Austurland 1971

Framsóknarflokkur: Eysteinn Jónsson var þingmaður Suður Múlasýslu frá 1933-1946 og frá 1947-1959(okt.). Þingmaður Austurlands frá 1959(okt.). Páll Þorsteinsson var þingmaður Austur Skaftafellssýslu frá 1942(júlí)-1959(okt.) og Austurlands frá 1959(okt.). Vilhjálmur Hjálmarsson var þingmaður Suður Múlasýslu frá 1949-1956 og frá 1959(júní)-1959(okt.). Þingmaður Austurlands frá 1967.

Alþýðubandalag: Lúðvík Jósepsson var þingmaður Suður Múlasýslu landskjörinn frá 1942 (okt.)-1946, 1949-1956 og frá 1959(júní)-1959(okt.), kjördæmakjörinn frá 1946-1949 og frá 1956-1959(júní). Þingmaður Austurlands frá 1959(okt.). Helgi F. Seljan var þingmaður Austurlands landskjörinn frá 1971.

Sjálfstæðisflokkur: Sverrir Hermannsson var þingmaður Austurlands frá 1971.

Fv.þingmenn: Jónas Péturson var þingmaður Austurlands frá 1959(okt.)-1971.

Flokkabreytingar: Matthías Eggertsson 2. maður og Ástráður Magnússon 4.maður  á lista Samtaka frjálslyndra og vinstri manna voru á lista „Mýneshreyfingarinnar“  – lista utan flokka í Austurlandskjördæmi 1963.

Prófkjör voru hjá Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki.

Úrslit

1971 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Alþýðuflokkur 293 5,07% 0
Framsóknarflokkur 2.564 44,41% 3
Sjálfstæðisflokkur 1.146 19,85% 1
Alþýðubandalag 1.435 24,85% 1
SFV 336 5,82% 0
Gild atkvæði samtals 5.774 100,00% 5
Auðir seðlar 78 1,33%
Ógildir seðlar 23 0,39%
Greidd atkvæði samtals 5.875 91,53%
Á kjörskrá 6.419
Kjörnir alþingismenn
1. Eysteinn Jónsson (Fr.) 2.564
2. Lúðvík Jósepsson (Abl.) 1.435
3. Páll Þorsteinsson (Fr.) 1.282
4. Sverrir Hermannsson (Sj.) 1.146
5. Vilhjálmur Hjálmarsson (Fr.) 855
Næstir inn  vantar
Helgi Friðriksson Seljan (Abl.) 275 Landskjörinn
Skjöldur Eiríksson (SFV) 519
Erling Garðar Jónsson (Alþ.) 562 4.vm.landskjörinn
Pétur Blöndal (Sj.) 564

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri, Egilsstöðum Eysteinn Jónsson, alþingismaður, Reykjavík Sverrir Hermannsson, viðskiptafræðingur, Reykjavík
Jarþrúður Karlsdóttir, húsfreyja, Seyðisfirði Páll Þorsteinsson, alþingismaður, Hnappavöllum Pétur Blöndal, vélsmiður, Seyðisfirði
Magnús Bjarnason, skólastjóri, Eskifirði Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingismaður, Mjóafjarðarhr. Jón Guðmundsson, laganemi, Neskaupstað
Ari Sigurjónsson, skipstjóri, Neskaupstað Tómas Árnason, hrl. Kópavogi Haraldur Gíslason, sveitarstjóri, Vopnafirði
Sigfús Guðlaugsson, rafveitustjóri, Reyðarfirði Kristján Ingólfsson, skólastjóri, Eskifirði Helgi Gíslason, verkstjóri, Helgafelli, Fellahreppi
Sveinn Eiðsson, byggingafulltrúi, Fáskrúðsfirði Þórður Pálsson, bóndi, Refsstað, Vopnafjarðarhreppi Reynir Zöega, verkstjóri, Neskaupstað
Larz Jóhann Imsland, bifreiðastjóri, Höfn Aðalsteinn Valdimarsson, skipstjóri, Eskifirði Svanur Sigurðsson, skipstjóri, Breiðdalshreppi
Bragi Dýrfjörð, umboðsmaður, Vopnafirði Sævar Kristinn Jónsson, bóndi, Rauðabergi, Mýrahr. Helgi Guðmundsson, bóndi, Hoffelli, Nesjahreppi
Ásbjörn Karlsson, fiskmatsmaður, Djúpavogi Vilhjálmur Sigurbjörnsson, framkvæmdstjóri, Egilsstöðum Herdís Hermóðsdóttir, húsfreyja, Eskifirði
Sigurður Ó. Pálsson, kennari, Borgarfirði eystri Magnús Þorsteinsson, útvegsbóndi, Höfn, Borgarfjarðarhr. Jónas Pétursson, alþingismaður, Lagarfelli, Fellahreppi
Alþýðubandalag Samtök Frjálslyndra og vinstri manna
Lúðvík Jósepsson, alþingismaður, Neskaupstað Skjöldur Eiríksson, skólastjóri, Skjöldólfsstöðum, Jökuldalshr.
Helgi Seljan Friðriksson, skólastjóri, Reyðarfirði Matthías Eggertsson, tilraunastjóri, Skriðuklaustri, Fljótsdalshr.
Sigurður Blöndal, skógarvörður, Hallormsstað, Vallahr. Kjartan Ólafsson, læknir, Seyðisfirði
Torfi Steinþórsson, bóndi, Hrollaugsstöðum, Borgarhafnarhr. Ástráður Magnússon, húsasmiður, Egilsstöðum
Baldur Sveinbjörnsson, skipstjóri, Seyðisfirði Emil Emilsson, kennari, Seyðisfirði
Davíð Vigfússon, útgerðarmaður, Vopnafirði Þórarinn Árnason, bifreiðastjóri, Strönd, Vallahreppi
Hjörleifur Guttormsson, líffræðingur, Neskaupstað Halldóra Davíðsdóttir, húsfreyja, Haga, Nesjahreppi
Heimir Þór Gíslason, skólastjóri, Staðarborg, Breiðdalshreppi Hjörtur E. Kjerúlf, bóndi, Vallholti, Fljótsdalshreppi
Björn Grétar Sveinsson, húsasmiður, Eskifirði Vilhjálmur Snædal, bóndi, Skjöldólfsstöðu, Jökuldalshreppi
Benedikt Þorsteinsson, verkstjóri, Höfn Baldur Sigfússon, iðnnemi, Krossi, Fellahreppi

Prófkjör

Framsóknarflokkur:

Fimm efstu – tæplega 900 greiddu atkvæði 1.sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti 5. sæti Samtals
Eysteinn Jónsson 627 178 24 5 1 835
Páll Þorsteinsson 134 297 161 108 38 738
Vilhjálmur Hjálmarsson 25 237 425 75 13 775
Tómas Árnason 62 91 117 277 102 649
Kristján Ingólfsson 12 13 25 80 173 303
vantar upplýsingar um fleiri …..

Sjálfstæðisflokkur:

Sverrir Hermannsson varaþingmaður færðist upp fyrir Jónas Pétursson alþingsmann, sem í framhaldinu tók 10.sætið á lista flokksins.

1.sæti 2.sæti 3.sæti 4.sæti 5.sæti Samtals
Sverrir Hermannsson, Reykjavík 425 207 80 28 28 768
Jónas Pétursson, Lagarfelli 204 167 82 36 29 518
Jón Guðmundsson, Neskaupstað 116 56 29 37 21 259
Haraldur Gíslason, Vopnafirði 70 52 35 34 30 221
Pétur Blöndal, Seyðisfirði 41 64 90 96 37 328
Reynir Zoega, Neskaupstað 38 93 120 92 64 407
Helgi Gíslason, Helgafelli 28 58 81 70 22 259
Þórður Benediktsson, Egisstöðum 19 52 80 61 70 282
aðrir:
Arnþór Þjólfsson, Reyðarfirði
Erlendur Björnsson, Seyðisfirði
Guðmundur A. Auðbjörnsson, Eskifirði
Herdís Hermóðsdóttir, Eskifirði
Helgi Guðmundsson, Hoffelli
Margeir Þórormsson, Fáskrúðsfirði
Svanur Sigurðsson, Breiðdalsvík

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis, Íslendingur-Ísafold 5.8.1970, Morgunblaðið 7.8.1970, 22.8.1970 og Tíminn 8.9.1970.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: