Eiðahreppur 1982

Í framboði voru listar Lýðræðissinnaðra kjósenda, Framfarasinnaðra kjósenda og Óháðra kjósenda. Óháðir kjósendur hlutu 3 hreppsnefndarmenn og hreinan meirihluta. Lýðræðissinnaðir kjósendur og Framfarasinnaðir kjósendur hlutu 1 hreppsnefndarmann hvor listi. Lýðræðisinnaða kjósendur vantaði aðeins eitt atkvæði til að koma sínum öðrum manni að á kostnað þriðja manns Óháðra kjósenda. Framfarasinnaða kjósendur vantaði tvö atkvæði til þess sama.

Úrslit

Eiðahr

1982 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Lýðræðissinnaðir kjósendur 23 28,75% 1
Framfarasinnaðir kjósendur 22 27,50% 1
Óháðir kjósendur 35 43,75% 3
Samtals gild atkvæði 80 100,00% 5
Auðir og ógildir 2 2,44%
Samtals greidd atkvæði 82 89,13%
Á kjörskrá 92
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Júlíus Bjarnason (R) 35
2. Guðlaug Þórhallsdóttir (H) 23
3. Sigurbjörn Snæþórsson (K) 22
4. Örn Ragnarsson (R) 18
5. Jón Steinar Árnason (R) 12
Næstir inn vantar
2.maður á H-lista 1
2.maður á K-lista 2

Framboðslistar

H-listi Lýðræðissinnnaðra kjósenda K-listi Framfarasinnaðra kjósenda R-listi Óháðra kjósenda
Guðlaug Þórhallsdóttir, Breiðavaði Sigurbjörn Snæþórsson, Gilsárteigi Júlíus Bjarnason, Eiðum
Örn Ragnarsson, Eiðum
Jón Steinar Árnason, Finnstöðum

Heimildir:Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Austri 9.7.1982, DV 28.6.1982, Morgunblaðið 29.6.1982 og Tíminn 1.7.1982.