Ísafjarðarbær 1998

Bæjarfulltrúum fækkaði úr 11 í 9. Í framboði voru listar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Bæjarmálafélags Ísafjarðar. Sjálfstæðisflokkur hlaut 4 bæjarfulltrúa, tapaði einum. Bæjarmálafélag Ísafjarðar hlaut 4 bæjarfulltrúa.  Flokkarnir sem stóðu að Bæjarmálafélaginu hlutu samtals þrjá bæjarfulltrúa 1996, Alþýðuflokkur 1 fulltrúa og sameiginlegur listi Alþýðubandalags, Kvennalista og óháðra 2 fulltrúa. Funklistinn sem aðallega var skipaður ungu fólki og hlaut 2 bæjarfulltrúa 1996 bauð ekki fram.

Úrslit

Ísafjörður

1998 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Framsóknarflokkur 379 17,44% 1
Sjálfstæðisflokkur 936 43,07% 4
Bæjarmálafélag Ísafjarðar 858 39,48% 4
Samtals gild atkvæði 2.173 100,00% 9
Auðir seðlar og ógildir 170 7,26%
Samtals greidd atkvæði 2.343 81,75%
Á kjörskrá 2.866
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Birna Lárusdóttir (D) 936
2. Bryndís Friðgeirsdóttir (K) 858
3. Ragnheiður Hákonardóttir (D) 468
4. Sigurður R. Ólafsson (K) 429
5. Guðni Geir Jóhannesson (B) 379
6. Hildur Halldórsdóttir (D) 312
7. Sæmundur K. Þorvaldsson (K) 286
8. Pétur H. R. Sigurðson (D) 234
9. Lárus G. Valdimarsson (K) 215
Næstir inn vantar
Guðrún Hólmsteinsdóttir (B) 51
Þorsteinn Jóhannesson (D) 137

Framboðslistar

B-listi Framsóknarflokks D-listi Sjálfstæðisflokks K-listi Bæjarmálafélags Ísafjarðarbæjar
Guðni Geir Jóhannesson, framkvæmdastjóri, Ísafirði Birna Lárusdóttir, fjölmiðlafræðingur, Þingeyri Bryndís Friðgeirsdóttir, svæðisstjóri, Ísafirði
Guðrún Hólmsteinsdóttir, lögfræðingur, Ísafirði Ragnheiður Hákonardóttir, leiðsögumaður, Ísafirði Sigurður R. Ólafsson, bæjarfulltrúi, Ísafirði
Jón Reynir Sigurvinsson, aðstoðarskólameistari, Ísafirði Hildur Halldórsdóttir, líffræðingur, Flateyri Sæmundur K. Þorvaldsson, dúnverkandi, Núpi, Dýrafirði
Ástvaldur Magnússon, bóndi, Tröð, Önundarfirði Pétur H. R. Sigurðsson, mjólkurbússtjóri, Ísafirði Lárus G. Valdimarsson, stundakennari, Ísafirði
Ingibjörg Vignisdóttir, afgreiðslumaður, Þingeyri Þorsteinn Jóhannesson, yfirlæknir, Ísafirði Sigríður Bragadóttir, verkakona, Ísafirði
Erla Eðvaldsdóttir, húsmóðir, Suðureyri Sigurður Þórisson, fiskverkandi, Suðureyri Elísabet Gunnlaugsdóttir, leikskólakennari, Ísafirði
Sigurður J. Hafberg, forstöðumaður, Flateyri Kristín Hálfdánardóttir, skrifstofumaður, Ísafirði Jóhann Bjarnason, fiskverkandi, Suðureyri
Ástvaldur Guðmundsson, umsjónarmaður, Núpi, Dýrafirði Bryndís Birgisdóttir, verslunarmaður, Suðureyri Jóna Benediktsdóttir, grunnskólakennari, Ísafirði
Kristjana Sigurðardótir, verslunarstjóri, Ísafirði Þorlákur Ragnarsson, afgreiðslustjóri, Ísafirði Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður, Ísafirði
Þorvaldur H. Þórðarson, bóndi, Stað, Súgandafirði Sighvatur Jón Þórarinsson, bóndi, Höfða, Dýrafirði Björn Birkisson, bóndi, Birkihlíð, Súgandafirði
Björgmundur Guðmundsson, húsasmiður, Kirkjbóli, Valþjófsdal Gísli Halldór Halldórsson, verslunarstjóri, Ísafirði Soffía M. Ingimarsdóttir, leikskólaleiðbeinandi, Flateyri
Hildigunnur Guðmunsdóttir, bóndi, Auðkúlu, Arnarfirði Magnea Guðmundsdóttir, húsmóðir, Flateyri Eiríkur Örn Norðdahl, nemi, Ísafirði
Fylkir Ágústsson, bókari, Ísafirði Áslaug Jóh. Jensdóttir, framkvæmdastjóri, Ísafirði Jónína Ólöf Emilsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Ísafirði
María K. Valsdóttir, verkakona, Þingeyri Skarphéðinn Gíslason, skipstjóri, Ísafirði Jón Ottó Gunnarsson, vélstjóri, Ísafirði
Bergþóra Annasdóttir, skrifstofumaður, Þingeyri Bjarni Georg Einarsson, verkamaður, Þingeyri Bergur Torfason, fv.bóndi, Þingeyri
Lárus Hagalínsson, vélstjóri, Suðureyri Friðbjörn Óskarsson, vélstjóri, Hnífsdal Jóna Símonía Bjarnadóttir, skjalavörður, Ísafirði
Magni Örvar Guðmundsson, netagerðarmeistari, Ísafirði Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri, Ísafirði Guðrún Á. Stefánsdóttir, framhaldsskólakennari, Ísafirði
Kristinn Jón Jónsson, bæjarstjóri, Ísafirði Jónas Ólafsson, bæjarstjóri, Þingeyri Pétur Sigurðsson, forseti ASV, Ísafirði

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, DV 19.5.1998, Dagur 1.4.1998, 17.4.1998, 19.5.1998, Ísfirðingur 8.5.1998 og Morgunblaðið 28.3.1998.