Ólafi og Karli Gauta vikið úr Flokki fólksins

This image has an empty alt attribute; its file name is flokkurfolks.gif

 

Í dag ákvað stjórn Flokks Fólksins að víkja þingmönnunum Ólafi Ísleifssyniog Karli Gauta Hjaltasyni úr flokknum. Í tilkynningu frá Ingu Sæland formanni flokksins segir: “ Í ljósi alvarlegs trúnaðarbrests sem upp er kominn í þingflokki Flokks fólksins ákvað stjórn flokksins á nýafstöðnum fundi sínum í dag, að vísa þingmönnum flokksins þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr Flokki fólksins, sbr. samþykktir flokksins grein 2.6 en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega“.Stjórnin harmar þá rýrð sem þeir hafa kastað á Flokk fólksins, með óafsakanlegri þátttöku sinni á fundi með þingmönnum Miðflokksins á Klaustur-bar þann 20. nóv. sl.

Ólafur og Karl Gauti eru því utan flokka. Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson skipa því ein þingflokk Flokks fólksins.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Sameiningarviðræður á Austurlandi

alSveitarstjórnir fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi hafa ákveðið að hefja sameiningarviðræður. Það eru sveitarfélögin Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstaður, Borgarfjarðarhreppur og Djúpavogshreppur. Samanlagður íbúafjöldi þessara sveitarfélaga var tæplega 4.800 manns um síðustu áramót.

Verði af sameiningunni fækkar sveitarfélögum á Austurlandi niður í fjögur. Þau yrði hið sameiginlega sveitarfélag, Fjarðabyggð sem einnig er með tæplega 4.800 manns, Vopnarfjarðarhreppur með um 650 manns og Fljótsdalshreppur sem var með 76 íbúa þann 1. janúar sl. Ekki er heilsársvegur um Öxi sem er styrsta leið á milli Fljótsdalshéraðs og Djúpavogshrepps. Myndin til hægri er skjáskot af vef Fljótsdalshéraðs.

Færðu inn athugasemd

Alþýðufylkingin ætlar ekki að bjóða fram á næstunni

AltfylkingÁ facebook-síðu Alþýðufylkingarinnar segir að á landsfundi flokksins um síðustu helgi hafi verið tekin ákvörðun um að bjóða ekki fram í næstu alþingis- og sveitarstjórnarkosningum heldur að einbeita sér að grasrótarstarfi og starfi með öðrum félagasamtökum. Flokkurinn hefur boðið fram í undanförnum alþingis- og sveitarstjórnarkosningum en fengið afar takmarkað fylgi. Þannig hlaut flokkurinn 149 atkvæði og 0,3% í síðustu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík.

Færðu inn athugasemd

Meiri kjörsókn í minni sveitarfélögunum

stærðÁberandi munu er á kjörsókn eftir stærð sveitarfélaga sjá meðfylgjandi myndir. Þannig er kjörsókn í þeim sveitarfélögum sem telja fleiri en 5.000 kjósendur áberandi minni hlutfallslega en í þeim sveitarfélögum sem teljan innan við 5.000 kjósendur. Þar er annars vegar verið að tala um kjörsókn upp á 63,6% til 67,8% á móti 75,2% til 79,9% í minni sveitarfélögunum.

raðaðSama er upp á tenginum ef sveitarfélögum er raðað eftir stærð. Þá sést að það er að meðaltali 65% kjörsókn í 10 stærstu sveitarfélögunum en rétt tæp 75% í sveitarfélögum nr.11-20 miðað við fjölda á kjörskrá. Kjörsóknin er síðan enn hærri í sveitarfélögunum sem koma þar á eftir í stæðarröð.

 

Færðu inn athugasemd

Mismunandi kjörsókn eftir landshlutum

landshlutarKjörsókn var ekki bara mjög mismunandi eftir sveitarfélögum einnig eftir landshlutum. Mest var hún á Norðurlandi vestra tæp 80%. Þar á eftir kom Vestfirði og Suðurland með 76-77% kjörsókn og þá Vesturland með 74%. Minnst var kjörsóknin hins vegar á Suðurnesjum 60% og á höfuðborgarsvæðinu 65%.

 

Færðu inn athugasemd

Mesta og minnsta kjörsóknin

toppbotnKjörsókn var frá því að vera tæplega 57% í Reykjanesbæ þar sem hún var minnst og í Hafnarfirði þar sem hún var 58%. Kjörsóknin í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerði var tæplega 61%, ríflega 63% í Kópavogi og tæplega 65% í Mosfellsbæ.

Mest var hún í Árneshreppi á Ströndum þar sem að hún var 93,5%. Þá var hún einnig yfir 90% í Langanesbyggð, Tálknafjarðarhreppi og Húnvatnshreppi. Litlu minni var hún í Ásahreppi, Skorradalshreppi og Stykkishólmi

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna komnar inn

Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sem haldnar voru um síðustu helgi eru komnar inn á viðkomandi síður. Einnig hafa verið færðar inn upplýsingar um útstrikanir þar sem þær liggja fyrir.

Færðu inn athugasemd