Skoðanakönnun í Húnavatnshreppi

Fyrr á árinu var felld sameining Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar. Í framhaldi af því bauð bæjarstjórn Blönduósbæjar Húnavatnshreppi til sameiningarviðræðna. Samhliða alþingiskosningunum á laugardaginn fer fram skoðanakönnun meðal íbúa Húnavatnshrepps hvort þeir vilji að hreppurinn fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Sveitarstjórnir Skagabyggðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar hafa hins vegar ákveðið að ráða fyrirtæki til að gera skoðanakönnun meðal íbúa sveitarfélaganna um hvort þau eigi að fara í sameiningarviðræður.

Færðu inn athugasemd

Sameiningarkosningar á Suðurlandi

Samhliða alþingiskosningunum á laugardaginn fer fram atkvæðagreiðsla um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi. Þau eru Ásahreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Skaftárhreppur.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun Gallup

RÚV birti skoðanakönnun um fylgi flokkanna í kvöld. Helstu tíðindin frá könnunum Maskinu, Prósents og MMR eru að Flokkur fólksins virðist vera að sækja í sig veðrið og að Samfylkingin mælist með minna fylgi en hjá Maskinu og Prósenti. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 15 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 9, Samfylkingin 8, Píratar 7, Viðreisn og Vinstrihreyfingin grænt framboð 6 hvor flokkur. Að síðustu fengju Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn 4 þingmenn hver. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn sem er með 0,6% og Ábyrg framtíð ná ekki kjörnum mönnum samkvæmt könnuninni. Hér að neðan er samanburður á könnun Gallup við þrjár síðustu kannanir sem birtar höfðu verið á undan.

Færðu inn athugasemd

Ábyrg framtíð yfirlit

Flokkurinn býður nú fram í fyrsta skipti til Alþingis og aðeins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Flokkurinn hefur ekki mælst í skoðanakönnunum. Þrír af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Alþýðufylkingin (1), Frelsisflokkur (1) og Flokkur heimilanna (1).

Reykjavíkurkjördæmi norður – efstu sæti: 1.sæti Jóhannes Loftsson verkfræðingur og 2. Helgi Örn Viggósson forritari.

Færðu inn athugasemd

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn yfirlit

Flokkurinn býður nú fram í fyrsta skipti til Alþingis. Fylgi í nýjustu könnunum: 0,1%-0,6%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Hægri grænir (3), Frelsisflokkur (3), Flokkur fólksins (2), Frjálslyndi flokkurinn (2), Dögun (2), Íslenska þjóðfylkingin (1),  Miðflokkur (1), Stjórnmálaflokkur (1), Framsóknarflokkur (1), Nýtt afl (1), Samfylkingin (1), Regnboginn (1) og Sjálfstæðisflokkur (1).

Norðvesturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Sigurlaug Guðrún Inga Gísladóttir verslunarmaður og 2.sæti Jóhann Bragason rafvirki.

Norðausturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Björgvin Egill Vídalín Arngrímsson eldri borgari og 2.sæti Hilmar Daníel Valgeirsson framkvæmdastjóri.

Suðurkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Magnús Ívar Guðbergsson skipstjóri og 2.sæti Gestur Valgarðsson verkfræðingur.

Suðvesturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Svandís Brynja Tómasdóttir hönnuður og 2.sæti Ívar Örn Hauksson lögfræðingur.

Reykjavíkurkjördæmi suður – efstu sæti: 1.sæti Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur og 2.sæti Júlíana Sigurbjörg Jónsdóttir forstjóri.

Reykjavíkurkjördæmi norður – efstu sæti: 1.sæti Guðmundur Franklín Jónsson hagfræðingur og 2.sæti Auðunn Björn Lárusson leiðsögumaður.

Færðu inn athugasemd

Sósíalistaflokkur Íslands yfirlit

Flokkurinn býður nú fram í fyrsta skipti til Alþingis. Fylgi í nýjustu könnunum: 6,1%-7,9%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Vinstrihreyfingin grænt framboð (9), Alþýðufylkingin (7), Björt framtíð (3), Píratar (3), Dögun (3), Lýðræðisvaktin (2), Samfylkingin (2), Samtök um kvennalista (1), Sjálfstæðisflokkur (1) og Alþýðuflokkur 1.

Norðvesturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Helga Thorberg leikkona og garðyrkjufræðingur og 2.sæti Árni Múli Jónasson mannréttindalögfræðingur.

Norðausturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri og 2.sæti Margrét Pétursdóttir verkakona.

Suðurkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti Guðmundur Auðunsson stjórnmálahagfræðingur og Birna Eik Benediktsson framhaldsskólakennari.

Suðvesturkjördæmi – efstu sæti: 1.sæti María Pétursdóttir myndlistarkona og öryrki og 2.sæti Þór Saari hagfræðingur og fv.alþingismaður.

Reykjavíkurkjördæmi suður – efstu sæti: 1.sæti Kristín Baldursdóttir atvinnulífsfræðingur og blaðamaður og 2.sæti Símon Vestarr Hjaltason bókmenntafræðingur og kennari.

Reykjavíkurkjördæmi norður – efstu sæti: 1.sæti Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og 2.sæti Laufey Líndal Ólafsdóttir stjórnmálafræðingur.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun MMR

Morgunblaðið birtir í dag nýja skoðanakönnun frá MMR. Óveruleg frávík eru frá skoðanankönnunum sem birtust í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn er áberandi stærstur. Þá koma Framsóknarflokkur, Samfylking, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Píratar og Viðreisn í nokkuð þéttum hnappi. Þar á eftir Sósíalistaflokkurinn en Miðflokkurinn og Flokkur fólksins rétt yfir 5% markinu. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er með 0,5% og Ábyrg framtíð 0,3%.

Færðu inn athugasemd

Flokkur fólksins yfirlit

Flokkurinn hlaut 6,9% atkvæða og 4 þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Á kjörtímabilinu var þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni vikið úr flokknum en þeir gengu síðar í Miðflokkinn. Báðir þingmenn flokksins sækjast eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum.

Fylgi í nýjustu könnunum: 3,6%-5,1%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Frjálslyndi flokkurinn (4), Dögun (3), Íslandshreyfingin (2), Sjálfstæðisflokkur (1), Framsóknarflokkur (1), Lýðræðishreyfingin (1), Lýðræðisvaktin (1), Vinstrihreyfingin grænt framboð (1), Alþýðufylkingin (1) og Hægri grænir (1).

Norðvesturkjördæmi – engan þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Eyjólfur Ármannsson lögfræðingur og 2.sæti Þórunn Björg Bjarnadóttir landbúnaðarverkakona. Í síðustu kosningum leiddi Magnús Þór Hafsteinsson fv.alþingismaður listann.

Norðausturkjördæmi – engan þingmann. Efstu sætin skipa: 1.sæti Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og 2.sæti Katrín Sif Árnadóttir þjálfari. Í síðustu kosningum leiddi Halldór Gunnarsson, oft kenndur við Holt, listann.

Suðurkjördæmi – fengu einn þingmann kjörinn. Efstu sætin skipa: 1.sæti Ásta Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari og 2.sæti Georg Eiður Arnarson hafnarvörður. Í síðustu kosningum leiddi Karl Gauti Hjaltason listann.

Suðvesturkjördæmi – fengu einn þingmann kjörinn (uppbótarmaður). Efstu sætin skipa: 1.sæti Guðmundur Ingi Kristinsson alþingismaður og 2.sæti Jónína Björk Óskarsdóttir. Tvö efstu sætin eru óbreytt frá síðustu kosningum.

Reykjavíkurkjördæmi suður – einn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Inga Sæland alþingismaður og 2.sæti Wilhelm Wessman hótelráðgjafi og leiðsögumaður. Inga leiddi listann einnig í síðustu kosningum.

Reykjavíkurkjördæmi norður – einn þingmaður (uppbótarmaður). Efstu sætin skipa: 1.sæti Tómas A. Tómasson veitingamaður og 2.sæti Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. Í síðustu kosningum leiddi Ólafur Ísleifsson listann.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun Prósents

Fréttablaðið birti í morgun skoðanakönnun unna af fyrirtækinu Prósent. Könnunin er í stórum dráttum í samræmi við kannanir sem birtust fyrr í vikunni. Niðurstöður fjögurra síðustu kannana má sjá á myndinni hér að neðan:

Færðu inn athugasemd

Viðreisn yfirlit

Flokkurinn hlaut 6,7% atkvæða og 4 þingmenn í síðustu alþingiskosningum. Á kjörtímabilinu sagði Þorsteinn Víglundsson af sér þingmennsku og tók Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sæti hans. Allir sitjandi þingmenn flokksins sækjast eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum.

Fylgi í nýjustu könnunum: 9,9%-12,3%. Nokkrir af frambjóðendum flokksins hafa verið í framboði fyrir aðra stjórnmálaflokka eða stjórnmálasamtök. Þau eru eftir því sem best er vitað: Sjálfstæðisflokkur (9), Björt framtíð (4), Samfylking (4), Þjóðvaki (1) og Framsóknarflokkur (1).

Norðvesturkjördæmi – enginn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Guðmundur Gunnarsson fv.bæjarstjóri á Ísafirði og 2.sæti Bjarney Bjarnadóttir kennari. Í síðustu kosningum leiddi Gylfi Ólafsson listann í kjördæminu.

Norðausturkjördæmi – enginn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Eiríkur Björn Björgvinsson fv.bæjarstjóri og 2.sæti Sigríður Ólafsdóttir mannauðs- og markþjálfari. Í síðustu kosningum leiddi Benedikt Jóhannesson þáverandi fjármálaráðherra listann.

Suðurkjördæmi – enginn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ og 2.sæti Þórunn Wolfram Pétursdóttir sviðsstjóri. Í síðustu kosningum leiddi Jóna Sólveig Elínardóttir þáverandi þingmaður listann.

Suðvesturkjördæmi – tveir þingmenn (annar uppbótarmaður. Efstu sætin skipa: 1. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður, 2.sæti Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður og 3.sæti Elín Anna Gísladóttir verkfræðingur. Þorgerður leiddi listann í síðustu kosningum en þá var Jón Steindór Valdimarsson í 2.sæti. Hann skipar nú 2.sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Reykjavíkurkjördæmi suður – einn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður og 2.sætið Daði Már Kristófersson prófessor. Hanna Katrín Leiddi einnig listann í síðustu kosningum en þá var Pawel Bartoszek þáverandi alþingismaður í 2.sæti.

Reykjavíkurkjördæmi norður – einn þingmaður. Efstu sætin skipa: 1.sæti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður og 2.sæti Jón Steindór Valdimarsson alþingismaður. Í síðustu kosningum leiddi Þorsteinn Víglundsson þáverandi félagsmálaráðherra listann og þá var Þorbjörg Sigríður í 2.sæti.

Færðu inn athugasemd