Akureyri 1942

Í framboði voru Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Sósíalistaflokkur og Borgaralisti. Framsóknarflokkurinn hlaut 4 bæjarfulltrúa og bætti við sig einum bæjarfulltrúa. Sósíalistaflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa sem er sama fulltrúatala og Kommúnistaflokkurinn hlaut 1938. Alþýðuflokkurinn hlaut 1 bæjarfulltrúa. Árið 1938 buðu Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir borgarar fram sameiginlegan lista og hlaut það framboð fjóra bæjarfulltrúa . Nú buðu þessir aðilar fram sitt í hvoru lagi lista Sjálfstæðisflokksins og Borgaralista. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 2 bæjarfulltrúa og Borgaralistinn 1.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 274 10,55% 1
Framsóknarflokkur 802 30,89% 4
Sjálfstæðisflokkur 564 21,73% 2
Sósíalistaflokkur 608 23,42% 3
Borgaralisti 348 13,41% 1
Samtals gild atkvæði 2.596 100,00% 11
Auðir seðlar 8 0,31%
Ógildir seðlar 18 0,69%
Samtals greidd atkvæði 2.622 100,00%
Á kjörskrá 2.622
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Jakob Frímannsson (Fr.) 802
2. Steingrímur Aðalsteinsson (Sós.) 608
3. Ólafur Thorarensen (Sj.) 564
4. Árni Jóhannsson (Fr.) 401
5. Jón Sveinsson (Borg.) 348
6. Tryggvi Helgason (Sós.) 304
7. Indriði Helgason (Sj.) 282
8. Erlingur Friðjónsson (Alþ.) 274
9. Þorsteinn M. Jónsson (Fr.) 267
10.Jakob Árnason (Sós.) 203
11.Brynjólfur Sveinsson (Fr.) 201
Næstir inn: vantar
Axel Kristjánsson (Sj.) 38
Brynleifur Tobíasson (Borg.) 54
Jón Hinriksson (Alþ.) 128
Elísabet Eiríksdóttir (Sós.) 195

Brynleifur Tobíasson efsti maður á Borgaralistanum var strikaður það mikið út að hann færðist niður í annað sæti listans og náði ekki kjöri. Við það færðist Jón Sveinsson annar maður listans upp og varð bæjarfulltrúi Borgaralistans. Árið 1934 var Brynleifur efsti maður á lista Framsóknarflokksins og varð þá einnig fyrir miklum útstrikunum og endaði sem varamaður í bæjarstjórn.

Framboðslistar

Listi Alþýðuflokksins Listi Framsóknarflokks Listi Sjálfstæðisflokks
Erlingur Friðjónsson, kaupfélagsstjóri Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri Ólafur Thorarensen, bankastjóri
Jón Hinriksson, iðnverkamaður Árni Jóhannsson, gjaldkeri Indriði Helgason, rafvirkjameistari
Hafsteinn Halldórsson, bílstjóri Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri Axel Kristjánsson, forstjóri
Hallgrímur Vilhjálmsson, iðnverkamaður Brynjólfur Sveinsson, kennari Sigfús Baldvinsson, útgerðarmaður
Helga Jónsdóttir, frú Friðrik Magnússon, lögfræðingur Jón G. Sólnes, bankabókari
Jón A. Árnason, vélstjóri Ólafur Magnússon, sundkennari Sveinn Tómasson, járnsmíðameistari
Júlíus Bogason, bílstjóri Marteinn Sigurðsson, verkamaður Jakob Ó. Pétursson, ritstjóri
Jón Ingimarsson, iðnverkamaður Bogi Ágústsson, ökumaður Gunnlaugur Tr. Jónsson, bóksali
Júlíus Davíðsson, daglaunamaður Ármann Dalmannsson, verkamaður Jón Hallur, húsgagnabólstrari
Árni Þorgrímsson, daglaunamaður Haraldur Þorvaldsson, verkamaður Benedikt Steingrímsson, hafnarv.
Þórarinn Björnsson, kennari Gunnar Jónsson, spítalaráðsmaður Páll Sigurgeirsson, kaupmaður
Jón Austfjörð, smiður Ingólfur Kristinsson, iðnaðarmaður Eggert Kristjánsson, skipstjóri
Björn Einarsson, daglaunamaður Eggert St. Melstað, slökkviliðsstjóri Þórður Jóhannsosn, húsgagnameistari
Steindór Steindórsson, kennari Halldór Jónsson frá Grímsnesi, smiður Páll Einsson, bókari
Gunnar Eiríksson, bílstjóri Garðar Sigurjónsson, verkamaður Árni Sigurðsson, kaupmaður
Sigurlaugur Guðbjarsson, vélstjóri Snæbjörn Þorleifsson, bifreiðaeftirlitsmaður Samúel Kristbjarnarson, rafvirkjameistari
Eyþór Aðalsteinn Einarsson, dagl.m. Sveinn Tómasson, járnsmiður Hallgrímur Kristjánsson, málarameistari
Jóhann Árnason, verkamaður Júníus Jónsson, verkstjóri Kristján Aðalsteinsson, húsgagnameistari
Aðalsteinn Stefánsson, verkstjóri Árni S. Jóhannsson, skipstjóri Sverrir Ragnars, kaupmaður
Jón Hallgrímsson, sjómaður Þorsteinn Davíðsson, verksmiðjustjóri Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri
Jón Gunnlaugur Jónsson, daglaunamaður Dr.Kristinn Guðmundsson, kennari Þosteinn Þorsteinsson, byggingameistari
Halldór Halldórsson, kennari Snorri Sigfússon, skólastjóri Guðmundur Pétursson, útgerðarmaður
Listi Sósíalistaflokksins Borgaralisti
Steingrímur Aðalsteinsson, verkamaður Brynleifur Tobíasson
Tryggvi Helgason, sjómaður Jón Sveinsson
Jakob Árnason, ritstjóri Helgi Pálsson
Elísabet Eiríksdóttir, verkakona Svavar Guðmundsson
Magnús Gíslason, múrari Guðmundur Guðmundsson
Áskell Snorrason, kennari
Loftur Meldal, verkamaður
Jóhannes Jósefsson, verkamaður
Halldór Halldórsson, byggingafulltrúi
Sigríður Þorsteinsdóttir, húsfrú
Sigurjón Jóhannesson, verkamaður
Jóhanna Jónsdóttir, iðnverkakona
Gestur Jóhannesson, verkamaður
Björn Jónsson, verkamaður
Halldór Stefánsson, vatnsafhendingarmaður
Elísabet Kristjánsdóttir, húsfrú
Sigurður Vilmundarson, trésmður
Björn Grímsson, verslunarstjóri
Bjarni M. Jónsson, verkamaður
Ágúst Ásgrímsson, verkamaður
Þorsteinn Benediktsson, múrari
Óskar Gíslason, múrari


Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðumaðurinn 13. janúar 1942, Dagur 8. janúar 1942, Íslendingur 9.1.1942 og 16.1.1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. desember 1942, Verkamaðurinn 21. janúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942 og 
Vísir 26. janúar 1942
.

%d bloggurum líkar þetta: