. Jóhanna Sesselja Erludóttir 80. Hermundur Sigmundsson
11. Þór Saari 46. Nói Kristinsson 81. Eyþór Jónsson
12. Olga Margrét Cilia 47. Guðmundur Ragnar Guðmundsson 82. Kristján Óttar Klausen
13. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir 48. Seth Sharp 83. Jón Gunnar Borgþórsson
14. Katla Hólm Þórhildardóttir 49. Jón Jósef Bjarnason 84. Ágústa Erlingsdóttir
15. Snæbjörn Brynjarsson 50. Lárus Vilhjálmsson 85. Ingibjörg Hinriksdóttir
16. Arnaldur Sigurðarson 51. Árni Steingrímur Sigurðsson 86. Ragnar Þór Jónsson
17. Dóra Björt Guðjónsdóttir 52. Ólafur Sigurðsson 87. Friðrik Indriðason
18. Lilja Sif Þorsteinsdóttir 53. Helgi Már Friðgeirsson 88. Kristján Már Gunnarsson
19. Hákon Helgi Leifsson 54. Ólafur Örn Jónsson 89. Friðrik Þór Gestsson
20. Kjartan Jónsson 55. Friðrik Álfur Mánason 90. Arnar Ævarsson
21. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson 56. Sólveig Lilja Óladóttir 91. Sigurður Haraldsson
22. Andrés Helgi Valgarðsson 57. Sigurður Erlendsson 92. Björn Axel Jónsson
23. Kristín Vala Ragnarsdóttir 58. Lind Völundardóttir 93. Aðalsteinn Agnarsson
24. Helena Stefánsdóttir 59. Maren Finnsdóttir 94. Guðmundur Ingi Kristinsson
25. Finnur Þ. Gunnþórsson 60. Ásta Hafberg 95. Unnar Már Sigurbjörnsson
26. Salvör Kristjana Gissurardóttir 61. Björn Ragnar Björnsson 96. Guðlaugur Ólafsson
27. Bergþór Heimir Þórðarson 62. Birgir Steinarsson 97. Jón Eggert Guðmundsson
28. Elsa Nore 63. Ásmundur Guðjónsson 98. Arnar Ingi Thors
29. Jón Þórisson 64. Guðjón Sigurbjartsson 99. Jón Garðar Jónsson
30. Erna Ýr Öldudóttir 65. Brandur Karlsson 100. Sigurður Haukdal
31. Grímur R. Friðgeirsson 66. Lýður Árnason 101. Árni Björn Guðjónsson
32. Hrannar Jónsson 67. María Hrönn Gunnarsdóttir 102. Guðbrandur Jónsson
33. Kári Valur Sigurðsson 68. Guðmundur Ásgeirsson 103. Konráð Eyjólfsson
34. Helgi Jóhann Hauksson 69. Dagbjört L. Kjartansdóttir 104. Sigrún Viðarsdóttir
35. Guðfinna Kristinsdóttir 70. Elsa Kristín Sigurðardóttir 105. Jakob Trausti Arnarsson

12.8.2016 Tólf í framboð á B-lista í Reykjavík

Tólf bjóða sig fram á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en framboðsfrestur rann út á miðnætti. Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sækist ein eftir efsta sætinu í Reykjavíkurkjördæmi suður en í norðurkjördæminu sækjast þeir Karl Garðarsson alþingismaður, Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður og Haukur Logi Karlsson lögfræðingur allir eftir efsta sætinu. Þá sækist Lárus Sigurður Lárusson héraðsdómslögmaður eftir 2. sætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður. Aðrir sem sækjast eftir 2.-5. sæti eru: Alex Björn B. Stefánsson háskólanemi, Ásgerður Jóna Flosadóttir MBA og BA í stjórnmála- og fjölmiðlafræði, Björn Ívar Björnsson háskólanemi, Gissur Guðmundsson matreiðslumaður, Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur, Ingvar Mar Jónsson flugstjóri og varaborgarfulltrúi og Sævar Þór Jónsson héraðsdómslögmaður.

12.8.2016 Oddgeir Ottesen vill 2.-3. sæti á D-lista í Suðurkjördæmi

Odd­geir Ágúst Ottesen hag­fræðing­ur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gef­ur kost á sér í 2.-3. sæti í próf­kjöri flokksins í kjördæminu sem haldið verður þann 10. sept­em­ber. Odd­geir er bú­sett­ur í Hvera­gerði og hef­ur hann setið sem varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins á þessu kjör­tíma­bili.Aðrir sem gefið hafa kost á sér eru: Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, sem sækist eftir að leiða listann áfram, Páll Magnússon fv.útvarpsstjóri sækist eftir 1. sæti, Ásmundur Friðriksson alþingismaður sem sækist eftir 1.-2. sætinu, Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður sem sækist eftir 2. sætinu,  og Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem sækist eftir 3. sætinu, Árni Johnsen fv.alþingismaður eftir einu af efstu sætum listans, Kristján Óli Níels Sigmundsson eftir 3.-4. sætinu, Bryndís Einarsdóttir skólastjóri sækist eftir 4.sætinu og Brynjólfur Magnússon lögfræðingur sem sækist eftir 5.sætinu. Framboðsfrestur rann út  10.ágúst.

12.8.2016 Björt framtíð stillir upp á framboðslista

Björt framtíð mun stilla upp á framboðslista sína í öllum kjördæmum. Skipuð hefur verið  nefnd sem ger­ir til­lögu um átta­tíu manna stjórn sem tek­ur síðan ákvörðun um hvernig list­arn­ir verða skipaðir. Gert er ráð fyrir að þeir verði tilbúnir fyrir 10.september en þá verður ársþing flokksins haldið. Þetta hefur mbl.is eftir Helgu Sigrúnu Harðardóttur kosningastjóra Bjartrar framtíðar.

12.8.2016 Ellefu í forvali VG í Norðvestur

Framboðsfrestur í forvali VG í Norðvesturkjördæmi rann út sl. miðvikudag og eru ellefu í framboði þau eru: Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður á Suðureyri (1.sæti), Bjarni Jónsson fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki (1.sæti), Lárus Ástmar Hannesson sveitarstjórnarmaður og grunnskólakennari Stykkishólmi (1.-2.sæti), Einar Gíslason Borgarnesi (1.-3.sæti), Reynir Eyvindarson Akranesi (2.-6.sæti), Dagný Rósa Úlfarsdóttir grunnskólakennari og sveitarstjórnarmaður Skagabyggð (3.-5.sæti),  Ingi Hans Jónsson Grundarfirði (3.-6.sæti), Bjarki Hjörleifsson Stykkishólmi (4.-5.sæti), Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir líffræðikennari Kleppjárnsreykjum (4.-6.sæti), Hjördís Pálsdóttir  þjóðfræðingur Stykkishólmi (5-7.sæti) og Berghildur Pálmadóttir Grundarfirði (6.-8.sæti). Forvalið fer fram í póstkosningu sem lýkur 5. september.

12.8.2016 Eva H. Baldursdóttir vill 2.-3.sætið á S-lista í Reykjavík

Eva H. Baldursdóttir,  lögfræðingur og varaborgarfulltrúi, gefur kost á sér í 2. – 3. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar í haust.

12.8.2016 Illugi Gunnarsson hættir á þingi

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum. Hann greinir frá því á facebook-síðu sinni.

12.8.2016 Haukur Logi Karlsson sækist eftir að leiða B-lista í Reykjavík norður

Haukur Logi Karlsson lögfræðingur sækist eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Áður höfðu alþingismennirnir Þorsteinn Sæmundsson og Karl Garðarsson því yfir að þeir hefðu áhuga á að leiða lista flokksins í kjördæminu.

12.8.2016 Inga Björk Bjarnadóttir sækist eftir 1.-2.sæti á S-lista í NV

Inga Björk Bjarnadóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.-2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi en prófkjör fer fram 8.-10. september n.k. Ólína Þorvarðardóttir er þingmaður flokksins í kjördæminu og mun sækjast eftir endurkjöri.

12.8.2016 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Framboðsfrestur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út kl.16 í dag. Þau sem hafa boðið sig fram eru Birgir Níelsson alþingismaður, Birgir Ármannsson alþingismaður, Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður, Sigríður Ásthildur Andersen alþingismaður, Ólöf Nordal innanríkisráðherra, Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður. Beðið er eftir yfirlýsingu frá Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra um hvort hann gefi kost á sér áfram.

12.8.2016 Lilja Dögg vill leiða B-lista í Reykjavík suður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra vill leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Áður höfðu þeir Karl Garðarsson og Þorsteinn Sæmundsson lýst því yfir að þeir sækist eftir að leiða lista flokksins í norðurkjördæminu. Valið verður á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum á tvöföldu kjördæmisþingi 27. ágúst.

12.8.2016 Prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi lokið

Prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi lauk á miðnætti og greiddu 113 atkvæði af 413 á kjörskrá eða 27,4%. Frambjóðendur voru 25. Úrslit urðu þessi:

1. Smári McCharthy
2. Oktavía Hrund Jónsdóttir
3. Þórólfur Júlían Dagsson
4. Álfheiður Eymarsdóttir
5. Elsa Kristjánsdóttir
6. Kristinn Ágúst Eggertsson
7. Trausti Björgvinsson
8. Albert Svan Sigurðsson
9. Valgarður Reynisson
10. Kári Jónsson
11. Hólmfríður Bjarnadóttir
12. Ármann Halldórsson
13. Jack Hrafnkell Daníelsson
14. Marteinn Þórsson
15. Halldór Berg Harðarson
16. Viljálmur Geir Ásgeirsson
17. Sigurður Ágúst Hreggviðsson
18. Elvar Máni Svansson
19. Andri Steinn Harðarson
20. Örn Karlsson
21. Sighvatur Lárusson
22. Friðrik Guðmundsson
23. Björn Helgason
24. Karl Oskar Svendsen
Elín Finnbogadóttir dró framboð til baka

11.8.2016 Gunnar A. Ólafsson vill 3.-4. sætið á S-lista í Reykjavík

Gunn­ar Al­ex­and­er Ólafs­son sæk­ist eft­ir 3. -4. sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík vegna kom­andi alþing­is­kosn­inga. Búist er við Össur Skarphéðinsson, Valgerður Bjarnadóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum sækist eftir endurkjöri.

11.8.2016 Bryndís Einarsdóttir sækist eftir 4.sæti á D-lista í Suðurkjördæmi

Bryndís Einarsdóttir skólastjóri Listdansskóla Reykjanesbæjar búsett í Garði sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Áður höfðu eftirtaldir gefið kost á sér: Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, sem sækist eftir að leiða listann áfram, Páll Magnússon fv.útvarpsstjóri sækist eftir 1. sæti, Ásmundur Friðriksson alþingismaður sem sækist eftir 1.-2. sætinu, Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður sem sækist eftir 2. sætinu,  og Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem sækist eftir 3. sætinu, Árni Johnsen fv.alþingismaður eftir einu af efstu sætum listans, Kristján Óli Níels Sigmundsson eftir 3.-4. sætinu og Brynjólfur Magnússon lögfræðingur sem sækist eftir 5.sætinu. Framboðsfrestur rann út á miðnætti.

11.8.2016 Guðmundur Steingrímsson hættir á þingi

Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar og fv.formaður flokksins hyggst ekki gefa kost á sér komandi alþingiskosningum. Guðmundur hefur setið á Alþingi fyrir sem varamaður fyrir Samfylkinguna, fyrir Framsóknarflokk og núverandi kjörtímabil fyrir Bjarta framtíð. Hann er þriðji þingmaður Bjartrar framtíðar sem ekki hyggst gefa kost á sér í kosningunum en áður höfðu þau Brynhildur Pétursdóttir og Róbert Marshall gefið út að þau hyggist ekki halda áfram.

11.8.2016 Karl Garðarsson sækist eftir að leiða í Reykjavík norður

Karl Garðarsson alþingismaður sækist eftir að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Áður hafði Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi gefið út að hann sækist eftir sama sæti.

11.8.2016 Bjarni Jónsson vill leiða VG í Norðvestur

Bjarni Jónsson fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði vill leiða lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Hann er sonur Jóns Bjarnason fv.alþingismanns og ráðherra VG sem bauð sig fram fyrir Regnbogann í síðustu alþingiskosningum. Áður höfðu boðið sig fram þau Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður i 1.sæti,  Lárus Ástmar Hannesson í 1.-2.sæti, Einar Gíslason í 1.-3.sæti og Dagný Rósa Úlfarsdóttir í 3.-5.sæti.

10.8.2016 Tíu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur

Samkvæmt tilkynningu frá kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi taka tíu þátt í prófkjöri flokksins sem haldið verður 3. september nk. Þeir eru: Aðalsteinn Arason Skagafirði, Gísli Elís Úlfarsson Ísafirði, Guðmundur Júlíusson Akranesi, Hafdís Gunnarsdóttir Ísafirði, Haraldur Benediktsson Hvalfjarðarsveit, Jónas Þór Birgisson Ísafirði, Jónína Erna Arnardóttir Borgarnesi, Steinþór Bragason Ísafirði, Teitur Björn Einarsson Reykjavík og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Kópavogi.

10.8.2016 Páll Magnússon vill leiða D-lista í Suðurkjördæmi

Páll Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóri gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kemur fram á mbl.is. Áður höfðu eftirtaldir gefið kost á sér: Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra, sem sækist eftir að leiða listann áfram, Ásmundur Friðriksson alþingismaður sem sækist eftir 1.-2. sætinu, Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður sem sækist eftir 2. sætinu,  og Vilhjálmur Árnason alþingismaður sem sækist eftir 3. sætinu, Árni Johnsen fv.alþingismaður eftir einu af efstu sætum listans, Kristján Óli Níels Sigmundsson eftir 3.-4. sætinu og Brynjólfur Magnússon lögfræðingur sem sækist eftir 5.sætinu. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti.

10.8.2016 Brynjólfur Magnússon vill 5. sætið á D-lista í Suðurkjördæmi

Brynjólfur Magnússon 28 ára lögfræðingur úr Þorlákshöfn sækist eftir 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Aðrir sem lýst hafa yfir framboðum eru alþingismennirnir Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem sækist eftir að leiða listann áfram, Ásmundur Friðriksson sem sækist eftir 1.-2. sætinu, Unnur Brá Konráðsdóttir sem sækist eftir 2. sætinu og Vilhjálmur Árnason sem sækist eftir 3. sætinu. Auk þeirra sækist Árni Johnsen fv.alþingismaður eftir einu af efstu sætum listans og Kristján Óli Níels Sigmundsson eftir 3.-4. sætinu. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti.

10.8.2016 Dagný Rósa í forval VG í NV

Dagný Rósa Úlfarsdóttir grunnskólakennari og sveitarstjórnarmaður í Skagabyggð býður sig fram í 3.-5.sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Áður höfðu eftirtaldir tilkynnt um framboð: Lilja Rafney Magnúsdóttir sem sækist eftir 1. sæti, Lárus Ástmar Hannesson sem sækist eftir 1.-2.sæti og Einar Gíslason sem sækist eftir 1.-3.sæti. Framboðsfrestur rennur út í dag.

10.8.2016 Íslenska þjóðfylkingin – E-listi

Innanríkisráðuneytið hefur úthlutað Íslensku þjóðfylkingunni listabókstafnum E. Flokkurinn hefur boðað framboð í öllum kjördæmum.

9.8.2016 Unnur Brá vill 2. sætið áfram

Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gaf út í dag að hún sækist eftir því að skipa 2. sæti listans eins og í síðustu alþingiskosningum. Aðrir sem lýst hafa yfir framboðum eru alþingismennirnir Ragnheiður Elín Árnadóttir, sem sækist eftir að leiða listann áfram, Ásmundur Friðriksson sem sækist eftir 1.-2. sætinu og Vilhjálmur Árnason sem sækist eftir 3. sætinu. Auk þeirra sækist Árni Johnsen fv.alþingismaður eftir einu af efstu sætum listans og Kristján Óli Níels Sigmundsson eftir 3.-4. sætinu.

9.8.2016 Ingibjörg Óðinsdóttir í prófkjör í Reykjavík

Ingibjörg Óðinsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri flokksins sem haldið verður 3. september n.k. Aðrir sem boðað hafa framboð eru alþingismennirnir Brynjar Níelsson, Birgir Ármannsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigríður Ásthildur Andersen, Ólöf Nordal innanríkisráðherra, Jón Ragnar Ríkharðsson sjómaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur ekki gefið upp hvort hann sækist eftir endurkjöri. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut sex þingsæti í Reykjavíkurkjördæmunum í kosningunum 2013, þrjú í hvoru kjördæmi.

9.8.2016 Prófkjör Pírata

Þrjú prófkjör eru í gangi hjá Pírötum til að velja á framboðslista í fimm kjördæmum.
Í sameiginlegu prófkjöri fyrir höfuðborgarsvæðið hafa 472 kosið en frambjóðendur eru 105. Kosningu lýkur 12. ágúst kl.18.
Í prófkjöri í Suðurkjördæmi hafa 72 kosið en frambjóðendur eru 25. Kosningu lýkur á miðnætti þann 11. ágúst.
Prófkjör í Norðvesturkjördæmi hófst síðdegis í gær. Þar hafa 14 greitt atkvæði en frambjóðendur eru 17. Kosningu lýkur 14. ágúst kl.18.

8.8.2016 Hafdís Gunnarsdóttir sækist eftir 3.sæti á D-lista í NV

Hafdís Gunnarsdóttir forstöðumaður liðveislu hjá Ísafjarðarbæ býður sig fram í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hafdís er sjötti frambjóðandinn í prófkjörinu. Aðrir sem boðað hafa framboð eru Haraldur Benediktsson alþingismaður sem sækist eftir 1.sætinu, Teitur Björn Einarsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem einnig sækist eftir efsta sætinu, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem sækist eftir 2.sæti, Jónína Erna Arnardóttir sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð sem sækist eftir 2.-3. sæti og Aðalsteinn Orri Arason húsasmiður og búfræðingur í Varmahlíð.

8.8.2016 Sautján frambjóðendur í prófkjöri Pírata í NV

Kosning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi hefst í dag. Sautján eru í framboði. Þau eru: Egill Hansson, Eiríkur Þór Theódórsson, Elís Svavarsson, Eva Pandóra Baldursdóttir, Fjölnir Már Baldursson, Gunnar Ingiberg Guðmundsson, Gunnar Jökull Karlsson, Gunnar Örn Rögnvaldsson, Hafsteinn Sverrisson, Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, Herbert Snorrason, Hildur Jónsdóttir, Ómar Ísak Hjaltason, Vigdís Pálsdóttir, Þorgeir Pálsson, Þórður Guðsteinn Pétursson og Þráinn Svan Gíslason. Prófkjörið er rafrænt og stendur til 14. ágúst.

7.8.2016 Húmanistaflokkurinn boðar framboð í haust

Júlíus K. Valdimarsson talsmaður Húmanistaflokksins greindi frá því á Útvarpi Sögu í júlí að flokkurinn hyggði á framboð í alþingiskosningunum í haust. Tengil á viðtalið er að finna á facebooksíðu flokksins.

6.8.2016 Aðalsteinn Orri Arason sækist eftir 4. sæti á D-lista í NV

Aðalsteinn Orri Arason húsasmiður og búfræðingur í Varmahlíð í Skagafirði sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í gær og vitað er um fimm framboð.

Aðrir sem boðað hafa framboð eru Haraldur Benediktsson alþingismaður sem sækist eftir 1.sætinu, Teitur Björn Einarsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem einnig sækist eftir efsta sætinu, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem sækist eftir 2.sæti og Jónína Erna Arnardóttir sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð sem sækist eftir 2.-3. sæti.

5.8.2016 Helga Ingólfsdóttir sækist eftir 2.-4. sæti á D-lista í SV

Helga Ing­ólfs­dótt­ir bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Hafnar­f­irði greindi frá því í dag að hún hefði ákveðið að sækjast eftir 2.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm þingmenn í kjördæminu og hefur einn þeirra, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, gefið það út að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri. Hinir þingmenn flokksins í kjördæminu eru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Elín Hirst.

5.8.2016 Jónína Erna sækist eftir 3.sæti á D-lista í Norðvestur

Jónína Erna Arnardóttir sveitarstjórnarmaður Sjálfstæðisflokksins í Borgarbyggð hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem að fram kemur að hún sækist eftir 2.-3. sæti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur í prófkjörinu rennur út kl.16 í dag. Aðrir sem boðað hafa framboð eru Haraldur Benediktsson alþingismaður sem sækist eftir 1.sætinu, Teitur Björn Einarsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem einnig sækist eftir efsta sætingu og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem sækist eftir 2.sæti.

5.8.2016 Framboðsmál flokkanna að skýrast

Framboðsmál þeirra ellefu framboða sem boðað hafa framboð eru á misjöfnum stað en eru þó að skýrast hjá stærstu stjórnmálaflokkunum.
Píratar hafa þegar lagt fram framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi. Prókjöri fyrir höfuðborgarkjördæmin og Suðurkjördæmi lýkur 12. ágúst og í Norðvesturkjördæmi 14. ágúst.
Sjálfstæðisflokkurinn mun ákveða framboðslista sína í prófkjörum í Reykjavík og Norðvesturkjördæmi þann 3.september, í Suðvestur- og Suðurkjördæmum 10. september og á kjördæmisþingi í Norðausturkjördæmi 3.-4. september.
Framsóknarflokkurinn raðar á lista í Reykjavík þann 27. ágúst á tvöföldu kjördæmisþingi. Kjördæmisþing til að ákveða framboðsaðferðir í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi verða haldin 20. ágúst og í Suðvesturkjördæmi 25. ágúst.
Samfylkingin verður með forval 8.-10. september í Norðvesturkjördæmi, Suðvesturkjördæmi og Reykjavík en stillt verður upp á lista í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi.
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur samþykkt framboðslista sinn í Norðausturkjördæmi. Forvali í Norðvesturkjördæmi lýkur 5. september en stillt verður upp í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðurkjördæmi. Tillaga liggur fyrir í Suðvesturkjördæmi um uppstillingu.
Viðreisn boðar að uppstillingu á lista verði lokið um næstu mánaðarmót. Að auki hafa Dögun, Flokkur fólksins og Alþýðufylkingin boðað framboð.

5.8.2016 Prófkjör Pírata á höfuðborgarsvæðinu og í Suðurkjördæmi

Prófkjör Pírata á höfuðborgarsvæðinu og í Suðurkjördæmi stendur nú yfir en þeim lýkur 12. ágúst kl.18. Í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu, sem er fyrir bæði Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi, eru frambjóðendur 105 og þegar þetta er skrifað hafa 272 greitt atkvæði. Í Suðurkjördæmi eru frambjóðendur 25 en þar hafa 40 greitt atkvæði.

Frambjóðendur í Suðurkjördæmi eru eftirtaldir:Albert Svan Sigurðsson, Álfheiður Eymarsdóttir, Andri Steinn Harðarson, Ármann Halldórsson, Björn Helgason, Elín Finnbogadóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Elvar Máni Svansson, Friðrik Guðmundsson, Halldór Berg Harðarson, Hólmfríður Bjarnadóttir, Jack Hrafnkell Daníelsson, Karl Oskar Svendsen, Kári Jónsson, Kristinn Ágúst Eggertsson, Marteinn Þórsson, Oktavía Hrund Jónsdóttir, Sighvatur Lárusson, Sigurður Ágúst Hreggviðsson, Smári McCharthy, Trausti Björgvinsson, Valgarður Reynisson, Viljálmur Geir Ásgeirsson, Þórólfur Júlían Dagsson og Örn Karlsson.

Frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu eru eftirtaldir: Aðalsteinn Agnarsson, Andrés Helgi Valgarðsson, Andri Þór Sturluson, Arnar Ævarsson, Arnaldur Sigurðarson, Arnar Ingi Thors, Ágústa Erlingsdóttir, Árni Björn Guðjónsson, Árni Steingrímur Sigurðsson, Ásmundur Guðjónsson, Ásta Guðrún Helgadóttir alþingismaður, Ásta Hafberg, Benjamín Sigurgeirsson, Bergþór Heimir Þórðarson, Birgir Þröstur Jóhannsson, Birgir Steinarsson, Birgitta Jónsdóttir alþingismaður, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Bjartur Thorlacius, Björn Axel Jónsson, Björn Ragnar Björnsson, Björn Leví Gunnarsson, Brandur Karlsson, Dagbjört L. Kjartansdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Elsa Nore, Elsa Kristín Sigurðardóttir, Erna Ýr Öldudóttir, Eyþór Jónsson, Finnur Þ. Gunnþórsson, Friðfinnur Finnbjörnsson, Friðrik Álfur Mánason, Friðrik Þór Gestsson, Friðrik Indriðason, Grímur R. Friðgeirsson, Guðbrandur Jónsson, Guðfinna Kristinsdóttir, Guðjón Sigurbjartsson, Guðlaugur Ólafsson, Guðmundur Ásgeirsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Halldóra Mogensen, Hákon Helgi Leifsson, Hákon Már Oddsson, Heimir Örn Hólmarsson, Helena Stefánsdóttir, Helgi Már Friðgeirsson, Helgi Jóhann Hauksson, Hermundur Sigmundsson, Hrannar Jónsson, Hugi Hrafn Ásgeirsson, Ingibergur Sigurðsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Jakob Trausti Arnarsson, Jóhanna Sesselja Erludóttir, Jón Jósef Bjarnason, Jón Gunnar Borgþórsson, Jón Eggert Guðmundsson, Jón Garðar Jónsson, Jón Þór Ólafsson fv.alþingismaður, Jón Þórisson, Karl Brynjar Magnússon, Katla Hólm Þórhildardóttir, Kári Gunnarsson, Kári Valur Sigurðsson, Kjartan Jónsson, Konráð Eyjólfsson, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Kristján Már Gunnarsson, Kristján Óttar Klausen, Lárus Vilhjálmsson, Lilja Sif Þorsteinsdóttir, Lind Völundardóttir, Lýður Árnason, Maren Finnsdóttir, María Hrönn Gunnarsdóttir, Mínerva Margrét Haraldsdóttir, Nói Kristinsson, Olga Margrét Cilia, Ólafur Örn Jónsson, Ólafur Sigurðsson, Ragnar Þór Jónsson, Róbert Marvin Gíslason, Salvör Kristjana Gissurardóttir, Sara Þórðardóttir Oskarsson, Seth Sharp, Sigrún Viðarsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Sigurður Erlendsson, Sigurður Haraldsson, Sigurður Haukdal, Snæbjörn Brynjarsson, Sólveig Lilja Óladóttir, Steinn Eldján Sigurðarson, Svafar Helgason, Unnar Már Sigurbjörnsson, Viktor Orri Valgarðsson, Viktor Traustason, Þorsteinn Barðason, Þorsteinn Hjálmar Gestsson, Þór Saari fv.alþingismaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

4.8.2016 Kristján Óli býður sig fram í 3.-4. sæti á D-listi í Suðurkjördæmi

Kristján Óli Ní­els Sig­munds­son hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3.-4.sæti á D-lista í Suðurkjördæmi. Kristján er sjötti einstaklingurinn til að bjóða sig fram í prófkjörinu en áður höfðu þingmennirnir Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason lýst yfir framboði auk Árna Johnsen fv. alþingismanns. Framboðsfrestur í prófkjörinu rennur út á miðnætti þann 10. ágúst.

4.8.2016 Lárus Á. Hannesson vill 1.-2. sætið hjá VG í Norðvestur

Lárus Ástmar Hannesson bæjarfulltrúi og grunnskólakennari í Stykkishólmi sækist eftir 1.-2. sætinu á list Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Lárus skipaði annað sætið á lista flokksins í kjördæminu í alþingiskosningunum 2013. Áður hafði Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður gefið það út að hún vilji leiða listann og Einar Gíslason, tvítugur Borgnesingur, boðið sig fram í 1.-3. sætið.

4.8.2016 Vilhjálmur Árnason vill 3.sætið

Vilhjálmur Árnason alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sækist eftir 3. sætinu á lista flokksins í kjördæminu í komandi prófkjöri. Í kosningunum 2013 skipaði Vilhjálmur 3. sæti listans.

4.8.2016 Árni Johnsen vill aftur á þing

Árni Johnsen, sem var þingmaður Suðurlandskjördæmis 1983-1987 og 1991-2001 og Suðurkjördæmis 2007-2013, sækist eftir einhverjum af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir hann í Morgunblaðinu í dag.

3.8.2016 147 frambjóðendur í þremur prófkjörum Pírata

Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu rann út þann 1. ágúst sl. skv. heimasíðu Pírata eru 105 í framboði. Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi rann einnig út þann 1. ágúst sl.  25 í framboði. Prófkjörunum sem eru rafræn  lýkur 12. ágúst kl.18. Kl.20:25 höfðu 172 kosið í höfuðborgarsvæðisprófkjörinu en 29 í Suðurkjördæmi.

Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi rennur út 7. ágúst og hefst prófkjörið daginn eftir og lýkur þann 14. ágúst. Frambjóðendur þar eru 17 þegar þetta er skrifað. Píratar hafa þegar stillt upp lista í Norðausturkjördæmi.

3.8.2016 Ásmundur Friðriksson vill 1.- 2. sætið á D-lista í Suðurkjördæmi

Ásmund­ur Friðriks­son alþingismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðurkjördæmi býður sig fram í 1.-2. sæti á lista flokks­ins fyr­ir próf­kjör í kjördæminu sem fram fer 10. sept­em­ber nk. Í kosningunum 2013 skipaði hann 3. sæti listans.

Ekki hefur annað komið fram en að hinir þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu haldi áfram. Það eru þau Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra sem skipaði 1 .sætið, Unnur Brá Konráðsdóttir sem skipaði 2.sætið og Vilhjálmur Árnason sem skipaði 4.sætið.

28.7.2016 Teitur Björn vill 1. sætið í NV

Teitur Björn Einarsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra sækist eftir 1.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á BB.is í dag. Teitur Björn er sonur Einars Odds Kristjánssonar heitins sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

27.7.2016 Prófkjör Pírata – viðbót

Í Norðvesturkjördæmi hafa bæst við: Egill Hansson, Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir og Hertbert Snorrason. Á höfuðborgarsvæðinu hafa bæst við Elsa Kristín Sigurðardóttir, Friðrik Þór Gestsson, Jón Jósef Bjarnason og Vigdís Pálsdóttir.

Framboðsfrestur í prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu og í Suðurkjördæmi er til 1.ágúst. Netkosning hefst daginn eftir og stendur til 12. ágúst.  Framboðsfrestur er til 7.ágúst í Norðvesturkjördæmi. Þar lýkur kosningu 14. ágúst.

27.7.2016 Þorsteinn Sæmundsson í Reykjavík-norður

Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi hefur sent frá yfirlýsingu þess efnis að hann sækist eftir að leiða Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður.

20.7.2016 Prófkjör Pírata – fleiri framboð

Suðurkjördæmi: Sighvatur Lárusson

Reykjavík norður og suður & Suðvesturkjördæmi: Bergþór Heimir Þórðarson, Sara Þórðardóttir Oskarsson, Þór Saari og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Reykjavík norður: Seth Sarp.

20.7.2016 Haraldur Einarsson ekki í framboð

Haraldur Einarsson þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi tilkynnti á facebooksíðu sinni í morgun að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram til þingsetu í haust.

18.7.2016 Framboð í prófkjörum Pírata

Eftirtalin framboð eru komin fram í prófkjörum Pírata. Framboðsfrestur rennur út 1. ágúst í Suðurkjördæmi og í sameiginlegu prófkjöri á höfuðborgarsvæðinu en 7. ágúst í Norðvesturkjördæmi.  Ath. að sömu nöfn koma fyrir í fleiri en einu kjördæmi á höfuðborgarsvæðinu.

Norðvesturkjördæmi(16): Eiríkur Theódórsson, Elías Svansson, Eva Pandora Baldursdóttir, Fjölnir Már Baldursson, Gunnar Ingiberg Guðmundsson, Gunnar Jökull Karlsson, Gunnar Örn Rögnvaldsson, Hafsteinn Sverrisson, Hildur Jónsdóttir, Lind Völundardóttir, Magnús Freyr Ingjaldsson, Ómar Ísak Hjartarson, Sigurbrandur Jakobsson, Þórður Guðsteinn Pétursson, Þorgeir Pálsson og Þráinn Svan Gíslason.

Suðurkjördæmi(23): Albert Svan Sigurðsson, Álfheiður Eymarsdóttir, Ármann Halldórsson, Björn Helgason, Elín Finnbogadóttir, Elsa Kristjánsdóttir, Elvar Máni Svansson, Friðrik Guðmundsson, Halldór Berg Harðarson, Hólmfríður Bjarnadóttir, Jack Hrafnkell Daníelsson, Kári Jónsson, Karl Oskar Svendsen, Kristínn Ágúst Eggertsson, Marteinn Þórsson, Oktavía Jónsdóttir, Sigurður Ágúst Hreggviðsson, Sigurður Kristinsson, Smári McCharthy, Trausti Björgvinsson, Valgarður Reynisson, Vilhjálmur Geir Ásgeirsson og Þórólfur Júlían Dagsson.

Suðvesturkjördæmi(32): Andri Þór Sturluson, Arnar Ævarsson, Ásta Hafberg, Birgir Steinarsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjartur Thorlacius, Finnur Þ. Gunnþórsson, Friðfinnur Finnbjörnsson, Grímur Friðgeirsson, Guðbrandur Jónsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hákon Helgi Leifsson, Helena Stefánsdóttir, Hermundur Sigmundsson, Kári Valur Sigurðsson, Kristín Vala Ragnarsdóttir, Kristján Óttar Klausen, Lárus Vilhjálmsson, Lýður Árnason, Mínerva Margrét Haraldsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Percy B. Stefánsson, Ragnar Þór Jónsson, Róbert Marvin Gíslason, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Sigurður Erlendsson, Sigurður Haraldsson, Sigurjón Þorbergsson, Snæbjörn Brynjarsson, Sveinn Guðmundsson, Unnar Már Sigurbjörnsson og Viktor Traustason.

Reykjavíkurkjördæmi suður(35): Ágústa Erlingsdóttir, Andrés Helgi Valgarðsson, Andri Þór Sturluson, Arnaldur Sigurðarson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Steinarsson, Birgitta Jónsdóttir, Björn Axel Jónsson, Dagbjört L. Kjartansdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Elsa Nore, Friðrik Álfur Mánason, Guðjón Sigurbjartsson, Guðmundur Ásgeirsson, Guðni Jóhann Brynjarsson, Gunnar Hrafn Jónsson, Heiðrún Bergsdóttir, Helgi Már Friðgeirsson, Hrannar Jónsson, Hugi Hrafn Ásgeirsson, Jóhanna Sesselja Erludóttir, Jón Þór Ólafsson, Karl Brynjar Magnússon, Katla Hólm Þórhildardóttir, Kjartan Jónsson, Kristján Óttar Klausen, Mínerva Margrét Haraldsdóttir, Nói Kristinsson, Olga Margrét Cilia, Sigrún Viðarsdóttir, Sigurður Haukdal, Sigurjón Þorbergsson, Sveinn Guðmundsson, Þorsteinn Barðason og Viktor Orri Valgarðsson.

Reykjavíkurkjördæmi norður(41): Aðalsteinn Agnarsson, Andri Þór Sturluson, Arnar Ingi Thor Ingimarsson, Árni Björn Guðjónsson, Árni Steingrímur Sigurðsson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Axel Már Arnarsson, Benjamín Sigurgeirsson, Birgir Steinarsson, Birgitta Jónsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Brandur Bjarnason Karlsson, Dagbjört L. Kjartansdóttir, Einar Sveinbjörn Guðmundsson, Erna Ýr Öldudóttir, Friðrik Indriðason, Guðfinna Kristinsdóttir, Gunnar Hrafn Jónsson, Hákon Már Oddsson, Halldóra Mogensen, Haukur Smári Gíslason, Heimir Örn Hólmarsson, Hrannar Jónsson, Jakob Trausti Arnarsson, Jón Eggert Guðmundsson, Kári Gunnarsson, Katla Hólm Þórhildardóttir, Kristján Már Gunnarsson, Kristján Óttar Klausen, Lilja Sif Þorsteinsdóttir, Lind Völundardóttir, María Hrönn Gunnarsdóttir, Mínerva Margrét Haraldsdóttir, Ólafur Örn Jónsson, Olga Margrét Cilia, Salvör Kristjana Gissurardóttir, Sigurjón Árnason, Sigurjón Þorbergsson, Svafar Helgason, Sveinn Guðmundsson og Þorsteinn Hjálmar Gestsson.

16.7.2016 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í haust verða sem hér segir:

  • Norðvesturkjördæmi – prófkjör 3. september – framboðsfrestur til 5. ágúst kl.16.
  • Reykjavíkurkjördæmin – prófkjör 3. september – framboðsfrestur til 12. ágúst kl. 16
  • Norðausturkjördæmi – tvöfalt kjördæmisþing 3.-4.september
  • Suðurkjördæmi – prófkjör 10. september – framboðsfrestur til 10. ágúst kl.24
  • Suðvesturkjördæmi – prófkjör  10. september – framboðsfrestur til 19. ágúst kl.16

16.7.2016 Píratar verða P-listi í næstu kosningum

Píratar hafa fengið listabókstafinn P samþykktan fyrir framboð sitt til næstu Alþingiskosninga. Í síðustu Alþingiskosningum bauð flokkurinn undir listabókstafnum Þ.

12.7.2016 Framboð í prófkjörum VG og Pírata

Rúnar Gíslason, tvítungur Borgnesingur, býður sig fram í 1.-3. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Áður hafði þingmaður flokksins í kjördæminu, Lilja Rafney Magnúsdóttir boðið sig fram í 1.sætið

Erna Ýr Öldudóttir fv. formaður framkvæmdaráðs Pírata gefur kost á sér í prófkjöri Pírata í Reykjavík.

Hafsteinn Sverrisson í Borgarfirði býður sig fram í 2.-3. sætið í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi.

Friðrik Álfur Mánason býður sig fram í 6.-10.sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Snæbjörn Brynjarsson býður sig fram í 2. – 16. sæti á lista Pírata í Suðvesturkjördæmi eftir því sem kjósendur vilja.

Vilhjálmur Ásgeirsson býður sig fram í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi.

.6.7.2016 Forval hjá Samfylkingu í Reykjavík

Í gærkvöld ákvað Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík að boða til flokksvals með þátttöku flokksmanna og skráðra stuðningsmanna 8. – 10. september nk. Í raun er því um opið prófkjör að ræða. Sett var ákvæði sem tryggir frambjóðendum yngri en 35 ára eitt af þremur efstu sætum í báðum kjördæmum. Valnefnd (uppstillingarnefnd) raðar í þau sæti sem ekki eru bundin, þ.e. frá og með 5. sæti í báðum kjördæmum. Þetta kemur fram á facebook-síðu Samfylkingarinnar í Reykjavík.

4.7.2016 Prófkjör Pírata í Suðurkjördæmi

Prófkjör Pírata í Suðurkjördæmi fer fram dagana 2.-12. ágúst n.k. Byrjað verður að auglýsa eftir frambjóðendum 4. júlí en nánara fyrirkomulag gefið út síðar, eins og segir á heimasíðu Pírata.

4.7.2016 Viðreisn með uppstillingarnefnd í öllum kjördæmum

Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar sagði í viðtali við RÚV að uppstillingarnefndir á vegum flokksins séu að störfum í öllum kjördæmum og séu í einhverjum tilvikum farnar að líta á mögulega frambjóðendur.

4.7.2016 Dögun hefur undirbúning að framboðslistum

Í fundargerð framkvæmdaráðs stjórnmálaflokksins Dögunar kemur fram að vinna er hafin hjá kjördæmisráðum að uppstillingu á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Sérstaklega er tilgreint að tveir komi til greina í efsta sætið í Norðausturkjördæmi

4.7.2016 Listi Pírata í Norðausturkjördæmi

Píartar í Norðausturkjördæmi hafa samþykkt framboðslista sinn fyrir komandi alþingiskosningar. Hann byggir á prófkjöri flokksins sem lauk fyrir nokkrum dögum. Í prófkjörinu kusu 78 af 260 skráðum félagsmönnum í Norðausturkjördæmi. Listinn var síðan samþykktur í netkosningu þar sem 39 greiddu atkvæði með listanum af þeim 49 sem tóku þátt í kosningunni. Listinn er sem hér segir:

1. Einar Brynjólfsson
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
3. Hans Jónsson
4. Gunnar Ómarsson
5. Sævar Þór Halldórsson
6. Helgi Laxdal
7. Gunnar Rafn Jónsson
8. Albert Gunnlaugsson
9. Íris Hrönn Garðarsdóttir
10. Jóhannes Guðni Halldórsson
11. Stefán Víðisson
12. Martha Elena Laxdal
13. Garðar Valur Alfreðsson
14. Linda Björg Arnheiðardóttir
15. Þorsteinn Siglaugsson
16. Sólveig Ósk Guðmundsdóttir
17. Sigurður Páll Behrend
18. Hugrún Jónsdóttir
19. Unnur Erlingsdóttir
20. Kristrún Ýr Einarsdóttir

4.7.2016 Vigdís Hauksdóttir gefur ekki kost á sér

Vigdís Hauksdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag. Vigdís er þrettándi þingmaðurinn sem lýsir því yfir að hann sækist ekki eftir endurkjöri.

.3.7.2016 Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík auglýsir eftir framboðum.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík auglýsir á heimasíðu flokksins eftir framboðum í prófkjör flokksins sem haldið verður dagana 12.-13.júlí n.k. Framboðsfrestur rennur út 8.júlí n.k. Af núverandi þingmönnum flokksins hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir gefið það út að hún verði ekki í framboði.

3.7.2016 Auglýst eftir frambjóðendum í prófkjör Pírata í Reykjavík og Kraganum

Stjórnir Píratar í Reykjavíkur- og Suðvesturkjördæmum auglýsa á heimasíðu flokksins eftir framboðum í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis.
Byrjað verður að taka við framboðum 4. júlí og framboðsfrestur er til og með 1. ágúst 2016.

3.7.2016 Viktor Orri í framboð fyrir Pírata

Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðinemi greindi frá því á facebooksíðu sinni í gær að hann hyggðist taka þátt í prófkjöri Pírata í Reykjavík í ágúst n.k. Viktor Orri hefur áður boðið sig fram til stjórnlagaþings og var í 4.sæti a lista Lýðræðisvaktarinar í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 2013.

1.7.2016 Íslenska þjóðfylkingin hefur undirbúning að framboðum í öllum kjördæmum

Á aðalfundi Íslensku þjóðfylkingarinnar sem haldinn var um helgina var kosin 22 manna flokksstjórn en 130 manns sóttu fundinn.Í viðtali við Kjarnann sagði Helgi Helgason formaður flokksins að vísir að listum væru farnir að myndast og flokkurinn myndi bjóða fram í öllum kjördæmum og framundan væri stofnun kjördæmisráða.

1.7.2016 Ásta Guðrún vill leiða í Reykjavík

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata lýsti því yfir á facebook í dag að hún sækist eftir að leiða lista Pírata í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu í komandi alþingiskosningum. Ásta Guðrún tók sæti á Alþingi þegar að Jón Þór Ólafsson sagði sig frá þingmennsku.

1.7.2016 Áslaug Arna í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari Sjálf­stæðis­flokks­ins, mun gefa kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæðisflokksins í Reykja­víkjavíkurkjördæmunum fyrir kom­andi alþing­kosn­ing­ar í haust.

1.7.2016 Helgi Hrafn býður sig ekki fram í haust

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í komandi Alþingiskosningum í haust. Þetta segir Helgi í myndbandi sem birt var á heimasíðu Pírata nú í morgunsárið. Helgi segist þó ekki hættur í pólitík heldur ætli hann að helga sig grasrótarstarfi innan flokksins á næsta kjörtímabili.

30.6.2016 Smári McCarthy vill leiða lista Pírata í Suðurkjördæmi

Smári McCarthy, einn af stofnendur Pírata á Íslandi, hefur gefið það út að hann vilji leiða lista Pírata í Suðurkjördæmi eins og í kosningunum 2013, en þá náði hann ekki kjöri.

29.6.2016 Tillaga að lista Pírata í NA

Píratar í Norðausturkjördæmi hafa lagt fram tillögu að framboðslista flokksins í NA fyrir komandi alþingiskosningar byggðar að mestu leiti á prófkjöri flokksins í kjördæminu. Þó eru þau Kristín Amalía Atladóttir sem lenti í 4. sæti, Stefán Valur Víðisson sem lenti í 6. sæti og Björn Þorláksson sem lenti í 7.sæti eki á listanum. Kosningin stendur til 3. júlí n.k. Tillagan er eftirfarandi:

1. Einar Brynjólfsson
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
3. Hans Jónsson
4. Gunnar Ómarsson
5. Sævar Þór Halldórsson
6. Helgi Laxdal
7. Gunnar Rafn Jónsson
8. Albert Gunnlaugsson
9. Íris Hrönn Garðarsdóttir
10. Jóhannes Guðni Halldórsson
11. Stefán Víðisson
12. Martha Elena Laxdal
13. Garðar Valur Alfreðsson
14. Linda Björg Arnheiðardóttir
15. Þorsteinn Siglaugsson
16. Sólveig Ósk Guðmundsdóttir
17. Sigurður Páll Behrend
18. Hugrún Jónsdóttir
19. Unnur Erlingsdóttir
20. Kristrún Ýr Einarsdóttir

28.6.2016 Björn Þorláksson ekki á lista Pírata í NA

Björn Þorláksson fjölmiðlamaður, sem lenti í 7. sæti í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi mun ekki taka sæti á lista en hann sóttist eftir að leiða listann. Þetta kemur fram á facebook-síðu Björns.

27.6.2016 Úrslit í prófkjöri Pírata í NA

Kosningu í prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi er lokið. Fjórtán voru í framboði og greiddu 78 félagsmenn atkvæði. Úrslit urðu þessi:

  1. Einar Brynjólfsson
  2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
  3. Hans Jónsson
  4. Kristín Amalía Atladóttir
  5. Gunnar Ómarsson
  6. Stefán Víðisson
  7. Björn Þorláksson
  8. Sævar Þór Halldórsson
  9. Helgi Laxdal
  10. Gunnar Rafn Jónsson
  11. Arndís Bergsdóttir
  12. Albert Gunnlaugsson
  13. Íris Garðars
  14. Jóhannes Guðni Halldórsson

23.6.2016 Tvöfalt kjördæmisþing hjá Framsókn í Reykjavík

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík mun velja á framboðslista í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi alþingiskosningar á tvöföldu kjördæmisþingi 27. ágúst. Þetta var ákveðið á fundi í gærkvöldi.

Fram hefur komið að þau Sigrún Magnúsdóttir og Frosti Sigurjónsson ætla ekki að gefa kost á sér og þau Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson hafa ekki gefið upp hvort þau sækist eftir endurkjöri.

21.6.2016 Prófkjör Pírata í Norðausturkjördæmi

Prófkjör Pírata í Norðausturkjördæmi stendur yfir það en um rafræna kosningu er að ræða sem stendur til miðnættis 27.júní n.k. Þegar þetta er skrifað hafa 36 greitt atkvæði. Fjórtán eru í framboði samkvæmt kosningasíðunni. Þau eru: Albert Gunnlaugsson, Arndís Bergsdóttir, Björn Þorláksson, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Gunnar Ómarsson, Gunnar Rafn Jónsson, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, Hans Jónsson, Helgi Laxdal, Íris Hrönn Garðarsdóttir, Jóhannes Guðni Halldórsson, Kristín Amalía Atladóttir, Stefán Valur Víðisson og Sævar Þór Halldórsson.

20.6.2016 Listi VG í Norðausturkjördæmi

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðausturkjördæmi birti i dag fyrsta framboðslistann sem samþykktur hefur verið fyrir komandi alþingiskosningar. Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir leiða listann eins og í síðustu kosningum. Björn Valur sem var þingmaður flokksins í kjördæminu 2009-2013 er i 3. sæti en var í 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum. Ingibjörg Þórðardóttir er áfram í 4. sætinu. Listinn er sem hér segir:

Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum Þistilfirði
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði
Björn Valur Gíslason, stýrimaður, fv.alþingismaður, Akureyri
Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
Óli Halldósson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
Bergind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi
Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri
Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði
Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit
Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum
Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri og nemi, Norðurþingi
Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri, Akureyri
Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri
Kristján Eldján Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvíkurbyggð
Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri
María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum
Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur og fv.rektor, Akureyri
Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri

13.6.2016 Flokkur fólksins fær listabókstafinn F

Flokkur fólksins sem stofnaður var í mars síðastliðnum hefur fengið listabókstafnum F úthlutað. Þetta kemur fram á facebooksíðu flokksins.

13.6.2016 Dögun býður fram í öllum kjördæmum

Dögun stjórnmálasamtök munu bjóða fram í næstu alþingiskosningum í öllum kjördæmum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem samtökin birtu á heimasíðu sinni í gær.

12.6.2016 Prófkjör hjá Pírötum í öllum kjördæmum

Sig­ríður Bylgja Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Pírata seg­ir í viðtali við mbl.is að próf­kjör verði hald­in í öll­um kjör­dæm­um til að velja á lista flokks­ins og vonast hún til að listarnir verði tilbúnir í ágúst.

11.6.2016 Forval hjá VG í Norðvesturkjördæmi – Lilja vill leiða

Á fundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi í dag var ákveðið að halda forval til að velja frambjóðendur á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram á facebooksíðu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttir. Þar kemur einnig fram að Lilja Rafney sækist eftir að leiða lista flokksins í kjördæminu. Lilja leiddi listann í kosningum 2013 en var í öðru sæti í kosningum 2009 og hefur setið á Alþingi síðan.

9.6.2016 Óvíst með framboðsvilja sex þingmanna

Morgunblaðið birtir í dag svör sitjandi þingmanna um hvort þeir sækist eftir endurkjöri í alþingiskosningunum í haust. 46 sækjast eftir endurkjöri, 11 sækjast ekki eftir endurkjöri og 6 eru annað hvort óákveðnir eða neituðu að svara. Þeir sem eru óákveðnir eru framsóknarmennirnir Haraldur Einarsson í Suðurkjördæmi, Karl Garðarsson og Vigdís Hauksdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður og Guðmundur Steingrímsson í Bjartri framtíð í Suðvesturkjördæmi. Þau Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jóhanna María Sigmundsdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi neituðu að svara.

8.6.2016 Uppstilling hjá VG í Reykjavík

Samþykkt var á félagsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík að stilla upp á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Fimm manna kjörnefnd var kosin á fundinum sem mun gera tillögu að lista flokksins. Gert er ráð fyrir að kjörnefnd ljúki störfum í ágúst og að tillaga kjörnefndar verði afgreidd á almennum félagsfundi í ágústlok.

7.6.2016 Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti í dag að prófkjör verði haldið til að velja á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi alþingiskosningar. Samþykkt var að prófkjörið verði haldið um mánaðarmótin ágúst / september.

Hanna Birna Kristjánsdóttir sem leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður mun ekki bjóða sig fram. Ekki er vitað annað en aðrir þingmenn flokksins í Reykjavík þau Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigríður Á. Andersen (sem kom inn við andlát Péturs Blöndal), Illugi Gunnarsson, Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson gefi kost á sér áfram. Að auki hefur Ólöf Nordal innanríkisráðherra  gefið út að hún sækist eftir því að setjast á þing.

7.6.2016 Hanna Birna gefur ekki kost á sér

Hanna Birna Kristjánsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins mun ekki gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum. Hún greindi frá þessu í tölvupósti til flokksmanna í dag. Hún varð innanríkisráðherra í ráðuneyti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eftir síðustu kosningar en sagði af sér embætti 4. desember 2014. Hanna Birna leiddi lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 2013 og var áður borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

7.6.2016 Tólf frambjóðendur í prófkjöri Pírata í NA

Tólf buðu sig fram í prófkjör Pírata í Norðausturkjördæmi. Þau eru: Albert Gunnlaugsson, Siglufirði, Björn Þorláksson, Akureyri, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Akureyri, Gunnar Ómarsson, Akureyri, Gunnar Rafn Jónsson, Húsavík, Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, Akureyri, Hans Jónsson, Akureyri, Helgi Laxdal, Svalbarðsströnd, Kristín Amalía .tladóttir, Hjaltastaðaþingá, Stefán Valur Víðisson, Egilsstöðum, Sveinn Guðmundsson, .eykjavík og Sævar Þór Halldórsson, Djúpivogi.

Uppfært 9.6.2016 Sveinn Guðmundsson hefur dregið framboð sitt til baka, sjá athugasemd við frétt. 

„Kosið verður fyrir næstu mánaðamót í rafrænu lokuðu prófkjöri meðal skráðra félagsmanna í Pírötum og geta þeir einir greitt atkvæði sem hafa lögheimili í kjördæminu og höfðu skráð sig í Pírata áður en frestur rann út til að hafa áhrif á uppröðun, fyrir um tíu dögum.“ Þetta kemur fram á facebook-síðu Björns Þorlákssonar.

Albert Gunnlaugsson var í 10. sæti á lista Sameiningar í Dalvíkurbyggð í sveitarstjórnarkosningunum 2002 og 1998, í 12. sæti á sameiginlegum lista Þjóðarflokksins og Flokks mannsins í alþingiskosningunum 1991 og í 8.sæti á lista Bandalags Jafnaðarmanna 1983. Björn Þorláksson skipaði 8. sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2010. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skipaði 3. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 2013. Helgi Laxdal skipaði 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningum 2013.

5.6.2016 Ragnheiður Ríkharðsdóttir ekki í prófkjör

Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í kjördæminu. Hún greindi frá því á facebook-síðu sinni.

Elín Hirst þingmaður flokksins í kjördæminu sækist eftir 2. sætinu sem Ragnheiður skipaði í síðustu kosningum.

1.6.2016 Frosti Sigurjónsson gefur ekki kost á sér

Frosti Sigurjónsson alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Hann tilkynnti þetta í dag. Áður höfðu framsóknarþingmennirnir Sigrún Magnúsdóttir og Páll Jóhann Pálsson ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram.

30.5.2016 Róbert og Brynhildur ekki í framboð

Róbert Marshall þingmaður Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi suður ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum. Hann greindi frá þessu í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Áður hafði Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi gefið út að hún myndi ekki heldur gefa kost á sér.

24.5.2016 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn stofnaður

Í dag var stjórnmálaflokkurinn Viðreisn stofnaður formlega en undirbúningur að stofnun hans hefur staðið undanfarna mánuði. Um er að ræða evrópusinnaðan hægri flokks sem segist berjast gegn sérhagsmunum í íslensku samfélagi. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum.

Stjórn flokksins skipa þau Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, Ásdís Rafn­ar lög­fræðing­ur, Bjarni Hall­dór Jan­us­son há­skóla­nemi, Daði Már Kristó­fers­son hag­fræðing­ur, Geir Finns­son markaðsstjóri, Georg Brynj­ars­son hag­fræðing­ur, Hulda Herjólfs­dótt­ir Skog­land alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur, Jenny Guðrún Jóns­dótt­ir kenn­ari, Jón Stein­dór Valdi­mars­son lög­fræðing­ur, Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur, Jór­unn Frí­manns­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur, Katrín Kristjana Hjarta­dótt­ir stjórn­mála­fræðing­ur, Sig­ur­jón Arn­órs­son viðskipta­fræðing­ur, Vil­mund­ur Jóseps­son, fyrr­ver­andi formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, og Þór­unn Bene­dikts­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar HSS.

Jórunn Frímannsdóttir var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Sigurjón Arnarsson var á lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2014.

24.5.2016 Björn Þorláksson vill leiða Pírata í Norðaustur

Björn Þorláksson fv.ritstjóri Akureyris vikublaðs og fv.þáttagerðarmaður á Hringbraut hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.-3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram á facebook-síðu hans.

Björn skipaði áttunda sætið á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 2010.

22.5.2016 Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Suðurkjördæmi

Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykkti á fundi sínum á Hellu í dag að viðhafa prófkjör til að velja frambjóðendur á lista flokksins. Talið er líklegt að það verði um mánaðarmótin ágúst/september.

20.5.2016 Þorgeir Pálsson vill leiða lista Pírata í NV

Þorgeir Pálsson ráðgjafi á Hólmavík sækist eftir því að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta segir m.a. í tilkynningu frá Þorgeiri sem birtist á héraðsfréttamiðlinum strandir.is.

20.5.2016 Viðreisn fær listabókstafinn C

Viðreisn hefur verið úthlutað listabókstafnum C. Stjórnmálasamtökin verða formlega stofnuð verður 24. maí n.k. Þau hafa boðað framboð í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum.

Fyrir kosningarnar 2013 var Samstöðu, flokki lýðræðis og velferðar úthlutað listabókstafnum C en flokkurinn bauð ekki fram. Önnur stjórnmálasamtök sem notast hafa við C-listann má nefna Bandalag Jafnaðarmanna og Sósíalistaflokkurinn.

Aðrir listabókstafir sem liggja á lausu eru: E, F, N, O, P, Q, U, X, Y, Z, Æ og Ö.

18.5.2016 Steingrímur J. Sigfússon vill leiða VG í Norðausturkjördæmi

Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi vill leiða flokkinn áfram í kjördæminu í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram á vefnum 641.is. Steingrímur hefur setið á Alþingi síðan 1983 eða í 33 ár lengst allra þeirra sem nú sitja á þingi.

17.5.2016 Uppstilling hjá VG í Suðurkjördæmi

Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að viðhafa uppstillingu á lista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Nýjum flokksmönnum verður gert kleift að gefa kost á sér auk þess sem tekið verður á móti ábendingum og tilnefningum um fólk sem vilji taka sæti á lista flokksins í kjördæminu.

Í kosningunum 2013 leiddi Arndís Soffía Sigurðardóttir lista flokksins en náði ekki kjöri.

17.5.2016 Valgerður Gunnarsdóttir sækist eftir 2. sæti

Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Þetta kemur fram á vefmiðlinum 641.is. Valgerður skipaði sama sæti á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum. Ekki er vitað annað en að Kristján Þór Júlíusson alþingismaður og heilbrigðisráðherra flokksins sækist eftir endurkjöri en hann leiddi listann í síðustu kosningum.

16.5.2016 Alþýðufylkingin boðar framboð í næstu alþingiskosningum

Alþýðufylkingin hefur boðað til fundar til að undirbúa komandi alþingiskosningar og eru allir velkomnir „nema þá helst auðvaldið“ eins og segir í auglýsingu. Alþýðufylkingin bauð fram í alþingiskosningunum 2013 og hlaut þá 118 atkvæði eða 0,06%. Flokkurinn bauð einnig fram í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2014 og hlaut þá 219 atkvæði og 0,40%.

10.5.2016 VG í Norðausturkjördæmi ákveður framboðsaðferð

Á aukakjördæmisþingi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi þann 24. apríl sl. Samþykktin er eftirfarandi: „Félagsmenn VG í NA kjördæmi geti skilað rafrænt eða skriflega inn tillögum að frambjóðenda/um, gjarnan raðað í sæti, fyrir 20. maí nk. Tillögur félagsmanna verða teknar saman, kynntar og lagðar til grundvallar vinnu uppstillingarnefndar sem gerir tillögu að framboðslista fyrir kjördæmisráðsþing, haldið í júní.“ Þingmenn kjördæmisins Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen gefa bæði kost á sér auk Björns Vals Gíslason varaþingmanns VG í Reykjavík en hann var þingmaður Norðausturkjördæmis 2009-2013.

7.5.2016 Kristján L. Möller ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri að nýju.

Kristján L. Möller þingmaður Samfylkingarinnar segir frá því að facebook-síðu sinni að hann hyggist ekki gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum en hann hefur setið á Alþingi síðan 1999 fyrst fyrir Norðurlandskjöræmi vestra og fyrir Norðausturkjördæmi frá 2003.

4.5.2016 Þórdís Kolbrún sækist eftir 2.sæti á D-lista í Norðvesturkjördæmi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gísladóttir lögfræðingur og aðstoðarmaður innanríkisráðherra sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þórdís skipaði 6. sætið á lista flokksins við alþingiskosningarnar 2013. Áður hafði Haraldur Benediktsson alþingismaður sagt að hann sækist eftir að leiða lista flokksins í kjördæminu.

3.5.2016 Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Norðvesturkjördæmi

Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykkti sl. laugardag að haldið verði prófkjör til að stilla upp á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Eins og fram hefur komið mun oddviti listans frá 2013, Einar Kr. Guðfinnsson, ekki gefa kost á sér. Haraldur Benediktsson alþingismaður hefur gefið kost á sér að leiða listann.

1.5.2016 Ögmundur Jónasson gefur ekki kost á sér áfram

Ögmundur Jónasson alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram á heimasíðu Ögmundar. Hann hefur setið á þingi síðan 1995, fyrst fyrir Alþýðubandalag og óháða, þingflokk Óháðra og síðan fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð.

22.4.2016 Alþingiskosningar verða í október nk.

Alþingiskosningar munu verða í október n.k. Þetta kom fram á fundi forystumanna ríkisstjórnarflokkanna með forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna í dag.

22.4.2016 Páll Jóhann Pálsson ætlar ekki að gefa kost á sér áfram

Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi ætlar ekki að gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram á kjarninn.is. en fjölmiðlinn spurði alla þingmenn og ráðherra að því hvort þeir ætluðu að bjóða sig fram í komandi alþingiskosningum. Flestir þingmenn svöruðu spurningunni játandi en auk Páls Jóhanns hafa Einar Kr. Guðfinnsson, Sigrún Magnúsdóttir og Katrín Júlíusdóttir gefið það út að þau sækist ekki eftir endurkjöri.

Þeir þingmenn sem ekki hafa gert upp hug sinn eru(9): Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Brynhildur Pétursdóttir Bjarti framtíð, Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki, Guðmundur Steingrímsson Bjartri framtíð, Karl Garðarsson Framsóknarflokki, Lilja Alfreðsdóttir Framsóknarflokki (utanþingsráðherra), Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki, Róbert Marshall Bjartri framtíð,

Þeir þingmenn sem ekki vildu svara voru(6): Haraldur Einarsson Framsóknarflokki, Katrín Jakobsdóttir Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Kristján L. Möller Samfylkingu, Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokki, Ögmundur Jónasson Vinstrihreyfingunni grænu framboði og Össur Skarphéðinsson Samfylkingu.

Ekki fengust svör frá þeim (8) Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Sjálfstæðisflokki, Höskuldi Þórhallssyni Framsóknarflokki, Illuga Gunnarsson Sjálfstæðisflokki, Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur Framsóknarflokki, Ragnheiði Elínu Árnadóttur Sjálfstæðisflokki, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni Framsóknarflokki, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur Samfylkingu og Vigdísi Hauksdóttir Framsóknarflokki.

22.4.2016 Undirbúningur alþingiskosninga að hefjast

Undirbúningur að komandi alþingiskosningum er að hefjast hjá stjórnmálaflokkunum. Vinstri grænir í Reykjavík hafa boðað til félagsfundar á morgun þar sem fyrir liggur tillaga um að skipuð verði uppstillingarnefnd til að raða á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Þá boðar kjördæmisráð Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi til fundar á sunnudag um fyrstu skref að kosningaundirbúningi. Þá segir í hálfsmánaðar gamalli frétt á heimasíðu Pírata að eftir fund fulltrúa svæðisfélaga flokksins sé ljóst að sátt sé um hvernig staðið skuli að prófkjörum og öðrum praktískum atriðum fyrir kosningar.

20.4.2016 Haraldur Benediktsson sækist eftir efsta sætinu

Haraldur Benediktsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sækist eftir að leiða lista flokksins í kjördæminu en Einar Kristinn Guðfinsson oddviti listans sækist ekki eftir endurkjöri. Þetta kemur fram á skessuhorn.is.

18.4.2016 Sigrún Magnúsdóttir gefur ekki kost á sér til endurkjörs

Sigrún Magnúsdóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hún í viðtali við Kjarnann.

16.4.2016 Einar K. Guðfinnsson gefur ekki kost á sér áfram

Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi mun ekki gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum sem boðaðar eru í haust. Þetta kemur fram á facebook-síðu Einars. Einar er þar með fyrsti alþingismaðurinn sem tilkynnir um áform sín.

8.4.2016 Katrín Júlíusdóttir gefur ekki kost á sér áfram

Þann 18.2.2016 greindi Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi gefið það út að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. Katrín sem er varaformaður Samfylkingarinnar segir í bréfi sem birt hefur verið á Vísi.is að skorað hafi verið á hana að taka að sér frekari forystustörf í flokknum. Það verður varla skilið öðruvísi en einhverjir flokksmenn hafi skorað á hana að bjóða sig fram til formanns. Það segist hún hins vegar ekki vilja gera þar sem hún ætli ekki að halda áfram þingmennsku eftir næstu alþingiskosningar.

7.4.2016 Alþingiskosningar í haust

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa boðað kosningar í haust og að kjörtímabilið styttist því um eitt löggjafarþing eftir afsögn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir.