Norður Ísafjarðarsýsla 1937

Vilmundur Jónsson var þingmaður Ísafjarðar 1931-1933 og þingmaður Norður Ísafjarðarsýslu frá 1933-1934. Sigurjón Jónsson var þingmaður Ísafjarðar 1923-1927.

Bæði Vilmundur og Sigurjón afsöluðu sér rétt til að taka sæti á landslista og þar með hugsanlegu uppbótarþingsæti ef þeir næðu ekki kjöri. Miðað við úrslitin hefði Sigurjón náð kjöri sem landskjörinn alþingismaður.

Vilmundur Jónsson afsalaði sér sæti á landslista ef hann næði ekki kjöri sem kjördæmakjörinn þingmaður í Norður Ísafjarðarsýslu 1934 og afsalaði sér þar með þingsæti.

Úrslit

1937 Atkvæði Landslisti Samtals Hlutfall
Vilmundur Jónsson, landlæknir (Alþ.) 757 2 759 51,99% Kjörinn
Sigurjón Jónsson, bankastjóri (Sj.) 683 11 694 47,53%
Landslisti Bændaflokks 6 6 0,41%
Landslisti Kommúnistaflokks 1 1 0,07%
Gild atkvæði samtals 1.440 20 1.460
Ógildir atkvæðaseðlar 26 1,60%
Greidd atkvæði samtals 1.486 91,39%
Á kjörskrá 1.626

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis og Vesturland 28.05.1937.