Vestfirðir 1971

Framsóknarflokkur: Steingrímur Hermannsson var þingmaður Vestfjarða frá 1971. Bjarni Guðbjörnsson var þingmaður Vestfjarða frá 1967.

Sjálfstæðisflokkur: Matthías Bjarnason var þingmaður Vestfjarða landskjörinn frá 1963-1967 og þingmaður Vestfjarða kjördæmakjörinn frá 1967.  Þorvaldur Garðar Kristjánsson var þingmaður Vestur Ísafjarðarsýslu 1959(júní)-1959(okt.), þingmaður Vestfjarða frá 1963-1967 og frá 1971.

Samtök Frjálslyndra og vinstri manna: Hannibal Valdimarsson var landskjörinn þingmaður Norður Ísafjarðarsýslu 1946-1952, þingmaður Ísafjarðar frá 1952-1953, landskjörinn þingmaður Ísafjarðar frá 1953-1956 fyrir Alþýðuflokkinn. Þingmaður Reykjavíkur 1956-1959(okt.), þingmaður Vestfjarða landskjörinn frá 1959(okt.)-1963, þingmaður Vestfjarða kjördæmakjörinn 1963-1967 fyrir Alþýðubandalagið. Þingmaður Reykjavíkur 1967-1971 kjörinn af I-lista. Þingmaður Vestfjarða frá 1971 fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Karvel Pálmason var þingmaður Vestfjarða landskjörinn frá 1971. Karvel skipaði 6. sætið á lista Alþýðubandalagsins 1967.

Fv.þingmenn: Birgir Finnsson var þingmaður Vestfjarða frá 1959(okt.)-1963 og 1967-1971. Þingmaður Vestfjarða landskjörinn frá 1963-1967. Steingrímur Pálsson var þingmaður Vestfjarða landskjörinn frá 1967-1971.

Flokkabreytingar: Hjördís Hjörleifsdóttir í 3. sæti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna skipaði 5. sætið á lista Alþýðubandalagsins 1967. Guðmundur Jónsson í 10.sæti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna skipaði 10. sætið á lista Alþýðubandalagsins 1967.

Prófkjör voru hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki.

Úrslit

1971 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 464 9,32% 0
Framsóknarflokkur 1.510 30,33% 2
Sjálfstæðisflokkur 1.499 30,11% 2
Alþýðubandalag 277 5,56% 0
SFV 1.229 24,68% 1
Gild atkvæði samtals 4.979 100,00% 5
Auðir seðlar 56 1,11%
Ógildir seðlar 22 0,44%
Greidd atkvæði samtals 5.057 90,53%
Á kjörskrá 5.586
Kjörnir alþingismenn
1. Steingrímur Hermannsson (Fr.) 1.510
2. Matthías Bjarnason (Sj.) 1.499
3. Hannibal Valdimarsson (SFV) 1.229
4. Bjarni Guðbjörnsson (Fr.) 755
5. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (Sj.) 750
Næstir inn vantar
Karvel Pálmason (SFV) 270 Landskjörinn
Birgir Finnsson (Alþ.) 286 2.vm.landskjörinn
Steingrímur Pálsson (Abl.) 473
Halldór Kristjánsson (Fr.) 739

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Birgir Finnsson, alþingismaður, Ísafirði Steingrímur Hermannsson, verkfræðingur, Garðakauptúni Matthías Bjarnason, alþingismaður, Ísafirði
Ágúst H. Pétursson, skrifstofumaður, Patreksfirði Bjarni Guðbjörnsson, alþingismaður, Ísafirði Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
Kristmundur Hannesson, skólastjóri, Reykjanesi, Reykjafjarðarhr. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli, Mosvallahr. Ásberg Sigurðsson, alþingismaður, Reykjavík
Emil Hjartarson, skólastjóri, Flateyri Ólafur Þ. Þórðarson, skólastjóri, Suðureyri Arngrímur K. Jónsson, skólastjóri, Núpi, Mýrahreppi
Lárus Þ. Guðmundsson, prestur, Holti, Mosvallahreppi Ólafur E. Ólafsson, kaupfélagsstjóri, Króksfjarðarnesi Hildur Einarsdóttir, húsfreyja, Bolungarvík
Ingibjörg Jónsdóttir, húsfreyja, Suðureyri Gunnlaugur Finnsson,  bóndi, Hvilft, Flateyrarhr. Jón Kristjánsson, laganemi, Hólmavík
Kristján Þórðarson, bóndi, Breiðalæk, Barðastrandahr. Svavar Júlíusson, kaupfélagsstjóri, Móbergi, Rauðasandshr. Engilbert Ingvason, bóndi, Mýri, Snæfjallahreppi
Jóhann R. Símonarson, skipstjóri, Ísafirði Torfi Guðbrandsson, skólastjóri, Finnbogastöðum, Árneshr. Ingi Garðar Sigurðsson, tilraunastjóri, Reykhólum, Reykhólahr.
Páll Jóhannesson, húsasmíðameistari, Patreksfirði Svavar Jóhannsson, bankaútibússtjóri, Patreksfirði Jóhanna Helgadóttir, húsfreyja, Prestbakka, Bæjarhreppi
Bjarni G. Friðriksson, sjómaður, Suðureyri Jón A. Jóhannsson, skattstjóri, Ísafirði Marselíus Bernharðsson, skipasmíðameistari, Ísafirði
Alþýðubandalag Samtök Frjálslyndra og vinstri manna
Steingrímur Pálsson, alþingismaður, Brú, Hrútafirði Hannibal Valdimarsson, alþingismaður, Selárdal, Ketildalahr.
Aage Steinsson, rafveitustjóri, Ísafirði Karvel Pálmason,  kennari, Bolungarvík
Guðmundur F. Magnússon, verkamaður, Þingeyri Hjördís Hjörleifsdóttir, húsmæðrakennari, Ísafirði
Guðrún Unnur Ægisdóttir, kennari, Reykjanesi, Reykjafjarðarhr. Hjörleifur Guðmundsson, sjómaður, Patreksfirði
Gestur Ingvi Kristinsson, skipstjóri, Suðureyri Einar Hafberg, verslunarmaður, Flateyri
Einar Gunnar Einarsson, hrl. Ísafirði Jónas Karl Helgason, verkamaður, Hnífsdal
Unnar Þór Böðvarsson, kennaranemi, Tungumúla, Barðastrandarhr. Ragnar Þorbergsson, verkstjóri, Súðavík
Gísli Hjartarson, skrifstofumaður, Ísafirði Steingrímur Steingrímsson, tæknifræðinemi, Ísafirði
Davíð Davíðsson, oddviti, Tálknafirði Halldór Jónsson, bóndi, Hóli, Suðurfjarðarhreppi
Skúli Guðjónsson, bóndi, Ljótunnarstöðum Guðmundur Jónsson, verslunarmaður, Hólmavík

Prófkjör

Framsóknarflokkur:

1.sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti 5. sæti Samtals
Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri 332 136 24 7 2 501
Bjarni Guðbjörnsson, alþingismaður 124 126 79 22 11 362
Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli 63 163 111 32 12 381
Gunnlaugur Finnsson, Hvilft 2 9 35 77 4 127
Ólafur E. Ólafsson, Króksfjarðarnesi 1 5 19 51 41 117
Tómas Karlsson, ritstjórnarfulltrúi 9 61 17 4 91
Torfi Guðbrandsson, kennari 4 18 22 34 78
Ólafur Þórðarson, kennaranemi 2 14 19 22 57

Sjálfstæðisflokkur:

1.sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti 5.sæti Samtals
Matthías Bjarnason alþingismaður, Ísafirði 395 80 34 30 20 559
Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastj. Rvík. 253 69 53 34 44 453
Ásberg Sigurðsson, alþingismaður, Reykjavík 65 192 116 71 59 503
Arngrímur Jónsson, skólastjóri, Núpi, Dýrafirði 14 177 107 66 53 417
Hildur Einarsdóttir, frú, Bolungarvík 0 46 144 128 92 410
Guðmundur Agnarsson, skrifstofumaður, Bolungarvík 9 32 47 119 79 286
Jón G. Kristjánsson, stud.jur. Hólmavík 1 14 40 74 123 252
Sigurður Jónasson, sparisjóðsstjóri, Patreksfirði 4 27 53 78 58 220
Ólafur Guðbjartsson, húsgagnasmiður, Patreksfirði 17 85 65 51 218
Ingi Garðar Sigurðsson, Reykhólum, 73 30 36 73 212
Jóhanna Helgadóttir, frú, Prestbakka, Hrútafirði 3 10 32 39 80 164

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis, Ísfirðingur 8.11.1969, Íslendingur-Ísafold 31.10.1970, Morgunblaðið 1.9.1970, 28.10.1970, 15.11.1970, Tíminn 19.10.1970 og Vesturland 30.10.1970.

%d bloggurum líkar þetta: