Norðausturkjördæmi 2016

Tíu framboð komu fram í Norðausturkjördæmi. Þau voru A-listi Bjartrar framtíðar, B-listi Framsóknarflokks, C-listi Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, F-listi Flokks fólksins, P-listi Pírata, R-listi Alþýðufylkingarinnar, S-listi Samfylkingar, T-listi Dögunar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á lista Framsóknarflokksins var strikaður út af tæplega 18% kjósenda flokksins.

Kristján L. Möller (þingmaður frá 1999) Samfylkingu og Brynhildur Pétursdóttir (þingmaður frá 2013) Bjartri framtíð gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Höskuldur Þórhallsson alþingismaður Framsóknarflokksins (frá 2007) tapaði í kosningu um 1.sætið á lista flokksins og gaf ekki kost á sér í neðri sætin.

Endurkjörnir voru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki, Kristján Þór Júlíusson og Valgerður Gunnarsdóttir Sjálfstæðisflokki, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstihreyfingunni grænu framboði. Nýjir þingmenn voru kjörnir þau Benedikt Jóhannesson (u) Viðreisn, Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki, Einar Aðalsteinn Brynjólfsson Pírötum og Logi Már Einarsson Samfylkingu. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokkins náði ekki kjöri.

Úrslit

na

2016 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Björt framtíð 774 3,41% 0
Framsóknarflokkur 4.542 20,01% 2
Viðreisn 1.482 6,53% 0
Sjálfstæðisflokkur 6.014 26,49% 3
Flokkur fólksins 645 2,84% 0
Píratar 2.265 9,98% 1
Alþýðufylkingin 211 0,93% 0
Samfylkingin 1.816 8,00% 1
Dögun 415 1,83% 0
Vinstrihreyfingin grænt fr. 4.539 19,99% 2
Gild atkvæði samtals 22.703 100,00% 9
Auðir seðlar 839 3,55%
Ógildir seðlar 71 0,30%
Greidd atkvæði samtals 23.613 79,87%
Á kjörskrá 29.564
Kjörnir alþingismenn
1. Kristján Þór Júlíusson (D) 6.014
2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B) 4.542
3. Steingrímur J. Sigfússon (V) 4.539
4. Njáll Trausti Friðbertsson (D) 3.007
5. Þórunn Egilsdóttir (B) 2.271
6. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V) 2.270
7. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson (P) 2.265
8. Valgerður Gunnarsdóttir (D) 2.005
9. Logi Már Einarsson (S) 1.816
Næstir inn vantar
Benedikt Jóhannesson (C) – Landskjörinn 334
Preben Pétursson (A) 1.043
Sigurveig S. Bergsteinsdóttir (F) 1.172
Arnbjörg Sveinsdóttir (D) 1.251
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir (P) 1.368
Sigurður Eiríksson (T) 1.402
Lineik Anna Sævarsdóttir (B) 1.473
Björn Valur Gíslason (V) 1.476
Þorsteinn Bergsson (R) 1.606
Útstrikanir/færsla niður um sæti 
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B) 17,99%
Steingrímur J. Sigfússon (V) 3,41%
Björn Valur Gíslason (V) 2,80%
Þórunn Egilsdóttir (B) 1,25%
Logi Már Einarsson (S) 1,16%
Kristján Þór Júlíusson (D) 1,06%
Líneik Anna Sævarsdóttir (B) 0,99%
Sigfús Arnar Karlsson (B) 0,84%
Njáll Trausti Friðbertsson (D) 0,63%
Gunnar Ómarsson (P) 0,62%
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson (P) 0,57%
Benedikt Jóhannesson (C) 0,54%
Arnbjörg Sveinsdóttir (D) 0,53%
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir (P) 0,53%
Valgerður Gunnarsdóttir (D) 0,45%
Erla Björg Guðmundsdóttir (S) 0,28%
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V) 0,24%
Hildur Þórisdóttir (S) 0,22%
Elvar Jónsson (D) 0,20%
Melkorka Ýr Yrsudóttir (D) 0,20%
Hildur Betty Kristjánsdóttir (C) 0,13%
Jens Hilmarsson (C) 0,13%
Ingibjörg Þórðardóttir (V) 0,04%

Flokkabreytingar
Björt framtíð:
 Arngrímur Viðar Ásgeirsson í 3.sæti var í 14.sæti á lista Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum 2006 á Fljótsdalshéraði og í 8.sæti á lista Framsóknarflokksins í sveitarfélaginu Austur-Héraði 2002.  Margrét Kristín Helgadóttir í 6.sæti var í 5.sæti á lista Samfylkingar og óháðra í bæjarstjórnarkosningunum 2006 á Akureyri og í 4.sæti á lista Samfylkingarinnar í alþingiskosningunum 2007. Stefán Már Guðmundsson í 9.sæti var í 4.sæti á lista Fjarðarlistans í Fjarðabyggð 2010 og 8.sæti 2014. Dagur Skírnir Óðinsson í 17.sæti var á lista Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði í sveitarstjórnarkosningunum 2006.

Framsóknarflokkur: Úlfhildur Rögnvaldsdóttir í 20.sæti var kjörin varabæjarfulltrúi fyrir Samtök Frjálslyndra og vinstri manna 1978 á Akureyri.

Viðreisn: Guðný Björg Hauksdóttir í 6.sæti var í 5.sæti á lista Samfylkingarinar í Austurlandskjördæmi 1999. Hún var kjörin bæjarfulltrúi Fjarðalistans í Fjarðabyggð 2002 og var á lista framboðsins í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Friðrik Sigurðsson í 11.sæti var í 8.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007 og í 11.sæti 2009. Hann var í 4.sæti á lista Sjálfstæðisflokksin í á Húsavík í bæjarstjórnarkosningunum 1994 og í 9.sæti á sameiginlegum lista Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2002. Hann var kjörinn bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norðurþingi 2006, fyrir Þinglistann 2010 og aftur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórnarkosningunum 2014. Páll Baldursson í 19.sæti var í 17.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2013.

Sjálfstæðisflokkur: Magni Þór Harðarson í 15.sæti var í 3.sæti Biðlistans í bæjarstjórnarkosningunum 2006 í Fjarðabyggð.

Flokkur fólksins: María Óskarsdóttir í 5.sæti var í efsta sæti á lista Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja í Norðausturkjördæmi 2007 sem dreginn var til baka fyrir kosningar. Kristín Þórarinsdóttir í 6.sæti var í 4.sæti á lista Flokks heimilanna í Norðausturkjördæmi 2013. Pétur Einarsson í 18.sæti var í 6.sæti á sameiginlegum lista Framsóknarflokks og Samtaka frjáslyndra og vinstri manna í bæjarstjórnarkosningunum í Kópavogi 1974.

Píratar: Albert Gunnlaugsson í 7.sæti var í 8.sæti á lista Bandalags Jafnaðarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra í alþingiskosningunum 1983, í 12.sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins í Norðurlandskjördæmi eystra í alþingiskosningunum 1991 og listum bæjarmálafélagsins Sameiningar í Dalvíkurbyggð 1998 og 2002. Kristrún Ýr Einarsdóttir var í 12. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi í sveitarstjórnarkosningunum 2014.

Alþýðufylkingin:  Þorsteinn Bergsson í 1.sæti var í 2.sæti á lista Regnbogans í Norðausturkjördæmi í síðustu kosningum en í 5.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kjördæminu 2009 og 13. sæti 2007. Hann var á listum Héraðslistans í sveitarstjórnarkosningunum á Fljótsdalshéraði 2010 og 2006, á lista Félagshyggju við fljótið í sveitarfélaginu Austur-Héraði 1998 og á lista Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum í sveitarstjórnarkosningunum 1994. Björgvin Rúnar Leifsson í 2.sæti var í 9.sæti á lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1987, í 3.sæti á lista Þjóðarflokksins – Flokks mannsins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991 og 18.sæti á lista Kommúnistaflokks Íslands, marxistar-lenínistar í Reykjavíkurkjördæmi 1978. Karolína Einarsdóttir í 3.sæti var í 2.sæti á lista Regnbogans í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum, hún var í 9.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi 2009 og í 4.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Austurlandskjördæmi 1999. Hún var í 3.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi í bæjarstjórnarkosningunum 2010. Baldvin H. Sigurðsson í 4.sæti var í 1.sæti á lista Regnbogans í Norðausturkjördæmi 2013 og kjörinn bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri 2006. Drengur Óla Þorsteinsson tók þátt í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2009 en var ekki á framboðslista flokksins. Stefán Rögnvaldsson í 7. sæti var í 10.sæti á lista Regnbogans í Norðausturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum og í 6.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðurþingi bæði í kosningunum 2006 og 2010. Ragnhildur Hallgrímsdóttir í 9.sæti var í 6.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Dalvíkurbyggð í sveitarstjórnarkosningunum 2006. Stefán Smári Magnússon í 11.sæti var í framboði fyrir Alþýðubandalagið í bæjarstjórnarkosningum á Seyðisfirði 1986 og listum Tinda, félags jafnaðar- og vinstri manna 1990, 1998, 2002 og 2006. Arinbjörn Árnason í 13. sæti var á lista Endureisnar – lista fólksins í sveitarstjórnarkosningunum 2014 á Fljótsdalshéraði. Ólafur Þ. Jónsson í 20.sæti var í 20.sæti á lista Regnbogans í síðustu alþingiskosningum og var áður í Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

Samfylkingin: Bjarki Ármann Oddson í 7.sæti var í 3.sæti á lista Lýðræðishreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum 2009. Magnea Marinósdóttir í 8.sæti tók þátt í prófkjöri Reykjavíkurlistans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1998 fyrir hönd Alþýðuflokksins. Ólína Freysteinsdóttir í 10.sæti var á lista Óháðra kjósenda í sveitarstjórnarkosningunum á Neskaupstað 1986. Arnór Benónýsson í 17.sæti var í 4.sæti á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra í alþingiskosningunum 1987 og tók þátt í prófkjöri Alþýðuflokksins 1991 í sama kjördæmi. Sæmundur Pálsson í 18.sæti var á lista Alþýðuflokksins í bæjarstjórnarkosningunum 1994, í 7.sæti á lista Þjóðvaka í Norðurlandskjördæmi eystra 1995 og á lista Lýðræðishreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður 2009. Svanfríður I. Jónasdóttir í 19.sæti var í 2.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra 1983 og 1987, í 1.sæti á lista Þjóðvaka 1995 og kjörin þingmaður og síðan kjörin þingmaður Samfylkingar 1999. Kristján L. Möller í 20.sæti var í 9. Sæti á lista Alþýðuflokks í Norðurlandskjördæmi vestra 1974 og 1995 og í 4.sæti í Vestfjarðakjördæmi 1978. Hann var þingmaður Samfylkingarinnar í Norðurlandskjördæmi vestra og Norðausturkjördæmi 1999-2016.

Dögun: Benedikt Sigurðarson í 5.sæti tók þátt í prófkjöri Samfylkingar 2009 en náði ekki einu af átta efstu sætunum og í prófkjöri Samfylkingar 2007 og náði ekki einu af efstu fjórum sætunum. Benedikt leiddi lista Heimastjórnarsamtakanna í Norðurlandskjördæmi eystra 1991.Stefanía Vigdís Gísladóttir í 6. sæti var í 4.sæti á lista Þinglistans í Norðurþingi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2010. Hannes Örn Blandon í 20. sæti var í 2.sæti á lista Baráttusamtaka aldraðra og öryrkja (listi dreginn til baka) í Norðausturkjördæmi 2007, í 12. sæti á lista Þjóðvaka 1995 í Norðurlandskjördæmi eystra og í 7. sæti á lista Alþýðuflokksins 1991 og í 8. sæti 1987 í Norðurlandskjördæmi eystra.

Vinstrihreyfingin grænt framboð: Steingrímur J. Sigfússon í 1.sæti var þingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra 1983-1999 og Vinstrihreyfinguna grænt framboð frá 1999 í Norðurlandskjördæmi eystra og Norðausturkjördæmi. Björn Valur Gíslason var  í 3.sæti á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlands kjördæmi eystra 1991 og í 4.sæti 1987. Kristín Sigfúsdóttir í 20.sæti tók þátt í forvali Alþýðubandalagsins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri 1994 og var á Akureyrarlistanum í bæjarstjórnarkosningunum 1998 sem fulltrúi Alþýðubandalagsins.

Framboðslistar

A-listi Bjartrar framtíðar B-listi Framsóknarflokks
1.Preben Pétursson, mjólkurtæknifræðingur og framkvæmdastjóri, Akranesi 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður, Fljótsdalshéraði
2.Dagný Rut Haraldsdóttir, lögfræðingur, Kópavogi 2. Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, Hauksstöðum, Vopnafirði
3.Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri, Borgarfirði eystra 3. Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Fáskrúðsfirði
4.Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri, Reykjavík 4. Sigfús Arnar Karlsson, framkvæmdastjóri, Akureyri
5.Jónas Björgvin Sigurbergsson, nemi og íþróttamaður, Akureyri 5. Margrét Jónsdóttir, strætóbílstjóri, Fitjum, Þingeyjarsveit
6.Margrét Kristín Helgadóttir, lögfræðingur, Akureyri 6. Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður, Akureyri
7. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi, Akureyri 7. Örvar Jóhannsson, rafvirki, Seyðisfirði
8. Sigurjón Jónasson, flugumferðarstjóri, Reykjavík 8. Friðrika Baldvinsdóttir, tannlæknir, Húsavík
9. Stefán Már Guðmundsson, kennari, Neskaupstað 9. Snorri Eldjárn Hauksson, sjávarútvegsfræðingur, Dalvík
10. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri, Akureyri 10. Gísli Sigurðsson, skrifstofustjóri, Brekkukoti, Þingeyjarsveit
11. Þórður S. Björnsson, bóndi, Hvammsgerði 1, Vopnafirði 11. Pálína Margeirsdóttir, móttökuritari, Reyðarfirði
12. Erla Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Akureyri 12. Gunnhildur Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum
13. Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA, Akureyri 13. Eiður Ragnarsson, sölufulltrúi, Djúpivogi
14. Guðrún Karitas Garðarsdóttir, viðskiptafræðingur, Akureyri 14. Katrín Freysdóttir, þjónustufulltrúi, Siglufirði
15. Eva Dögg Fjölnisdóttir, hárgreiðslumeistari, Akureyri 15. Þorgrímur Sigmundsson, verktaki, Húsavík
16. Rakel Guðmundsdóttir, nemi, Reykjavík 16. Þórður Úlfarsson, bóndi, Syðri-Brekku 2, Langanesbyggð
17. Dagur Skírnir Óðinsson, félagsfræðingur, Egilsstöðum 17. Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, hársnyrtimeistari, Akureyri
18. Steinunn B. Aðalsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Hvammsgerði 1, Vopnafirði 18. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, húsmóðir, Húsavík
19. Hólmgeir Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri, Akureyri 19. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri, Seyðisfirði
20. Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður, Akureyri 20. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, eftirlaunaþegi, Akureyri
C-listi Viðreisnar D-listi Sjálfstæðisflokks
1. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, Reykjavík 1. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Akureyri
2. Hildur Betty Kristjánsdóttir, deildarstjóri, Akureyri 2. Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi, Akureyri
3. Jens Hilmarsson, lögreglumaður, Egilsstöðum 3. Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, Húsavík
4. Ester Sigurásta Sigurðardóttir, verkefnastjóri, Vopnafirði 4. Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður, Seyðisfirði
5. Hjalti Jónsson, sálfræðingur og tónlistarmaður, Akureyri 5. Elvar Jónsson, laganemi, Akureyri
6. Guðný Björg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri, Reyðarfirði 6. Melkorka Ýrr Yrsudóttir, framhaldsskólanemi, Akureyri
7. Kristófer Alex Guðmundsson, sala og markaðssetning, Akureyri 7. Dýrunn Pála Skaftadóttir, bæjarfulltrúi, Neskaupstað
8. Sigríður Ásta Hauksdóttir, fjölskylduráðgjafi, Akureyri 8. Sæunn Gunnur Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur, Ólafsfirði
9. Halldór Sævar Guðbergsson, fagstjóri og íþróttakennari, Akureyri 9. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, bæjarfulltrúi, Dalvíkurbyggð
10. Hrefna Zoega, sjúkraflutningamaður, Neskaupstað 10. Jónas Ástþór Hafsteinsson, laganemi, Egilsstöðum
11. Friðrik Sigurðsson, fv. forseti sveitarstjórnar Norðurþings, Akureyri 11. Ketill Sigurður Jóelsson, nemi, Akureyri
12.  Soffía Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri, Reykjavík 12. Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari, Akureyri
13. Steingrímur Karlsson, kvikmyndag.m.og ferðaþjónustufrumkvöðull, Egilsstöðum 13. Sigurbergur Ingi Jóhannsson, nemi, Neskaupstað
14. Una Dögg Guðmundsdóttir, kennari, Siglufirði 14. Rannveig Jónsdóttir, fjármálastjóri, Akureyri
15. Ingvar Gíslason, háskólanemi, Reykjavík 15. Magni Þór Harðarson, vinnslustjóri, Eskifirði
16. Anna Svava Traustadóttir, verslunarstjóri, Akureyri 16. Erna Björnsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
17. Valtýr Þ. Hreiðarsson, ferðaþjónustubóndi, Sunnuhlíð, Svalbarðsstrandarhreppi 17. Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur, Eyjafjarðarsveit
18. Sinniva Lind Gjerde, skólaliði, Akureyri 18. Guðrún Ragna Einarsdóttir, verslunarmaður, Skjöldólfsstöðum 1, Fljótsdalshéraði
19. Páll Baldursson, sagnfræðingur og fv. sveitarstjóri á Breiðdalsvík, Egilsstöðum 19. Björgvin Þóroddsson, fv.bóndi, Þórshöfn
20. Sólborg Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur, Seyðisfirði 20. Björn Jósef Arnviðarson, fv.sýslumaður, Akureyri
F-listi Flokks fólksins P-listi Pírata
1. Sigurveig S. Bergsteinsdóttir, fv.formaður Mæðrastyrksnefndar Ak., Akureyri 1. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson,  framhaldsskólakennari, Akureyri
2. Ástrún Lilja Sveinbjarnardóttir, verkakona, Egilsstöðum 2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, rekstrarfræðingur, Akureyri
3. Gunnar Björgvin Arason, verslunarmaður, Akureyri 3. Gunnar Ómarsson, rafvirki og starfsmaður á sambýli, Akureyri
4. Hjördís Sverrisdóttir, heilsunuddari,  Einarsstöðum 3, Þingeyjarsveit 4. Hans Jónsson, öryrki, Akureyri
5. Elín Anna Hermannsdóttir, öryrki, Neskaupstað 5. Sævar Þór Halldórsson, landvörður, Teigarhorni, Djúpavogi
6. Kristín Þórarinsdóttir, lektor og hjúkrunarfræðingur, Akureyri 6. Helgi Laxdal, viðgerðarmaður, Túnsbergi, Svalbarðsstrandarhreppi
7. Sigríður María Bragadóttir, atvinnubílstjóri,  Akureyri 7. Albert Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri, Siglufirði
8. Þorleifur Albert Reimarsson, stýrimaður, Dalvík 8. Gunnar Rafn Jónsson, læknir, Húsavík
9. Pétur S Sigurðsson, sjómaður, Akureyri 9. Íris Hrönn Garðarsdóttir, starfsmaður hjá Becromal, Akureyri
10. Svava Jónsdóttir, snyrtifræðingur og sjúkraliði, Ólafsfirði 10. Jóhannes Guðni Halldórsson, rafeindavirki og forritari, Smáratúni 1, Svalbarðsstr.hr.
11. Ólína Margrét Sigurjónsdóttir, atvinnubílstjóri, Raufarhöfn 11. Stefán Valur Víðisson, rafvélavirki, Egilsstöðum
12. Diljá Helgadóttir, líftæknifræðingur, Ólafsfirði 12. Martha Elena Laxdal, þjóðfélagsfræðingur, Akureyri
13. Fannar Ingi Gunnarsson, aðstoðarmaður í eldhúsi, Akureyri 13. Garðar Valur Hallfreðsson, tölvunarfræðingur, Egilsstöðum
14. Júlíana Ástvaldsdóttir, hannyrðakona, Akureyri 14. Linda Björg Arnheiðardóttir, öryrki og pislahöfundur, Skriðulandi, Hörgársveit
15. Örn Byström Jóhannsson, múrarameistari, Einarsstöðum 3, Þingeyjarsveit 15. Þorsteinn Siglaugsson, tölvunarfræðingur, Fellabæ
16. Guðríður Steindórsdóttir, kennari, þýðandi og prófarkalesari, Akureyri 16. Sólveig Ósk Guðmundsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri, Húsavík
17. Guðrún Þórisdóttir, fjöllistakona, Ólafsfirði 17. Sigurður Páll Behrend, tölvunarfræðingur, Egilsstöðum
18. Brynjólfur Ingvarsson, læknir, Akureyri 18. Hugrún Jónsdóttir, öryrki, Akureyri
19. Ólöf Lóa Jónsdóttir, heldri borgari, Akureyri 19. Unnur Erlingsdóttir, grafískur hönnuður, Egilsstöðum
20. Ástvaldur Einar Steinsson, fv. sjómaður, Ólafsfirði 20. Kristrún Ýr Einarsdóttir, nemi og athafnastjóri hjá Siðmennt, Húsavík
R-listi Alþýðufylkingarinnar S-listi Samfylkingarinnar
1. Þorsteinn Bergsson, bóndi, Unaósi, Fljótsdalshéraði 1. Logi Már Einarsson, arkitekt og bæjarfulltrúi, Akureyri
2. Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðingur, Húsavík 2. Erla Björg Guðmundsdóttir, ráðgjafi og viðskiptafræðingur, Akureyri
3. Karólína Einarsdóttir, doktorsnemi, Uppsölum, Svíþjóð 3. Hildur Þórisdóttir, sjálfstætt starfandi, Seyðisfjörður
4. Baldvin H. Sigurðsson, matreiðslumaður, Akureyri 4. Bjartur Aðalbjörnsson, leiðbeinandi og nemi, Vopnafirði
5. Drengur Óla Þorsteinsson, lögfræðingur, Reykjavík 5. Kjartan Páll Þórarinsson, bæjarfulltrúi og íþrótta- og tómstundafulltrúi, Húsavík
6. Anna Hrefnudóttir, myndlistakona, Stöðvarfirði 6. Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri, Raufarhöfn
7. Stefán Rögnvaldsson, bóndi, Leifsstöðum, Öxarfirði, Norðurþingi 7. Bjarki Ármann Oddsson,  íþrótta- og tómstundafulltrúi, Eskifirði
8. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri 8. Magnea Kristín Marinósdóttir, ráðgjafi og alþjóðastjórmálafr., Vatnsleysu 1, Þingeyjarsveit
9. Ragnhildur Hallgrímsdóttir, leikskólakennari, Reykjavík 9. Úlfar Hauksson, vélstjóri og stjórnmálafræðingur, Akureyri
10. Kári Þorgrímsson, bóndi, Reykjavík 10. Ólína Freysteinsdóttir, fjölskylduráðgjafi, Akureyri
11. Stefán Smári Magnússon, verkamaður, Seyðisfirði 11. Pétur Maack Þorsteinsson, yfirsálfræðingur HSN, Akureyri
12. Guðmundur Már H. Beck, verkamaður, Gröf 3, Eyjafjarðarsveit 12. Sæbjörg Ágústsdóttir, stuðningsfulltrúi, Ólafsfirði
13. Arinbjörn Árnason, fv. bóndi, Egilsstöðum 13. Arnar Þór Jóhannesson, sérfræðingur hjá RHA, Akureyri
14. Ingvar Þorsteinsson, nemi, Unaósi Fljótsdalshéraði 14. Eydís Ásbjörnsdóttir, hársnyrtir og bæjarfulltrúi, Eskifirði
15. Þórarinn Sigurður Andrésson, listamaður og skáld, Seyðisfirði 15. Almar Blær Sigurjónsson, starfsmaður flugþjónustu, Reyðarfirði
16. Erla María Björgvinsdóttir, verslunarstjóri, Kópavogi 16. Nanna Árnadóttir, þjónusturáðgafi, Ólafsfirði
17. Valdimar Stefánsson, framhaldsskólakennari, Húsavík 17. Arnór Benónýsson, kennari og oddviti, Þingeyjarsveit
18. Aðalsteinn Bergdal, leikari, Hrísey 18. Sæmundur Örn Pálsson, leigubílstjóri og fv.sjómaður, Akureyri
19. Ólína Jónsdóttir, kennari, Akranesi 19. Svanfríður Inga Jónasdóttir, kennari, verkefnisstjóri og fv.alþingismaður, Dalvík
20. Ólafur Þ. Jónsson, skipasmiður, Akureyri 20. Kristján L. Möller, alþingismaður, Siglufirði
T-listi Dögunar V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
1. Sigurður Eiríksson, ráðgjafi, Akureyri 1.Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði
2. Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir, ferðamálafræðingur, Akureyri 2.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði
3. Erling Ingvason, tannlæknir, Akureyri 3.Björn Valur Gíslason, stýrimaður og fv.alþingismaður, Akureyri
4. Guðríður Traustadóttir, afgreiðslumaður, Neskaupstað 4.Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
5. Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri, Akureyri 5.Óli Halldósson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
6. Stefanía Vigdís Gísladóttir, ritari, Reykjavík 6.Bergind Häsler, bóndi, matvælaframl.og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogshreppi
7. Árni Pétur Hilmarsson, grafískur hönnuður, Nesi, Þingeyjarsveit 7.Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri
8. Arnfríður Arnardóttir, myndlistamaður, Akureyri 8.Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, grunnskólakennari, Reyðarfirði
9. Sigurjón Sigurðsson, húsasmiður, Húsavík 9.Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Dæli, Þingeyjarsveit
10. Rósa Björg Helgadóttir, leiðsögumaður, Seltjarnarnesi 10.Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Fellabæ
11. Ólafur Ingi Sigurðarson, nemi, Akureyri 11.Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri og nemi, Norðurþingi
12. Sindri Snær Konráðsson, nemi, Akureyri 12.Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri, Akureyri
13. Völundur Jónsson, þjónustustjóri, Mógili 1, Svalbarðsstrandarhreppi 13.Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
14. Jóhanna G. Birnudóttir, listamaður, Akureyri 14.Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri
15. Einar Oddur Ingvason, starfsmaður Becromal, Akureyri 15.Kristján Eldján Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvíkurbyggð
16. Ólafur Þröstur Stefánsson, ökuleiðsögumaður og býflugnabóndi, Reykjahlíð 16.Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
17. Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir, kennari, Nesi, Þingeyjarsveit 17.Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri
18. Ingunn Stefánsdóttir, eldri borgari, Akureyri 18.María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum
19. Haraldur Helgi Hólmfríðarson, rekstrarstjóri, Selfossi 19.Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur og fv.rektor, Akureyri
20. Hannes Örn Blandon, sóknarprestur, Syðra-Laugalandi, Eyjafjarðarsveit 20.Kristín Sigfúsdóttir, fv. framhaldsskólakennari, Akureyri

Prófkjör

Framsóknarflokkur 1.sæti 2.sæti 3.sæti 1.u. 3.sæti 2.u. 4.sæti 5.sæti
1.Sigmundur Davið Gunnlaugsson 170 72,3%
2.Þórunn Egilsdóttir 39 16,6% Sjálfkj.
3.Líneik Anna Sævarsdóttir 2 0,9% 101 45,9% 141 67,1%
4.Sigfús Karlsson 62 28,2% 69 32,9% 112 56,6%
5.Margrét Jónsdóttir 3 1,5% Sjálfkj.
Hjálmar Bogi Hafliðason 57 25,9% 83 41,9%
Höskuldur Þórhallsson 24 10,2%
Auðir og ógildir 3 1,3% 4 3 4
Samtals greidd atkvæði 238 224 213 202
Á kjörskrá 374
Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti 5.sæti 6.sæti
Kristján Þór Júlíusson x
Njáll Trausti Friðbertsson 99 51,8%
Valgerður Gunnarsdóttir 92 48,2% 155 82,4%
Arnbjörg Sveinsdóttir dró út 120 70,6%
Elvar Jónsson dró út 106 67,1%
Melkorka Ýrr Yrsudóttir x dró út 82 59,0%
Ketill Sigurður Jóelsson 31 18,2% 46 29,1% 47 33,8%
Valdimar O. Hermannsson 31 16,5%
Ingibjörg Jóhannsdóttir 2 1,1% x x
Daníel Sigurður Eðvaldsson x 10 7,2%
Aðrir 19 11,2% 6 3,8%
Auðir og ógildir 1 3
Samtals atkvæði 192 191 170 158 139
Píratar Sæti
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Akureyri 1.
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, Akureyri 2.
Hans Jónsson, Akureyri 3.
Kristín Amalía Atladóttir., Fljótsdalshéraði 4.
Gunnar Ómarsson, Akureyri 5.
Stefán Valur Víðisson, Hallormsstað 6.
Björn Þorláksson, Akureyri 7.
Sævar Þór Halldórsson, Djúpavogi 8.
Helgi Laxdal, Svalbarðsstrandarhreppi 9.
Gunnar Rafn Jónsson, Húsavík 10.
Arndís Bergsdóttir, Akureyri 11.
Albert Gunnlaugsson, Siglufirði 12.
Íris Hrönn Garðarsdóttir, Akureyri 13.
Jóhannes Guðni Halldórsson, Akureyri 14.