Úthlutun jöfnunarsæta til framboða

kosn2016Í framhaldi af grein um úthlutun kjördæmissæta kemur hér útskýring á úthlutun jöfnunarsæta, stundum nefnd uppbótarsæti, milli framboða. Jöfnunarsæti eru níu og bætast við þau 54 sem úthlutað er miðað við úrslit í hverju kjördæmi. Þau eru tengd við kjördæmi. Eitt sæti fylgir Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi en tvö sæti Suðvesturkjördæmi og hvoru Reykjavíkurkjördæminu fyir sig. Tilgangur með jöfnunarsætum að flokkar fái sem þingsæti í sem bestu hlutfalli við atkvæðafjölda.

uppbot03Til að framboð eigi rétt á því að koma til álita við úthlutun jöfunarsæta þarf það að ná 5% gildra atkvæða á landsvísu. Ekki er rétt sem fram hefur komið að flokkur þurfi að bjóða
fram í öllum kjördæmum eins og fram hefur komið. Það gefur hins vegar auga leið að það er auðveldara að ná 5% markinu ef flokkur býður alls staðar fram.

jofn-mennTil að skilja þetta betur skulum við líta á dæmi. Dæmið er frá kosningunum 2003. Þá náðu fimm flokkar yfir 5% markið. B-listi var með 11 kjördæmakjörna þingmenn, D-listi 19, F-listi 2, S-listi 18 og V-listi 4. Næsti maður B-lista er þannig með 2707 atkvæði á bak við 12. mann sinn á með að D-listi er með 3.085 atkvæði á bak við sinn 20. mann, F-listi með 4.508 á bak við 3. mann o.s.frv. Þeir sem náðu kjöri eru skyggðir í efri töflunni og röð þeirra er í töflunni til hliðar. Þar sést að F-listinn á tvo efstu jöfnunarmenninna og næstur kemur jöfnunarmaður V-lista enda er það oftast þannig að atkvæði minni flokka nýtast ver við úthlutun kjördæmissæta.

Í þessum kosningunum vantaði V-lista 101 atkvæði til að fella S-lista manninn sem var síðastur inn og koma sínum sjötta manni inn. Sömuleiðis vantaði F-lista 502 atkvæði til að koma að sínum fimmta manni.

Í næstu grein verður að lokum farið yfir hvernig þingsæti skiptast niður á kjördæmi út frá þessum reglum.

 

Færðu inn athugasemd

Könnun frá Félagsvísindastofnun

Morgunblaðið birtir í dag könnun sem gerð var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands dagana 14.-19. október sl. Ef könnunin er borin saman við þrjá síðustu kannanir, þ.e. könnun Félagsvísindastofnunar 14. október, MMR 14.október og Fréttablaðsins 19. október kemur eftirfarandi í ljós:

 • Píratar 22,6% – 16 þingmenn – Þetta er mun meira fylgi en í könnun Félagsvísindastofnunar fyrir viku og heldur meira en í hinum könnunum tveimur.
 • Sjálfstæðisflokkur 21,1% -14 þingmenn, Mbl.is segir 15 þingmenn sem líklega byggir á sundurliðun eftir kjördæmum. Um er að ræða svipað fylgi og síðustu könnunum en heldur minna en í könnun Fréttablaðsins.
 • Vinstrihreyfingin grænt framboð 18,6% – 13 þingmenn – aukning frá fyrri könnun Félagsvísindastofnunar og MMR en á svipuðum stað og í Fréttablaðskönnuninni.
 • Framsóknarflokkur 9,1% – 6 þingmenn – svipað og í öðrum könnunum.
 • Viðreisn 8,8% – 6 þingmenn – mun minna en í fyrri könnun Félagsvísindastofnunar en heldur meira en í könnun Félagsvísindastofnunar.
 • Samfylking 6,5% – 4 þingmenn – svipað fylgi og í fyrri könnun Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins en mun minna fylgi en í könnun MMR.
 • Björt framtíð 6,0% – 4 þingmenn – heldur minna fylgi en í fyrri könnunum
 • Flokkur fólksins 3,8% – besta mæling flokksins til þessa.
 • Íslenska þjóðfylkingin 1,6% sem er mun minna en í fyrri könnunum.
 • Dögun 1,2% sem er lægsta mæling flokksins af þessum fjórum könnunum.
 • Alþýðufylkingin mælist með 0,5% og Húmanistaflokkurinn mælist ekki.

fel-fylgi

Eins og áður er tveggja flokka stjórn ekki í myndinni. En nú er uppi sú staða að núverandi stjórnarandstöðuflokkar geti myndað ríkisstjórn. Það eru Píratar, Vinstri grænir, Samfylking og Björt framtíð.

fel-menn

Færðu inn athugasemd

Könnun í Suðvesturkjördæmi

kosn2016Stöð2 birti í kvöld kjördæmakönnun fyrir Suðvesturkjördæmi í kjördæmaþætti stöðvarinnar. Samkvæmt könnuninn eru þingmenn Suðvesturkjördæmi: Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason fyrir Sjálfstæðisflokk, Óttar Proppé fyrir Bjarta framtíð, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrir Viðreisn, Árni Páll Árnason fyrir Samfylkingu, Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Vinstrihreyfingin grænt framboð, Jón Þór Ólafsson og  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fyrir Pírata. Jöfn í síðasta kjördæmasætinu eru síðan þau Eygló Harðadóttir Framsóknarflokki og Andri Þór Sturluson Pírötum. Næst því að komast inn er Ólafur Þór Gunnarsson annar maður á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Vilhjálmur Bjarnason fimmti maður á lista Sjálfstæðisflokksins.

sv

Færðu inn athugasemd

Útreikningur kjördæmissæta

kosn2016Þegar kosið er til fulltrúasamkomu eins og Alþingis er eitt mikilvægasta atriðið hvernig atkvæðum er breytt í þingmenn. Eitthvað virðast reglur um útreikning á kjördæmakjörnum þingmönnum þvælast fyrir sumum þeim fjölmiðlum sem hafa verið að birta skoðanakannanir að undanförnu. Í þessu dæmi eru notaðar niðurstöður úr kjördæmakönnum 365 miðla í Suðurkjördæmi. Hlutfallstölum hefur verið breytt í atkvæði og fjöldi gildra atkvæða úr forsetakosningunum í júní notuð sem viðmið.

utreikningurEfst á myndinni eru útreiknaðar niðurstöður úr könnuninni. Þar sést að A-listi er með 1517 atkvæði, B-listi 5270 o.s.frv. Til að finna út hversu mörg atkvæði hver frambjóðandi er með að baki sér er atkvæðatala listans tekin og deilt í hana með sætistölu viðkomandi frambjóðanda. Þannig er 1.maður A-lista með 1517 atkvæði á bak við sig, 2. maður A-lista með helminginn af því 758,5 atkvæði, 3.maður með þriðjunginn og svo áfram – sjá mynd.

uthlutunÍ framhaldi af þessum útreikningi er hægt að úthluta þingsætum. Í Suðurkjördæmi eru níu þingsæti. Flest atkvæði á bak við sig er 1.maður D-lista með 7891 atkvæði og verður hann þá fyrsti þingmaður kjördæmisins. Næstur honum er 1.maður B-lista með 5270 atkvæði og síðan 2.maður D-lista með 3945,5 atkvæði. Þetta gengur síðan svona koll af kolli þar til að níu sætum hefur verið úthlutað. Í myndinni að ofan eru þau sæti skyggð sem ná kjöri miðað við þessar forsendur. Níundi og síðasti þingmaðurinn yrði því 1.maður S-lista með 1876 atkvæði. Til fróðleiks eru sæti 10. 11. og 12. sett inn til að sýna hversu mörg atkvæði þeir hafa á bak við sig sem eru næstir inn. Það segir hins vegar ekki til um hversu mörg atkvæði einstök framboð vantar til að ná fleiri þingmönnum eða ná inn kjörnum þingmönnum til að komast að því þarf að taka atkvæðatölu þess þingmanns sem er síðastur inn. Í þessu tilfelli er það 1.maður S-lista vantarsem er með 1876 atkvæði á bak við sig.

Í þessu dæmi vantar 2.mann á V-lista 128 atkvæði til að fella 1. mann S-lista. Það reiknast þannig: 1876 x 2-3624=128. Talan 1876 er fjöldi atkvæða á bak við síðasta þingmanninn, 2 er sætistala næsta manns V-lista og 3624 er heildarfjöldi atkvæða V-lista. Sömuleiðis vantar P-lista þá 230 atkvæði til að koma sínum öðrum manni að, B-lista vantar 358 til að koma sínum þriðja manni að og A-lista 359 atkvæði til að koma sínum efsta manni inn.

Síðar verður vikið að því hvernig útreikningur jöfnunarsæta fer fram.

 

 

Færðu inn athugasemd

Framboð eftir kjördæmum

Landskjörstjórn birti í dag auglýsingu um framboð vegna alþingiskosninganna 29. október. Upplýsingar um einstök framboð hafa verið færð inn á einstakar kjördæmasíður tengla á þær er að finna hér: Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi, Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður.

Björt framtíð, Framsóknarflokkur, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Dögun og Vinstrihreyfingin grænt framboð bjóða fram í öllum kjördæmum. Alþýðufylkingin býður fram í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Íslenska þjóðfylkingin býður fram í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi og Húmanistaflokkurinn býður aðeins fram í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Yfirlitsmynd af framboðum eftir kjördæmum:

frambod

Færðu inn athugasemd

Könnun í Fréttablaðinu

Í morgun birtist ný skoðanakönnun um fylgi flokkanna.Niðurstöður voru þessar:

 • Sjálfstæðisflokkur 23,7% – 17  þingsæti – heldur meira en í síðustu viku
 • Píratar 20,7% – 14 þingsæti – heldur meira en í síðust viku
 • Vinstrihreyfingin grænt framboð 19,2% – 13 þingsæti – mun meira en í síðustu viku
 • Framsóknarflokkur – 8,5% – 6 þingsæti – svipað og í síðustu viku
 • Björt framtíð – 7,4% – 5 þingsæti – svipað og í síðustu viku
 • Viðreisn – 6,6% – 4 þingsæti – mun minna fylgi en í síðustu viku
 • Samfylking – 6,5% – 4 þingsæti – svipað fylgi og í síðusu viku
 • Flokkur fólksins 3,4% – engin þingsæti – mun hærri mæling en að meðaltali í síðustu viku.
 • Aðrir flokkar og framboð mælast með 4% sem er minna en í síðustu viku.

frb-fylgi

 

 

 

 

 

 

 

Þetta þýðir að samkvæmt könnuninni að engin tveggja flokka meirihlutastjórn er möguleg. Eigi að koma til ríkisstjórnar án Sjálfstæðisflokks þurfa bæði Píratar og Vinstrihreyfingin grænt framboð að koma að henni og tveir af minni flokkunum.

frb-menn

Færðu inn athugasemd

Listar Íslensku þjóðfylkingarinnar

islenskathjodÍslenska þjóðfylkingin fékk framboðslista samþykkta í Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi þeir eru þannig skipaðir:

Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. Jens G. Jensson, skipstjóri 1. Guðmundur Karl Þorleifsson, rafmagnsiðnfræðingur
2. Valgeir Ólafsson, skipstjóri 2. Reynir Heiðarsson, byggingastjóri
3. Þóra Katla Bjarnadóttir, leikskólakennari 3. Arna Dís Kristinsdóttir, öryrki
4. Einar Hjaltason, skipstjóri 4. Mikael Þorsteinsson, verslunarmaður
5. Birgir Loftsson, sagnfræðingur 5. Hrafnhildur Sumarliðadóttir, hótelstjóri
6. Sandra Rós Ólafsdóttir, öryrki 6. María Magnúsdóttir , hjúkrunarfræðingur
7. Þórður Kr Sigurðsson, öryrki 7. Sif Gylfadóttir, öryrki
8. Ingi B. Jónsson, eldri borgari 8. Baldvin Örn Arnarsson, flugvallarstarfsmaður
9. Jón Pálmi Pétursson, vélstjóri 9. Guðjón Egilsson , öryrki
10.Guðmundur J Þórðarson, smiður 10.Sigríður Guðný Sædal, naglafræðingur
11.Jens N. Q. Jensson, nemi 11.Guðjón I. Hilmarsson, rafvirki
12.Helga Ágústsdóttir, kennari 12.Steindór Sigursteinsson, verkamaður
13.Valdemar Jónsson, bílstjóri 13.Unnsteinn Egill Kristinsson, vélsmiður
14.Jón Jónsson, verkamaður 14.Jón Oddur Guðmundsson, rafvirki
15.Anna Ágústa Birgisson, nemi 15. Sigurbjörn A Ragnarsson, flugmaður
16.Kári Þór Birgisson, nemi 16.Jón Sigurðsson, byggingameistari
17.Fannar Levy Benediktsson, verkamaður
18.Guðjón Jóhannsson, sjómaður
19.Guðrún Birna Smáradóttir, öryrki
20.Tyler Jónsson, bifvélavirki

Færðu inn athugasemd