Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi

sjalfstflPrófkjör Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fór fram á laugardaginn. Samtals greiddu 711 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar voru 26 og gild atkvæði því 685. Úrslit urðu sem hér segir:

1. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri 534 78,0% 1.sæti
2. Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi 533 77,8% 1.-2.
3. Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi 504 73,6% 1.-3.
4. Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi 422 61,6% 1.-4.
5. Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur
6. Sigríður Sigmarsdóttir, sölustjóri
7. Guðrún Jónsdóttir, grunnskólakennari
Neðar lentu:
Ásgeir G. Bjarnason, framkvæmdastjóri
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, ráðgjafi
Hannes Tryggvi Hafsteinsson, framkvæmdastjóri
Kristján Hilmir Baldursson, háskólanemi
Lárus Gunnarsson, háskólanemi
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Listi Samfylkingarinnar í Kópavogi

samfylkingSamfylkingin í Kópavogi hefur birt framboðslista sinn. Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi leiðir listann eins og síðast en Sigríður Ása Richardsdóttir bæjarfulltrúi gefur ekki kost á sért til endurkjörs. Þetta er fyrsti framboðslistinn sem kemur fram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í bæjarstjórnarkosningunum 2014 hlaut Samfylkingin tvo bæjarfulltrúa í Kópavogi.

Listinn er þannig skipaður:

1. Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi 12. Hlín Bjarnadóttir, sjúkraþjálfari
2. Bergljót Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri 13. Steingrímur Steingrímsson, verktaki
3. Elvar Páll Sigurðsson, ráðgjafi 14. Róbert Gíslason, framhaldsskólanemmi
4. Donata H. Bukowska, ráðgjafi 15. Helga Elínborg Jónsdóttir, leikskólastjóri
5. Kristín Sævarsdóttir, vörustjóri 16. Jóhann Hansen, viðskiptafræðingur og listmunasali
6. Steini Þorvaldsson, fjármálastjóri 17. Jóna Björg Gísladóttir, markaðsstjóri
7. Erlendur Geirdal, tæknifræðingur 18. Magnús Norðdahl, lögfræðingur
8. Svava Sigríður Svavarsdóttir, heimilisfræðikennari 19. Margrét Tryggvadóttir, fv.alþingismaður
9. Tómas Þór Tómasson, viðskipta- og sagnfræðingur 20. Skafti Þ. Halldórsson, fv.deildarstjóri
10. Þóra Marteinsdóttir, tónlistarkennari 21. Rannveig Guðmundsdóttir, fv.alþingismaður
11. Sigurður Grétarsson, sérfræðingur 22. Sigríður Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúi

Færðu inn athugasemd

Tólf í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi

Tólf gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Þar á meðal eru allir 4 bæjarfulltrúar flokksins. Prófkjörið fer fram þann 20. janúar n.k. Frambjóðendur eru:

Framboð í prófkjöri Sjálfstæðisflokks sækist eftir 2014
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri 1.sæti 1.sæti
Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi 2.-3.sæti 3.sæti
Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjafulltrúi 2.-3.sæti 4.sæti
Magnús Örn Guðmundsson, bæjarfulltrúi 2.sæti 5.sæti
Kristján Hilmir Baldursson, háskólanemi 2.-3.sæti
Sigríður Sigmarsdóttir, sölustjóri 3.sæti 8.sæti
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, ráðgjafi 3.-4.sæti
Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur 3.-4.sæti
Hannes Tryggvi Hafsteinsson, framkvæmdastjóri 3.-5.sæti
Guðrún Jónsdóttir, grunnskólakennari 4.-5.sæti
Ásgeir G. Bjarnason, framkvæmdastjóri 4.-5.sæti 10.sæti
Lárus Gunnarsson, háskólanemi 6.sæti

Færðu inn athugasemd

Metfjöldi framboða í Reykjavík?

rvkMiðað við umfjallanir og yfirlýsingar stjórnmálaafla verður líklega metfjöldi framboða í  komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Öll framboð sem eiga fulltrúa í borgarstjórn munu bjóða fram aftur en þau eru: Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin, Vinstrihreyfingin grænt framboð og Píratar. Þá hafa a.m.k. sex flokkar í viðbót boðað framboð. Það eru Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn,  sem öll eiga fulltrúa á Alþingi, Alþýðufylkingin sem boðið hefur fram í undanförnum alþingiskosningum og síðustu borgarstjórnarkosningum, Íslenska þjóðfylkingin sem ekki náði að bjóða fram í síðustu alþingiskosningum og Frelsisflokkurinn. Þá hefur verið rætt um sérstakt Kvennaframboð. Að auki er óvissa um framboð Sósíalistaflokks ÍslandsHúmanistaflokksins og Dögunar sem bauð fram í einu kjördæmi í síðustu alþingiskosningum.

Þá hefur Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sem kosin var af lista Framsóknarflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningunum gefið því undir fótinn að fara í framboð. Ekki ljóst hvort það væri á eigin vegum eða innan einhverra ofangreindra flokka en hún hefur þó útilokað Framsóknarflokkinn og Miðflokkinn.

Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að samtöl eigi sér stað á milli Bjartrar framtíð og Viðreisnar um samvinnu eða sameiginleg framboð í sveitarstjórnum í vor.

 

Samtals eru þetta 16 möguleg framboð auk Sveinbjargar. Ekki er við því að búast að öll framboð komi fram. Í sveitarstjórnarkosningum þarf framboðslisti að lágmarki að innihalda janfmörg nöfn og kjósa á í sveitarstjórn. Í Reykjavík eru það 23 auk meðmælenda.

Færðu inn athugasemd

Fimm í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

sjalfstflFimm framboð bárust í leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 27. janúar n.k. Frambjóðendur eru þau Áslaug Friðriks­dótt­ir borg­ar­full­trúi, Eyþór Arn­alds fram­kvæmda­stjóri, Kjart­an Magnús­son borg­ar­full­trúi, Viðar Guðjohnsen, leigu­sali og at­hafnamaður, og Vil­hjálm­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður. Aðeins er kosið um efsta sætið í prófkjörinu og mun uppstillingarnefnd stilla upp í hin sæti listans.

Færðu inn athugasemd

Vilhjálmur Bjarnason gefur kost á sér í leiðtogaprófkjöri

sjalfstflVilhjálmur Bjarnason fv. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 2013-2017 hefur ákveðið að gefa kost á sér í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann er fjórði einstaklingurinn til að gefa kost á sér. Aðrir sem gefa kost á sér eru borgarfulltrúarnir Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon og Eyþór Arnalds fv.bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Árborg. Framboðsfrestur rennur út kl.16 í dag.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfrestur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út í dag.

sjalfstflFramboðsfrestur í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rennur út í dag kl.16. Þrír hafa þegar lýst yfir framboði. Það eru þau Kjartan Magnússon borgarfulltrúi sem var síðast í 3.sæti, Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi sem var síðast í 4. sæti og Eyþór Arnalds sem var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Sveitarfélaginu Árborg í kosningunum 2006 og 2010.

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 4 borgarfulltrúa. Halldór Halldórsson oddviti listans gefur ekki kost á sér áfram og Júlíus Vífill Ingvarsson sem skipaði 2. sætið síðast sagði af sér sem borgarfulltrúi á kjörtímabilinu.

Færðu inn athugasemd