Skoðanakönnun frá Maskínu

Skoðanakönnun frá Maskínu var birt í gær á Stöð 2 og Vísi. Samkvæmt henni hefur Halla Hrund Logadóttir mest fylgi, þá Katrín Jakobsdóttir og þá Baldur Þórhallsson. Jón Gnarr er síðan nokkuð á eftir þeim. Niðurstöður voru sem hér segir: (í sviga eru síðustu kannanir frá Gallup, Prósent og Maskínu).

  • Halla Hrund Logadóttir 26,2% (16%, 18%, 10,5%)
  • Katrín Jakobsdóttir 25,4% (31%, 23,8%, 31,4%)
  • Baldur Þórhallsson 21,2% (28%, 27,2%, 24%)
  • Jón Gnarr 15,2% (15%, 17,2%, 18.9%)
  • Halla Tómasdóttir 4,1% (4%, 5,8%, 7,3%)
  • Arnar Þór Jónsson 3,3% (3%, 2,8%, 3,8%)
  • Ásdís Rán Gunnarsdóttir 1,5% (_, 1,1%, 1,3%)
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 1,2% (1%, 2,1%, 1,8%)
  • Ástþór Magnússon 0,5% (_, 1,1%, 0,6%)
  • Helga Þórisdóttir 0,2% (_, 0,1%, 0,0%)

Eiríkur Ingi Jóhannsson, Kári Vilmundarson Hansen og Viktor Traustason sem einnig skiluðu inn framboðum hafa ekki fengið mælingu í skoðanakönnunum.

Þrettán skiluðu inn forsetaframboði

Framboðsfrestur fyrir forsetakosningarnar þann 1. júní nk. rann út á hádegi í dag. Samtals skiluðu þrettán inn framboði en á sama tíma voru 78 skráðir í meðmælasöfnun á Ísland.is. Landskjörstjórn mun í framhaldinu yfirfara og úrskurða um gildi framboðanna.

Þau sem skiluðu inn framboði eru: Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Baldur Þórhallsson, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir, Kári Vilmundarson Hansen, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Traustason.

Framboðsfrestur að renna út

Framboðsfrestur vegna forsetakosninganna 1. júní n.k. rennur út á hádegi í dag. Samkvæmt fréttum og tilkynningum frá frambjóðendum hafa 10 einstaklingar náð lágmarksfjölda meðmælenda í öllum landsfjórðungum. Þau eru: Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Helga Þórisdóttir, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Upp úr hádegi í dag ætti að liggja fyrir hverjir skiluðu inn meðmælalistum en 2. maí verður tilkynnt hverjir verða í framboði.

Sólarhringur til loka framboðsfrests

Á hádegi á morgun rennur út framboðsfrestur vegna forsetakjörs. Samtals eru 81 einstaklingur skráðir í meðmælasöfnun vegna forsetakosninga á Ísland.is. Þar af eru 46 sem ekki hafa öðrum hætti gefið í skyn að þeir séu raunverulega að sækjast eftir að komast á kjörseðilinn.

Þeir sem hafa náð lágmarksfjölda meðmælenda skv. fjölmiðlum (9): Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Þeir sem eru í framboði og eru sennilega næst því að ná lágmarksfjölda meðmælenda (7): Angela Snæfellsjökuls Rawlings, Eiríkur Ingi Jóhannsson, Guðbergur P. Guðbergsson, Guðmundur Felix Grétarsson, Helga Þórisdóttir, Sigríður Hrund Pétursdóttir og Viktor Traustason.

Þeir sem eru í framboði en eru ekki áberandi í umræðunni (19): Agnieszka Sokolowska, Axel Pétur Axelsson, Borgþór Alex Óskarsson, Fjölnir Már Baldursson, Guðmundur Sveinn Bæringsson, Guðmundur Þór Norðdahl, Guðni Þór Þrándarson, Halldór Halldórsson, Húni Húnfjörð, Jens Óli Jensson, Jóhann Vívill Magnússon, Jón Albert Óskarsson, Jón Pétur Kristjánsson, Jósep Hjálmar Sigurðsson, Karl Olgeir Gardarsson Fossmo, Magnús Ingberg Jónsson, Pétur Gísli Finnbjörnsson, Róbert Breiðfjörð Jóhannesson, Sigurlaugur Oddur Jónsson

Skoðanakönnun frá Gallup

RÚV.is birtir í dag skoðanakönnun frá Gallup sem gerð var dagana 17.-22. apríl um fylgi forsetaframbjóðenda. Niðurstöður eru sem hér segir: (í sviga tölur úr skoðanakönnunum Prósents, Maskínu, Prósent og Gallup).

  • Katrín Jakobsdóttir 31% (23,8% – 31,4% – 22,1% – 30%)
  • Baldur Þórhallsson 28% (27,2% – 24,0% – 25,8% – 26%)
  • Halla Hrund Logadóttir 16% (18,0% – 10,5% – 10,6% – 4%)
  • Jón Gnarr 15% (17,2% – 18,9% – 16,8% – 18%)
  • Halla Tómasdóttir 4% (5,8% – 7,3% – 4,3% – 7%)
  • Arnar Þór Jónsson 3% (2,8% – 3,8% – 2,9% – 4%)
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir 1% (2,1% – 1,8% – 2,9% – 2%)
  • Aðrir 1% (3,2% – 2,3% – 2,1% – 3%)

Þrír dagar eftir af framboðsfresti

Eins og margoft hefur komið fram rennur framboðsfrestur fyrir forsetakosningarnar 1. júní út á hádegi n.k. föstudag. Á Ísland.is eru 82 skráðir í meðmælasöfnun fyrir forsetaframboð. Hægt er að skipta þeim í fjóra flokka.

Þeir sem hafa náð lágmarksfjölda meðmælenda skv. fjölmiðlum (9): Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon Wium, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr, Katrín Jakobsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

Þeir sem eru í framboði og eru í umræðunni (5): Eiríkur Ingi Jóhannsson, Guðbergur P. Guðbergsson, Guðmundur Felix Grétarsson, Helga Þórisdóttir og Sigríður Hrund Pétursdóttir.

Þeir sem eru í framboði en eru ekki áberandi í umræðunni (20): Agnieszka Sokolowska, Angela Snæfellsjökuls Rawlings, Axel Pétur Axelsson, Borgþór Alex Óskarsson, Fjölnir Már Baldursson, Guðmundur Sveinn Bæringsson, Guðmundur Þór Norðdahl, Guðni Þór Þrándarson, Halldór Halldórsson, Húni Húnfjörð, Jens Óli Jensson, Jóhann Vívill Magnússon, Jón Albert Óskarsson, Jón Pétur Kristjánsson, Jósep Hjálmar Sigurðsson, Karl Olgeir Gardarsson Fossmo, Magnús Ingberg Jónsson, Pétur Gísli Finnbjörnsson, Róbert Breiðfjörð Jóhannesson og Viktor Traustason.

Að síðustu þeir 48 sem eru skráðir eru í meðmælasöfnunina sem ekki eru neinar upplýsingar um að séu raunverulega í framboði.