Landið 1987

Breytingar á kosningaskipan (sjá nánar í kosningaskýrslum Hagstofu Íslands) og þingmönnum fjölgaði úr 60 í 63.

Úrslit

1987 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Alþýðuflokkur 23.265 15,23% 7 3 10
Framsóknarflokkur 28.902 18,92% 13 13
Sjálfstæðisflokkur 41.490 27,17% 16 2 18
Alþýðubandalag 20.387 13,35% 8 8
Samtök um kvennalista 15.470 10,13% 2 4 6
Borgaraflokkur 16.588 10,86% 3 4 7
Flokkur mannsins 2.434 1,59% 0
Þjóðarflokkur 2.047 1,34% 0
Samtök um jafnrétti og f.h. 1.893 1,24% 1 1
Bandalag Jafnaðarmanna 246 0,16% 0
Gild atkvæði samtals 152.722 100,00% 50 13 63
Auðir seðlar 1.398 0,91%
Ógildir seðlar 318 0,21%
Greidd atkvæði samtals 154.438 90,10%
Á kjörskrá 171.402

Stytt nöfn á framboðum: Samtök um jafnrétti og félagshyggju.

Borgaraflokkur, sem var klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum hlaut 7 þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 5 þingmönnum. Alþýðuflokkurinn bætti við sig 4 þingmönnum en Bandalag Jafnaðarmanna tapaði sínum fjórum, en þrír af fjórum þingmönnum Bandalagsins gengu í Alþýðuflokkinn á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn tapaði einum en Samtök Jafnréttis og félagshyggju sem voru klofningsframboð úr Framsóknarflokknum í Norðurlandskjördæmi eystra hlaut 1 þingmann. Alþýðubandalagið tapaði 2 þingmönnum og Kvennalistinn bætti við sig 3 þingmönnum. Flokkur mannsin og Þjóðarflokkurinn náðu ekki þingsætum þó að þeir fengju meira fylgi en Samtök Jafnréttis og félagshyggju.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Sjálfstæðisflokkur (18): Friðrik Sophusson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Ragnhildur Helgadóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur H. Garðarsson og Geir H. Haarde(u) Reykjavík, Matthías Á. Mathiesen, Ólafur G. Einarsson og Salome Þorkelsdóttir Reykjanesi, Friðjón Þórðarson Vesturlandi, Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson Vestfjörðum, Pálmi Jónsson Norðurlandi vestra, Halldór Blöndal Norðurlandi eystra, Sverrir Hermannsson og Egill Jónsson(u) Austurlandi, Þorsteinn Pálsson og Eggert Haukdal Suðurlandi.

Framsóknarflokkur (13): Guðmundur G. Þórarinsson Reykjavík, Steingrímur Hermannsson og Jóhann Einvarðsson Reykjanesi, Alexander Stefánsson Vesturlandi, Ólafur Þ. Þórðarson Vestfjörðum, Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson Norðurlandi vestra, Guðmundur Bjarnason og Valgerður Sverrisdóttir Norðurlandi eystra, Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson Austurlandi, Jón Helgason og Guðni Ágústsson Suðurlandi.

Alþýðuflokkur (10): Jón Sigurðsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson(u) Reykjavík, Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason Reykjanesi, Eiður Guðnason Vesturlandi, Karvel Pálmason og Sighvatur Björgvinsson(u) Vestfjörðum, Jón Sæmundur Sigurjónsson(u) Norðurlandi vestra og  Árni Gunnarsson Norðurlandi eystra.

Alþýðubandalagið (8:) Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir Reykjavík, Geir Gunnarsson Reykjanesi, Skúli Alexandersson Vesturlandi, Ragnar Arnalds Norðurlandi vestra, Steingrímur J. Sigfússon Norðurlandi eystra, Hjörleifur Guttormsson Austurlandi og Margrét Frímannsdóttir Suðurlandi.

Borgaraflokkur (7): Albert Guðmundsson, Guðmundur Ágústsson og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir(u) Reykjavík, Júlíus Sólnes og Hreggviður Jónsson(u) Reykjanesi, Ingi Björn Albertsson(u) Vesturlandi og Óli Þ. Guðbjartsson(u) Suðurlandi.

Samtök um kvennalista (6): Guðrún Agnarsdóttir, Kristín Einarsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir(u) Reykjavík, Kristín Halldórsdóttir (u) Reykjanesi. Danfríður Skarphéðinsdóttir(u) Vesturlandi og Málmfríður Sigurðardóttir(u) Norðurlandi eystra,

Samtök um jafnrétti og félagshyggju (1): Stefán Valgeirsson Norðurlandi eystra.

Breytingar á kjörtímabilinu

Sverrir Hermannsson Sjálfstæðisflokki á Austurlandi sagði af sér þingmennsku 1988 er hann varð bankastjóri Landsbankans og tók Kristinn Pétursson sæti hans.

Kjartan Jóhannsson Alþýðuflokki á Reykjanesi sagði af sér þingmennsku 1989 er hann var skipaður sendiherra og tók Rannveig Guðmundsdóttir sæti hans.

Albert Guðmundsson Borgaraflokki í Reykjavík sagði af sér þingmennsku 1989 er hann var skipaður sendiherra og tók Benedikt Bogason sæti hans. Benedikt lést sama ár og tók Ásgeir Hannes Eiríksson sæti hans.

Kristín Halldórsdóttir Kvennalista á Reykjanesi sagði af sér þingmennsku 1989 og tók Anna Ólafsdóttir Björnsson sæti hennar.

Guðrún Agnarsdóttir Kvennalista í Reykjavík sagði af sér þingmennsku 1990 og tók Guðrún J. Halldórsdóttir sæti hennar.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: