Landið 2007

Úrslit

2007 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Framsóknarflokkur 21.350 11,72% 6 1 7
Sjálfstæðisflokkur 66.754 36,64% 24 1 25
Samfylking 48.743 26,76% 15 3 18
Vinstri hreyf.grænt framboð 26.136 14,35% 8 1 9
Frjálslyndi flokkurinn 13.233 7,26% 1 3 4
Íslandshreyfingin 5.953 3,27% 0 0
Gild atkvæði samtals 182.169 100,00% 54 9 63
Auðir seðlar 2.517 1,36%
Ógildir seðlar 385 0,21%
Greidd atkvæði samtals 185.071 83,62%
Á kjörskrá 221.330

Vinstrihreyfingin grænt framboð bætti við sig fjórum þingsætum og Sjálfstæðisflokkurinn þremur þingsætum. Frjálslyndi flokkurinn hélt sínum fjórum þingsætum. Framsóknarflokkurinn tapaði fimm þingsætum og Samfylkingin tveimur þingsætum.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Sjálfstæðisflokkur (25): Sturla Böðvarsson, Einar Kristinn Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson Norðvesturkjördæmi, Kristján Þór Júlíusson, Arnbjörg Sveinsdóttir og Ólöf Nordal Norðausturkjördæmi, Árni M. Mathiesen, Kjartan Þ. Ólafsson, Árni Johnsen og Björk Guðjónsdóttir Suðurkjördæmi, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Ármann Kr. Ólafsson, Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir(u) Suðvesturkjördæmi, Geir H. Haarde, Illugi Gunnarsson, Björn Bjarnason, Ásta Möller og Birgir Ármannsson Reykjavíkurkjördæmi suður, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, Pétur H. Blöndal og Sigurður Kári Kristjánsson Reykjavíkurkjördæmi norður.

Samfylking (18):) Guðbjartur Hannesson og Karl V. Matthíasson Norðvesturkjördæmi, Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson Norðausturkjördæmi, Björgvin G. Sigurðsson og Lúðvík Bergvinsson Suðurkjördæmi, Gunnar Svavarsson, Katrín Júlíusdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir og Árni Páll Árnason(u) Suðvesturkjördæmi, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Reykjavíkurkjördæmi suður, Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Helgi Hjörvar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir(u) og Ellert B. Schram(u) Reykjavíkurkjördæmi norður.

Vinstrihreyfingin grænt framboð (9): Jón Bjarnason Norðvesturkjördæmi, Steingrímur J. Sigfússon og Þuríður Backman Norðausturkjördæmi, Atli Gíslason Suðurkjördæmi, Ögmundur Jónasson Suðvesturkjördæmi, Kolbrún Halldórsdóttir og Álfheiður Ingadóttir(u) Reykjavíkurkjördæmi suður, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson Reykjavíkurkjördæmi norður.

Framsóknarflokkur (7): Magnús Stefánsson Norðvesturkjördæmi, Valgerður Sverrisdóttir, Birkir Jón Jónsson og Höskuldur Þórhallsson(u) Norðausturkjördæmi, Guðni Ágústsson og Bjarni Harðarson Suðurkjördæmi og Siv Friðleifsdóttir Suðvesturkjördæmi.

Frjálslyndi flokkur (4): Guðjón Arnar Kristjánsson og Kristinn H. Gunnarsson(u) Norðvesturkjördæmi, Grétar Mar Jónsson(u) Suðurkjördæmi og Jón Magnússon(u) Reykjavíkurkjördæmi suður.

Breytingar á kjörtímabilinu:

Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lést í júlí 2007 og tók Herdís Þórðardóttir sæti hans.

Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi sagði af sér þingmennsku í nóvember 2008 og tók Helga Sigrún Harðardóttir sæti hans.

Guðni Ágústsson þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi sagði af sér þingmennsku í nóvember 2008 og tók Eygló Þóra Harðardóttir sæti hans.

Jón Magnússon þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr þingflokknum í febrúar 2009, var utan flokka, en gekk síðan í Sjálfstæðisflokkinn í sama mánuði.

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Frjálslynda flokksins gekk úr flokknum í febrúar 2009 og gekk til liðs við Framsóknarflokkinn að nýju.

Karl V. Matthíasson þingmaður Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi gekk í Frjálslynda flokkinn í mars 2009.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis