Árborg 1998

Sveitarfélagið Árborg varð til með sameingu Stokkseyrarhrepps, Eyrarbakkahrepps, Selfosskaupstaðar og Sandvíkurhrepps. Í framboði voru listar Bæjarmálafélags Árborgar, Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Dizkólistans. Sjálfstæðisflokkur og Bæjarmálafélag Árborgar hlutu 3 bæjarfullrúa hvor listi. Framsóknarflokkur hlaut 2 bæjarfulltrúa og Dizkólistinn 1. Framsóknarflokkinn vantaði aðeins 27 atkvæði til að fella þriðja mann Bæjarmálafélagsins og Dizkólistann 34 atkvæði til þess saman.

Úrslit

Árborg

1998 Atkvæði Hlutfall Fulltr.
Bæjarmálafélag Árborgar 830 27,56% 3
Framsóknarflokkur 804 26,69% 2
Sjálfstæðisflokkur 858 28,49% 3
Dizkólisti 520 17,26% 1
Samtals gild atkvæði 3.012 100,00% 9
Auðir seðlar og ógildir 154 4,86%
Samtals greidd atkvæði 3.166 81,58%
Á kjörskrá 3.881
Kjörnir bæjarfulltrúar
1. Ingunn Guðmundsdóttir (D) 858
2. Sigríður Ólafsdóttir (Á) 830
3. Kristján Einarsson (B) 804
4. Ólafur Grétar Ragnarsson (Z) 520
5. Björn Ingi Gíslason (D) 429
6. Margrét Ingþórsdóttir (Á) 415
7. María Ingibjörg Hauksdóttir (B) 402
8. Samúel Smári Hreggviðsson (D) 286
9. Torfi Áskelsson (Á) 277
Næstir inn vantar
Þorvaldur Guðmundsson (B) 27
Árni Hilmar Birgisson (Z) 34
Sigrún Anný Jónasdóttir (D) 249

Framboðslistar

Á-listi Bæjarmálafélags Árborgar B-listi Framsóknarflokks D-listi Sjálfstæðisflokks Z-listi Dizkólistans
Sigríður Ólafsdóttir, skrifstofumaður og bæjarfulltrúi Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri Ingunn Guðmundsdóttir, bankastarfsmaður Ólafur Grétar Ragnarsson, vaktstjóri
Margrét Ingþórsdóttir, bankamaður og varabæjarfulltrúi María Ingibjörg Hauksdóttir, bóndi Björn Ingi Gíslason, hárskerameistari Árni Hilmar Birgisson, bílasali
Torfi Áskelsson, verkstjóri og tónlistarmaður Þorvaldur Guðmundsson, framhaldsskólakennari Samúel Smári Hreggviðsson, umdæmisstjóri Árni Þór Grétarsson, afgreiðslumaður
Guðjón Sigurjónsson, lögfræðingur Nanna Bára Maríasdóttir, leiðbeinandi Sigrún Anný Jónasdóttir, gæðastjóri Davíð Örn Svavarsson, nemi
Jóhann Páll Helgason, fangavörður Björn Harðarson, bóndi Sigurður Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eyrún Björg Magnúsdóttir, verkakona
Guðrún Vignisdóttir, hjúkrunarfræðingur Kristinn S. Ásmundsson, rafvirki Jón Sigurðsson, deildarstjóri Ingólfur Örn Jónsson, rafvirki
Guðmundur Lárusson, bóndi og form.Lands.kúabænda Guðjóna Björk Sigurðardóttir, lögregluþjónn Guðrún Erla Gísladóttir, íþróttakennari Unnar Þór Ragnarsson, sjómaður
Ásmundur Sverrir Pálsson, atvinnuráðgjafi og kennari Víglundur Guðmundsson, rafvirki Magnús Hlynur Hreiðarsson, endurmenntunarstjóri Árni Hrafn Ásbjörnsson, íþróttamaður
Hansína Stefánsdóttir, formaður VÁ Björg Elísabet Ægisdóttir, fangavörður Þorsteinn Garðar Þorsteinsson, kennari Andrés B. Guðnason, bakari
Ragnheiður Þórarinsdóttir, vaktmaður Halldór Gunnarsson, rafeindavirki Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra Björn Sveinsson, afgreiðslumaður
Katrín Bjarnadóttir, hárgreiðslukona og háskólanemi Hróðný Hanna Hauksdóttir, bankastarfsmaður Sædís Ósk Harðardóttir, húsmóðir
Sigríður Matthíasdótir, kennari og bókvörður Ólafur Gunnar Óskarsson, skipstjóri Sigurjón Vídalín Guðmundsson, fangavörður
Vignir Siggeirsson, tamingamaður Óli Fjalar Böðvarsson, vélfræðingur Gísli Gíslason, verkamaður
Eiríkur Már Rúnarsson, verkamaður Hildur Harðardóttir, húsmóðir Svanborg Egilsdóttir, ljósmóðir
Inga Láta Baldvínsdóttir, sagnfræðingur og hreppstjóri Sigríður Anna Guðjónsdóttir, íþróttakennari Vilborg Magnúsdóttir, nemi
Grétar Zóphaníasson, sveitarstjóri Ingibjörg Guðmundsdóttir, leikskólakennari Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
Steingrímur Ingvarsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi Jón Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Þorbjörg Sigurðardóttir, húsmóðir
Sigríður Jensdóttir, tryggingafulltrúi og bæjarfulltrúi Guðmundur Búason, fulltrúi framkvæmdastjóra Jón Guðbrandsson, dýralæknir

Prófkjör

Sjálfstæðisflokkur
1. Ingunn Guðmunsdóttir, bæjarfulltrúi og bankastarfsmaður
2. Björn Ingi Gíslason, bæjarfulltrúi og hárskeri
3. Samúel Smári Eggertsson, umdæmisstjóri
4. Sigrún Anný Jónasdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og gæðastjóri
5. Sigurður Þór Sigurðsson, framkvæmdastjóri
6. Jón Sigurðsson, sveitarstjórnarfulltrúi og deildarstjóri
7. Guðrún Erla Gísladóttir, íþróttakennari
8. Magnús Hlynur Hreiðarsson, endurm.stj. & blaðamaður
9. Þorsteinn G. Þorsteinsson, kennari
Aðrir:
Gísli Gíslason, fiskverkunarmaður
Sigurjón Vídalín, fangavörður
Sædís Ósk Harðardóttir, húsmóðir
Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra

Heimildir: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands, DV 30.4.1998, Dagur 15.4.1998, 21.4.1998, Morgunblaðið 5.4.1998, 18.4.1998, 5.5.1998 og 6.5.1998.

%d bloggurum líkar þetta: