Eygló Harðardóttir hættir á þingi

framsoknEygló Harðardóttir alþingismaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi mun ekki gefa kost á sér í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hún sendi frá sér í morgun.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Flestir þingmenn stefna á endurkjör

althingiÍ Fréttablaðinu í dag kemur fram að langflestir alþingismenn stefna á endurkjör. Eins og áður hefur komið fram ætla Birgitta Jónsdóttir Pírati og Theodóra S. Þorsteinsdóttir í Bjartri framtíð ekki að gefa kost á sér. Þá eru þau Brynjar Níelsson og Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðisflokki og Þórunn Egilsdóttir Framsóknarflokki ekki búin að taka ákvörðun. Samkvæmt fréttinni náðist ekki í Eygló Harðardóttir Framsóknarflokki og Óla Björn Kárason Sjálfstæðisflokki.

Færðu inn athugasemd

Helstu dagsetningar og hverjir bjóða fram?

althÓhætt er að segja að komandi alþingiskosningar hafi komið mörgum í opna skjöldu. Koið verður laugardaginn 28. október sem þýðir það að flokksstofnanir þurfa að spýta í lófana og hefja undirbúning. Framboðsfrestur verður því til hádegis föstudaginn 13. október og frestur til að skrá nýjan listabókstaf til hádegis þriðjudaginn 10. október.

Allir sjö núverandi þingflokkar munu án efa bjóða fram í öllum kjördæmum. Flokkur fólksins, Dögun, Alþýðufylkingin og Íslenska þjóðfylkingin stefna á framboð. Sósíalistaflokkur Íslands ræðir framboðsmál á fundi á morgun en flokkur var stofnaður fyrr þessu ári þarf að sækja um listabókstaf ætli hann að bjóða fram. Húmanistaflokkurinn sem bauð fram í einu kjördæmi síðast mun líklega ekki bjóða fram og sama er að segja um Frelsisflokkinn sem stofnaður var í sumar.

Færðu inn athugasemd

Alþingiskosningar 28. október

althBjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur kynnt formönnum annarra flokka að hann muni á morgun fara fram á þingrof á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Þá verður kjördagur ákveðinn 28. október n.k. eftir tæpar sex vikur.

Færðu inn athugasemd

Birgitta Jónsdóttir hættir – Helgi Hrafn vill koma aftur

piratarBirgitta Jónsdóttir alþingismaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður gefur ekki kost á sér áfram. Hún var kjörin á þing fyrir Borgarahreyfinguna 2009 og fyrir Pírata 2013 og 2016. Þá hefur Helgi Hrafn Gunnarsson sem var þingmaður Pírata 2013-2016 hefur ákveðið að gefa kost á sér að nýju.

Færðu inn athugasemd

Alþingiskosningar 4. nóvember eða 28. október?

althVið fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar eftir að Björt framtíð hætti stuðningi við hana virðist ljóst að boðað við til alþingiskosninga í haust. Helst hefur verið rætt um 4. nóvember n.k. en einnig laugardaginn þar á undan þann 28. október.

Stjórnmálaflokkarnir sem eiga menn á þingi hafa hafið undirbúning kosninganna auk Flokks fólksins. Íslenska þjóðfylkingin boðar framboð í öllum kjördæmum. Alþýðufylkingin segist á facebooksíðu sinni vera klár í kosningar. Óvíst er með aðra stjórnmálaflokka. Dögun fundar um komandi kosningar á morgun. Óvíst er með Húmanistaflokkinn en hann bauð fram í einu kjördæmi fyrir ári og fékk lítið fylgi. Frelsisflokkurinn og Sósíalistaflokkur Íslands eru ekki með listabókstaf og óvíst er um framboð þeirra.

Færðu inn athugasemd

Blönduósbær vill sameiningarviðræður í A-Hún

A-hunavaÁ fundi sveitarstjórnar Blönduósbæjar í gær var samþykkt samhljóða að taka þátt í sameiningarviðræðum sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarfélagið Skagaströnd, Húnavatnshreppur og Skagabyggð eiga eftir að taka afstöðu til málsins en Skagabyggð er þegar í viðræðum við Sveitarfélagið Skagafjörð. Ólíklegt verður að teljast að sveitarfélagið verði tveimur viðræðum samtímis.

Færðu inn athugasemd