Eyrarbakki 1942

Í framboði voru sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Sósíalistaflokkur, listi Framsóknarflokks og listi Sjálfstæðisflokks. Sameiginlegur listi Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks hlaut 3 hreppsnefndarmenn, Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3 hreppsnefndarmenn og Framsóknarflokkur 1. Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn sem þeir unnu á hlutkesti árið 1938 en þá fékk flokkurinn jafnmörg atkvæði og sameiginlegur listi Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Kommúnistaflokks.

Úrslit

1942 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Alþýðufl.og Sósíalistafl. 127 43,34% 3
Framsóknarflokkur 53 18,09% 1
Sjálfstæðisflokkur * 113 38,57% 3
Samtals gild atkvæði 293 100,00% 7
Auðir og ógildir 14 4,56%
Samtals greidd atkvæði 307 77,72%
Á kjörskrá 395
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Vigfús Jónsson (Alþ./Sós.) 127
2. (Sj.) 113
3. Bjarni Eggertsson (Alþ./Sós.) 64
4. (Sj.) 57
5. Teitur Eyjólfsson (Fr.) 53
6. Gunnar Benediktsson (Alþ./Sós.) 42
7. (Sj.) 38
Næstur inn  vantar
Bergsteinn Sveinsson (Fr.) 23
Jón Guðjónsson (Alþ./Sós.) 24

Bergsteinn Sveinsson efsti maður á lista Framsóknarflokks hlaut það margar útstrikanir að Teitur Eyjólfsson, forstjóri færðist upp fyrir hann.

Hreppsnefndarmenn Sjálfstæðisflokks voru Ólafur Helgason, Jóhann E. Bjarnason og Jón Jakobsson.

Framboðslistar

Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur
Vigfús Jónsson Bergsteinn Sigurðsson vantar
Bjarni Eggertsson Teitur Eyjólfsson, forstjóri
Gunnar Benediktsson
Jón Guðjónsson
Ólafur Bjarnason
Kristján Guðmundsson

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, Alþýðublaðið 4. janúar 1942, Alþýðublaðið 26. janúar 1942, Alþýðublaðið 29. janúar 1942, Alþýðumaðurinn 27. janúar 1942, Nýtt Dagblað 27. janúar 1942, Sveitarstjórnarmál 1.6.1942, Tíminn 13. febrúar 1942, Verkamaðurinn 31. janúar 1942 og Vísir 26. janúar 1942.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: