Vestfirðir 1999

Sjálfstæðisflokkur: Einar Kr. Guðfinnsson var þingmaður Vestfjarða frá 1991. Einar Oddur Kristjánsson var þingmaður Vestfjarða 1995-1999 og þingmaður Vestfjarða landskjörinn frá 1999.

Framsóknarflokkur: Kristinn H. Gunnarsson var þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1991-1999 af lista Alþýðubandalags og þingmaður Vestfjarða frá 1999 kjörinn af lista Framsóknarflokks.

Samfylking: Sighvatur Björgvinsson var þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1974-1978, kjördæmakjörinn 1978-1983,  landskjörinn 1987-1991 og kjördæmakjörinn 1991-1999 af lista Alþýðuflokks. Þingmaður Vestfjarða frá 1999 kjörinn fyrir Samfylkingu.

Frjálslyndi flokkur: Guðjón Arnar Kristjánsson var þingmaður Vestfjarða frá 1999. Guðjón A. Kristjánsson var í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokks 1995 í 3. sæti 1991, 8. sæti á lista 1987 og  í 3. sæti á T-lista Sjálfstæðra 1983.

Fv.þingmenn: Jóna Valgerður Kristjánsdóttir var þingmaður Vestfjarða landskjörin 1991-1995 af lista Samtaka um kvennalista. Hún leiddi lista Samtaka um kvennalista 1995 en náði ekki kjöri. Jóna Valgerður leiddi lista Þjóðarflokksins 1987. Jóna Valgerður var í 10. sæti lista Samfylkingar 1999. Matthías Bjarnason var þingmaður Vestfjarða landskjörinn 1963-1967 og þingmaður Vestfjarða kjördæmakjörinn frá 1967-1995 kjörinn af listum Sjálfstæðisflokksins. Matthías var í 10. sæti á lista Frjálslynda flokksins 1999.

Flokkabreytingar: Ragnheiður Hákonardóttir í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokks var í 8.sæti á T-lista Sjálfstæðra 1983.

Karl V. Matthíasson í 2. sæti á lista Samfylkingar tók þátt í forvali hjá Alþýðubandalagi. Sigríður Ragnarsdóttir í 3. sæti á lista Samfylkingar var í 9. sæti á lista Samtaka um kvennalista 1987. Arnlín Óladóttir í 5. sæti á lista Samfylkingar var í 6. sæti á lista Alþýðubandalags 1987. Bryndís Friðgeirsdóttir í 9.sæti á lista Samfylkingar var í 3. sæti á lista Alþýðubandalags 1991 og 1995.

Lilja Rafney Magnúsdóttir í 1. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 2. sæti á lista Alþýðubandalags 1991 og 1995. Indriði Aðalsteinsson í 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 9. sæti á lista Alþýðubandalags 1987. Halldóra Játvarðsdóttir í 6.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 5. sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins 1991, 3.sæti á lista Þjóðarflokksins 1987  og  í 9. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1978 og 1979.

Pétur Bjarnason í 2. sæti á lista Frjálslynda flokksins var í 1. sæti á Vestfjarðalistanum 1995 og 2. sæti á lista Framsóknarflokks 1991 og 1987.

Stefán Bjargmundsson í 1. sæti á lista Húmanistaflokks var í 5. sæti á lista Græns framboðs 1991 og  í 15. sæti á lista Flokks mannsins 1987. Þór Örn Víkingsson í 3.sæti á lista Húmanistaflokksins var í 6. sæti á lista Þjóðvaka 1995, í 1. sæti á lista Flokks mannsins í Vestfjarðakjördæmi 1987 og í 10. sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins 1991.

Kosið var um 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins

Úrslit

1999 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Framsóknarflokkur 1.124 23,18% 1
Sjálfstæðisflokkur 1.436 29,61% 1
Samfylkingin 1.144 23,59% 1
Vinstri grænir 268 5,53% 0
Frjálslyndi flokkur 859 17,71% 1
Húmanistaflokkur 18 0,37% 0
Gild atkvæði samtals 4.849 100,00% 4
Auðir seðlar 98 1,98%
Ógildir seðlar 4 0,08%
Greidd atkvæði samtals 4.951 86,94%
Á kjörskrá 5.695
Kjörnir alþingismenn
1. Einar Kr. Guðfinnsson (Sj.) 1.436
2. Sighvatur Björgvinsson (Sf.) 1.144
3. Kristinn H. Gunnarsson (Fr.) 1.124
4. Guðjón Arnar Kristjánsson (Fr.fl.) 859
Næstir inn
Einar Oddur Kristjánsson (Sj.) Landskjörinn
Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg.)
Karl V. Matthíasson (Sf.)
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir (Fr.)

Framboðslistar

Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, Bolungarvík Einar Kr. Guðfinnsson, alþingismaður, Bolungarvík
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt, Reykjavík Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, Flateyri
Björgmundur Örn Guðmundsson, tækniskólanemi, Kirkjubóli, Ísafjarðarbæ Ragnheiður Hákonardóttir, bæjarfulltrúi, Ísafirði
Anna Jensdóttir, umboðsmaður, Patreksfirði Þórólfur Halldórsson, sýslumaður, Patreksfirði
Svava H. Friðgeirsdóttir, bóksafnsfræðingur, Reykjavík Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, viðskiptafræðingur, Tálknafirði
Jóhannes S. Haraldsson, sjómaður, Reykjavík Margrét Geirsdóttir, tónmenntakennari, Ísafirði
Agnes Lára Magnúsdóttir, skrifstofumaður, Ísafirði Jón Stefánsson, bóndi, Broddasnesi, Broddaneshreppi
Haraldur V. Jónsson, verslunarstjóri, Hólmavík Bryndís Ásta Birgisdóttir, verslunamaður, Suðureyri
Þórunn Guðmundsdóttir, húsmóðir, Tálknafirði Bjarni Óskar Halldórsson, framkvæmdastjóri, Reykhólum
Sigurður Sveinsson, bóndi, Ísafirði Geirþrúður Charlesdóttir, aðalgjaldkeri, Ísafirði
Samfylking Vinstri hreyfingin grænt framboð
Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður, Reykjavík Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaforseti ASV, Suðureyri
Karl V. Matthíasson, sóknarprestur, Grundarfirði Gunnar Sigurðsson, vélsmiður, Bolungarvík
Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri, Ísafirði Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstjóri, Djúpuvík, Árneshreppi
Guðbrandur Stígur Ágústsson, skólastjóri, Patreksfirði Eiríkur Örn Norðdahl, nemi, Ísafirði
Arnlín Óladóttir, vistfræðingur, Bakka, Kaldrananeshreppi Indriði Aðalsteinsson, bóndi, Skjaldfönn, Hólmavíkurhr.
Anna Stefanía Einarsdóttir, verkakona, Patreksfirði Halldóra Játvarðsdóttir, bóndi, Miðjanesi 2, Reykhólahr.
Gylfi Þ. Gíslason, lögregluþjónn, Ísafirði Már Ólafsson, útgerðarmaður, Hólmavík
Valdís Bára Kristjánsdóttir, form.Verkalýðsfél.Brynju, Þingeyri Anton Torfi Bergsson, bóndi, Felli, Ísafjarðarbæ
Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisfulltr.Rauða krossins, Ísafirði Gísli Skarphéðinsson, skipstjóri, Ísafirði
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, oddviti, Mýrartungu 2, Reykhólahr. Þórunn Magnúsdóttir, sagnfræðingur, Tálknafirði
Frjálslyndi flokkurinn Húmanistaflokkur
Guðjón Arnar Kristjánsson, skipstjóri, Ísafirði Stefán Bjargmundsson, tollvörður, Reykjavík
Pétur Bjarnason, forstöðumaður, Ísafirði Hrannar Jónsson, forritari, Reykjavík
Bergljót Halldórsdóttir, grunnskólakennari, Ísafirði Þór Örn Víkingsson, nemi, Reykjavík
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, garðyrkjustjóri, Ísafirði Halldór Arnar Úlfarsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík
Kristján Freyr Halldórsson, nemi, Ísafirði Ragnar Ingvar Sveinsson, myndlistarmaður, Reykjavík
Hálfdán Kristjánsson, sjómaður, Flateyri
Ólöf Jónsdóttir, bóndi, Hafnardal, Hólmavíkurhreppi
Guðmundur Óskar Hermannsson, leiðbeinandi, Lyngholti, Vesturbyggð
Rögnvaldur Ingólfsson, bifvélavirkjameistari, Bolungarvík
Matthías Bjarnason, fv.ráðherra, Garðabæ

Prófkjör

Engin prófkjör voru haldin en kosið var um 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á kjördæmisþingi. Ragnheiður Hákonardóttir hlaut 27 atkvæði en Guðjón Arnar Kristjánsson 26. Guðjón Arnar fór í framhaldinu í framboð fyrir Frjálslynda flokkinn og varð þingmaður hans.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis og Morgunblaðið 9.3.1999.