Garðabær 1986

Í framboði voru listar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Flokks mannsins. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 bæjarfulltrúa og hélt hreinum meirihluta þrátt fyrir að tapa einum fulltrúa. Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur héldu sínum manninum hvor en Alþýðuflokkur hlaut einn bæjarfulltrúa en hafði engan áður. Sjálfstæðisflokkinn vantaði 36 atkvæði til að halda fimmta bæjarfulltrúanum sem hefði verið á kostnað Framsóknarflokks.

Úrslit

Garðabær

1986 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 564 17,31% 1
Framsóknarflokkur 352 10,80% 1
Sjálfstæðisflokkur 1.725 52,95% 4
Alþýðubandalag 562 17,25% 1
Flokkur mannsins 55 1,69% 0
3.258 100,00% 7
Auðir og ógildir 91 2,72%
Samtals greidd atkvæði 3.349 80,95%
Á kjörskrá 4.137
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Agnar Friðriksson (D) 1.725
2. Lilja G. Hallgrímsdóttir (D) 863
3. Benedikt Sveinsson (D) 575
4. Helga Kristín Möller (A) 564
5. Hilmar Ingólfsson (G) 562
6. Dröfn H. Farestveit (D) 431
7. Einar Geir Þorsteinsson (B) 352
Næstir inn vantar
Erling Ásgeirsson (D) 36
Örn Eiðsson (A) 141
Albína Thordarson (G) 143
Ragnar Sverrisson (M) 298

Framboðslistar

A-listi Alþýðuflokks B-listi Framsóknarflokks D-listi Sjálfstæðisflokks
Helga Kristín Möller, kennari Einar Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Agnar Friðriksson, viðskiptafræðingur
Örn Eiðsson, fulltrúi Stefán Snær Konráðsson, íþróttakennari Lilja G. Hallgrímsdóttir, húsmóðir
Gestur Geirsson, nemi Helga Guðjónsdóttir, fóstra Benedikt Sveinsson, hrl.
Erna Aradóttir, fóstra Soffía Guðmundsdóttir, fóstra Dröfn H. Farestveit, hússtjórnarkennari
Finnbogi S. Guðmundsson, byggingameistari Lilja Óskarsdóttir, húsmóðir Erling Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Magnús Stephensen, byggingatæknifræðingur Sólveig Alda Pétursdóttir, skrifstofumaður Helgi K. Hjálmarsson, framkvæmdastjóri
Elín Guðjónsdóttir, háskólanemi Stefán Vilhelmsson, flugvélstjóri Andrés B. Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Margrét Tómasdóttir, fulltrúi Jónas Lúðvíksson, sölumaður Þorvaldur Ó. Karlsson, húsasmíðameistari
Kristín H. Tryggvadóttir, deildarstjóri Sigurgeir Bóasson, endurskoðandi Sigrún Gísladóttir, skólastjóri
Hörður Sumarliðason, járnsmiður Ragnheiður Haraldsdóttir, meinatæknir Árni Árnason, framkvæmdastjóri
Valborg Böðvarsdóttir, fóstra Jóhann H. Jónsson, skrifstofustjóri Ásdís Þórðardóttir, húsmóðir
Hilmar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Axel Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Jón Ásgeir Eyjólfsson, tannlæknir
Páll Garðar Ólafsson, læknir Guðjón Thorstensen, hjúkrunarfræðingur Sverrir Hallgrímsson, húsagagnasmiður
Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri Árni Ólafur Lárusson, framkvæmdastjóri
G-listi Alþýðubandalags M-listi Flokks mannsins
Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Ragnar Sverrisson, vélvirki
Albína Thordarson, arkitekt Ólafur Kristjánsson, verkamaður
Vilborg Guðnadóttir, háskólanemi Garðar Norðdahlsson, nemi
Hallgrímur Sæmundsson, yfirkennari Sigurjón Kristmannsson, verkamaður
Hafsteinn Hafsteinsson, tannsmiður Halldór H. Christensen, verkamaður
Saga Jónsdóttir, leikari Hildur H. Tómasdóttir, læknaritari
Ingólfur Freysson, íþróttakennari Arnheiður Símonardóttir, skrifstofumaður
Ragnheiður Jónsdóttir, sjúkraliði
Hafsteinn Árnason, vélfræðingur
Anna Valdimarsdóttir, kennari
Þorkell Jóhannsson, kennari
Ástríður Karlsdóttir, hjúrkunarfræðingur
Guðmundur H. Þórðarson, læknir
Þóra Runólfsdóttir, verkamaður

Prófkjör

Alþýðubandalag (frambjóðendur)
Albína Thordarson, arkitekt
Hafsteinn Hafsteinsson, tannsmiður
Hallgrímur Sæmundsson, yfirkennari
Hilmar Ingólfsson, skólastjóri
Ingólfur Freysson, yfirkennari
Ragnheiður Jónsdóttir, sjúkraliði
Saga Jónsdóttir, leikari
Vilborg Guðnadóttir, háskólanemi

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Kosningahandbók Fjölvís 1986, Alþýðublaðið 26.3.1986, DV 22.4.1986, 23.4.1986, 27.5.1986, Morgunblaðið 1.3.1986, 2.4.1986, Morgunblaðið 22.4.1986, 7.5.1986, 25.5.1986, Tíminn 26.3.1986, 23.4.1986, 29.4.1986, Þjóðviljinn 22.3.1986 og 18.4.1986.