Landið 1934

Úrslit

Atkvæði Hlutfall Þingm.
Sjálfstæðisflokkur 21.974 42,32% 20
Framsóknarflokkur 11.378 21,91% 15
Alþýðuflokkur 11.270 21,70% 10
Bændaflokkur 3.348 6,45% 3
Kommúnistaflokkur 3.098 5,97% 0
Flokkur Þjóðernissinna 363 0,70% 0
Utan flokka 499 0,96% 1
51.929 100,00% 49

Vegna breytinga á kosningafyrirkomulagi er samanburður á þingmönnum flokkanna erfiður. Þingmönnum fjölgaði um sjö. Landskjör var fellt niður (6 þingmenn) og tekið upp uppbótarkerfi 11 þingmanna. Auk þess sem þingmönnum Reykjavíkur fjölgaði um tvo.


Ef aðeins er litið til þingkosninganna 1933 og litið framhjá landskjör þá urður eftirfarandi breytingar: Sjálfstæðisflokkur bætti við sig 5 þingmönnum, Alþýðuflokkur bætti við sig 6 þingmönnum. Framsóknarflokkurinn tapaði 2 þingmönnum enda klofnaði flokkurinn og buðu nokkrir fyrrum þingmenn flokksins fram Bændaflokkinn sem hlaut 3 þingmenn og Ásgeir Ásgeirsson sem náði kjöri utan flokka.

Kjörnir alþingismenn eftir stjórnmálaflokkum

Sjálfstæðisflokkur(20): Magnús Jónsson, Jakob Möller, Pétur Halldórsson, Sigurður Kristjánsson og Guðrún Lárusdóttir(u) Reykjavík, Ólafur Thors Gullbringu- og Kjósarsýslu, Pétur Ottesen Borgarfjarðarsýslu, Gunnar Thoroddsen(u) Mýrasýslu, Thor H. Thors Snæfellsnessýslu, Þorsteinn Þorsteinsson Dalasýslu, Jón Auðun Jónsson Norður Ísafjarðarsýslu, Jón Pálmason Austur Húnavatnssýslu,  Magnús Guðmundsson og Jón Sigurðsson(u) Skagafjarðarsýslu, Garðar Þorsteinsson(u) Eyjafjarðarsýslu, Guðbrandur Ísberg Akureyri, Gísli Sveinsson Vestur Skaftafellssýslu, Jóhann Þ. Jósefsson Vestmannaeyjum, Jón Ólafsson og Pétur Magnússon Rangárvallasýslu.

Framsóknarflokkur(15): Bjarni Ásgeirsson Mýrasýslu, Bergur Jónsson Barðastrandasýslu, Hermann Jónasson Strandasýslu, Sigfús Jónsson Skagafjarðarsýslu, Bernharð Stefánsson og Einar Árnason Eyjafjarðarsýslu, Jónas Jónsson Suður Þingeyjarsýsla, Gísli Guðmundsson Norður Þingeyjarsýsla, Páll Hermannson og Páll Zophóníasson Norður Múlasýslu, Eysteinn Jónsson og Ingvar Pálmason Suður Múlasýslu, Þorbergur Þorleifsson Austur Skaftafellssýslu, Jörundur Brynjólfsson og Bjarni Bjarnason Árnessýslu.

Alþýðuflokkur(10): Héðinn Valdimarsson, Sigurjón Á. Ólafsson og Stefán Jóhann Stefánsson(u) Reykjavík, Emil Jónsson Hafnarfirði, Jón Baldvinsson(u) Snæfellsnessýslu, Sigurður Einarsson(u) Barðastrandasýslu, Finnur Jónsson Ísafirði, Haraldur Guðmundsson Seyðisfirði, Jónas Guðmundsson(u) Suður Múlasýslu, Páll Þorbjörnsson(u) Vestmannaeyjum,

Bændaflokkur(3): Þorsteinn Briem(u)  Dalasýslu, Hannes Jónsson Vestur Húnavatnssýslu og Magnús Torfason(u) Árnessýslu.

Utan flokka(1): Ásgeir Ásgeirsson Vestur Ísafjarðarsýslu.

(u) merkir að þingmaðurinn var uppbótarþingmaður. Einnig nefnt jöfnunarþingsæti og landskjörinn.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis

%d bloggurum líkar þetta: