Húsavík 1942

Í framboði voru listi Alþýðuflokks, sameiginlegur listi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og listi Sósíalistaflokks. Sameiginlegur listi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hlaut 4 hreppsnefndarmenn og hreinan meirihluta en 1938 hafði Framsóknarflokkurinn hlotið 2 hreppsnefndarmenn og Sjálfstæðisflokkurinn 1. Sósíalistaflokkurinn hlaut 2 hreppsnefndarmenn en Kommúnistaflokkurinn var með 3. Alþýðuflokkurinn hlaut 1.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðuflokkur 64 13,82% 1
Framsóknarfl.og Sjálfst.fl. 236 50,97% 4
Sósíalistaflokkur 163 35,21% 2
Samtals gild atkvæði 463 100,00% 7
Auðir og ógildir 14 2,94%
Samtals greidd atkvæði 477 78,20%
Á kjörskrá 610
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. (Fr./Sj.) 236
2. Þór Pétursson (Sós.) 163
3. (Fr./Sj.) 118
4. Ásgeir Kristjánsson (Sós.) 82
5. (Fr./Sj.) 79
6. Þráinn Maríusson (Alþ.) 64
7. (Fr./Sj.) 59
Næstir inn vantar
Guðmundur Jónsson (Sós.) 15
Þórður Eggertsson (Alþ.) 55

Fulltrúar Framsóknarflokksins voru þeir Karl Kristjánsson oddviti og Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri og fulltrúar Sjálfstæðisflokks þeir Einar Gudjohnsen og Þórhallur Karlsson.

Framboðslistar

Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur Sósíalistaflokkur
Þráinn Maríusson vantar Þór Pétursson
Þórður Eggertsson Ásgeir Kristjánsson
Guðmundur Jónsson
Björn Kristjánsson
Helgi Kristjánsson
Jóhann Björnsson

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 26. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Nýtt Dagblað 27. janúar 1942, Nýtt Dagblað 4. janúar 1942, Sveitarstjórnarmál 1.6.1942, Tíminn 13. febrúar 1942 og Vísir 26. janúar 1942.

%d bloggurum líkar þetta: