Reykjavík 1942 okt.

Þingmönnum Reykjavíkur fjölgað úr sex í átta.

Magnús Jónsson var þingmaður Reykjavíkur frá 1921, Jakob Möller 1919-1927 og frá 1931, Sigurður Kristjánsson 1934-1942 og  landskjörinn frá 1942(júlí-okt.), Bjarni Benediktsson frá 1942(júlí) og Pétur Magnússon sem var landskjörinn þingmaður 1930—1933 og þingmaður Rangárvallasýslu 1933—1937.

Einar Olgeirsson var þingmaður Reykjavíkur frá 1937. Brynjólfur Bjarnason var þingmaður Reykjavíkur landskjörinn frá 1937 en kjördæmakjörinn frá 1942(júlí). Sigfús Sigurhjartarson var landskjörinn varaþingmaður Alþýðuflokksins en var landskjörinn þingmaður Reykjavíkur 1942(júlí-okt) fyrir Sósíalistaflokkinn en kjördæmakjörinn í októberkosningunum.

Stefán Jóhann Stefánsson var þingmaður Reykjavíkur landskjörinn 1934-1937 og Reykjavíkur frá 1942 (júlí). Haraldur Guðmundsson var þingmaður Ísafjarðar 1927-1931 og Seyðisfjarðar 1931-1942(okt). Sigurjón Á. Ólafsson var þingmaður Reykjavíkur 1927-1931 og 1934-1937 þingmaður Reykjavíkur landskjörinn 1937-1942(okt).

Árni Jónsson í Múla sem leiddi lista Þjóðveldismanna var þingmaður Norður Múlasýslu 1923-1927 og landskjörinn þingmaður Norður Múlasýslu 1937-1942(júní) fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Úrslit

1942 október Atkvæði Landslisti Samtals Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 3.278 25 3.303 16,68% 1
Framsóknarflokkur 939 6 945 4,77%
Sjálfstæðisflokkur 8.170 122 8.292 41,87% 4
Sósíalistaflokkur 5.928 52 5.980 30,20% 3
Þjóðveldismenn 1.284 1.284 6,48%
Gild atkvæði samtals 19.599 205 19.804 8
Ógildir atkvæðaseðlar 254 1,27%
Greidd atkvæði samtals 20.058 81,07%
Á kjörskrá 24.741
Kjörnir alþingismenn
1. Magnús Jónsson (Sj.) 8.292
2. Einar Olgeirsson (Sós.) 5.980
3. Jakob Möller (Sj.) 4.146
4.  Stefán Jóhann Stefánsson (Alþ.) 3.303
5. Brynjólfur Bjarnason (Sós.) 2.990
6. Bjarni Benediktsson (Sj.) 2.764
7. Sigurður Kristjánsson (Sj.) 2.073
8. Sigfús Sigurhjartarson (Sós.) 1.993
Næstir inn
Haraldur Guðmundsson (Alþ.) 684
Árni Jónsson (Þj.v.) 710
Hilmar Stefánsson (Fr.) 989
Pétur Magnússon (Sj.) 1.675
Landskjörnir
Sigurður Guðnason (Sós.)
Haraldur Guðmundsson (Alþ.)
Pétur Magnússon (Sj.)

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Stefán Jóhann Stefánsson, hæstaréttarm.fl.m. Hilmar Stefánsson, bankastjóri Magnús Jónsson, ráðherra
Haraldur Guðmundsson, forstjóri Ólafur Jóhannesson, lögfræðingur Jakob Möller, ráðherra
Sigurjón Á. Ólafsson, afgreiðslumaður Pálmi Loftsson, forstjóri Bjarni Benediktsson, borgarstjóri
Jón Blöndal, hagfræðingur Kristjón Kristjónsson, fulltrúi Sigurður Kristjánsson, forstjóri
Jóhanna Egilsdóttir, frú Ólafur H. Sveinsson, forstjóri Pétur Magnússon, bankastjóri
María J. Knudsen, frú Jakobína Ásgeirsdóttir, frú Hallgrímur Benediktsson, stórkaupmaður
Jón A. Pétursson, hafnsögumaður Valtýr Blöndal, bankastjóri Kristín L. Sigurðardóttir, frú
Guðgeir Jónsson, bókbindari Guðmundur Tryggvason, fulltrúi Axel Guðmundsson, verkamaður
Tómas Vigfússon, byggingameistari Jóhann Hjörleifsson, verkstjóri Einar Erlendsson, húsameistari
Nikulás Friðriksson, umsjónarmaður Guðjón F. Teitsson, skrifstofustjóri Sigurður Sigurðsson, skipstjóri
Felix Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundur Ólafsson, bóndi Guðrún Jónasson, kaupkona
Pálmi Jósefsson, kennari Guðmundur Kr. Guðmundsson, skrifstofustjóri Erlendur Ó. Pétursson, forstjóri
Runólfur Pétursson, iðnverkamaður Einvarður Hallvarðsson, forstjóri Ásgeir Þorsteinsson, verkfræðingur
Guðmundur R. Oddsson, forstjóri Eiríkur Hjartarson, kaupmaður Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri
Sigurður Ólafsson, gjaldkeri Jón Þórðarson, prentari Halldór Hansen, læknir
Ágúst Jósefsson, heilbrigðisfulltrúi Sigurður Kristinsson, forstjóri Bjarni Jónsson, vígslubiskup
Sósíalistaflokkur Þjóðveldismenn
Einar Olgeirsson, ritstjóri Árni Jónsson, ritstjóri
Brynjólfur Bjarnason, kennari Bjarni Bjarnason, fulltrúi
Sigfús Sigurhjartarson, ritstjóri Jakob Jónasson, verslunarmaður
Sigurður Guðnason, verkamaður Kristín Norðmann, frú
Katrín Thoroddsen,  læknir Jón Ólafsson, málaflutningsmaður
Björn Bjarnason, iðnverkamaður Magnús Jochumsson, póstfulltrúi
Konráð Gíslason, áttavitasmiður Halldór Jónasson, hagstofuritari
Guðmundur Snorri Jónsson, járnsmiður Árni Friðriksson, fiskifræðingur
Ársæll Sigurðsson, trésmiður Páll Magnússon, lögfræðingur
Stefán Ögmundsson, prentari Grétar Fells, rithöfundur
Sveinbjörn Guðlaugsson, bílstjóri
Petrína Jakobsdóttir, skrifari
Bjarni Sigurvin Össurarson, sjómaður
Zóphónías Jónsson, verkamaður
Arnfinnur Jónsson, kennari
Halldór Kiljan Laxness, rithöfundur

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: