Sameiningarviðræður á Austurlandi

alSveitarstjórnir fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hafa ákveðið að hefja sameiningarviðræður. Það eru sveitarfélögin Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður, Borgarfjarðarhreppur og Djúpavogshreppur. Samanlagður íbúafjöldi þessara sveitarfélaga var tæplega 4.800 manns um síðustu áramót.

Verði af sameiningunni fækkar sveitarfélögum á Austurlandi niður í fjögur. Þau yrði hið sameiginlega sveitarfélag, Fjarðabyggð sem einnig er með tæplega 4.800 manns, Vopnarfjarðarhreppur með um 650 manns og Fljótsdalshreppur sem var með 76 íbúa þann 1. janúar sl. Ekki er heilsársvegur um Öxi sem er styrsta leið á milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Myndin til hægri er skjáskot af vef Fljótsdalshéraðs.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Alþýðufylkingin ætlar ekki að bjóða fram á næstunni

AltfylkingÁ facebook-síðu Alþýðufylkingarinnar segir að á landsfundi flokksins um síðustu helgi hafi verið tekin ákvörðun um að bjóða ekki fram í næstu alþingis- og sveitarstjórnarkosningum heldur að einbeita sér að grasrótarstarfi og starfi með öðrum félagasamtökum. Flokkurinn hefur boðið fram í undanförnum alþingis- og sveitarstjórnarkosningum en fengið afar takmarkað fylgi. Þannig hlaut flokkurinn 149 atkvæði og 0,3% í síðustu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík.

Færðu inn athugasemd

Meiri kjörsókn í minni sveitarfélögunum

stærðÁberandi munu er á kjörsókn eftir stærð sveitarfélaga sjá meðfylgjandi myndir. Þannig er kjörsókn í þeim sveitarfélögum sem telja fleiri en 5.000 kjósendur áberandi minni hlutfallslega en í þeim sveitarfélögum sem teljan innan við 5.000 kjósendur. Þar er annars vegar verið að tala um kjörsókn upp á 63,6% til 67,8% á móti 75,2% til 79,9% í minni sveitarfélögunum.

raðaðSama er upp á tenginum ef sveitarfélögum er raðað eftir stærð. Þá sést að það er að meðaltali 65% kjörsókn í 10 stærstu sveitarfélögunum en rétt tæp 75% í sveitarfélögum nr.11-20 miðað við fjölda á kjörskrá. Kjörsóknin er síðan enn hærri í sveitarfélögunum sem koma þar á eftir í stæðarröð.

 

Færðu inn athugasemd

Mismunandi kjörsókn eftir landshlutum

landshlutarKjörsókn var ekki bara mjög mismunandi eftir sveitarfélögum einnig eftir landshlutum. Mest var hún á Norðurlandi vestra tæp 80%. Þar á eftir kom Vestfirði og Suðurland með 76-77% kjörsókn og þá Vesturland með 74%. Minnst var kjörsóknin hins vegar á Suðurnesjum 60% og á höfuðborgarsvæðinu 65%.

 

Færðu inn athugasemd

Mesta og minnsta kjörsóknin

toppbotnKjörsókn var frá því að vera tæplega 57% í Reykjanesbæ þar sem hún var minnst og í Hafnarfirði þar sem hún var 58%. Kjörsóknin í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerði var tæplega 61%, ríflega 63% í Kópavogi og tæplega 65% í Mosfellsbæ.

Mest var hún í Árneshreppi á Ströndum þar sem að hún var 93,5%. Þá var hún einnig yfir 90% í Langanesbyggð, Tálknafjarðarhreppi og Húnvatnshreppi. Litlu minni var hún í Ásahreppi, Skorradalshreppi og Stykkishólmi

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna komnar inn

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sem haldnar voru um síðustu helgi eru komnar inn á viðkomandi síður. Einnig hafa verið færðar inn upplýsingar um útstrikanir þar sem þær liggja fyrir.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun í Reykjavík

rvkÍ morgun birtist ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík í Fréttablaðinu og á frettabladid.is. Könnunin sýnir svipaða mynd og kannarnir undanfarna daga.

Meirihlutaflokkarnir sem bjóða fram fá samtals 13 borgarfulltrúa, þar af fær Samfylkingin 9, Vinstrihreyfingin grænt framboð 2 og Píratar 2. Sjálfsætðisflokkurinn mælist með 7 borgarfulltrúa, Framsóknarflokkur 1, Viðreisn 1 og Miðflokkurinn 1.

Níundi maður Samfylkingarinnar er síðastur inn og Framsóknarmaður næstur á undan honum. Pírötum vantar minnst til að bæta við sig manni en síðan koma Flokkur fólksins og Viðreisn.

Íslenska þjóðfylkingin, Höfuðborgarlistinn, Sósíalistaflokkur Íslands, Kvennahreyfingin, Alþýðufylkingin, Karlalistinn og Frelsisflokkurinn mælast ekki með borgarfulltrúa inni.

Færðu inn athugasemd