Landið 1942 okt.

Þær breytingar voru gerðar á kosningalögum að frá og með haustkosningunum 1942 var þingmönnum Reykjavíkur fjölgað um tvo og Siglufjörður gerður að sérstöku kjördæmi. Við það fjölgaði þingmönnum um 3. Þá reglum breytt þannig að kosið var hlutfallskosningu í tvímenningskjördæmum. Þ.e. Skagafjarðarsýslu, Eyjafjarðarsýslu, Norður Múlasýslu, Suður Múlasýslu, Rangárvallasýslu og Árnessýslu.

Úrslit

Atkvæði Hlutfall Þingm.
Sjálfstæðisflokkur 23.001 39,57% 20
Framsóknarflokkur 15.869 27,30% 15
Sósíalistaflokkur 11.059 19,02% 10
Alþýðuflokkur 8.455 14,54% 7
Þjóðveldismenn 1.284 2,21% 0
59.668 102,64% 52

Sósíalistaflokkurinn bætti við sig 4 þingmönnum, Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig 3 þingmönnum, Alþýðuflokkurinn 1 þingmanni en Framsóknarflokkurinn tapaði 5 þingmönnum.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Sjálfstæðisflokkur(20): Magnús Jónsson, Jakob Möller, Bjarni Benediktsson, Sigurður Kristjánsson og Pétur Magnússon(u) Reykjavík, Ólafur Thors Gullbringu- og Kjósarsýslu, Pétur Ottesen Borgarfjarðarsýslu, Gunnar Thoroddsen Snæfellsnessýslu, Þorsteinn Þorsteinsson Dalasýslu, Gísli Jónsson Barðastrandasýslu, Sigurður Bjarnason Norður Ísafjarðarsýslu, Jón Pálmason Austur Húnavatnssýslu, Jón Sigurðsson Skagafjarðarsýslu, Garðar Þorsteinsson Eyjafjarðarsýslu, Sigurður E. Hlíðar Akureyri, Lárus Jóhannesson Seyðisfirði, Gísli Sveinsson(u) Vestur Skaftafellssýsla, Jóhann Þ. Jósefsson Vestmannaeyjar, Ingólfur Jónsson Rangárvallasýslu og Eiríkur Einarsson Árnessýslu.

Framsóknarflokkur(15): Bjarni Ásgeirsson Mýrasýsla, Hermann Jónasson Strandasýslu, Skúli Guðmundsson Vestur Húnavatnssýslu, Sigurður Þórðarson Skagafjarðarsýslu, Bernharð Stefánsson Eyjafjarðarsýslu, Jónas Jónsson Suður Þingeyjarsýslu, Gísli Guðmundsson Norður Þingeyjarsýslu, Páll Hermannsson og Páll Zóphóníasson Norður Múlasýslu, Ingvar Pálmason og Eysteinn Jónsson Suður Múlasýslu, Páll Þorsteinsson Austur Skaftafellssýsla, Sveinbjörn Högnason Vestur Skaftafellssýsla, Helgi Jónasson Rangárvallasýslu og Jörundur Brynjólfsson Árnessýslu.

Sósíalistaflokkur(10):  Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason, Sigfús Sigurhjartarson og Sigurður Guðnason(u) Reykjavík, Sigurður Thoroddsen(u) Ísafirði, Áki Jakobsson Siglufirði, Steingrímur Aðalsteinsson(u) Akureyri, Kristinn E. Andrésson(u) Suður Þingeyjarsýslu, Lúðvík Jósepsson Suður Múlasýslu og Þórður Benediktsson(u) Vestmannaeyjar.

Alþýðuflokkur(7):  Stefán Jóhann Stefánsson og Haraldur Guðmundsson(u), Emil Jónsson Hafnarfirði, Guðmundur Í. Guðmundsson(u) Gullbringu- og Kjósarsýslu, Ásgeir Ásgeirsson Vestur Ísafjarðarsýslu, Finnur Jónsson Ísafirði, Barði Guðmundsson(u) Norður Ísafjarðarsýslu,

Breytingar á kjörtímabilinu:

Jakob Möller (Sj.) þingmaður Reykjavíkur var skipaður sendiherra 1945 og tók þá Hallgrímur Benediktsson (Sj.) sæti hans.

Gísli Guðmundsson (Fr.) þingmaður Norður Þingeyjarsýslu sagði af sér þingmennsku vegna veikinda 1945 og var Björn Kristjánsson (Fr.) kjörinn í hans stað.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: