Langlífustu samfelldu einsflokksmeirihlutarnir

  • 14 kjörtímabil – 56 ár – Sjálfstæðisflokkurinn á Seltjarnarnesi
  • 13 kjörtímabil – 52 ár – Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ
  •   6 kjörtímabil – 24 ár – Skagastrandarlistinn í Sveitarfélaginu Skagaströnd
  •   4 kjörtímabil – 16 ár – H-listinn í Hrunamannahreppi
  •   3 kjörtímabil – 12 ár – E-listinn í Sveitarfélaginu Vogum, J-listi Félagshyggjufólks í Strandabyggð, Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum og Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði
  • 2,5 kjörtímabil – 10 ár – A-listi Samstöðu í Þingeyjarsveit
  •   2 kjörtímabil – 8 ár – Sjálfstæðisflokkur í Mosfellsbæ, Sjálfstæðisflokkur í Sveitarfélaginu Garði, Bæjarmálafélagið Samstaða í Grundarfirði, Sjálfstæðisflokkur og óháðir í Vesturbyggð, Sjálfstæðisflokkur og óháðir í Bolungarvík, L-listinn á Blönduósi, B-listi Framfarasinna í Mýrdalshreppi, Framsóknarmenn o.fl. í Rangárþingi eystra, T-listinn í Bláskógabyggð, C-listinn í Grímsnes- og Grafningshreppi og Sjálfstæðisflokkur í Hveragerði

Í nokkrum tilfellum er öruggt að valdatíminn verður ekki lengri. Í Strandabyggð verður óhlutbundin kosning, Sveitarfélagið Garður hefur sameinast Sandgerði, B-listi Framfarasinna býður ekki fram í Mýrdalshreppi og C-listinn býður ekki fram í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun í Reykjavík

rvkMorgunblaðið birtir í dag skoðanakönnun sem unnin er af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Samfylkingin mælist stærst og fengi 8 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 7, Píratar 2 og Vinstrihreyfingin grænt framboð með 2. Þá mælast Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Miðflokkurinn með einn borgarfulltrúa hver flokkur. Þetta þýðir að meirihlutinn í borgarstjórn heldur með 12 borgarfulltrúa af 23 þó flokkarnir séu með innan við helming atkvæða.

Fulltrúi Framsóknarflokks er síðasti maður inn í borgarstjórn rétt á eftir öðrum manni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs,sjöunda manni Sjálfstæðisflokks, fulltrúa Sósíalistaflokksins, öðrum manni Pírata og áttunda manni Samfylkingar. Næstur inn er fulltrúi Flokks fólksins.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun í Árborg

ArborgFréttavefurinn dfs.is birtir í dag skoðanakönnun sem gerð var af Gallup um fylgi flokka í Sveitarfélaginu Árborg.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur og fengi 4 bæjarfulltrúa af 9, tapaði einum og missti þannig meirihlutann. Samfylkingin mælist með 2 bæjarfulltrúa, Framsóknarflokkur, Miðflokkur og Áfram Árborg, sameiginlegt framboð Pírata og Viðreisnar hljóta samkvæmt könnuninni einn fulltrúa hvert framboð.

Næsti frambjóðandi inn er fyrsti maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboð en annar maður Samfylkingar er seinastur inn, rétt á undan fjórða fulltrúa Sjálfstæðisflokks, fyrsta fulltrúa Áfram Árborgar og fyrsta fulltrúa Miðflokksins.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun í Reykjavík

RvkViðskiptablaðið birti í dag skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Reykjavík sem Gallup gerði fyrir blaðið. Samfylkingin mælist með 9 borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 7, Píratar 3, Viðreisn 1, Sósíalistaflokkur Íslands 1, Miðflokkurinn 1 og Vinstrihreyfingin grænt framboð 1. Meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs heldur því með 13 borgarfulltrúa af 23.

Síðastur inn er níundi maður Samfylkingarinnar. Næstir því að komast inn er fulltrúi Framsóknarflokks sem vantar innan við 0,2%, 2.maður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem vantar ríflega 0,2% og fulltrúi Flokks fólksins sem vantar 0,6%.

Kvennahreyfinguna, Borgina okkar, Karlalistann og Höfuðborgarlistann vantar mun meira til að ná kjörnum fulltrúa. Íslenska þjóðfylkingin, Frelsisflokkurinn og Alþýðufylkingin mældust ekki í könnuninni.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun í Kópavogi

kopavogurFréttablaðið og frettabladid.is birta í dag skoðanakönnun um fylgi flokkanna í Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur og fengi 5 bæjarfulltrúa. Samfylkingin mælist með 2bæjarfulltrúa. Framsóknarflokkur, sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, Píartar og Vinstrihreyfingin grænt framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert framboð. Miðflokkurinn, Okkar Kópavogur og Sósíalistaflokkur Íslands fá ekki kjörinn bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni.

Síðastur inn er fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og fulltrúi Bjartar framtíðar og Viðreisnar þar rétt á undan. Samfylkinguna vantar lítið til að bæta þriðja manninum við sig. Miðflokkinn vantar 1,4% til að fá mann kjörinn og Okkar Kópavog vantar 2%. Sósíalistaflokkurinn þyrfti að nær þrefalda fylgi sitt til að ná kjörnum bæjarfulltrúa.

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun í Hafnarfirði

hafnFréttablaðið og frettabladid.is gerðu skoðanakönnun í Hafnarfirði í gær um hvað fólk myndi kjósa í komandi bæjarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 32% og 4-5 fulltrúa og Samfylkingin 19,2% og 2-3 en fimmti maður Sjálfstæðisflokks og þriðji maður Samfylkingar eru jafnir. Þá mælist Framsóknarflokkur með 11,6% og einn mann pg vantar ríflega eitt prósent il að ná inn sínum öðrum manni, Miðflokkur og Píratar með 9,7% og einn mann hvor flokkur. Vinstrihreyfingin grænt framboð er með 8,3% og einn mann. Viðreisn er með 5,8% og vantar innan við eitt prósent til að ná inn manni og Bæjarlistinn mælist aðeins með 3,1% og þarf ríflega að tvöfalda fylgi sitt til að ná inn.

Færðu inn athugasemd

Tveir listar í Súðavíkurhreppi

Ekki verður sjálfkjörið í Súðavíkurhreppi eins og áður hafði komið fram þar sem tveir listar verða í kjöri. Listarnir eru þannig:

E-listi Víkurlistans H-listi Hreppslistans
1. Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir, frumkvöðull 1. Steinn Ingi Kjartansson, oddviti
2. Karl Guðmundur Kjartansson, sjómaður 2. Guðbjörg Bergmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
3. Jóhanna R. Kristjánsdóttir, bóndi 3. Samúel Kristjánsson, sjómaður
4. Arthúr Rúnar Guðmundsson, stálsmiður 4. Örn Elías Guðmundsson, tónlistarmaður
5. Jónas Ólafur Skúlason, bílamálari 5. Elín Birna Gylfadóttir, kvikmyndargerðarkona
6. Þorbergur Kjartansosn, veiðieftirlitsmaður 6. Birgir Ragnarsson, fv.húsvörður
7. Árni Kristinn Þorgilsson, sjómaður 7. Ragnheiður Baldursdóttir, fv.svæðisstjóri
8. Ásgeir Hólm Agnarsson, gæðastjóri
9. Yordan Slavov Yordanov, stöðvarstjóri
10.Stella Guðmundsdóttir, ferðaþjónustufrömuður

Færðu inn athugasemd