Flateyri 1982

Í framboði voru listi Sjálfstæðisflokks og listi Vinstri manna og óháðra. Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 hreppsnefndarmenn, bætti við sig einum og hlaut hreinan meirihluta. Listi vinstri manna og óháðra hlaut 2 hreppsnefndarmenn.

Úrslit

Flateyri

1982 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Vinstri menn og óháðir 136 49,64% 2
Sjálfstæðisflokkur 138 50,36% 3
Samtals gild atkvæði 274 100,00% 5
Auðir og ógildir 8 2,84%
Samtals greidd atkvæði 282 92,76%
Á kjörskrá 304
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Eiríkur Finnur Greipsson (D) 138
2. Ægir E. Hafberg (C) 136
3. Kristján Jón Jóhannsson (D) 69
4. Steinar Guðmundsson (C) 68
5. Hinrik Kristjánsson (D) 46
Næstir inn vantar
Guðvarður Kjartansson (C) 3

Framboðslistar

C-listi vinstri manna og óháðra D-listi Sjálfstæðisflokks
Ægir E. Hafberg, sparisjóðsstjóri (Alþ.f.) Eiríkur Finnur Greipsson, tæknifræðingur
Steinar Guðmundsson, vélvirki (Fr.óh.) Kristján Jón Jóhannsson, sveitarstjóri
Guðvarður Kjartansson, skrifstofumaður (Alþ.b.) Hinrik Kristjánsson, verkstjóri
Áslaug Ármannsdóttir, kennari (Fr.óh) Magnús Th. Benediktsson, húsgagnasmiður
Guðmundur Björgvinsson, bifvélavirki (Alþ.b.) Sigrún Gerða Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur
Böðvar Gíslason, verkamaður (Alþ.f.) Bergþóra Ásgeirsdóttir,
Hálfdán Kristjánsson, sjómaður (Alþ.b) Guðmundur Finnbogason,
Björn Ingi Bjarnason, verkamaður (Alþ.f.) Ragna Óladóttir,
Guðmundur Jónas Kristjánsson, skrifstofumaður (Fr.) Grétar Kristjánsson
Gróa G. Björnsdóttir, húsmóðir (Fr.) Sigríður Sigursteinsdóttir

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Kosningahandsbók Fjölvís, Alþýðublaðið 8.4.1982, DV 7.5.1982, Ísfirðingur 3.4.1982 og Þjóðviljinn 26.3.1982.