Landið 1967

Úrslit

1967 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Alþýðuflokkur 15.059 15,67% 5 4 9
Framsóknarflokkur 27.029 28,13% 18 18
Sjálfstæðisflokkur 36.036 37,50% 20 3 23
Alþýðubandalag 13.403 13,95% 5 4 9
I-listi * 3.520 3,66% 1 1
Óháði lýðræðisflokkurinn 1.043 1,09% 0
Gild atkvæði samtals 96.090 100,00% 49 11 60
Auðir seðlar 1.469 1,50%
Ógildir seðlar 296 0,30%
Greidd atkvæði samtals 97.855 91,37%
Á kjörskrá 107.101

*I-listi Utan flokka var sérframboð Hannibals Valdimarssonar o.fl. út úr Alþýðubandalaginu. Atkvæði I-lista voru talin með atkvæðum Alþýðubandalagsins við úthlutun uppbótarþingsæta. Líta má á framboðið sem undanfara stofnunar Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna.

Alþýðuflokkur bætti við sig einum þingmanni, Alþýðubandalagið hélt sínum en I-listinn náði einu þingsæti. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur töpuðu einu þingsæti hvor flokkur.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum

Sjálfstæðisflokkur(23): Bjarni Benediktsson, Auður Auðuns, Jóhann Hafstein, Birgir Kjaran, Pétur Sigurðsson, Ólafur Björnsson og Sveinn Guðmundsson(u) Reykjavík, Matthías Á. Mathiesen, Pétur Benediktsson og Sverrir Júlíusson(u) Reykjanesi, Jón Árnason og Friðjón Þórðarson Vesturlandi, Sigurður Bjarnason og Matthías Bjarnason Vestfjörðum, Gunnar Gíslason og Pálmi Jónsson Norðurlandi vestra, Jónas G. Rafnar, Magnús Jónsson og Bjartmar Guðmundsson(u) Norðurlandi eystra, Jónas Pétursson Austurlandi, Ingólfur Jónsson, Guðlaugur Gíslason og Steinþór Gestsson Suðurlandi.

Framsóknarflokkur(18): Þórarinn Þórarinsson og Einar Ágústsson Reykjavík, Jón Skaftason Reykjanesi, Ásgeir Bjarnason og Halldór E. Sigurðsson Vesturlandi, Sigurvin Einarsson og Bjarni Guðbjörnsson Vestfjörðum, Skúli Guðmundsson, Ólafur Jóhannesson og Björn Pálsson Norðurlandi vestra, Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson Norðurlandi eystra, Eysteinn Jónsson, Páll Þorsteinsson og Vilhjálmur Hjálmarsson Austurlandi, Ágúst Þorvaldsson og Björn Fr. Björnsson Suðurlandi.

Alþýðubandalag(9): Magnús Kjartansson og Eðvarð Sigurðsson(u) Reykjavík, Gils Guðmundsson og Geir Gunnarsson(u) Reykjanesi, Jónas Árnason(u) Vesturlandi, Steingrímur Pálsson(u) Vestfjörðum, Björn Jónsson Norðurlandi eystra, Lúðvík Jósefsson Austurlandi og Karl Guðjónsson Suðurlandi.

Alþýðuflokkur(9): Gylfi Þ. Gíslason, Eggert G. Þorsteinsson og Sigurður Ingimundarson(u) Reykjavík, Emil Jónsson og Jón Ármann Héðinsson(u) Reykjanesi, Benedikt Gröndal Vesturlandi, Birgir Finnsson Vestfjörðum, Jón Þorsteinsson(u) Norðurlandi vestra og Bragi Sigurjónsson(u) Norðurlandi eystra.

I-listinn (1): Hannibal Valdimarsson Reykjavík.

Breytingar á kjörtímabilinu

Pétur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi lést 1969 og tók Axel Jónsson sæti hans.

Skúli Guðmundsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra lést 1969 og tók Jón Kjartansson sæti hans.

Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson gengu úr þingflokki Alþýðubandalagsins í desember 1969 og mynduðu þingflokk Samtaka frjálslyndra og vinstri manna.

Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík lést 1970 og tók Geir Hallgrímsson sæti hans.

Sigurður Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum sagði af sér þingmennsku 1970 er hann var skipaður sendiherra og tók Ásberg Sigurðsson sæti hans.

Karl Guðjónsson gekk úr þingflokki Alþýðubandalagsins í október 1970 og starfaði Utan flokka út kjörtímabilið.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.