Stokkseyri 1966

Í framboði voru listi Alþýðuflokks, listi Framsóknarflokks, listi Sjálfstæðisflokks, listi Óháðra verkamanna og listi Frjálslyndra kjósenda. Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 hreppsnefndarmenn, bætti við sig einum. Frjálslyndir kjósendur hlutu 2 hreppsnefndarmenn en oddviti þeirra var efstur á lista Alþýðubandlags sem hlaut 2 hreppsnefndarmenn 1962. Alþýðuflokkur hlaut 1 hreppsnefndarmann og tapaði einum. Framsóknarflokkur hlaut 1 hreppsnefndarmann en flokkurinn bauð ekki fram 1962. Óháðir verkamenn töpuðu sínum hreppsnefndarmanni.

Úrslit

1966 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 28 10,73% 1
Framsóknarflokkur 43 16,48% 1
Sjálfstæðisflokkur 90 34,48% 3
Óháðir verkamenn 23 8,81% 0
Frjálslyndir kjósendur 77 29,50% 2
Samtals gild atkvæði 261 100,00% 7
Auðir og ógildir 5 1,88%
Samtals greidd atkvæði 266 93,66%
Á kjörskrá 284

 

Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Helgi Ívarsson (D) 90
2. Frímann Sigurðsson (I) 77
3. Steingrímur Jónsson (D) 45
4. Vernharður Sigurgeirsson (B) 43
5. Hörður Pálsson (I) 39
6. Jósef Zóphóníasson (D) 30
7. Sigurður Ingibergur Gunnarsson (A) 28
Næstir inn vantar
Óskar Sigurðsson (H) 6
Sigríður Sigurðardóttir (I) 8
Jón Ingvarsson (B) 14
Tómas Karlsson (D) 23

Framboðslistar

A-listi Alþýðuflokks B-listi Framsóknarflokks D-listi Sjálfstæðisflokks
Sigurður Ingibergur Gunnarsson, verkamaður Vernharður Sigurgeirsson Helgi Ívarsson, bóndi
Björgvin Guðmundsson, bifreiðarstjóri Jón Ingvarsson Steingrímur Jónsson, múrari
Sveinbjörn Guðmundsson, verslunarmaður Guðmundur Valdimarsson Jósef Zóphóníasson, skipstjóri
Helgi Sigurðsson, verkstjóri Einar Brandsson Tómas Karlsson, skipstjóri
Jóhann Jakobsson, verkamaður Ásmundur Sæmundsson Hennig Fredreksen, skipstjóri
Haraldur Júlíusson, verkstjóri Jón Guðjónsson Magnús I. Gíslason, gæslumaður
Sigurður Júlíusson, bóndi Andrés Markússon Sigurjón Jónsson, trésmiður
Siggeir Pálsson Einar Steindórsson, skipstjóri
Gísli Gíslason Guðmundur R. Einarsson, sjómaður
Hörður Sigurgeirsson Jón Zóphóníasson, sjómaður
Sigurjón Sigurðsson, vélstjóri
Árelíus Óskarsson, sjómaður
Bjarnþór Bjarnason, bóndi
Bjarni Júníusson, bóndi
H-listi óháðra verkamanna I-listi frjálslyndra kjósenda
Óskar Sigurðsson Frímann Sigurðsson, oddviti
Jón Jónsson Hörður Pálsson, skipstjóri
Sigríður Sigurðardóttir, kennari
Eyjólfur Óskar Eyjólfsson, fangavörður
Ingunn Sighvatsdóttir, húsfrú
Guðjón Björgvin Jónsson, trésmíðameistari
Pétur Guðmundsson, verkamaður
Grétar Zóphoníasson, sjómaður
Jón Eðvaldsson, verkamaður
Guðríður Sæmundsdóttir, húsfrú
Einar Páll Bjarnason, skrifstofumaður
Ágúst Friðriksson, járnsmíðameistari
Þórður Guðnason, bifreiðastjóri
Þorkell Guðjónsson, rafvirkjameistari

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Kosningahandbók Fjölvís 1966, Alþýðublaðið 29.4.1966, Alþýðublaðið 24.5.1966, Morgunblaðið 14.4.1966, 24,5,1966, Tíminn 24.5.1966, Vísir 23.5 1977, Þjóðviljinn 15.4.1966 og 24.5.1966.

%d bloggurum líkar þetta: