Seltjarnarnes 2014

Í framboði voru fjórir listar. B-listi Framsóknarflokks og óháðra, D-listi Sjálfstæðisflokks, S-listi Samfylkingar og N-listi Neslistans.

Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 bæjarfulltrúa, tapaði einum en hélt hreinum meirihluta í bæjarstjórn. Samfylkingin hlaut 2 bæjarfulltrúa bætti við sig einum. Neslistinn hlaut 1 bæjarfulltrúa en Framsóknarflokkurinn engan.

Úrslit

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes Atkv. % F. Breyting
B-listi Framsóknarflokkur og óháðir 101 4,57% 0 -1,96% 0
D-listi Sjálfstæðisflokkur 1.161 52,58% 4 -5,60% -1
N-listi Neslistinn 296 13,41% 1 -6,22% 0
S-listi Samfylkingin 650 29,44% 2 13,78% 1
Samtals gild atkvæði 2.208 100,00% 7
Auðir og ógildir 99 4,29%
Samtals greidd atkvæði 2.307 68,58%
Á kjörskrá 3.364
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Ásgerður Halldórsdóttir (D) 1.161
2. Margrét Lind Ólafsdóttir (S) 650
3. Guðmundur Magnússon (D) 581
4. Bjarni Torfi Álfþórsson (D) 387
5. Guðmundur Ari Sigurjónsson (S) 325
6. Árni Einarsson (N) 296
7. Sigrún Edda Jónsdóttir (D) 290
Næstir inn vantar
Guðmundur Einarsson (B) 190
Eva Margrét Kristinsdóttir (S) 221
Hildigunnur Gunnarsdóttir (N) 285

Skoðanakannanir

SeltjarnarnesMorgunblaðið birtir skoðanakönnun vegna Seltjarnarness 19. maí. Könnunin sýnir yfirburðafylgi Sjálfstæðisflokks sem mælist með 66% sem myndi þýða að flokkurinn bætti við sig 8% og einum bæjarfulltrúa, fengi 6 af 7 bæjarfulltrúum á Seltjarnarnesi.

Samfylkingin mælist með tæplega 21%, bætir við sig 5% og fengi 1 bæjarfulltrúa og vantar innan við 2% til að bæta við sig öðrum bæjarfulltrúa.

Neslistinn mælist með 9,4% og tapar ríflega helmingi fylgis síns frá 2010 og eina bæjarfulltrúa sínum. Neslistinn vantar hins vegar innan við 2% til að halda sínum manni.

Framsóknarflokkur og óháðir mælast með 3,3% sem er um helmingur þess sem flokkurinn hlaut í kosningunum 2010.

Fimmti maður Sjálfstæðisflokks er inni á 13,2% og því þyrftu Neslistinn og Samfylking að bæta við sig allnokkru fylgi þannig að hann yrði í hættu.

Framboðslistar

B-listi Framsóknar og óháðra D-listi Sjálfstæðisflokks
1. Guðmundur Einarsson, viðskiptafræðingur 1. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri
2. Þorsteinn Sæmundsson, alþingismaður 2. Guðmundur Magnússon, bæjarfulltrúi
3. Kristjana Bergsdóttir, kerfisfræðingur 3. Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi
4. Sigurður E. Guðmundsson, flugstjóri 4. Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi
5. Björn Ragnar Bjarnason, viðskiptafræðingur 5. Magnús Örn Guðmundsson, viðskiptafræðingur
6. Edda Sif Bergmann Þorvaldsdóttir, sérkennari 6. Karl Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri
7. Sigrún Þorgeirsdóttir, málfræðingur 7. Katrín Pálsdóttir, háskólakennari
8. Stefán E. Sigurðsson, flugstjóri 8. Sigríður Sigmarsdóttir, viðskiptastjóri
9. Íris Gústafsdóttir, hárgreiðslumeistari 9. Lýður Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
10. Guðbjörg Hannesdóttir, fv.skólaliði 10. Ásgeir G. Bjarnason, hagfræðingur
11. Hildur Aðalsteinsdóttir, leikskólasérkennari 11. Ásta Sigvaldadóttir, ráðgjafi
12. Svala Sigurðardóttir, fv.skólaritari 12. Hrefna Kristmansdótir, prófessor emeritus
13. Dóra Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur 13. Magnús Ingi Guðmundsson, laganemi
14. Erna Kristinsdóttir, fv.iðnrekandi 14. Lárus Brynjar Lárusson, bæjarfulltrúi
N-listi Neslistans S-listi Samfylkingar
1.  Árni Einarsson, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri, 1. Margrét Lind Ólafsdóttir, sérfræðingur
2. Hildigunnur Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi 2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur
3. Brynjúlfur Halldórsson, varabæjarfulltrúi og matreiðslumeistari 3. Eva Margrét Kristinsdóttir, lögfræðingur
4. Ingunn Hafdís Þorláksdóttir, skólaritari 4. Magnús Dalberg, viðskiptafræðingur
5. Ragnhildur Ingólfsdóttir, arkitekt 5. Sigurþóra Bergsdóttir, ráðgjafi
6. Oddur Jónas Jónasson, þýðandi 6. Jakob Þór Einarsson, leikari og ráðgjafi
7. Rán Ólafsdóttir, laganemi 7. Laufey Elísabet Gissurardóttir, þroskaþjálfi
8. Guðbjörg Eva Pálsdóttir, menntaskólanemi 8. Stefán Bergmann, líffræðingur
9. Axel Kristinsson, íþróttaþjálfari 9. Hrafnhildur Stefánsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur
10. Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, þroskaþjálfi 10. Guðrún Lilja Kvaran, meistaranemi
11. Björgvin Þór Hólmgeirsson, íþróttaþjálfari 11. Sladjana Radinovic, skólaliði
12. Helga Charlotte Reynisdóttir, leikskólakennari 12. Gunnlaugur Ástgeirsson, kennari
13. Jens Andrésson, vélfræðingur 13. Kalla Björg Karlsdóttir, framkvæmdastjóri
14. Kristín Ólafsdóttir, dósent 14. Ágúst Einarsson, prófessor

Prófkjör

Sjálfstæðisflokkur 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6. 1.-7.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri 517 544 552 564 581 598 620
Guðmundur Magnússon, bæjarfulltrúi 77 275 332 388 443 486 529
Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltúi 27 247 348 398 458 510 551
Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi 26 150 315 430 504 569 624
Magnús Örn Guðmundsson, viðskiptafræðingur 19 54 123 230 336 414 482
Karl Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri 19 45 153 220 295 364 420
Katrín Pálsdóttir, varabæjarfulltrúi 1 12 39 150 244 352 450
Aðrir:
Ásgeir G. Bjarnason, framkvæmdastjóri
Ásta Sigvaldadóttir
Lýður Þór Þorgeirson
Sigríður Sigmarsdóttir, viðskiptastjóri