Vesturland 1963

Framsóknarflokkur: Ásgeir Bjarnason var þingmaður Dalasýslu frá 1949-1959(okt) og Vesturlands frá 1959(okt). Halldór E. Sigurðsson var þingmaður þingmaður Mýrasýslu frá 1956.-1959 (okt) og Vesturlands frá 1959(okt).

Sjálfstæðisflokkur: Sigurður Ágústsson var þingmaður Snæfellsnessýslu frá 1949-1959(okt.) og Vesturlands frá 1959(okt). Jón Árnason var þingmaður Borgarfjarðarsýslu 1959(júní)-1959(okt) og Vesturlands frá 1959(okt).

Alþýðuflokkur: Benedikt Gröndal var þingmaður Borgarfjarðarsýslu landskjörinn frá 1956-1959(júní) og Vesturlands frá 1959(okt).

Fv.þingmenn: Pétur Pétursson var þingmaður Snæfellsnessýslu landskjörinn 1956-1959(júní). Friðjón Þórðarson þingmaður Dalsýslu landskjörinn frá 1956-1959(júní). Pétur Ottesen var þingmaður Borgarfjarðarsýslu 1916-1959(júní). Bjarni Arason 9.maður á lista Alþýðubandalagsins var áður frambjóðandi Þjóðvarnarflokksins m.a. í Eyjafjarðarsýslu 1953, Suður Þingeyjarsýslu 1956 og Norðurlandi eystra 1959(okt.).

Úrslit

1963 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 912 15,12% 1
Framsóknarflokkur 2.363 39,17% 2
Sjálfstæðisflokkur 2.019 33,47% 2
Alþýðubandalag 739 12,25% 0
Gild atkvæði samtals 6.033 100,00% 5
Auðir seðlar 93 1,51%
Ógildir seðlar 20 0,33%
Greidd atkvæði samtals 6.146 92,70%
Á kjörskrá 6.630
Kjörnir alþingismenn
1. Ásgeir Bjarnason (Fr.) 2.363
2. Sigurður Ágústsson (Sj.) 2.019
3. Halldór E. Sigurðsson (Fr.) 1.182
4. Jón Árnason (Sj.) 1.010
5. Benedikt Gröndal (Alþ.) 912
Næstir inn vantar
Ingi R. Helgason (Abl.) 174 1.vm.landskjörinn
Daníel Ágústínusson (Fr.) 374
Ásgeir Pétursson (Sj.) 718 3.vm.landskjörinn
Pétur Pétursson (Alþ.) 3.vm.landskjörinn

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur
Benedikt Gröndal, ritstjóri, Reykjavík Ásgeir Bjarnason, bóndi, Ásgarði, Hvammshr.
Pétur Pétursson, forstjóri, Reykjavík Halldór E. Sigurðsson, sveitarstjóri, Borgarnesi
Hálfdán Sveinsson, kennari, Akranesi Daníel Ágústínusson, fv.bæjarstjóri, Akranesi
Ottó Árnason, bókari, Ólafsvík Gunnar Guðbjartsson, bóndi, Hjarðarfelli, Miklaholtshr.
Sigurþór Halldórsson, skólastjóri, Borgarnesi Alexander Stefánsson, kaupfélagsstjóri, Ólafsvík
Magnús Rögnvaldsson, verkstjóri, Búðardal Ingimundur Ásgeirsson, bóndi, Hæli, Reykholtsdalshr.
Lárus Guðmundsson, skipstjóri, Stykkishólmi Kristinn B. Gíslason, verkamaður, Stykkishólmi
Snæbjörn Einarsson, verkamaður, Sandi Geir Sigurðsson, bóndi, Skerðingsstöðum, Hvammshr.
Bragi Níelsson, læknir, Akranesi Guðmundur Sverrisson, bóndi, Hvammi, Norðurárdalshr.
Þorleifur Bjarnason, námsstjóri, Akranesi Guðmundur Brynjólfsson, bóndi, Hrafnabjörgum, Hvalfjarðarstr.hr.
Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag
Sigurður Ágústsson útgerðarmaður, Stykkishólmi Ingi R. Helgason, hrl. Reykjavík
Jón Árnason, framkvæmdastjóri, Akranesi Jenni R. Ólafsson, verkamaður, Stykkishólmi
Ásgeir Pétursson, sýslumaður, Borgarnesi Pétur Geirsson, mjólkurfræðingur, Borgarnesi
Þráinn Bjarnason, bóndi, Hlíðarholti, Staðarsveit Helgi Guðmundsson, vélstjóri, Akranesi
Friðjón Þórðarson,  sýslumaður, Búðardal Einar Ólafsson, bóndi, Lambeyrum, Laxárdalshreppi
Eggert Ólafsson, prófastur, Kvennabrekkur, Miðdalahr. Skúli Alexandersson, oddviti, Hellissandi
Sigríður Sigurjónsdóttir, húsfrú, Hurðarbaki, Reykholtsdalshr. Haraldur Guðmundsson, sjómaður, Ólafsvík
Páll Gíslason, yfirlæknir, Akranesi Þórður Oddsson, héraðslæknir, Kleppsjárnsreykjum, Reykholtsdalshr.
Jón Guðmundsson, bóndi, Hvítárbakka, Andakílshr. Bjarni Arason, ráðunautur, Hvanneyri, Andakílshr.
Pétur Ottesen, bóndi, Ytra-Hólmi, Innri-Akraneshr. Guðmundur Böðvarsson, skáld, Kirkjubóli, Hvítársíðurhr.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

%d bloggurum líkar þetta: