Skeiða- og Gnúpverjahreppur 2014

Í framboði voru þrír listar. F-listi Framsýnar og uppbyggingar, J-listi fyrir fjölbreytt og réttlátt samfélag og O-listi Okkar sveitar.

Kosið var eftir nýrri listaskipan. O-listi okkar sveitar hlaut 3 hreppsnefndarmenn og hreinan meirihluta. F-listi Framsýnar og uppbyggingar hlaut 2 hreppsnefndarmenn. J-listi Fjölbreytts og réttlátts samfélags hlaut ekki kjörinn sveitarstjórnarmann.

Halla Sigríður Bjarnadóttir 2.maður á  F-lista sigraði Önnu Sigríði Valdimarsdóttur efsta manns J-lista á hlutkesti um hvor þeirra tæki sæti í hreppsnefndinni.

Úrslit

 

SkeidGnup

Skeiða- og Gnúpverjahreppur Atkv. % F. Breyting
F-listi Listi Framsýnar og uppbyggingar 98 29,45% 2 29,45% 2
J-listi Fjölbreytt og réttlátt samfélag 49 14,71% 0 14,71% 0
O-listi Listi Okkar sveitar 186 55,84% 3 55,84% 3
E-listi Eining -15,84% -1
K-listi Farsælir framfarasinnar -57,76% -3
N-listi Nýtt afl -26,40% -1
Samtals gild atkvæði 333 100,00% 5
Auðir og ógildir 8 2,35%
Samtals greidd atkvæði 341 85,49%
Á kjörskrá 399
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Björgvin Skafti Bjarnason (O) 186
2. Gunnar Örn Marteinsson (F) 98
3. Einar Bjarnason (O) 93
4. Meike Witt (O) 62
5. Halla Sigríður Bjarnadóttir (F) 49
Næstir inn vantar
Anna Sigríður Valdimarsdóttir (J) 1
Anna Þórný Sigfúsdóttir (O) 11

Framboðslistar

F-listi Framsýnar og uppbyggingar J-listi fyrir fjölbreytt og réttlátt samfélag O-listi Okkar sveitar
1. Gunnar Örn Marteinsson, ferðaþjónustubóndi 1. Anna Sigríður Valdimarsdóttir, náttúrufræðingur 1. Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti
2. Halla Sigríður Bjarnadóttir, kennari og bóndi 2. Þórir Árnason, verkstjóri 2. Einar Bjarnason, verkfræðingur
3. Kristjana Heyden Gestsdóttir, skrifstofumaður 3. Guðfinnur Jakobsson, forstöðumaður 3. Meike Witt, leiðsögumaður
4. Bjarni Másson, bóndi 4. Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir, starfsm.Skaftholti 4. Anna Þórný Sigfúsdóttir, kennari
5. Ingvar Hjálmarsson, bóndi 5. Jón Marteinn Finnbogason, búfræðinemi 5. Anna María Flygenring, bóndi
6. Hildur Lilja Guðmundsdóttir, kennari 6. Jón Einar Valdimarsson, húsasmiður 6. Ásmundur Lárusson, bóndi
7. Kjartan Halldór Ágústsson, kennari og bóndi 7. Logi Pálsson, atferlisþjálfari 7. Haraldur Ívar Guðmundsson, smiður
8. Irma Elisa Díaz Cruz, ferðamálafræðingur 8. Jón Vilmundarson, bóndi
9. Páll Ingi Árnason, húsasmiður og bóndi 9. Harpa Dís Harðardóttir, skógfræðingur
10. Sigrún Guðlaugsdóttir, sölumaður 10. Oddur Guðni Bjarnason, bóndi
%d bloggurum líkar þetta: