Alþingiskosningar 2013 – Fréttir

frambodFramboð 2013  (15):

Aðrir: Samstaða FbLýðfrelsisflokkurinn Fb, Bjartsýnisflokkurin, Kristin stjórnmálasamtök,

______________________________________________________________________________________

Fréttayfirlit vegna alþingiskosninga 2013

7.maí 2013

Endanleg úrslit

Landskjörstjórn úrskurðaði í gær um úrslit alþingiskosninganna sem fram fóru 27. apríl síðastliðinn. Nær engar breytingar urðu á atkvæðum og engar breytingar á kjörnum fulltrúum. Úrslitin má sjá uppfærð eftir kjördæmum- Landið allt  – Norðvesturkjördæmi – Norðausturkjördæmi – Suðurkjördæmi – Suðvesturkjördæmi – Reykjavíkurkjördæmi norður – Reykjavíkurkjördæmi suður – Uppbótarþingsæti.

Útstrikanir

Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki, Álfheiður Ingadóttir Vinstri grænum og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki hlutu flestar útstrikanir sem hlutfall af atkvæðum flokks eða rúmlega 5% hver. Næst þeim komu Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Þór Ólafsson Pírötum. Hlutfallslega flestar útstrikanir hjá Framsóknarflokki hlaut Vigdís Hauksdóttir, Björgvin G. Sigurðsson hjá Samfylkingu og þær Björt Ólafsdóttir og Freyja Haraldsdóttir hjá Bjartri framtíð.

Nr. Nafn Flokkur Kjördæmi
1. Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkur 5,96% Reykjavíkurkjördæmi suður
2. Álfheiður Ingadóttir Vinstri grænir 5,66% Reykjavíkurkjördæmi suður
3. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokkur 5,03% Suðurkjördæmi
4. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkur 4,73% Suðvesturkjördæmi
5. Jón Þór Ólafsson Píratar 3,90% Reykjavíkurkjördæmi suður
6. Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokkur 3,86% Reykjavíkurkjördæmi suður
7. Elín Hirst Sjálfstæðisflokkur 3,53% Suðvesturkjördæmi
8. Björt Ólafsdóttir Björt framtíð 3,33% Reykjavíkurkjördæmi norður
9. Freyja Haraldsdóttir Björt framtíð 3,24% Suðvesturkjördæmi
10. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur 2,97% Reykjavíkurkjördæmi norður
11. Björgvin G. Sigurðsson Samfylking 2,85% Suðurkjördæmi
12. Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokkur 2,39% Suðvesturkjördæmi
13. Róbert Marshall Björt framtíð 2,35% Reykjavíkurkjördæmi suður
14. Ögmundur Jónasson Vinstri grænir 2,33% Suðvesturkjördæmi
15. Össur Skarphéðinsson Sjálfstæðisflokkur 2,16% Reykjavíkurkjördæmi norður

3.maí 2013

Landskjörstjórn kemur saman á mánudaginn og úrskurðar þá endanlega um úrslit alþingiskosninganna sem haldnar voru sl.laugardag.

29.apríl 2013

Uppbótarsætin – útskýring á úthlutun.

Eins og áður hefur verið greint frá voru uppbótarþingmennirnir eins og segir í töflunni hér að neðan. Þar kemur m.a. fram röðun uppbótarsætanna eftir stjórnmálasamtökum.

1. Helgi Hrafn Gunnarsson Þ-listi R-N
2. Jón Þór Ólafsson Þ-listi R-S
3. Brynhildur Pétursdóttir A-listi NA
4. Birgitta Jónsdóttir Þ-listi SV
5. Óttar Proppé A-listi R-S
6. Lilja Rafney Magnúsdóttir V-listi NV
7. Valgerður Bjarnadóttir S-listi R-N
8. Elín Hirst D-listi SV
9. Páll Valur Björnsson A-listi SU

Landsbyggðarkjördæmi þrjú hafa eitt uppbótarþingsæti hvert en kjördæmin þrjú á höfuðborgarsvæðinu hafa tvö hvert.

1. sæti hlutu Píratar og Helgi Hrafn Gunnarsson í Reykjavík norður þar sem hann hafði hæst hlutfall á bak við sig hjá Pírötum.

2. sæti hlutu Píratar og Jón Þór Ólafsson í Reykjavík suður en hann var með næsthæst hlutfall á bak við sig hjá Pírötum.

3. sæti hlaut Björt framtíð og Brynhildur Pétursdóttir í Norðausturkjördæmi en hún var með hæst hlutfall á bak við sig hjá Bjartri framtíð. Þetta þýðir að sæti Norðausturkjördæmis hefur hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi hafa ekki lengur möguleika á kjöri.

4.sæti hlutu Píratar og Birgitta Jónsdóttir í Suðvesturkjördæmi sem hafði þriðja hæsta hlutfall Pírata á bak við sig.

5. sæti hlaut Björt framtíð og Óttar Proppé í Reykjavíkurkjördæmi suður sem hafði annað hæsta hlutfall Bjartrar framtíðar á bak við sig. Reykjavíkurkjördæmi norður hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

6. sæti hlaut Vinstrihreyfingin grænt framboð og Lilja Rafney Magnúsdóttir í Norðvesturkjördæmi sem var með hæsta hlutfall Vinstri grænna á bak við sig. Norðvesturkjördæmi hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

7. sæti hlaut Samfylkingin og Valgerður Bjarnadóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður en hún var með hæsta hlutfall Samfylkingar á bak við sig. Reykjavíkurkjördæmi norður hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

8.sæti hlaut Sjálfstæðisflokkurinn og Elín Hirst í Suðvesturkjördæmi. Hún var með fjórða hæsta hlutfall Sjálfstæðisflokksins en þar sem að búið var að úthluta öllum sætum í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi suður var hún næst inn. Suðvesturkjördæmi hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

9.sæti hlaut Björt framtíð og Páll Valur Björnsson í Suðurkjördæmi þar sem uppbótarsæti Suðurkjördæmis var eina sætið sem eftir var og það þrátt fyrir að hann hafi verið sá sjötti í röðinni hjá Bjarti framtíð. En það gerist vegna þess að uppbótarsætin í hinum kjördæmunum fimm hefur öllum þegar verið úthlutað.

Þetta vantaði upp á.

Landið í heild. Síðastur inn eða 63.þingmaðurinn var Páll Valur Björnsson af lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. Vinstrihreyfinguna grænt framboð vantaði aðeins 231 atkvæði eða 0.12% til að koma að sínum 8. manni að sem hefði þá verið Arndís Soffía Sigurðardóttir. Pírata vantaði 742 atkvæði eða 0,39% til að koma sínum 4.manni að sem hefði verið Smári McCarthy.

Norðvesturkjördæmi. Þar var Jóhanna M. Sigmundsdóttir Framsóknarflokki síðust inn. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur Vinstrihreyfingunni grænu framboði vantaði 57 atkvæði til að fella hana eða 0,33%. Eydísi Ingibjörgu Sigþórsdóttur Sjálfstæðisflokki vantaði aðeins 297 atkvæði eða 1,17% til þess sama.

Norðausturkjördæmi. Þar var síðust inn Bjarkey Gunnarsdóttir úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur Sjálfstæðisflokki vantaði 273 atkvæði eða 1,16% til að ná sætinu af henni. Brynhildi Pétursdóttur Bjartri framtíð vantaði hins vegar 330 atkvæði eða 1,40% til þess.

Suðurkjördæmi. Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðismaður var síðastur inn í Suðurkjördæmi. Fjólu Hrund Björnsdóttur Framsóknarkonu vantaði 231 atkvæði eða 0.86% til að ná af honum sætinu og Arndísi Soffíu Sigurðardóttur vantaði 318 atkvæði eða 1,18%.

Reykjavík norður. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki í síðasta sætinu. Þau sem voru næst því að fella hann voru þau Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum sem vantaði 321 atkvæði eða 0.92% og Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu sem vantaði 460 atkvæði eða 1,31%.

Reykjavík suður. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var Helgi Hjörvar Samfylkingu síðastu inn. Næst honum komu þau Jón Þór Ólafsson Pírötum sem vantaði 325 atkvæði eða 0.92% og Sigríður Á. Andersen sem vantaði 552 atkvæði eða 1,52%.

Suðvestur. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu var síðust inn en samt nokkuð örugglega þar sem að Birgittu Jónsdóttur Pírötum vantaði 926 atkvæði eða 1.82% og Margrét Tryggvadóttur Dögun vantaði 1.540 atkvæði eða 3,03% til að ná af henni sætinu.

28.apríl 2013

arinÞróun fylgis flokkanna 2007-2013. Ef horft er til fylgis flokkanna 2007-2013 sést að miklar sveiflur hafa orðið á tímabilinu. Þannig fékk Framsóknarflokkurinn eina bestu útkomu sína langan tíma í kosningunum á laugardag eftir að hafa fengið sína lélegustu kosningu frá stofnun flokksins árið 1916.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst meira en 10% fylgis síns frá 2007, en flokkurinn rétti aðeins við í kosningunum á laugardag eftir að hafa fengið sína lélegustu kosningu frá stofnun flokksins í kosningunum 2009.

Á myndinni hér til hægri er hægt að sjá þróun á fylgi flokkanna 2007-2013.

Samfylkingin aftur á móti var eftir síðustu alþingiskosningar stærsti stjórnmálaflokkur landsins en tapaði nú meira en helming fylgis síns og hefur ekki frá stofnun flokksins fengið eins lélega kosningu. Vinstrihreyfingin grænt framboð sem hlaut sína bestu kosningu 2009 tapaði meira en helming fylgis síns og er nú komið niður fyrir það fylgi sem flokkurinn hafði 2007.

Þetta ásamt miklu fylgi nýrra stjórnmálasamtaka sýnir að kjósendur eru síður bundnir við það að kjósa sömu stjórnmálasamtökin kosningar eftir kosningar.

Starfsaldur endurkjörinna þingmanna.  Mikil endurnýjun varð á Alþingi íslendinga í gær. Af þeim sem náðu kjöri voru 28 nýjir þingmenn en 35 endurkjörnir.  Aðeins 10 þingmenn hafa yfir tíu ára starfsreynslu, 5 hafa tíu ára starfsreynslu en 20 þingmenn voru kjörnir 2007 eða seinna.

Starfsaldursforseti er Steingrímur J. Sigfússon en hann hefur verið á Alþingi í 30 ár frá 1983. Næstir honum í starfsaldri koma þeir Einar K. Guðfinnsson og Össur Skarphéðinsson sem tók fyrst sæti á Alþingi 1991. Hér að neðan eru endurkjörnir þingmenn flokkaðir eftir því hvernær þeir tóku sæti á Alþingi.

1983: Steingrímur J. Sigfússon(V).  1991: Einar K. Guðfinnsson(D) og Össur Skarphéðinsson (S). 1995: Pétur H. Blöndal (D) og Ögmundur Jónasson(V). 1999: Kristján L. Möller(S).

2003: Birgir Ármannsson(D), Bjarni Benediktsson(D), Guðlaugur Þór Þórðarson(D), Helgi Hjörvar(S) og Katrín Júlíusdóttir(S).

2007: Árni Páll Árnason(S), Árni Þór Sigurðsson(V), Guðbjartur Hannesson(S), Höskuldur Þórhallsson(B), Illugi Gunnarsson(D), Jón Gunnarsson(D), Katrín Jakobsdóttir(V), Kristján Þór Júlíusson(D), Ragnheiður Elín Árnadóttir(D) og Ragnheiður Ríkharðsdóttir(D). 2008: Eygló Harðardóttir (B).

2009: Ásmundur Einar Daðason(B), Birgitta Jónsdóttir(Þ), Guðmundur Steingrímsson(A), Gunnar Bragi Sveinsson(B), Lilja Rafney Magnúsdóttir(V), Oddný G. Harðardóttir(S), Róbert Marshall(A), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson(B), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir(S), Sigurður Ingi Jóhannsson(B), Svandís Svavarsdóttir(V), Unnur Brá Konráðsdóttir(D), Valgerður Bjarnadóttir(S) og Vigdís Hauksdóttir(B).

Útstrikanir. Samkvæmt fréttum frá kjörstjórnum var nokkuð um útstikanir í kosningunum í gær. Ekki er búið að fara yfir þær og líklega liggja niðurstöður í því ekki fyrir fyrr en á þriðjudaginn. Í Suðurkjördæmi var nokkuð um útstrikanir, sérstaklega á Ásmundi Friðrikssyni þriðja manni Sjálfstæðisflokks. Einnig munu hafa verið eitthvað um útstrikanir í Suðvesturkjördæmi. Mest er sagt að þær hafi verið á Bjarna Benediktssyni fyrsta manni Sjálfstæðisflokks og Elínu Hirst fimmta manni sama lista. Lítið var um útstrikanir í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður er áætlað að útstrikanir hafi verið um eitt þúsund. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var allnokkuð um útstrikanir, um fimm frambjóðendur mun vera að ræða en ekki fékkst uppgefið um hverja var að ræða.

Þessir þingmenn féllu í gær. Eftirtaldir þingmenn buðu sig fram í kosningunum í gær en náðu ekki kjöri.

Samfylkingin: Björgvin G. Sigurðsson SU , Jónína Rós Guðmundsdóttir NA, Magnús Orri Schram SV, Mörður Árnason R-S, Ólína Þorvarðardóttir NV og Skúli Helgason R-N.  Að auki voru Sigmundur Ernir Rúnarsson NA og Lúðvík Geirsson SV í framboði en í fyrirfram vonlausum sætum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð: Álfheiður Ingadóttir R-S.  Björn Valur Gíslason R-N og Ólafur Þór Gunnarsson SV voru í framboði en fyrirfram í vonlausum sætum.

Dögun: Martgrét Tryggvadóttir SV og Þór Saari SU. Þór var í fyrirfram vonlausu sæti..

Regnboginn:  Atli Gíslason R-N og Jón Bjarnason NV.

Nýkjörnir alþingismenn eru eftir kjördæmum:

Sjálfstæðisflokkur(19): Einar K. Guðfinnsson og Haraldur Benediktsson NV, Kristján Þór Júlíusson og Valgerður Gunnarsdóttir NA, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason SU, Bjarni Benediktsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Elín Hirst SV, Illugi Gunnarsson, Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson R-N, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Pétur H. Blöndal og Guðlaugur Þór Þórðarson R-S.

Framsóknarflokkur(19): Gunnar Bragi Sveinsson, Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir og Jóhanna M. Sigmundsdóttir NV, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir NA, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson og Haraldur Einarsson SU, Eygló Þóra Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson SV, Frosti Sigurjónsson og Sigrún Magnúsdóttir R-N, Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson R-S.

Samfylking(9): Guðbjartur Hannesson NV, Kristján L. Möller NA, Oddný G. Harðardóttir SU, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir SV, Össur Skarphéðinsson og Valgerður Bjarnadóttir(u) R-N, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar R-S.

Vinstrihreyfingin grænt framboð(7): Lilja Rafney Magnúsdóttir(u) NV, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Gunnarsdóttir NA, Ögmundur Jónasson SV, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson R-N og Svandís Svavarsdóttir R-S.

Björt framtíð(6): Brynhildur Pétursdóttir(u) NA, Páll Valur Björnsson(u) SU, Guðmundur Steingrímsson SV, Björt Ólafsdóttir R-N, Róbert Marshall og Óttar Proppé(u) R-S.

Píratar(3): Birgitta Jónsdóttir(u) SV, Helgi Hrafn Gunnarsson(u) R-N og Jón Þór Ólafsson(u)R-S.

Lokaúrslit

Framboð Atkv. Hlutf. Kj. U. Þ.
Sjálfstæðisflokkur 50.454 26,70% 18 1 19
Framsóknarflokkur 46.173 24,43% 19 0 19
Samfylking 24.294 12,85% 8 1 9
Vinstri grænir 20.546 10,87% 6 1 7
Björt framtíð 15.583 8,25% 3 3 6
Píratar 9.647 5,10% 0 3 3
Dögun 5.855 3,10% 0 0 0
Flokkur heimilanna 5.707 3,02% 0 0 0
Lýðræðisvaktin 4.658 2,46% 0 0 0
Hægri grænir 3.262 1,73% 0 0 0
Regnboginn 2.021 1,07% 0 0 0
Landsbyggðarflokkur 326 0,17% 0 0 0
Sturla Jónsson K-listi 222 0,12% 0 0 0
Húmanistaflokkur 126 0,07% 0 0 0
Alþýðufylkingin 118 0,06% 0 0 0
Samtals 188.992 100,00% 54 9 63

Úthlutun uppbótarsæta. Eins og gefur að skilja er ekki hægt að úthluta uppbótarsætum fyrr en að úrslit í liggja fyrir í öllum kjördæmum. Endanleg röðun uppbótarmanna liggur nú fyrir. Þeir eru:

Uppbótarþingmenn
1. Helgi Hrafn Gunnarsson Þ-listi R-N
2. Jón Þór Ólafsson Þ-listi R-S
3. Brynhildur Pétursdóttir A-listi NA
4. Birgitta Jónsdóttir Þ-listi SV
5. Óttar Proppé A-listi R-S
6. Lilja Rafney Magnúsdóttir V-listi NV
7. Valgerður Bjarnadóttir S-listi R-N
8. Elín Hirst D-listi SV
9. Páll Valur Björnsson A-listi SU

Úrslit í Norðvesturkjördæmi. Framsóknarflokkur hlaut 4 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 2 þingmenn og Samfylking 1 þingmann.

NV

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Björt framtíð 792 4,56% 0
Framsóknarflokkur 6.104 35,17% 4
Sjálfstæðisflokkur 4.282 24,67% 2
Hægri grænir 208 1,20% 0
Flokkur heimilanna 161 0,93% 0
Regnboginn 774 4,46% 0
Lýðræðisvaktin 251 1,45% 0
Landsbyggðarflokkur 326 1,88% 0
Samfylking 2.122 12,23% 1
Dögun 328 1,89% 0
Vinstri grænir 1.470 8,47% 0
Píratar 537 3,09% 0
Gild atkvæði 17.355 100,00% 7
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 B-listi Gunnar Bragi Sveinsson 6.104
2 D-listi Einar K. Guðfinnsson 4.282
3 B-listi Ásmundur Einar Daðason 3.052
4 D-listi Haraldur Benediktsson 2.141
5 S-listi Guðbjartur Hannesson 2.122
6 B-listi Elsa Lára Arnardóttir 2.035
7 B-listi Jóhanna M. Sigmundsdóttir 1.526
Næstir inn:
8 V-listi Lilja Rafney Magnúsdóttir 1.470
9 D-listi Eydís Ingibjörg Sigþórsdóttir 1.427
10 B-listi Sigurður Páll Jónsson 1.221
11 D-listi Sigurður Örn Ágústsson 1.071
12 S-listi Ólína Þorvarðardóttir 1.061

Úrslit í Norðausturkjördæmi. Framsóknarflokkur hlaut 4 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 2 þingmenn, Vinstri grænir 2 þingmenn og Samfylking 1 þingmann.

NV

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Framsóknarflokkur 8.173 34,62% 4
Sjálfstæðisflokkur 5.327 22,57% 2
Vinstri grænir 3.733 15,81% 2
Samfylkingin 2.505 10,61% 1
Björt framtíð 1.537 6,51% 0
Píratar 716 3,03% 0
Dögun 460 1,95% 0
Lýðræðisvaktin 313 1,33% 0
Ragnboginn 306 1,30% 0
Hægri grænir 296 1,25% 0
Flokkur heimilanna 241 1,02% 0
Gild atkvæði 23.607 100,00% 9
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 B-listi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 8.173
2 D-listi Kristján Þór Júlíusson 5.327
3 B-listi Höskuldur Þórhallsson 4.087
4 V-listi Steingrímur J. Sigfússon 3.733
5 B-listi Líneik Anna Sævarsdóttir 2.724
6 D-listi Valgerður Gunnarsdóttir 2.664
7 S-listi Kristján L. Möller 2.505
8 B-listi Þórunn Egilsdóttir 2.043
9 V-listi Bjarkey Gunnarsdóttir 1.867
Næstir inn:
10 D-listi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir 1.776
11 B-listi Hjálmar Bogi Hafliðason 1.635
12 A-listi Brynhildur Pétursdóttir 1.537
13 B-listi Guðmundur Gíslason 1.362
14 D-listi Jens Garðar Helgason 1.332

Úrslit í Suðvesturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 þingmenn, Framsóknarflokkur 3 þingmenn, Samfylking 2 þingmenn, Vinstri grænir 1 þingmann og Björt framtíð 1 þingmann.

SV

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Sjálfstæðisflokkur 15.608 30,71% 4
Framsóknarflokkur 10.944 21,53% 3
Samfylking 6.932 13,64% 2
Björt framtíð 4.687 9,22% 1
Vinstri grænir 3.995 7,86% 1
Píratar 2.541 5,00% 0
Dögun 1.927 3,79% 0
Flokkur heimilanna 1.838 3,62% 0
Lýðræðisvaktin 1.241 2,44% 0
Hægri grænir 925 1,82% 0
Regnboginn 188 0,37% 0
Gild atkvæði 50.826 100,00% 11
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 D-listi Bjarni Benediktsson 15.608
2 B-listi Eygló Þóra Harðardóttir 10.944
3 D-listi Ragnheiður Ríkharðsdóttir 7.804
4 S-listi Árni Páll Árnason 6.932
5 B-listi Willum Þór Þórsson 5.472
6 D-listi Jón Gunnarsson 5.203
7 A-listi Guðmundur Steingrímsson 4.687
8 V-listi Ögmundur Jónasson 3.995
9 D-listi Vilhjálmur Bjarnason 3.902
10 B-listi Þorsteinn Sæmundsson 3.648
11 S-listi Katrín Júlíusdóttir 3.466
Næstir inn:
12 D-listi Elín Hirst 3.122
13 B-listi Sigurjón Norberg Kjærnested 2.736
14 D-listi Óli Björn Kárason 2.601
15 Þ-listi Birgitta Jónsdóttir 2.541
16 A-listi Freyja Haraldsdóttir 2.344

Úrslit í Suðurkjördæmi. Úrslit liggja fyrir í Suðurkjördæmi. Framsóknarflokkur hlaut 4 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 þingmenn og Samfylkingin 1 þingmann.

SU

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Framsóknarflokkur 9.262 34,46% 4
Sjálfstæðisflokkur 7.594 28,26% 4
Samfylking 2.734 10,17% 1
Vinstri grænir 1.581 5,88% 0
Píratar 1.268 4,72% 0
Björt framtíð 1.202 4,47% 0
Dögun 904 3,36% 0
Flokkur heimilanna 786 2,92% 0
Hægri grænir 702 2,61% 0
Lýðræðisvaktin 431 1,60% 0
Regnboginn 412 1,53% 0
Gild atkvæði 26.876 100,00% 9
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 B-listi Sigurður Ingi Jóhannsson 9.262
2 D-listi Ragnheiður Elín Árnadóttir 7.594
3 B-listi Silja Dögg Gunnarsdóttir 4.631
4 D-listi Unnur Brá Konráðsdóttir 3.797
5 B-listi Páll Jóhann Pálsson 3.087
6 S-listi Oddný G. Harðardóttir 2.734
7 D-listi Ásmundur Friðriksson 2.531
8 B-listi Haraldur Einarsson 2.316
9 D-listi Vilhjálmur Árnason 1.899
Næstir inn:
10 B-listi Fjóla Hrund Björnsdóttir 1.852
11 V-listi Arndís Soffía Sigurðardóttir 1.581
12 B-listi Sandra Rán Ásgrímsdóttir 1.544
13 D-listi Geir Jón Þórisson 1.519
14 S-listi Björgvin G. Sigurðsson 1.367

Úrslit Reykjavík norður. Úrslit liggja fyrir í Reykjavíkurkjördæmi norður. Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 þingmenn, Framsóknarflokkur 2 þingmenn, Vinstri grænir 2 þingmenn, Samfylking 1 þingmann og Björt framtíð 1 þingmann.

R-N

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Sjálfstæðisflokkur 8.180 23,35% 3
Framsóknarflokkur 5.759 16,44% 2
Vinstri grænir 5.488 15,67% 2
Samfylking 4.994 14,26% 1
Björt framtíð 3.576 10,21% 1
Píratar 2.406 6,87% 0
Lýðræðisvaktin 1.397 3,99% 0
Flokkur heimilanna 1.287 3,67% 0
Dögun 1.073 3,06% 0
Hægri grænir 556 1,59% 0
Regnboginn 180 0,51% 0
Húmanistaflokkur 71 0,20% 0
Alþýðufylkingin 64 0,18% 0
Gild atkvæði 35.031 100,00% 9
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 D-listi Illugi Gunnarsson 8.180
2 B-listi Frosti Sigurjónsson 5.759
3 V-listi Katrín Jakobsdóttir 5.488
4 S-listi Össur Skarphéðinsson 4.994
5 D-listi Brynjar Níelsson 4.090
6 A-listi Björt Ólafsdóttir 3.576
7 B-listi Sigrún Magnúsdóttir 2.880
8 V-listi Árni Þór Sigurðsson 2.744
9 D-listi Birgir Ármannsson 2.727
Næstir inn:
10 S-listi Valgerður Bjarnadóttir 2.497
11 Þ-listi Helgi Hrafn Gunnarsson 2.406
12 D-listi Ingibjörg Óðinsdóttir 2.045
13 B-listi Þorsteinn Magnússon 1.920
14 V-listi Steinunn Þóra Árnadóttir 1.829

Úrslit í Reykjavík suður. Úrslit liggja fyrir í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sjálfstæðisflokkur hlaut 3 þingmenn, Framsóknarflokkur 2 þingmenn, Samfylking 2 þingmenn, Vinstri grænir 1 þingmann og Björt framtíð 1 þingmann. Uppbótarþingsætin tvö í Reykjavíkurkjördæmi suður eru ekki ráðin  fyrr en úrslit liggja fyrir á landinu öllu.

R-S

Framboð Atkv. Hlutf. Þ.
Sjálfstæðisflokkur 9.463 26,81% 3
Framsóknarflokkur 5.931 16,80% 2
Samfylking 5.007 14,19% 2
Vinstri grænir 4.279 12,12% 1
Björt framtíð 3.789 10,73% 1
Píratar 2.179 6,17% 0
Flokkur heimilanna 1.394 3,95% 0
Dögun 1.163 3,29% 0
Lýðræðisvaktin 1.025 2,90% 0
Hægri grænir 575 1,63% 0
Sturla Jónsson 222 0,63% 0
Regnboginn 161 0,46% 0
Húmanistaflokkur 55 0,16% 0
Alþýðufylkingin 54 0,15% 0
Gild atkvæði 35.297 100,00% 9
Nr Listi Kjörnir þingmenn Atkvæði
1 D-listi Hanna Birna Kristjánsdóttir 9.463
2 B-listi Vigdís Hauksdóttir 5.931
3 S-listi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 5.007
4 D-listi Pétur H. Blöndal 4.732
5 V-listi Svandís Svavarsdóttir 4.279
6 A-listi Róbert Marshall 3.789
7 D-listi Guðlaugur Þór Þórðarson 3.154
8 B-listi Karl Garðarsson 2.966
9 S-listi Helgi Hjörvar 2.504
Næstir inn:
10 D-listi Sigríður Á. Andersen 2.366
11 Þ-listi Jón Þór Ólafsson 2.179
12 V-listi Álfheiður Ingadóttir 2.140
13 B-listi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir 1.977
14 A-listi Óttar Proppé 1.895

27. apríl 2013

Þingmannaspá Kosningasögu Til gamans birtir Kosningasaga kosningaspá sína um hverjir verða þingmenn í alþingismenn í alþingiskosningunum sem lýkur fljótlega. (u) merkir að viðkomandi verður uppbótarmaður. Eftir flokkum og kjördæmum:

Sjálfstæðisflokkur (19+1) Einar K. Guðfinnsson og Haraldur Benediktsson NV, Kristján Þór Júlíusson, Valgerður Gunnarsdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir NA, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason (SU), Bjarni Benediktsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jón Gunnarsson, Vilhjálmur Bjarnason og Elín Hirst SV, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Pétur H. Blöndal og Guðlaugur Þór Þórðarson R-S, Illugi Gunnarsson, Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson(u) R-N.

Framsóknarflokkur (18+0) Gunnar Bragi Sveinsson, Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir og Jóhanna M. Sigmundsdóttir NV, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Höskuldur Þórhallsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir NA, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson og Haraldur Einarsson SU, Eygló Þóra Harðardóttir, Willum Þór Þórsson og Þorsteinn Sæmundsson SV, Vigdís Hauksdóttir og Karl Garðarsson R-S og Frosti Sigurjónsson R-N.

Samfylking (9+1) Guðbjartur Hannesson NV, Kristján L. Möller NA, Oddný G. Harðardóttir SU, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir SV, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar R-S, Össur Skarphéðinsson, Valgerður Bjarnadóttir og Skúli Helgason (u)R-N.

Vinstri grænir (5+2) Lilja Rafney Magnúsdóttir(u) NV, Steingrímur J. Sigfússon NA, Ögmundur Jónasson(SV), Svandís Svavarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir(u)R-S, Katrín Jakobsdóttir og Árni Þór Sigurðsson R-N.

Björt framtíð (2+2) Brynhildur Pétursdóttir (u) NA, Guðmundur Steingrímsson(u) SV, Róbert Marshall (R-S) og Björt Ólafsdóttir (R-N).

Píratar (1+3) Smári McCarthy(u) SU, Birgitta Jónsdóttir(u) SV, Jón Þór Ólafsson(u) R-S og Helgi Hrafn Gunnarsson R-N.

Eins og allir væntanlega vita er kosið til Alþingis í dag. Ekki hafa neinar fréttir komið af hnörkum við kosningarnar.

26.apríl 2013

Alls hafa 32.600 greitt atkvæði utan kjörfundar eða 13,7% af þeim sem eru á kjörskrá.Til samanburðar að þá greiddu samtals 24.309 atkvæði utan kjörfundar 2009.

KonnunSíðasta skoðanakönnunin fyrir þessar alþingiskosningar var birt í kvöldfréttum ríkisútvarpsins í kvöld. Sjá hér til hægri til samanburðar við könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í Morgunblaðinu. Helsti munur á þessum könnunum er að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meira fylgis í könnun Capacent en Framsóknarflokkurinn er með nokkurn veginn sama fylgi í báðum könnunum. Í könnun Capacent nýtur Samfylkingin meira fylgis en í könnun Félagsvísindastofnunar en því er öfugt farið með Bjartra framtíð, Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og Pírata. Önnur framboð mælast allnokkuð undir 5%. Önnur framboð en á myndinni eru með minna en 1%.

Ef úrslit yrðu eins og skoðanakönnun Capacent segir til um fengi Sjálfstæðisflokkur 20 þingmenn, Framsóknarflokkur 18, Samfylkingin 10, Vinstrihreyfingin grænt framboð 7, Björt framtíð 4 og Píratar 4.

Vegna slæmrar veðurspár hafa verið gerðar ráðstafnir um að atkvæði verði hugsanlega talin á Ísafirði fyrir norðanverða Vestfirði ef veðurspáin gengur eftir. Það yrði í fyrsta skipti sem atkvæði í núverandi kjördæmum yrðu ekki talin öll á sama stað.

Um miðjan dag í gær höfðu um 27 þúsund manns greitt atkvæði utan kjörfundar. Til samanburðar að þá greiddu samtals 24.309 atkvæði utan kjörfundar 2009.

Fréttablaðið birtir í morgun skoðanakönnun sem unnin var fyrir blaðið og Stöð2. Aðeins munar um 0,1-0,2% á fylgi framboða frá könnuninni sem birt var á Stöð2 í gærkvöldi.

25.apríl 2013

kannanirÞrjár skoðanakannanir hafa verið birtar í dag. Í þeim hefur Sjálfstæðisflokkur mælst með 23%-26,7%, Framsóknarflokkur mælist með 22,4%-25,6%, Samfylking 13%-14,8%, Vinstrihreyfingin grænt framboð 10,8%-11,6% og Píratar 6,4%-7,5%. Þessir flokkar eiga því möguleika á að fá kjörna þingmenn.

Þau framboð sem eru undir 5% eru Dögun sem mælist með 2,9%-3,2%, Flokkur heimilanna 1,4%-2,7%, Hægri grænir með 1,3%-2,8% og Lýðræðisvaktin 2%-3,5%. Önnur framboð eru með mun minna fylgi. Á morgun er boðuð stór könnun frá Capacent Gallup, líklega skipt niður á kjördæmi og líklega mun Morgunblaðið birta kjördæmaskiptingu á könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í morgun.

Eins og greint hefur verið frá er einn frambjóðandi Flokks heimilanna á framboðslistum flokksins í tveimur kjördæmum. Landskjörstjórn telur líklegt að málinu verði vísað til lögreglu en telur að Landskjörstjórn beri ekki ábyrgð sem eftirlitsaðili.

Stod2Stöð2 birti skoðanakönnun sína í kvöldfréttatímanum. Í henni er Framsóknarflokkurinn stærstur en Sjálfstæðisflokkurinn tæpum þremur prósentustigum minni en báðir flokkar ásamt Bjartri framtíð hafa misst nokkuð fylgi frá könnun sem birt var í gær. Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð bæta við sig en Píratar standa í stað. Eins og í öðrum könnunum eru önnur framboð nokkuð langt frá 5% markinu og því ólíkleg til að ná inn þingmönnum.

Rúmlega 27.000 manns höfðu greitt atkvæði um miðjan dag eða 11,3%.

MMRMMR birti nýja skoðanakönnun í dag. Þar hlýtur Sjálfstæðisflokkur mest fylgi sem er samt heldur minna en í könnun MMR fyrir viku. Heldur dregur úr fylgi Framsóknarflokks, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar á með að Vinstri grænir bæta nokkuð ákveðið við sig og Píratar minnimáttar. Lýðræðisvaktin og Flokkur heimilanna eru samkvæmt þessari könnun næst 5% markinu með 3,5% og 2,9% fylgi. Aðrir mælast með innan við 2% en þó vekur athylgi að framboð Sturlu Jónssonar mælist með 0.8% en flokkurinn býður að eins fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Yfir 25.000 manns höfðu greitt atkvæði í gær sem eru 10,5% af þeim sem eru á kjörskrá

Fél.vísMorgunblaðið birtir í morgun nýja skoðanakönnun frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Helstu breytingar frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar er að Framsóknarflokkurinn gefur eftir á meðan að Samfylking og Vinstihreyfingin grænt framboð bæta stöðu sína. Björt framtíð, Píratar og Sjálfstæðisflokkur eru með svipað fylgi og síðast. Af þeim flokkum sem ekki ná 5% markinu og manni kjörnum er Dögun stærst með 3,2%, Hægri grænir 2,8% og Lýðræðisvaktin 2,6% og verður að teljast ótrúlegt að þessir flokkar nái að bæta við sig það miklu fylgi á síðustu metrunum að þeir nái inn.

Félagsvísindastofnun reiknaði út þingsæti í könnuninni niður á kjördæmi. Framsóknarflokkur fengi 20 þingsæti, Sjálfstæðisflokkur 18, Samfylkingin 9, Vinstrihreyfingin grænt framboð 7, Björt framtíð 5 og Píratar 4. Eina tveggja flokka stjórnin sem væri í þessum spilum væri stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

24. apríl 2013 

Í Hrunamannahreppi verður íbúakosning um skipulagsmál á laugardaginn samhliða alþingiskosningunum. Kosning snýst um hvort leysa eigi umferðarmál á Flúðum.

Á kosningavef innanríkisráðuneytisins er að finna gagnlegar upplýsingar varðandi framkvæmd komandi alþingiskosninga og ýmsa tölfræði varðandi framboð. Sjá.

23. apríl 2013 

Í ljós hefur komið að sami einstaklingur er bæði á lista Flokks heimilanna í Reykjavíkurkjördæmi norður og Norðvesturkjördæmi. Sá heitir Rúnar Páll Rúnarsson og er í 8.sæti í Norðvesturkjördæmi og í 22. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ljóst er að þarna er um handvömm Flokks heimilanna að ræða en líka Landskjörstjórnar að tékka ekki á hvort að sama kennitalan komi oftar fyrir en einu sinni á framboðslistum landsins.

Nálægt 20.000 kjósendur hafa greitt atkvæði utan kjörfundar sem eru um 8,4% þeirra sem eru á kjörskrá. Búast má við að utankjörfundaratkvæði verði mörg þar sem að á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti og því líklegt að margir taki langa helgi.

loghLögheimili frambjóðenda og kjördæmi. Heimilt er þeim eru kjörgengir að bjóða sig fram í hverju því kjördæmi sem þeim dettur í hug óháð lögheimili. Mismunandi er eftir flokkum og kjördæmum hversu hátt hlutfall frambjóðenda er með lögheimili í viðkomandi kjördæmi (í þessari umfjöllun eru Reykjavíkurkjördæmin talin sem eitt kjördæmi).

Hæst er hlutfallið í Norðvesturkjördæmi þar sem rúmlega fjórðungur frambjóðenda eða 27,1% er ekki með lögheimili í kjördæminu. Í öðrum kjördæmum fyrir utan Reykjavík er hlutfallið 21-23% og í Reykjavík 17%.

Hjá einstökum flokkum er hlutfallið hæst hjá Pírötum þar sem rúmlega helmingur (54,8%) frambjóðenda á ekki í lögheimili í því kjördæmi þar sem þeir bjóða sig fram. Reyndar er hlutfallið 81,3% í Norðvesturkjördæmi og um 70% í Suðvestur- og Norðausturkjördæmi. Þá er það um 60% í Suðurkjördæmi.

Hjá Hægri grænum er hlutfallið rúmlega 40% en hæst fer það hjá flokknum í Norðausturkjördæmi þar sem það er 80%, í Norðvesturkjördæmi þar sem hlutfallið er 75% og í Suðurkjördæmi þar sem hlutfallið er 50%. Húmanistaflokkurinn og Alþýðufylkingin sem aðeins bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmunum er með um 40% frambjóðenda sinna utan Reykjavíkur. Um fjórðungur frambjóðenda Lýðræðisvaktarinnar og Sturla Jónssonar K-lista eru með lögheimili utan kjördæmis.

Lægst er hins vegar hlutfallið hjá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Vinstrihreyfingunni grænu framboði þar sem það er á bilinu 4-5,6%.

21. apríl 2013

Áætlað er að um 11.000 manns hafi nú greitt atkvæði utan kjörfundar eða rúmlega 4,5% þeirra sem eru á kjörskrá.

19. apríl 2013

Ein vika til alþingiskosninga. Nú er aðeins vika til alþingiskosninga. Síðustu framboðslistarnir birtust ekki fyrr en í þessari viku í auglýsingu yfirkjörstjórnar. Alls komu fimmtán framboð fram, þar af ellefu í öllum kjördæmum. Í þessari viku hafa birst fjórar skoðanakannanir en í þessari umfjöllun verður stuðst við kannanir MMR og Capacent sem birtust á fimmtudag og könnun Félagsvísindastofnunar sem birtist í morgun.

Framsóknarflokkur tapar fylgi í fyrsta skipti síðan í janúar sl. Flokkur mælist með 25,6% – 28,1%. Þetta fylgi myndi skila flokknum 18-21 þingsætum. Flokkurinn myndi samkvæmt þessu tvöfalda þingmannatölu sína.

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi eftir að hafa tapað fylgi nær stöðugt frá því í janúar. Flokkur mældist með 24,1% – 27,5%. Það myndi skila flokknum 17-20 þingmönnum á móti 16 þingmönnum í kosningunum 2009.

Samfylkingin mælist með 12,2%-15,2% sem er heldur meira en í síðustu könnunum þar á undan en lítið meira en í seinnihluta mars. Yrði þetta niðurstaða kosninga myndi það skila flokknum 9-10 þingmönnum og flokkurinn myndi því tapa helmingi þingmanna sinna en Samfylkingin hlaut 20 þingmenn í síðustu kosningum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 8,1%-9,3% sem er svipað fylgi og undanfarnar vikur. Þetta myndi skila flokknum 5-6 þingmönnum. Flokkurinn hlaut 14 þingmenn í kosningunum 2009 og myndi því tapa 8-9 þingsætum.

Björt framtíð mælist með 7,4%-8,3% og hefur dregist saman frá því að flokkurinn toppaði í skoðanakönnunum í janúar. Það myndi skila flokknum 5-6 þingmönnum.

Píratar hafa verið á miklu flugi síðustu vikur og mælast nú með 6,3%-8,4% sem myndi skila þeim 4-6 þingmönnum. Flokkurinn stóð í erfiðri umræðu um síðustu helgi varðandi ákveðna frambjóðendur flokksins og spurning hvort það kemur til að hafa áhrif á fylgi flokksins.

Önnur framboð ná ekki 5% markinu og virðast ekki vera að bæta við sig þannig að þau séu líkleg til að ná 5% fylgi. A.m.k. virðist mikið þurfa að breytast á síðustu metrunum til þess að svo verði.

Dögun sem til varð m.a. upp úr Hreyfingunni, Borgarahreyfingunni og Frjálslynda flokknum mælist með 3,0%-3,6% og virðist flokkurinn ekki vera að bæta við sig eins og hann þyrfti til að ná mönnum kjörnum.

Lýðræðisvaktin sem m.a. var stofnuð af fólki úr stjórnlagaráði mældist framan með um og yfir 3% atkvæða en er heldur á niðurleið og mælist nú með 2,2%-3,0%.

Flokkur heimilanna mælist með 0,8%-2,2% sem er svipað og heldur minna en í undanförnum könnunum.

Hægri grænir virðast vera heillum horfnir eftir að Guðmundur Franklín Jónsson formaður flokksins reyndist ekki vera kjörgengur og mælist nú með 1,2%-1,7% fylgi sem er ekki nema helmingur til þriðjungur þess fylgis sem flokkurinn mældist með.

Regnbogi Jóns Bjarnason, Atla Gíslason, Bjarna Harðarsonar o.fl. mælist nú með 0,4%-0,6% fylgi. Ekki eru upplýsingar um hvort að það er eitthvað mismunandi eftir kjördæmum en ólíklegt verður að teljast að þeir nái kjördæmakjörnum þingmönnum en að ná 5% markinu virðist ákaflega fjarlægt.

Alþýðufylkingin sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmunum mælist með 0,6% í einni könnuninni en með undir 0,1% í annarri.

Landsbyggðarflokkurinn sem aðeins býður fram í Norðvesturkjördæmi, Húmanistaflokkurinn sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmunum og Sturla Jónsson, K-listi sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður mælast með lítið sem ekkert fylgi.

félvMorgunblaðið í morgun birtir nýja skoðanakönnun gerða af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Könnunin sýnir sömu tilhneigingar og þær kannanir sem birtust í gær.

Sjá mynd til hægri sem sýnir þrjár síðustu kannanir Félagsvísindastofnunar.

Samkvæmt könnuninni bætir Sjálfstæðisflokkur við sig fylgi eftir að hafa tapað verulega frá síðustu könnun. Framsóknarflokkur tapar nokkrum prósentum og er á sama stað og í könnun sem gerð var í lok mars. Samfylking er heldur á niðurleið í þessari könnun, þó litlu muni og Vinstrihreyfingin grænt framboð bætir minni háttar við sig. Af nýju framboðunum er Björt framtíð að tapa 3,5% eða næstum þriðjungi fylgis síns frá síðustu tveimur könnunum. Píratar eru hins vegar enn á uppleið samkvæmt þessari könnun.

Af þeim framboðum sem eru undir 5% markinu er Lýðræðisvaktin og Dögun stærst með um 3% hvort framboð, Flokkur heimilanna með rúm 2% og Hægri grænir með rúmlega 1,5%.

Ef þingmönnum væri skipt eftir þessum tölum fengi Framsóknarflokkur 21 þingsæti, Sjálfstæðisflokkur 18, Samfylkingin 9, Vinstrihreyfingin grænt framboð 6, Björt framtíð 5 og Píratar 4.

18.apríl 2013

CapacentRíkisútvarpið birti í dag skoðanakönnun frá Capacent Gallup. Hún sýnir sömu tilhneigingu og könnun MMR sem birt var fyrr í dag.

Sjá mynd til hægri sem sýnir samanburð fjögurra síðustu kannana Capacent-Gallup. 

Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi og Framsóknarflokkur missir fylgi. Í könnun Capacent mælist Framsóknarflokkur stærri en Sjálfstæðisflokkur, öfugt við það sem var hjá MMR. Píratar bæta við sig í þessari könnun. Björt framtíð tapar fylgi og eru komnir ofan í 8%. Vinstri grænir eru með tæp 9% og eru á svipuðum stað og í mars. Samfylking mælist með 15% sem er sama fylgi og í seinni hluta mars. Dögun mælist með 3% eins og í könnun MMR og er því nokkuð frá 5% markinu. Lýðræðisvaktin er með 2,6%. Flokkur heimilanna og Hægri grænir eru með rúmt 1% og Regboginn með 0,6%. Fjögur framboð, Alþýðufylkingin, Landsbyggðarflokkurinn, Húmanistaflokkurinn og Sturla Jónsson K-lista mældust ekki í könnuninni.

MMRSkoðanakannanafyrirtækið MMR birti skoðanakönnuní dag.

Sjá mynd til hægri sem sýnir samanburð fjögurra síðustu kannana MMR.

Helstu niðurstöður eru að Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt nokkuð við sig frá fyrri könnunum og mælist nú stærsti flokkurinn. Á móti hefur Framsóknarflokkurinn gefið marktækt eftir. Þá hafa ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð bætt aðeins við sig frá í síðustu viku en standa í stað ef litið er lengra aftur í tímann. Björt framtíð missir aðeins fylgi og sama er að segja um Pírata. Aðrir flokkar og framboð mælast með minna en 5%. Þar af er Dögun stærst með 3,6% og stendur í stað milli vikna. Lýðræðisvaktin er með 2,2% og Hægri grænir 1,7% en dregið hefur úr fylgi þessara framboða. Aðrir mælast með minna en 1% fylgi en Sturla Jónsson K-listi mælist ekki.

Ef þingmönnum er skipt eftir þessum tölum fengi Sjálfstæðisflokkur 20 þingsæti, Framsóknarflokkur 18, Samfylking 9-10, Björt framtíð 6, Vinstrihreyfingin grænt framboð 5-6 og Píratar 4.

Tæplega 5800 manns hafa greitt atkvæði utan kjörfundar.

fjorirÍ gær birtist skoðanakönnun á Stöð 2 um fylgi flokkanna. Ef hún er borin saman við síðustu kannanir frá Capacent, Félagsvísindastofnun og MMR kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hefur meira fylgi í þessari könnun en hinum þremur og að Samfylkingin kemur aðeins betur út. Framsóknarflokkur og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru á svipuðu róli og áður. Björt framtíð kemur hins vegar mun verr út en í hinum könnunum og Píratar ver út er í MMR könnuninni, en það var besta mæling sem flokkurinn hafði fengið. Möguleiki er að neikvæð umræða um einstaka frambjóðendur flokksins hafi áhrif í þessari könnun. Aðrir flokkar sem ná yfir 1% eru Dögun, Flokkur heimilanna og Lýðræðisvaktin án þess að vera teljast enn sem komið er líklegir til að ná 5% markinu.

17. apríl 2013

Landskjörstjórn hefur birt auglýsingu um framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Listarnir hafa verið settir inn á kjördæmissíðu hvers kjördæmis hér á vefnum. Sjá – Norðvesturkjördæmi – Norðausturkjördæmi – Suðurkjördæmi – Suðvesturkjördæmi – Reykjavíkurkjördæmi suður – Reykjavíkurkjördæmi norður.

16. apríl 2013

Á fundi Landskjörstjórnar í dag voru staðfest þau fimmtán framboð sem yfirkjörstjórnir kjördæmanna höfðu áður samþykkt.

Í síðustu alþingiskosningum hlutu þeir 10 frambjóðendur í töflunni hér að neðan hlutfallslega flestar útstrikanir eða voru færðir niður um sæti af kjósendum síns lista. Af þeim eru nú í framboði Guðlaugur Þór, Össur, Björgvin G. og Kristján Þór.

Kolbrún Halldórsdóttir VG 24,59%
Guðlaugur Þór Þórðarson Sj. 23,92%
Árni Johnsen Sj. 19,60%
Steinunn Valdís Óskarsdóttir Sf. 12,72%
Össur Skarphéðinsson Sf. 11,74%
Þráinn Bertelsson B.h. 9,35%
Þórunn Sveinbjarnardóttir Sf. 8,67%
Björgvin G. Sigurðsson Sf. 8,65%
Kristján Þór Júlíusson Sj. 8,36%
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Sj. 7,94%

Tæplega 4.200 manns hafa greitt atkvæði utankjörfundar.

Á kjörskrárstofnum þeim, sem Þjóðskrá Íslands hefur unnið vegna alþingiskosninganna 27. apríl 2013 eru 237.957 kjósendur, sem er um 4,4% fjölgun frá alþingiskosningunum 25. apríl 2009 þegar 227.843 kjósendur voru á kjörskrá. Kjósendum hefur því fjölgað um 10.114 eða 4,4%. Fjöldi karla og kvenna er svo til jafn, konur eru 119.300 en karlar 118.657. Sjá nánar.

Frá alþingiskosninguum 2009 hefur þeim fjölgað mest í Suðvesturkjördæmi eða um 4.952 en minnst í Norðvesturkjördæmi um 47. Kjósendum í Reykjavík fjölgaði um 3.259 (í báðum kjördæmum) en næst á eftir kom Garðabær þar sem kjósendum fjölgaði um 2.860, næst koma síðan Kópavogur með 1.679 kjósenda fjölgun og Hafnarfjörður með 1.426 kjósenda fjölgun. Í Garðabæ var einnig mesta hlutfallslega fjölgunin eða yfir 30%. Þar á eftir kom Kjósarhreppur með rúmlega 15% fjölgun og Mosfellsbær með rúmlega 11%.

Mest fækkun í einstökum sveitarfélögum var í Ísafjarðarbæ þar sem fækkaði um 81, í Sandgerði þar sem fækkaði um 56 og í  Dalvíkurbyggð þar sem fækkaði um 51. Mesta hlutfallslega fækkunin varð hins vegar í Súðavíkurhreppi og Borgarfjarðarhreppi (eystra) þar sem fækkaði um 9% á kjörskrá. Í Djúpavogshreppi fækkaði um tæp 6% og rúmlega 5% í Tálknafjarðarhreppi, Skaftárhreppi og Sandgerði.

15. apríl 2013 

Kjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur samþykkt alla framkomna framboðslista í kjördæminu. Þá hafa allar kjörstjórnir samþykkt alla framkomna lista og hafnað öllum einstaklingsframboðum. Nú tekur landskjörstjórn við og birtir væntanlega auglýsingu á morgun um hverjir eru í framboði.

MMRNý skoðanakönnun frá MMR birtist í hádeginu. Framsóknarflokkur og Píratar bæta áfram við sig fylgi en sú breyting er að fylgi Sjálfstæðisflokks eykst lítillega frá síðustu könnun eftir hafa dregist mikið saman undanfarnar vikur. Fylgi Bjartrar framtíðar er svipað og í síðustu könnun á meðan að fylgi Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs dregst áfram saman. Sjá nánar á mynd til hægri.

Af þeim framboðum sem eru undir 5% er Dögun stærst með 3,6% og hefur bætt nokkuð við sig. Næststærst er Lýðræðisvaktin með 3% og hefur fylgi hennar heldur dregist saman. Fylgi Hægri grænna dregst saman og nú um 1%. Aðrir mælast með undir 1% og þar af mælast Regnboginn og Húmanistaflokkurinn og Alþýðufylkingin ekki með neitt fylgi.

Ef þingmönnum væri skipt fengi Framsóknarflokkurinn 24 þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn 16, Samfylking 7, Björt framtíð 6, Píratar 6 og Vinstrihreyfingin grænt framboð 4 þingmenn.

14. apríl 2013 

Kjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmi norður, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi hafa úrskurðað alla framboðslista sem komu fram í kjördæminu gilda.  Í Reykjavíkurkjördæmi suður hafa sex framboð frest til hádegis á morgun til að finna meðmælendur í stað þeirra sem úrskurðaðir voru ógildir.

Tæplega 2.500 manns hafa greitt atkvæði utan kjörfundar.

13. apríl 2013

Kjörstjórnir hafa verið að fara yfir framboðs- og meðmælendalista í dag. Ljóst er að nokkrir listanna uppfylla ekki skilyrði og hafa aðstandendur þeirra fengið tækifæri til að laga það sem upp á vantar. Þá hefur einstaklingsframboðum nokkurra einstaklinga verið vísað frá á þeim forsendum að þau séu ekki í samræmi við lög. Sá úrskurður mun verða kærður.

Tvær vikur til alþingiskosninga

Á hádegi í gær rann út framboðsfrestur fyrir komandi alþingiskosningar. Kjörstjórnir eiga eftir að fara yfir framboðs- og meðmælendalista og líklegt er að flestar kjörstjórnir fundi með fulltrúum framboða í dag. Sé eitthvað ábótavant við framboðin er líklegt að þau fái sólarhringsfrest til að bæta þar úr. Einnig verður væntanlega úrskurðað um hvort að einstaklingsframboð nokkurra einstaklinga í kjördæmum á höfuðborgarsvæðinu séu gild. Í umfjölluninni hér að neðan verður farið yfir þau fimmtán framboð sem skiluðu inn framboðum. Mæling á fylgi þeirra í síðustu Capacent könnun verður látin ráða röðuninni.

 • B-listi Framsóknarflokks  hefur bætt stöðugt við sig frá því í janúar sl. Nú mælist flokkurinn með 29-30% fylgi sem gæfi flokknum 21-22 þingmenn en flokkurinn hlaut 9 þingmenn í síðustu kosningum. Yrði þetta niðurstaðan yrði þetta besta atkvæðahlutfall flokksins frá 1931.
 • D-listi Sjálfstæðisflokks hefur tapað miklu fylgi á árinu og hefur farið úr tæpum 30% í febrúar niður í 19-22% fylgi. Ef það fylgi gengi eftir yrði það lélegata útkoma flokksins frá upphafi og duga flokknum til að fá 14-16 þingmenn. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 16 þingmenn út á 23,7% atkvæða sem þá var versta útkoma flokksins frá upphafi og í fyrsta skipti sem flokkurinn fékk ekki flest atkvæði allra framboða í alþingiskosningum.
 • S-listi Samfylkingar hefur meira en helmingað fylgi sitt á kjörtímabilinu. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn tæp 30% atkvæða og 20 þingmenn og varð stærsti flokkurinn á þingi. Nú nýtur flokkurinn 12-13% fylgis sem myndi duga flokknum til ca. 9 þingsæta.
 • A-listi Bjartrar framtíðar toppaði sig í byrjun árs þegar að flokkurinn fór yfir 18% atkvæða. Síðan hefur dregið úr fylgi flokksins sem mælist nú 9-10% og myndi duga þeim til 6-8 þingsæta. Björt framtíð var m.a. stofnuð af Guðmundi Steingrímssyni sem kjörinn var á þing fyrir Framsóknarflokk í síðustu kosningum, Róberti Marshall sem kjörinn var fyrir Samfylkingu og fólki úr Besta flokknum í Reykjavík en flestir borgarfulltrúar flokksins eru á listum Bjartrar framtíðar.
 • V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs vann stórsigur í síðustu alþingiskosningum hlaut næstum 22% en virðist nú ætla að bíða algjört afhroð og er að mælast með 7-9% fylgi. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn 4-5 þingsæti á móti 14 síðast.
 • Þ-listi Pírata er hástökkvari síðustu vikna og hefur bætt við sig fylgi jafnt og þétt . Flokkurinn mælist með 6-8% og virðist ætla að rjúfa 5% múrinn nokkuð örugglega og fengi 4-5 þingmenn út á það fylgi. Píratar bjóða fram í öllum kjördæmum. Meðal frambjóðenda er Birgitta Jónsdóttir sem kjörin var á þing 2009 fyrir Borgarahreyfinguna.
 • L-listi Lýðræðisvaktarinnar hefur frá stofnun mælst með um 3%. Í síðustu könnunum mældist fylgið 3-3,8% og nær ekki manni kjörnum samkvæmt því. Flokkinn vantar 1,2-2% til að ná upp í 5% markið. Lýðræðisvaktin býður fram í öllum kjördæmum. Af stærstum hluta eru frambjóðendur flokksins einstaklingar sem sátu í stjórnlagaráði.
 • G-listi Hægri grænna mælist með 2,2-2,8% fylgi sem er heldur minna en flokkurinn hafði fyrir nokkrum vikum. Hægri grænir bjóða fram í öllum kjördæmum. Aðalforingi þeirra, Guðmundur Franklín Jónsson, er ekki í framboði en fyrir stuttu kom í ljós að hann væri ekki á kjörskrá og þar með ekki kjörgengur.
 • T-listi Dögunar mælist með 1,4-2,5% fylgi sem er svipað eða lítið meira en undanfarnar vikur. Dögun býður fram í öllum kjördæmum. Að stofnun Dögunar komu m.a. Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn. Meðal frambjóðenda flokksins er Margrét Tryggvadóttir sem kjörin var á þing fyrir Borgarahreyfingun, Andrea Jónsdóttir forsetaframbjóðandi og Guðjón Arnar Krsitjánsson fv.alþingismaður Frjálslynda flokksins.
 • I-listi Flokks heimilanna mælist með 1-1,9% fylgi en flokkurinn er tiltölulega nýstofnaður. Flokkur heimilanna býður fram í öllum kjördæmum. Meðal þekktra frambjóðenda eru Halldór Gunnarsson kenndur við Holt sem gekk úr Sjálfstæðisflokknum á árinu og Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri. Auk þeirra kemur að framboðinu fólk sem áður starfaði innan Samstöðu sem oft var kennd við Lilju Mósesdóttur.
 • J-listi Regnbogans hefur mælst mest með 0,7% fylgi. Regnboginn býður fram í öllum kjördæmum. Meðal frambjóðenda eru Jón Bjarnason fv.ráðherra og alþingismaður og Atli Gíslason sem kjörnir voru á þing fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð, Bjarni Harðarson sem var þingmaður Framsóknarflokks um skeið og varabæjarfulltrúi VG á Selfossi og Baldvin Jónsson fv.bæjarfulltrúi VG á Akureyri.  Líta má svo á að Regnboginn sé klofningsframboð úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði.
 • M-listi Landsbyggðaflokksins hefur mælst með 0,5-0,6% fylgi. Landsbyggðarflokkurinn býður bara fram í Norðvesturkjördæmi. Í forystu fyrri flokkinn eru frekar óþekktir einstaklingar af norðanverðum Vestfjörðum.
 • H-listi Húmanistaflokksins mælist með 0,3%-0,5% fylgi. Húmanistaflokkurinn býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður. Fyrir framboðum flokksins fara einstaklingar sem áður hafa verið í framboði fyrir Húmanistahreyfinguna án þess að ná miklum árangri.
 • R-listi Alþýðufylkingarinnar mælist með 0,1-0,4% fylgi. Alþýðufylkingin býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður. Flokkurinn telur sig vera lengst til vinstri en oddvitar flokksins störfuðu báðir áður með Vinstrihreyfingunni grænu framboði.
 • K-listi Sturlu Jónssonar – fylgi flokksins hefur ekki mælst eða ekki verið tilgreint í síðustu skoðanakönnunum. Flokkurinn býður einungis fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sturla leiddi lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í kosningum 2009.

12.apríl 2013

Allt lítur út fyrir að ellefu flokkar/framboð bjóði fram í öllum kjördæmum. Það eru Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Hægri grænir, Flokkur heimilanna, Regnboginn, Lýðræðisvaktin, Samfylkingin, Dögun Vinstrihreyfingin grænt framboð og Píratar. Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Landsbyggðarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi og framboð Sturlu Jónssonar K-listi í Reykjavíkurkjördæmi suður.  Er þetta skrifað með fyrirvara um eftir er að fara yfir framboðs- og meðmælendalista. Að auki var skilað inn einstaklingsframboðum  í báðum Reykjavíkurkjördæmum og Suðvesturkjördæmi.

R-listi Alþýðufylkingarinnar býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður og Reykjavíkurkjördæmi norður. Listar þeirra eru sem hér segir:

Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður
1. Þorvaldur Þorvaldsson, trésmiður, Reykjavík 1. Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík
2. Sólveig Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík 2. Helga Arnardóttir, stuðningsfulltrúi, Reykjavík
3. Sigríður Kristín Kristjánsdóttir, nemi, Reykjavík 3. Kristján Jónasson, stærðfræðingur, Reykjavík
4. Óskar Höskuldsson, nemi,  Reykjavík 4. Tinna Þorvaldsdóttir Önnudóttir, leikkona, Reykjavík
5. Guðmundur Ingi Kristinsson, form.Bótar, Hafnarfirði 5. Einar Andrésson, nemi, Hornafirði
6. Ásgeir Rúnar Helgason, sálfræðingur, Svíþjóð 6. Vigdís Freyja Helmutsdóttir, nemi, Reykjavík
7. Tryggvi Helmutsson, nemi, Reykjavík 7. Björgvin Rúnar Leifsson, kennari, Húsavík
8. Elín Helgadóttir, sjúkraliði, Mosfellsbæ 8. Reynir Snær Valdimarsson, nemi, Reykjavík
9. Kristófer Kvaran, leikskólastarfsmaður, Reykjavík 9. Björg Kjartansdóttir, sjúkraliði, Reykjavík
10. Stefán Ingvar Vigfússon, nemi, Reykjavík 10. Bjartmar St. Steinarsson, stuðningsfulltrúi, Reykjavík
11. Sóley Þorvaldsdóttir, sushikokkur, Reykjavík 11. Tómas Halldórsson, leiðbeinandi, Reykjavík
12. Kristján Helgi Hjartarson, nemi, Hornafirði 12. Þórarinn S. Andrésson, safnvörður, Seyðisfirði
13. Guðbjörg Ása Jónsd.Huldud.leikkona/kennari, Reykjavík 13. Jóhannes Ragnarsson, hafrannsóknarmaður, Ólafsvík
14. Gunnjón Gestsson, skáld, Hafnarfirði 14. Unnur María Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur, Reykjavík
15. Þórarinn Hjartarson, stálsmiður, Akureyri 15. Ólafur Tumi Sigurðarson, nemi, Reykjavík
16. Sara Bjargardóttir, nemi, Mosfellsbæ 16. Kári Þorgrímsson, bóndi, Mývatnssveit
17. Gyða Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Reykjavík 17. Anna Hrefnudóttir, myndlistarkona, Stöðvarfirði
18. Árni Bragason, verkamaður, Akranesi 18. Ari Tryggvason, stuðningsfulltrúi, Álftanesi
19. Sif Yraola, nemi, Reykjavík 19. Jón Karl Stefánsson, veitingamaður, Noregi
20. Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur, Reykjavík 20. Viktor Penalver, atvinnulaus, Hafnarfirði
21. Andri Rafn Þorgrímsson, nemi, Reykjavík 21. Ólína Jónsdóttir, kennari, Akranesi
22. Jón Fanndal Þórðarson, garðyrkjufræðingur, Reykjavík 22. Örn Ólafsson, bókmenntafræðingur, Danmörku

J-listi Regnbogans hefur birt framboðslista sinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þar með er Regnboginn kominn með framboðslista í öllum sex kjördæmunum.

1. Harpa Njálsdóttir, félagsfræðingur
2. Atli Gíslason, alþingismaður
3. Björg Sigurðardóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður
4. Björn Birgir Þorláksson, laganemi
5. Gunnlaugur Ingvarsson, tryggingaráðgjafi
6. Anna Bentína Hermansen, kynjafræðingur/ráðgjafi Stígamótum
7. Kristín Þóra Jónasdóttir, atvinnuleitandi
8. Karla Dögg Karlsdóttir, myndlistarkona/starfskona SUK
9. Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur/doktorsnemi
10. Lóa Hrönn Harðardóttir, náms- og starfsráðgjafi í HR
11. María A. Marteinsdóttir, löggiltur snyrti- og fótaaðgerðarfræðingur
12. Rannveig Þyrí Guðmundsdóttir, blómadropaþerapisti
13. Steinunn Gröndal, öryrki
14. Rúnar Sveinbjörnsson, rafvirki
15. Eiríkur Ómar Sæland, garðyrkjufræðingur
16. Róbert Ketilsson, nemi
17. Þórunn Júlíusdóttir, hjúkrunarfræðingur, BA í mannfræði
18. Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir, nemi
19. Valdimar Tómasson, ljóðskáld
20. Monique Jacquette, starfsmaður Landspítalans
21. Guðrún Bjarnadóttir, lífeindafræðingur
22. Gunnar Guttormsson, vélfræðingur

11.apríl 2013

capacentRÚV birti í kvöld nýja skoðanakönnun frá Capacent Gallup. Könnunin sýnir sömu tilhneigingu og aðrar kannanir sem birtar hafa verið að undanförnu þ.e. að Framsóknarflokkur og Píratar eru að bæta við sig fylgi. Samfylking, Björt framtíð og Vinstrihreyfingin grænt framboð tapa nokkru fylgi frá því í mars en Sjálfstæðisflokkurinn lítilsháttar frá seinni hluta mars. Af þeim framboðum sem ekki ná 5% markinu er Dögun stærst en næstir koma Hægri grænir, Dögun og þá Flokkur heimilanna. Önnur framboð mælast með minna en 1%. Sjá myndina til hægri. Ef þetta yrðu úrslit kosninga hlyti Framsóknarflokkur 22 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 16, Samfylking 9, Björt framtíð 7, Vinstrihreyfingin grænt framboð 5 og Píratar 4.

M-listi Landsbyggðarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Hann er sem hér segir:

1. Ylfa Mist Helgadóttir, sjúkraliðanemi og söngkona, Bolungarvík
2. Steinunn Ýr Einarsdóttir, húsmóðir og nemi
3. Sóley Veturliðadóttir, þroskaþjálfi og sérkennslustjóri, Ísafirði
4. Haukur Már Sigurðarson, verslunarmaður, Patreksfirði
5. Svanur Ingi Björnsson, kjötvinnslumaður, Blönduósi
6. Guðmundur G. Guðmundsson, skipaskoðunarmaður
7. Björgúlfur Egill Pálsson, nemi
8. Þorsteinn J. Tómasson, framleiðslumeistari og bifreiðastjóri, Ísafirði
9. Brynjar Gunnarsson, sjómaður
10. Ingunn Ósk Sturludóttir, tónlistarkennari og söngkona, Ísafirði
11. Guðrún Guðný Long, hársnyrtir og öryrki
12. Dagný Þrastardóttir, húsgagnasmiður, Ísafirði
13. Gunnar Jónsson, myndlistarmaður
14. Guðný Sóley Kristinsdóttir, snyrtifræðingur, Ísafirði
15. Magnús Hávarðarson, tölvu- og kerfisfræðingur, Ísafirði
16. Guðlaugur Jónsson, vélstjóri, Tálknafirði

Framboðsfrestur vegna komandi alþingiskosninga rennur út á hádegi á morgun. Búast má við að það verði ekki fyrr en þá sem kemur endanlega í ljós hvaða flokkar bjóða fram lista og í hvaða kjördæmum. Vegna fjölda framboða er ekki ólíkt að einhverjir verði í vandræðum með fjölda meðmælenda og jafnvel að finna fólk á alla framboðslista, en það skýrist um helgina. Átta framboð hafa birt fullmannaða lista í öllum kjördæmum þ.e. Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Lýðræðisvaktin, Samfylkingin, Dögun, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Píratar. Níunda framboðið, Regnboginn, hefur birt lista í fimm kjördæmum og búast má við að þeir loki hringnum áður en yfir lýkur.  Hægri grænir og Flokkur heimilanna hafa hins vegar aðeins birt efstu nöfn á framboðslistum sínum. Þá hafa Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn aðeins sýnt eitt nafn í hvoru Reykjavíkurkjördæmannna. Landsbyggðaflokkurinn boðar framboð í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi og Sturla Jónsson K-listi boðar framboð í Reykjavíkurkjördæmi suður eingöngu.

10.apríl 2013

Landsbyggðarflokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstafnum M. Það stefnir því í fimmtán framboð fyrir komandi alþingiskosningar.

Listar Regnbogans í Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi voru birtir í dag. Þeir eru sem hér segir:

J-listi Regnbogans í Reykjavíkurkjördæmi suður J-listi Regnbogans í Suðurkjördæmi
1. Friðrik Atlason, háskólanemi 1. Bjarni Harðarson, bóksali og fv.alþingismaður, Selfossi
2. Sædís Ósk Harðardóttir, verkefnisstjóri sérkennslu 2. Guðmundur S. Brynjólfsson, rithöfundur og djákni, Eyrarbakka
3. Ágúst Valves Jóhannesson, matreiðslumaður 3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir, bókari, Reykjavík
4. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ 4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir, meðferðarfulltrúi
5. Harpa Karlsdóttir, skrifstofustjóri 5. Jónas Pétur Hreinsson, iðnrekstrarfræðingur, Reykjavík
6. Laufey Erla Jónsdóttir, háskólanemi 6. Elín Birna Vigfúsdóttir, háskólanemi
7. Gunnur Árnadóttir, leikskólakennari 7. Irma Þöll Þorsteinsdóttir, hljóð- og kvikmyndagerðarmaður
8. Árni Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri 8. Helga Garðasdóttir, framhaldsskólakennari
9. Elísabet Svala Kristjánsdóttir, ferðaþjónustubóndi 9. Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri
10.Björn Valdimar Guðjónsson, húsgagnasmiður 10.Magnús Halldórsson, smiðjukarl
11.María Kristinsdóttir, almennur læknir 11.Tryggvi Ástþórsson, varaform.Verkalýðsfélags Suðurlands
12.Valgerður Gréta Guðmundsdóttir, nemi 12.Eva Aasted, sjúkraliði
13.Jón Torfason, skjalavörður á Þjóðskjalasafni 13.Sigurlaug Gröndal, verkefnisstjóri hjá Félagsm.sk.Alþýðu
14.Guðrún Birgisdóttir, leikskólakennari 14.Guðmundur Sæmundsson, háskólakennari, Laugarvatni
15.Jón Birgir Einarsson, forstöðumaður 15.Hlíf Gylfadóttir, framhaldsskólakennari
16.Gunnar Gunnarsson, sjómaður 16.Harpa Rún Kristjánsdóttir, bókmenntafræðinemi og heimasæta
17.Finnur Jónasson, háskólanemi 17.Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir, bóndi
18.Marta Sverrirsdóttir, innheimtu- og launafulltrúi 18.Helga Ágústsdóttir, hugflæðiráðunautur
19.Tryggvi Bjarnason, stýrmaður 19.Óðinn Andersen, starfsmaður Árborgar
20.Rafn Gíslason, húsasmiður 20.Hildur Hákonardóttir, myndlistarkona
21.Kristinn Snæland, ellilífeyrisþegi
22.Björn Jónsson, fv.sóknarprestur

Morgunblaðið birtir í morgun könnun sem gerð var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Niðurstöður könnunarinnar eru svipaðar og í könnun MMR sem birt var í gær nema að Sjálfstæðisflokkur og Píratar eru með minna fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar. Sjálfstæðisflokkur hefur tapað 7,2% frá síðustu könnun Félagsvísindastofnunar frá því í marslok á meðan að Framsóknarflokkur hefur bætt við sig 2,4% og Píratar 2,3%. Fylgisbreytingar annarra flokka eru minni.  Í könnuninni voru þingmenn reiknaðir út frá kjördæmum en ekki bara landsfylgi og þá er niðurstaðan sú að Framsóknarflokkur hlýtur 24 þingmenn skv. könnuninni, Sjálfstæðisflokkur 13, Samfylkingin 9, Björt framtíð 7, Vinstrihreyfingin grænt framboð 6 og Píratar 4. Næstir því að ná 5% markinu er Lýðræðisvaktin með 3%.Tæplega 1.800 manns hafa greitt atkvæði utan kjörfundar.

9.apríl 2013

MMRMMR birti nýja skoðanakönnun í dag. Helstu tíðindin eru að Píratar mælast með tæp 8%. Samkvæmt könnuninni heldur Framsóknarflokkurinn áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðisflokkur heldur áfram að tapa. Björt framtíð og Vinstrihreyfingin grænt framboð tapa fylgi frá síðustu könnun en Samfylkingin heldur sínu frá síðustu könnunum. Aðrir flokkar ná ekki 5% markinu en Lýðræðisvaktin er næst því með 3,6%.

Sjá nánar myndina til hægri. 

Samkvæmt þessari könnun fengi Framsóknarflokkur 22 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 15, Samfylking 9, Björt framtíð 6, Vinstrihreyfingin grænt framboð 6 og Píratar 5.

Regnboginn í Suðvesturkjördæmi hefur birt framboðslista sinn. Hann er sem hér segir:

1. Valdís Steinarsdóttir, leiðbeinandi
2. Karólína Einarsdóttir, háskólanemi
3. Anna Ólafsdóttir Björnsson, tölvunarfræðingur
4. Ingimundur Þór Þorsteinsson, fjallaleiðsögumaður
5. Pétur Jökull Hákonarson, framkvæmdastjóri
6. Guðrún Sigurbjörg Guðmundsdóttir, geislafræðingur
7. Jón Rúnar Backman
8. Jóhanna Aradóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur
9. Sara Dögg Guðnadóttir, heilbrigðisritari
10.Gísli Halldórsson, húsvörður
11.Ian Mark Wilson, hópbifreiðastjóri
12.Sigurjón Guðmundsson, verkstjóri
13.Sigríður Ragna Birgisdóttir, framhaldsskólakennari
14.Sigríður Birna Thorarensen, þýðandi
15.Elínborg K. Kristjánsdóttir, blaðamaður
16.Þóranna Pálsdóttir, veðurfræðingur
17.Reynhildur Karlsdóttir, háskólanemi
18.Berta Finnbogadóttir, flugfreyja
19.Þórunn Árnadóttir, myndlistarkennari
20.Helgi Svanur Einarsson, garðyrkjufræðingur
21.Ingibjörg Kolka Jónsdóttir, framhaldsskólakennari
22.Alrún Klausen, sjúkraliði
23.Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, þýðandi
24.Guðrún Guðmundsdóttir, bóndi
25.Einar Hafsteinn Árnason
26.Hjalti Kristgeirsson, fv.ritstjóri

Ríflega 1.400 manns hafa greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu.

8. apríl 2013

Metúsalem Þórisson mun leiða lista Húmanistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Regnboginn í Norðvesturkjördæmi hefur birt framboðslista sinn. Hann er þannig skipaður:

1. Jón Bjarnason, alþingismaður og fv.ráðherra, Blönduósi
2. Arnþrúður Heimisdóttir, tamningakona og kennari, Langhúsum í Fljótum
3. Barabara Ósk Guðbjartsdóttir, tónlistarmaður og bóndi, Miðhúsum, Strandabyggð
4. Gísli Árnason, framhaldsskólakennari, Sauðárkróki
5. Sigurður Oddur Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi, Oddsstöðum, Borgarfirði
6. Ólöf Húnfjörð Samúelsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Akranesi
7. Björn Birkisson, bóndi, Botni, Ísafjarðarbæ
8. Ásdís Helga Jóhannesdóttir, kennari, Ólafsvík
9. Björn Samúelsson, vélstjóri og sjómaður, Reykhólum
10.Dagný Rósa Úlfarsdóttir, kennari, Ytra-Hóli, Skagabyggð
11.Guðjón Bjarnason, bóndi, Hænuvík, Vesturbyggð
12.Jón Árni Magnússon, háskólanemi, Steinnesi, Húnavatnshreppi
13.Jón Jónsson, verkamaður, Akranesi
14.Helena Svanlaug Sigurðardóttir, leiðsögumaður, Hvammstanga
15.Helga Bjarnadóttir, fv.skólastjóri, Varmahlíð
16.Snjólaug Guðmundsdóttir, vefnaðarkennari, Brúarlandi, Borgarfirði

Á hádegi á morgun rennur út frestur til að sækja um listabókstaf. Fjórtán framboð sem boða framboð eða hafa lagt fram lista hafa fengið úthlutað listabókstaf. Búast má við því að það fimmtánda, Landsbyggðarflokkurinn, bætist við en á facebook-síðu flokksins kemur fram að tekist hafi að safna nægilegum fjölda meðmælenda. Þá munu líklega tvö framboð breyta nafni, þ.e. I-listi sem var úhlutað til Lýðveldisflokksins verða Flokkur heimilanna en Lýðveldisflokkurinn er hluti af honum og K-listi sem Framfaraflokkurinn fékk úthlutað mun breytast í flokkinn Sturla Jónsson.

6. apríl 2013

Þegar þrjár vikur eru til alþingiskosninga er að skýrast hvaða framboð koma fram og í hvaða kjördæmum enda ekki seinna vænna þar sem að frestur til að sækja um listabókstaf rennur út á hádegi n.k. þriðjudag og framboðsfrestur á hádegi n.k. föstudag. Samtals hafa 16 samtök eða flokkar gefið út að þau ætli að bjóða fram. Átta framboð hafa kynnt fullmannaða lista í öllum kjördæmum. Þau eru A-Björt framtíð, B-Framsóknarflokkur, D-Sjálfstæðisflokkur, L-Lýðræðisvaktin, S-Samfylking T-Dögun, V-Vinstrihreyfingin grænt framboð og Þ-Píratar. G-Hægri grænir hafa birt fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum en urðu fyrir ákveðnu áfalli í vikunni þegar í ljós kom að Guðmundur Franklín formaður flokksins var ekki kjörgengur. J-Regnboginn hefur birt fullan lista í Norðausturkjördæmi og fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum í Suður- og Norðvesturkjördæmi. Flokkur stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. R-Alþýðufylkingin hefur birt efstu nöfnin í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. I-Flokkur heimilanna hefur birt þrjú efstu nöfnin í öllum kjördæmum. Landsbyggðarflokkurinn mun vera kominn með nægan fjölda meðmælenda vegna umsóknar um listabókstaf. Flokkurinn stefnir á framboð í landsbyggðarkjördæmunum þremur. H-Húmanistaflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. K-Sturla Jónsson (Framfaraflokkurinn) býður fram í Reykjavíkurkjördæmi suður. Kristin stjórnmálasamtök sögðust mundu sækja um listabókstaf og bjóða fram en ekkert hefur heyrst meira af þeim fyrirætlunum.

5. apríl 2013

Framfaraflokkurinn (K-listi) hefur skipt um nafn og heitir nú Sturla Jónsson. Flokkurinn mun aðeins bjóða fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Regnboginn hefur birt fullan framboðslista í Norðausturkjördæmi. Hann er sem hér segir:

1. Baldvin H Sigurðsson matreiðslumeistari Akureyri
2. Þorsteinn Bergsson bóndi Unaósi
3. Guðný Aðalsteinsdóttir skúringakona Akureyri
4. Þorkell Jóhannesson yfirflugstjóri Akureyri
5. Sif Sigurjónsdóttir ferðamálafræðingur Akureyri
6. Gunnar Gunnarsson rafvirkjameistari Akureyri
7. Gunnlaugur Ólafsson bóndi Hallgilsstöðum 2 Langanesbyggð
8. Jónas Friðriksson sjómaður Akureyri
9. Guðmundur M.H.Beck verkamaður Gröf 3 Eyjafjarðarsveit
10. Stefán Rögnvaldsson bóndi Leifsstöðum Öxarfirði
11. Valdimar Viðarson gullsmiður Dalvík
12. Vordís Guðmundsdóttir kennaranemi Þvottá Álftafirði
13. Jósep B. Helgason verkamaður Akureyri
14. Júlía Karlsdóttir leikskólaleiðbeinandi Akureyri
15. Tómas Hallgrímsson fjölmiðlafræðingur Akureyri
16. Valtýr Smári Gunnarsson Nesi Fnjóskadal
17. Helga María Sigurðardóttir klínikdama Akureyri
18. Guðrún Jónsdóttir búfræðinemi Sólbrekku Svalbarðsströnd
19. Þórarinn Lárusson ráðunautur Lagarási 14 Egilsstöðum
20. Ólafur Þ. Jónsson skipasmiður Akureyri

4. apríl 2013

Fram kom í kosningaþætti Ríkissjónvarpsins í kvöld að Harpa Njálsdóttir muni leiða lista Regnbogans í Reykjavíkurkjördæmi norður og Júlíus Valdimarsson muni leiða lista Húmanistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Sigurjón Haraldsson verður í 1.sæti Hægri grænna í Suðvesturkjördæmi, en hann hafði áður verið kynntur í 1. sæti í Norðvesturkjördæmi. Í efsta sæti í Norðvesturkjördæmi verður Íris Dröfn Kristjánsdóttir sem áður hafði verið kynnt í 2.sæti í kjördæminu. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, er ekki á kjörskrá og þar með ekki kjörgengur. Hann gætti ekki að því að koma sér á kjörskrá en hann hefur lengi verið búsettur erlendis. Samkvæmt því getur Guðmundur Franklín ekki boðið sig fram í komandi Alþingiskosningum í vor og þurfa því Hægri grænir að finna nýjan frambjóðanda í efsta sætið í Suðvesturkjördæmi.

3.apríl 2013

Innanríkisráðuneytið greinir frá því á kosningavef sínum, að yfirkjörstjórnir hafi birt auglýsingar um móttöku framboðslista. Framboðsfrestur rennur út 12. apríl 2013, kl. 12:00 á hádegi. Sjá nánar.

2. apríl 2013

capacentIÍ dag birtist ný skoðanakönnun frá Capacent Gallup. Könnunin sýnir sömu þróun og þær kannanir sem birtust fyrir páska frá MMR og Félagsvísindastofnun.

Framsóknarflokkurinn bætir áfram við sig fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn tapar áfram fylgi. Hinir þrír flokkarnir sem ná mönnum kjörnum á þing er svipað og verið hefur. Samfylkingin bætir þó lítillega við sig á meðan að fylgi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Bjartrar framtíðar minnkar lítillega.

Myndin hér til hægri sýnir fylgi þeirra flokka og stjórnmálaflokka sem ná 1% fylgi eða meira. 

Ef þetta yrðu úrslit kosninga fengi Framsóknarflokkurinn 21 þingmann, Sjálfstæðisflokkurinn 16 þingmenn, Samfylkingin 11 þingmenn, Björt framtíð 9 þingmenn og Vinstrihreyfingin grænt framboð 6 þingmenn.

Píratar eru næstir því að ná yfir 5% þröskuldinn og vantar til þess 0,6%.

Sjá myndina hér til hægri.

CapacentIINæst kemur Lýðræðisvaktin sem Þorvaldur Gylfason leiðir en flokkurinn hefur fengið um 3% í síðustu þremur könnunum. Hægri grænir hljóta 2,1% en það er heldur minna en í síðustu könnun. Dögun hlaut 1,5% og virðist ekki ná sér á strik. Landsbyggðarflokkurinn fékk 1% án þess að hafa birt nokkurn lista eða frambjóðanda. Regnbogi Jóns Bjarnasonar og Bjarna Harðarson mælist með 0,5%. Húmanistaflokkurinn, Alþýðufylkingin oog Flokkur heimilanna mælast síðan með enn minna fylgi. Landsbyggðarflokkurinn býður aðeins fram í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi.

1.apríl 2013

Efstu menn á listum Flokks heimilanna eru:

Suðvesturkjördæmi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður
1. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður 1. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri 1. Halldór Gunnarsson, fv.prestur og bóndi
2. Kristján Ingólfsson, flugrekstrarfræðingur 2. Inga Karen Inólfsdóttir, móttökuritari 2. Ásgerður Jóna Flosadóttir, MBA, form.Fjölskylduhjálpar Ísl.
3. Birgir Örn Guðjónsson, lögregluvarðstjóri 3. Sævar Þór Jónsson, lögmaður 3. Sigurbjörn Svavarsson, rekstrarfræðingur
Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. Pálmey Gísladóttir, lyfjatæknir 1. Árni Þorsteinsson, heimavistarstjóri 1. Vilhjálmur Bjarnason (ekki fjárfestir)
2. Ingólfur V. Gíslason, véltæknifræðingur og MBA 2. Brynjólfur Ingvarsson, læknir 2. Magnús I. Jónsson, verktaki
3. Gunnar Páll Ingólfsson, kjötiðnaðarmeistari 3. Emil K. Thorarensen, framkvæmdastjóri 3. Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólakennari

Átta flokkar og hópar hafa formlega sameinast í Flokki heimilanna. Það eru Samtök fullveldissinna, Lýðveldisflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, Áhugahópun um tjáningafrelsi, Sjálfstæðir sjálfstæðismenn, Þjóðarflokkurinn, Áhugahópur úr Hagsmunasamtökum heimilanna, Áhugafólk um kjör aldraðra og öryrkja og fyrrum félagar úr Samstöðu. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður, sem nýlega hætti sem stofnmeðlimur Lýðræðisvaktarinnar, hefur verið valinn formaður. Flokkur heimilanna kynnti í dag að listabókstafur framboðsins yrði I sem að Lýðveldisflokkurinn hafði áður fengið úthlutað, en Lýðveldisflokkurinn gekki til liðs við Flokk heimilanna. Undanfarið hefur verið nokkur umræða um kosningabandalag þeirra flokka sem mælast með innan við 5% fylgi. Samkvæmt fréttum á vefmiðlum í dag er kosningabandalag Pírata, Lýðræðisvaktarinnar og Dögunar úr sögunni. „Atkvæði til eins framboðs hefur verið, er og verður áfram atkvæði til þess og ekki til annarra framboða. Framboðin lýsa sig viljug til þess að starfa saman á nýju þingi að sameiginlegum stefnumálum þeirra, nái þau kjöri“ er haft eftir Þórgný Thoroddsen talsmanni Pírata.

30.mars 2013

Í dag eru fjórar vikur til alþingiskosninga. Átta framboð hafa kynnt fullmannaða lista í öllum kjördæmum. Þau eru A-Björt framtíð, B-Framsóknarflokkur, D-Sjálfstæðisflokkur, L-Lýðræðisvaktin, S-Samfylking T-Dögun, V-Vinstrihreyfingin grænt framboð og Þ-Píratar. Línur eru að byrja að skýrast og verður að telja líklega að framboð verði a.m.k.13 en gætu orðið allt að 17 miðað þá flokka og þau framboð sem nefnd hafa verið. Ólíklegt er þó að það verði um framboð allra framboða í öllum kjördæmum. Frestur til að sækja um listabókstaf rennur út á hádegi þriðjudaginn 9.apríl og framboðsfrestur á hádegi föstudaginn 12. apríl.

G-Hægri grænir hafa birt fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum.

J-Regnboginn hefur birt fimm efstu nöfnin á framboðslistum sínum í Suður- og Norðvesturkjördæmi. Regnboginn fékk úthlutað listabókstafnum J í vikunni.

R-Alþýðufylkingin hefur birt efstu nöfnin í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum.

Flokkur heimilanna var stofnaður í þarsíðustu viku en einn helsti talsmaður hans er Halldór Gunnarsson í Holti. M.a. þeirra sem komu að stofnun flokksins eru sjömenniningarnir sem voru sögðu sig úr Samstöðu Lilju Mósesdóttur og meðlimir Lýðveldisflokksins sem áður hafði fengið úthlutað listabókstafnum I. Ekki er ljóst hvort að Flokkur heimilanna notar þann listabókstaf eða sækir um nýjan.

Landsbyggðarflokkurinn mun vera kominn með nægan fjölda meðmælenda vegna umsóknar um listabókstaf. Flokkurinn stefnir á framboð í landsbyggðarkjördæmunum þremur og stefndi að því að birta fjögur efstu sætin í Norðvestur- og Norðausturkjördæmum um þarsíðustu helgi.

H-Húmanistaflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum. Fram hefur komið að flokkurinn hefur leitað eftir samstarfi við öllum framboð.

K-Framfaraflokkurinn Helsti forsvarsmaður er Sturla Jónsson “trukkari”. Framfaraflokknum var úthlutað listabókstafnum A fyrir síðustu alþingiskosningar er bauð ekki fram.

Kristin stjórnmálasamtök sögðust mundu sækja um listabókstaf og bjóða fram en ekkert hefur heyrst meira af þeim fyrirætlunum.

Þjóðarflokkurinn var nefndur meðal framboða í umfjöllun Stöðvar 2 um kosningamálin í vikunni. Ekkert er að finna um framboðsfyurirætlanir flokksins á netinu.

28.mars 2013

Fram kemur á facebook-síðu Landsbyggðarflokksins að hann sé búinn að safna nógu mörgum undirskriftum til að fá listabókstaf.

27.mars 2013

Bjartsýnisflokkurinn hefur tilkynnt til innanríkisráðuneytisins að flokkurinn bjóði ekki fram í komandi alþingiskosningum og hefur því listabókstafurinn E sem flokknum hafði verið úthlutað verið felldur af skrá.

Engin breyting verður á Reykjavíkurkjördæmum norður og suður í komandi alþingiskosningum.

Lýðræðisvaktin hefur birt framboðslista í öllum kjördæmum. Hún er áttundi flokkurinn til að birta fulla lista á landsvísu.

Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Suðvesturkjördæmi
1. Þorvaldur Gylfason, prófessor 1. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri 1. Lýður Árnason, læknir
2. Egill Ólafsson, tónlistarmaður 2. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur 2. Ástrós Signýjardóttir, stjórnmálafræðingur
3. Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræðingur 3. Íris Erlingsdóttir, fjölmiðlafræðingur 3. Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur
4. Viktor Orri Valgarðsson, stjórnmálafræðingur 4. Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður og óperusöngvari 4. Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður og rithöfundur
5. Jenný Stefanía Jensdóttir, viðskiptafræðingur 5. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri 5. Árni Stefán Árnason, dýraréttarlögfræðingur
6. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor 6. Sólveig Guðmundsdóttir, leikkona og framleiðandi 6. Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, viðskiptafræðingur
7.  Hans Kristján Árnason 7. Hjörtur Hjartarson 7. Guðmundur G. Kristinsson
8. Agnar Kristján Þorsteinsson 8. Móeiður Júníusdóttir 8. Unnur Aðalbjörg Hauksdóttir
9. Sigurlaug Arnardóttir 9. Svanur Kristjánsson 9. Þorleifur Friðriksson
10. Oddur Ævar Gunnarsson 10. Edda Björgvinsdóttir 10. Guðný Halldórsdóttir
11. Anna Geirsdóttir 11. Kristján Hreinsson 11. Ólafur Sigurðsson
12. Hólmdís Hjartardóttir 12. Anna Kristine Magnúsdóttir 12. María Sveinsdóttir
13. Þorsteinn Guðmundsson 13. Jóel Daði Ólafsson 13. Hinrik Ólafsson
14. Hildur Helga Sigurðardóttir 14. Valgerður Matthíasdóttir 14. Árni Gunnlaugsson
15. Friðrik R. Jónsson 15. Leifur A. Benediktsson 15. Andrés Helgi Valgarðsson
16. Dagný Hængsdóttir 16. Regína Stefnisdóttir 16. Héðinn Gilsson
17. Jón Kristinn Cortez 17. Valur Sigurðsson 17. Ásgrímur Jónasson
18. Ásta Sigríður Kristjánsdóttir 18. Ragnar G. D. Hermannsson 18. Sigurvin Lárus Jónsson
19. Árni Jörgensen 19. Halldór N. Lárusson 19. Árni Arnar Óskarsson
20. Herdís Þorvaldsdóttir 20. Linda Rán Ómarsdóttir 20. Halldóra Lena Christians
21. Lárus Ýmir Óskarsson 21. Áslaug Hauksdóttir 21. Sveinn Reynir Sveinsson
22. Katrín Fjeldsted 22. Ólafur Ólafsson 22. Svanfríður Guðrún Gísladóttir
23. Örn Björnsson
Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi 24. Eva Oliversdóttir
1. Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur og sjómaður 1. Sigríður Stefánsdóttir, fv.bæjarfulltrúi og verkefnastjóri 25. Jón Jóhannsson
2. Kristín Ósk Wium, húsmóðir og nemi 2. Þórður Már Jónsson, lögmaður 26. Guðmunda Elíasdóttir
3. Jón Gunnar Björgvinsson, flugstjóri 3. Viðir Benediktsson, blikksmiður
4. Sjöfn Rafnsdóttir, hrossabóndi 4. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri sviðslista Norðvesturkjördæmi
5. Þórir Baldursson, tónskáld 5. Oddur Sigurðsson, verkamaður 1. Eyþór Jóvinsson, verslunarmaður
6. Hanna Guðrún Kristinsdóttir, sjúkraliði og kaupkona 6. Yst Ingunn Stefanía Svavarsdóttir, sálfr. og listakona 2. Lúðvík Kaaber, hdl.
7. Sigurður Hr. Sigurðsson 7 Sigurður Hallmarsson 3. Sólrún Jóhannesdóttir, kvikmyndafræðingur
8. Borghildur Guðmundsdóttir 8 Hlíf Bryndís Herbjörnsdóttir 4. Elínborg Halldórsdóttir, myndlistamaður
9. Kári Jónsson 9 Júlíus Baldursson 5. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, listamaður
10. Björk Hjaltalín Stefánsdóttir 10 Sara Hrund Signýjardóttir 6. Gísli Páll Guðjónsson, sjómaður
11. Auður Björg Kristinsdóttir 11 Guðmundur Wiium Stefánsson 7. Sigurður Jón Hreinsson
12. Jón Elíasson 12 Guðlaugur Ævar Gunnarsson 8. Benedikt Ólafsson
13. Erlingur Björnsson 13 Þórir Jónsson Hraundal 9. Hólmfríður Bjarnadóttir
14. Magnús Erlendsson 14 Kjartan Heiðberg 10. Arndís Hauksdóttir
15. Hjörtur Howser 15 Ragnheiður Gunnarsdóttir 11. Erlingur Sveinn Haraldsson
16. Gunnar Þór Jónsson 16 Michael Jon Clarke 12. Íris Sveinsdóttir
17. Valgerður Reynaldsdóttir 17 Sigurgeir Sigmundsson 13. Ólafur Þór Benediktsson
18. Ágúst Þór Skarphéðinsson 18 Hulda Tómasína Skjaldardóttir 14. Rannveig Höskuldsdóttir
19. Ragnheiður Rafnsdóttir 19 Magnús Víðisson 15. Lísbet Harðardóttir
20. Páll Guðmundsson 20 Erlingur Sigurðarson 16. Þórður Sævar Jónsson

26.mars 2013 Fimm efstu sætin á lista Lýðræðisvaktarinnar í Suðurkjördæmi skipa:

1. Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur og sjómaður
2. Kristín Ósk Wiium, húsmóðir og nemi
3. Jón Gunnar Björgvinsson, flugstjóri
4. Sjöfn Rafnsdóttir, hrossabóndi
5. Þórir Baldursson, tónskáld
6. Hanna Guðrún Kristinsdóttir, sjúkaliði og kaupkona

Fimm efstu sætin á lista Hægri grænna í Norðvesturkjördæmi skipa:

1. Magnús Þórarinn Thorlacius, málarameistari, Sauðárkróki
2. Kolbeinn Aðalsteinsson, gæðastjóri, Akureyri
3. Þorsteinn Steingrímsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík
4. Jón Gíslason, mælingamaður, Garðabæ
5. Jóhann Grétar Krøyer Gizurarson, nemi. Reykjavík

Ný könnun frá MMR

MMRMMR hefur birt nýja skoðanakönnun. Samkvæmt könnuninni heldur Framsóknarflokkurinn áfram að bæta fylgi sitt á meðan hinir stærstu flokkarnir halda áfram að dala. Af litlu framboðunum eru Píratar stærsti með 3,9% og vantar enn rúmt prósent til að ná mönnum kjörnum á þing. Ef þetta yrðu niðurstöður kosninga myndu þingmenn skiptast þannig að Framsóknaflokkur hlyti 22 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 18 þingmenn, Samfylkingin 9 þingmenn, Björt framtíð 8 þingmenn og Vinstrihreyfingin grænt framboð 6 þingmenn. Myndin til hægri sýnir þróunina í síðustu fjórum  skoðanakönnunum MMR.

Fimm efstu sætin í Norðvesturkjördæmi hjá Regnboganum skipa:

1. Jón Bjarnason, alþingismaður og fv.sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
2. Arnþrúður Heimisdóttir, tamningakona og kennari, Langhúsum í Fljótum
3. Barabara Ósk Guðbjartsdóttir, tónlistarmaður og bóndi, Miðhúsum, Strandabyggð
4. Gísli Árnason, framhaldsskólakennari, Sauðárkróki
5. Sigurður Oddur Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi, Oddsstöðum, Borgarfirði

Regnboginn hefur birt fimm efstu sætin í Suðurkjördæmi. Þau skipa:

1. Bjarni Harðarson, bóksali og fv.alþingismaður
2. Guðmundur S. Brynjólfsson, rithöfundur og djákni
3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir, bókari
4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir, meðferðarfulltrúi
5. Jónas Pétur Hreinsson, iðn