Skoðanakannanir um fylgi flokkanna

althingiAð undanförnu hafa verið birtar fjórar skoðanakannanir frá fjórum mismunandi aðilum. Í morgun birti Fréttablaðið skoðanakönnun og á undanförnum dögum hafa MMR, Gallup og Félagsvísindastofnun einnig birt kannanir. Í töflunni að neðan er birt meðaltal fjögurra síðustu kannana. Útreikningur þingsæta miðast við landið allt.

 Framboð Síðasta könnun Meðaltal fjórar
Björt framtíð 2,1% 0 3,0% 0
Framsóknarflokkur 7,5% 5 6,5% 4
Viðreisn 5,0% 3 4,2% 0
Sjálfstæðisflokkur 22,2% 15 22,4% 16
Flokkur fólksins 3,7% 0 5,8% 4
Miðflokkurinn 10,7% 7 9,3% 6
Píratar 10,0% 7 9,6% 6
Samfylkingin 10,4% 7 13,0% 9
Vinstri grænir 27,0% 19 24,8% 18
Önnur framboð 1,4% 0 1,3% 0
100,0% 63 100,0% 63
  • Samkvæmt þessu er Vinstrihreyfingin grænt framboð með 18-19 þingsæti og bætir við sig 8-9 þingsætum. Mögulega gæti flokkurinn fengið fleiri þingsæti í krafti þess að vera stærsti flokkurinn og að atkvæði annarra flokka nýtist illa við úthlutun kjördæmissæta. Flokkurinn er með betri mælingu í síðustu tveimur könnunum en í þeim tveimur á undan.
  • Sjálfstæðisflokkurinn reiknast með 15-16 þingsæti. Það þýðir tap upp á 5-6 þingsæti. Flokkurinn hefur mælst með nokkuð stöðugt fylgi undanfarið.
  • Samfylkingin mælist með 7-9 þingsæti. sem er aukning upp á 4-6 þingsæti. Mikill munur er á síðustu tveimur könnunum þar sem flokkurinn mælist með 10% og 15%.
  • Píratar mælast með 6-7 þingsæti en eru með 10 í dag. Fylgið mælist á bilinu 9-10%.
  • Miðflokkurinn mælist með 6-7 þingsæti. Flokkurinn er nýr flokkur en tveir fyrrverandi þingmenn Framsóknarflokksins eru í framboði fyrir flokkinn. Flokkurinn hefur verið að mælast með um 10% að undanskilinni könnun Félagsvísindastofnunar þar sem hann mældist með 6,4%.
  • Framsóknarflokkurinn mælist með 4-5 þingmenn en fékk 8 í síðustu kosningum. Fylgi flokksins hefur að undanförnu mælst 5,5-7,5%.
  • Flokkur fólksins mælist með 4 þingmenn ef meðaltal síðustu kannana er tekið en í könnun Fréttablaðsins mælist flokkurinn aðeins með 3,7% og næði því ekki manni á þing. Flokkurinn hefur gefið verulega eftir í skoðanakönnunum að undanförnu.
  • Viðreisn mælist með 5% í könnun Fréttablaðsins og fengi því 3 þingmenn. Það er í fyrsta skipti í nokkurn tíma sem að flokkurinn nær þeim mörkum. Í könnunum þar á undan hefur flokkurinn mælst með 3,4-4,8%. Viðreisn hlaut 7 þingsæti í síðustu kosningum og tapar því að lágmarki 4.
  • Björt framtíð mælist ekki með nein þingsæti. Flokkurinn hefur stiglækkað í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri og mældist aðeins með 2,1% í könnun Fréttablaðsins. Björt framtíð fékk 4 þingsæti í síðustu kosningum.
  • Önnur framboð mælast með ríflega 1%.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Kjörskrárstofn fyrir komandi alþingiskosningar

althingiÞjóðskrá Íslands hefur unnið kjörskrárstofn fyrir komandi alþingiskosningar. Samtals eru 248.502 á kjörskrá, 124.669 konur og 123.833 karlar. Skipt niður á kjördæmi lítur þetta þannig út:

Kjördæmi Fjöldi kjósenda Fjöldi karla Fjöldi kvenna
Norðausturkjördæmi 29.618 15.009 14.609
Norðvesturkjördæmi 21.516 11.008 10.508
Reykjavíkurkjördæmi norður 46.109 22.876 23.233
Reykjavíkurkjördæmi suður 45.607 22.245 23.362
Suðurkjördæmi 36.154 18.494 17.660
Suðvesturkjördæmi 69.498 34.201 35.297
Landið allt 248.502 123.833 124.669

Færðu inn athugasemd

Framboðslistar fyrir komandi kosningar

althingiNú eru allir framboðslistar fyrir utan lista Dögunar í Suðurkjördæmi komnir inn á kjördæmissíðurnar.

Tenglar inn á kjördæmissíðurnar: Norðvesturkjördæmi   Norðausturkjördæmi   Suðurkjördæmi   Suðvesturkjördæmi   Reykjavíkurkjördæmi norður   Reykjavíkurkjördæmi suður

Færðu inn athugasemd

Listar Bjartar framtíðar í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmi

BjortframtidFullir framboðslistar Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi og Norðvesturkjördæmi eru þannig:

Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi
1. Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfi og bæjarfulltrúi 1. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri og íþróttakennari
2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari 2. Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri
3. Elín Matthildur Kristinsdóttir, meistarnemi 3. Hörður Finnbogason, ferðamálafræðingur
4. Gunnsteinn Sigurðsson, þroskaþjálfi og kennari 4. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi
5. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, stuðningsfulltrúi og nemi 5. Jónas Björgvin Sigurbergsson, sálfræðinemi
6. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 6. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur
7. Björgvin Ketill Þorvaldsson, bókari 7. Steinar Ingi Þorsteinsson, knattspyrnuþjálfari
8. Hafþór Óskarsson, ferðaskipuleggjandi 8. Eva Dögg Fjölnisdóttir, hárgreiðslumeistari
9. Þórunn Elíasdóttir, eftirlaunaþegi 9. Jón Þorvaldur Hreiðarsson, hagfræðingur
10. Árni Grétar Jóhannesson, tónlistarmaður 10. Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, kennari
11. Matthías Freyr Matthíasson, nemi 11. Brynjar Skúlason, skógfræðingur
12. Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður 12. Erla Björnsdóttir, verkefnastjóri
13. Maron Pétursson, slökkviliðsmaður og ETM 13. Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfræðingur
14. Guðmundur R. Björnsson, gæðastjóri 14. Rakel Guðmundsdóttir, nemi í stjórnmálafræði
15. Fjóla Borg Svarsdóttir, grunnskólakennari 15. Kristinn Þorri Þrastarson, tölvunarfræði
16. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi 16. Herdís Alberta Jónsdóttir, grunnskólakennari
17. Haukur Logi Jóhannsson, verkefnastjóri
18. Hólmgeir Þorsteinsson, varaslökkviliðsstjóri
19. Hildur Friðriksdóttir, hársnyrtimeistari
20. Preben Jón Pétursson, bæjarfulltrúi

Færðu inn athugasemd

Listar Bjartar framtíðar í Suður- og Suðvesturkjördæmum

BjortframtidFullir framboðslistar Bjartar framtíðar í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi eru þannig:

Suðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi
1. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra 1. Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi
2. Karólína Helga Símonardóttir, mannfræðingur 2. Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri
3. Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri 3. Valgerður Björk Pálsdóttir, framkvæmdastjóri
4. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 4. Drífa Kristjánsdóttir, bóndi
5. Ragnhildur Reynisdóttir, markaðsstjóri 5. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari
6. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri 6. Eyrún Björg Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari
7. Unnur Hrönn Valdimarsdóttir. Hársnyrtinemi 7. Guðmundur Kristinn Árnason, vélvirki
8. Agnar H. Johnson, verkfræðingur 8. María Magdalena Birgisdóttir Olsen, yogakennari
9. Guðlaugur Þór Ingvason, nemi 9. Ragnar Steinarsson, kennari og þjálfari
10. Baldur Ólafur Svavarsson, arkitekt 10. Margrét Soffía Björnsdóttir, listamaður
11. Guðrún Elín Herbertsdóttir, viðskiptafræðingur 11. Jónína Guðbjörg Arnadóttir, tónlistarkona og lagasmiður
12. Halldór Hlöðversson, forstöðumaður 12. Kjartan Már Gunnarsson, grunnskólakennari
13. Borghildur Sturludóttir, arkitekt 13. Ragnheiður Hilmarsdóttir, leigubílstjóri
14. Bergþór Skúlason, tölvunarfræðingur 14. Azra Crnac, stúdent
15. Andrés Pétursson, ráðgjafi og forstöðumaður Evrópusamtakanna 15. Arnar Már Halldórson, stjórnmálafræðingur
16. Helga Björg Arnardóttir, tónlistarmaður og tónlistarkennari 16. Ólafur Þór Valdemarsson, húsasmiður
17. Ragnhildur Konráðsdóttir, ráðgjafi 17. Estelle Marie Burgel, kennari
18. Viðar Helgason, fjallaleiðsögumaður 18. Sigurður Svanur Pálsson, fulltrúi
19. Erling Jóhannesson, listamaður 19. Guðrún Pálsdóttir, ljósmóðir
20. Sigurður P. Sigmundsson, fjármálastjóri 20. Guðlaugur Elísabet Ólafsdóttir, bóndi
21. Helga Bragadóttir, dósent
22. Benedikt Vilhjálmsson, ellilífeyrisþegi
23. Hlini M. Jóngeirsson, kerfisstjóri
24. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi
25. Ólafur Jóhann Proppé, fv.rektor
26. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, alþingismaður og form.bæjarráðs Kópavogs

Færðu inn athugasemd

Listar Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmunum

BjortframtidFullir framboðslistar Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmunum eru þannig:

Reykjavík norður Reykjavík suður
1. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og form. Bjartar framtíðar 1. Nicole Leigh Mosty, alþingismaður
2. Auður Kolbrá Birgisdótir, lögmaður 2. Hörður Ágústsson, eigandi Macland
3. Sunna Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur 3. Starri Reynisson, stjórnmálafræðinemi
4. Ágúst Már Garðarsson, kokkur 4. Þórunn Pétusdóttir, landgræðsluvistfræðingur
5. Sigrún Gunnarsdótitr, hjúkrunarfræðingur og dósent 5. Diljá Ámundadóttir, KaosPilot og MBA
6. Steinþór Helgi Aðalsteinsson, viðburðarstjóri 6. Steinnunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsm.Reykjavíkurborgar
7. Eva Einarsdóttir, varaborgarfulltrúi 7. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri
8. Ýr Þrastardóttir, fatahönnuður 8. Ilmur Kristjánsdóttir, varaborgarfulltrúi og leikkona
9. Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, verkefnastjóri 9. Guðrún Eiríksdóttir, ferðaráðgjafi
10. Gestur Guðjónsson, verkfræðingur 10. Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt og borgarfulltrúi
11. Heiðar Ingi Svansson, viðskiptafræðingur 11. Hrefna Guðmundsdóttir, félagssálfræðingur
12. Hulda Proppé, mannfræðingur 12. Kristinn Pétursson, kvikmyndagerðarmaður
13. Elvar Örn Arason, stjórnsýslufræðingur 13. Auður Hermannsdóttir, aðjúnkt
14. Heimir Bjarnason, kvikmyndagerðarmaður 14. Hallveig Hörn Þorbjarnardóttir, stuðningsfulltrúi og nemi
15. Sigurjón Jónasson, flugumferðarstjóri 15. Árni Tryggvason
16. Sindri Þór Sigríðarson, viðskiptafræðingur 16. Axel Viðarsson, verkfræðingur
17. Gunnhildur Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari 17. Svala Hjörleifsdóttir, grafískur hönnuður
18. Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri 18. Baldvin Ósmann, tæknimaður
19. Reynir Reynisson, verslunarmaður 19. Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri
20. Gígja Hilmarsdóttir, viðskiptafræðingur 20. Eva Ingibjörg Ágústsdóttir, tölvunarfræðingur
21. Páll Hjaltason, arkitekt 21. Brynhildur S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri
22. Sigurður Björn Blöndal, borgarfulltrúi 22. Svanborg S. Sigurðardóttir, bóksali

Færðu inn athugasemd

Listar Pírata í Norðaustur- og Norðvesturkjördæmum

piratarFramboðslistar Pírata í Norðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi eru þannig:

Norðausturkjördæmi Norðvesturkjördæmi
1. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, alþingsmaður 1. Eva Pandóra Baldursdóttir, alþingismaður
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, varaþingmaður 2. Gunnar I. Guðmundsson, skipstjórnarmaður
3. Hrafndís Bára Einarsdóttir, viðburðarstjóri 3.Rannveig Ernudóttir, virkniþjálfari og tómstundafræðingur
4. Sævar Þór Halldórsson, landvörður 4. Ragnheiður Steina Ólafsdóttir, öryrki
5. Margrét Urður Snædal, prófarkalesari og þýðandi 5. Sunna Einarsdóttir, sundlaugarvörður
6. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, útgefandi 6. Halldór Logi Sigurðarson, atvinnulaus
7. Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur 7. Magnús Davíð Nordhal, hdl.
8. Gunnar Ómarsson, rafvirki 8. Hinrik Konráðsson, lögreglumaður, bæjarfulltrúi og kennari
9. Einar Árni Friðgeirsson, stóriðjustarfsmaður 9. Arndís Einarsdóttir, nuddari
10. Kristrún Ýr Einarsdóttir, afhafnastjóri og nemi 10. Bragi Gunnlaugsson, nemandi og textahöfundur
11. Hans Jónsson, öryrki 11. Vigdís Auður Pálsdóttir, heldri borgari
12. Garðar Valur Hallfreðsson, öryrki 12. Halldór Óli Gunnarsson, þjóðfræðingur
13. Íris Hrönn Garðarsdóttir, stóriðjustarfsmaður 13. Leifur Finnbogason, nemi
14. Gunnar Rafn Jónsson, læknir og ellilífeyrisþegi 14. Egill Hansson, afgreiðslumaður og nemi
15. Sæmundur Gunnar Ámundason, frumkvöðull 15. Aðalheiður Alena Jóhannsdótir, öryrki
16. Hugrún Jónsdóttir, öryrki 16. Þránn Svan Gíslason, háskólanemi
17. Ragnar Davíð Baldvinsson, framkvæmdastjóri
18. Margrét Nilsdóttir, listmálari
19. Martha Laxdal, þjóðfélagsfræðingur
20. Trausti Traustason, rafmagnsverkfræðingur

Færðu inn athugasemd