Strandabyggð 2014

Í framboði voru þrír listar. E-listi Srandamanna, F-listi Óháðra og J-listi Félagshyggjufólks.

J-listi Félagshyggjufólks hlaut 3 hreppsnefndarmenn og hélt hreinum meirihluta í hreppsnefnd. E-listi Strandamann og F-listi Óháðra hlutu 1 hreppsnefndarmann hvor listi. Mjótt var á munum og vantaði E-lista aðeins tvö atkvæði til að ná inn öðrum manni og fella meirihluta J-lista. F-lista vantaði 7 atkvæði til þess sama. Í kosningunum 2010 hlaut Vinstrihreyfingin grænt framboð 2 hreppsnefndarmenn.

Úrslit

Strandabyggð

Strandabyggð Atkv. % F. Breyting
E-listi Listi Strandamanna 85 28,91% 1 28,91% 1
F-listi Óháðir 80 27,21% 1 27,21% 1
J-listi Félagshyggjufólk 129 43,88% 3 -6,91% 0
V-listi Vinstri grænir -49,21% -2
Samtals gild atkvæði 294 100,00% 5
Auðir og ógildir 6 2,00%
Samtals greidd atkvæði 300 79,79%
Á kjörskrá 376
Kjörnir hreppsnefndarmenn
1. Jón Gísli Jónsson (J) 129
2. Ingibjörg Benediktsdóttir (E) 85
3. Haraldur V. A. Jónsson (F) 80
4. Ingibjörg Emilsdóttir (J) 65
5. Viðar Guðmundsson (J) 43
Næstir inn vantar
Jóhann Björn Arngrímsson (E) 2
Sigríður G. Jónsdóttir (F) 7

Samtals 42 útstrikanir og þau þrjú nöfn sem fengu flestar útstrikanir voru Jóhann Björn Arngrímsson E-lista, Sigríður G. Jónsdóttir F-lista og Viðar Guðmundsson J-lista.

Framboðslistar

E-listi Strandamanna F-listi Óháðra J-listi Félagshyggjufólks
1. Ingibjörg Benediktsdóttir, háskólanemi 1. Haraldur V.A. Jónsson, húsasmíðameistari 1. Jón Gísli Jónsson, verkamaður
2. Jóhann Björn Arngrímsson,svæðisstjóri 2. Sigríður G. Jónsdóttir, bóndi 2. Ingibjörg Emilsdóttir, grunnskólakennari
3. Vignir Örn Pálsson, rafvirki 3. Már Ólafsson, sjómaður 3. Viðar Guðmundsson, bóndi
4. Jóhanna G. Rósmundsdóttir, stuðningsfulltrúi 4. Hlíf Hrólfsdóttir, þroskaþjálfi 4. Ásta Þórisdóttir, grunnskólakennari
5. Hlynur Þór Ragnarsson, skólabílstjóri 5. Jón Stefánsson, bóndi 5. Jóhann L. Jónsson, húsasmiður
6. Eiríkur Valdimarsson, þjóðfræðingur 6. Ragnheiður Ingimundardóttir, verslunarstjóri 6. Guðrún E Þorvaldsdóttir, heimaþjónusta
7. Marta Sigvaldadóttir, bóndi 7. Gunnar T. Daðason, pípulagningarmaður 7. Unnsteinn Árnason, bóndi
8. Andrea Marta Vigfúsdóttir, bóndi 8. Júlíana Ágústsdóttir, skrifstofumaður 8. Ingibjörg B. Sigurðardóttir, þjónustufulltrúi
9. Þröstur Áskelsson, verkamaður 9. Karl V. Jónsson, verkstjóri 9. Ingimundur Jóhannsson, vélstjóri
10. Ingibjörg H. Theodórsdóttir, heilbrigðisstarfsmaður 10. Valdemar Guðmundsson, eldriborgari 10. Bryndís Sveinsdóttir, skrifstofumaður