Grindavík 2010

Sveitarstjórnarkosningar 2010

Í framboði voru B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, G-listi Grindvíkinga, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstri grænnna og óháðra.

Á kjörtímbilinu 2006-2010 voru nokkrar væringar í bæjarstjórn Grindavíkur. Í upphafi kjörtímabilsins mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking meirihluta sem að sprakk sumarið 2008. Við tók meirihluti Samfylkingar og Framsóknarflokks. Þá var Ólafi Erni Ólafssyni bæjarstjóra sagt upp og Jóna Kristín Þorvaldsdóttir ráðin bæjarstjóri.Í júní 2009 gengur þeir Garðar Páll Vignisson sem kjörinn var af lista Samfylkingunni og Björn Haraldsson sem kjörinn var af lista  Frjálslyndra og óháðra í Vinstri græna og studdu meirihlutann fram í desember 2009. Þá varð enn til nýr meirihluti í bæjarstjórninni sem myndaður var af Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Samfylkingu. Bæjarstjóri var þá ráðinn aftur Ólafur Örn Ólafsson.

Úrslit kosninganna urðu þau að Framsóknarflokkurinn hlaut 3 bæjarfulltrúa, bætti við sig einum. Listi Grindvíkinga hlaut 2 bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkurinn 1 bæjarfulltrúa og tapaði einum og Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og tapaði einum. Vinstri grænir, sem tveir bæjarfulltrúar gengu í á kjörtímabilinu, fengu engan mann kjörinn.


Úrslit 2010 og 2006

Úrslit 2010 Mismunur Úrslit 2006
Atkvæði Fltr. % Fltr. % Fltr. %
B-listi 493 3 33,72% 1 5,31% 2 28,41%
D-listi 304 1 20,79% -1 -4,60% 2 25,39%
G-listi 359 2 24,56% 2 24,56%
S-listi 229 1 15,66% -1 -18,65% 2 34,32%
V-listi 77 0 5,27% 0 5,27%
F-listi -1 -11,87% 1 11,87%
1.462 7 100,00% 7 100,00%
Auðir 39 2,59%
Ógildir 6 0,40%
Greidd 1.507 80,72%
Kjörskrá 1.867
Bæjarfulltrúar
1. Bryndís Gunnlaugsdóttir (B) 493
2. Kristín María Birgisdóttir (G) 359
3. Guðmundur L. Pálsson (D) 304
4. Páll J. Pálsson (B) 247
5. Páll Valur Björnsson (S) 229
6. Dagbjartur Willardsson (B) 180
7. Þórunn Erlingsdóttir (B) 164
 Næstir inn:
vantar
Vilhjálmur Árnason (D) 25
Garðar Páll Vignisson (V) 88
Marta Sigurðardóttir (S) 100
Lovísa Hilmarsdóttir (G) 135

Framboðslistar:

B-listi Framsóknarflokks

1 Bryndís Gunnlaugsdóttir Mánagerði 2 lögfræðingur
2 Páll Jóhannn Pálsson Stafholti útvegsbóndi
3 Þórunn Erlingsdóttir Suðurhópi 4 íþróttafræðingur
4 Hilmar E. Helgason Vesturhópi 22 skipstjóri
5 Páll Gíslason Leynisbrún 17 verktaki
6 Unnar Magnússon Hraunbraut 3 vélsmiður
7 Eva Björg Sigurðardóttir Staðarvör 14 snyrtifræðingur
8 Eyþór Reynisson Austurhópi 17 vinnur við rafvirkjun
9 Haukur Guðberg Einarsson Suðurhópi 3 sjómaður
10 Ásrún Helga Kristinsdóttir Staðarhraun 29 kennari
11 Sara Símonardóttir Fornavör 9 hárgreiðslusveinn
12 Vilmundur Þ. Jónasson Selsvöllum 20 vörubílsstjóri
13 Sigríður H. Þórðardóttir Borgarhrauni 22 sjúkraliði
14 Halldór Ingvason Suðurhópi 1 fyrrv. Bæjarfulltrúi

D-listi Sjálfstæðisflokks

1 Guðmundur L. Pálsson Ásabraut 11 tannlæknir og bæjarfulltrúi
2 Vilhjálmur Árnason Selsvöllum 16 lögreglumaður
3 Magnús Már Jakobsson Heiðarhrauni 9 öryggis- og gæðastjóri
4 Jóna Rut Jónsdóttir Höskuldavöllum 5 leikskólakennari/nemi í HÍ
5 Guðbjörg Eyjólfsdóttir Staðarvör 13 skrifstofumaður
6 Svava Björk Jónsdóttir Hólavöllum 3 arkitekt
7 Kristinn H. Benediktsson Norðurvör 12 ljósmyndari og útgefandi
8 Þuríður Gísladóttir Litluvöllum 4 grunnskólakennari
9 Jóhanna Sævarsdóttir Fornuvör 12 grunnskólakennari
10 Pétur Gíslason Blómsturvöllum 10 fiskverkandi
11 Kristín Gísladóttir Norðurhópi 28 íþróttakennari
12 Klara Sigrún Halldórsdóttir Kirkjustíg 5 skrifstofumaður
13 Heiðar Hrafn Eiríksson Staðarhrauni 46 viðskiptafræðingur
14 Sigmar Júlíus Eðvarðsson Heiðarhrauni 12 framkvæmdarstjóri

G-listi Grindvíkinga

1 Kristín María Birgisdóttir Hellubraut 2 Leiðbeinandi
2 Dagbjartur Willardsson Vesturbraut 8 Skrifstofumaður
3 Lovísa Hilmarsdóttir Arnarhrauni 16 Leiðbeinandi
4 Einar Sveinn Jónsson Arnarhrauni 13 Skrifstofumaður
5 Helena Bjarndís Bjarnadóttir Arnarhrauni 23 Nemi
6 Gunnþór Sigurgeirsson Hvassahraun 8 Sölustjóri
7 Jón Ólafur Sigurðsson Austurvegi 6 Sölumaður
8 Steinunn Gestsdóttir Dalbraut 5 Starfsm.dagdv.aldraðra
9 Bogi Adolfsson Baðsvöllum 12 Verkamaður/sjúkraflutningam.
10 Halldór K Lárusson Staðarvör 12 Tónlistarmaður
11 Katrín Kristbjörnsdóttir Laut 14 Verslunarmaður
12 Guðrún Atladóttir Árnastíg 6 Dagmamma
13 Sigurður Friðfinnsson Selsvöllum 8 Lagermaður
14 Guðveig Sigurðardóttir Iðavöllum 4 Húsfrú

S-listi Samfylkingarinnar

1 Páll Valur Björnsson Suðurvör 13 háskólanemi/verkamaður
2 Marta Sigurðardóttir Skipastíg 18 meistaranemi í stjórnsýslu
3 Sigurður Kristmundsson Fornuvör 8 verslunarstjóri
4 Helga Kristjánsdóttir Mánagerði 5 leik-og grunnskólakennari
5 Benóný Harðarson Ásabraut 14 verkamaður
6 Stefanía Stefánsdóttir Glæsivöllum 15 tækniteiknari
7 Páll Þorbjörnsson Vesturhópi 26 fisktæknifræðingur/stöðvarstjóri
8 Sigríður Anna Ólafsdóttir Vesturhópi 12 framhaldsskólakennari
9 Magnús Andri Hjaltason Staðarhrauni 21 sölustjóri
10 Margrét Erlingsdóttir Borgarhrauni 1 starfsmaður í Skólaseli
11 Gísli Sigurðsson Staðarhrauni 44 verktaki
12 Gunnar Baldursson Laut 14 sjúkraflutningamaður
13 Bergþóra Gísladóttir Sólvöllum 12 vinnslustjóri
14 Hörður Guðbrandsson Borgarhrauni 10 bæjarfulltrúi

V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháðra í Grindavík

1 Garðar Páll Vignisson Staðarvör 3 kennari
2 Guðný Sigfúsdóttir Víðigerði 7 þroskaþjálfi
3 Steinþór Helgason Staðarhraun 41 netagerðarmaður
4 Harpa Pálsdóttir Víkurbraut 36 danskennari
5 Björn Haraldsson Auðsholti bæjarfulltrúi
6 Emil S. Björnsson Víkurbraut 18 handverksmaður
7 Laufey Hermannsdóttir Ásabraut 10 tómstunda-og félagsmálafræðingur
8 Óli Þór Einarsson Borgarhrauni 4 sjómaður
9 Eva María Guðbjartsdóttir Víkurbraut 23 þjónn
10 Sigríður Valdís Þorgilsdóttir Selsvöllum 12 stuðningsfulltrúi
11 Gréta Jónsdóttir Leynisbraut 14 eldri borgari
12 Somnuk Sigrún Khaipho Túngötu 2 aðhlynning
13 Ingi Björn Björnsson Víkurbraut 19 verkamaður
14 Helgi Óli Ólafsson Víðigerði 16 frístundabóndi

Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands og kosningavefur Innanríkisráðuneytisins.

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: