Sjö í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Grindavík

sjalfstflSjö gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík sem fer fram laugardaginn 24.febrúar n.k. Þau eru:

 

sækist eftir 2014
Hjálmar Hallgrímsson 1.sæti 1.sæti
Jóna Rut Jónsdóttir 2.sæti 3.sæti
Birgitta Káradóttir 2.-3.sæti 10.sæti
Guðmundur Pálsson 3.sæti 2.sæti
Gunnar Ari Harðarson 4.-6.sæti 9.sæti
Hulda Kristín Smáradóttir 5.-7.sæti
Irmý Rós Þorsteinsdóttir 5.-7.sæti

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut þrjá bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Grindavík í kosningunum 2014.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Sósíalistaflokkurinn í borgarmálin

SosialistaflokkurSósíalistaflokkur Ísands stefnir á framboð í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var samþykkt á fundi flokksins í dag.

Það gæti því stefnt í þrettán framboð verði við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Þeir eru: Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Íslenska þjóðfylkingin, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Píratar, Alþýðufylkingin, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Frelsisflokkurinn auk Sósíalistaflokks Íslands.

Færðu inn athugasemd

Viðreisn auglýsir eftir frambjóðendum

vidreisnÍ Fréttablaðinu í dag auglýsir Viðreisn eftir frambjóðendum í eftirtöldum sveitarfélögum: Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Reykjanesbæ, Akranesi, Ísafjarðarbæ, Akureyri og Sveitarfélaginu Árborg.

Færðu inn athugasemd

Listi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

sjalfstflListi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri var samþykktur í gærkvöldi. Hann er þannig skipaður:

1. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi 12.Guðný Friðriksdóttir, framkv.stjóri hjúkrunar
2. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi 13.Björn Ómar Sigurðsson, byggingaverktaki
3. Þórhallur Jónsson , verslunarmaður 14.Axel Darri Þórhallsson, viðskiptafræðinemi
4. Lára Halldóra Eiríksdóttir, grunnskólakennari 15.Heiðdís Austfjörð, förðunarmeistari
5. Berglind Ósk Guðmundsdóttir, laganemi 16.Guðmundur Þ. Jónsson, skipstjóri
6. Þórhallur Harðarson, mannauðsstjóri 17.Svava Þ. Hjaltalín, grunnskólakennari
7. Elías Gunnar Þorbjörnsson, skólastjóri 18.Jens K. Guðmundsson, læknir
8. Þórunn Sif Harðadóttir, starfsmannastjóri 19.Aron Elí Gíslason, framhaldsskólanemi
9. Sigurjón Jóhannesson, rafmagnsverkfræðingur 20.Erla Björnsdóttir, verkefnstjóri og hjúkrunarfr.
10.Marsilía Sigurðardóttir, fjármálastjóri 21.Elín Margrét Hallgrímsdóttir, fv.bæjarfulltrúi
11.Kristján Blær Sigurðsson, framhaldsskólanemi 22.Þóra Ákadóttir, fv.bæjarfulltrúi

Færðu inn athugasemd

María Grétarsdóttir leiðir Miðflokkinn í Garðabæ

MMaría Grétarsdóttir bæjarfulltrúi M-lista Fólksins í bænum í Garðabæ mun leiða lista Miðflokksins í Garðabæ. María var kjörin í bæjarstjórn 2014 en var áður varamaður í bæjarstjórn tímabilið 2010-2014. Hún var varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1998-2006. María tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2006 en lenti í 10.sæti og tók ekki sæti á lista flokksins.

Færðu inn athugasemd

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ

sjalfstflÚrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ voru birt á facebook síðu félagsins. Röð efstu manna var þessi:

1. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
2. Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri
3. Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi
4. Rúnar Bragi Guðlaugsson, varabæjarf.og framkv.stjóri
5. Arna Hagalínsdóttir, atvinnurekandi og fjármálastjóri
6. Hafsteinn Pálsson, bæjarfulltrúi og verkfræðingur
7. Helga Jóhannesdóttir, fjármálastjóri
8. Kristín Ýr Pálmadóttir, hársnyrtimeistari og aðalbókari

Færðu inn athugasemd

Úrslit í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík

samfylkingForval Samfylkingarinn í Reykjavík fór fram í dag. Helstu tíðindi voru að Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi fór úr þriðja sæti niður í það fimmta og Heiða Björg Hilmisdóttir færðist upp úr sjötta sæti í það annað og Skúli Helgason fór úr fimmta sæti upp í það þriðja. Samtals greiddu 1859 atkvæði en 7 atkvæði voru auð eða ógild.

Samfylking óskaði eftir sæti 2014 atkvæði Hlutfall í sæti
1. Dagur Eggertsson, borgarstjóri 1.sæti 1.sæti 1.610 86,93%  1.sæti
2. Heiða Björk Hilmisdóttir, borgarfulltrúi 2.sæti 6.sæti 1.126 60,80%  1.-2.sæti
3. Skúli Helgason, borgarfulltrúi 3.sæti 5.sæti 708 38,23%  1.-3.sæti
4. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi 2.sæti 4.sæti 732 39,52%  1.-4.sæti
5. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi 3.sæti 3.sæti 779 42,06%  1.-5.sæti
6. Sabine leskopdf, varaborgarfulltrúi 3.-4.sæti 9.sæti 863 46,60%  1.-6.sæti
7. Guðrún Ögmundsdóttir, fv.alþingismaður 5.-7.sæti 28.sæti 991 53,51%  1.-7.sæti
8. Magnús Már Guðmundsson, varaborgarf. 4.sæti 7.sæti 1.034 55,83%  1.-8.sæti
9. Dóra Magnúsdóttir, varaborgarfulltrúi 4.sæti 8.sæti 1.012 54,64%  1.-9.sæti
10. Ellen Calmon, fv.formaður ÖBÍ 5.sæti 1.073 57,94%  1.-10.sæti
11. Aron Leví Beck, form.FUJ í Reykjavík 3.sæti 1.027 55,45%  1.-10.sæti
12. Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri 4.-6.sæti 1.010 54,54%  1.-10.sæti
13. Teitur Atlason, fulltrúi á Neytendastofu 7.-9.sæti 22.sæti 891 48,11%  1.-10.sæti
14. Þorkell Heiðarsson, náttúrufræðingur 5.-7.sæti 771 41,63%  1.-10.sæti

Færðu inn athugasemd