Framfaraflokkurinn boðar framboð

kosn2016Innanríkisráðuneytið úthlutaði Framfaraflokknum, sem er nýr stjórnmálaflokkur, listabókstafnum N síðastliðinn fimmtudag. Í viðtali við mbl.is segir Þormar Jónsson, sem er forsvari fyrir flokkinn, að stofnfundur flokksins verði haldinn um helgina og flokkurinn stefni á framboð í öllum kjördæmum. Jafnframt segir hann flokkinn jarðbundinn og lausnamiðaðann en vill hvorki staðsetja hann til hægri eða vinstri.

Færðu inn athugasemd

Úrslit í forvali VG í Norðvesturkjördæmi

VGÚrslit liggja fyrir í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi.

  1. Lilja Rafney Magnúsdóttir 328 atkvæði í 1.sæti – 41,7%. (Bjarni Jónsson 307)
  2. Bjarni Jónsson 359 atkvæði í 2.sæti – 45,6%. (Lárus Hannesson 286)
  3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir 359 atkvæði í 3.sæti – 45,6%. (Lárus Hannesson 343)
  4. Lárus Á. Hannesson 403 atkvæði í 4.sæti – 51,2%. (Rúnar Gíslason 361 og Þóra Bjartmarsdóttir 347)
  5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir 478 atkvæði í 5.sæti – 60,7%. (Rúnar Gíslason 419)
  6. Rúnar Gíslason 464 atkvæði í 6.sæti – 59,0%
  7. Reynir Eyvindarson 429 atkvæði í 6.sæti – 54,5%
  8. – 9. sæti Berghildur Pálmadóttir og Hjördís Pálsdóttir báðar með 382 atkvæði í 6.sæti – 48,5% 10.sæti Ingi Hans Jónsson 276 atkvæði í 6.sæti og 11.sæti Bjarki Hjörleifsson með 174 atkvæði í 6.sæti.

Færðu inn athugasemd

Staða framboðsmála

kosn2016Staða framboðsmála er óðum að skýrast þegar að tæpar fimm vikur eru til kosninga. Tólf framboð hafa birt framboðslista í a.m.k. einu kjördæmi og á þessari stundu er ekki vitað til að fleiri flokkar eða samtök undirbúi framboð. Staða framboðsmála einstakra framboða er eftirfarandi:
Framsóknarflokkur og Samfylking hafa birt framboðslista í öllum kjördæmum.
Sjálfstæðisflokkur hefur birt framboðslista í öllum kjördæmum nema Suðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
Píratar hafa birt framboðslista í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi þar sem að prófkjöri er lokið.
Viðreisn hefur birt framboðslista í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi þar sem aðeins efsta sæti hefur verið tilkynnt.
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur birt framboðslista í fjórum kjördæmum. Í Suðvesturkjördæmi verður gengið frá lista annað kvöld. Talning stendur yfir í forvali flokksins í Norðvesturkjördæmi en fyrirhugað er að ganga frá lista á fimmtudaginn.
Björt framtíð hefur birt sex efstu nöfn í öllum kjördæmum.
Dögun hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og fimm efstu nöfn í Suðurkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Alþýðufylkingin hefur birt lista í Reykjavíkurkjördæmi norður og í Norðausturkjördæmi. Að auki hefur flokkurinn birt efsta sætið í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Íslenska þjóðfylkingin hefur birt lista í Suðvesturkjördæmi og hverjir leiði lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum. Flokkurinn boðar framboð í öllum kjördæmum.
Flokkur fólksins hefur birt framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður og boðar framboð í öllum kjördæmum.
Húmanistaflokkurinn hefur birt framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður en óljóst er í hvaða kjördæmum flokkurinn býður fram lista.

Færðu inn athugasemd

Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur

sjalfstflListi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur í dag. Hann er þannig:

1.  Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður 9.  Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar og bóndi
2.  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, lögfræðingur og aðstoðarmaður ráðherra 10.  Steinunn Guðný Einarsdóttir, sjómaður og ferðamálafræðingur
3.  Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður ráðherra 11.  Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur og sauðfjárbóndi
4.  Hafdís Gunnarsdóttir, forstöðumaður 12.  Böðvar Sturluson, framkvæmdastjóri og vörubifreiðarstjóri
5.  Jónína Erna Arnardóttir, tónlistarkennari og sveitarstjórnarfulltrúi 13.  Pálmi Jóhannsson, framkvæmdastjóri og pípulagningamaður
6.  Aðalsteinn Orri Arason, verktaki og búfræðingur 14.  Guðmundur Brynjar Júlíusson, nemi
7.  June Scholtz, fiskvinnslukona 15.  Þrúður Kristjánsdóttir, fyrrverandi skólastjóri
8.  Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra 16.  Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis.

Færðu inn athugasemd

Listi Framsóknar í Suðurkjördæmi

framsoknListi Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur í dag. Kosið var um efstu sæti listans og hlaut Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra 100% atkvæða í 1.sæti. Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingismaður var kjörin í 2.sæti og Ásgerður Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur á Höfn í það 3.

1. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra 11.Stefán Geirsson
2. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður 12.Jón Sigurðsson
3. Ásgerður Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur 13.Hrönn Guðmundsdóttir
4. Einar Freyr Elínarson, ferðaþj.og sauðfjárbóndi 14.Ármann Friðriksson
5. Sæbjörg Erlingsdóttir 15.Þorvaldur Guðmundsson
6. Gissur Jónsson 16.Sigrún Þórarinsdóttir
7. Hjörtur Waltersson 17.Jóhannes Gissurarson
8. Lára Skæringsdóttir 18.Sæbjörg M. Vilmundsdóttir
9. Guðmundur Ómar Helgason 19.Haraldur Einarsson, alþingismaður
10.Sandra Rán Ásgrímsdóttir 20.Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður

Færðu inn athugasemd

Listi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi

samfylkingListi Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi hefur verið birtur. Margrét Tryggvadóttir fv.alþingismaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar sem lenti í 3.sæti og var færð niður í 5.sæti vegna aldursákvæða tók ekki sæti á listanum.

1. Árni Páll Árnason, alþingismaður 14.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, ljósmóðir
2. Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi 15.Amal Tamimi, jafnréttisfulltrúi
3. Sema Erla Sedar, stjórnmála-og evrópufræðingur 16.Friðþjófur Karlsson, skólastjóri
4. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi 17.Birgitta Björg Jónsdóttir, háskólanemi
5. Símon Birgisson, dramatúrg 18.Gísli Geir Jónsson, verkfræðingur
6. Steinunn Dögg Steinsen, verkfræðingur 19.Ýr Gunnlaugsdóttir,
7. Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari 20.Andrea Dagbjört Pálsdóttir, menntaskólanemi
8. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri 21.Hjalti Már Þórisson, læknir
9. Algirdas Slapikas, formaður Stál-úlfs 22.Svala Björgvinsdóttir, tónlistarmaður
10.Þóra Marteinsdóttir, tónlistarkennari og tónskáld 23.Jónas Sigurðsson, húsasmiður og fv.bæjarfulltrúi
11.Óskar Steinn Ómarsson, háskólanemi 24.Jóhanna Axelsdóttir, kennari
12.Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, ráðgjafi 25.Magnús Orri Schram, fv.alþingismaður
13.Gylfi Ingvarsson, vélvirki 26.Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður

Færðu inn athugasemd

Listi Samfylkingarinnar í Norðvestur

samfylkingListi Samfylkingarinnar í Norðvestur var samþykktur í morgun. Hann er þannig skipaður:

1. Guðjón S. Brjánsson, forstjóri, Akranesi 9. Guðrún Eggertsdóttir, viðskiptafræðingur, Vesturbyggð
2. Inga Björk Bjarnadóttir, háskólanemi, Borgarbyggð 10. Pétur Ragnar Arnarsson, slökkviliðsstjóri, Húnaþingi vestra
3. Hörður Ríkharðsson, kennari, Blönduósbæ 11. Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, héraðsskjalavörður, Akranesi
4. Pálína Jóhannsdóttir, kennari, Bolungarvíkurkaupstaður 12. Eysteinn Gunnarsson, rafveituvirki, Strandabyggð
5. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnastjóri, Svf. Skagafirði 13. Sólveig Heiða Úlfsdóttir, háskólanemi, Borgarbyggð
6. Garðar Svansson, fangavörður, Grundarfjarðarbæ 14. Bryndís Friðgeirsdóttir, verkefnastjóri, Ísafjarðarbæ
7. Sæmundur Kristján Þorvaldsson, framkv.stjóri, Ísafjarðarbæ 15. Gunnar Rúnar Kristjánsson, verkefnastjóri, Húnavatnshreppi
8. Guðjón Viðar Guðjónsson, rafvirki, Akranesi 16. Sigrún Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi, Akranesi

Færðu inn athugasemd