Hólmavík 1994

Nauteyrarhreppur var sameinaður Hólmavíkurhreppi. Kosningarnar í maí voru úrskurðaðar ógildar þar sem sameiningin var ekki auglýst fyrr en að framboðsfrestur rann úr. Nýjar kosningar fóru fram í október. Í framboði voru listar Almennra borgara, Framfarasinnaðra borgara og Nýs frambroðs sjálfstæðismanna og óháðra. Framfarasinnaðir borgara hlutu 3 hreppsnefndarmenn og hreinan meirihluta í hreppsnefndinni. Hinir listarnir tveir hlutu 1 hreppsnefndarmann hvor listi.

Úrslit

Hólmavík

1990 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Almennir borgarar 79 26,96% 1
Framfarasinnaðir borgarar 140 47,78% 3
Sjálfstæðismenn og óh. 74 25,26% 1
Samtals gild atkvæði 293 100,00% 5
Auðir seðlar og ógildir 5 1,68%
Samtals greidd atkvæði 298 86,88%
Á kjörskrá 343
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Sigurður Vilhjálmsson (I) 140
2. Jón Ólafsson (H) 79
3. Jón Arngrímsson (N) 74
4. Benedikt Grímsson (I) 70
5. Skarphéðinn Jónsson (I) 47
Næstir inn vantar
María Gunnarsdóttir (H) 15
Haraldur Jónsson (N) 20

Framboðslistar

H-listi Almennra borgara I-listi Framfarasinnaðra borgara N-listi Nýs framboðs sjálfstæðismanna og óháðra
Jón Ólafsson, kennari Sigurður Vilhjálmsson Jón Arngrímsson
María Gunnarsdóttir, kennari Benedikt Grímsson Haraldur Jónsson
Rósmundur Númason, sjómaður Skarphéðinn Jónsson Snævar Guðmundsson
Jónína Gunnarsdóttir, kennari Gyða Gunnarsdóttir Kristján Guðmundsson
Björgvin Gestsson, sjómaður Bryndís Sveinsdóttir Bjarki Guðlaugsson

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, DV 28.4.1994, 16.5.1994 og 30.5.1994.

%d bloggurum líkar þetta: