Landið 1919

Heildarúrslit eftir stjórnmálaflokkum

Atkvæði Hlutfall Þingmenn
Heimastjórnarflokkur 10.476 49,29% 13
Sjálfstæðisflokkur 6.273 29,52% 11
Framsóknarflokkur 3.554 16,72% 10
Alþýðuflokkur 949 4,47% 0
21.252 100,00% 34

Skipting milli stjórnmálaflokka var ekki mjög skýr en hér er stuðst við merkingar frambjóðenda í Kosningaskýrslum Hagstofunnar fyrir alþingiskosningarnar 1916. Auk þess voru þeir frambjóðendur sem taldir voru Utan flokka en með tengsl við einhvern flokk talinn til þess flokks. Í þeim kjördæmum þar sem var sjálfkjörið eru allir sem voru á kjörskrá taldir sem atkvæði viðkomandi flokks.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Heimastjórnarflokkur: (13+3)  Sigurjón Friðjónsson landskjörinn (varam.Hannesar Hafstein), Guðjón Guðlaugsson landskjörinn,  Guðmundur Björnsson landskjörinn, Halldór Steinsson Snæfellsnessýslu, Jón Auðunn Jónsson Ísafirði, Sigurður Stefánsson Norður Ísafjarðarsýslu, Þórarinn Jónsson Húnavatnssýsla, Stefán Stefánsson Eyjafjarðarsýslu, Magnús J. Kristjánsson Akureyri, Pétur Jónsson Suður Þingeyjarsýslu, Jóhannes Jóhannesson Seyðisfirði og Sigurður Hjörleifsson Suður Múlasýslu. Utan flokka taldir til Heimastjórnarflokks: Sveinn Björnsson Reykjavík, Ólafur Proppé Vestur Ísafjarðarsýslu, Magnús Guðmundsson Skagafjarðarsýslu og Björn Hallsson Norður Múlasýslu.

Sjálfstæðisflokkur: (12+2) Sigurður Eggerz landskjörinn, Hjörtur Snorrason landskjörinn, Pétur Ottesen Borgarfjarðarsýslu, Pétur Þórðarson Mýrasýslu, Bjarni Jónsson Dalasýslu, Hákon J. Kristófersson Barðastrandasýslu, Magnús Pétursson Strandasýsla, Benedikt Sveinsson Norður Þingeyjarsýslu, Gísli Sveinsson Vestur Skaftafellssýslu og Karl Einarsson Vestmannaeyjum. Utan flokka taldir til Sjálfstæðisflokks: Jakob Möller Reykjavík, Einar Þorgilsson og Björn Kristjánsson Gullbringu- og Kjósarsýslu, Gunnar Sigurðsson Rangárvallasýslu,

Framsóknarflokkur: (9+1)  Sigurður Jónsson landskjörinn, Guðmundur Ólafsson Húnavatnssýsla, Jón Sigurðsson Skagafjarðarsýslu, Einar Árnason Eyjafjarðarsýslu, Þorsteinn M. Jónsson Norður Múlasýslu, Sveinn Ólafsson Suður Múlasýsla og Þorleifur Jónsson Austur Skaftafellssýslu. Utan flokka taldir til Framsóknarflokks: Guðmundur Guðfinnsson Rangárvallasýslu, Eiríkur Einarsson og Þorleifur Guðmundsson Árnessýslu.

Breytingar á kjörtímabilinu:

Þingmönnum Reykjavíkur fjölgað um tvo og Sveinn Björnsson var skipaður hæstaréttardómari 1920 og lét af þingmennsku.  Kjörnir voru Jón Baldvinsson, Jón Þorláksson og Magnús Jónsson.

Gísli Sveinsson (Sj.) þingmaður Vestur Skaftafellssýslu sagði af sér 1921 vegna veikinda og var Lárus Helgason (Fr.) kjörinn í hans stað.

Pétur Jónsson (Heim.) þingmaður Suður Þingeyjarsýslu lést 1922 og var Ingólfur Bjarnason (Fr.) kjörinn í hans stað.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis

%d bloggurum líkar þetta: