Landið 2009

Úrslit

2009 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Framsóknarflokkur 27.699 14,80% 9 0 9
Sjálfstæðisflokkur 44.371 23,70% 14 2 16
Samfylking 55.758 29,79% 16 4 20
Vinstri hreyf.grænt framboð 40.581 21,68% 12 2 14
Frjálslyndi flokkurinn 4.148 2,22% 0
Borgarahreyfingin 13.519 7,22% 3 1 4
Lýðræðishreyfingin 1.107 0,59% 0
Gild atkvæði samtals 187.183 100,00% 54 9 63
Auðir seðlar 6.226 3,21%
Ógildir seðlar 566 0,29%
Greidd atkvæði samtals 193.975 85,14%
Á kjörskrá 227.843

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Samfylking (20): Guðbjartur Hannesson og Ólína Þorvarðardóttir Norðvesturkjördæmi, Kristján L. Möller, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir(u) Norðausturkjördæmi, Björgvin G. Sigurðsson, Oddný G. Harðardóttir og Róbert Marshall Suðurkjördæmi, Árni Páll Árnason, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Magnús Orri Schram(u) Suðvesturkjördæmi, Össur Skarphéðinson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir(u) Reykjavíkurkjördæmi suður, Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir og Steinunn Valdís Óskarsdóttir(u) Reykjavíkurkjördæmi norður.

Sjálfstæðisflokkur (16): Ásbjörn Óttarsson og Einar Kr. Guðfinnsson Norðvesturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Herbertsson Norðausturkjördæmi, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Árni Johnsen Suðurkjördæmi, Bjarni Benediktsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jón Gunnarsson(u) Suðvesturkjördæmi, Ólöf Nordal, Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson(u) Reykjavíkurkjördæmi suður, Illugi Gunnarsson og Pétur H. Blöndal Reykjavíkurkjördæmi norður.

Vinstrihreyfingin grænt framboð (14): Jón Bjarnason, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ásmundur Einar Daðason(u) Norðvesturkjördæmi, Steingrímur J. Sigfússon, Þuríður Backman og Björn Valur Gíslason Norðausturkjördæmi, Atli Gíslason Suðurkjördæmi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ögmundur Jónasson Suðvesturkjördæmi, Svandís Svavarsdóttir og Lilja Mósesdóttir Reykjavíkurkjördæmi suður, Katrín Jakobsdóttir, Árni Þór Sigurðsson og Álfheiður Ingadóttir(u) Reykjavíkurkjördæmi norður.

Framsóknarflokkur (9): Gunnar Bragi Sveinsson og Guðmundur Steingrímsson Norðvesturkjördæmi, Birkir Jón Jónsson og Höskuldur Þór Þórhallsson Norðausturkjördæmi, Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Þóra Harðardóttir Suðurkjördæmi, Siv Friðleifsdóttir Suðvesturkjördæmi, Vigdís Hauksdóttir Reykjavíkurkjördæmi suður og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Reykjavíkurkjördæmi norður.

Borgarahreyfingin (4): Margrét Tryggvadóttir(u) Suðurkjördæmi, Þór Saari Suðvesturkjördæmi, Birgitta Jónsdóttir Reykjavíkurkjördæmi suður og Þráinn Bertelsson Reykjavíkurkjördæmi norður.

Breytingar á kjörtímabilinu

Þráinn Bertelsson þingmaður Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður gekk úr flokknum í ágúst 2009 og starfaði Utan flokka þar til í september 2010 er hann gekk til liðs við Vinstrihreyfinguna grænt framboð.

Þrír þingmennn Borgarahreyfingarinnar, þau Þór Saari í Suðvesturkjördæmi, Margrét Tryggvadóttir í Suðurkjördæmi og Birgitta Jónsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður sögðu skilið við Borgarahreyfinguna í október 2009 og stofnuðu nýjan þingflokk, Hreyfinguna. Margrét og Þór urðu síðar liðsmenn stjórnmálaflokksins Dögunar en Birgitta stofnaði stjórnmálasamtökin Pírata. Þau störfuðu þrátt fyrir það áfram í þingflokki Hreyfingarinnar úr kjörtímabilið.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingmaður Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi norður sagði af sér þingmennsku í maílok 2010 og tók Mörður Árnason sæti hennar.

Atli Gíslason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi gekk úr flokknum í mars 2011 og var Utan flokka út kjörtímabilið. Atli var á framboðslista Regnbogans í alþingiskosningunum 2013.

Lilja Mósesdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður gekk úr flokknum í mars 2011 og hefur starfaði Utan flokka út kjörtímabilið. Hún stofnaði ásamt fleirum stjórnmálaflokkinn Samstöðu sem bauð ekki fram við alþingiskosningarnar 2013.

Ásmundur Einar Daðason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi gekk úr flokknum í apríl 2011 og var Utan flokka þar til hann gekk í Framsóknarflokkinn í júní sama ár.

Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi sagði af sér þingmennsku í septemberbyrjun 2011 og tók Lúðvík Geirsson sæti hennar.

Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi gekk úr flokknum í septemberbyrjun 2011 og var Utan flokka þar til hann stofnaði ásamt fleirum stjórnmálaflokkinn Bjarta framtíð í ársbyrjun 2012.

Róbert Marshall þingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi gekk úr flokknum í október 2012 og gekk til liðs við Bjarta framtíð.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi sagði af sér þingmennsku í árslok 2012. Ólafur Þór Gunnarsson tók sæti hennar.

Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi sagði skilið við þingflokks VG í janúar 2013 og var Utan flokka eftir það en bauð sig fram fyrir framboðið Regnbogann í alþingiskosningunum 2013.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis

%d bloggurum líkar þetta: