Landið 1995

Úrslit

1995 Atkvæði Hlutfall Kjörd. Uppb.þ. Þingm.
Alþýðuflokkur 18.845 11,42% 5 2 7
Framsóknarflokkur 38.485 23,32% 15 0 15
Sjálfstæðisflokkur 61.183 37,07% 21 4 25
Alþýðubandalag og óháðir 23.597 14,30% 7 2 9
Samtök um kvennalista 8.031 4,87% 1 2 3
Þjóðvaki, hreyfing fólksins 11.806 7,15% 1 3 4
Suðurlandslistinn 1.105 0,67% 0 0
Náttúrulagaflokkur 957 0,58% 0 0
Vestfjarðalistinn 717 0,43% 0 0
Kristileg stjórnmálahreyfing 316 0,19% 0 0
Gild atkvæði samtals 165.042 100,00% 50 13 63
Auðir seðlar 2.335 1,39%
Ógildir seðlar 373 0,22%
Greidd atkvæði samtals 167.750 87,38%
Á kjörskrá 191.973

Þjóðvaki sem var nýtt framboð hlaut 4 þingmenn. Framsóknarflokkur bætti við sig 2 þingsætum. Alþýðuflokkurinn tapaði 3 þingsætum, Samtök um kvennalista tapaði 2 þingsætum og Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 1 þingsæti. Alþýðubandalagið var með óbreytta þingsætatölu.

Þingmenn eftir stjórnmálaflokkum:

Sjálfstæðisflokkur(25):  Davíð Oddsson, Friðrik Sophusson, Björn Bjarnason, Geir H. Haarde, Sólveig Pétursdóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Pétur Blöndal(u) Reykjavík, Ólafur G. Einarsson, Árni M. Mathiesen, Sigríður Anna Þórðardóttir, Árni Ragnar Árnason og Kristján Pálsson(u) Reykjanesi, Sturla Böðvarsson og Guðjón Guðmundsson Vesturlandi, Einar K. Guðfinnsson og Einar Oddur Kristjánsson Vestfjörðum,  Hjálmar Jónsson og Vilhjálmur Egilsson(u) Norðurlandi vestra, Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich Norðurlandi eystra, Egill Jónsson og Arnbjörg Sveinsdóttir (u) Austurlandi, Þorsteinn Pálsson og Árni Johnsen Suðurlandi.

Framsóknarflokkur(15): Finnur Ingólfsson og Ólafur Örn Haraldsson Reykjavík, Siv Friðleifsdóttir og Hjálmar Árnason Reykjanesi, Ingibjörg Pálmadóttir og Magnús Stefánsson Vesturlandi, Gunnlaugur M. Sigmundsson Vestfjörðum, Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson Norðurlandi vestra, Guðmundur Bjarnason og Valgerður Sverrisdóttir Norðurlandi eystra, Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson Austurlandi, Guðni Ágústsson og Ísólfur Gylfi Pálmason Suðurlandi.

Alþýðubandalag og óháðir(9): Svavar Gestsson, Bryndís Hlöðversdóttir og Ögmundur Jónasson(u) Reykjavík, Ólafur Ragnar Grímsson Reykjanesi, Kristinn H. Gunnarsson(u) Vestfjörðum, Ragnar Arnalds Norðurlandi vestra, Steingrímur J. Sigfússon Norðurlandi eystra, Hjörleifur Guttormsson Austurlandi og Margrét Frímannsdóttir Suðurlandi.

Alþýðuflokkur(7): Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson Reykjavík, Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson Reykjanesi, Gísli S. Einarsson(u) Vesturlandi, Sighvatur Björgvinsson Vestfjörðum og Lúðvík Bergvinsson(u) Suðurlandi.

Þjóðvaki, hreyfing fólksins:(4) Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir(u) Reykjavík, Ágúst Einarsson(u) Reykjanesi og Svanfríður Jónasdóttir Norðurlandi eystra.

Samtök um kvennalista(3): Kristín Ástgeirsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir (u) Reykjavík og Kristín Halldórsdóttir(u) Reykjanesi.

Breytingar á kjörtímabilinu

Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður Alþýðubandalags og óháðra í Reykjaneskjördæmi var kjörinn Forseti Íslands 1996 og tók þá Sigríður Jóhannesdóttir sæti hans.

Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður Alþýðuflokks í Reykjavík sagði af sér þingmennsku 1998 og tók Ásta B. Þorsteinsdóttir sæti hans. Ásta lést það sama ár og tók þá Magnús Árni Magnússon sæti hennar.

Friðrik Sophusson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sagði af sér þingmennsku í árslok 1998 og tók Katrín Fjeldsted sæti hans.

Svavar Gestsson alþingismaður í þingflokki Óháðra, kjörinn fyrir Alþýðubandalagið og óháða sagði af sér þingmennsku í mars 1999 og tók Guðrún Helgadóttir sæti hans og starfaði með þingflokki Óháðra.

Miklar breytingar urðu á stjórnmálaflokkum á kjörtímabilinu sem byrjaði sem sameiningu þingflokka Alþýðuflokks og þingflokks Þjóðvaka í Þingflokk Jafnaðarmanna haustið 1996 sem taldi þá 11 þingmenn.

Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista yfirgaf þingflokkinn í nóvember 1997 og var utan flokka þar til í september 1998 þegar hún gekk í þingflokk óháðra.

Á árinu 1998 varð til þingflokkur Samfylkingarinnar með þingmönnum Jafnaðarmanna, Guðnýju Guðbjörnsdóttur úr Samtökum um kvennalista og Alþýðubandalagsþingmönnunum Bryndísi Hlöðversdóttur, Margréti Frímannsdóttur, Ragnari Arnalds, Sigríði Jóhannesdóttur og Svavari Gestssyni. Taldi þingflokkurinn 17 þingmenn. Á sama tíma stofnuðu þingmennirnir Hjörleifur Guttormsson, Steingrímur J. Sigfússon, og Ögmundur Jónasson úr Alþýðubandalagi þingflokk Óháðra ásamt Kristínu Ástgeirsdóttur og Kristínu Halldórsdóttur úr Samtökum um kvennalista. Samtals 5 þingmenn. Kristinn H. Gunnarsson úr Alþýðubandalagi var hins vegar utan flokka en gekk síðar í Framsóknarflokkinn í árslok 1998.

Staðan í þinginu um áramótin 1998/1999 var því þannig að Sjálfstæðisflokkur var með 25 þingmenn, Framsóknarflokkurinn 16, Samfylking 17 og þingflokkur Óháðra 5.

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og vefur Alþingis.