Brynjar hættur við að hætta

Brynjar Níelsson alþingismaður sem greindi frá því þann 6. júní sl. að hann kveddi stjórnmálin sáttur, eftir að hafa ekki náð markmiði sínu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir í dag á facebook að hann sé hættur við að hætta. Hann mun því að óbreyttu skipa 3. sætið í öðrum hvoru Reykjavíkurkjördæmanna á móti Birgi Ármannssyni.

Færðu inn athugasemd

Oddvitar Frjálslynda lýðræðisflokksins

Frjálsyndi lýðræðisflokkurinn hefur kynnt fjóra af sex oddvitum flokksins í komandi alþingiskosningum. Flokkurinn boðar að að oddvitar í Norðvesturkjördæmi og Suðvesturkjördæmi verði kynntir um helgina. Þeir kynntir hafa verið eru:

 • Guðmundur Franklín Jónsson hagfræðingur í Reykjavíkurkjördæmi norður
 • Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur í Reykjavíkurkjördæmi suður
 • Magnús Guðbergsson öryrki í Suðurkjördæmi
 • Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson í Norðausturkjördæmi.

Færðu inn athugasemd

Haraldur liggur undir feldi

Haraldur Benediktson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem tapaði oddvitasætinu í prófkjöri um helgina hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann þiggi annað sætið á lista flokksins. Í samtali við BB.is sagði hann orðrétt: „Ég hef setið sem oddviti listans og gegnt stöðu fyrsta þingmanns kjördæmisins. Ég hef náð að stilla saman strengi allra þingmanna kjördæmisins til góðra verka. Ég er reiðubúinn að gera það áfram. Feli flokksmenn öðrum það hlutverk er það skýr niðurstaða. Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“

Færðu inn athugasemd

Staða framboðsmála flokkanna

Að afloknum prófkjörum helgarinnar er að verða ljóst hverjir skipa efstu sæti sex af átta þeirra flokka sem eiga sæti á þingi.

 • Framsóknarflokkur – listar í fimm kjördæmum – gengið verður frá lista í Suðurkjördæmi um næstu helgi
 • Viðreisn – listar í öllum kjördæmum
 • Sjálfstæðisflokkur – listar í tveimur kjördæmum og prófkjörum lokið í öllum kjördæmum
 • Flokkur fólksins – þrír oddvitar kynntir
 • Miðflokkurinn – framboðsfrestur runninn út í öllum kjördæmum – vinna við uppstillingu í gangi
 • Píratar – prófkjörum lokið í öllum kjördæmum og efstu sæti framboðslista frágengin
 • Samfylking – listar í öllum kjördæmum
 • Vinstrihreyfing grænt framboð – listar í fjórum kjördæmum – forvali lokið í Reykjavík

Færðu inn athugasemd

Úrslit í prófkjör Framsóknar í Suður

Talning í prófkjör Framsóknarflokksins sem haldið var í gær fór fram í dag. Samtals greiddu 1165 atkvæði en gild atkvæði voru 1019. Úrslit urðu þessi:

 1. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 975 atkvæði í 1.sæti eða 95,7%
 2. Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ 552 atkvæði í 1.-2.sæti eða 54,2%
 3. Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður Reykjanesbæ 589 atkvæði í 1.-3.sæti eða 57,8%
 4. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ með 616 atkvæði í 1.-4.sæti eða 60,5%
 5. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur á Selfossi með 773 atkvæði í 1.-5.sæti eða 75,9%,

Eftir að úrslit voru kynnt tilkynnti Silja Dögg Gunnarsdóttir sem lenti í þriðja sæti að hún myndi ekki taka það sæti.

Færðu inn athugasemd

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV

 1. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með 1347 atkvæði í 1.sæti eða 60,3%
 2. Haraldur Benediktsson alþingismaður með 1061 atkvæði í 1.-2.sæti eða 47,5%
 3. Teitur Björn Einarsson lögmaður og varaþingmaður með 1190 atkvæði í 1.-3.sæti eða 53,3%
 4. Sigríður Elín Sigurðardóttir sjúkraflutningamaður og nemi með 879 atkvæði í 1.-4.sæti eða 39,4%

  Neðar lentu þau Örvar Már Marteinsson, Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Magnús Magnússon, Bjarni Pétur Marel Jónasson og Bergþóra Ingþórsdóttir. Samtal greiddu 2289 atkvæði, 57 voru ógild og gild atkvæði því 2232. Fyrir prófkjörið hafði Haraldur Benediktsson lýst því yfir að hann myndi aðeins þiggja efsta sætið og búast má því við að þau sem neðar lentu færist upp listann.

Færðu inn athugasemd

Listi Sjálfstæðisflokks í NA

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur í dag. Hann er þannig skipaður:

1. Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður, Akureyri11. Helgi Ólafsson, rafvirkjameistari, Raufarhöfn
2. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur, Akureyri12. Freydís Anna Ingvarsdóttir, sjúkraliði og bóndi, Aðaldal
3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, formaður bæjarráðs, Egilsstöðum13. Róbert Ingi Tómasson, framleiðslustjóri, Seyðisfirði
4. Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi, Reyðarfirði14. Guðný Margrét Bjarnadóttir, kennari og skíðaþjálfari, Eskifirði
5. Gunnar Hnefill Örlygsson, framkvæmdamaður, Húsavík15. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, Eskifirði
6. Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, háskólanemi, Ólafsfirði16. Kristín Haldórsdóttir, rekstrarstjóri, Akureyri
7. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, sjálfstæður atvinnrekandi, Siglufirði17. Stefán Magnússon, bóndi, Hörgársveit
8. Ketill Sigurður Jóelsson, verkefnastjóri, Akureyri18. Guðrún Ása Sigurðardóttir, leikskólastarfsmaður, Fáskrúðsfirði
9. Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, bóndi og fjölskyldufræðingur, Eyjafjarðarsveit19. Arnbjörg Sveinsdóttir, fv.alþingismaður, Seyðisfirði
10. Einar Freyr Guðmundsson, menntaskólanemi, Egilsstöðum20. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Akureyri

Færðu inn athugasemd

Prófkjör Framsóknar í Suður

Prófkjör Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fer fram á morgun 19. júní en atkvæði verða talin sunnudaginn 20. júní. Átta eru í framboði:

 • Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins í 1.sæti.
 • Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður í Reykjanesbæ í 2.sæti.
 • Jóhann Friðrik Friðriksson varaþingmaður og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 2.sæti.
 • Daði Geir Samúelsson rekstrarverkfræðingur í Hrunamannahreppi í 2.-4.sæti.
 • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir lögfræðingur á Selfossi í 3.sæti.
 • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ í 3.-4.sæti.
 • Njáll Ragnarsson bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum í 3.-4.sæti.
 • Ragnhildur Hrund Jónsdóttir bóndi í Prestshúsum 2 í Mýrdalshreppi í 3.-5.sæti.

Færðu inn athugasemd

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn birtir lista í ágúst

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn mun að sögn Guðmundar Franklíns Jónssonar birta framboðslista sína í þriðju viku í ágúst en þá er fyrirhugað að halda flokksþing. Komnir eru fram oddvitar í fjórum kjördæmum af sex.

Færðu inn athugasemd

Prófkjör Sjálfstæðisflokks í NV

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldið í dag 16. júní og laugardaginn 19. júní. Kosið verður um fjögur efstu sætin. Haraldur sem skipaði 1.sætið í síðustu kosningum hefur gefið það út að hann muni ekki taka sæti á listanum verði hann ekki í fyrsta sæti. Níu eru í framboði. Þau eru:

 • Haraldur Benediktsson alþingismaður og bóndi í Hvalfjarðarsveit í 1.sæti
 • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins Akranes í 1.sæti
 • Teitur Björn Einarsson lögmaður og fv. alþingismaður Skagafirði í 2.sæti
 • Örvar Már Marteinsson skipstjóri í Ólafsvík í 2.sæti
 • Guðrún Sigríður Ágústsdóttir ráðgjafi Reykjavík í 2.-3.sæti
 • Magnús Magnússon prestur og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra í 3.-4.sæti
 • Sigríður Elín Sigurðardóttir sjúkraflutningakona og nemi Akranesi í 4.sæti
 • Bjarni Pétur Marel Jónasson stjórnarmaður í SUS Ísafirði í 4. sæti
 • Bergþóra Ingþórsdóttir nemi Akranesi

Færðu inn athugasemd