Landið 1908

Kjörnir þingmenn 1908

Kosningarnar snérust að miklu leiti um svokallað uppkast sem snéri að samningsdrögum um stöðu Íslands gagnvart Danmörku.

Stuðningsmenn uppkastsins eru hér merktir með U en andstæðingar með A.

Andstæðingarnir hlutu 24 þingsæti en stuðningsmennirnir 10.

Endurkjörnir (13)
Björn  Kristjánsson Gullbringu- og Kjósarsýslu A
Sigurður Stefánsson Ísafjörður A
Skúli Thoroddsen Norður Ísafjarðarsýsla A
Ólafur Briem Skagafjarðarsýsla A
Hannes Hafstein Eyjafjarðarsýsla U
Stefán Stefánsson Eyjafjarðarsýsla U
Pétur Jónsson Suður Þingeyjarsýsla U
Jóhannes Jóhannesson Norður Múlasýsla U
Jón Jónsson Suður Múlasýsla U
Eggert Pálsson Rangárvallasýsla U
Hannes Þorsteinsson Árnessýsla A
Nýkjörnir en höfðu setið áður á þingi (9)
Jón Þorkelsson Reykjavík A
Jens Pálsson Gullbringu- og Kjósarsýslu A
Kristján Jónsson Borgarfjarðarsýslu A
Sigurður Gunnarsson Snæfellsnessýsla A
Björn Jónsson Barðastrandasýsla A
Björn Sigfússon Húnavatnssýsla A
Valtýr Guðmundsson Seyðisfjörður U
Jón Ólafsson Suður Múlasýsla U
Sigurður Sigurðsson Árnessýsla A
Nýkjörnir (12)
Magnús Blöndahl Reykjavík A
Jón Sigurðsson Mýrasýsla A
Bjarni Jónsson Dalabyggð A
Kristinn Daníelsson Vestur Ísafjarðarsýsla A
Ari Jónsson (Arnalds) Strandasýsla A
Hálfdán Guðjónsson Húnavatnssýsla A
Jósef J. Björnsson Skagafjarðarsýsla A
Benedikt Sveinsson Norður Þingeyjarsýsla A
Jón Jónsson Norður Múlasýsla A
Þorleifur Jónsson Austur Skaftafellssýsla A
Gunnar Ólafsson Vestur Skaftafellssýsla A
Einar Jónsson Rangárvallasýsla U

Auk þeirra var Jón Magnússon stuðningsmaður uppkastsins endurkjörinn í Vestmannaeyjum og Sigurður Hjörleifsson andstæður þess kjörinn nýr á Akureyri.