Skagaströnd 1942

Í framboði voru listi Verkalýðsfélagsins, listi Framsóknarflokks og sameiginlegur listi ALþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hlutu 3 hreppsnefndarmenn og hreinan meirihluta. Framsóknarflokkurinn hlaut 2 hreppsnefndarmenn en listi Verkalýðsfélagsins engan.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Verkalýðsfélagið 13 13,40% 0
Framsóknarflokkur 32 32,99% 2
Sjálfstæðisfl.og Alþýðufl. 52 53,61% 3
Samtals gild atkvæði 97 100,00% 5
Auðir seðlar og ógildir 11 10,19%
Samtals greidd atkvæði 108 52,68%
Á kjörskrá 205

Tíminn segir að kosningin hafi farið þannig að Verkalýðsfélagið hafi fengið 13 atkvæði, Framsóknarflokkurinn 35 atkvæði og sameiginlegur listi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 57 atkvæði. Fleiri heimildir eru með hinar tölurnar og eru þær því notaðar.

Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. (Sj./Alþ.) 52
2. Kristinn Sigurðsson (Fr.) 32
3. (Sj./Alþ.) 26
4. (Sj./Alþ.) 17
5. Andrés Guðjónsson (Fr.) 16
Næstir inn vantar
(Verk.) 4
(Sj./Alþ.) 13

Þeir sem kjörnir voru af lista Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks voru þeir Ingvar Jónsson, Björn Þorleifsson og Hafsteinn Sigurbjörnsson.

Framboðslistar

Verkalýðsfélagið Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur
vantar Kristinn Sigurðsson, bóndi vantar
Andrés Guðjónsson, verslunarmaður

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 27. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Sveitarstjórnarmál 1.6.1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942 og Vísir 26. janúar 1942.

%d bloggurum líkar þetta: