Forsetakosningar 1996

Aðdragandi: Vigdís Finnbogadóttir forseti sem kjörin var 1980 og endurkjörin í forsetakosningum 1988 gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu.

Í framboði voru Ástþór Magnússon athafnamaður, Guðrún Agnarsdóttir fv.alþingismaður, Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður og fv.ráðherra og Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari. Guðrún Pétursdóttir dósent og framkvæmdastjóri dró framboð sitt til baka skömmu fyrir kjördag.

Ólafur Ragnar sigraði og var endurkjörinn í forsetakosningum 2004 og 2012 og án atkvæðagreiðslu 2000 og 2008.

Úrslit

Atkvæði %
Ólafur Ragnar Grímsson 68.370 41,38%
Pétur Kr. Hafstein 48.863 29,57%
Guðrún Agnarsdóttir 43.578 26,37%
Ástþór Magnússon 4.422 2,68%
Gild atkvæði 165.233 100,00%
Auðir seðlar 1.469 0,88%
Ógild atkvæði 632 0,38%
Samtals 167.334
Kjörsókn 85,94%
Á kjörskrá 194.705

Skipting atkvæða

Skipting atkvæða eftir kjördæmum

Auðir seðlar eftir kjördæmum

Kosningaþátttaka eftir kjördæmum

Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands.

%d bloggurum líkar þetta: