Prófkjör Pírata – 8,8% kosið

Prófkjör Pírata stendur yfir en því lýkur 13. mars n.k. Samtals eru um 3.300 á kjörskrá. Þegar þetta er skrifað hafa 291 greitt atkvæði eða 8,8%. Flestir hafa greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum eða samtals 163. Fæstir hafa greitt atkvæði í Norðausturkjördæmi eða 17 en næstfæstir, 19, í Norðvesturkjördæmi.

Færðu inn athugasemd

Prófkjöri Framsóknar í Suðurkjördæmi frestað

Ákveðið hefur verið að fresta prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi til 19. júní en það átti að fara fram þann 10. apríl n.k. Framboðsfrestur framlengist sömuleiðis og verður til 4. júní.

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál Framsóknarflokksins

Póstkosningu lýkur hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi þann 13. mars n.k. og gert er ráð fyrir að talning fari fram viku síðar. Tíu eru í framboði. Póstkosningu í Norðausturkjördæmi lýkur um næstu mánaðarmót en níu eru í framboði. Í Suðurkjördæmi rennur framboðsfrestur fyrir lokað prófkjör flokksins út 26. mars n.k. en prófkjörið fer fram þann 10.apríl. Í Suðvesturkjördæmi rennur framboðsfrestur fyrir lokað prófkjör út 23. apríl og fer prófkjör fram þann 8. maí. Stillt verður upp á lista í Reykjavíkurkjördæmunum og er gert ráð fyrir að þau Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra leiði listana í kjördæmunum tveimur.

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál Viðreisnar

Í síðustu alþingiskosningum hlaut Viðreisn fjóra þingmenn kjörna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson og Þorsteinn Víglundsson voru kjördæmakjörin í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Jón Steindór Valdimarsson var kjörinn uppbótarþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Á kjörtímabilinu sagði Þorsteinn af sér þingmennsku og tók þá Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sæti hans. Allir sitjandi þingmenn flokksins sækjast eftir endurkjöri. Auk þeirra Þá sækjast þeir Benedikt Jóhannesson fv.formaður flokksins og Daði Már Kristófersson varaformaður flokksins eftir þingsætum á höfuðborgarsvæðinu. Í Norðvesturkjördæmi hefur Guðmundur Gunnarsson fv.bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ gefið kost á sér til að listann í kjördæminu. Í Suðurkjördæmi hefur Guðbrandur Einarsson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ gefið kost á sér til að leiða listann í því kjördæmi. Ekki er vitað af neinu framboði í Norðausturkjördæmi. Stillt verður upp á alla lista flokksins.

Færðu inn athugasemd

63 í prófkjörum Pírata

Framboðsfresti í prófkjörum Pírata í öllum kjördæmum lauk kl.14 í dag. Samtals bárust 63 framboð. Tæplega helmingur eða 31 eru í Reykjavíkurkjördæmunum, tíu eru í Suðvesturkjördæmi og átta í Suðurkjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi komu fram sjö framboð eru í hvoru kjördæmi. Kosning í prófkjörinu hefst kl.16 í dag.

Reykjavíkurkjördæmin(31): Andrés Ingi Jónsson alþingismaður, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson, Atli Stefán Yngvason, Björn Leví Gunnarsson alþingismaður, Björn Þór Jóhannesson, Einar Hrafn Árnason, Eríkur Rafn Rafnsson, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, Halldór Auðar Svansson fv.borgarfulltrúi, Halldór Haraldsson, Halldóra Mogensen alþingismaður, Hannes Jónsson, Haraldur Tristan Gunnarsson, Haukur Viðar Alfreðsson, Helga Völundardóttir, Hinrik Örn Þorfinnsson, Huginn Þór Jóhannsson, Ingimar Þór Friðriksson, Jason Steinþórsson, Jóhannes Jónsson, Jón Ármann Steinsson, Jón Arnar Magnússon, Kjartan Jónsson, Leifur Ben(?), Lenya Rún Taha Karim, Oktavía Hrund Jónsdóttir varaþingmaður, Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður, Stefán Hjalti Garðarsson og Valgerður Árnadóttir.

Suðvesturkjördæmi(10): Árni Stefán Árnason, Bjartur Thorlacius, Eva Sjöfn Helgadóttir, Gísli Rafn Ólafsson, Greta Ósk Óskarsdóttir, Indriði Ingi Stefánsson, Jón Eggert Guðmundsson, Lárus Vilhjálmsson, Leifur Eysteinn Kristjánsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður.

Suðurkjördæmi(8): Álfheiður Eymarsdóttir varaþingmaður, Einar Bjarni, Einar Már Atlason, Eyþór Máni Steinarsson, Guðmundur Arnar Guðmundsson, Hrafnkell Brimar Hallmundsson Ingimundur S(?) og Lind Völundardóttir.

Norðausturkjördæmi(7): Einar Brynjólfsson fv.alþingismaður, Gunnar Ómarsson, Hans Jónsson, Hrafndís Bára Einarsdóttir, Katla Hólm Vilbergs- og Þórhildardóttir, Rúnar Gunnarsson fv.bæjarfulltrúi og Skúli Björnsson fv.sveitarstjórnarmaður.

Norðvesturkjördæmi (7): Gunnar Ingiberg Guðmundsson fv.varaþingmaður, Karl A. Schneider, Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Pétur Óli Þorvaldsson, Ragnheiður Steina Ólafsdóttir og Sigríður Elsa Álfhildardóttir.

Færðu inn athugasemd

Sameiningarkosningar í A-Hún 5.júní?

Sameiningarviðræður fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu hafa staðið með hléum undanfarin ár. Nú er stefnt að því að halda kosningu meðal íbúanna þann 5. júní n.k. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Blönduósbær, Húnavatnshreppur, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd.

Færðu inn athugasemd

Guðmundur Ingi vill leiða VG í Kraganum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sækist eftir að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Áður hafði Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður flokksins í kjördæminu lýst yfir að hann sækist eftir að leiða listann.

Færðu inn athugasemd

Forval hjá VG í öllum kjördæmum

Vinstrihreyfingin grænt framboð mun nota forval, prófkjör meðal flokksmanna, til að raða í efstu sæti á framboðslistum sínum. Forvali í Norðausturkjördæmi er lokið þar sem Óli Halldórsson varð efstur og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður í öðru sæti en Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður til áratuga, gefur ekki kost á sér áfram. Í Suðurkjördæmi hafa fimm einstaklingar boðið sig fram til að leiða lista flokksins í því kjördæmi en Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður gefur ekki kost á sér áfram. Framboðsfrestur í Suðurkjördæmi rennur út 8. mars. Framboðsfrestur í Suðvesturkjördæmi rennur út 24. mars, þann 2. apríl í Norðvesturkjördæmi og 25. apríl í Reykjavíkurkjördæmunum.

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál Samfylkingarinnar

Samfylkingin hefur samþykkt framboðslista sína í Reykjavík. Í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi verður stillt upp á lista en í Norðvesturkjördæmi hefur verið ákveðið að kjósa um fjögur efstu sætin á kjördæmisþingi þann 27. mars n.k. en framboðsfrestur rennur út 4 dögum fyrr. Ljóst er að tveir af þingmönnum flokksins verða ekki í kjöri í haust en það eru þau Albertína Elíasdóttir sem ekki gefur kost á sér og Ágúst Ólafur Ágústsson sem ekki er á lista flokksins í Reykjavík.

Færðu inn athugasemd

Tæplega fimmtíu í prófkjörum Pírata

Samtals hafa 49 einstaklingar skráð sig í prófkjör Pírata í öllum kjördæmum landsins þegar þetta er skrifað. Það skiptist þannig: Reykjavíkurkjördæmin 23, Suðvesturkjördæmi 9, Norðvesturkjördæmi 6, Norðausturkjördæmi 5 og Suðurkjördæmi 6. Framboðsfrestur rennur út kl.14 n.k. miðvikudag og rafrænt prófkjör hefst kl.16 sama dag.

Færðu inn athugasemd