Akureyri 1938

Í framboði voru listar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og óháðra borgara og Kommúnistaflokks Íslands. Efstur á lista Sjálfstæðisflokks og óháðra borgara var Jón Sveinsson sem var á sérlista 1934 og í sjöunda sæti var Jón Guðlaugsson sem var annar á sama lista. Í 3. sæti var Brynleifur Tobíasson sem var efstur á lista Framsóknarflokksins 1934 en náði ekki inn í bæjarstjórn vegna útstrikana og varð 1. varamaður. Brynleifur gekk úr Framsóknarflokknum og var í framboði í Austur-Skaftafellssýslu fyrir Bændaflokkinn í Alþingiskosningunum 1937.

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 4 bæjarfulltrúa en 1934 fékk flokkurinn þrjá bæjarfulltrúa og listi Jóns Sveinssonar tvo. Framsóknarflokkurinn fékk 3 bæjarfulltrúa, bætti við sig einum. Kommúnistaflokkurinn fékk 3 bæjarfulltrúa og bætti einnig við sig einum. Alþýðuflokkurinn hlaut 1 bæjarfulltrúa eins og 1934.

Úrslit

1938 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 230 9,58% 1
Framsóknarflokkur 708 29,48% 3
Sjálfstæðisflokkur 898 37,39% 4
Kommúnistaflokkur 566 23,56% 3
Samtals gild atkvæði 2.402 100,00% 11
Auðir seðlar 8 0,33%
Ógildir seðlar 3 0,12%
Samtals greidd atkvæði 2.413 83,58%
Á kjörskrá 2.887
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Axel Kristjánsson (Sj./Óh.b.) 898
2. Vilhjálmur Þór (Fr.) 708
3. Steingrímur Aðalsteinsson (Komm.) 566
4. Brynleifur Tobíasson (Sj./Óh.b.) 449
5. Jóhann Frímann (Fr.) 354
6. Jakob Karlsson (Sj./Óh.b.) 299
7. Þorsteinn Þorsteinsson (Komm.) 283
8. Árni Jóhannsson (Fr.) 236
9. Erlingur Friðjónsson (Alþ.) 230
10.Indriði Helgason (Sj./Óh.b.) 225
11.Elísabet Eiríksdóttir (Komm.) 189
Næsti inn vantar
Jón Sveinsson (Sj./Óh.b.) 46
Þorsteinn Stefánsson (Fr.) 47
Jón Hinriksson (Alþ.) 144

Umtalsverðar breytingar urðu á lista Sjálfstæðisflokksins og óháðra borgara vegna útstrikana. Jón Sveinsson efsti maður listans féll niður í 5. sæti og varð 1. varamaður. Jakob Karlsson sem var í 6. sæti færðist upp í það þriðja.

Framboðslistar (efstu sæti Alþýðuflokks og lista Sjálfstæðisflokks og óháðra borgara)

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur og óháðir borgarar Kommúnistaflokkur
Erlingur Friðjónsson form.Verkal.f. Vilhjálmur Þór, framkvæmdastjóri Jón Sveinsson (5) Steingrímur Aðalsteinsson, verkamaður
Jón Hinriksson, form. Iðju Jóhann Frímann, skólastjóri Axel Kristjánsson (1) Þorsteinn Þorsteinsson, verkamaður
Hafsteinn Halldórsson, bifreiðastj. Árni Jóhannsson, gjaldkeri Brynleifur Tobíasson (2) Elísabet Eiríksdóttir, verkakona
Helga Jónsdóttir, frú Þorsteinn Stefánsson, fulltrúi Indriði Helgason (4) Tryggvi Helgason, sjómaður
Jón Ingimarsson Jóhannes Jónasson, yfirfiskimatsm. Arnfinna Björnsdóttir (6) Magnús Gíslason, múrari
 Stefán Árnason Ólafur Magnússon, sundkennari Jakob Karlsson (3) Jónas Hallgrímsson, verkamaður
Snorri Sigfússon, skólastjóri Jón Guðlaugsson (7) Halldór Halldórsson, byggingafulltrúi
Bogi Ágústsson, ökumaður Jónas Jensson (8) Óskar Gíslason, múrari
Haraldur Þorvaldsson, verkamaður Elínborg Jónsdóttir, frú Sigvaldi Þorsteinsson, sjómaður
Guðmundur Ólafsson byggingam. Jón Sólnes, bankaritari Elísabet Kristjánsdóttir, húsfrú
Ingólfur Kristinsson, iðnverkam. Guðmundur Pétursson, útgerðarmaður Áskell Snorrason, kennari
Árni S. Jóhannsson, skipstjóri Gunnlaugur Tr. Brynjólfsson Sigurjón Jóhannesson, verkamaður
Eggert M. Melstað, slökkviliðsstjóri  (innan sviga endanleg röðun) Bjarni M. Jónsson, verkamaður
Garðar Sigurjónsson, verkamaður Ingólfur Árnason, verkamaður
Brynjólfur Svensson, kennari Margrét Magnúsdóttir, verkakona
Eggert Guðmundsson, trésmiður Björn Grímsson, verslunarmaður
Sveinn Tómasson, rörlagningam. Sigurður Vilmundarson, smiður
Steindór Jóhannsson, fiskismatsm. Jón Brynjólfsson, verkamaður
Júníus Jónsson, verkstjóri Gestur Jóhannesson, verkamaður
Páll Bjarnason, símalagningamaður Stefán Magnússon, verkamaður
Kristinn Guðmundsson, kennari Halldór Stefánsson, vatnsafh.maður
Böðvar Bjarkan, lögmaður Sigþór Jóhannsson, vélavörður

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðumaðurinn 29.1.1938, Dagur 6.janúar 1938, Dagur 3. febrúar 1938, Íslendingur 22.12.1937, Íslendingur 7.1.1938, Morgunblaðið 4. janúar 1938, Morgunblaðið 1. febrúar 1938, Verkamaðurinn 8. janúar 1938, Verkamaðurinn 18. janúar 1938, Verkamaðurinn 9. febrúar 1938 og Þjóðviljinn 9. janúar 1938.