Norðurland eystra 1999

Sjálfstæðisflokkur: Halldór Blöndal var þingmaður Norðurlands eystra landskjörinn 1979-1983 og kjördæmakjörinn frá 1983. Tómas Ingi Olrich var þingmaður Norðurlands eystra frá 1991.

Framsóknarflokkur:  Valgerður Sverrisdóttir var þingmaður Norðurlands eystra frá 1987.

Vinstrihreyfingin grænt framboð: Steingrímur J. Sigfússon var þingmaður Norðurlands eystra frá 1983-1999, kjörinn fyrir Alþýðubandalag og frá 1999 kjörinn fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Árni Steinar Jóhannsson var þingmaður Norðurlands eystra landskjörinn frá 1999. Árni Steinar var 2. maður á lista Alþýðubandalags og óháðra 1987, var í 1. sæti á lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1987 og í 1. sæti á lista Þjóðarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra 1991.

Samfylking: Svanfríður Jónasdóttir var þingmaður Norðurlands eystra landskjörin 1995-1999, kjörin fyrir Þjóðvaka. Svanfríður var þingmaður Norðurlands eystra kjörin fyrir Samfylkingu frá 1999. Svanfríður var í 2. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1983 og 1987.

Fv.þingmenn: Jóhannes Geir Sigurgeirsson var þingmaður Norðurlands eystra 1991-1995. Málmfríður Sigurðardóttir var þingmaður Norðurlands eystra landskjörin 1987-1991 fyrir Samtök um kvennalista.  Hún var var í 8. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1979 og í 12. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 1999.

Flokkabreytingar: Örlygur Hnefill Jónsson í 2. sæti á lista Samfylkingar var í 5. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1987, 4. sæti 1991 og 1995. Pétur Bjarnason í 4. sæti á lista Samfylkingar var í 9. sæti á lista Alþýðuflokks 1991. Halldór Guðmundsson í 8. sæti á lista Samfylkingar var í 5. sæti á lista Alþýðuflokks 1995. Jón Helgason í 11. sæti á lista Samfylkingar var í 12. sæti á lista Alþýðuflokks 1983, var í 3. sæti lista Alþýðuflokksins 1978 og var í 4. á lista Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna 1971. Jóhanna Aðalsteinsdóttir í 12. sæti á lista Samfylkingar var í 4. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1974 og 12. sæti 1987.

Helgi Kristjánsson í 5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 11. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1987. Björn þór Ólafsson í 11. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var í 11. sæti á lista Alþýðubandalagsins 1978 og 1979 og 10. sæti 1983.

Halldór Hermansson í 1. sæti á lista Frjálslynda flokksins var í 2. sæti á T-lista Sjálfstæðra í Vestfjarðakjördæmi 1983.

Jón Kjartansson í 6. sæti á lista Húmanistaflokksins var  í 9. sæti á lista Frjálslyndra í Reykjavík 1991 og í 4. sæti á lista Flokks mannsins 1987.

Prófkjör voru hjá Framsóknarflokki og Samfylkingu.

Úrslit

1999 Atkvæði Hlutfall Þingm.
Framsóknarflokkur 4.610 29,17% 1
Sjálfstæðisflokkur 4.717 29,85% 2
Samfylkingin 2.652 16,78% 1
Vinstri grænir 3.483 22,04% 1
Frjálslyndi flokkur 297 1,88% 0
Húmanistaflokkur 43 0,27% 0
Gild atkvæði samtals 15.802 100,00% 5
Auðir seðlar 243 1,51%
Ógildir seðlar 28 0,17%
Greidd atkvæði samtals 16.073 84,55%
Á kjörskrá 19.011
Kjörnir alþingismenn
1. Halldór Blöndal (Sj.) 4.717
2. Valgerður Sverrisdóttir (Fr.) 4.610
3. Steingrímur J. Sigfússon (Vg.) 3.483
4. Svanfríður Jónasdóttir (Sf.) 2.652
5. Tómas Ingi Olrich (Sj.) 2.140
Næstir inn
Daníel Árnason (Fr.)
Árni Steinar Jóhannsson (Vg.) Landskjörinn
Halldór Hermannson (Fr.fl.)
Örlygur Hnefill Jónsson (Sf.)

Framboðslistar

Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður, Lómatjörn , Grýtubakkahreppi Halldór Blöndal, samgönguráðherra, Akureyri
Daníel Árnason, framkvæmdastjóri, Akureyri Tómas Ingi Olrich, alþingismaður, Akureyri
Elsa Friðfinnsdóttir, lektori, Akureyri Soffía Gísladóttir, félagsmálastjóri, Húsavík
Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi, Akureyri Ásgeir Logi Ásgeirsson, útgerðarmaður, Ólafsfirði
Sveinn Aðalgeirsson, sölumaður, Húsavík Baldvin Kr. Baldvinsson, bóndi, Torfunesi, Ljósavatnshreppi
Björn Snæbjörnsson, form.Verkalýðsfélagsins Einingar, Akureyri Anna María Elíasdóttir, bæjarfulltrúi, Ólafsfirði
Birna Björnsdóttir, skrifstofumaður, Raufarhöfn Helga Rún Traustadóttir, nemi, Akureyri
Haukur Snorrason, verslunarmaður, Dalvík Rúnar Þórarinsson, sölustjóri, Sandfellshaga 1, Öxarfjarðarhreppi
Sara Hólm, bóndi, Skógum 3, Reykjahreppi Sigfríð Valdimarsdóttir, fiskvinnslukona, Hauganesi
Hildur Gylfadóttir, nemi, Akureyri Bergur Guðmundsson, nemi, Raufarhöfn
Haukur Halldórsson, bóndi, Þórsmörk, Svalbarðsstrandarhreppi Jóhanna Ragnarsdóttir, hárgreiðslumeistari, Akureyri
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, ferðaþjónustubóndi, Öngulsstöðum 3, Eyjafjarðarsveit Magnús Stefánsson, bóndi, Fagraskógi, Arnarneshreppi
Samfylking Vinstri hreyfingin grænt framboð
Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður, Dalvík Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum 1, Svalbarðshreppi
Örlygur Hnefill Jónsson, hdl. Húsavík Árni Steinar Jóhannsson, umhverfisstjóri, Akureyri
Kristín Sigursveinsdóttir, iðjuþjálfi, Akureyri Helga Arnheiður Erlingsdóttir, oddviti, Landamótsseli, Ljósavatnshreppi
Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri, Akureyri Valgerður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur, Akureyri
Hadda Hreiðarsdóttir, nemi, Akureyri Helgi Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Húsavík
Heimir Ingimarsson, framkvæmdastjóri, Akureyri Anna Helgadóttir, kennari, Hrafnagili, Eyjafjarðarsveit
Óli Björn Einarsson, húsasmiður, Kópaskeri Stefán Tryggvason, bóndi, Þórisstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi
Halldór Guðmundsson, bifvélavirki, Ólafsfirði Dagbjört Hrönn Jónsdóttir, bóndi, Sökku, Dalvíkurbyggð
Þórunn Þorsteinsdóttir, afgreiðslustjóri, Þórshöfn Hilmar Dúi Björgvinsson, nemi, Húsavík
Sigrún Stefánsdóttir, nemi, Akureyri Hulda Hrönn Karlsdóttir, bóndi, Leifsstöðum, Öxarfjarðarhreppi
Jón Helgason, fv.form. Einingar, Akureyri Björn Þór Ólafsson, kennari, Ólafsfirði
Jóhanna Aðalsteinsdóttir, fv.bæjarfulltrúi, Húsavík Málmfríður Sigurðardóttir, fv.alþingismaður, Akureyri
Frjálslyndi flokkurinn Húmanistaflokkur
Halldór Hermannsson, skipstjóri, Ísafirði Jón Ásgeir Eyjólfsson, trésmiður, Keflavík
Hermann B. Haraldsson, sjómaður, Akureyri Ragnheiður Sigurðardóttir, tölvunarfræðingur, Akureyri
Bára Siguróladóttir, sauðfjárbóndi, Keldunesi, Kelduneshreppi Guðrún Róbertsdóttir, húsmóðir, Reykjavík
Ásgeir Yngvason, framleiðslustjóri, Akureyri Anna Egilsdóttir, húsmóðir, Akureyri
Jóhannes Björnsson, sjómaður, Raufarhöfn Guðlaugur Agnar Pálmason, verkamaður, Akureyri
Helgi Sigfússon, búfræðingur, Hrísey Jón Kjartansson, rithöfundur, Reykjavík
Jón Einar Haraldsson, kennari, Reykjahlíð
Kristinn Sigurður Yngvason, sauðfjárbóndi, Tóvegg, Kelduneshreppi
Stefán Óskarsson, verkamaður, Raufarhöfn
Haraldur Þórarinsson, fv.verkstæðisformaður, Kvistási, Kelduneshreppi
Þuríður Hermannsdóttir, húsmóðir, Húsavík
Haraldur Bessason, fv.háskólarektor, Akureyri

Prófkjör

Framsóknarflokkur 1. sæti 1-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6.
Valgerður Sverrisdóttir 1343 2242
Daníel Árnason 384 1493 2325
Elsa Friðfinnsdóttir 72 838 1701 2246
Jakob Björnsson 615 774 1172 1844 2028
Axel Yngvason 13 145 400 792 1090 1304
Bernharð Steingrímsson 15 76 233 536 794 1089
Samfylking 1. sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4.
Sigbjörn Gunnarsson (Alþ.) 961 1353 1765 2079
Svanfríður Jónasdóttir (Alþ.) 951 1537 1984 2316
Örlygur Hnefill Jónsson (Abl.) 840 1400 1766 2089
Kristín Sigursveinsdóttir (Abl.) 173 940 1532 2122
Finnur Birgisson (Alþ.) 96 507 1144 1882
Pétur Bjarnason (Alþ.) 43 391 1001 1768
3288 greidd atkvæði

Svanfríður Jónasdóttir átti samkvæmt reglum prófkjörsins um flokkakvóta að færast niður fyrir Örlyg Hnefil Jónsson. Sigbjörn Gunnarsson sagði sig hins vegar frá 1. sætinu og tók ekki sæti á listanum og færðist þá Svanfríður upp í 1. sætið.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, vefur Alþingis, DV 15.2.1999, 23.3.1999 og Morgunblaðið 22.1.1999.