Aðdragandi: Kristján Eldjárn forseti sem kjörinn var 1968 gaf ekki kost á ér til endurkjörs.
Í framboði voru Albert Guðmundsson alþingismaður og borgarfulltrúi, Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari, Pétur J. Thorsteinsson sendiherra og Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri.
Vigdís sigraði og var endurkjörin án mótframboðs 1984 og 1992 en með yfirburðum í forsetakosningum 1988. Hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs í forsetakosningunum 1996.
Úrslit
Atkvæði | % | |
Vigdís Finnbogadóttir | 43.611 | 33,79% |
Guðlaugur Þorvaldsson | 41.700 | 32,31% |
Albert Guðmundsson | 25.599 | 19,84% |
Pétur J. Thorsteinsson | 18.139 | 14,06% |
Gild atkvæði | 129.049 | 100,00% |
Auðir seðlar | 355 | 0,27% |
Ógild atkvæði | 191 | 0,15% |
Samtals | 129.595 | |
Kjörsókn | 90,50% | |
Á kjörskrá | 143.196 |
Skipting atkvæða
Skipting atkvæða eftir kjördæmum
Auðir seðlar eftir kjördæmum
Kjörsókn eftir kjördæmum
Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands